VII. Prana (IV)

VII. Prana (IV) ~ Lífsaflið.
Þetta Prana er því voldug vera, og ef staðbundin birting hennar er unnin í einingu, með algáðu hugarfari, sinna skyldum sínum, án þess að stjórna tíma og stöðu annara, myndi lítið um fjandskap í heiminum.
En hver þessara birtinga gerir kröfu um algert vald yfir ráðvilltri mannlegri sál. Krefjast yfirráða um allt líf manns:
„Ljósvakinn, Akasa, loftið, vayu, eldurinn, agni, jörðin, prithivi, hugsunin, apas, mál, sjón og heyrn – segja allar skýrt, að þær séu hinir einu stjórnendur mannlegs líkama.“
Lífsaflið, prana, sem birtir öll hin, segir við þau:
„Gleymið ekki; það er ég sem næri mannlegan líkama, deili sjálfum mér í fimm.“

Ef hinar fimm birtingar lífsaflsins, Prana, með öllum minni skiptingum rísa gegn því, ef hvert byrjar að setja vald sitt á og hætta að vinna fyrir heildina, hið raunverulega líf, taka þjáningar að herja á auma mannlega sál. „En birting prana, blinduð af fáfræði,“ mun ekki „birtast“ í áminningu drottnis þeirra. „Hann yfirgefur líkamann, og þegar það gerist, fara allar minni prana einnig á brott; þau verða ef hann verður.“ Þá opnast augu þeirra. „Eins og býflugur elta hverja hreyfingu drottningar sinnar, svo gerir prana; mál, hugur, augu, heyrn, fylgja því með lotningu, og vegsama það þannig.“
„Agni, er örsök hita; hann er sólin (ljósgjafinn); hann er skýið, hann er Indra, hann er loftið, Vayu, hann er jörðin, prithivi, hann er geislanir, rayi, og vera, deva, hann er hið raunsanna, sat, og hið óraunsanna, asat, og hann er ódauðlegur.
[Rayi og asat eru neikvæðir, deva og sat jákvæðir fasar lífs-efnis.]
„Eins og pílárar í hjólnafi, hvílir allt á prana: versin í Rik, Yajur, og Sama Veda, fórnin, Kshatriya, og Brahmin, o.f.l..
„Þú ert frumfaðirinn; þú bærist í móðurkviði; þú fæðist í mynd föðurs og móður; fyrir þér, ó, lífsandi, Prana, sem birtir í líkamanum lífsafl allra vera.
„Þú berð framliðnum fórnir, þú berð feðrunum gjafir; þú ert athöfn og kraftur skynjunar og annara birtingar lífs.
„Þú ert, O Prana, í krafti þínum mikill drottinn, Rudra [eyðandinn] og verndarinn; þú ferð um loftinn eins og sólin, þú geymir ljós himinsins.
„Þegar þú rignir, fagna lífverur því þær vonast eftir nægri fæðu.
„Þú ert lífsaflið, Prana, hreint af öllu; þú móttekur allar fórnargjafir, eins og Ekarshi eldur [þess Atharva); þú er verndari allrar tilveru; vér miðlum þinni fæðu; þú ert faðir vor [eða, lífsgjafi þess sem er].
„Megi það vera heilt frá þér í máli, heyrn og sjón, og það sem bærist í huga vorum; svíf ekki á brott.
„Hvað sem er í hinum þrem himnum, er fyrir kraft lífsaflsins, prana. Veit oss móðurvernd; veit oss auð og vit.“

Með þessu lýk ég lýsingu minni á Prana, öðru lífsgildi sólkerfisins og mannlegum líkama. Þessi heiti sem þessi mikla verund var kölluð í tilvitnunum hér að framan er auðveldlegt að skilja í ljós efnisins. Nú er rétt að rekja virkni sólkerfis Tatwic, Lögmál andadráttarins á næsta hærra stigi lífsins, hugann (manomayakosha).

VIII. Hugurinn (I)

VIII. Hugurinn (I) ~

Inngangur~
Engin kenning um líf sólkerfisins er eins einföld og mikilfengleg eins og kenningin um andardráttinn (Swara). Hún er ein alheimsleg hreyfing, sem birtir sig í maya með eiginleikum baksviðs Kosmosins, parabrahma Vedantistanna. Það sem kemst næst skilgreiningu á Swara er „lífsstraumur“. Vísindi andardráttarins rannsakar og skilgreinir lögmálin eða öllu heldur hið eina alheimslögmál, í samræmi við hvernig þessi lífsstraumur, þetta mótandi afl alheimsvitundar, rennur (eins og Emerson svo fagurlega sagði) með strengjum hugsunar, stjórnar inn- og útþróun allra fyrirbæra mannlegs lífs, líffræðilegu, hugrænu og andlegu. Í víðfeðmni alheimsins er ekkert fyrirbæri, smátt eða stórt, sem finnur ekki sína eðlilegustu, vitrænustu og bestu lýsingu í kenningunni um hina fimmþættu birtingu á hreyfingu Alheimsins: hinum fimm gruneiginleikum, tatwas. Í fyrri köflum hef ég reynt að útskýra almennt hvernig öllum líffræðilegum fyrirbrigðum er stjórnað af þessum fimm tilvistarþáttum, tatwas. Markmið þessa kafla er að renna stuttlega yfir nokkur fyrirbrigði sem tengjast þriðja hæsta líkama mannsins — manomaya kosha, hugarlíkamanum – og sýna hve eðlilega grunnþættir tatwas vinna með huganum.

