Bak við sól og sunnan mána.

Í stjörnuþoku hljóma

himins óma,

ungri sól

sem skapari himni fól.

 

Frá logans heimi

og hugarsveimi,

helgir goðar skutu fram

skipum úr naustarann.

 

Sona skarar fáru

skínandi brynjur báru,

fylgdu konungskná

björtum knörrum á.

 

Hin aldni í stafni

andans fari,

stefnir hug og hönd

að nýrri strönd.

 

SS ©1997-2000

Framundan.

Hræðustu dauðann, finnurðu dauðaniðinn,

-og döggvina í framan?

Hríðin byrja og byljir herðast við,

– er ég nálgast smásaman.

Drungi næturinnar og stormsins afl,

– merki svikarans.

Þar stendur það, óttans tafl,

-sérhvers göngumanns.

Ferðinni er lokið og tindinum náð,

– allir múrar falla.

Í andstreymi var sigrunum sáð,

sem og ávinning alla.

Baráttugleðina, -reisum nú hátt,

fyrir þann mikla slag.

Sárt er ef dauðinn svifti sýn og mátt,

og knúi í fortíðarlag.

Nei, -reynum frekar allt með hárri lund,

líkt og hetjur fornar.

Hefjum aflið, greiðum glöð lífsins skuld,

sársauka og myrkri ofna.

Djörfungin, ógæfu skjótt til bata snýr,

og verstu andartök enda.

Frumaflanna átök, fjandmanna orðagnýr

skal réna, skal milda,

skal breyta og úr sári friðakraftur verða,

þá ljós, í brjósti þínu bjarta.

Ó þú sál minnar sálar, aftur þig faðma,

að eilífu í Guð hjarta.

 

Þýðing á PROSPICE

eftir ROBERT BROWNING (1812-1889)

 

SS ©