Loki stelur Brisingameninu

Sagt er að Loki hafi uppgötvað að Freyja hafi fengið menið hjá dvergum. Loki tjáði Óðni þetta sem þá krafðist að Loki færði honum menið. Loki taldi það illmögulegt; engin gæti komist í heimkynni Freyju nema með samþykki hennar. Óðinn sagði honum engu að síður að fara og snúa ekki til baka nema með menið. Kvartandi hástöfum hélt Loki af stað.

Grí­mur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenel

19. Loki stelur Brisingameninu

Hér er dæmi um er hrekkir Loka koma af stað keðju atburða sem eru nátengdir mannkynsþróuninni. Að ráði Óðins og sem oftar í hlutverki örlagavalds, karma, klófestir Loki hina verðmætu eign Freyju „eldmenið“ — sem táknar hina mannlegu greind. Freyja táknar ávallt hærri andlega eiginleika greindarinnar og er sem plánetuverund Venusar, verndari ríki bróður síns Freys, þ.e. mannkynsins á plánetunni Jörð.
Þegar Freyja mætir síðan Óðni og spyr um menið sitt, leggur guðinn til aðstæður sem eru mjög merkingafullar: hún verður að eggja til baráttu milli heimsins öflugustu konunga, ekki til að annar hvor vinni, heldur til að að báðir verði endanlega slegnir niður af „kristnum manni.“ Þetta orðalag endurspeglar viðhorf aldar er kristniboðar breiddu út guðspjall Friðarprinsins með vopnum í norðanverðri Evrópu og Íslandi. Krossinn er hin eilífa barátta ljóss og myrkurs: það er engin tilvera og engin þróun án spennunnar á milli þessara afla og sem einkennir lífið. Þetta er skýrt heimspekilegt hugtak sem næstum engin tekur eftir og týnist í klækjum Loka. En við nánari skoðun má sjá að barátta Freyju mun halda áfram meðan tilvera snýst og þróast meira með tímanum eftir því sem hjörtu mannanna yfirvinna átökin í sjálfum sér og öðlast og gefa friðinn sem kemur með skilningnum. Það mun auka fegurð Brisingarmens Freyju.
Úr Sörlaþætti. Orðið þáttur hefur sömu merkingu og orðið sutra í Sanskrít og merkir, – þátt í reipi.
Sagt er að Loki hafi uppgötvað að Freyja hafi fengið menið hjá dvergum. Loki tjáði Óðni þetta sem þá krafðist að Loki færði honum menið. Loki taldi það illmögulegt; engin gæti komist í heimkynni Freyju nema með samþykki hennar. Óðinn sagði honum engu að síður að fara og snúa ekki til baka nema með menið. Kvartandi hástöfum hélt Loki af stað. Hann kom að læstum heimkynnum Freyju og reyndi inngöngu án árangurs. Heljarkuldi var svo mikill utandyra að Loki fraus. Hann breytti sér þá í flugu og flaug inn í alla lása til að finna glufa til að komast inn, en fann enga. Að lokum fann hann glufu í rjáfri sem þó var ekki stærri en saumnál kæmist inn í og þar komst hann inn. Þegar hann litaðist um sá hann að allir voru sofandi. Hann gekk að dyngju Freyju og sá að hún var með menið um hálsinn en lásinn niður. Loki breytti sér þá í lús, settist á háls hennar og beit Freyju svo hún vaknaði, snéri sér á hliðina og sofnaði jafnharðan. Loki fer úr lúsargervinu tekur menið og opnar húsið og hverfur á braut og afhendir Óðni síðar menið.
Þegar Freyja vaknar um morguninn og sér allar hurðar opnar en óskemmdar og menið horfið var hún viss um hvað hafði gerst. Hún fer til hallarinnar, hittir Óðinn og segir hann hafa illa gert með því að láta stela meninu og krefst að fá það til baka. Óðinn segir að eins og hún hafi náð meninu eitt sinn muni hún aldrei fá það aftur , -nema hún eggi til baráttu milli heimsins öflugustu konunga, sem hver er yfir öðrum tíu konungum; ekki til að annar hvor vinni, heldur til að að báðir verði endanlega slegnir niður af einhverjum kristnum manni sem hafi hugrekki og svo góð örlög að hann hafi dirfsku til að leggja í þá og deyða. Aðeins þá munu vondum örlögum þeirra ljúka þegar þessi hetja losar þá frá þörfum þeirra og vandræðum á villubraut þeirra
Freyja samþykkir þetta og fær nemið til baka.

