Rebbi og lambið.

 

Það var fagur sumardagur og Rebbi rölti í hægðum sínum meðfram ánni. Hann var svo upptekinn að horfa á sólargeislanna glampa á yfirborði árinnar að hann tók ekki tekið eftir lambinu á hinum bakkanum fyrr en allt í einu. Rebbi nam staðar. Lambið stóð líka kyrrt og horfði á hann forvitnum augum. Rebbi var dálítið hissa. Venjulega eru þau hrædd við hann, en lambið stóð þarna alveg rólegt. Rebbi hugsaði með sér að þetta væri einstakt tækifæri sem hann yrði að nota.

Með lymskulegum svip og ísmeygilegri röddu kallaði Rebbi til lambsins: „Hvað er að sjá þig, lambið mitt, aleitt á ferð. Týndir þú mömmu þinni, greyið?“ Lambið leit í kringum sig eins og til að athuga með mömmu sína, snéri sér aftur að Rebba, horfði á hann drykklanga stund og sagði með mjúkum róm: „Hver ert þú, ertu kind?  Þú ert skrítin kind!“

Rebba kom þetta á óvart, hverskonar spurning var þetta, var hann kind? Vissu ekki allir að hann var refur og ógnvaldur allra kinda og lambið hélt að hann væri kind,  og það skrítin í þokkabót.

En svo áttaði Rebbi sig allt í einu. Lambið hafði aldrei séð ref og enginn nærri til að sýna hvernig ætti að bregðast við ref.

„Já, kæra lamb, ég er kind ofan af fjöllum, við erum öðruvísi þar, gæran mín.“

Rebbi bætti við; „Komdu nú yfir á bakkann til mín svo við getum spjallað betur saman. “ Lambið horfði lengi á Rebba i. Skrítin kind þetta, hugsaði hún, ullin öðruvísi, skottið mjög langt og stórt og hún minnti hana frekar á skepnur sem hún hafði séð þegar hún var pínulítil, þær höfðu verið svo hávaðasamar en þessi var það ekki. „Hvað heitir þú? Ég heiti Gimbur,“ sagði hún án þess að svara spurningum hans.

Rebbi fann að hann var að byrja að verða pirraður enda glorhungraður. Hann varð að passa sigað styggja ekki lambið, því hann kæmist ekki sjálfur yfir lækinn heldur yrði hann að tæla lambið til sín.

„Sæl vertu Gimbur, ég heiti Tófa og af því ég er minni en þú, þá kemst ég ekki yfir til þín. Stökktu nú yfir lækinn til mín, Gimbra mín.“

Rebba fannst það hljóma betur að heita Tófa en Refur.

„Mamma hefur sagt mér að tala ekki við ókunna, þó það séu aðrar

Kindur,“ sagði Gimbur og stóð róleg í sömu sporum og horfi á Rebba.

Það var farið þykkna í Rebba. „En rýjan mín, ef þú tala aldrei við ókunna þá kynnist þú aldrei neinum,“ og bætti við: „það verður heldur leiðinlegt líf, finnst þér ekki? “ Hann var rogginn með þessi róðu rök.

„Jú,“ sagði Gimbra, „en mamma segir, að eftir því sem ég verði eldri þá læri ég að kynnast öðrum.“Er ekki tími til komin að hitta fleiri? Þú getur kynnst mér!!“ sagði Rebbi og reyndi eins og hann gat að setja upp sakleysissvip þó maginn ólgaði af hungri. „Mamma segir að ef einhver reyni að sannfæra mig um annað en ég held sjálf, þá eigi ég ekki að trúa því, “ sagði Gimbra blíðum rómi.

Rebbi hugsaði sig um. „Af hverju trúir þú mömmu þinni? Getur hún ekki haft rangt fyrir sér? “

Lambið horfði opnum augum á Rebba og svaraði: „Ég trúi mömmu, ég trúi þeim sem ég treysti. “

„Hvernig veistu hverjum þú átt að treysta?” sagði Rebbi, því ekki treysti hann sjálfur neinum.

„Ég finn það inn í mér,“svaraði lambið ákveðið. „Tófa, treystir þú ekki mömmu þinni? “ Þetta kom óþægilega við Rebba, treysti ekki mömmu sinni? Það var svo langt síðan hann átti mömmu. Samt mundi hann eftir því sem ylfingur að elta mömmu sína hvert sem hún fór og alltaf gaf hún honum að éta, jú og gott var að hrjúfa sig að heitum feldi hennar. Auðvitað hafði hann treyst henni.

Rebbi refur hristi sig allan, hann átti erfitt með að svara þessu. Tilfinningin var góð þegar hann rifjaði þetta upp. En núna þegar hann horfði á saklaust lambið leið honum ekki vel.

„Jú, jú, auðvitað treysti ég henni,“ svaraði hann lágum rómi og hengdi hausinn ofurlítið. „Hún var góð.“

„Var?“, Gimbra hikaði: „Áttu hana mömmu þína ekki lengur,“ spurði hún lágum rómi svona eins og hissa á svipinn.

Rebbi fékk kökk í hálsinn, nú leið honum enn verr, hann vildi ekki rifjað upp þegar hann horfði á hvernig hún dó – í þessari gildru.

Allt í einu fannst honum þetta allt tóm vitleysa. Hvað var hann að hugsa,að tala við eitthvert lamb útí haga, honum væri nær að finna sér einhverjar mýs í matinn.

„Jæja, jæja, ég verð víst að halda áfram,“ sagði Rebbi og reyndi að leyna því að hann var með tárin í augunum.

„Farðu nú og finndu hana mömmu þína og skilaðu kveðju frá Rebba til hennar, hún hefur örugglega heyrt af mér,“ sagði Rebbi og núna með styrkri og hárri röddu. Hann gat ekki látið orðspor sitt bíða hnekki. Hann þaut af stað og veifaði löngu loðnu skottinu sínu í kveðju skini.

Gimbra horfði á eftir Rebba. Hva?, Tófa hafði breyst og hún hljóp allt öðruvísi en kind. Hvað meinti hún með því að kalla sig Rebba?

Jæja, best að finna mömmu og skila kveðjunni. Hvernig skyldi mamma kannast við hann? Hún myndi segja mömmu sinni alla söguna hvernig hún kynntist Tófu og um hvað þær töluðu. Kannski ættu þær eftir að hittast aftur?