Flokkur: KOSMÍSKA KENNINGIN -Cosmic Doctrine

Þýðing á bókinni Cosmic Doctrine e. Dion Fortune

KOSMÍSK TENGSL HINNAR MIKLU VERU

8. KAFLI

KOSMÍSK TENGSL HINNAR MIKLU VERU

Ferðaatóm sem hefur farið gegnum alla fasa kosmískrar þróunar að þeim stað þar sem sköpun þess nær hátindi og fullkomnun hverju sinni, heldur aftur í för sína að Miðjunni. En vegna ójafnvægis heldur það áfram enn að nýju, en á ólíkan hátt—það hefur vegna þróunar sinnar orðið að aðdráttarmiðju. Það dregur að sér tiltekinn fjölda atóma á hverju sviði sem það fer í gegnum, þar til það kemur á það kosmíska belti sem það finnur sig heima vegna síns sérstaka aðdráttarafls og tengist miðflóttarafli kosmíska snúningsins. Ferðaatómið verður því kjarnamiðja í myndun þessa nýja kerfis. Reynsla þeirrar kjarnamiðju sem hún hefur öðlast í gegnum þróunarfasa Alheimsins mun ráða viðbragðshætti kerfisins.
Til að verða ekki fyrir áhrifum af stöðugri gagnvirkni af utanaðkomandi þáttum sem það getur orðið fyrir í þessu nýja belti, heldur þessi nýja kjarnamiðja áfram gagnvirkni við skriðþunga sinna eigin hluta. Þessi gagn-virkni við eigin kerfi dregur úr tilfallandi gagnvirkni við lausar efnisútfellingar sem hvert kosmískt svið dregur að sér. Þannig er smækkaður kosmos byggður upp.

Image3 susan rhodes isl
Það má sjá með dálítilli íhugun að þessi smækkaði Alheimur með þessari kjarnamiðju samsvarar miðjunni, sem í alheimi umbreytir allri gagnvirkni í virkni og hefur sama hlutverk og kjarnaatómið. En samtímis er öll tilvera þessa kerfis háð fasakröftum Alheimsins— þættir þess fá samsvarandi púlsa meðan fasar „Kosmísks Dags“ ráða , þ.e. þeir þættir hringsins þar sem ráðandi kraftar eru jákvæðir og uppbyggjandi og sömu þættir fá örvun þegar þeir hlutar hringsins eru undir áhrifum neikvæðra afla. Sama á við um áhrifasvið hvers geisla, þá munu tilsvarandi eðlisþættir smækkaða Al-heimsins fá aukna örvun.
Við munum sjá að áhrifin á hina Mikla Lífmyndun um hringsviðið skiptast eftir fjórðungum þess, – jákvæð og neikvæð til skiptist- til viðbótar koma fram áhrif þriggja geisla í hverjum fjórðungi. Hér höfum við lykill að svokölluðum „Dag og Nóttu Guðs“ og þar með þróunartímabilum, en, þar sem þessi Mikla Vera sem við ræðum um er sjálf smækkaður Alheimur, skilst að meiri þróunarhraði á sér stað á hringferðinni innan hans.
Til viðbótar þessum áhrifum eru önnur sem þarf að taka tillit til. Þar er um að ræða aðdráttarafl annarra Mikilla Vera á öðrum sviðum Alheimsins.
Tengsl milli einnar Veru við aðrar á eigin sviði eru ákveðin og ákvörðuð áður en þessi þróun á sér stað og er stöðug þarf ekki að ræða frekar. En hringferð Mikilla Vera á önnur sviðum Alheimsins fara fram með öðrum hætti og án tengsla við Vera annarra sviða en eigin. Þannig mætast þær tímabundið og trufla um stund aðdráttarafl Miðjunnar á þær Verur sem eru utan þeirra eigin sviða sem og áhrif á allar einingar eigin sviðs og þeirra Vera á sviði ofar því.
Þessi tímabundna truflun á aðdráttarafli miðjunnar veldur ójafnvægi í verum á ytri sviðum þegar aðdráttaraflið raskast gagnvart miðflóttaaflinu, því það er tilhneiging ákveðinna sameinda að streyma inn að miðju og það truflast við þetta. Einnig truflast vilji kjarnaatóm Verunnar, sem sér um að viðhalda stöðugum aðstæðum og er sem orðið lögmál þess. Þessar bundnu aðstæður, má segja innan sviga, eru meðal þeirra endurtekninga sem maðurinn kallar „Náttúrulögmál“ þegar hann uppgötvar þau.
Á svipaðan hátt leitast kraftar alheimsins að viðhalda jafnvægi með því að aðlagast hvert öðru. En það gerist engu að síður með óreglulegu bili að aðstæður verður að aðlaga og þær valda mismikilli óreglu á hreyfingu þessara Miklu Vera og framkalla „jákvæða illsku, synd og veikindi“ innan sviða þeirra.
Alheimurinn sjálfur þarf að leitast við að aðlagast í upphafi hvers fasa í þróun sinni, og öll óregla sem á sér stað fyrir slíka aðlögun hefur áhrif á þróunina, það er upphaf illskunnar í þeim skilningi sem lagður er í það orð.
„Kosmísk Illska“ er takmörkun—andstaða og er grundvöllur birtingar, það er það sem við köllum „neikvæð illska.“
Þessi kosmíska illska, hin „Guðdómlega Illska“, hin „Guðdómlegi Dauði“ er í hverri Mikilli Veru og er grunnur fyrir birtingu og þróun hennar. Því án takmarkanna—endanleika—getur engin birting orðið og án dauða eða brottkasts þess úr sér gengna, getur engin framgangur orðið.