20. Kafli

Efnisyfirlit

Gróttusöngur

Meðal launsagna sem teljast megi rekja til viskuhefða fornalda eru sögur um töframylluna nánast alls staðar eins, efnisþéttar og með þá sérstöðu að vera leyndardómsfyllstar. Það hefur aldrei verið útskýrt á fullnægjandi hátt af hverju fólk í öllum heimsálfum í fornöld hafi lagt sérstaka áherslu á töfraeiginleika þessa verkfæris. Þau litu ekki aðeins á eiginleika þess til að mala hveiti, heldur hugmynduðu það sem verkfæri fyrir guðina til að mala hvaðeina.

Grí­mur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenel

20. Gróttusöngur

Myllusteinar Guðs mala hægt, og þeir mala smátt.“ — LONGFELLOW

Í þessari sögu eru tvær launsagnir sem virðast vísa til fjórða (Atlants) mann-kynsins á jörðunni. Báðar eru tilefni til fjölmargra sagna. Önnur er Gróttukviða, töframyllan eins og hún vísar til jarðneskra tímabila, þó eins og við höfum séð getur einnig haft alheimslega tilvísun. Hin sögnin er um smiðinn Völund. Hún vísar til hvernig á hinni miklu fjórðu öld sál mannkynsins — Völundar — var fönguð af hinum illa —Nidud konungi— efnisþyngstu öld mannkyns og jarðar.
Þessir atburðir í sögu mannkynsins áttu sér stað fyrir milljónum ára samkvæmt tímaskráningu theosófa, á þeim tíma er mannkynið hafði náð mestri efnisþróun, meiri líkamlegum eiginleikum og tækni en núverandi mannkyn hefur náð. En þetta var einhliða hæfni, því maðurinn hafði þá algjörlega týnt þeim andlegum eiginleikum sem honum voru gefnir á fyrri tímaskeiðum þegar kyni hans var leiðbeint fyrstu skrefin í frumbernsku hans.
Meðal launsagna sem teljast megi rekja til viskuhefða fornalda eru sögur um töframylluna nánast alls staðar eins, efnisþéttar og með þá sérstöðu að vera leyndardómsfyllstar. Það hefur aldrei verið útskýrt á fullnægjandi hátt af hverju fólk í öllum heimsálfum í fornöld hafi lagt sérstaka áherslu á töfraeiginleika þessa verkfæris. Þau litu ekki aðeins á eiginleika þess til að mala hveiti, heldur hugmynduðu það sem verkfæri fyrir guðina til að mala hvaðeina. Myllusteininn var ekki aðeins venjulegt verkfæri mannsins, heldur einnig verkfæri guðlegra afla sem ekki aðeins skapaði fæðu, heldur einnig heilsu, auð, salt, hamingju, allt forsendur friðar — hugans ekki síður en líkamans. Hann malaði meginlönd jarðarinnar sem og deyjandi heima í alheiminum og skilaði út einsleitu grunn-efni, svo nýjir heimar gætu orðið til. Í Kalevala hinni finnsku gerir himna-smiðurinn í upphafi tímans nokkrar misheppnaðar tilraunir til sköpunar þar til hann smíðar myllusteininn Sampo, sem muni mala til eyðingar og sköpunar heima eins lengi og þeir munu fæðast og deyja. Mayafólkið í Mið- Ameríku segir enn sögur af hinum heilaga myllusteini sem er bergmál löngu, löngu liðinna sagna. Í Eddu heitir hann Grótta, sem merkir vöxtur, sem merkingalega tengist framþróun.
Þessi töframyllusteinn allra fornsagna er í æfintýrasögum sem sprottið hafa frá þeim sýndur sem einstakt verkfæri sem getur búið til hvaðeina, eiginleika og hæfni lífvera sem og efnis. Það var skapað af guðlegum sendiboðum fyrir birtingu lífs og viðhaldi þess – og eyðingu.
Í einni Eddusagna eru tvær tröllskessur neyddar til að snúa myllusteini til að mala auð og þægindi fyrir Fróða konung (nafn hans þýðir velmegun) sem uppi var á fyrri hluta friðar og gleði- tímabilsins, sem þekkt var sem gullna öldin. Þær unnu látlaust við að framleiða endalausa ánægju fyrir vellíðan konungs. Þegar tímar liðu óx græðgi konungs fyrir meira gull og meiri velmegun að hann gaf tröllunum aðeins svo skamman hvíldartíma að sem nam hanagali. Þannig lagði hann grunn að falli sínu. Óhjákvæmilega hugðu hin sívinnandi tröll á hefndir. Samfelldur söngur þeirra í takt við ískur mylluhjólanna skilaði undan þeim her sem undir stjórn Mysings konungs sigraði Fróða og hernam lönd hans.
