Vísindin um andardráttinn & Spekin um Tatwas

Fínni öfl náttúrunnar   -II. Hluti

Eftir
RAMA PRASAD, M.A., F.T.S.

Vísindin um andardráttinn & Spekin um Tatwas

1. Gyðjan sagði: Minn drottinn Mahadeva, guð guðanna, vertu mér góður, og segðu mér viskuna sem skilur allt.
2. Hvernig varð alheimurinn til? Hvernig heldur hann áfram? Hvernig hverfur hann? Segðu mér, ó drottinn, spekina um alheiminn.
===
Athugasemd ~ “Guð sagði”; “gyðjan sagði”; “sagði guð”; “sagði gyðjan”. Öll bókin er umgjörð um samtal milli guðsins Siva og konu hans Parvati. Öll tantra hafa sama form. Það er varla í samræmi við þá staðreynd að Siva og Parvati voru mannleg hjón í fjarlægri fortíð. Siva er almennt nefndur í þessari bók sem Iswara, Parvati nefnd sem Devi eða Shakti. Ef dæma á eftir samsetningu bókarinnar, sýnist hún ekki hafa verið skrifuð af Siva. Í fyrsta lagi eru nokkrir stanzar í bókinni sem sýnast vera samsetning ólíkra höfunda, en í núverandi formi af nokkrum þýðendum. Í öðru lagi segir höfundur á einum stað að hann að hann ætli að lýsa ákveðnum tilraunum sem hann hafi séð í Sivagama (Fræðsla Siva). Í lok eins handritsins segir að bókin samanstandi af átta köflum úr Sivagama.
Í Kenopnishat túlkar hin mikli rithöfundur Shankaracharya, Uma Haimvait (annað nafn Parvati) sem Brahma Vidya, hin helgu vísindi. Þar birtist hinsvegar gyðjan sem fræðari og túlka má hana jafnvel sem guðspekina. Sú útskýring mun varla eiga við hér. Hér sýnast Siva og Parvati vera táknuð sem karl- og kvenngildi. Þau eru best kynnt með þeirra eigin verkum. Guðinn, karlgildið, útskýrir fyrir Sakti, kvenngildinu, hvernig hin fínni öfl náttúrunnar koma fram í grófa efninu, og geti verið tákn um eilíf áhrif allra hugsana og lífvera inn í Sakti (kaldara efni rayi) af Siva, heita karlgildið.
===
3. Guðinn sagði: Alheimurinn kom úr tatwa eða tatwas; og heldur áfram um eiginleika tatwas; og hverfur í tatwas; og tatwas sé þekkt sem eðli alheimsins.
===
Athugasemdir ~ Í handritinu eru stök númer oft notuð til að gefa til kynna almenna eiginleika hinna fimm tatwas, með því sem þau eru þekkt fyrir sem slík.
Alheimurinn skilur allar þær birtingarmyndir sem við þekkjum, hvort sem þær eru á efni,-hug,-eða andlega sviðinu. Öll hafa þau komið út af tatwas. Tatwas eru öflin sem eru að baki öllum þessari birtingarmynd sköpunar, viðhalds og eyðingar, eða strangara til tekið, fæðingu, næringu, og dauða fyrirbærisins sem við þekkjum sem breytingar á tilvistarástandi.
===
4. Gyðjan sagði: Þeir sem þekkja tatwas vita að tatwa kemur frá því hæsta; ó guð, hvert er eðli tatwas? Varpaðu ljósi á tatwas.
5. Guð sagði: Óbirt, án forms, ljósgjafinn er hið mikla afl; frá honum kom hinn tónandi eter (akasa); frá honum kemur hinn áþreifanlegi eter.
===
Athugasemdir ~ Þetta er parabrahma Vedantista, fyrsta breytingarástand efst í þróuninni. Þetta er fyrsti jákvæði lífsfasinn. Allar Upanishads eru sammála um það. Í upphafi var einungis Sat (jákvæði fasi Brahma). Frá þessu stigi komu hinir fimm eterar (tatwas eða mahabhutas eins þeir eru einnig nefndir) fram. “frá honum kom Akasa ..”, segir Upanishad. Þetta stig parabrahma er kallað í textanum “Hið óbirta”. Birtingarmynd okkar byrjar sem “Egóið”, sjötta meginundirstaða okkar; allt ofar því er eðlilega “óbirt”, “án forms”. Þetta heiti (óbirta) er vegna þess að formið sýnir sig aðeins þegar tatwas og hin tvö gildi efnis, karl og kvennlæga, heita og kalda, koma í birtingu. Enn er aðeins eitt efnisástand alheimsins og því ástandi gefið þetta heiti.
Hann er einnig kallaður ljósgjafinn. Það ljós er hið raunverulega líf. Það er það stig sem umbreytist í hina fimm etera sem mynda andrúm fyrir sjöttu undirstöðu alheimsins.
===
6. Frá snerti-eter, í ljós-eter, og bragð-eter; og þaðan í lyktar-eter. Þessir eru hinir fimm eterar og þeir hafa fimmfalt framhald.
7. Af þeim kom alheimurinn; með þeim viðhelst hann; inn í þá hverfur hann; af þeim birtist hann aftur.
8. Líkaminn er gerður af fimm tatwas; hinum fimm tatwas, Ó þú fagri, ert aðeins í fínna formi; þeir eru þekktir af þeim lærðu sem helga sig tatwas.
===
Athugasemdir ~ Líkaminn, manna og allra annara, er myndaður af hinum fimm tatwas í þéttasta efninu. Í því þétta efni vinnur tatwas úr sínu fínna formi. Þeir stjórna því líffræði-, hugar-, sálar- og andlega. Þetta er hin fjögur fínni gerðir tatwas.
===
9. Hér mun ég ræða um andardrátt líkamans; með því að þekkja eðli inn-og útöndunar kemur þekkingin á hinum þrennum tímum.
===
Athugasemd ~ Maður getur auðveldlega helgað sig sínum eigin líkama. Af því hefur lögmálum andardráttar líkamans verið lýst hér.
Þekking á þrennum tímum (fortíð, nútíð og framtíð ) er ekkert annað en vísindaleg þekking á orsök og afleiðingu fyrirbrigða. Að þekkja núverandi tatwic stöðu hlutanna, að þekkja ástæðu og afleidda stöðu, hefur þú þekkingu á þrennum tímum.
===
10. Þessi vísindi andardráttarins, hið leynda þess leynda, regn þess sanna Góða, er perla í höfði þess vitra.
11. Þessi þekking er sú leyndasta af því leynda; hún er auðveldlega skilin; hún er ástæða þess að trúa því sanna; hún vekur undrun í heimi hinna vantrúuðu; hún er stuðningur hinna trúuðu.
12. Vísindi andardráttarins er gefin þeim rólegu, hreinu, háleitu, staðföstu og þakklátu, einföldu og tryggu fylgjendum guru.
13. Þau eru ekki gefin þeim illu, óhreinu, reiðu, ósannsöglu, hórugu og þeim sem hafa sóað sínu.
14. Heyrið, þú gyðja, vísdóminn sem er að finna í líkamanum; skapar alræmi ef rétt er skilið.
15. Vedas og shastras eru í swara; swara er hæsta gandharva; í swara eru allir þrír heimarnir; swara er endurspeglun parabrahma.
===
Athugasemd ~ “Vedas … eru í swara”. Swara er straumur lífsbylgjunnar. Það er það sem Vedantistar nefna vitsmuni. Fullyrðingin í þessum stanza getur haft tvær merkingar. Það gæti þýtt að hlutir sem lýst er í Vedas eru í swara, eða gæti þýtt að lýsingin sjálf væri þar. Það gæti þýtt að hvorutveggja væri þar. Þetta er að sjálfsögðu alger staðreynd. Það er ekkert í birtingamynd alheimsins sem ekki hefur fengið tilvist fyrir hinn Mikla Andardrátt, sem er Prana alheimsins á hæsta sviði lífsins.
===
16. Án vitneskju um andardráttinn (swara), er stjörnuspekingurinn eins og slanga án temjara, ræðumaður án efnis, búkur án höfuðs.
17. Hver sem veit skilgreiningu á Nadis og Prana, skilgreiningu á tatwa, og skilgreiningu á tengingum susumna nær frelsun.
18. Það er alltaf jákvætt í hinu sýnilega og ósýnilega alheimi, þegar orka andardráttarins er höndluð; þeir, ó hinn fagri, hver þekking á lögmálum andardráttarins er góð.
===
Athugasemdir ~ Þessi stanza vísar til mismunarins milli ástundaðrar og fræðilegrar heimspeki. Ástundun er mjög jákvæð að sjálfsögðu, en sú fræðilega setur okkur á rétta vegu og er því líka jákvæð.
===
19. Hlutar og fyrsta samsöfnun alheimsins var gerð af swara, og swara er sýnileg sem hið mikla afl, skaparinn og eyðandinn.
===
Athugasemd ~ Um efnið er lesandanum bent á kaflann um Þróuninna.
===
20. Leyndari þekking en vísindi andardráttarins, auður nothæfari en vísindi andardráttarins, vinur sannari en vísindi andardráttarins, hafa aldrei verið.
21. Óvinur veginn meðan andardráttar dreginn, vinir hittast; auður fenginn meðan andardráttur dreginn, þægindi og frægð einnig.
===
Athugasemd ~ Hvert fyrirbrigði er ekkert annað en hreyfingarfasi tatwic.
===
22. Fyrir orku andardráttar eignastu dóttur eða hittir konung; fyrir orku andardráttar eru guðir bannaðir og fyrir andardrátt er konungur í orku allra.
23. Hreyfing er af orku andardráttar, og fæða er einnig fyrir orku andardráttar; úrgangur er losaður fyrir orku andardráttar.
24. Allar Sastras og Purana, ofl., byrja með Vedas og Upanishads, hafa engin grunngildi umfram þekkingu á swara (andardrættinum).
25. Allt er nöfn og form. Í öllu því misskilur ráfandi fólk. Þau eru kjánar og sokkið í fáfræði nema þau þekki tatwas.
===
Athugasemdir ~ Öll fyrirbrigði alheimsins eru nöfn og form. Öll þessi nöfn og form lifa í swara í parabrahma, eða samsvarandi í fínni tatwas. En ekkert er aðgreinanlegt. Þau eru aðeins aðgreind sem slík þegar þau eru sett niður í grófari sviðin. Áhrifin eiga sér stað með verkfærum Rayi, svalara ástandi lífsefnisins, sem er aðeins skuggi af Prana, upprunalega ástandinu. Því eru öll nöfn og form óraunveruleg.
===
26. Þessi vísindi andardráttar eru hin mestu af af miklum vísindum; þau eru logi til að lýsa upp sali sálarinnar.
27. Þessi þekking getur ekki orðið neins manns nema sem svar við spurningu; hún er því þekkt af eigin áreynslu sálar, af sálinni og sálinni einni.
===
Athugasemdir ~ Þetta er líkt þekktu máltæki, “Þekktu sjálfan þig af sjálfum þér”, sem er ólíkt hinu gríska með viðbótinni í síðustu þremur orðunum.
===
28. Hvorki tungldagur né stjörnumerki, né sólardagur, né pláneta, né guð; ekki regn né Vyatipata, né samtengingar Vaidhrita, osf.
===
Athugasemdir ~ Þessir eru hinir mismunandi fasar hinna fimm ólíku tatwic ástands. Þeir hafa eðlileg áhrif á líf jarðarinnar. Áhrifin eru breytileg eftir hlutum. Geislar tatwic ástands í tíma munu aðeins endurspeglast í hverja einstaka lífveru ef það speglaða yfirborð er svipað. Yogi sem hefur stjórn á andardrætti sínum getur sett það í hvaða tatwic ástand sem hann kýs, og áhrif líðins tíma er einfaldlega kastað burt.
===
29. Engar vondar tengingar, gyðja, ráða orkunni; þegar hver fær hina hreinu orku swara, hefur allt góð áhrif.
30. Í líkamanum eru Nadi og hafa margar myndanir og vel framlengd; hinn vísi á að vita um þær í líkamanum, fyrir sakir þekkingar.
31. Dreifðar frá rót sinni í naflanum, ganga þær 72,000 út í líkamann.
===
Athugasemdir ~ Yogi lítur á naflann sem upphaf Nadi kerfisins, Patanjali, hin mikli Yoga heimspekingur segir:
“Kerfi líkamans eru miðlæg í naflanum.”
Vedantistar líta á hjartað sem upphaf kerfisins. Hin fyrri lítur svo á vegan þess að orka Kundalinis sé í naflanum, þeir síðari líta svo á að hjartanssál (the Lingam atma), sé hið raunverulega líf efnislíkamans. Þetta er þó ekki aðalatriðið. Við getum byrjað hvar sem er, ef við skiljum sannarlega staðsetningu lífsgildanna og hinna ýmsu birtingamynda.
===
32. Í naflanum sefur orka Kundalinis eins og höggormur; þaðan ganga tíu Nadi upp og tíu niður í líkamann.
===
Athugasemdir ~ “Orka Kundalinis”: Þessi orka sefur í þróuðum lífverum. Hún er sú orka sem dregur efnisþætti frá móður gegnum naflastrenginn og dreifir þeim í hina ýmsu staði þar sem vökvaprana myndar formið. Þegar barnið skilur við móðirina fellur orkan í dá. Hennar er ekki þörf eins og er. Stærð barnsins er háð magni Kundalinis. Sagt era ð það sé mögulegt að vekja gyðjuna, jafnvel í óþroskaðri lífveru með ákveðnum aðferðum Yoga. Þegar það er gert fær Yogi orku til að lengja eða stytta útlimi.
===
33. Tveir og tveir Nadi ganga á vígsl; þeir eru þannig tuttugu og fjórir að tölu. Megin Nadi eru tíu og í gegnum þá ganga hinir tíu kraftar.
34. Á vígsl, upp eða niður dreifist pranan um allann líkamann. Hún er í líkamanum í formi Chakras (miðstöðva) sem styðja allar birtingarmyndir Prana.
35. Auk alls þessa er tíu meginstoðin; af þessum tíu, er þrjár hæstar: Ida, Pingala, og Susumna.
36. Gandhari, Hastijihva, Pusha og Yashaswani; Alambusha, Kuhui, Sankhini, og einnig Damini.
37. Ida er vinstra megin, Pingala hægra megin, Susumna í miðjunni; Gandhari í vinstra auganu.
38. Hastijihva í hægra auga; í hægra eyra Pusha; Yashaswani í vinstra eyra; Alambusha í munninum.
39. Kuhu í kynfærunum; Shankhini í endaþarmi. Þannig stendur Nadi við bæði þessi op.
40. Ida, Pingala, og Susumna eru leiðarar Prana, þessi tíu Nadi halda áfram til ýmisa staða í líkamanum.
===
Notes ~ Umfjöllun um þessa þrjá Nadi, er í kaflanum um Prana. Í stuttu máli, eru Pingala og Ida hægri og vinstri hjartahólfin og hægri og vinstri hluti hryggjarsúlunnar . Susumna er á milli þessara tveggja. Ef við gerum ráð fyrir að æðakerfið sé einungis endurspeglu taugakerfisins, gæti hugtökin náð yfir taugakerfið eitt og sér. Hinsvegar sést að Nadi í Tantra geri ráð fyrir báðum þessum kerfum. Í taugakerfinu er raunveruleg orka og er til staðar allstaðar í öllum birtingarmyndum lífs.
===
41. Þetta eru nöfn Nadis. Nú gef ég nöfn kraftana: (1) Prana, (2) Apana, (3) Samana, (4) Udana, and (5) Vyana .
42. (6) Naga, (7) Kurma, (8) Krikila, (9) Devadatta, and (10) Dhananjaya. Í brjósti er pranaalltaf til staðar; apana í hringvöva endaþarms.
43. Samana er hringum naflann, Udana í miðjum hálsinum; Vyana dreifist um allan líkamann. Þessi eru hin tíu megin kraftar.
44. Hinir fimm byrja með Prana og hefur verið lýst. Hinir fimm byrja með Naga. Nöfn þeirra og staðsetning mun ég gefa:
45. Naga er þekkt í ropanum; Kurma í augnablikinu; Krikila er þekkt sem hungurtilfinning; Devadatta sem geispi.
46. Allt um liggjandi Dhananjaya yfirgefur ekki einu sinni dauðan líkaman. Allt þetta hreyfist í öllum Nadis þar sem þau birtist í lífinu.
47. Vís maður má þekkja hvernig einstaka prana hreyfist í hinum þremur Nadi: Ida, Pingala, og Susumna.
48. Ida er þekkt að vera í vinstri helmingnum og Pingala í þeim hægri.
49. Máninn er staðsettur í Ida; sólin í Pingala; Susumna hefur eðli Sambhu, og Sambhu er sjálf Hansa [bæði inn- og útöndun].
50. Útöndun er kölluð Ha; innöndun er Sa; Ha er Siva [karlinn], og Sa er Sakti [konan].
51. Máninn birtist sem Sakti og veldur flæði vinstra Nadi; sem veldur því að hægri flæðir einnig, sólin birtist sem Sambhu [karl].
52. Allur velvilji sem hin vísi gefur meðan að öndunin er í vinstri nösinni, margfaldar krore eftir krore í tíma í þessum heimi.
53. Horfi Yogi í andlit sitt, með einu huga og með athygli, og megi hann þekkja alla hreyfingu mána og sólar.
54. Lát hann hugleiða á tatwa þegar prana er rólegt, aldrei þegar hún er trufluð; löngun hans verður fullnægt, hann mun fá mikla blessun og sigur.
55. Fyrir þeim sem ástunda og halda mána og sól í eðlilegri reglu, mun þekking á fortíð og framtíð verða svo auðveld sem þeir hafi þær í hendi sér.
56. Í vinstri Nadi birtist öndunin sem Amrita (Nectar); það er hin mikla næring heimsins. Til hægri, áframhreyfingin, heimurinn sífellt endurborinn.
===
Athugasemd ~ Krore = 10 million. Neikvæður fasi Prana hefur eiginleika Amrita, sá er gefur eilíft líf. Neikvæða efnið, máninn, er kaldari en jákvæða efnið, sólin. Sá fyrri er Rayi, sá seinni er Prana. Sá fyrri fær áhrifin frá þeim seinni, og það hefur áhrif á það. Máninn er því raunverulega líf allra nafna og forma. Í honum lifa þau og hann heldur þeim við. Hann er því Amrita, nectar lífsins. Hægri Nadi sem gefur hin mikla hita og færir til nafna og forma, eða stuttlega hreyfingarfasi lífefnisins. Það er ávallt tilhneying sólarinnar að valda breytingum á nöfnum og formum og gefa ný áhrif í stað þeirra gömlu. Þannig er sólin hin mikli eyðandi forma. Hún er faðir formsins, en raunverulegur nærandi er máninn.
==
57. Miðjan, susumna, hreyfist mjög gróflega og er mjög slæmur í öllum sínum athöfnum; ávallt í hagstæðum athöfnum veldur vinstri Nadi styrk.
58. Þegar Nadi gengur út er vinstra hagstætt; þegar það gengur inn er hægra hagstætt; máninn verður að vera jafn, en sólin stök.
59. Máninn er kvenkyns, sólin er karlkyns;máninn er ljós, sólin er dökk (í samanburði við mánann). Þegar Nadi flæðir um mánann, látum ró yfir athöfnum.
60. Þegar Nadi flæðir um sólina, vinnum erfiðar athafnir þá; þegar flæði susumna vinnur er niðurstaðan andleg orka og frelsun.
61. Í björtum hálfum mánuði kemur tunglið inn fyrst, í dökkum kemur kemur sólin; Í byrjun frá fyrsta tungldegi rísa þeir hver af öðrum, eftir þrjá daga hver.
62. Tunglið og sólin hafa hvert hvítt (norðlægt, upp á við) og svart (suðlægt, niður á við) á tímabili 2-1/2 ghari. Þau flæða í röð 60 ghari hvern dag.
63. Svo flæða hin fimm tatwas hvert í ghari (24 mínútur). Dagar byrja með pratipat (fyrsta tungldaginn). Þegar röðin er öfug, eru áhrifin öfug.
64. Í björtum hálfum mánuði er vinstrið öflug, í hinu dökka er það hægra; megi yogi með athygli koma reglu á þau, byrja á fyrsta tungldegi.
65. Ef andardráttur byrjar (við sólarris) með leið mánans og kemur þannig inn í sólina, raðast saman góðir eiginleikar; ef öfugt, verða áhrifin öfug.
66. Látið mánann flæða allan daginn og sólina alla nóttina; sá sem ástundar það er án efa yogi.
67. Sólin stjórnar mánanum og máninn sólinni; sá er veit það stígur yfir hina þrjá heima.
68. Alla fimmtudaga, föstudaga, miðvikudaga og mánudag gefur vinstra Nadi árangur í öllum athöfnum, sérstaklega í hinum bjarta hálfa mánuði.
69. Sunnudaga, þriðjudaga og laugardaga gefur hægra Nadi árangur í öllum erfiðum athöfnum, sérstaklega í dökka hálfa mánuði.
70. Í hverjum fimm gharis, rís hvert tatwas í röð, ghari eftir ghari.
71. Þannig eru tólf breytingar á hverjum degi og nóttu. Nautið, Krabbinn, Meyjan, Sporðdrekinn, Steingeitin og Fiskarnir eru í mánanum (þ.e., andardráttur byrjar í vinstra Nadi í þessum merkjum).
72. Í Hrúti, Tvíburum, Ljóninu, Vog, Bogamanni og Vatnsbera byrjar andardráttur í hægra Nadi. Frá Þessu er gott og illt óhjákvæmilegt.
73. Sólin ræður norðri og austri, máninn ræður suðri og vestri. Megi engin fara vestur og suður meðan flæði hægra Nadi ræður.
74. Megi engin fara austur og norður meðan flæði vinstra Nadi ræður; ef einhver fer mun hann hræðast ræningja og snúa ekki til baka.
75. Þei vísu sem óska sér góðs munu því ekki fara í þessar áttir meðan á þessum tímabilum stendur; því þar munu án efa munu vera þjáningar og dauði.
76. Þegar máninn flæðir á bjarta hálfa mánuðinum, er það hagstætt manninnum; þægindi af góðum verkum.