Þessir fyrirstöðuþættir Alheimsins eru ávallt til staðar í birtingu heims, en illskan sem birtist í tveim þáttum, synd eða bjöguðu afli og sjúkdómum eða bjöguðu formi, kemur til vegna bjögunar sem verður á braut er hin Mikla Vera fer í gegnum önnur svið alheimsins. Það er öfgafullt í upphafi þróunarinnar en er smásaman aðlagað eftir því sem þróunin jafnar það út og í lok þróunarinnar verður fullkomið taktfast jafnvægi komið á í Alheiminum—samræmi virkni og gagnvirkni sem viðheldur stöðugleika.

KOSMÍSK ÁHRIF Á SÓLKERFI

1 Comment

6. KAFLI

KOSMÍSK ÁHRIF Á SÓLKERFI

Þú hefur nú farið í gegnum fyrsta hluta verksins. Til að skilja það sem á eftir kemur þarf hugur þinn þarf að vera algjörlega með það sem undan er komið.
Í stuttu máli mun ég rifja upp: Hreyfing í geimnum er það upprunalega. Þegar hringrás þess hefur myndast verður Hring-Kosmos til, sem aftur myndar Hring-Kaos, sem með seinni áhrifum sínum veldur því að Hring-Kosmos mótar Hring-takmörkun sína. Þetta eru hinir Þrír eða Þrenningin.
Innflæðisáhrifin sem dregur sig saman inní Miðjuna og geislar aftur út til jaðarsins, eru Geislarnir—hinir Tólf.
Hreyfing Alheims myndar hina Sjö —Hjáhringina, eða sviðin.
Þar sem geislahornin hitta sviðin koma verða til snertihreyfingar.
Þegar þær hreyfingar eru í andstöðu myndast Frumatómin.
Þessi atóm, þegar þau snúa til baka á ferð sinni við mismunandi horn geislanna, mynda þau flóknu atóm sem miðflóttaraflið dreifir út á sviðin.
Þegar þau eru að lokum koma á ysta sviðið, tengjast þau á ný, en komast ekki lengra og snúa því við inn að miðju. Þetta eru svokölluð ferðaatóm. Önnur atóm eru staðbundin, því þau hafa sest að á tilteknum sviðum.
Svo að það eru engin atóm í Miðjunni, aðeins fyrstu kosmísku öflin.
Á fyrsta sviðinu eru aðeins þrístrend atóm, þess vegna er þetta svið gefin talan þrír, fyrsta einfalda atómið stóð fyrir þrjá þætti og hið flóknasta á þessu sviði samanstendur af þremur. Atómin á öðru sviði hafa töluna fjóra og á þriðja sviðinu er talan fimm, fjórða sviðið töluna sex og svo framvegis, niður á sjöunda sviðið sem hefur töluna níu. Þetta eru svokallaðar Seinni tölur, en tölur kosmísku aflanna eru Frumtölur. Við höfum því Frumtölur—einn, þrjá, sjö og tólf og Seinni tölur, þrjá til og með níu.
Frumþrenningin er tíu. Tíu er tala þróunar, því það er tíuhorna atóm sem þróast.