Mysingur konungur tók við myllusteini vaxtarins og með tímanum varð hann einnig fórnarlamb græðginnar, því töframyllusteinninn gaf honum það sem hann vildi og að lokum sukku lönd hans í hafið,— hin sígilda saga um flóðið sem sögð er um alla veröld.
Eins og í Biblíusögum og öðrum launsögnum táknar konungur eða aðrar ráðandi persónur þjóðir eða kynstofna á óskilgreindu tímabili í fornöld. Flóðið sem er víðnefnt, en umdeilt, kemur fyrir í öllum megin launsögnum og virðist hafa verið sameiginleg reynsla alls mannkyns. Sagnir af risi og hvarfi meginlanda í og úr hafi — bæði snögglega í miklum náttúruhamförum og sem hægfara breyting á meginlöndum. Hvort sem þær lýsa snöggum breytingum eða síendurteknum virðast þær hafa slík áhrif á mannlega vitund að þær hafa orðið sagnir fólks hvaðanæva af jörðunni.
Í ljósi vísindalegrar þekkingar í dag má gera ráð fyrir að hin guðlega myllukvörn vísi til einhvers meira en að lýsa breytingum á jarðfræði plánetunnar. Fjölbreytileg not hennar til að skapa hvaðeina — ekki aðeins efnislega hluti, heldur einnig óefnislega — er vísbending um að hún sé verkfæri til sköpunar. Í því samhengi á hún nána samsvörun við hamar Þórs, Mjölni (sem merkir „malari“). Mjölnir mylur jötnaheima, brýtur niður efnið í frumefnin. Hann er einnig verkfæri sköpunar, m.a. í einni sögu þar sem Þór og Mjölnir stjórnuðu brúðkaupi til að tryggja getnað og frjósemi.
Það er freistandi að bera saman þessa myllukvörn guða og svarthol stjörnufræðinnar, því með sífellt nýjum uppgötvunum í stjörnuvísindum um þessi áhugaverðu fyrirbæri sem svartholin eru, sýnist gangur þeirra nálgast lýsingu á hlutverki hinnar guðlegu myllukvarnar í launsögnunum. Eins og hringiða dró konungsríki Mysing inn í auga myllukvarnarinnar, dregur iðustraumur umhverfis svarthol allt efni sem nálgast það inn í sig og það hverfur úr sýnilegum alheimi. Þessu til viðbótar eru dulstirnin sem talin eru í miðju vetrarbrautarinnar og samastandi af svartholum sem geisla frá sér gífulegri orku í formi geislunar á öllum bylgjulengdum, allt frá innrauðum geislum til rafsegulbylgja. Þess má geta að í Meistarabréfunum (The Mahatma Letters, p. 47), sem gefin voru út í byrjun 19ándu aldar og fimmtíu árum áður en svarthol voru skilgreind — segir að efni úr dauðum heimum sé „endurgert í smiðju náttúrunnar.“
Slík guðleg kvörn tekur til kosmosins. Hinu mikla hjóli jarðneskrar Gróttu, kvörn grósku og þróunar er snúið af jötnaöflum aldanna og skapa afurð úr þeim fræjum sem hver „konungur“ eða kynstofn mannkyns leggur til. Annað hefur hún ekki. Hver siðmenning eða bylgja sérkenna ber því með sér fræ eigin afleiðinga. Á fyrra tímabili Fróða konungs ríkti friður og velmegun og er sagt að gullinn hringur hafi legið óhreyfður á fjölmennum krossgötum um aldir. Þegar hann hvarf þá leið gullna öldin undir lok. Ný öld tók við og Mysingur konungur varð nú flóðinu að bráð og ríki hans sökk í hafið kann að vera tilvísun í söguna um Atlantis meginlandið og menningu þess, sem sagt er að hafi sokkið í sæ. Í ritum theosófa markar sá atburður miðpunkt líftíma jarðarinnar og efnisþyngsta tímabil hennar — miðnætti mannkynsins.
Táknrænt var það miðnætti er jötunskessan spurði Mysing konung hvort hann hefði nægt salt. Það var stund ákvörðunar, að halda áfram sköpun efnisins og niður í þyngra efni eða snúa þróuninni við til andlegs þroska. Ákvörðun konungs olli því óumflýjanlega, flóðið sökkti skipi hans og tímabili hans lauk. Þá varð „sær saltur“ segir í sögunni. Fjórða öldin hafði sjálf orsakað eyðingu sína með vatni. Sá atburður gaf mannkyninu annað tækifæri til að rísa upp á ný til guðlegs markmið síns.