Þekking ~
Það sem almennt er kallað þekking, er það sem greinir hugann frá lífeðlislegri virkni, (prana), það má sjá eftir svolitla íhugun að mismunandi þekkingarstig má nota til að greina einkenni hina fimm þætti efnis, sem við köllum í manninum hin fimm grunngildi. Því hvað er þekking annað en einsskonar tatwic hreyfing andardráttar, lyft upp í vitund fyrir nærveru í einhverju mæli, af sjálfsvitund, ahankara? Það er engin vafi á því að hugurinn er þekkingin í augum Vedantíska heimsspekingsins þegar hann talar um vitsmunina sem mótandi afl, fyrstu ástæðu alheimsins. Orðið swara er aðeins samheiti fyrir vitsmuni, birtingu þess Eina sem gengur niður í efni, prakriti.
„Ég sé eitthvað“, merkir, í samræmi við þekkingu okkar, að hugur minn, manomaya kosha, hefur tengst sjónrænum titringi. „Ég heyri“, merkir að hugur minn er í hljóðrænu titringsástandi. „Ég finn“, merkir að hugur minn er í snertanlegu tíðnisástandi. Það sama er um aðrar skynjanir. „Ég elska“, merkir að hugur minn er í tilfinningaástandi (aðlöðun).
Fyrsta stigið, anandamaya, er stig mestu þekkingar. Það er aðeins ein miðja, baksvið eilífðar, parabrahma, og eterísk tíðni andardráttar hans er ein gegnum alla eilífðina. Það eru einir vitsmunir, ein þekking. Alheimurinn með öllum sínum eiginleikum og gangverki er hluti þessarar þekkingar. Þetta er hæsta stig uppljómunar. Það er engin sjálfsvitund þar, því “ég” hefur aðeins afstæða tilvist og það verður að vera “Þér” eða “Hann” áður en “ég” get orðið.
Egóið tekur form á öðru stigi tilvistar, þegar fleirri minni miðjur koma í tilvist. Það er af þeirri ástæðu sem nafnið ahankara hefur verið gefið þessu efnisstigi. Þessar miðjur hafa hver sína eterískir púlsa og hver þeirra er bundin ákveðnum yfirráðum í geimnum. Þær geta hinsvegar haft áhrif hver á aðra, á sama hátt og einstaka eterískir púlsar eins manns verða fyrir áhrifum af öðrum. Tilvistarhreyfing einnrar miðju Brahma berst með strengjum alheimsins til annara miðja. Tvennsskonar hreyfing finnst því í hverri miðju. Sterkari púlsinn er kallaður “ég”, en sá veikari “Þér” eða “Hann” eftir því sem við á.
Þá kemur manas. Viraj er miðja, og manu er andrúm þessa stigs. Þessar miðjur eru ofar mannlegum skilningi, en þær vinna undir svipuðum lögmálum og gilda annarsstaðar í kosmosinum. Sólir hreyfa virats á sama hátt og plánetur kringum sól.

Gangverk hugans ~
Samsetning manu svipar til prana: hann er samsettur af enn fínni stigum hinna fimm tatwas, og þessi auknu fínheit gefur tatwas öðruvísu virkni.
Virkni prana hefur verið skýrt. Eftirfarandi eru hinn fimm gangverk manas, sem gefin eru af Patanjali og samþykkt af Vyasa:
(1) Aðferðir þekkingar (Pramana), (2) Fölsk þekking (Viparyaya), (3) Flókin ímyndun (Vikalpa), (4) Svefn (Nidra), (5) Minni (Smrite).
Allar birtingar hugans falla undir einhverjar þessara fimm skilgreininga.
Í Pramana fellst:
(1) Skynjun (pratyaksha), (2) Ályktun (anumana), (3) Stjórn (Agama).
Í Viparyana fellst:
(1) Fáfræði (avidya, tamas), (2) Sjálfsmiðun (asinita, moha), (3) Hald (raja, mahamoka), (4) Afskipti (tamisra, dwesha), (5) Þrákelkni í lífinu (abhinwesha, andhatamisra).
Hinir þrír þættirnir hafa enga sérstaka undirskiptingu. Hér mun ég sýna að allar breytingar í hugsun eru ýmsar formhreyfingar, tatwic, á hugarsviðinu.
Pramana (Þekkingarleiðir) ~
Orðið pramana (aðferðir þekkingar) er af tveim rótum, lýsingarorðinu ma, afleiðu af ana, með forskeytinu pra. Upphafleg merking orðsins ma er „að fara“, „að hreyfa“, og „að mæla“. Forskeytið pra merkir hugmyndina að vera fullt, og tengist rót orðsins pri, “að fylla”. Það sem hreyfist nákvæmlega upp og niður að sama marki með öðrum hlutum, er pramana þess hlutar. Að verða pramana einhvers annars hlutar, er að öðlast ákveðna eiginleika sem voru ekki til staðar fyrir. Þetta á sér stað með ástandsbreytingu sem orsakast af ákveðinni hreyfingu, Það er ávallt hreyfing sem orsakar ástandsbreytingu. Í raun er þetta nákvæm merking orðsins pramana, eins og hún á sér stað í sérstakri birtingu hugans.
Pramana; ákveðinn tatwic hreyfing hugarlíkamans; áhrif þess setur hugarlíkamann í svipað ástand og eitthvað annað er í. Hugurinn getur gegnið í gegnum eins margar breytingar eins og ytri tilvist getur sett á hann, og þær breytingar hafa verið flokkaðar í þrennt af Patanjali.

Pratyaksha (Skynjun) ~
Þetta eru þær breytingar sem hinn fimm skilningavit framkalla á hugann. Orðið er samsett af Praty, “ég”, og „aksha“, skynjunarafl, skilningsvit. Þannig er samhæfð tatwic tíðni, skilningsvit í tengslum við hið ytra framkallað í huganum. Þessar breytingar er hægt að skilgreina í þessa fimm flokka, í samræmi við fjölda skilningsvitana.
Augað framkallar birtingu taijas tíðnina, tungan, hörundið, eyru, og nef sambærilega við apas, vayu, akasa og prithivi tíðnirnar. Hrein agni orsakar skynjun á rauðu, taijas-prithivi á gulu, taijas-apas á hvítu, taijas-vayu á bláu, og svo áfram. Aðrir litir eru framkallaðir í huganum með blandaðri tíðni á þúsund mismunandi vegu. Apas gefur mýkt, vayu grófleika, agni hörku. Við sjáum með augunum, ekki aðeins liti heldur einnig form. Við skulum muna að hvert form hefur sína tatwic tíðni, og öll form grófa efnisins tengjast tiltekinni tatwic tíðni. Þannig er hægt að skynja form með öllum skilningsvitunum. Augun sjá formið, tungan getur fundið það, hörundið getur snert það, og svo framvegis. Þetta kann að sýnast eins og skáldskapur, en við verðum að muna að þessi dyggð er ekki athöfn. Heyrnin myndi sskynja formið, ef almenn notkun sjónar og snertinga til skynjunar á formi hefur ekki næstum gert hana óstarfhæfa til þess.
Hrein apas tíðni orsakar samdráttarbragð, apas-prithivi orsakar sætt, apas-agni heitt bragð, apas-vayu súrt bragð, og svo framvegis. Ótölulegar eru aðrar bragð tíðnir sem orsakast af blönduðum tíðnum á marga vegu.
Sama á við um hljóð og aðrar tíðni breytingar. Það er ljóst að þekking á skynjunum okkar er ekkert annað en tatwic hreyfing hugarlíkamans, sem orsakast af samhæfðu sambandi við tíðni prana, á sama hátt og strengjahljóðfæri byrjar að víbra um leið og strengir annars hljóðfæri sömu gerðar eru slegnir.