Sviðin
Þú hefur séð af því sem undan hefur verið sagt að frumhreyfingarnar mynduðu hver aðra og hafa náð stöðugleika, hring eftir hring í reglulegu ferli. Þeir hafa fullkomnað verkið og náð hámarks árangri. Undir áhrifum af fasabreytingum Frumhringanna halda seinni hreyfingarnar stefnu sinni.
Seinni hreyfingarnar hlíta eigin lögmálum, allt eftir ástandi Frumhringanna.
Svo er einnig með þriðju hreyfingarnar, hvert svið birtingarinnar heldur sínu striki allt eftir þeim fasaáhrifum sem mynduðu þau.
Sem dæmi, Hring-Kosmos fer í gegnum jákvæða og neikvæða fasa. Geislarnir flæða því stundum hraðar á neikvæðum fasa og útgönguboga þegar neikvæður fasi Hring-Kosmos er ríkjandi og stundum einnig hraðar á inngönguboganum og jákvæðum fasa í þeim hluta alheimsins sem eru hlaðnir jákvæðum fasa.
Hver hluti geisla er undir áhrifum af hringsviðinu sem hann fer í gegnum. Þess vegna sýnist sem svo að ferðaatóm á hverjum tíma sé undir áhrifum geislans sem það ferðast í, hvort sem það er á inn-eða útgönguboga, einnig undir áhrifum sviðsins sem þar er á og af fasa Hring-Kosmos.

Ef við viljum vita ástand tiltekins ferðaatóms, er ekki nægilegt að vita hve marghliðar það er, heldur verðum við að skilja aðrar aðstæður sem það verður fyrir. Þetta er kallað „Sólarstjörnuspeki (Sidereal Astrology),“ en fasar þess eru mjög víð-tækir, en hér tekur hún aðeins til þess sem lifir í sólkerfinu, á sama hátt og plánetustjörnuspeki tekur aðeins til fasa plánetu. Næsti puntur sem við höfum við Sólarstjörnuspeki er það sem við þekkjum sem Stjörnumerkja-beltið (Zodiac). Það er augljóst að líf manns hefur tengsl við sólkerfið sem hann er hluti af og sólkerfið er hluti af alheiminum. Sólarstjörnuspeki sýnir okkur fasa þróunarinnar.
Það má sjá að það eru atóm af sérstökum gerðum sem hafa sest endanlega að á hverju sviði og hreyfast í stöðugri fjarlægð frá Miðjunni, á sama hátt og í vökva sem inniheldur mismunandi efni í upplausn, og hægt er að sjá ef þau eru sett í lokað tilraunaglas sem fest er í streng og er snúið hratt í hring, þá kemur greinilega fram hvernig efnin skiljast eftir eðlisþyngd þeirra og raðast eftir þyngdaraflinu, það þyngsta og flóknasta næst jaðri ummáls sveiflunar. Þessi atóm hafa því náð þangað í þróuninni eins og eðli þeirra leyfir. Þú sérð að hver nýr fasi í þróuninni nær þeim áfanga sem eiginleikar þeirra leyfa og sest að í þeirri röð sem það hefur náð.