21. Kafli

Efnisyfirlit
________________________________________

Gróttasöngr

Skjöldr hét sonr Óðins, er Skjöldungar er frá komnir. Hann hafði setu ok réð löndum, þar sem nú er kölluð Danmörk, en þá var kallat Gotland. Skjöldr átti þann son, er Friðleifr hét, er löndum réð eftir hann. Sonr Friðleifs hét Fróði. Hann tók konungdóm eftir föður sinn í þann tíð, er Ágústus keisari lagði frið of heim allan. Þá var Kristr borinn. En fyrir því at Fróði var allra konunga ríkastr á Norðrlöndum, þá var honum kenndr friðrinn um alla danska tungu, ok kalla Norðmenn þat Fróðafrið. Engi maðr grandaði öðrum, þótt hann hitti fyrir sér föðurbana eða bróðurbana lausan eða bundinn. Þá var ok engi þjófr eða ránsmaðr, svá at gullhringr einn lá á Jalangrsheiði lengi.
Fróði konungr sótti heimboð í Svíþjóð til þess konungs, er Fjölnir er nefndr. Þá keypti hann ambáttir tvær, er hétu Fenja ok Menja. Þær váru miklar ok sterkar.
Í þann tíma fannst í Danmörk kvernsteinar tveir svá miklir, at engi var svá sterkr, at dregit gæti. En sú náttúra fylgði kvernunum, at þat mólst á kverninni, sem sá mælti fyrir, er mól. Sú kvern hét Grótti. Hengikjöftr er sá nefndr, er Fróða konungi gaf kvernina. Fróði konungr lét leiða ambáttirnar til kvernarinnar ok bað þær mala gull ok frið ok sælu Fróða. Þá gaf hann þeim eigi lengri hvíld eða svefn en gaukrinn þagði eða hljóð mátti kveða. Þá er sagt, at þær kvæði ljóð þau, er kallat er Gróttasöngr. Ok áðr létti kvæðinu, mólu þær her at Fróða, svá at á þeiri nótt kom þar sá sækonungr, er Mýsingr hét, og drap Fróða, tók þar herfang mikit. Þá lagðist Fróðafriðr.
Mýsingr hafði með sér Grótta ok svá Fenju ok Menju ok bað þær mala salt. Hann bað þær mala lengr. Þær mólu litla hríð, áðr niðr sukku skipin, ok var þar eftir svelgr í hafinu, er særinn fellr í kvernaraugat. Þá varð sær saltr.

1.
Nú eru komnar
til konungs húsa
framvísar tvær,
Fenja ok Menja;
þær ro at Fróða
Friðleifssonar
máttkar meyjar
at mani hafðar.

2.
Þær at lúðri
leiddar váru
ok grjóts gréa
gangs of beiddu;
hét hann hvárigri
hvíld né ynði,
áðr hann heyrði
hljóm ambátta.

3.
Þær þyt þulu
þögnhorfinnar:
„Leggjum lúðra,
léttum steinum.“
Bað hann enn meyjar,
at þær mala skyldu.

4.
Sungu ok slungu
snúðga-steini,
svá at Fróða man
flest sofnaði;
þá kvað þat Menja,
var til meldrs komin:

5.
„Auð mölum Fróða,
mölum alsælan,
mölum fjölð féar
á feginslúðri;
siti hann á auði,
sofi hann á dúni,
vaki hann at vilja,
þá er vel malit.

6.
Hér skyli engi
öðrum granda,
til böls búa
né til bana orka,
né höggva því
hvössu sverði,
þó at bana bróður
bundinn finni.“

7.
En hann kvað ekki
orð it fyrra:
„Sofið eigi meir
en of sal gaukar
eða lengr en svá
ljóð eitt kveðak.“

8.
„Var-at-tu, Fróði,
fullspakr of þik,
málvinr manna,
er þú man keyptir;
kaustu at afli
ok at álitum,
en at ætterni
ekki spurðir.