Anumana (Ályktun) ~
Orðið anumana er dregið af sömu rótum og orðið pramana. Eini munurinn er forskeytið. Hér höfum við anu, „eftir“, í stað pra. Ályktun (anumana) er því eftir-hreyfing. Þegar hugurinn getur haldið tveim tíðnum á einum og sama tíma, og ef önnur tíðnin á sér stað, mun seinni tíðnin einnig verða. Gerum ráð fyrir að ég sé klipinn. Sú flókna röð tíðna sem myndar skynjunina um að vera klipinn framkallast í huganum. Ég skynja fyrirbærið. Samtímis þessum tíðnum framkallast aðrar tíðnir í mér. Ég kalla það sársauka. Nú hafa tvennskonar tatwic hreyfingar á sér stað, hver eftir aðra. Ef ég finn síðar fyrir svipuðum sársauka, kemur myndin af því að vera klipinn upp í vitund mína. Þessi eftir-hreyfing er kölluð „ályktun“. Örvun eða höfnun eru hvorutveggja aðlögun að þessari eftir-hreyfingu. Sólin sýnist ávallt rísa í sömu átt. Hugmyndin um, úr hvaða átt sólin rís, er ávallt í huga mér við sólris. Hvenær sem ég hugsa um sólina rísa, kemur hugmyndin um áttina upp sjálfkrafa. Þess vegna segi ég, að það sé regla að sólin rísi í þeirri átt. Ályktun er því ekkert annað en tatwic hreyfing sem kemur eftir annari tengdri hreyfingu.

Agama (Vald) ~
Þriðja breytingin á því sem kallað er þekkingarleiðir (pramana) er vald (agama). Hvað er það? Ég les það í landafræði minni, eða heyri það eftir kennara mínum, að Bretland sé umlukið hafi. Hvað tengir þessi orð í huga mínum við myndina um Bretland, hafið og sameiginleg tengsl? Áreiðanlega er það ekki skynjun, og er því ekki ályktun sem í eðli sínu vinnur gegnum skynjaða þekkingu. Hvað er það þá? Það hlýtur að vera einhver þriðja aðlögunin.
Sú staðreynd að orð hafa afl til að vekja upp ákveðna mynd í huga okkar, er mjög áhugaverð. Hver indverskur heimsspekingur þekkir það sem þriðu aðlögun hugans, en það fær enga athygli hjá nútíma evrópskum heimsspekingum.
Það er hinsvegar enginn vafi á því, að það er annar litur sem tengist þessum hugarbreytingum, er öðruvísi en tengist skynjun eða ályktun. Liturinn sem tengist breytingu á skynjun er ávallt einn í eðli sínu. Ákveðin fasi á taijas tíðni heldur sér ávallt í í sjónrænni skynjun, og svipað er með tíðni annara tatwas sem tengjast okkar mismunandi skynjunarbreytingum. Hver birting hefur sinn aðgreinda lit. Rauður birtist í sjónrænni og heyranlegri skynjun sem og í hverri annari tíðni, en í sjónrænni skynjun er hann bjartari og hreinni; í lyktarskynjun er hann með gulum blæ; í snertiskynjun hefur hann bláan blæ, og í bragðskynjun er hann frekar dökkur. Það er því, engin líkindi á því að hljóðtíðni fari saman með hreinni skynjunartíðni. Samsett tíðni er tvöföld í eðli sínu, og geta aðeins farið saman með ályktunartíðni; og einnig, geta aðeins farið saman með hljóðtíðni. En örlítil athugun mun hins vegar sýna að það er nokkur mismunur á hljóð- og ályktunartíðnum. Í ályktun er ákveðin aðlögun á hljóði, fylgt eftir í huga okkar með sjónrænni mynd, og báðar þessar tíðnir hafa sama mikilvægi í huga okkar. Við setjum tvö fyrirbæri saman, beru þau saman og segjum að eitt fylgi öðru. Í aðlögun orða er enginn samanburður, engin vitundarleg samhæfing, engin samsetning tveggja fyrirbæra. Annað orsakar hitt, en við erum alls ekki vitandi um þá staðreynd. Í ályktun veldur samhæfð viðvera, á sama tíma fyrir bæði orsök og áhrif, litabreytingu á áhrifunum. Munurinn er minni í orðtíðni en í ályktunartíðni. Sjálfsögð þekking er ekki byggð á ályktunum í dag, þó hún hafi án efa verið svo í fortíðinni; hún er orðin eðlislæg huganum.

Viparyaya (Fölsk þekking) ~
Þetta er önnur hugaraðlögunin. Þetta orð er einnig dregið af merkingu um hreyfingu: i eða ay. „fara til“, „að hreyfa“. Forskeytið pari tengist rótinni pra, og hefur sömu grunnmerkingu eins og pramana. Orðið Paryaya hefur því sömu grunnmerkingu og pramana. Viparyaya þýðir því „hreyfing sem færð er af hreyfingu hlutar“. Tíðni pramana tengist í eðli sínu tíðni viparyaya. Hugurinn setur nýjan lit á ákveðið áunnið aðstand, og greinir það frá fyrirbærum pramana. Það eru fimm aðlaganir að slíkri birtingu.
Avidya (Fölsk þekking) ~
Þetta er sviðsbirting allra umbreytinga á falskri þekkingu. Orðið á rætur í vid, „að vita“, með forskeyti a, og endingu ya. Upphafleg merking vidya er því, „hluturinn eins og hann er „, eða tjáð á hugarsviðsins í einu orði, „þekking“. Svo lengi sem ég hef mannlegt andlit fyrir augunum þá sé ég andlit og ekkert annað, huglæg tíðni mín segir, ég veit, vidya. Ef ég er að horfa á andlit, en sé tungl eða eitthvað annað, er huglæg tíðni mín ekki sögð vera ; ég veit, vidya, heldur; ég veit ekki, avidya. Avidya (vanþekking) er þar af leiðandi ekki neikvæð hugarsmíð; það er jafn jákvætt og þekking, vidya. Það eru misstök að ætla að orð án forskeytis gefi til kynna óhlutlægt en aldrei raunverulegt ástand. Avidya er ástand þar sem huglæg tíðni er trufluð af akasa, eða öðrum tatwas, sem leiðir af sér ranga birtingu.