Nýr fasi í þróuninni byrjar þegar næsti fasi Hring-Kaos raskar stöðug-leikanum sem hafði verið náð. Þessi nýi þróunarfasi byrjar þar sem sá síðasti endaði og hefur í sér allt það sem sá fyrri hafði náð. Hér sjáum við þýðingu orðatiltækisins „Eins í efra, svo í neðra, en með öðrum hætti.“ Alheimurinn er grunnurinn sem allt er byggt á, þú byrjar þar sem Guð hætti, það sem er í Guði er í þér og eitthvað af því köllum við „frjálsan vilja“ þó að það sé varla nothæft heiti.
En snúum okkur að þróun ferðaatómanna, sem mynda Sólkerfin.
Við munum úr fyrri fyrirlestri að sólkerfi koma fram á hinum ýmsu sviðum, allt eftir kosmísku þyngdarsviði þeirra. Þ.e.a.s. þau byrja þróun sína á mismunandi fösum í þróun alheimsins. Við munum að atóm á útleið safna efni frá hverju sviði sem þau fara um til að byggja sína heima.
Þau sólkerfi sem þróast á öðrum sviðum en ykkar verður ekki fjallað um í þessari fræðslu, því þau eru of fjarri efni okkar núna.
Ég mun hinsvegar fjalla um þróunarfasa kerfa sem eru á sjöunda kosmíska sviðinu, þar sem ykkar sólkerfi er á meðal. Við skulum því fylgja eftir lífi einstaka ferðaatómi eftir, sem verður að ykkar sól og tengdu plánetukerfi.
Við munum líka að það hafði farið hringrás um kosmísku geislanna og reynt öll tólf geislaáhrifin , bæði neikvæð og jákvæð og hefur í sér samsett efni sjö kosmískra sviða. Tölur þess eru því þessar: —
ÞRÍR, því það er undir áhrifum hringana þriggja.
SJÖ, því það hefur sjö efnisgerðir í sér.
TÓLF, því tólf geislar hafa haft áhrif á það og hvert hinna sjö efnis-sviða hefur sína sérstöku tölu, frá þremur og til og með níu.
Þetta ferðaatóm hefur farið í gegnum hin miklu svið kosmísks efnis og tekið með sér eins mikið efni og það gat á hverju sviði og að lokum setts að á því sviði sem það hafði náð jafnvægi á braut sinni. milli miðflóttaafls og aðdráttarafls kosmos og eigin þyngdar.
Kosmísku áhrifin sem það verður fyrir er hægt að reikna út í reglulegu takti, því hann er sannarlega til staðar. Atómið fer í gegnum alla tólf geisl-anna og finnur breytingar á fösum Hringanna, því til viðbótar verður það fyrir áhrifum frá öðrum miklum lífheildum á öðrum sviðum. þegar brautir þeirra eru nærri hvor annarri (eru á mismunandi brautum á mismunandi sviðum) og efnisáhrifin eru gagnkvæm í báðum kerfunum. Það er mikilvægt atriði.
(Við getum séð að stundum fær neðra tilfinningarsviðið einskonar eflingu og á stundum efra andlega sviðið, en verður þó ekki eins sterkt, þar sem samsvarandi kosmískt svið er ekki mjög nálægt. Þetta er einn þeirra þátta sem hafa áhrif á þróunina og veldur oft vandamálum í kerfinu.)
Þessi mikla lífheild sem við ræðum um, hefur sest að á sinni braut og má líta á sem kjarna upprunalega ferðaatómsins sem er nú umlukið miklu bólstrum ómótaðs og óskipulagðs efnis af mismunandi sviðum. Þetta efni helst umhverfis það af aðdráttarafli massa þess og víðátta og takmörk þess marka umfang kerfisins. Eins og allt í Alheiminum hringsnýst þetta efni kringum upprunalega miðjuatómið.
Hreyfing þess atóms á braut sinni í tímans rás hefur smásaman tengst heildinni og massinn flats út í hringsnúandi disklögun alveg eins og búið er að lýsa að gerðist í myndun Alheimsins, því sömu lögmál eru á öllum sviðum og sólkerfi deila efni sínu á sjö svið í samræmi við þyngdarafl þeirra.