9.
Harðr var Hrungnir
ok hans faðir,
þó var Þjazi
þeim öflgari;
Iði ok Aurnir,
okkrir niðjar,
bræðr bergrisa,
þeim erum bornar.

10.
Kæmi-a Grótti
ór gréa fjalli
né sá inn harði
hallr ór jörðu,
né mæli svá
mær bergrisa,
ef vissi vit
vætr til hennar.

11.
Vér vetr níu
várum leikur
öflgar alnar
fyr jörð neðan;
stóðu meyjar
at meginverkum,
færðum sjalfar
setberg ór stað.

12.
Veltum grjóti
of garð risa,
svá at fold fyrir
fór skjalfandi;
svá slöngðum vit
snúðga-steini,
höfga-halli,
at halir tóku.

13.
En vit síðan
á Svíþjóðu
framvísar tvær
í folk stigum,
beiddum björnu,
en brutum skjöldu,
gengum í gögnum
gráserkjat lið.

14.
Steypðum stilli,
studdum annan,
veittum góðum
Gothormi lið;
var-a kyrrseta,
áðr Knúi felli.

15.
Fram heldum því
þau misseri,
at vit at köppum
kenndar várum;
þar sorðu vit
skörpum geirum
blóð ór benjum
ok brand ruðum.

16.
Nú erum komnar
til konungs húsa
miskunnlausar
ok at mani hafðar;
aurr etr iljar,
en ofan kulði,
drögum dolgs sjötul,
daprt er at Fróða.

17.
Hendr skulu hvílask,
hallr standa mun,
malit hefi ek fyr mik;
mitt of leiti;
nú mun-a höndum
hvíld vel gefa,
áðr fullmalit
Fróða þykki.

18.
Hendr skulu höndla
harðar trjónur,
vápn valdreyrug,
vaki þú, Fróði,
vaki þú, Fróði,
ef þú hlýða vill
söngum okkrum
ok sögnum fornum.

19.
Eld sé ek brenna
fyr austan borg,
vígspjöll vaka,
þat mun viti kallaðr,
mun herr koma
hinig af bragði
ok brenna bæ
fyr buðlungi.

20.
Mun-at þú halda
Hleiðrar stóli,
rauðum hringum
né regingrjóti;
tökum á möndli
mær, skarpara,
erum-a varmar
í valdreyra.

21.
Mól míns föður
mær rammliga,
því at hon feigð fira
fjölmargra sá;
stukku stórar
steðr frá lúðri
járni varðar,
mölum enn framar!

22.
Mölum enn framar!
Mun Yrsu sonr,
niðr Halfdanar,
hefna Fróða;
sá mun hennar
heitinn verða
burr ok bróðir,
vitum báðar þat.“

23.
Mólu meyjar,
megins kostuðu,
váru ungar
í jötunmóði;
skulfu skaptré,
skauzk lúðr ofan,
hraut inn höfgi
hallr sundr í tvau.

24.
En bergrisa
brúðr orð of kvað:
„Malit höfum, Fróði,
sem munum hætta,
hafa fullstaðit
fljóð at meldri.“

21. Kafli

Efnisyfirlit

Völundarkviða

Völundur er mikill smiður á málma. Hann er fangaður, yfirbugaður og fangelsaður af Níðingi konungi (níð: íllt, svik) og er þvingaður til að smíða dýra gripi fyrir konung. En á laun smíðar hann galdrasverð (andlegan vilja) sem kemur oft fram í hetjusögnum, hann smíðar enn á laun undurfagran hring sem hefur þá náttúru að geta af sér aðra (endurnýjun hringrása) — hliðstæðan þeim sem dvergar færðu Óðni.

