Barnið mitt.

Barnið mitt,
hve heitt ég ann þér,
undrið smátt,
hve sakleysi þitt ljær mér,
ljúfan mátt.

Barnið mitt,
hve fljótt við glötum
gæsku og blíðu,
hve fljótt við gleymum
undrun og hlýju.

Barnið mitt,
lífið er leikur,
á tíðum grár,
ef engin er höndin,
er gráturinn sár.

Barnið mitt
mundu faðmsins náð
ef þungan herðir,
mundu kærleikans ráð
við allar þínar gerðir.

Print Friendly, PDF & Email