Spiral10

EIGIN ÁHRIF MANNKYNS

24. KAFLI

ÁHRIF SEM MANNKYNIÐ SETUR Á SJÁLFT SIG

Það er ekki ætlunin í þessari fræðslu að rifja upp staðreyndir í þróuninni, heldur að bæta við þá vitneskju með því að upplýsa í stórum dráttum ó-þekkta þætti og útskýra afleiðingar af lítt þekktum eða misskildum þáttum.
Í fyrri fyrirlestrum höfum við fjallað um þróun fyrir mannlega þróun og áhrifin á mannkynið. Í þessum fyrirlestri munum við fjalla um lítt þekkt áhrif sem maðurinn setur á sjálfan sig,
Þegar við veltum fyrir okkur þeim þróunarleiðum sem ganga saman á sömu plánetu, verðum við að muna að ef vitund rís ofar efnislegri tilvist til að starfa á öðru sviði, er henni það með lyft frá jörðunni og kemur inní ríki Plánetuverurnar, eftir því á hvaða sviði vitundin vinnur. (Þetta er efni sem þarf að muna þegar skoðuð er andlegu sviðin.)
Í þessum fyrirlestri munum við hinsvegar aðeins skoða þau áhrifum sem erum innan jarðneska sviðsins. Þau taka til virkni á eterískum undirsviðum þegar verið er á innþróuninni og þeirra áhrifa sem einnig hafa áhrif á jörðina á þróunarboganum.
Fyrir þróunarverur er það afturhvarf og hættulegt að horfa til baka til þeirra aðstæðna sem þær hafa vaxið frá. Þeir sem eru nýlátnir og horfið úr jarðvist er ekki leyft að líta til baka svo þeir verði ekki jarðbundnir, vegna hættu á að hið illa hafi afskipti af nýlátnum sálum í þeim tilgangi að lofa skuldaaflausn.
Þó er til staðar sérstök þróunaraðlögun og áhrif þess eru þekkt sem „Verk hinnar Miklu Hvítu Stúku“ eða „Verk Meistaranna“.

Í venjulegum farvegi þróunarinnar vex skógurinn með vexti trjánna. Það er að segja að fullkomnun sjálfstæðra sálna fullkomnar líf hópsins. Með til-komu sjálfsvitundarinnar kom einnig breyting í lífi hópsins og ákveðnar sálir kusu veg endurlausnarans fremur en leið endurlausnar. Þær kusu að hafna ávöxtum verka sinna og hið góða karma þeirra kemur karma kynstofnsins til góða.
Gleymum því ekki að hver þróun hefur sína tímaröð—eða, tæknilega, röð í orsökum og afleiðingum og þó að þróunarvegurinn sé breiður og rúmi marga samtímis, hafa þróunargerðirnar samt sem áður vel markaða röð. Hægt er að segja að meðaltal mannkynsins sé komið um tvo þriðju áleiðis af hringferðinni og við ættum einnig að muna, þegar við horfum á einstakling-inn, að alveg eins og hann erfir allar duldu byrðar fortíðarinnar, eru einnig til staðar allir möguleikar framtíðarinnar og sumir þeirra eru á þröskuldi raun-veruleikans.
Möguleikasvið mannlegrar þróunar má skipta í þrennt—það dulda, raunveruleikann og möguleikanna. (fortíð, nútíð, framtíð)