Almenn birting avidya er akasa, myrkur, og það er þess vegna sem, tamas, er samnefni fyrir þetta orð.
Þetta almenna aðgengi myrkurs orsakast af einhverjum annmörkum í huga einstaklings, því, eins og við vitum af daglegri reynslu, þá vekur tiltekin hlutur ekki sömu athygli, eða sömu tíðnir, í hugum allra. Hvað eru þá huglægir annmarkar? Það er að finna í geymslu-/orkueiginleikum hugans. Þessi þáttur er einn mesti vandi heimspekinnar, þó má finna í kenningunni um flutning sálarinnar vitrænustu skýringuna á þessu. Þetta lögmál getur hljóðað eftirfarandi:
Lögmál Vasana ~
Ef einhver einstök tatwic hreyfing fer í gang, innri sem ytri, öðlast hún þann eiginleika þegar slík hreyfing á sér stað í annað sinn, að verða auðveldari í gang og þar af leiðandi standast gegn öðrum tegundum hreyfinga. Ef það tengist sömu hreyfingu um einhvern tíma, verður hreyfingin hluti af athöfninni. Þessi hreyfing verður, svo að segja, “annað eðli”.
Þannig, að ef maður venur líkamann á sérstakar æfingar, eru ákveðnir vöðvar líkama hans fljótir að komast á hreyfingu við endurtekningu. Aðrar æfingar, sem krefjast notkun annara vöðva, munu valda þreytu vegna mótstöðu fyrri æfingavenjanna. Sama á við um hugann. Ef ég hef djúpa fullvissu um að jörðin sé flöt og sólin snúist um hana, kann það að taka aldir að hrekkja þá fullvissu. Þúsundir dæma má taka til fyrir slíkum fyrirbrigðum. Það er þó nauðsynlegt að taka fram hér, að að hæfileikinn til að snúa ákveðnu huglægu ástandi og að mynda mótstöðu við öðru, er það sem átt var við með geymslu/orkueiginleikum hugans. Það er ýmist kallað vasana eða Sansakara í Sanskrít.
Orðið vasana kemur af orðinu vas, „að dvelja“. Það merkir að dvelja eða festa ákveða hreyfingatíðni í huganum. Það er með vasana, sem ákveðin sannindi verða eðlislæg huganum, ekki aðeins svokölluð sannindi, heldur líka svokallaðar tilhneigingar í siðferði, einnig í líkamlegum og andlegum hreyfingum verða þannig eðlislægar huganum. Eini mismunurinn í ólíku vasana er stöðugleiki þeirra. Vasana sem búið er að sá í hugann sem niðurstöðu eðlilegs þróunargangs breytist ekki. Niðurstaða af sjálfstæðri mannlegri athöfn er tvennskonar. Ef athöfn sem byggð er á tilhneigingu gengur gegn eðlilegum þróunargangi náttúrunnar, mun afleiðing athafnarinnar eyðast með tímanum af mótstöðuöflum þróunarinnar. Ef hins vegar athöfn og þróunargangur ganga í sömu átt, eykst kraftur athafnarinnar. Síðari athöfnina köllum við verðuga, en þá fyrri óverðuga.
Það er þessi vasana, þessi stundar ráðandi mótstaða, sem orsakar falska þekkingu. Gerum ráð fyrir að jákvæður skapandi straumur sé að styrk a í hverjum manni, einnig að til staðar sé neikvæður kvenstraumur af sama styrk a, þá munu þessir tveir straumar reyna að sameinast. Aðlögun sem við köllum kynástríðu kviknar. Ef þessum tveim straumum er ekki leyft að sameinast, munu þeir vaxa að styrk og vinna líkamanum til skaða; sé þeim var leyft að sameinast, þá tæma þeir sig. Þessi tæming orsakar létti á huganum, framsækinn þróunarstraumur heldur áfram með meira afli, og fullnægjutilfinning er niðurstaðan. Þessi tatwic mun trufla hugann, svo lengi sem hann hefur nægilegan styrk til að setja sinn eigin lit á skynjun og hugmyndir. Þær birtast ekki í sínu réttu ljósi, heldur sem orsök fullnægju. Því er sagt að sannir elskendur sjái alla hluti í rósrauðu ljósi. Þegar við sjáum andlit sem við elskum orsakar það gagnkvæma strauma til hvors annars, sem veldur vellíðan. Við ímyndum okkur að við sjáum andlit; við erum aðeins meðvituð um sumt af því sem veldur fullnægju. Þessa orsök fullnægju köllum við ýmsum nöfnum. Stundum köllum við hana blóm, stundum tungl. Stundum finnst okkur að lífsaflið flæði frá þessum elskuðum augum, stundum sjáum við blómann í kærum faðmi. Slík er birting avidya. Eins og Patanjali segir, avidya dvelur í skynjun um það eilífa, því hreina, því ánægjulega, og því andlega í stað þess dauðlega, því óhreina, því kvalarfulla, og óandlega. Slíkur er uppruni avidya, sem, eins og hefur verið nefnt, er raunveruleiki, en ekki einungis neikvæð hugmynd.
Þessi huglægu fyrirbrigði orsaka þau fjögur sem eftir eru.

Asmita (Sjálfsmynd) ~
Sjálfsmynd (Asmita) er fullvissa um að lífið (purusha swara) með allri sinni líffræði og huglægum þáttum. Að hærra sjálfið sé eitt og það sama og lægra sjálfið, að summa skynjanna og hugmynda sé hið sanna sjálf og það sé ekkert handan þess. Í þessari og fyrri hringrásum þróunarinnar hefur hugurinn verið upptekinn af skynjunum og hugmyndum. Hið raunverulega afl lífsins er ekki séð sem aðgreind birting, og þar afleiðandi er því tilfinningin að sjálfið hljóti að vera það sama og huglæg fyrirbrigði. Það er ljóst að avidya, eins og er skilgreint hér að framan, er rótin að þessari sýn.
Raga (Löngun til að geyma/halda) ~
Þessi misskilda tilfinning um fullnægju sem nefnd var í kaflanum um avidya er orsökin fyrir þessu ástandi. Þegar eitthvað veldur endurtekinni ánægjutilfinningu, fellur hugurinn aftur og aftur ínn í sömu tilvistar tíðnina. Ánægjutilfinningin og ímynd þess sem orsakar hana fer gjarnan saman, það veldur þrá eftir þeim hlut, löngun til að láta það ekki úr greipum okkar ganga – það er að segja, Raga.

Ánægja/Unaður ~
Hér skulum við skoða betur eðli þessara ánægjutilfinninga og þess andstæða: unað og sársauka. Orð í sanskrít fyrir þessu tvö huglægu ástand eru sukha og dukkha. Bæði eru dregin af orðinu khan, „að grafa“; forskeytin su og dus breyta merkingunni. Fyrra forskeytið táknar hugmyndina um „vellíðan“ og er dregið af hugmyndinni um óheft rólegt flæði andardráttar. Merking sukha er því, óheftur gröftur – gröftur þar sem lítil mótastaða er. Þessi merking verður sukha, í huganum sem hefur þægileg hrif á hann. Athöfnin verður þó í eðli sínu að fara saman við ríkjandi huglægt ástand. Áður en nokkur skynjun eða hugmynd hafði náð að festa rótum í hugann, var engin ánægja eða sársauki. Uppruni löngunar og það sem við köllum unað – það er, tilfinning um ánægju orsakast af áhrifum ytri hluta – sem byrjar með ákveðnum skynjunum og hugmyndum sem skjóta rótum í huganum. Þetta er í raun aðeins dula yfir upprunaleg áhrif þróunarferils hugans. Þegar tálsýn ytri hluta hindrar ekki skýran sjónarhring hugans, er sálin vitandi um að ánægjutilfinning avidya tengist aðeins ytri hlutum. Það, eins og sýnt er hér að framan, skapar löngun.

Sársauki & Vöntun ~
Uppruni sársauka og löngun til að halda aftur af honum (dwesha) er á líkum nótum. Orðamerking dukkha (sársauka), er að grafa þar sem veruleg mótstaða er fyrir hendi, öfugt við merkingu sukha. Hugurinn sér fyrir athöfn sem þarf að forðast. Hann forðast viðtöku þessar tíðna; hann reynir að hrekja þær á brott af öllum mætti sínum. Tilfinning fyrir skorti vaknar. Það er eins og eðli hans hafi horfið, og ókunnugt fyrirbæri hafi komið í staðinn. Vitund um skort, vöntun, er sársauki, og mótstöðuaflið sem þessi ókunna tíðni vekur upp í huganum er þekkt sem dwesha (löngun til mótstöðu). Orðsins dwesha er dregið af dwesh, sem er samsetning du og ish. Ish er dregið af rótum, i og s. Merking s dregið af su, „að anda“, „að vera í eðlilegu ástandi“. Merking i er „að fara“, og merking ish, er því að fara í sitt eðlilega ástand. Í huganum er orðið samheiti fyrir raga. Orðið du í dwesh hefur sömu merkingu og dus í dukkh. Þannig merkir dwesh „löngun eftir mótstöðu“. Reiði, afbrýðisemi, hatur, o.s.f.v., eru allt hliðar af þessu, eins og kærleikur, ástúð og vinskapur eru þættir raga. Af því sem sagt hefur verið hér að framan, er auðvelt að sjá uppruna orðatiltækisins „þrautseigja lífsins“. Ég mun nú að reyna að tengja þessar athafnir við tilvistarþætti þeirra, tatwas.
Almennur litur avidya er, eins og áður hefur verið sagt, litur akasa, myrkur. Í Agni tatwa er reiðin ríkjandi. Ef það fer saman með vayu, mun þá vera mikill hreyfing í líkamanum, prithivi veldur þrjósku, og apas auðvelt í stjórnun. Akasa gefur hræðslutilfinningu. Í sama tatwa ríkir kærleikur. Prithivi gerir það varandi, vayu breytilegt, agni áhyggjufullt, apas volgt, and akasa blindað.
Reiðin ræður í Akasa; það skapar þrýsting í æðunum. Prithivi þreytir mann, vayu verður hann hræddur, með apas fellur hann fyrir fagurgölum, og agni verður hann hefnigjarn.

Vikalpa ~ Holur hljómur
Vikalpa er sú þekking sem orð gefa til kynna, en hefur engan veruleika í efnisheimi. Náttúruhljóð og sýn á þau hafa sett okkur reglur. Með viðbótum eða frádrátt frá þeim reglum höfum við bætt við eða dregið úr þeim hljóðum. Hljóð eru undirstaða orðum okkar.
Í vikalpa eru tvær eða fleirri reglur settar saman á þann veg sem gefa af sér hugmynd sem hefur enga samsvörun við efnislega sviðið. Það er óhjákvæmileg niðurstaða lögmáls visana. Þegar hugurinn hefur vanist reglum fleirri fyrirbæra, hafa þeir allir tilhneygingu til að birtast aftur; og þegar tvö eða fleirri fyrirbæri gerast samtímis fáum við mynd af einhverju nýju, það kann að hafa, eða ekki, veruleika á efnissviðinu. Ef það á sér ekki tilvist þar, þá er viðburðurinn vikalpa. Ef hann hinsvegar á tilvist, köllum við það Samadhi.

Nidra (Svefn) ~
Þetta er fyrirbæri er manomaya kosha hugurinn. Indversk heimsspeki skiptir þessu í þrjú stig: vöku, draum, og svefn.

Vaka ~
Þetta er hið eðlilega ástand þegar lífið vinnur með huganum. Hugurinn verður fyrir áhrifum ytri hluta gegnum viðbragða skynfæranna. Aðrir þættir hugans eru algjörlega huglægir, og geta unnið í vöku sem og í draumaástandi. Eini munurinn er að í draumi verður hugurinn ekki fyrir áhrifum skynjanna. Hvað er það? Þessar skynjunarbreytingar eru ávallt hlutlausar, og sálin hefur enga aðkomu að þeim. Þær koma og fara eins og eðlilegur gangur swara í sínum fimm aðlögunum. Eins og útskýrt hefur verið í kaflanum um Prana, þá hætta skynfærin að bregðast við ytri tatwic breytingum þegar jákvæðir straumar ná auknum styrk í líkamanum. Þessir jákvæðu kraftar birtast okkur sem hiti, en hinir neikvæðu í formi kulda. Ég get því talað um þessa krafta sem hita og kulda.
Draumar ~

Í Upanishad er sagt að í draumlausum svefni þá sofi sálin í æðunum (nadi), í hjartanu (puritat). Hefur blóðkerfið, neikvæða miðja Prana, eitthvað með drauma að gera? Draumaástand, samkvæmt indverskum ritum, er mitt á milli vöku og svefns, og því má gera ráð fyrir að eitthvað í þessu kerfi tengist þessum tveim fyrirbrigðum. En hvað er þetta eitthvað? Það er ýmist talað um það sem pitta, agni, eða sólina. Það þarf ekki að taka það fram að þessi orð standa fyrir því eina og sama. Það eru áhrif andardráttar sólar á líkamann almennt, og sérstaklega agni tatwa. Orðið pitta kann að rugla marga, og því er nauðsynlegt að taka fram að orðið merkir ekki alltaf að falla í svefn. Í Sanskríts líffræði er eitt pitta staðsett í hjartanu. Það er kallað sadhaka pitta. Það er ekkert annað en hjartahitinn, og það tengist svefni og draumum.
Indverskir heimsspekingar telja að það sé hjartahitinn sem orsaki þessi þrjú stig. Þetta er það sem átt er við í Vedískum ritum, að sálin sofi í hjartanu. Öll starfsemi líkamans gengur sinn vanagang svo lengi sem fullkomið jafnvægi er á milli + og – straumanna, hita og kulda. Þýðing sólar- og tunglshita tengist þeim hita sem prana heldur við í efnislíkamanum. Hún kemur í ljós eftir dag og nótt. Innan þess tíma er hitinn háður tveimur breytum. Annar er sá sem verður mestur +, hinn er sem verður mestur -. Þegar sá jákvæði nær daglega hástigi falla skynfærin út um stund frá frá ytri tilveru (tatwas).

Skynfærin bregðast daglega við ytra áreiti að ákveðnu marki. Ef farið er yfir þau mörk á hvorn veginn sem er, verða skynfærin ónæm fyrir viðtöku. Það eru því við ákveðið hitastig sem skynfærin geta starfa venjulega; þegar farið er yfir eða undir þau mörk, verða skynfærinn óhæf til að taka við ytri áhrifum. Á daginn safnar jákvæði straumurinn styrk í hjartað. Eðlilegt hitstig hækkar með slíkri uppsöfnun orku, fer yfir hámörkin og skynfærin sofna. Þau taka ekki á móti neinum ytri áhrifum. Það er nægilegt til að ná draumaástandi. Á sama tíma slaknar á öllum þráðum efnislíkamans (sthula sharira), og sálin sér hugann án ytri áhrifa. Hugurinn er hinsvegar vanur mismunandi fyrirmælum og hugmyndum, og vegna þeirra leitar hann í margvíslegt ástand. Öndunin með sitt fimmskipta ástand, verður orsök hinna ýmisu áhrifa sem koma fram. Eins og áður hefur verið sagt, hefur sálin engan þátt í að kalla fram sýnir hins frjálsa vilja. Það er starf lögmála lífsins að hugurinn gangi undir ýmsar breytingar í vöku- og svefnástandi ástand. Sálin á engan þátt í þeim ímyndunum sem koma í draumum, ef svo væri, yrði ómögulegt að útskýra hræðilega drauma. Svo hræðilega að okkur finnst sem blóðið frjósi í æðum okkar. Engin sál myndi nokkurn tíma vinna þannig.
Staðreyndin er sú að hughrif drauma breytast með tilverunni (tatwas). Þegar einn þáttur tatwa rennur auðveldlega saman við annan, víkur ein hugsun fyrir annari. Akasa orsakar hræðslu, skömm, löngun, og reiði; vayu færir okkur til mismunandi staða; taijas sýnir okkur gull og silfur, og prithivi færir okkur gleði, bros, kynúð, o.s.f.v. Svo getur verið um samsett hughrif. Við sjáum menn og konur, stríð og dansa, og samkomur; við getum gengið un fagra garða, fundið blómailm, séð hina fegurstu staði; við getum heilsað vinum okkar, flutt ræður, eða ferðast til annara landa. Öll þessi hughrif orsakast af tilveruástandi hugarkjarnans, sem koma fram af (1) efnislegu ójafnvægi, (2) eðlilegum tilverubreytingum, (3) eða öðrum breytingum í umhverfi.

Á sama hátt og orsakirnar er þrjár, þá er um að ræða þrjár tegundir drauma. Fyrsta orsökin, efnislegt ójafnvægi. Þegar eðlilegt flæði strauma prana er raskað, þá koma fram veikindi eða eru undirliggjandi, og hugurinn verður einnig fyrir þeim tatwic breytingum. Samkennd hugans æsist, og okkur dreymir um allt það óþægilega sem fylgja kann þeim veikindum sem búa í okkur. Slíkir draumar eru líkir óráði; mismunurinn er aðeins í styrk og æsingi. Þegar við eru veik, dreymir okkur líka um heilbrigði og heilsusamlegt umhverfi.
Önnur tegund drauma orsakast af venjulegum tilvistar (tatwic) breytingum. Þegar fortíðar, nútíðin og framtíðar aðstæður í umhverfi okkar er óbreytt, engar breytingar né fyrirhugaðar, eru draumar rólegir og jafnir í rólegu flæði. Þegar umhverfis- og heilsusamlegir þættir renna mjúklega saman, verða hughrifin lík í draumum okkar. Venjulega munum við ekki þessa drauma, því í þeim er ekkert sérstakt sem þarf að geyma í minni okkar.
Þriðja tegund drauma er svipuð þeirri fyrstu; þar eru þó aðeins mismunur í eðli áhrifa þeirra. Það eru áhrif veikinda eða heilsu eftir því sem við á; við getum flokkað þá í hópa almennt undir nöfnum hagsældar eða hörmunga.

Ferill þessarar hugarspennu, er hinsvegar sá sami í báðum tilfellum. Straumar lífsins gefa af sér allar tegundir góðs og ills, þeir eru svipaðir að styrk, eru mögulegar og hafa tilhneigingu til að verða raunverulegar, og þar með setja samúðarstreng hugans í gang. Því hreinni sem hugurinn og laus af ryki heimsins, því næmari er hann fyrir hinum minnstu breytingum á prana. Þannig öðlumst við vitneskju um óorðna atburði í draumum. Þetta útskýrir eðli slíkra drauma. Til að vega og meta slíka drauma er hinsvegar flókið verkefni, og venjulega algjörlega ómögulegt. Við kunnum að gera ótöluleg misstök við að reyna að ráða þá og aðeins fullkominn Yogi með réttan skilning á jafnvel okkar eigin draumum getur ráðið slíka drauma. Við skulum reyna með dæmi að útskýra og lýsa þeim erfiðleikum sem koma í veg fyrir réttan skilning á draumum okkar. Maður í okkar bæjarhluta, sem við þekkjum ekki, er við það að deyja. Tilverustraumar líkama hans, þungaðir af dauða, trufla tilveru umhverfisins og dreifast í mismiklu mæli út í heiminn. Þeir ná einnig til mín og kveikja á samúðarstreng huga míns meðan ég sef. Þar sem ég þekki ekki þennan mann, á hann ekkert rými í huga mínum, hughrif mín er einungis almenn. Mannvera, fríð eða ófríð, karl eða kona, hamlandi eða ekki, verður miðja á dánarstund sinni. En hvaða maður? Kraftur flókinnar ímyndunar sem ekki er undir stjórn, sem aðeins næst með þjálfun, ræður ferðinni og næsta víst að maður sem hefur einhverja tilvist í huga mínum mun birtast í vitund minni. Það er alveg víst að ég er á rangri braut í ráðningu minni. Það að einhver er dáinn eða er að deyja getum við verið viss um, en hver hann er eða hvar er ómögulegt fyrir venjulegan mann að uppgötva. Ekki aðeins setur birting vikalpa okkur á ranga braut, heldur er það hugurinn sem leiðir okkur afvega. Samadhi ástand, sem er ekkert annað en að setja sjálfan sig í fullkomið samband við tilvist umhverfisins, það er því ómögulegt nema að allar aðrar birtingar séu undir fullkominni stjórn. Patanjali sagði, „Yoga er að hafa stjórn á birtingum hugans.“

Svefn ~
Draumaástand varir eins lengi og og þegar hjartahitinn er ekki nægilegur til að hafa áhrif á hugarkjarnann. En með jákvæðum auknum styrk, mun hann verða fyrir áhrifum. Hugurinn, manas, og prana eru gerð úr sama efni og falla undir sömu lögmál. Því fínni sem þetta efni er, því sterkari eru öflin sem framkalla breytingar. Báðir kjarnar eru samstilltir og breytingar í einum hafa áhrif á hinn. Tíðni á sekúndu er hærri á þeim fyrrnefnda en þeim síðari, og það orsakar næmni hans. Sá hærri verður ávallt strax fyrir áhrifum af sér lægri megingildum. Því hefur ytri tilvist strax áhrif á prana, en hugurinn getur ekki orðið fyrir áhrifum beint, heldur gegnum prana. Hjartahitinn er aðeins mælikvarði á hitastig prana. Þegar nægilegum hita er náð þar, getur prana haft áhrif á hugarkjarnann. Það gildir einnig um tengslin við sálina. Hugartíðni getur aðeins starfað við ákveðið hitastig; sé það hærra verður hann að falla í hvíld. Í þessu ástandi hverfa draumarnir. Eina birtingin er að hugurinn er í hvíld. Þetta ástand er draumlaus svefn.
Ég mun nú fjalla um fimmtu og síðustu hugarbirtinguna.

Smrite (Varðveisla, Minni) ~
Eins og Prófessor Max Muller hefur sagt, þá merkir uppruni orðsins smri (sem smrite er dregið af), „að mýkja, að bræða“. Að mýkja eða bræða, fellst í því að melta hluti, eins og samkvæmnin er í tilveruöflunum. Allar breytingar á ástandi jafngilda forsendunni fyrir að hlutir breytist, fyrir því ástandi tilverunnar (tatwa) sem orsakar breytinguna. Tökum merkinguna, „að elska“. Elska er hugarástand sem breytist í ytri birtingu sem ást. Þessi breyting er sambærileg við þá efnabreytingu sem birtir ljósmynd á næma ljósmyndaplötu. Í því fyrirbrigði er efnið á plötunni brætt í ástand sem endurkastað ljós, líkt og næmni hugans birtist í hugarfari. Hughrifin eru dýpri, því meira sem afl hugmyndarinnar er, því meiri er samúðin milli hugarins og hugarfarsins sem birtist. Þessi samúð verður til af uppsafnaðri orku, og birting hennar verður því meiri sem hugurinn er í meira samúðarástandi.
Hver skynjun á uppruna sinn í huganum eins og útskýrt var hér að framan. Það er ekkert annað en breyting á tilvistarástandi hugans, og eftir stendur eiginleikinn til að komast fyrr í sama ástand aftur. Hugurinn fer aftur í sama ástand þegar hann verður fyrir sama tilvistarumhverfi. Birting sama hlutar kallar á sama hugarástand.
Tilvistarumhverfi má skipta í tvennt, astral og staðbundið. Astral áhrifin vinna á prana einstaklingsins sem ráðst af prana jarðarinnar á hverjum tíma. Ef þau þess birtist sem agni tatwa, munu hugmyndir sem hafa tengingu við það tatwa koma upp í huganum. Sumar þeirra eru um eftirsókn eftir auði, löngun eftir erfingjum, o.s.,f.v. Ef þau birtist sem vayu tatwa, mun löngun eftir ferðalögum taka hug okkar, og svo framvegis. Að tilvistaþættirnir greini sundur allar okkar hugmyndir eru mjög áhugavert; nóg er að segja hér, að tilvistaaðstæður prana kalla oft fram hluti sem fyrri skynjanir hafa reynt við svipaðar aðstæður. Það er þetta afl sem liggur að baki einni draumategundinni. Í vökuástandi vinnur þessi minnisfasi oft sem áminning.
Staðbundið umhverfi myndast af þeim hlutum sem hugurinn hefur vanist að skynja ásamt minninu. Það er tengslaafl. Bæði þessi fyrirbrigði mynda í raun minnið (smrite). Fyrst kemur hluturinn í hugann, síðan viðbrögð og umhverfi skynjunnar. Önnur mikilvæg gerð minnis er það sem kallað er buddhi, bókstaflega minning. Þetta er afl sem við köllum fram á því sem við höfum lært sem staðreyndir. Ferilinn við að safna þeim upp í hugann er sá sami, en að kalla það fram í vitundina er með öðrum hætti, viðbrögðin koma fyrst fram í hugann og síðan hluturinn. Allir fimm tilvistarþættirnir (tatwas) og fyrrnefnd hugarfyrirbrigði geta valdið minnisfyrirbrigðum. Minning hefur talsvert með yoga, að gera, þ.e., æfingar með frjálsum vilja við að beina orku hugans inn á æskilegar brautir. Slík hughrif skjóta rótum í huganum sem eðlilegt umhverfi, þó er hugurinn í raun þræl ytra umhverfis, meðan leið buddhi getur leitt til uppljómunar og frelsis. En mun umhverfi tilvistar ávallt kalla fram tengd fyrirbrigði í vitundina? Nei. Það ræðst af tengslastyrk þeirra. Það er vel þekkt að tíðni hljóðs (akasa) fer undir eða yfir ákveðin mörk, án þess að við heyrum það. Það er einnig þekkt, sem dæmi, að ákveðin tíðni taijas tatwa hefur áhrif á sjónina, og svo er einnig með önnur skilningsvit. Svipað er með hugann. Það er aðeins þegar spenna hugar og ytri tilvistar er jöfn sem hugartíðnin byrjar að tengjast ytri heiminum. Á sama hátt og ytri skynfæri gera okkur næm fyrir venjulegum tilfinningum, þó er mismunandi hve vel fólk heyrir sama hljóð eða sér sömu sýn, kunna huglægir tilvistarþættir að hafa mismunandi styrk skynjanna, eða mismunandi skynjun þó styrkurinn sé sá sami. Spurningin er því, hvernig framkallast styrkur þessara huglægu tilvistaþátta? Með og án æfinga. Ef við venjum hugann eins og við venjum líkamann við fyrirmæli eða hugmynd af einhverri gerð, þá mun hugurinn laga sig að þeim. Hins vegar ef við hættum þeim æfingum, verður hugurinn stífur og hættir að bregðast að ákveðnu marki við þeim fyrirmælum eða hugmyndum. Þetta fyrirbrigði er kallað að gleyma. Ef nemi sem hefur opnað huga sinn með æfingum og hugurinn hefur öðlast getu til að til að sjá orsök og afleiðingu hluta, hættir þeim, mun hugur hans byrja að missa þá skynjun. Því stífari sem hugurinn verður, því minni almenn tengsl hafa áhrif á hann, og því minna veit hann af því, þar til að lokum að hann missir alla orku sína.

Áhrif endurtekinnar athafnar leiðir til þess að hughrif hafa tilhneyingu til að hverfa. Stöðugleiki ræðst af æfingatímanum. En þó endurtekin athöfn sé óviðunandi, þá er æfing af einhverri tegund til staðar í huganum. Með hverri athöfn breytist litur hugans, og einn litur getur skotið svo djúpum rótum í huganum, að hann er til staðar þar öld eftir öld, svo ekki sé talað um allar stundir, daga og ár. Alveg eins og það tekur aldir að eyða hughrifum efnissviðsins, skurður á hörund hverfur ekki einu sinni á tveim áratugum, en það tekur aldir að eyða hughrifum hugans. Hundruð eða þúsundir ára þarf kannski að dvelja í devachan til að þessi mótandi áhrif sem hugurinn hafði lagt á sig í jarðnesku lífi, hverfi. Með mótandi áhrif, er átt við hughrif sem ekki eru samhæfð moksha, og hafa í sér þunga jarðnesks lífs.

Með hverri hreyfingu breytir hugurinn um lit, hvort sem hughrifin eru meiri eða minni. Þessar litabreytingar eru aðeins tímabundnar. En samtímis verða varanlegar litabreytingar á huganum. Með hverri lífsreynslu, hversu lítil hún er, fær þróunarferilinn aukinn styrk og fjölbreytileika. Liturinn breytist sífellt, en sami grunnliturinn heldur sér í öllum venjulegum kringumstæðum í gegnum eitt jarðneskt líf. Í óvenjulegum kringumstæðum kunna einhverjir að hafa tvær minningar. Í slíkum kringumstæðum þegar dauðinn nálgast, skiptist uppsöfnuð orka lífsins í ólíka liti. Spennan, ef svo má segja, verður ólík því sem áður var. Ekkert getur getur komið huganum í sama mót aftur. Þessi almenni litur hugans er breyttur, en geymir engu að síður einkenni jarðvistarinnar, sem gefur okkur sjálfsvitund um persónuleg einkenni. Í hverri athöfn, unninni, eða óunninni, sér sálinn sama litinn, þ.e. tilfinningu persónunnar. Í dauðanum breytist grunnliturinn, því þó hugurinn sé sá sami hefur vitundinn breyst. Af því leiðir að engin tilfinning persónueinkenna er möguleg við dauðann.
Þetta er stutt skýring á manomaya kosha, huglæga kjarnanum í venjulegu ástandi. Áhrif hærri gilda (vijnana maya kosha) við ástundun yoga örvar í huganum nokkrar aðrar birtingar. Innri birtingar koma fram í huganum og prana, á sama hátt og huglægar birtingar hafa áhrif á og stjórna prana.

IX. Hugurinn (II)

IX. Hugurinn (II) ~
Eins og við höfum séð, eru fimm tilvistarsvið í alheiminum (sem einnig má skipta í sjö svið). Form jarðarinnar, sem er smámynd alheimsins, hefur sömu fimm sviðin. Á nokkrum sviðum eru hærri tilvistsvið algjörlega í dvala. Maðurinn á þessu tímaskeiði, birtir einungis Vijnana maya kosha og lægri tilverugildi.
Við höfum fengið innsýn í eðli stórheims prana, og höfum séð að nánast allt í þessu lífshafi táknar aðskildar einstaklingslífverur.

Sama á við stórheimshugann. Hvert truti hefur í sér allan stórheimshugann á sama hátt. Hver hluti tilvistargeisla hugarhafsins fer til allra annara hluta geislans, og þannig er hver hluti hans smámynd alheimshugans. Það er einstaklingshugurinn.

Alheimshugurinn er uppspretta allra stöðva Prana, á sama hátt og sólar prana er uppspretta tegunda jarðarlífsins. Einstaklingshugurinn er á sama hátt, uppruni allra einstaklingsbirtinga prana maya kosha. Sálin og einstaklingsandinn á hinu hæsta sviði, er því hin fullkomna mynd alls þess sem er lægra.
Á hinum fjórum hærri sviðum lífsins eru fjögur mismunandi stig vitundar, vökuvitund, drauma, svefns, og Tureya.

Eftirfarandi tilvitnanir úr Prasnopnishat eru upplýsandi:
“ Sauryayana Gargya spurði hann, ‘Herra, í þessum líkama, hvað sefur og hvað vakir? Hvað af þessu tvennu sér draumanna? Hver hvílist? Í hvorum dvelur (birting) hið mögulega óbirta ástand?’
„Hann svaraði, ‘Ó Gargya, eins og geislar sólarlagsins safnast í lýsandi skel, og birtist aftur og aftur, safnast allt saman í hugarskelina.Vegna þess heyrir maðurinn ekki, sér ekki, finnur hvorki bragð né lykt, tekur ekki, hefur ekki samúð, skilar ekki af sér, heldur ekki áfram. Sagt er að hann sofi. Eldar prana eru aðeins vakandi í líkama hans. Apana er Garhapatya eldurinn; Vyana er eldur hægri handar. Prana er ahavanurya eldur, sem kemur af Garhapatya. Það sem er jafnt alstaðar, fórn fæðu og lofts er samana. Hugurinn (manas) er fórnin (vajmana). Udana er ávöxtur fórnarinnar. Hann ber fórnina hvern dag til Brahma. Hér gleðst hin upplýsta vera (hugurinn) af miklu í draumum. Hvað sem hann sá, sér hann aftur eins og það væri raunverulegt; hvað sem var reynt í mismunandi löndum, úr ólíkum áttum, reynir hann það sama aftur og aftur – það séða og óséða, hið heyrða og óheyrða, það sem var hugsað eða ekki. Hann sér allt birtast sem sjálf allra birtinga.
„’Þegar hann er yfirtekinn af tilverunni, taijas, þá sér hin upplýsta vera enga drauma í því ástandi; þá á sér stað í líkamanum hvíld [draumlaus svefn].
„’Í þessu ástandi, minn kæri nemi, er allt [sem er númerað að neðan] í hinu óséða atma, eins og fuglar sem velja sér tré til dvalar — prithivi samett og prithivi ósamsett; apas samsett og apas ósamsett; taijas samsett og taijas ósamsett; vayu samsett og vayu ósamsett; akasa samsett og akasa ósamsett; sjónin og hið sýnilega, heyrnin og hið heyranlega, lyktarskynið og lyktin, bragðskynið og bragðið, snerting og hið snertanlega, málið og mælgin, hendur og og hvað sem grípa má, kynfærin og affall, fætur og það sem ganga má yfir, eiginleiki og það sem efa má, eiginleiki og þættir eiginhyggju, eiginleiki og minnisþættir, ljósið og það sem má upplýsa, prana og það sem heldur því saman.
„’Sálin er Vijnana atma, sjáandinn, snertandinn, heyrandinn, lyktandinn, bragðandinn, efandinn, ákvarðandinn, sendiboðinn. Þessi sál [Vijnana atma] dvelur óséð, óbreytanleg atma [ananda].
„’Það eru fjögur atma — lífið, hugurinn, sálin, andinn. Það afl sem liggur að baki stórheimskraftinum sem birtir sálina, hugann og lífið, er andinn.’“

Með samsetningu er átt við tatwa, sem kemur í birtingu eftir fimmskiptinguna sem getið er um í fyrsta kafla. Hið ósamsetta er tatwa fyrir fimmskiptinguna.
Megingildi þessara tilvitnanna liggur í að gefa því stuðning sem áður hefur verið sett fram. Næsti kafli útskýrir mikilvægustu virkni stórheimskrafts og hugar, það sem er að baki mannlegum athöfnum, og einnig komið að öðrum mikilvægum sannleika.