Grí­mur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenel

21. Völundarkviða

Völundarkvæði er um sálarhnignun fjórða mannkynsins. Hinir þrír bræður og Valkyrjur, eiginkonur þeirra tákna augljóslega þrjár fyrstu aldir fjórða mannkynsins. Elstur var Egill, hinn saklausi, en börn hans urðu þjónar Þórs. Annar var Slagfinnur, veiðimaðurinn,og sá þriðji var álfakonungurinn Völundur sem í kvæðinu sáir fyrir hinni fjórðu miklu öld — fyrir sál mannkyns þeirrar aldar. Það má líka finna samsvörun við styttri hringrásir sem tengjast mismunandi menningu. Egill sá fyrsti, hin saklausi — óþroskaða öldin, næst var veiðimannastigið, og þriðja öldin tæknileg hæfni. Þessi fyrri mannkyn voru enn undir leiðsögn hálf guðlegra Valkyrja sem heyrðu beint undir Óðinn sem guðlegir verndarar, andleg sál sem geislaði guðlegri vitund. En eins og kvæðið segir frá dró úr sambandi þeirra við mannlega maka sína.
Völundur er mikill smiður á málma. Hann er fangaður, yfirbugaður og fangelsaður af Níðingi konungi (níð: íllt, svik) og er þvingaður til að smíða dýra gripi fyrir konung. En á laun smíðar hann galdrasverð (andlegan vilja) sem kemur oft fram í hetjusögnum, hann smíðar enn á laun undurfagran hring sem hefur þá náttúru að geta af sér aðra (endurnýjun hringrása) — hliðstæðan þeim sem dvergar færðu Óðni. Meðan á smíðavinnunni stóð skipuleggur Völundur grimmilega hefnd og í fyllingu tímans birtist tækifæri hans til þess. Hann táldregur dóttur Níðings og drepur syni hans tvo; í annarri útgáfu kviðunnar er konungur sjálfur borinn fram sem máltíð í veislu. Þessi mannfórn konungs er táknmynd um lok tímabils hans því tíminn gleypir öll hans börn, allt sem tíminn fæðir af sér á sér einnig takmörk í tímanum. Til er hliðstæða í grískri goðafræði þar sem Krónos (Tíminn) gleypir börnin sín. Í þessari útgáfu kviðunnar selur Völundur konungi höfuðkúpur sona hans slegnum silfri.
Völundur flýr því næst í vængjavagni sem hann smíðaði ásamt sverðinu góða og hringnum fagra, táknrænum fyrir viljann til að vaxa og síendurtekin tæknifæri til endurnýjunar þessara auðæfa mannkynsins sem „hlæjandi Völundur hóf á loft“. Níðingur ókátur sat eftir (38). Völundur er kallaður „Hrugnir (þrumur) af fjaðurblöðum.“ Það vísar til að flug var þekkt og notað á öld Völundar. (Aðrar launsagnir segja frá er valdir einstaklingar flýðu sökkvandi fjórða meginlandið sem almennt er kallað Atlantis, þar sem sumir flýðu í fljúgandi vélum, (1) og settust að á landi sem nýrisið var úr hafi, og þar varð til kynstofn sem tilheyrir okkar núverandi fimmta mannkyni. Hin illi konungur sem skilinn var eftir var auðsýnilega tímabil þar sem tæknin ríkti en án andlegra eiginda.

22. Kafli

Efnisyfirlit
_______________________________________________________________

Völundarkviða

Níðuðr hét konungr í Svíþjóð. Hann átti tvá sonu ok eina dóttur. Hon hét Böðvildr. Bræðr váru þrír, synir Finnakonungs. Hét einn Slagfiðr, annarr Egill, þriði Völundr. Þeir skriðu ok veiddu dýr. Þeir kómu í Úlfdali ok gerðu sér þar hús. Þar er vatn, er heitir Úlfsjár. Snemma of morgin fundu þeir á vatnsströndu konur þrjár, ok spunnu lín. Þar váru hjá þeim álftarhamir þeira. Þat váru valkyrjur. Þar váru tvær dætr Hlöðvés konungs, Hlaðguðr svanhvít ok Hervör alvitr, in þriðja var Ölrún Kjársdóttir af Vallandi. Þeir höfðu þær heim til skála með sér. Fekk Egill Ölrúnar, en Slagfiðr Svanhvítrar, en Völundr Alvitrar. Þau bjuggu sjau vetr. Þá flugu þær at vitja víga ok kómu eigi aftr. Þá skreið Egill at leita Ölrúnar, en Slagfiðr leitaði Svanhvítrar, en Völundr sat í Úlfdölum. Hann var hagastr maðr, svá at menn viti, í fornum sögum. Níðuðr konungr lét hann höndum taka, svá sem hér er um kveðit:

1.
Meyjar flugu sunnan
myrkvið í gögnum,
Alvitr unga,
örlög drýgja;
þær á sævarströnd
settusk at hvílask
drósir suðrænar,
dýrt lín spunnu.

2.
Ein nam þeira
Egil at verja,
fögr mær fira,
faðmi ljósum;
önnur var Svanhvít,
svanfjaðrar dró,
en in þriðja
þeira systir
varði hvítan
hals Völundar.

3.
Sátu síðan
sjau vetr at þat,
en inn átta
allan þráðu,
en inn níunda
nauðr of skilði;
meyjar fýstusk
á myrkvan við,
Alvitr unga,
örlög drýgja.

4.
Kom þar af veiði
veðreygr skyti,
[Völundr, líðandi
um langan veg],
Slagfiðr ok Egill,
sali fundu auða,
gengu út ok inn
ok um sáusk;
austur skreið Egill
at Ölrúnu,
en suðr Slagfiðr
at Svanhvítu.

5.
En einn Völundr
sat í Ulfdölum,
hann sló gull rautt
við gim fastan,
lukði hann alla
lind baugum vel;
svá beið hann
sinnar ljóssar
kvánar, ef hánum
koma gerði.

6.
Þat spyrr Níðuðr,
Níára dróttinn,
at einn Völundr
sat í Ulfdölum;
nóttum fóru seggir,
neglðar váru brynjur,
skildir bliku þeira
við inn skarða mána.

7.
Stigu ór söðlum
at salar gafli,
gengu inn þaðan
endlangan sal;
sáu þeir á bast
bauga dregna,
sjau hundruð allra,
er sá seggr átti.

8.
Og þeir af tóku
ok þeir á létu,
fyr einn útan,
er þeir af létu.
Kom þar af veiði
veðreygr skyti,
Völundr, líðandi
um langan veg.

9.
Gekk hann brúnni
beru hold steikja,
ár brann hrísi
allþurr fura,
viðr inn vindþurri,
fyr Völundi.

10.
Sat á berfjalli,
bauga talði,
alfa ljóði,
eins saknaði;
hugði hann, at hefði
Hlöðvés dóttir,
Alvitr unga,
væri hon aftr komin.

11.
Sat hann svá lengi,
at hann sofnaði,
ok hann vaknaði
viljalauss;
vissi sér á höndum
höfgar nauðir,
en á fótum
fjötur of spenntan.

Völundr kvað:
12.
„Hverir ro jöfrar,
þeir er á lögðu
besti bör síma
ok mik bundu?“

13.
Kallaði nú Níðuðr
Níara dróttinn:
„Hvar gaztu, Völundr,
vísi alfa,
vára aura
í Ulfdölum?“

Völundr Kvað:
14.
„Gull var þar eigi
á Grana leiðu,
fjarri hugða ek várt land
fjöllum Rínar;
man ek, at vér meiri
mæti áttum,
er vér heil hjú
heima várum.

15.
Hlaðguðr ok Hervör
borin var Hlöðvé
kunn var Ölrún
Kíárs dóttir.“

16.
[Úti stóð kunnig
kván Níðaðar],
hon inn of gekk
endlangan sal,
stóð á golfi,
stillti röddu:
„Er-a sá nú hýrr,
er ór holti ferr.“

Níðuðr konungr gaf dóttur sinni, Böðvildi gullhring þann, er hann tók af bastinu at Völundar, en hann sjálfr bar sverðit, er Völundr átti. En dróttning kvað:

17.
„Ámun eru augu
ormi þeim inum frána,
tenn hánum teygjask,
er hánum er tét sverð
ok hann Böðvildar
baug of þekkir;
sníðið ér hann
sina magni
ok setið hann síðan
í Sævarstöð.“

Svá var gert, at skornar váru sinar í knésfótum, ok settr í hólm einn, er þar var fyrir landi, er hét Sævarstaðr. Þar smíðaði hann konungi alls kyns görsimar. Engi maðr þorði at fara til hans nema konungr einn.

18.
„Skínn Níðaði
sverð á linda,
þat er ek hvessta,
sem ek hagast kunna
ok ek herðak,
sem mér hægst þótti;
sá er mér fránn mækir
æ fjarri borinn,
sékk-a ek þann Völundi
til smiðju borinn.

19.
Nú berr Böðvildr
brúðar minnar
– bíðk-a ek þess bót, –
bauga rauða.“

20.
Sat hann, né hann svaf, ávallt
ok hann sló hamri;
vél gerði hann heldr
hvatt Níðaði.
Drifu ungir tveir
á dýr séa
synir Níðaðar,
í Sævarstöð.

21.
Kómu þeir til kistu,
kröfðu lukla,
opin var illúð
er þeir í sáu;
fjölð var þar menja,
er þeim mögum sýndisk
at væri gull rautt
ok görsimar.

Völundr kvað:
22.
„Komið einir tveir,
komið annars dags;
ykkr læt ek þat gull
of gefit verða;
segið-a meyjum
né salþjóðum,
manni engum,
at it mik fyndið.“

23.
Snemma kallaði
seggr annan,
bróðir á bróður:
„Göngum baug séa!“
Kómu til kistu,
kröfðu lukla,
opin var illúð,
er þeir í litu.

24.
Sneið af höfuð
húna þeira
ok und fen fjöturs
fætr of lagði;
en þær skálar,
er und skörum váru,
sveip hann útan silfri,
seldi Níðaði.

25.
En ór augum
jarknasteina
sendi hann kunnigri
konu Níðaðar,
en ór tönnum
tveggja þeira
sló hann brjóstkringlur
sendi Böðvildi.

26.
Þá nam Böðvildr
baugi at hrósa
— — —
[bar hann Völundi],
er brotit hafði:
„Þorig-a ek at segja
nema þér einum.“

Völundr kvað:
27.
„Ek bæti svá
brest á gulli
at feðr þínum
fegri þykkir
ok mæðr þinni
miklu betri
ok sjalfri þér
at sama hófi.“

28.
Bar hann hana bjóri,
því at hann betr kunni
svá at hon í sessi
of sofnaði.
„Nú hef ek hefnt
harma minna
allra nema einna
íviðgjarna.“

29.
„Vel ek,“ kvað Völundr,
„verða ek á fitjum
þeim er mik Níðaðar
námu rekkar.“
Hlæjandi Völundr
hófsk at lofti,
grátandi Böðvildr
gekk ór eyju,
tregði för friðils
ok föður reiði.

30.
Úti stendr kunnig
kván Níðaðar,
ok hon inn of gekk
endlangan sal,
– en hann á salgarð
settisk at hvílask -:
„Vakir þú, Níðuðr
Níara dróttinn?“

Níðuðr kvað:
31.
„Vaki ek ávallt
viljalauss,
sofna ek minnst
síz mína sonu dauða;
kell mik í höfuð,
köld eru mér ráð þín,
vilnumk ek þess nú,
at ek við Völund dæma.

32.
Seg þú mér þat, Völundr,
vísi alfa,
af heilum hvat varð
húnum mínum.“

Völundr kvað:
33.
„Eiða skaltu mér áðr
alla vinna,
at skips borði
ok at skjaldar rönd,
at mars bægi
ok at mækis egg,
at þú kvelj-at
kván Völundar
né brúði minni
at bana verðir,
þótt vér kván eigim,
þá er ér kunnið,
eða jóð eigim
innan hallar.

34.
Gakk þú til smiðju,
þeirar er þú gerðir,
þar fiðr þú belgi
blóði stokkna;
sneið ek af höfuð
húna þinna,
ok und fen fjöturs
fætr of lagðak.

35.
En þær skálar,
er und skörum váru,
sveip ek útan silfri,
selda ek Níðaði;
en ór augum
jarknasteina
senda ek kunnigri
kván Níðaðar.

36.
En úr tönnum
tveggja þeira
sló ek brjóstkringlur,
senda ek Böðvildi;
nú gengr Böðvildr
barni aukin,
eingadóttir
ykkur beggja.“

Níðuðr kvað:
37.
„Mæltir-a þú þat mál,
er mik meir tregi,
né ek þik vilja, Völundr,
verr of níta;
er-at svá maðr hár,
at þik af hesti taki,
né svá öflugr,
at þik neðan skjóti,
þar er þú skollir
við ský uppi.“

38.
Hlæjandi Völundr
hófsk at lofti,
en ókátr Níðuðr
sat þá eftir.

Níðuðr kvað:
39.
„Upp rístu, Þakkráðr,
þræll minn inn bezti,
bið þú Böðvildi,
meyna bráhvítu,
ganga fagrvarið
við föður ræða.

40.
Er þat satt, Böðvildr,
er sögðu mér:
Sátuð it Völundr
saman í holmi?“

Böðvildr kvað:
41.
„Satt er þat, Níðuðr,
er sagði þér:
Sátum vit Völundr
saman í holmi
eina ögurstund,
æva skyldi;
ek vætr hánum
vinna kunnak,
ek vætr hánum
vinna máttak.

22. Kafli

Efnisyfirlit