Kenningin um „Hópsál“ er nátengd Plánetuverunni, því eins og sýnt hefur verið áður, er Plánetuveran persónubirting plánetunnar, mynduð af vitundarreynslu lífsins innan plánetunnar.
Engin sálfræðiskoðun á hóp eða einstaklingi er nægilega góð án þess að tekið sé tillit til áhrifa Plánetuverunnar. Það er eitthvað sem hægt er að kalla „Jarðartog“ og myndaðist í fortíðinni og á ekkert erindi í framtíðinni, það er óhjákvæmilega hreint afturhvarf og er því þannig séð, af hinu illa.
En gleymum því ekki að önnur hlið Plánetuverunna er Plánetueinstakl-ingurinn. Það er logóíski skilningurinn á tilveru plánetusviðsins og logóíska hugmyndin um markmið þess og þróun. Það samsvarar mannlega einstaklingnum og þroski beggja þáttanna á sér stað þar til þeir hittast.
Plánetuveran byggist upp með skilningi á vitundarlífi sviðsins, og þar sem ekki er hægt að skilja nokkuð fyrr en það hefur átt sér stað, er Plánetuveran ávallt skrefi á eftir mannkyninu í þroska sínum.
Það má því sjá að hvert reynsluskref mannkynsins skapar samsvarandi stig í vitund plánetunnar. Þetta er speglun eða vörpun á þróunarvitund og eins og allar speglanir eru öfugar, birtist lægsti þátturinn á yfirborðinu en hin æðsti er dulinn í dýptinni. Þetta vitum við af reynslunni er við fyrst snertum Jarðarsálina, snertum við fyrst frumstæðasta þáttinn og það er ekki fyrr en við köfum djúpt inná við að við skiljum hvað hún er fær um.
Það er afar mikilvægt þegar við nálgumst þetta efni að rannsaka það ekki nema með fullri sjálfsvitund. Ef við nálgumst það með aðferðum undirmeðvitundar, verðum við sjálf hluti af þeim þætti og sá minni fellur undir yfirráð þess meiri—einstaklingsvitund fjöldans.
Líta má svo á að Plánetuveran beri karma jarðarinnar og allt líf á jörðunni verði að lifa í samræmi við það karma, því það skapar hið huglæga andrúmsloft sem við lifum og hrærumst í.
Ef við íhugum sviðsmyndina þá er breytingum á efnislega sviðinu ekki gefin nægilegur gaumur—breytingum milli jarðar og tungls. Það er ekki nægilegt að skoða stöðu tungls. Það verður að skoða hvort það sé í neikvæðum eða jákvæðum fasa. Sama á við jörðina og árstíðir frumaflanna ætti að skoða. Allt þetta leikur mikilvægt hlutverk í málefnum manna, þó þau séu ekki ákvarðandi, eru þau mótandi.

Fortíðin, eða líffræðileg vitund lifir í karma jarðarinnar og einnig í hverjum einstaklingi, og gagnvirkni milli einstaklingsins og uppsafnaðra fortíðarlaga er mjög mikilvæg.
Hvenær sem þróun ákveðins þáttar hefur náð sæti sínu eða „formast“, mun sá þáttur verða ráðandi í umhverfinu. Sem dæmi er kraftar sem dýrkun Drúída byggði upp, þeir kraftar halda áfram að vera til staðar og mun örva þann þátt í einstaklingi sem þeim var ætlað að koma í verk; og meðan þessi „böðun“ hugræna andrúmsloftsins er góð til að laga jafnvægi hjá einstaklingi sem vantar hana, er hún ekki góð fyrir þann sem hefur þegar of mikið af henni; þeim finnst nútíma siðmenning framandi og dragast ómótstæðilega að fornri siðvenju og þá er ójafnvægi afleiðingin.

Hver kynstofn viðheldur trúarhefðum sínum og hver trú lifir þar til eigin-leikarnir sem hún var sköpuð til að koma á, eru orðnir eðlilegar erfðir kyn-stofnsins. Þá hættir það að vera dulið og verður alþekkt.
Trú deyr ekki vegna þess að henni sé hent af framfarabrautinni, heldur vegna þess að andlegir þættir hennar eru algjörlega horfnir inní daglegt líf kynstofnsins. Það sem hún kenndi er tekið sem sjálfsögðum hlut og fræðslugildi hennar er lokið, því nemandinn kann lexíuna. Það að „kasta trúnni“ lýsir aðeins aukinni næmni hjá manninum við að útskýra það sem upphóf hann. Svo lengi sem til eru sálir sem æskja aga þá lifir átrúnaðurinn. Dýrkun í fortíðinni fékk kraft við að tengjast sviðum Jarðarsálarinnar, þar sem vígsla þeirra átti heima.
Það skal vitað að þessi svið hafa nána tengingu við Frumöflin, og eru notuð af þeim til að mynda þau hugarform sem gera þeim kleyft að stjórna tegundum í jarðvist. Þess vegna er tenging við forna trú langsótt.

Þessir hlutir hafa sinn stað í hinu andlega vopnabúri, en það á að nálgast með varúð, því þeir eru tvíeggja. Þekking á þeim er nauðsynleg í rannsóknum í sálarlegri meinafræði, en ekki fyrir sjálfsþroska. Þessir þættir eru okkur eðlilegir og fá ótilhlýðilega örvun ef þeir eru fóstraðir óþarflega.
Hver maður er sinn eigin herra. Veljum ekki meistara af lægri eða annarri þróunargerð.

mynd 25