77. Þegar máninn rís við fyrstu öndun, og öfugt, ágreiningur og hætta rísaog allt got hverfur.

Röng Swara ~
78. Ef röng öndun hefst á morgni, þá er sól í stað mána og máni í stað sólar, þá:
79. Á fyrsta degi er hugurinn ruglaður; á öðrum degi fjárskaði; á þriðja er talað um hreyfingu; á fjórða degi skaði á hlutum.
80. Á fimmta degi, starfsmissir; á sjötta degi eyðilegging allra hluta; á sjöunda degi sjúkdómar og sársauki; á áttunda degi, dauði.
81. Þegar á átta dögum, í öll þrjú skiptin og öndunin röng, þá eru áhrifin einfaldlega vond. Ef eitthvað er minna, er eitthvað gott.
82. Þegar á morgni og hádegi er máni og á kveldi sólin, þá er ávallt árangur og hagsæld. Öfugt ferli veldur sársauka.
83. Hvenær sem öndun er í vinstra eða hægra, mun ferðin verða árangursrík ef hægri eða vinstri, hvort sem er, er fyrsta krefið.
84. Ganga fjögur skref (vinstra skrefið fyrst) þegar máninn flæðir, og fimm skref ( með hægra skrefi fyrst) þegar sólin flæðir, skapar árangur í öllum þremur heimunum.
85. Hver verður að ganga jafna tölufjölda skrefa meðan máninn ræður, og odda tölufjölda skrefa meðan sólin ræður, að lyfta fyrsta fæti (tilheyrir) fullu Nadi.
86. Ef hendi er lyft að andliti sömu megin og öndun flæðir þegar gengið er, fær óskir sínar uppfylltar.
87. Ef við fáum hlut frá öðrum, höldum honum í hendi sömu megin og Nadi flæðir þegar við göngum út úr húsinu, og byrjum hreyfinguna með því að lyfta fæti þeim megin.
88. Það mun ekki verða ruglingur, ágreiningur og ekkert þyrnum stráð; hann mun koma til baka heill án allra áfalla.
89. Þeir sem þrá árangur af verkum sínum verða að tala við fræðara, foringja og ráðamenn og aðra sem geta uppfyllt þrár sínar, og halda þeim að hálfu nærri sér.
90. Þeir sem þrá árangur, eigindi og þægindiverða að ræða við óvini, þjófa, lánadrottna og aðra slíka, og halda þeim að hálfu fjærri sér.
91. Ferðalög til fjarlægra landa verður að fara meðan máninn ræður; til landa nærri, meðan sól ræður.
92. Hvaða innkoma eða samkoma lýkur á efa í fullu Nadis eins og lýst hefur verið áður.
93. Hvað sem sagt hefur verið áður um áhrif af tómu Nadi, er allt í samræmi við það sem sagt hefur verið um alveldið.
94. Öll samskipti við vonda menn þar sem er fjandskapur eða svik, reiðir yfirmenn eða þjófar eru hættuleg fyrir líkamann.
95. Fyrir langferð er máninn góður og færir árangur sem stefnt var að; sólin er góð þegar gengið er til erfiðra verka.
96. Meðan máninn flæðir er eitur fjarlægt, þegar sólin flæðir færist orkan yfir allann líkamann. Meðan á susumna stendur er frelsun náð. Ein orka er í öllu þrennu: sól, mána og susumna.
97. Það getur gerst að þegar eitthvað á að fara að gera að öndun flæðir ekki eðlilega eða öfugt, þegar öndun flæðir eðlilega, er kannski ekkert tilefni fyrir að hefja verk. Hvernig fylgir þá kaupmaður hvatningu prana?
98. Hagstæðar og óhagstæðar athafnir þarf ávallt að vinna hvort sem er á nóttu eða degi. Þegar þörf er á, er rétt Nadi sett á hreyfingu.
Ida ~
99. Þær athafnir sem þráð er að hafi varanleg áhrif, að fara í langt ferðalag, að koma á reglu í lífinu (Ashrama) eða í bústað, safna auði;
100. Að sökkva í brunn, tjarnir ofl, að reisa súlur og skurðgoð, að kaupa tól og tæki, í hjónabandi, að eiga föt, skartgripi og skraut, undirbúið ykkur;
101. Að undirbúa svalandi og nærandi góð lyf, að sjá meistara sinn, í viðskiptum, að safna í hlöðu;
102. Að koma í nýtt hús, að stýra embætti, að rækta, að sá fræjum, ná góðum sáttum, að fara út, er máninn hagstæður.
103. Í athöfnum eins og að lesa ofl., í tengslum… í dyggð, í að læra af andlegum meistara, í að æfa Möntru;
104. Að fræðast um vísindi tímans, að færa fjórfætling heim, í meðferð sjúkdóma, að ákalla meistara;
105. Að ríða hestum og fílum, að gera góðverk, að leggja til hliðar;
106. Í söng, að leika á hljóðfæri, í tónsmíðum, að heimsækja bæi, í krýningu;
107. Í sjúkdómum, sorg, þunglyndi, ótta, og geðhræringu, að skapa tengsl við annað fólk, að heimsækja aðra bæi, í krýningu;
108. Í kvennhylli, þegar regn kemur, í tilbeiðslu á fræðarann, að undirbúa eitur,ofl., Ó fagri! Máninn er hagstæður.
109. Athafnir eins og ástundun Yoga gefur árangur í Ida. Jafnvel í Ida megi hver gefa upp akasa og taijas breytingar prana.
110. Á nóttu sem degi eru allar athafnir árangurríkar; í öllum hagstæðum verkum er flæði mánans gott.
Pingala ~
111. Í öllum erfiðum verkum, í að lesa og kenna erfið vísindi … að komast í skip;
112. Í öllum vondum verkum, í drykkju, að æfa Möntru um guði eins og Bhairava, að eitra fyrir óvinum;
113. Að læra Shastras, að ferðast, að veiða, að selja dýr, í erfiðri söfnun múrsteins, eldiviðar, steina og gimsteina, ofl;
114. Í ástundun tónlistar, í Yantras og tantras, að klífa fjöll, í að veðja, í þjófnaði, í að aga fíl eða hest, í burði ofl.
115. Að ríða nýjum asna, kameldýri, eða uxa, eða fíl eða hesti, að fara yfir á, í lyfjum, í skrifum;
116. Í íþróttum, að eyða eða koma á ruglingi, að ástunda hin sex Karmas, ofl., að öðlast kraft Yakshinis, Yakshas, Vetalas, eiturs og Bhutas, ofl.;
117. Að deyða, að valda ástum… í fjandskap, að dáleiða, að fá mann til að bjóð í hvað sem er, að draga mann í hvaðeina, að valad stressi og ruglingi, í gjafmildi, og kaupa og selja.
118. Í sverðaæfingum, að koma á baráttu, í ástarleikjum, að leita konungs, í áti, að baða sig, í samningaviðræðum, í hörðum og heitum verkum, er sólin hagstæð.
119. Strax eftir máltíð… að vinna konu, er sóli hagstæð. Hinir vísu eiga að sofa, líka, meðan á flæði sólaröndun stendur.
120. Öll erfið verk, öll þau verk sem sem í eðli sínu eru skammvinn, eru árangursrík þegar sólin ræðu. Það er enginn efi á þessu.
Susumna ~
121. Þegar öndunin hreyfist í augnablik milli hægri og vinstri, er Prana einnig þekkt sem susumna. Það eyðir athöfnum.
===
Athugasemdir ~ Það sést í þessum hluta að Susuma hefur þrjá fasa: (1) Þegar öndunin, í eitt augnablik, kemur út úr annari nösinni og svo úr hinni; (2) Þegar öndunin flæðir jöfn í einu úr báðum nösum; (3) Þegar öndunin flæðir úr annari nösinni með meiri krafti en úr hinni. Fyrsti fasinn er kallaður Ójafna ástandið (Vishamabhava). Annar og þriðji fasi kallaðir Vishuvat eða Vishuva.
===
122. Þegar prana er í því Nadi brennar eldur dauðans. Það er kallað Vishuvat, eyðandi allra athafna.
123. Þegar bæði Nadis, sem eiga að flæða eitt af öðru, þá er án efa hætta fyrir þann sem sem það hrjáir.
124. Þegar það er í einu andartaki í því hægra og öðru vinstra megin, er það kallað Ójafna ástandið. Áhrifin eru öfug við það sem er vænst, og það ætti að vera þekkt, ó hin fagri!
125. Hin vísi kallar það Vishuvat þegar bæði Nadis flæða. Vinnið hvorki erfið né mild verk þá, því þau verða árangurslaus.
126. Í lífinu, í dauðanum, að spyrja spurninga, í innkomu, eða í fjarveru, í ósk um eða í árangri, allt verður öfugt þegar flæðið er í Vishuvat. Munið þá drottinn alheimsins.
127. Þurfum að hafa Iswara í huga þegar við framkvæmum athafnir eins og ástundun Yoga; þeir sem æskja árangurs í innkomu og þægindum, eiga ekkert annað að framkvæma þann tíma.
128. Að bera fram bölvun eða blessun þegar Susuma flæðir hægt með sólinni; verða af öllu gagnlaus.
129. Þegar ójafna ástandið rís, hugsið ekki einu sinnu um ferðalög. Þau munu í því ástandi án efa valda sársauka og dauða.
130. Þegar Nadi breytist eða tatwa breytist, mun ekkrt got hljótast af góðverkum.
131. Að framan, vinstra megin og að ofan er máninn. Að baki, hægra megin og að neðan er sólin. Með því veit hinn vísi muninn á hálfu og fullu.
===
Athugasemdir ~ Tveir eða fleirri tengingarfasar eru fyrir hendi: (1) Sandhya Sandhi, og (2) Vedoveda.
Samkvæmt sumum heimspekingum, eru þeir ekki fyrir hendi. Þessir tveir eru sagðir einungis vera nöfn þeirra fyrrnefndu. Það er hins vegar ekki skoðun þessa höfundar. Hann lítur svo á að þessir fasar séu sjálfstætt til staðar.
Sandhya Sandhi er það Susumna ástand þegar farið er inn í hærra efni handan þessa. Susumna er brunnur lífeðlisþáttar mannsins. Frá því verður til annað hvort já- eða neikvæðir fasar lífsins.
Susumna er barn hinna hærri lífsfasa. Jákvæðir og neikvæðir huglægir kraftar mynda þetta pranamaya kosha. Heimurinn, að sögn sumra höfunda, er niðurstaða huglægra hreyfinga (Sankala, Meinah sphurana). Tenging þessara tveggja huglægu þátta er Sandhya Sandhi. Sömu nöfn hafa verið gefin hinu hærra susumna. Þegar þessir tveir fasar eru hlutlausir í Susumna, missir pranamaya kosha lífsmagn sitt og hverfur.
Þetta er stig sem er endurspeglun hærri Atma, og þaðan er mögulega að ná inn í hugann.
===
132. Sendiboðinn sem er að ofan, að framan eða vinstra megin, er vegur mánans, og sá sem er að neðan að baki og framan, er vegur sólar.
133. Tengingin sem hefur ekkert upphaf, er ein og án (mögulegrar) næringar eða truflunar – í gegnum þar sem horfið er inn í fínna efni að handan – er kallað Sandhya Sandhi.
134. Sumir segja að það sé engin sérstök Sandhya Sandhi, en stigið sem prana er í Vishuvat er kallað Sandhya Sandhi.
135. Það er ekkert Vedoveda; það er ekki til. Sú tenging sem kölluð er Vedoveda er þar sem hæsta Atma er þekkt.
Tatwas ~
136. Gyðjan sagði: Mikli drottinn! Guð guðanna! Í huga þínum er hin mikla launung sem frelsar heiminn; segðu mér hana alla.
137. Guðinn sagði: Það er engin guð handan leyndu þekkingarinnar um andardráttinn; Yogi sem helgar sig vísindum andardráttarins er hinn æðsti Yogi.
138. Sköpunin á sér stað ú hinum fimm tatwas; tatwa hverfur í tatwa; hin fimm tatwas eru að baki birtingu æðstu þekkingu; handan hinna fimm tatwas er formleysi.
139. Prithivi, Apas, Taijas, Vayu, og Akasa eru hinn fimm tatwas; allt er af hinum fimm tatwas. Heiður þeim sem vita þetta.
140. Í öllu, í öllum heimum er tatwas það sama allstaðar; frá Satyaloka er niðurröðun Nadi aðeins öðruvísi.
===
Athugasemdir ~ Sjáið kaflann um Tatwas. Hvernig allt, hver möguleg tilbrigði sálar, hugar, prana, og grófa efnisins er tatwas, í inngangi kaflanna hef ég reynt að útskýra það.
Taugakerfið er ólíkt í öllum lokas. Það hefur verið nefnt margsinnis að tatwic geislarnir fljúga í allar áttir frá hverjum punkti og gefur af sér ótölulegan fjölda truti sem eru smámyndir stórheimsins. Það ætti að vera auðvelt að skilja að þessar myndir eru myndaðar á mismunandi sviðum, sem eru með mismunandi horn gangvart möndli sólarinnar. Okkar pláneta er í ákveðinni fjarlægð frá sólu, og lífinu er svo fyrirkomið á henni að lífsorka mána og sólar verður að hafa sömu orku til að lífvera geti þrifist. Tatwas verða einnig að vera í jafnvægi. Það kunna að vera önnur lífssvið þar sem þessir tveir lífstraumar og tatwas séu hlutfallslega meiri eða minni en hér á jörðu. Þessi mismunur tryggir ólíkt skipulag og lögun Nadi.
Við sjáum þessa hluti einnig á jörðunni. Dýr og jurtir hafa ólíka lögun. Það er einfaldlega vegan mismunandi truti sem dreifast á mismunandi sviðum, með mismunandi halla við sólu. Til að lýsa þessu er eftirfarandi svið stórheims prana:

Mismunandi líffæri tengjast astral hluta stjörnumerkjanna, og ég mun sýna það án frekari útskýringa. Svona er þetta á stærri skala:

Þessi tólfskiptu svæði ná yfir allann líkamann, utan sem innan. Gerum ráð fyrir að ákveðin flötur A-B hafi hafi ákveðið horn við öxul sólar, S. Á allt í hinum tólf svæðum falla geislar á hvern truti á fleti A-B. Þá eru einnig aðrir fletir, C-D, E-F, o.s.f.v.
Það er ljóst að geislar sem falla á alla þessa fleti í hinum tólf svæðum, eru breytilegir að styrk og staðsetningu á mismunandi flötum. Það er ljós að á öllum þessum flötum eru hin mismunandi líffæri ólík að lögun, styrk og staðsetningu. Þetta skapar mismunandi taugakerfi í öllum lokas, og mismunandi lögun líffæra á jörðunni.
Eins og í þróuninni breytist hugurinn, the pranamaya Koshas breytir sviðum sínum,og þannig breytist það á jörðunni í samræmi við leyndu þróunarkenninguna.
===
141.Vinstra megin sem hægra megin er fimmfalt ris (af tatwas). Þekking á tatwas er áttföld. Heyrið, ó hinn fagri: Ég mun segja yður.
142. Það fyrsta er fjöldi tatwas; annað er tengingar öndunar; þriðja er tákn öndunar; það fjórða er staðsetning tatwas;
143. Það fimmta eru litir tatwas; það sjötta er sjálft prana; sjöunda er bragð þeirra; það áttunda er taktur þeirra.
144. Heyrið um þrefalt Prana: the Vishuvata, það virka (chara, drifaflið, sólina), það óvirka (achara eða sthira, sá er fær hreyfingu, máninn) – í þessum átta formum. Það er ekkert, ó Lótuslíka gyðja, handan öndunar.
145. Fyrir áhrif tímans kemur afl sjónarinnar, það verður að nýta mjög vel. Yogi vinnur að því að blekkja tímann.
===
Athugasemdir ~ “ Yogi vinnur að því að blekkja tímann.“ Tíminn er birtingarröð hinna mismunandi tatwic fasa lífvera. Fyrra Karma mannsins stjórnar birtingaröð tilvistarfasa hans. Fyrir afl fyrri Karma, móttekur líkami manns tatwic áhrif tímans – sólarprana – og því fylgir allur sársaukinn eða ánægjan.
Meða ástundun Yoga nær Yogi tökum á tatwic breytingum líkama síns. Tíminn er plataður. Ef hann ýtir öllum sjúkdómagerlum út úr líkama sínum mun engar sóttir herja á hann.
===
146. Ef maður lokar eyrum sínum með þumlunum, nösum sínum með löngutöngum, loka munni sínum með baug-og litla fingrum og augum sínum með.
147. Í þessari stöðu eru hinn fimm tatwas þekkt sem gult, hvítt, rautt, blátt, og doppótt án nokkurar annarar sérkenna upadhi (mismunar).
148. Horfið í spegill og andið á hann; þá sér hinn vísi mismuninn á tatwas eftir lögun þeirra.
149. Ferhyrnt, hálfmána, þríhyrnt, hringlaga og blettótt mynda lögun finna fimm tatwas.
150. Hið fyrsta, prithivi, flæðir í miðju; annað, apas, flæðir niður á við; þriðja, agni, flæðir upp á við; fjórða, vayu, flæðir undir skörpu horni; fimmta, akasa flæðir milli hverra tveggja.
151. Apas tatwa er hvítt; prithivi gult; agni rautt; vayu himinblátt; akasa speglar alla liti.
152. Fyrst af öllum flæðir vayu tatwa; síðan, taijas; þriðja, prithivi; og það fjórða apas.
153. Milli axlanna er agni staðsett; í naflarót er vayu; apas í hnjám; prithivi í fótunum; og akasa í höfðinu.
154. Prithivi tatwa er sætt; apas beist; taijas kryddað; vayu súrt; the akasa bitter.
155. vayu flæðir átta fingra breitt; agni fjögurra; prithivi tólf; apas sextán.
156. Hreyfing upp á við leitast að dauða; hreyfing niður á við að ró; hreyfing þröngs horns til óróleika; miðjuhreyfing til úthalds; hreyfing akasa er eins fyrir allar.
157. Þegar prithivi flæðir lifa athafnir til lengri tíma; athafnir sem gerðar þegar apas flæðir verða hlutlausar; þegar taijas flæðir verða athafnir harðar; þegar vayu flæðir, verða athafnir hættulegar.
158. Engar aðrar athafnir en ástundun Yoga á að framkvæma meðan á flæði akasa stendur; allar aðrar athafnir munu verða árangurslausar.
159. Þegar prithivi og apas ráða næst árangur; dauðinn kemur í taijas; minnkun í vayu. Akasa er þekkt hjá tatwic heimsspekingum um að vera algjörlega gagnlaust.
160. Flæði prithivi, kemur innkoma seint; meðan á apas, í meðal lagi; tap verður að veruleika í taijas flæði og vayu; akasa er algjörlega gagnlaust.
161. Prithivi tatwa er gult, hefur hæga hreyfingu, hreyfist í miðjunni, flæði þess kemur upp við brjósbeinið, hljóð þess er þungt, hefur eins hita. Það gefur árangur í athöfnum sem endast.
162. Litur apas tatwa er hvítur, hefur öra hreyfingu, hreyfist niður á við, flæði þess kemur sextán fingrum neðar (upp í naflann), hljóð þess er þungt, kalt.
163. Litur taijas tatwa er rauður, hreyfist í hringiðju (avartagah), hreyfist upp á við, flæðið kemur fjóra fingur niður á við (upp í efri kinn), mjög heit. Það kemur af stað hörðum athöfnum (athöfnum sem, ef svo má segja, kveikja í manni).
164. Litur vayu tatwa er himinblár, hreyfist í skörpum hornum, flæðir átta fingrum niður á við, er heitur eða kaldur. Gefur árangur í tímabundnum verkum.
165. Akasa tatwa hefur yfirborð þeirra allra, speglar eiginleika allra tatwas. Það gefur yoga fyrir yogann.
166. Gul tog ferkantað, sætt og hreyfist í miðjunni, og sá er gefur gleði er prithivi tatwa, sem flæðir tólf fingrum niður á við.
167. Hvítt hálfmána, beist, hreyfist niður, velgerðarvaldur er apas tatwa, sem er sextán fingra í flæði.
168. —
169. Blátt, hringlaga, sýra, hreyfist í hvössum hornum, hreyfanleiki er vayu tatwa, sem er átta fingra flæði.
170. Speglar alla liti, í lögun eins og eyra, kryddað á bragðið, hreyfist hvarvetna með Moksha, er akasa tatwa, sem er gagnlaust í öllum efnilegum athöfnum.
171. Prithivi og apas eru hagfeld tatwas, taijas er miðlungs í árangri, akasa og vayu eru óhagstæð og valda tjóni og dauða fyrir mannkyn.
172. Apas tatwa er í austri; prithivi er í vestri; vayu í norðri; taijas í suðri; akasa milli horna.
173. Þegar prithivi og apas eru í mánanum, og agni sólu, þá er engine vafi á árangri í mildum og hörðum athöfnum.
174. Prithivi veldur innkomu á daginn, apas á nóttu; dauði kemur í taijas; minnkun í vayu; akasa brennur stundum.
175. Í heilsu, í árangri, í innkomu, í þroska (eða: í ánægju og vexti), í auðsöfnun, í skilningi á mantras, í spurningum um stríð, að koma og fara;
176. Blessun í flæði apas tatwa; Hagfeld dvöl hvar sem er í flæði prithivi; með vayu fara þeir alstaðar; akasa og taijas valda tjóni og dauða.
177. Í prithivi koma hugsanir um rætur [Mala]; í apas og vayu um það lifandi; í taijas koma hugsanir um steinefni; í akasa er tóm.
178. Í prithivi hugsar maður um margfætlur; í apas og vayu um tvífætlur; í taijas um fjórfætlinga; í akasa um fótlausa.
179. Mars er sagt vera taijas, sólin sem prithivi, Saturnus sem apas, og Rahu sem vayu í hægra Nadi.
180. Máninn er apas, Jupiter er prithivi, Mercury er vayu, og Venus sem taijas í vinstra Nadi; efalaust vinna þau öll.
===
Athugasemdir ~ Í þessum tveim versum um tatwic plánetutengingar eru aðeins skoðanir fárra. Skoðun höfundar sem og hins mikla stjörnuspekings Varahamchira er lýst í stanza 181.
===
181. Jupiter er prithivi; máninn og Venus eru apas; sólin og Mars eru taijas; Drekinn, ,Ketu, og Saturn eru Vayu; Mercury er akasa.
182. Í prithivi eru spurningar um efnislega hluti (rætur, mala); í apas um lífið; í taijas um steinefni; í akasa um ekkert.
183. Þegar öndunin hverfur úr sólu og mána, fer hún í Rahu og veit að (prana) er á hreyfingu og þráir aðra staði.
184. (1) Ánægja, 92) vöxtur, (3) alúð, (4) glaðlyndi, (5) árangur, (6) hlátur, (7) í prithivi og apas; vöntun á orku til líffæra, (8) sótthiti, (9) skjálfti, (10) fara úr eigin landi í taijas og vayu.
185. (11) lífsmissir, efnis, (12) og dauði í akasa – þessi tólf eru fasar mánans (þ.e., formsins, o.s.f.v., sem tilheyrir neikvæða efninu); hin vísi á alltaf að muna þá með sársauka.
===
Athugasemdir ~ Þessir tólf eru fasar mánans. Merking mánans hér er það afl sem gefur efni nafna og forma. Það afl, rayi, birtist í tólf atriðum, samkvæmt tatwic breytingum. Hér er ekki átt við daglegt flæði vinstra Nadi.
===
186. Í austri, vestri, suðri, og norðri, tatwas, prithivi, o.s.f.v., eru öflug, megi það vera ljóst.
187. Hin fagri, megi það ljóst vera að líkaminn er gerður úr fimm Mahabhutas: prithivi, apas, taijas, vayu, og akasa.
188. Bein, vöðvar, húð, Nadi og hár: þessi eru hin fimm prithivi eins og sagt er í Brahmavidya (hin helgu vísindi).
189. Sæði, vökvi kynfæra kvenna, fita, þvag og munnvatn: þau eru hinn fimm apas eins og sagt er í Brahmavidya.
190. Hungur, þorsti, svefn, ljós, syfja: er hinn fimm agni eins og sagt er í Brahmavidya.
191. Fjarlæga, ganga, lyktarskyn, samdráttur og þennsla: þetta eru hin fimm vayu eins og sagt er í Brahmavidya.
192. Þrá að hafa, löngun til að halda aftur af, skömm, hræðsla og gleymska: þessi eru hin fimm akasa eins og sagt er í hinum helgu vísindum.
193. Prithivi hefur fimm eiginleika, apas fjóra, taijas þrjá, vayu tvo, akasa einn. Þetta er hluti af því að þekkja tatwic.
194. Prithivi er 50 pala (pala = 1/3 únsu), apas 40; taijas 30; vayu 20; akasa 10.
195. Í prithivi er seinkar innkomu; í apas kemur hún um leið; í vayu er hún lítill; í agni eyðist jafnvel það sem átt er.
196. (Híbýli mánans) (1) Dhanestha, (2) Rohini, (3) Jyestha, (4) Anaradha, (5) Srawana, (6) Abhiji, and (7) Uttarashadh: þessi eru sögð vera prithivi tatwa.
197. (1) Bharani, (2) Krithka, (3) Pushya, (4) Magha, (5) Purvaphalguni, (6) Purvabhadrapada, and (7) Swath: these are said to be the taijas tatwa.
198. (1) Purva shada, (2) Shelesha, (3) Mula, (4) Ardra, (5) Revati, (6) Uttara bhadrapada, and (7) Satabhisha: þessi eru sögð vera apas tatwa, ó, minn kæri!
199. (1) Vishakha, (2) Uttaragphalguni, (3) Hasta, (4) Chitra, (5) Punarvasu. (6) Ashwani, and (7) Mrigashirsha: þessi eru vayu tatwa.
200. Hversu gott eða vont sem spurt er um, frammi fyrir flæði Nadi, verður ekki eins og óskað var. Í tómu Nadi er það öfugt.
201. Jafnvel þegar Nadi er fullt, en tatwa er ekki líkt, verður enginn árangur. Sól eða máni skila árangri ef saman fer samkynja tatwa.
202. Rama fékk sigur í hagstæðu tatwa; svo sagði Arjuna. Kauravas voru allir drepnir í orustunni vegan andstæðrar tatwa.
203. Vegna hröðunar fyrri lífa, eða fyrir velvilja guru, þekkja sumir eðli tatwas sökum hreinsunar hugans.
Íhugun á hin fimm Tatwas ~
204. Hugleiðið á prithivi tatwa með L (eða Lam) sem algebru tákn, sem ferkantað, gult eins og hreint gull, með sætuilm, laust við sjúkdóma með léttleika líkamans.
205. Hugleiðið á apas tatwa sem V (eða Vam) sem algebru tákn, hálfmána lagað hvítt eins og máninn, gefur þol fyrir hungry og þorsta o.f.l., tilfinningu líkri því að stökkva út í vatn.
206. Hugleiðið á taijas tatwa sem R (eða Ram) sem algebru tákn, þríhyrnt, rautt, hafa alltaf nægan mat og drykk, og þola brennandi hita.
207. Hugleiðið á vayu tatwa sem P [eða Pam] sem algebru tákn, hringlaga, himinnblátt, að geta horfið upp í geiminn og fljúga sem fugl.
208. Hugleiðið á akasa tatwa sem H [eða Ham] sem algebru tákn, formlaust, spegla marga liti, að hafa þekkingu á tímunum þremur og afl Anima, ofl.
209. Sá maður sem þekkir vísindi öndunar þarfnast ekki auðs. Með þekkingu á öndun öðlast maður góðra ávaxta án umstangs.

Hagstæði sigurinn ~
210. Mikli drottinn! Guð guðanna, gleðivaldur, þekking á risi öndunar eru mikil vísindi; hvernig tengist það þekkingu á hinum þremur tímum?
211. Guðinn sagði: Minn fagri! Þekking á þremur tímum vísar til þriggja hluta og einskyns annars: (1) Örlög, (2) Sigur í orustu, og (3) Góðu og vondu (lok annara athafna).
212. Fyrir tatwa hefur hver athöfn hefur góð eða vond áhrif; fyrir tatwa verður sigur eða niðurlæging; fyrir tatwa verður skortur eða auður. Tatwas er sagt sýna sig í þessum þremur stigum.
213. Gyðjan sagði: Mikli drottinn! Guð guðanna, hvað er það sem skilur allt í þessum heimi og er mesti vinur og hjálparhella manna, hvað veldur uppfyllingu allra verka hans?
214. Siva svaraði: Prana eitt er hin mesti vinur, Prana er hin mikla hjálparhella, minn fagri! Það er enginn vinur betri en Prana.
215. Gyðjan spurði: Hvernig er afli Prana fyrirkomið í líkamanum? Hvernig birtist Prana í líkamanum? Hvernig vinnur Prana (þekkt af Yogi) í tatwas?
216. Siva svaraði: Í líkamanum er Prana verndardrottinn; þegar það gengur inn, er það 10 fingur; þegar það gengur út, er það 12 fingur.
===
Athugasemdir ~ Þessi hluti vísar í áru mannsins. Hin fína Prana umvefur efnislíkamann eins og ljóshjúpur. Hin eðlilega fjarlægð árunar frá efnislíkamanum er tólf fingur á breidd og þannig er Prana manns mæld. Þessi fjarlægð breytist við inn-og útöndun. Við innöndun minnkar fjarlægðinn í 10 fingra breidd; við útöndun fer hún í 12 fingra breidd 12. Við ákveðnar athafnir breytis hún verulega. Í göngu fer lengd prönu í 24; í hlaupum, 42.
Í sambúð 65; í svefni, 100. Að matast og tala, verður hún 18.
Í venjulegum mönnum er hún 12 fingur. Í óvenjulegum mönnum minnkar hún. Hjá þeim sem eru lausir við langanir, fer lengd Prana niður um einn fingur; verður 11. Hjá þeim sem eru ávallt ánægðir, alltaf skemmtilegir, er lengdin 10 fingur. Ljóðskáld hefur 9 fingra bil. Ræðumaður hefur 8. Sjáandi hefur 7. Sá sem svífur 6, o.s.f.v. Sjá eftirfarandi stanza.
===
217. Á göngu 24 fingur, í hlaupi 42; í sambúð 65; í svefni 100 fingur.
218. Eðlileg lengd Prana, gyðja mín, er 12 fingur. Við að matast og tala færist hún í 18 fingur.
219. Þegar Prana minnkar um einn fingur, er frelsi frá þrám niðurstaðan. Unaður kemur þegar hún minnkar um 2 fingur; skáldleg orka um 3 fingur;
220. Hæfileiki málsþega minnkar um 4 fingur; Önnur sjón við minnkun um 5 fingur; að svífa þegar minnkar um 6 fingur; mikil hröðun við minnkun um 7 fingur;
221. Áttunda siddhi þegar hún minnkar um 8 fingur; níunda niddhis þegar hún minnkar um 9 fingur; hinar tí myndir þegar hún minnkar um 10 fingur, missir skugga síns þegar hún minnkar um 11 fingur;
222. Þegar hún minnkar um 12 fingur drekkur inn-og útöndunin úr brunni ódauðleikans (af sólu, miðju Prana). Þegar prana fyllir líkamann, allveg að enda naglanna, fyrir hvern annan er þá fæða?
223. Við höfum því lýst lögmáli prana. Það er fræðslan fyrir guru, en ekki milljóna fræðara og bóka.
224. Ef máninn kemur ekki inn í morgunbreytingunni, og sólin á kvöldin, gerist það hlutfallslega síðdegis og miðnætti.
Orustan ~
225. Í styrjöldum fjarri verður máninn sigurviss; en sólin á stöðum nærri. Þegar fyrsta skref er tekið og fylgir flæði Nadi, mun þá fullkominn árangur nást.
226. Í upphafi ferðar, í sambúð, á nýjum stað, o.s.f.v., í öllum hagstæðum athöfnum, er flæði mánans gott.
227. EF við setjum óvinaheri að tómu Nadi, og eigin heri að fullu Nadi þegar tatwa er svipað, getur maður sigrað heiminn.
228. Ef hver leiði orustu í sömu átt og öndunin flæðir; er sigur vís, jafnvel þó Indra sé frammi fyrir.
229. Ef maður spyr um orustu, mun hann vinna ef hann er frammi flæði Nadi, en tapa ref hann er frammi fyrir öðru.
230. Prithivi tatwa vísar til sárinda í maganum, apas í fótum; agni í lærunum; vayu í höndunum.
231. Akasa í höfðinu. Þessi fimm særindum hefur verið lýst í Vísindum andardráttar.
232. Sá sem hefur í fjölda stafa jafna að tölu í nafni sínu vinnur, ef hann spyr spurning í flæði mánans. Sá sem hefur í fjölda stafa ójafna að tölu í nafni sínu vinnur, ef hann spyr spurninga í flæði sólar.
233. Þegar spurningar er spurt í flæði mánans, mun verða friðsamleg niðurstaða; en í flæði sólar munu átök verða.
234. Þegar prithivi tatwa ræður munu átökin vera jöfn. með apas er útkoman jöfn. Með taijas verður ósigur. Með vayu og akasa ræður dauðinn.
235. Ef fyrir einhverja orsök að ekki finnst greinilega fyrir flæði öndunar þegar spurning er spurt, megi hin vísi nota eftirfarandi úrræði;
236. Sitja hreyfingarlaus og láti sem blómum sé hent yfir hann. Blómin hylji hann allan. Svo fái hann svarið.
237. Hér sem annars staðar er sá sem þekkir lögmál öndunar mjög öflugur; hver er öflugri en hann?
238. Svo spurði gyðjan: Þessi eru lögmál sigurs þegar menn stríða hver gegn öðrum; hvernig verður sigur þegar þeir kljást við Yama [guð dauðans]?
239. Megi hann hugleiða á drottinn þegar prana er í ró; í flæði mánans og gefa lífið eftir og þá munu hinar tvær pranas falla saman. Hann mun öðlast það sem hann óskar: mikil hlunnindi og árangur.
240. Allur birti heimurinn hefur komið úr því óbirta. Hann hverfur í það óbirta þegar sú staðreynd er þekkt.
Hvernig á að skapa tengsl kynjanna ~
241. Gyðjan sagði: Mikli drottinn! Þú hefur gefið lýsingu á stríði manna og dauðanum; segðu mér hvernig skapa á tengsl milli kynjanna.
242. Guðinn svaraði: Það hefur verið sagt af Yogis að ef hver sem setur sig inn í svið prana, með því að draga mánann með sólu, mun kona vera varanlega tengd.
===
Athugasemdir ~ Svið Prana þýðir orkuhjúpur hennar sem umvefur efnislíkamann. Þegar karlprana hefur hreina liti sólar, og kona hreina liti mánans, megi þessir tveir hjúpar vera færðir saman. Þeir eru á því augnabliki sitt eigið frumafl. Þegar þessir tveir hjúpar sameinast, breyta þeir um liti. Í ákveðnu mæli eðlilegrar fullnægju mun einstaklingssól bindast þeirri venju að að verða fullnægt af einstaklings kvennprana, og öfugt. Þetta verður að sjálfsögðu að endurtaka sig um nokkurn tíma áður en hvert þessara prana tekur varanlegan lit af hinu. Eitt annað verður að gera. Enginn andstæður litur má ekki ná inn í hvorugt þessara prana. Ef það gerist munu þessi tvö læra að hrinda hvort öðru frá sér, og í stað nándar verður óvild.
===
243. Prana er náð af prana ef það sjálft lætur sjálfviljugt af hendi. Þegar prana gengur í annað prana, verður ekkert stutt líf.
===
Athugasemdir ~ Fyrsta og þriðja pranað í versinu tákna ýmist karl eða konu, en annað pranað þýðir öfugt við hitt. Það þýðir að karl eða kvennprana tekur með sér efni karl eða kvennprana, ef hvort þeirra leyfir það. Þetta leyfi hefur tvo fasa. Það þarf að vera viljugur hugur, annars mun andstæður litur koma til og fráhrinding verða.
Það verður einnig að koma til vilji til að hrinda frá öllum andstæðum litum sem gæti verið til staðar í prana, og útilokun beggja huga og prana gegn öllum andstæðum áhrifum.
Þegar karl og kvennprana renna saman, þ.e., mettuð í kvenn-eða karlprana, er lífið á enda. Neikvæða prana gefur hinu jákvæða styrk og öfugt. Styrkur orsakar lengra líf. En til að ná lengra lífi verður að vera algjör mettun, sem er ógjörleg ef einhver andstæð prana er til staðar í annari hvorri.
===
244 –249. —
250. Þegar í byrjun mánaðar karl hefur sól í sér og kona mánann, verður jafnvel ófrjó kona ófrísk.
251. Spurning um niðurstöðu meðgöngu, stúlka fæðist ef máninn flæðir; drengur fæðist í flæði sólar. Ef bæði flæða, mun fóstur eyðast.
252. Þegar spurningin er borinn fram, þegar boðberinn er í mána fæðis stúlka; en í sól fæðist drengur; en á milli fæðist tvíkynja barn. Þegar hann era ð fullu Nadi fæðist sonur.
253. Prithivi færir son; apas einnig son; í vayu fæðist stúlka; í taijas fósturmissir; akasa ber tvíkynjun.
254. Þegar nös er tóm, fæðist ekkert; þegar tvö tatwas mætast, fæðast tvíburar. Þegar einn færist í annað, verður fósturmissir. Þegar þetta gerist í flæði mánans fæðist stúlka; en í flæði solar fæðist drengur.
255. Í vishuvu tengingu verður fósturmissir, eða tvíkynja fæðist. Ó fagri! Ég segi þér, sá er þekkir tatwas veit allt þetta.
256. Ef vayu tatwa flæðir við getnað, mun barnið verða óhamingjusamt; þegar apas tatwa flæðir verður barnið hamingjusamt og þekkt. Þegar taijas tatwa flæðir, verður fósturmissir, eða skammlíft. Þegar prithivi tatwa flæðir mun barnið verða auðugt og gleðigjafi.
257. Þegar apas tatwa flæðir við getnað verður barnið ávallt auðugt, hamingjusamt og nýtur ánægju. Við akasa verður fósturmissir.
258. Í flæði prithivi fæðist sonur, í apas fæðist stúlka. Við önnur tatwas verður fósturmissir eða barnið verður skammlíft.
===
Athugasemdir ~ Þessir tveir stanzar (253, 258) virðast við fyrstu sýn stangast á. En þeir eiga við ólík prana: annað við það jákvæða, hitt við það neikvæða.
===
259. Börn fæðast þegar sól gengur í mána og máni gengur í sólu. Þetta er auðveldlega hægt að nema af kennara, en ekki af fjöldanum.
===
Notes ~ Eggjastokkar konu eru máninn. Þeir hafa eiginleika til að taka á sig lögun karl fruma, sólina. Sæðið er heitara en kímfrumur kvenna. Hið fyrra vex við samtvinnun við hið síðara. Hið fyrra verkar aðeins á hið síðara þegar þau hittast; þetta er tjáð með að segja að sólin gangi í mánann og máninn gang í sólina. Þegar þau ganga í hvort annað, fær kvennefnið stöðuga næringu frá krafti KundAlini og byrjar að vaxa með innbyggðum krafti sólarinnar. Í sæðinu liggur falið framtíðar mannvera, eins og tré falið í fræinu. Þetta er frummynd sólarinnar, eða við gætum sagt stórheims prana. Í raun speglar sæði karls, eins og einstaka truti í tatwic tengslum, sem lesandinn ætti að sjá. Sæðið er því uppspretta alls pranamaya Kosha.
===
Árið ~
260. Á fyrsta degi hins bjarta fyrra helmings Chaitra mánaðar má hinn vísi sjá bæði norður- og suðurferð sólarinnar með greiningu á tatwas.
===
Athugasemdir ~ Á þessum degir byrjar sanwat árið þegar Vikramaditya konungur ríkti.
===
261. Ef á ristíma mánans, prithivi, apas, eða vayu taTwa flæða, munu öll korn dafna vel og verða næg.
262. Flæði taijas og akasa munu valda hungursneyð. Þetta er eðli tímans. Með þessum hætti þekkjast áhrif tímans á árinu, mánuði og degi.
263. Ef susumna flæðir, sem er slæm fyrir veröldina, verða flóð, hamfarir á landi, spilling ráðamanna, eða hræðsla um það, farsóttir og allar gerðir sjúkdóma.
264. Þegar sólin gengur inní Hrútinn (Aries), megi yogi hugleiða á öndunina og finna út hvaða tatwa ríkir, segið heiminum hvað sé í vændum á komandi árum.
===
Athugasemdir ~ Á þessum degi byrjar sólarárið. Tatwic litur Alheims Prana, sá ytri, er ákvarðaður á hverjum tíma af stöðu sólar og mána og þeirra gagnvart plánetunum, sem hafa mjög máttug áhrif á tatwic-gildi á hverjum tíma. Það tatwic-gildi breytist í samræmi við alheimslögmál.
Þegar apas tatwa flæðir, getur það aldrei breyst skyndilega í taijas, heldur smá saman. Þessi hjúpsvið taijas fer margar minni stefnur. Þó er mögulegt, en mjög erfitt og flókið að reikna frá einum tíma tatwic-gildi til annars fyrir einhvern tímapúnkt í framtíðinni.
Hinn lifandi heimur er ávallt undir áhrifum þessara tatwic breytinga. Í andardrætti veitir nátturan mjög nákvæman mælikvarða til að mæla tatwic breytingar. Því getur yogi, sem lifir í samræmi við tíma og rúm, sagt auðveldlega fyrir um framtíðina. Ah! En hversu erfitt er að lifa í fullkomnu samræmi við tíma og rúmi!
===
265. Góðir þættir ársins, mánuður og dagur þekkjast af tatwas, prithivi, o.s.f.v., og þeir slæmu af akasa og vayu.
266. Þegar prithivi tatwa flæðir eru nægtir og hagsæld í ríkinu, og jörðin gefur góðar uppskerur; þá verða mikil þægindi og gleði.
267. Þegar apas tatwa flæðir verða nægt regn, næg korn, góð undirstaða og grónir vellir.
268. Þegar agni tatwa flæðir verða hallæri, spillinga, og hræðslu vegna þess; það verða farsóttir og lítið um regn.
269. Þegar vayu tatwa flæðir og sól gengur í Hrútsmerkið (Aries), mun verða glundroði, slys, hungursneið, lítil úrkoma, eða flóð (sex böl sem eyðileggja uppskeru: of mikið regn ofl.).
270. Þegar akasa tatwa flæðir og sól gengur í Hrútsmerkið (Aries), mun vanta korn og þægindi.
271. Þegar fullur andardráttur er á sínum rétta stað, með sínu rétta tatwa, árangur næst á öllum sviðum. Ef sólin og máni eru andstæð, verður að sá korninu (koma í veg fyrir skort).
272. Þegar agni tatwa flæðir mun verða ójafnvægi í verðum; í akasa, mun verða viðvarandi skortur. Sáið korni þá; verðið mun hækka tveim mánuðum síðar.
273. Þegar öndunin breytist í sólinni, verða hræðilegir sjúkdómar. Þegar akasa og the vayu tengjast saman með taijas, mun jörðin verða eftirmynd heljar.
===
Athugasemdir ~ Truflun á tatwic jafnvægi er sjúkdómur; hvert tatwa hefur sína eigin sjúkdóma.
===
Sjúkdómar ~
274. Prithivi tatwa hefur sína eigin sjúkdóma; apas einnig í sama tatwa; svo og er í taijas, í vayu, og akasa, svipaða og arfgenga sjúkdóma.
===
Athugasemdir ~ Þegar tveir menn koma saman skiptast þeir á prana litum sínum. Það er af þeim sökum sem þú getur fundið augnabliks endurspeglun í líkama þínum, liti annara sem nærri þér eru. Nútíð hvers manns er sæði framtíðar. Þess vegna getur þú spáð fyrir lok hvers sjúkdóms, eða hvenær þú deyrð.
Allt sem hefur verið fullyrt sem sannindi í þessum stönzum er lýst í hinum ýmsu köflum bókarinnar.
“Boðberinn” í 275 er maður er maður sem kom til að spyrja spurning um hvað sem er.
===
275. Þegar boðberi kemur fyrst að hálftómum líkama og síðan að hálffullum líkama, spyr um hvaðeina mun sannarlega lifa, jafnvel þó hann liggi (greinilega) í yfirliði (fyrir dauðanum).
276. Ef spurningu er beint til yoga sem situr frammi fyrir sjúklingnum, mun hann lifa jafnvel þó margir sjúkdómar herji á líkama hans.
277. Þegar öndunin er í hægri nös, og boðberinn tali um þjáningar sínar í raunmæddu blæ, mun sjúklingurinn lifa.
278. Ef spurning er fram borin og haldið mynd af sjúklingi að prana og horft á hana, mun sjúklingur lifa.
279. Þegar flæði solar eða mána á sér stað, fer yogi inn í vagn og spurning er beint til hans þar, skilaboðin ná árangri ef hann svo vill.
280. Þegar spurningin er spurð, situr yogi uppi meðan sjúklingurinn er niðri, sjúklingurinn mun áreiðanlega lifa. Ef sjúklingurinn er uppi, mun hann áreiðanlega ganga í hús Yama (guð dauðans).
281. Ef spurningin er spurð og boðberinn er frammi fyrir tómri nös, mun hann ná árangri. Ef dæmið er öfugt, er árangurinn það einnig.
282. Þegar sjúklingurinn er frammi fyrir mánanum og sá sem spyr er frammi fyrir sólu mun sjúklingurinn áreiðanlega deyja, jafnvel þó hann sé umhringdur hundruðum lækna.
283. Þegar sjúklingur er frammi fyrir sólu, en spyrjandi frammi fyrir mána, þá deyr sjúklingur, jafnvel þó Sambhu sé verndari hans.
284. Þegar eitt tatwa er utan síns rétta tíma, er fólk frammi fyrir sjúkdómum; þegar tvö (tatwa) eru utan síns tíma, valda þeir ógæfu fyrir vini og vináttu; ef það er svo í hálfan mánuð er dauðinn vís.
Spáð fyrir dauða ~
285. Í upphafi mánaðar, hálfs mánaðar, eða árs, megi vís maður reyna að finna út dauðastund af hreyfingu prana.
286. Lampi hinna fimm tatwas fær olíu sína frá mánanum. Verndið það frá sólareldinum; lífið mun þá verða langt og og stöðugt.
287. Ef við náum tökum á flæði öndunar, er sólinni haldið í skefjum, lífið er framlengt. Jafnvel sólartíminn er blekktur.
288. Máninn fellur af himni og gefur lótusum líkamsins lífsseiðið. Með stöðugri ástundun góðra verka og yoga verður hver ódauðlegur af þeim mánaseið.
289. Látum sólina flæða á daginn og á nóttu. Sá sem stundar það er án efa sannur yogi.
290. Ef öndun flæðir dag og nótt í einu Nadi, eftir full þrjú ár kemur dauðinn.
291. Ef öndun flæðir af Pingala stöðugt í tvo daga og nætur, þá færðu tvö ár í viðbót segja þeir sem þekkja tatwas.
292. Ef máninn flæðir stöðugt á nóttu og sólin á degi, kemur dauðinn innan 6 mánaða.
293. Þegar einungis sólin flæðir og máninn sést ekki, kemur dauðinn eftir hálfan mánuð. Svo segja vísindi dauðans.
294. Sá er hefur flæði öndunar frá annari nösinni í þrjár nætur stöðugt, hefur aðeins eitt ár ólifað segir hinn vísi.
295. Takið málmílát Kansya. Fyllið það af vatni og sjáið endurspeglun sólar í því. Ef í henni miðri sjáum holu, mun sjándinn deyja innan tíu daga. Ef endurspeglunin er í móðu, kemur dauðinn sama dag. Ef hún er séð í suðri, vestry og norðri, mun dauðinn koma innan sex, tveggja og þriggja mánaða. Þannig hefur verið lýst aðferðum lífsins af þeim alsjáandi.
296. (Ef maður sér skuggasendiboða dauðans, er hann feigur). Sendiboði dauðans hefur rautt eða rauðleitt flókað hár, skemmdar tennur, olíusmurðan líkama, grátandi og eldrautt andlit, líkaminn smurður ösku, umlukinn eldstungum, með þungann langann staf, og stendur frammi fyrir tómu Nadi.
297. Þegar húðin er köld en hið innra er heitt, kemur dauðinn innan mánaðar.
298. Þegar maður breytist skyndilega og án tilefnis úr góðum venjum í slæmar, eða úr slæmum í góðar venjur, er hann feigur.
299. Sá er andar köldu úr nefinu, en öndun úr munni eldheit, mun hann deyja úr miklum hita.
300. Sá er sér leyndar myndir og björt ljós án loga, lifir ekki í níu mánuði.
301. Sá sem finnur þungan líkama vera léttan eða léttan líkama þungan, og sá sem er dökkur á lit en verður gullroðinn í veikindu, verður að deyja!
302. Ef hendur, brjóst og fætur verða þurr strax eftir bað, á ekki tíu daga eftir.
303. Sá sem dimmir sjón og getur ekki séð andlit sitt í sjáaldri annars, mun efalaust deyja.
304. Hér hef ég sagt eilítið af skuggaverunni (Chya Purusha). Að vita það, þekkir maður fljótlega hina þrjá tíma.
305. Ég mun tala um þær tilraunir sem jafnvel gefa vitneskju um fjarlægan. Ég mun lýsa öllu því í samræmi við Sivagama.
306. Fara afsíðis og standa með bakið í sólina og megi maður horfa með athygli í háls eigin skuggmynd sem varpast á jörðina.
307. Megi hann horfa eins lengi og hann getur endurtekið rólega orðin: “Om Kram parabrahman namah” í 108 sinnum. Megi hann þá líta til himins. Þá mun hann sjá Shankara (mannsmynd sem getur birtst í mörgum litum).
308. Mð því að gera þetta í sex mánuði, mun yogi verða drottinn þeirra sem ganga á jörðunni; eftir tvö ár verður hann algjörlega sjálfstæður og eigin herra.
309. Hann öðlast þekkingu á tímunum þremur og mikla uppljómun. Það er ekkert ómögulegt fyrir stöðuga ástundun Yoga.
310. Yogi sem sér þessa mynd í heiðskýrum himni í dökkum lit, deyr innan sex mánaða.
311. Þegar liturinn er gulur er hætta á sjúkdómum; þegar liturinn er rauður, verður tjón; þegar margir litir sjást verður mikil rignulreið og deyfð.
312. Ef á myndina vantar á fætur, leggi, kvið og hægri arm, deyr áreiðanlega einhver tengdur.
313. Ef vantar hægri arm, mun eiginkona deyja; ef brjóst og hægri arm vantar um dauði og eyðilegging eiga sér stað.
314. Þegar saur og viðrekstur leysast á sama tíma deyr maðurinn sannarlega innan tíu daga.
315. Þegar máninn flæðir allur og sólin sést alls ekki, kemur dauðinn sannarlega innan mánaðar.
316. Þeir sem eru bráðfeigir hætta að sjá Arandhati, og Druhva, þrep Vishnu og hringi mæðranna eins og þeim er bent á.
317. Arundhati er tungan; Dhruva er nefoddurinn; augnbrúnir eru þrep Vishnu; sjáaldur augans ere r hringur mæðranna.
318. Maður sem hættir að sjá augnbrúnir sínar deyr innan níu daga; sá sem hættir að sjá sjáaldur augans deyr innan fimm daga; sá sem hættir að sjá nefið deyr innan þriggja daga; sá sem hættir að sjá tunguna deyr sama dag.
319. Sjáaldur augans sést með því að ýta á augað nærri nefinu.
The Nadis ~
320 Ida er einnig kölluð Ganga; Pingala, kölluð Yamuna; Susumna, kölluð Saraswati; tengingin kölluð Prayaga.
321. Megi Yogi í stellingu sem kallast padmasana, og framkvæmi pranayama.
322. Yogi verður að þekkja puraka, rechaka, og þriðju Kumbhaka til að öðlast vald yfir líkamanum.
323. Puraka veldur vexti og næringu, og hugurinn jafnast; Kumbhaka veldur stöðugleika og eykur öryggi lífsins.
324. Rechaka tekur í burtu allar syndir. Sá sem ástundar það nær stigi yoga.
325. Haldið í ykkur lofti eins mikið og þið getið í Kumbhaka; látið það út með mána og inn með sól.
326. Sólin drekkur mánann, máninn drekkur sólina; með því að metta hvort með öðru, getur hver lifað með mána og plánetum.
327. Nadi flæðir í eigin líkama. Hefur vald yfir honum; ef það er ekki látið flæða um munn eða nef, verður maður ungur.
328. Þegar munnur, nef, augu og eyru eru lokuð með fingrunum, mun tatwas byrja að rísa frammi fyrir augum okkar.
329. Sá sem þekkir liti þeirra, hreyfingu, bragð, stað þeirra ogtákn, verður í þessum heimi jafn guðinum Rudra.
330. Sá sem veit þetta alltog les það ávallt, er laus undan öllum verkjum og fær það sem hann óskar.
331. Sá sem hefur þekkingu á öndun í höfði sínu, hefur örlögin í fótum sínum.
332. Líkt og hin Eini í Vedas, og sólin í sólkerfinu, á að virða þann sem þekkir vísindi öndunar. Sá sem veit og þekkir vísindi öndunar og heimsspeki Tatwas, veit ekki aðeins milljónir undralyfja, sem jafnast á við það.
333. Það er ekkert í heiminum sem mun leysa þig undan skuld við mann sem gefur þér þekkingu á orðinu (Om) og önduninni.
334. Þegar Yogi situr á sínum stað, með mældan mat og svefn, megi hann hugleiða á hið æðsta Atma (sem speglar Öndunina). Hvað sem hann segir mun verða.
ENDIR.

Orðskýringar

FÍNNI ÖFL NÁTTÚRUNNAR

EFTIR
RAMA PRASAD, M.A., F.T.S.

________________________________________
Orðskýringar

________________________________________
A A A
Abhijit ~ Eitt af híbýlum mánans.
Abhinivesha ~ Tæknilegt nafn fyrir veikleika hugans sem veldur hræðslu við dauðann. Það er eitt hugarangurs Yogans af fimm.
Agama ~ Ein þriggja leiða þekkingar. Þekking sem kemur til okkar með reynslu eða athugunum annara, sem við tökum sem áreiðanlegar, eru sagðar komnar frá Agama. Vedas eru þess vegna sagðar Agama af sömu ástæðu.
Agni ~ Eldur. Nafn á hinum lýsandi eter, einnig kallaður taijas tatwa. Litur þess er rauður. Aðrir litir er vegna tengsla við önnur tatwas.
Ahankara ~ Sjálfshyggja.
Ahavanija ~ Einn þriggja elda sem var viðhaldið í hinum fornu Hindu heimilum.
Akasa ~ Nafn hins fyrsta tatwa, hljóðberandi eter. Þetta er mjög mikilvægur tatwa. Allir aðrir tatwas koma úr honum, lifa og starfa innan hans. Öll form og hugmyndir alheimsins eru innan þess. Ekkert lifandi í heiminum kom á undan akasa. Þetta er stig sem sem við getum búist við að allt annað efni og önnur tatwa komi frá, eða, réttara sagt, sem allt er í, en ekki séð.
Alambusha (eða: Alammukha) ~ Meltingarvegurinn.
Ambarisha ~ Eitt af fimm helvítum. Eiginleikar apas tatwa eru hér í sársaukafullu óhófi.
Ananda ~ Þetta er stig uppljómunar þar sem sálin rennur saman við andann. Það er líka staða andlegs tatwic umhverfis.
Anandamaya Kosha ~ Andlegi kjarninn, andlegur mónad.
Anaradha ~ Ályktun.
Andhatumisra ~ Helvíti þar sem eiginleikar akasa tatwa finnast í sársaukafullu óhófi.
Anumana ~ Niðurstaða
Apana ~ Birting lífsþátta sem henda út úr kerfi því sem ekki er lengur þörf fyrir, svo sem saur, þvagi, ofl.
Apantartamah ~ Vediskur rishi, sagður hafa endurfæðst sem Vyasa Krishna Dwaipayana, höfundur að Mahabharata, ofl.
Apas ~ Nafn eins af fimm tatwas; loftlægi eterinn.
Ardra ~ Eitt af þrenningu mánans.
Asamprajnata ~ Hærra stig hugargleymni, þar sem hugurinn er fullkomlega í sálinni. Lægra stigið er Samprajnata.
Asat ~ Neikvæð öndun eða efnisfasi.
Ashwini ~ Fyrsta híbýli mánans.
Asmita ~ (1) Samheiti fyrir Ahankara, sjálfshygli; (2) Að mynda sjálfið; (3) Álit um að sjálfið sé ekki aðskilið skynjun og hugmyndum.
Avidya ~ Fölsk þekking.
B B B
Bharani ~ Annað híbýli mánans.
Bhutas ~ Skel hins yfirgefna anda.
Brahma (borið fram með stuttu a) ~ Einnig þekkt sem parabrahma, Hið Eina Algera, sem fæðir af sér Alheiminn.
Brahma (borið fram með löngu a) ~ Sjálfsvitandi Alheimur, sjötti grunnþáttur Alheimsins.
Brahmadanda ~ Hryggsúlan.
Bramavandhra ~ Rýmið í höfðinu þar sem sál yogans fer úr líkamanum. Mænugöngin enda þar.
Brahmavidya ~ Hin helgu vísindi, Guðspekin.
Buddhi ~ Skilningur.
C C C
Ch ~ Tákn fyrir einn þeirra hjúpa sem koma frá hjartanu.
Chh ~ Tákn fyrir annan þeirra hjúpa sem koma frá hjartanu.
Chaitra ~ Tunglmánuður í indverska dagatalinu, nær yfir feb.-mars.
Chakra ~ Hringur, diskur.
Chakshus ~ Augun; augnabreyting prana.
Chandra ~ Tunglið, vinstri öndun.
Chandraloka ~ Tunglasviðið.
Chaturyugi ~ Hin fjögur yugas: Satyu, Treta, Dwapara, og Kali; séu timabilin lögð saman, ná þau yfir 12,000 daiva years.
Chhandogya ~ Nafn á Upanishad, rit um fornindverska viskutrú.
Chitra ~ Eitt af þrenningu mánans.
D D D
Daiva ~ Kennt við guði (devas). Daiva day = Mannlegt ár. Daiva year = 365 slíkir dagar.
Damini ~ Eitt nafna æða líkamans, líklega þær sem ganga til brjósta kvenna. Ég hef hvergi fundið þessu lýst.
Devachan ~ Nú notað í ensku til að gefa til kynna stig uppljómunar en hver nýtur eftir dauðann, í tunglsviðinu.
Devadatta ~ Ein af tíu breytingum á lífsþáttunum.
Dhananjaya ~ Ein af tíu breytingum á lífsþáttunum. Dhanishtha ~ Mána híbýli.
Dreshkana ~ Þriðji hluti stjörnumerkjahringsins.
Dukkh ~ Sársauki.
Dwasashansha ~ Tólfti hluti stjörnumerkjahringsins (eitt stjörnumerki).
Dwesha ~ Sá þáttur hugans sem rís þáttum sem hann er ósamþykkur.
G G G
G ~ Tákn fyrir æðar sem liggja frá hjartanu.
Gandhari ~ Nadi sem ganga til vinstra augans.
Gandharva ~ Hin himneski tónlistamaður.
Ganga ~ HUgtak fyrir sólaröndun.
Gargya Sauryayana ~ Nafn forns heimspekistúdents sem minnst er á í Upanishads.
Garhapatya ~ Einn af þremur eldum heimilis.
Gh ~ Tákn einnrar æðar sem liggur frá hjartanu sem dreifst um allan líkamann.
Ghari (eða: Ghati) ~ (1) Tímabil sem nær yfir 24 minutes; (2) Tungl Ghati er eitthvað minna: 1/16 tunglsdags.
Ghrana ~ Þefskyn, lyktarbreyting Prana.
H H H
Ha (eða: Ham) ~ (1) Tákn fyrir útöndun; (2) tákn fyrir akasa tatwa, hvorukyn fyrir það sama.
Hansa ~ Það er samsett af Ham og sa; eitt nafna fyrir parabrahma, því í þessu stigi liggja bæði jákvæðar og neikvæðar hreyfingar í láinni.
Hansachara ~ Skilgreining á öndunarferlinu.
Hasta ~ Tungl híbýli.
Hastijihva ~ Nadi sem gengur til hægra augans.
Hora ~ Hálfur stjörnumerkjahringurinn.
I I I
Ida ~ Nadi sem dreifist í vinstri hluta líkamans; vinstri samhæfing.
Indra ~ Æðstur guða; sá er stjórnar eldingum og þrumum.
Ishopanishat ~ Nafn á Upanishad.
Iswara ~ Sjötti grunnþáttur Alheimsins (í sjöskiptingu); Brahma (framburður með löngu a).
J J J
J ~ Tákn fyrir einn af tólf stilkum Nadis sem dreifast frá hjartanu.
Jagrata ~ Vökuástand.
Jh ~ Tákn fyrir einn af stilkum Nadis sem gengur frá hjartanu.
Jyeshtha ~ Híbýli mánans.
K K K
K ~ Tákn fyrir einn af tólf stilkum Nadis sem dreifast frá hjartanu.
Kala ~ Skipting á tíma = 1-3/5 mínútur.
Kalasutra ~ Helvíti þar sem eiginleikar vayu tatwa finnast í sársaukafullu óhófi.

Kali ~ Nafn á tímabili 2,400 Daiva ára. Járnöld.
Kamala ~ Lótus. Miðja taugaorku í líkamanum.
Kansya ~ Málmar; zink og kopar, aðalega notuð í ílát.
Kastha ~ Skipting á tíma = 3-1/5 sekúndur.
Kathupanishad ~ Eitt af Upanishads ritunum.
Kh ~ Tákn fyrir Nadi sem gengur frá hjartanu.
Komala ~ Bókstaflega, mjúkt.
Kram ~ Tantríst tákn fyrir hugmyndina um mannlegan huga sem fer yfir mörk hins sýnilega og horfir inn í hið ósýnilega. Hinir fornu tantrísku heimsspekingar höfðu tákn fyrir næstum hverja hugmynd. Það var algjörlega nauðsynlegt, því þeir trúðu því að ef mannlegum huga væri einbeittur að hugmynd um einhvern hlut með nægilegum styrk í ákveðinn tíma, væri víst að viljamátturinn myndi birta þann hlut. Athyglin var almennt tryggð með að síendurtaka ákveðin orð, og þannig var hugmyndinni haldið frammi fyrir huganum. Stutt orðtákn voru því notuð um hverja hugmynd. Þannig táknaði Hrien hóværð, Kliw kærleika, Aiw táknaði vernd, Shaum stríð, og svo framvegis. Slík orðtákn voru yfir æðar, ofl. Tantrik vísindin eru nú næstum öll týnd; í dag eru ekki til skiljanlegir lyklar að þessu táknkerfi og því er mörg þessara orðtákna einfaldlega óvitræn.
Krikila ~ Birting lífþáttar sem orsakar hungur.
Krittika ~ Þriðju híbýli mánans.
Kumbhaka ~ ´Æfing í pranayama að draga andann eins djúpt og og mögulegt er og halda honum eins lengi og hægt er.
Kurma ~ Birting þess lífsþáttar sem veldur því að augu blikka.
L L L
Lam (L) ~ Orðtákn fyrir prithivi tatwa.
Loka ~ Tilverusvið.
M M M
Magha ~ Tíundu híbýli mánanas.
Mahabhuta ~ Samheiti fyrir tatwa.
Mahakala ~ Helvíti þar sem eiginleikar prithivi tatwa eru í sársaukafullri ofgnótt.
Mahamoha ~ Eitt af fimm eymdum Ptanjali. Samheiti fyrir Rage (löngun til að ná eða halda).
Maheshwara ~ Hin mikli drottinn, hið mikla vald.
Mahurta ~ skipting á tíma = 48 mínútur.
Manas ~ Hugur; þriðji lífsþáttur Alheimsins, neðan frá.
Manomayakosha ~ Huglægi kjarninn. Einstaklingsmyndaður hugur er einungis hjúpur fyrir andlega orku til að birta sig, á þann sérstaka hátt sem sem hann vinnur.
Manu ~ Vera sem er sem undirþáttur þriðja þáttar Alheimsins, talið að neðan. Mannkynið sem eitt af þeim tímabilum sem þekkt eru sem manwantaras.
Manusha ~ Tekur til manna. Manusha dagur: venjulegur dagur 24 stunda; manusha ár: venjulegt sólarár. Tunglmánuður er þekktur sem dagur feðranna (Pitrya), sólarárið þekkt sem dagur guðanna.
Manwantara ~ Hringrás 71 Chaturyugis, ríkistími eins Manu, þ.e., tilverutími mannkyns ákveðinnar gerðar.
Manwantaric ~ Tengist Manwantara.
Matarishwa ~ Bókstaflega, sá er sefur í geimnum. Vísar í Prana eins og það verkar sem skrá um athafnir manna.
Meru ~ Einnig kallað Sumeru. Puranas segir frá því sem fjalli (parvata, achala) í Swarga, himni Indlands, þar sem eru borgir guðanna, þar sem búa himneskar verur. Það er í raun rætt um það eins og Olympus Hinúa. Meru er ekki fjall í jarðneskum skilningi, eins og við erum hér á jörðu. Það er markarlína sem skiptir andrúmslofti jarðar frá efri lofthjúp, hreinum eter; Meru er afmörkunarhringur jarðnesks Prana. Hérna megin markanna er jörðin með andrúmslofti sínu; hinum megin er himneska Prana, bústaðir þeirra himnesku. Sagnahöfundurinn Vyasa segir Bhurloka (Jörðu) ná frá sjávaryfirborði (vicheb prabhriti) að baki Meru (Meru prishtham yavat). Á yfirborði fjallsins svokallaða lifa hinir himnesku, en mörk jarðarinnar sé bakgarður þess. Þetta er kallað fjall frá hinu sveigjanlegu, óbreytanlegu staðsetningu.
Moha ~ Gleymska. Samheiti fyrir asmita, ein af fimm óhamingjum Patanjali.
Moksha ~ Það stig þegar tilhneyging hugans hættir að leita niður, og hann haldi því samruna sínum áfram við sálina, án þess að eiga á hættu að endurfæðast.
Mrigshirah ~ (eða: Mrighshirsha) ~ Híbýli mánans.
Mula ~ Þrígreining mánans.
N N N
N ~ Tákn Nadi sem gengur frá hjartanu.
Nadi ~ Þetta orð þýðir pípa, ílát. Það tengist blóðæðum og taugum. Hugmyndin að baki orðinu er pípa, ílát, og jafnvel lína, sem eitthvað flæðir í eða eftir, hvort sem er vökvi eða orka.
Naga ~ Birting þess lífs sem framkallar ropa.
Namah ~ Beinlýsis.
Navansha ~ Níundi hluti stjörnumerkjahringsins.
Nasadasit ~ Vers í Rigveda, 129unda úr 10unda Mandala, sem byrja með þessu orði. Í þessi versi er að finna rót Vísinda öndunar.
Nidra ~ Draumlaus svefn.
Nimesha ~ Skipting tíma = 8/45th úr sekúndu. Bókstaflega þýðir það augnablikk.
Nirvana ~ Slekkur á tilhneygingu hugans niður á við. Samheiti fyrir moksha.
Nirvichara ~ Ofureinbeitt innsæi, án minnstu hugaráreynslu, birtir fortíð og framtíð, orsök og afleiðingu í fyrirbærum nútíðar í huganum.
Nirvitarka ~ Einskonar innsæi (sampatti), orðlaust innsæi. Ástand huglægs skýrleika þar sem sannindin skína án milligöngu orða.
P P P
Pada ~ Fótur; sú breyting lífsþátta sem verða við göngu.
Padma ~ Samheiti fyrir Kamala.
Pala ~ Mæling, vigt, um 1-1/3rd únsa.
Pam ~ Orðtákn fyrir vayu tatwa. Pam er hvorukyn tilvísun í stafinn pa, þann fyrsta í orðinu pa-vana, samheiti fyrir vayu.
Panchi Karana ~ Bókstaflega merkir orðið fimmföldun. Það hefur gróflega verið þýtt sem fimmskipting. Það þýðir lámarks ferill tatwa, samsett af þeim öllum. Þannig að eftir ferilinn, mun hver mólikúl, t.d prithivi tatwa, samanstanda af átta, að lámarki. Prithivi = Prithivi /4 + Akasa /1 + Vayu /1 + Agni /1 + Apas /1, o.s.f.v. Í ananda er tatwas einfalt. Í vijnana og þar eftir, er hvert fimmfalt og vert þeirra hefur lit, o.s.f.v.
Pani ~ Hendi; Handafl.
Parabrahma ~ Það er nú vel þekkt sem orsakalaus orsök Alheimsins, hin Eina Algera Allt.
Parabrahmane ~ Tilvísun til parabrahma; þýðir “til parabrahma”.
Paranirvana ~ Síðasta stigið sem mannleg sál lifir og andlegt, huglægt eða lífeðlisleg áhrif hafa engine áhrif á.
Paravairagya ~ Þetta er það hugarástand þegar öll hærri orka birtir sig auðveldlega í huganum og fyrir tilstilli sálarinnar.
Parmeshthi Sukta ~ “Nasa asit” versið hér að framan er einnig kallað Parameshthi sukta.
Patanjali ~ Höfundur Sútrur um Yoga, vísindi um huglægar aðferðir og eflingu.
Payu ~ Líffæri útskiljunar; virkni Prana sem skapar þau.
Pingala ~ Nadi, og kerfi Nadis sem vinnur í hægri helming líkamans; hægri samhæfing.
Pitrya ~ Tilvísun til feðranna. Pitrya dagur merkir tunglmánuður.
Pitta ~ Samheiti fyrir Agni; merkir hita, hitastig.
Prakriti ~ Hið ósundurgreinalega kosmíska efni.
Pralaya ~ Stöðvun á skapandi orku heimsins, hvíldartímabil.
Pramana ~ Þekkingaraðferðir. Þær eru: (1) skilningsvitin, (2) Ályktun, (3) Staðhæfingar; eða með öðrum orðum, reynsla annara.
Prana ~ Lífsþáttur alheimsins og staðbundin birting þess; lífþáttur manna og annara lífvera. Það samanstendur af sæ hinna fimm tatwas (tilvistarþátta).Sólirnar eru miðjur í sæ Prana. Sólkerfi okkar hreyfist í þessu hafi Prana. Því er haldið fram að sólin, tunglið og aðrar plánetur í þessu hafi Prana sé fullkomin mynd hverrar lífveru á jörðu sem öðrum plánetum. Því er stundum talað um Prana sem persónu, lifandi veru. Allar birtingar lífs í líkamanum eru þekktar sem smærri pranas. Lungastarfsemin er þekkt sem prana með forvörnum. Jákvæði fasi efnis er er einnig nefndur Prana til að siklja frá Rayi, neikvæða fasa efnisins.
Pranayama ~ Æfing í að draga andann djúpt og halda loftinu í sér eins lengi og mögulegt er, og tæma loftið eins vel í útöndun og hægt er.
Pranamaya Kosha ~ Lífskjarninn; lífsþátturinn.
Prapathaka ~ Kafli í Chandogya Upanishad.
Prasnopnishat ~ Eitt af Upanishads.
Pratyaksha ~ Skynjun.
Prayaga ~ Ármót þriggja fljóta, Ganges, Juman, og (sem er nú ekki vel sýnileg) Saraswati við Allahabad. Í íorðasafni vísinda öndunar, er það tengt mótum hægri og vinstri öndunarstreymi í lungunum.
Prithivi ~ Eitt hinna fimm tatwas; lyktar-eterinn.
Punarvasu ~ Eitt af híbýlum mánans.
Puraka ~ Ferill í pranayama að filla lungun af eins miklu lofti og mögulegt er, draga andann eins djúpt og hægt er.
Purvabhadrapada ~ One of the lunar mansions.
Purvashadha ~ Eitt af híbýlum mánans.
Pusha ~ Nafn Nadi sem gengur til hægra eyra.
Pushya ~ Eitt af híbýlum mánans.
R R R
Raga ~ (1) Sú tilhneying hugans að leitast við að viðhalda því sem gefur ánægju; (2) Háttur í tónlist. Það eru átta hættir í tónlist, og hver þeirra hefur nokkra minni hætti sem eru kallaðir Ragini. Hvert ragini hafa aftur nokkrar hljómsetningar.
Ragini ~ Sjá Raga.
Ram ~ Hvorukynsháttur Ra; stendur sem orðtákn fyrir agni tatwa.
Rasana ~ Bragðskynið.
Raurava ~ Helvíti þar sem eiginleikar taijas tatwa eru í sársaukfullri ofgnott.
Rayi ~ Neikvæði lífsfasi efnisins, sem greinist frá hinu jákvæða af áhrifum sínum. Í raun er það kaldara lífefni, en hið heita kallað Prana.
Rechaka ~ Að pressa loftið úr lungunum í pranayama æfingum.
Revati ~ Eitt af híbýlum mánans.
Rohini ~ Fjórðu híbýli mánans.
Rigveda ~ Það elsta og mikilvægasta í Vedas.
Ritambhara ~ Hæfileiki andlegrar skynjunar til að skilja raunveruleika heimsins á sama hátt og ytri hlutir eru skynjaðir.
S S S
Sa ~ Orðtákn fyrir innöndunarferill. Shakti, móttaka lífsefnisin, einnig kallað Sa.
Sadhakapitta ~ Hitastig hjartans, sagt vera orsök vitsmuna og skilnings.
Samadhi ~ Trans; þegar hugurinn er svo niðursokkinn í því sem hann leitar, eða í sálinni, að hann gleymir sjálfum sér í athyglinni á einhverju.
Samana ~ Lífsgangurinn sem orsakar niðurbrot fæðu og dreifingu um líkamann.
Samprajnata ~ Einskonar samadhi; í því að huglæg leit er verðlaunuð með uppgötvun sanninda.
Sandhi ~ Tengingarmót jákvæðs og neikvæðs orkufasa. Þetta er samheiti fyrir susumna. Mót tveggja tatwas. Þegar eitt tatwa gengur inn í annað er akasa í milli. Í raun getur ekkert efni gengið í annað án milligöngu þessa gegnumgangandi tatwa. Þetta stig milligöngu er ekki Sandhi. Við slíka tatwic mót verður til nýtt tengingarmót. Það er háð lengd öndunar. Þannig að þegar agni og vayu mætast, er lengdin einhvers staðar á milli þeirra tveggja. Sama á við önnur tatwas. Ef jákvæðir og neikvæðir fasar í einhverju koma fram í reglulegri röð í einhvern tíma, eru sagt að það sé í fasa (Sandhi). Ef það kemur hinsvegar úr andstæðri átt, eyða þau hvort öðru útog niðurstaðan er annað hvort akasa eða susumna. Lesandinn skynjar að er lítill munur og stundum engin munur á akasa, sandhi, og susumna. Ef akasa verður stöðugt, er það susumna; ef susumna leitast við áframhaldndi ferli, verður það akasa. Í raun er akasa það stig sem er undanfari hvers tatwic tilvistar.
Sansakara ~ Tileinkaður hraði; tileinkaðar venjur. Samheiti fyrir Vasana.
Saraswati ~ Gyðja málsins.
Sat ~ Fyrsta stig Alheims, þegar allt form lífsins, jafnvel Iswara, liggja í dvala. Það er stig þegar ósamsett tatwas kemur fram.
Satya ~ Veruleiki; sannindi; sannleikur.
Savichara ~ Innsæi íhugunar (Sjá Nirvitarka og Nirvichara).
Savitarka ~ Einskonar innsæi; málinnsæi.
Shakti ~ Kraftur; neikvæður fasi hvers afl; samneyti við guð, guð sé jákvæði fasi krafts.
Shambhu ~ Karlmennskuþátturinn; jákvæði fasi lífsins. Eitt nafna guðsins Siva.
Shankhini ~ Nadi, með öllum sínum afleiðingum sem gengur til endaþarmsops.
Shastra ~ Hinar heilögu rit Hindúa. Hinir sex heimsspekiskólar.
Shatabhisha ~ Híbýli mánans.
Shatachaksa Nirupana ~ Nafn á heimsspeki Tantrista.
Shelesha ~ Híbýli mánans.
Shivagama ~ Nafn á fornri bók. Núverandi kenning um vísindi öndunar er aðeins einn kafliþeirrar bókar, sem hvergi ern ú að finna.
Shiveta Ketu ~ Nafn forns heimsspekings sem kemur fram í Chandogya Upanishad sem les Brahmavidya með föður sínum Gautama.
Shravana ~ Híbýli mánans.
Shrotra ~ Eyra; Hlustandi lífsefnisins.
Smriti ~ Minniseiginleiki.
Sthula ~ Gróft.
Sthula Sarira ~ Grófi líkaminn sem greindur er frá hærri og fínni þáttum.
Sukha ~ Vellíðunar tilfinning.
Surya ~ Sólin.
Surya Mandal ~ Sá hluti geims þar sem áhrifa sólar gætir.
Suryaloka ~ Sólarhveli.
Susumna (eða: Sushumna) ~ (1) Nadi sem dreifist í miðju líkamans; (2) mænan með öllum sínum tengingum; (3) Ástand krafts sem er hlaðinn með bæði jákvæðum og neikvæðum fasa; þegar hvorki mána-öndun né sól-öndun flæðir, Prana er sagt vera í susumna.
Susupti (eða: Sushupti) ~ Draumlaus svefn. Það stig sálar þegar það sem hugurinn reynir í svefni, er í hvíld.
Swara ~ Straumar lífsbylgjunnar; Hin mikla öndun; öndun manns. Hin mikla öndun, á hvaða sviði lífsins hefur fimm breytur, tatwas.
Swapna ~ Draumur.
Swati ~ Hýbíli mánans.
T T T
T ~ Nafn eins þeirra Nadis sem ganga frá hjartanu.
Th ~ Annað eins og T.
Taijas (eða: Tejas) ~ Það sem varðar agni tatwa; lýsandi eterinn. Sjaldann, en getur verið samheiti fyrir Raurava.
Tamas ~ Samheiti fyrir Avidya.
Tantra ~ Er flokkur kenning um mannlega sál og líkama. Undir það fellur góður hluti yoga. Mál þess er tákn og formúlur átrúnaðs þeirra eru tjáð með orðtáknum sem í dag eru að mestu gleymd.
Tatwa ~ (1) Hreyfing; (2) miðjupúls sem heldur efni í titringsástandi; (3) ákveðið titringsform. Hin mikla öndun gefur Prakriti fimm gerðir af framlengdum frumatriðum. Það fyrsta og mikilvægasta þeirra er akasa tatwa; hin fjögur eru prithivi, vayu, apas, agni. Hvert form og hreyfing ere r birting þessara tatwas ein eða saman.
Treta ~ Annar hringur Chaturyugi, tímabil 3,600 daiva ára.
Trinshansha ~ 30asti hluti stjörnumerkjahringsins.
Truti ~ (1) Tímbilseining: 150 trutis eru jafnar 1 sekúndu; (2) mæling í rúmi; svo mörg truti í tíma sem sól eða tungl færast yfir. Truti er fullkomin mynd af öllu hafi Prana. Það er astral örvera allra lífvera.
Tura ~ Hærri nótur tónlistar, andstætt Komala.
Turya ~ Fjórða stig vitundar. Stig algerrar vitundar. Fyrri þrjú eru: (1) vaka, (2) draumur, og (3) svefn.
Twak ~ Húð.
U U U
Udana ~ (1) Sú lífsbirting sem ber okkur hærra; (2) sú lífsbirting sem hörfar inn í hvíld.
Uddalaka ~ Nafnn forns heimsspekings sem birtist sem kennari í Prasnopnishat.
Upastha ~ Kynfærin.
Uttara Gita ~ Nafn á tantri athöfn.
Uttara Bhadhrapada ~ Híbýli mánans
Uttarashadhna ~ Híbýli mánans
V V V
Vaidhrita (eða: Vaidhriti) ~ Það eru 27 yogas í sporbaug. Colebrook segir, “Yoga er ekkert annað en aðferð til að sýna summu lengdarbauga sólu og mána”, og þannig er það. Vaidhrita er 27di Yoga.
Vairagya ~ Ónæmni fyrir þægindum heimsins.
Vak ~ Gyðja máls; annað nafn á Saraswati.
Vam (V) ~ Orðtákn yfir apas tatwa, frá Vari, samheiti apas.
Vasana ~ Venjur og tilhneyingar hugans til athafna, til að vinna þær.
Vayu ~ Eitt af tatwas; snerti-eterinn.
Vedas ~ Hin fjóru heiögu rit Hindúa.
Vedoveda ~ Birting susumna.
Vetala ~ Illur andi.
Vichara ~ Íhugun. Heimsspekileg greining sjá Kaflann um Yoga.
Vijnana ~ Þýðir bókstaflega, vitneskja. Tæknilega þýðir það andlegt efni og birting þess.
Vijnanamaya Kosha ~ Innsti kjarni andans.
Vikalpa ~ Flókin ímyndun. Fyrir frekari greiningu, sjá Kaflann um hugann.
Vina ~ Strengjahljóðfæri.
Vindu (eða: Bindu) ~ Púnktur.
Vipala ~ Tímaeining: 2/5 úr sekúndu.
Viparyaya ~ Fölsk þekking; eitt fimm birtinga hugans frá Patanjali.
Virat ~ Faðir Manu, og sonur Brahma. Andlegt stig akasa þaðan sem hugar tatwas er upprunnið og og stendur fyrir Manu.
Vishakha ~ Mánaþrenning.
Vishamabhava ~ Ójafnt ástand. Þetta er birting susumna. Í þessari öndun flæðir eitt augnablik úr annari nösinni og því næst úr hinni (sjá athugsemdir á versi 121).
Vishramopanishad ~ Nafn á Upanishad.
Vishuva (eða: Vishuvat) ~ Þetta er birting susumna (sjá athugsemdir á versi 121).
Vitarka ~ Heimsspekileg forvitni.
Vyana ~ Sú birting líf sem stjórnar og viðheldur að hver hluti líkamans haldi lögun sinni.
Vyasa ~ Forn heimsspekingur, höfundur Mahabharata, athugasemdir um Yogasútrur, og sútrur Vedanta og önnur verk.
Vyatipata ~ Ein af 27 yogas (Sjá Vaidhrita).
Y Y Y
Yaksha ~ Flokkur hálfguða.
Yakshini ~ Kvennlega Yaksha.
Yamuna ~ Hugtak notað um vinstra flæði Nadi.
Yashaswani ~ Nadi sem gengur til vinstra eyra.
Yoga ~ Vísindi um athöfn, athygli, og þroska mannlegs huga.

I. Tilveran

Fínni öfl náttúrunnar og áhrif þeirra á mannlegt líf og örlög

I. Tilveran. The Tatwas ~
Tilveran, tatwas, er fimmskipt greining á hinum mikla andardrætti. Áhrif hans á frumefnið, prakriti, skiptir því í fimm stig sem hvert hefur aðgreinda sveiflutíðni, og mismunandi virkni. Fyrsta stigið í þróunarskiptingu þess hæsta, parabrahma, er sálartilveran, akasa tatwa. Þar á eftir koma loft, vayu, eldur, taijas, vökvi, apas, fast efni, prithivi. Þau eru þekkt sem hin miklu frumöfl, mahabhutas. Orðið akasa er venjulega þýtt á ensku (íslensku) sem eter. Hins vegar er hljóð ekki talinn sem eter á Vesturlöndum. Sumir kunna að halda að skilgreiningin á ljósi sé sú sama og efniseðlið, akasa. Það eru mistök. Lýsandi eter er fíngerður eldþáttur, taijas tatwa, en ekki efniseðlið, akasa. Allir fimm fínni þættir frumafla tilverunnar má vafalaust kalla eter, en að nota akasa um þá, án aðgreiningar í þætti er villandi. Við getum kallað akasa, hljóm-eter, vayu, snerti-eterinn, apas, bragð-etherinn, og prithivi, lyktar-eterinn.

Eins og til er í heiminum lýsandi eter, frumafl fínna efnis sem ekki hefur verið fundin skýring, þá er einnig til staðar fjórir aðrir eterar, frumafl fínna efnis, hljóðs, snertingu, bragðs og lyktar.
Samkvæmt nútíma vísindum er lýsandi eterinn efnið í sínu fínasta ástandi. Það er tíðni þess frumafls, sem sagt er að byggi upp ljósið. Tíðnin er sögð eiga sér stað hornrétt á stefnu bylgjunnar. Svipuð lýsing er gefin í bókinni á taijas tatwa, hinum fíngerða eldi. Sagt er að þessi tatwa hreyfist í stefnu upp, en miðja stefnunar, er að sjálfsögðu, stefna bylgjunnar. Þar segir einnig að heildartíðnin myndi þríhyrning.
Sjáum þetta í mynd:

AB er stefna bylgjunnar; BC er stefna tíðninnar. CA er samhliða lína, í útvíkkun í fullu samræmi, og breytir ekki atóminu, tíðni þess skilar sér aftur í línuna AB.
Fínni eldur formanna, taijas tatwa, er nákvæmlega fínna efni vísindanna, hvað varðar eðli tíðninnar. Hinir fjórir eterar eru hins vegar ekki inn í huga vísindanna. Tíðni efniseðlisins, akasa, ómsins, er að baki hljóði; það er nauðsynlegt að þekkja hvað auðkennir þetta hreyfingarform.
Tilraun með glerbjöllu í lofttæmi sýnir að hreyfitíðnin er eins og hljóðs. Annað efni, eins og jörð og málmur, bera hljóð á mismunandi hátt. Það er því eitthvað í öllum hljóðberum sem veldur hljóði – tíðnin sem er að baki myndun hljóðs. Það er hið indverska akasa.
En akasa er allt umliggjandi, eins og lýsandi eterinn. Hvers vegna heyrum við ekki í lofttæmi? Við verðum að greina á milli tíðni frumaflsins að baki hljóði, ljósi o.f.l, og tíðni efnisins sem ber það til skynfæra okkar. Það er ekki tíðni frumaflanna — tatwas – sem veldur skynjun okkar, heldur fínni tíðnin er berst í gegnum efnið, — sthula Mahabhutas. Hin lýsandi eter er jafnt til staðar í myrku herbergi og utan þess.

Hvers vegna? Ástæðan er að venjuleg sjón nær ekki tíðni etersins. Hún nær aðeins tíðni efnisins sem flytur eterinn. Hæfileikinn til að sjá eteríska tíðni fer eftir efninu sem ber hana. Utandyra þegar eterinn fer í gegnum atóm andrúmsloftsins nær hann sýnilegri tíðni og ljósið birtist okkur. Sama á við um alla aðra hlutis sem við sjáum. Eter sem fer í gegnum hlut gerir atóm hlutarins sýnileg auganu. Styrkleiki tíðni sem sólin gefur eternum og umleikur plánetu okkar, er ekki nægilegur til að lýsa upp bak við dauða efnið. Innri eterinn er til staðar þó dauða efnið sýni ekki tíðni hans. Myrkrið er því afleiðing af því að leiða ekki lýsandi eterinn. Neisti í glerbjöllunni í lofttæminu er okkur sýnilegur, því glerið hefur eiginleika til að leiða lýsandi eterinn og gera þannig eter efnisins sýnilegan. Það myndi ekki hafa gerst ef bjallan hafi verið úr öðru jarðefni. Það er þessi eiginleiki að verða sýnilegur, sem við köllum gegnsæi í gleri og svipuðum hlutum.
Snúum aftur til hljóm-etersins (akasa): Allt form fast efnis, hefur að ákveðnu marki, það sem kalla má hljóðgegnsæi.
Hér verð ég að ræða um eðli tíðni. Tvo þætti þarf að skilja í þessu samhengi. Í fyrsta lagi þá er ytra form tíðni svipað og eyrnargöngin:Tíðnin varpar efninu sem það tengist, í smáar eindir:
Þessar eindir raðast upp og mynda örsmáar holur á milli sín. Sagt er að þær breytist sífellt (sankrama), og hreyfist í allar áttir (sarvatogame). Það merkir að upphafið snýr aftur eftir sömu leið, sem liggur eftir öllum hliðum bylgjustefnunar:

Þetta þýðir að eterinn myndar tíðni í efninu eftir uppbyggingu þess. Formið sem ber hljóðtíðnina er því í samræmi við eterísku tíðnina.
Nú komum við að snerti-eternum (vayu). Tíðni þesa erters er lýst sem kúlulaga form og hreyfing hans er sögð vera með skörpu horni að bylgjustefnunni (tiryak). Til að skoða tíðnina á ímynduðu yfirborði:

Það sem sagt var um færslu hljóðs í akasa á einnig við hér, mutatis mutandis. Bragð-eterinn (apas tatwa) er sagður minna á hálfmána í lögun sem snýr niður. Það er gagnstætt stefnu lýsandi eterins. Þessir kraftar mynda því andstæður. Tíðni apas er þannig á ímynduðu yfirborði:

Við munum íhuga andstæðurnar þegar við komum að eiginleikum tatwas. Lyktar-eterinn (prithivi) er sagður vera ferhyrndur að lögun eins og sýnt er hér:


Sagt er að hann hreyfist í miðju eftir stefnu bylgjunnar. Línan og ferhyrningurinn eru í sama fleti.

Þetta eru form og hreyfing hinna fimm etera. Hver þeirra gefur manninum sína fimm skynfæri:
(1) Akasa, Hljóð; (2) Vayu, Snering; (3) Taijas, Litir; (4) Apas, Bragð; (5) Prithivi, Lykt.

Í framgangi þróunarinnar hafa þessir eterar með sínum eiginleikum dregið sér eiginleika annara tilvera, tatwas. Þetta er þekkt sem panchikarana, eða fimmskipting. Ef við förum eftir bókinni okkar, H, P, R, V og L séu stafatákn fyrir (1), (2), (3), (4), og (5), eftir fimmskiptinguna, panchikarana, taka þeir á sig eftirfarandi form:

Sameind hvers eters, samanstendur af átta atómum, hefur fjögur upprunaleg og eitt af hinum fjórum.
Eftirfarandi tafla sýnir fimm eiginleika hverrrar tilveru, tatwas, eftir fimmskiptinguna, panchikarana:
Hljóð Snerting Bragð Litir Lykt
(1) H Upprunalegt … … … …
(2) P mjög veikt kalt súrt ljósblátt súr
(3) R veikt mjög heitt kryddað rautt krydduð
(4) V þungt svalt stammt hvítt stöm
(5) L djúpt volgt sætt gulur sæt

Þess má geta hér að fínni tatwas er til staðar á fjórum sviðum tilverunar. Hærri sviðin hafa meiri sveiflutíðni en þau lægri. Þessi fjögur svið eru:
(1) Efnislega (Prana); (2) Huglæga (Manas); (3) Tilfinninga (Vijnana); (4) Andlega (Ananda)
Ég mun ræða nokkra aðra eiginleika þessara tilvera, tatwas.
(1) Geimurinn, rúmið ~ Þetta er eiginleiki hljóð-etersins, akasa tatwa. Það hefur verið sagt að formtíðni þessa eters sé eins og eyrargöng, samanstandi af örsmáum doppum (vindus). Millibilið á milli þeirra gefur eternum lámarks rými fyrir flutning (avakasa).
(2) Flutningur ~ Þetta er eiginleiki snerti-etersins, vayu tatwa. Vayu er hreyfing, því hreyfing í allar áttir er hreyfing í hring, stórum og lítlum. Þessi eter, vayu tatwa, hefur hnattlaga hreyfingu. Þegar formhreyfing mismunandi etergerða bætist við hreyfingu vayu, verður til flutningur.
(3) Útvíkkun ~ Er eiginleiki fíngerða eldsins, taijas tatwa. Það er lögun og myndun hreyfingar sem þessi etertíðni hefur. Gerum ráð fyrir að ABC sé málmkubbur:
Ef við bætum eldi við fer lýsandi eterinn í honum á hreyfingu, og drífur grófu atómin í kubbnum á hreyfingu. Ef (a) er atóm, þá tekur það á sig mynd eldstíðnina, taijas, og gengur áfram til (a’), og samhæfða stöðu í (a”). Á sama hátt breytir hver púnktur stöðu sinni umhverfis miðju málmsins. Að lokum tekur allur málmurinn á sig mótun A’B’C’. Útvíkkun verður þannig niðurstaðan.
(4) Samdráttur ~ Það er eiginleiki vökva, apas tatwa. Eins og nefnt hefur verið, er stefna þessa eters andstæð eldsins, agni, og því er auðvelt að skilja að samdráttur er einkenni þessarar tilveru, tatwa.
(5) Samleitni ~ Það er eiginleiki efnisins, prithivi tatwa. Við sáum að hann er öfugur við efniseðlið, akasa. Akasa gefur rými fyrir flutning, en efnið, prithivi, ekki. Það er eðlileg niðurstaða stefnu og lögunar þessa eters. Það breiðir yfir rými akasa.
(6) Mýkt ~ Það er eiginleiki vökva, apas tatwa. Þegar atóm andstæðra hluta koma nærri hvort öðru og taka hálfmána lögun apas, renna þau auðveldlega yfir hvert annað. Sú lögun tryggir auðvelda hreyfingu fyrir atómin.

Það sem ég hef sagt hér er nægilegt til að útskýra almennt eðli tilverunnar, tatwas. Mismunandi fasi birtingar þeirra á öllum sviðum lífsins mun verða fjallað um á viðeigandi stöðum.