Þjóðaratkvæðagreiðslur í norrænum stjórnarskrám.

Því er gjarnan haldið fram að okkar Stjórnarskrá sé í norrænum anda og á að vera erfitt að breyta henni. En er það svo? Þegar skoðuð eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í norrænum stjórnarskrám sést að þær eru mjög ólíkar.

Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram sex sinnum á Íslandi.  Þrisvar sinnum á grundvelli um ályktunar meirihluta Alþingis (1908,1916 1933)um áfengisbann og þegnskylduvinnu. Tvisvar sinnum á grundvelli sambandslaganna við Danmörk (1918, 1944) og nú síðast um Icesave.  Stjórnarskráin gerir ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í fjórum greinum;

11. gr. Ef Alþingi víkur Forseta frá þarf samþykki þjóðarinnar.

26 gr. Synjun Forseta á lögum Alþingis ber að vísa til þjóðarinnar.

79 gr. og 81.gr.  Ef Alþingi samþykkir breytingar á Stjórnarskránni og á kirkjuskipan samkv.  62 gr.

Danska  stjórnarskráin hefur skýr ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í nokkrum greinum.  42 gr.segir að þriðjungur þingmanna geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög meirihlutans og einungis þarf meirihluta atkvæða  í 30% kosningaþátttöku til að fella lögin. Líklega er þetta ástæðan fyrir meiri samvinnu um lagasetningu á danska þinginu. Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa farið fram um fullveldisafsal í tengslum við ESB.

Norska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur en meirihluti þings getur samþykkt sérlög um slíkar atkvæðagreiðslur (eins og allstaðar)og það hefur gerst fjórum sinnum frá sjálfstæði, þar af tvisvar um áfengismann eins og á Íslandi.

Sænska stjórnarskráin  gerir ráð fyrir tvennskonar þjóðaratkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðsla um stjórnarskránna er bindandi.  Aðeins 10% þingmanna geta gert tillögu um breytingu á stjórnarskránni og hún fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hljóti hún samþykki 30 % þingsins. Hún fer fram í næstu almennu kosningum og telst samþykkt ef meirihluti a.m.k. helmings kjósenda í almennum kosningum samþykkir.   Þjóðaratkvæðagreiðslur um önnur má eru einungis ráðgefandi og þarf meirihluta þingsins til að koma þeim á.

Finnska stjórnarskráin gerir einungis ráð fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem meirihlutinn samþykkir sérlög um í hverju tilviki. Aðeins tvær þjóðaratkvæðagreiðslur hafa á sér stað í Finnlandi. Önnur um áfengismál 1931 og hin 1994 um inngöngu í ESB og þær báðar ekki bindandi fyrir þingið.

Niðurstaðan af þessari skoðun að er sú að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrám norrænu ríkjanna eru ólík, hvort þær eru bindandi eða ráðgefandi, hvort meirihluti þings  eða minnihluti getur krafist þeirra, eða hvort þær eru um stjórnarskrábreytingu eða annað.  Ef þau eru ekki í stjórnarskrá fara þær sjaldnar fram.

Lægsti þröskuldurinn á breytingum eins og í Danmörk hefur mikil áhrif á lýðræðið og löggjafarvaldið. Ákvæði  42 gr. dönsku stjórnarskrárinnar  skapar grundvöll fyrir samvinnu alls þingsins og þar með möguleika á myndun minnihlutastjórnar sem verður að reiða sig á samvinnu í þinginu og því lítil hætta á stjórnarkreppu.  Þetta þurfum við að skoða.

Print Friendly, PDF & Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *