Víkingaskip-Búnaður skips.

Sigurbjörn Svavarsson

Seglið-reiði-reipi, klæðnaður.
Skipin voru til lítils án segls. Seglið er sá hluti skipsins sem minnst er vitað um, engar leifar þeirra hafa fundist í fornleifum skipanna. Við endurgerð víkingaskipa hafa verið deildar meiningar um stærð seglanna og lögun eftir hinum ýmsu skipagerðum. Hinsvegar er nokkuð góð vissa um hvernig þau voru framleidd, rigguð upp og meðhöndluð sem og handbragð seglagerðamanna, þar sem slík ullarsegl voru notuð fram á 20 öldina víða á Norðurlöndunum og Færeyjum.

 

 

 

 

 

 

 

Ull var mikilvæg á norðurslóðum og var undirstaða fyrir fatnað, rúmfatnað og ekki síður fyrir skip. Heimildir segja, að segl hafi verið gerð úr ull, ofin ull á þessum tím var kölluð vaðmál og er getið víða í heimildum enda var tiltekin lengd vaðmáls algengur gjaldmiðill, en þó mismunandi eftir löndum.
Í íslenskum ritum er að finna upplýsingar um samning við Ólaf Helga Noregskonung um 1015-25 . Eini samningur íslendinga við erlendan þjóðhöfðingja.
„Landaurar skattur til að búa í landi (Noregi). Ígildi: 6 feldir og 6 álnir vaðmáls eða 4 aurar silfurs.

Stikulög sett um 1200 til að löggilda rétta lengd á tveggja álna stiku. Í Grágás segir um fjárleigur. „mæla vaðmál og léreft og klæði öll með stikum þeim, er jafnlangar sé tíu sem kvarði tvítugur*, sá er merktur er á kirkjuvegg á Þingvelli, og skal leggja þumalfingur á hverja stiku…vaðmál skulu vera stiku breið en eigi mjórri „
*tuttugu álna langur, hver stika er því tveggja álna löng (um 98 cm) Stikan var síðar á öllum kirkjuveggjum til viðmiðunar í viðskiptum.

Mælingar á vaðmáli voru mislangar, en á landnámsöld var eftirfarandi viðmið í gjaldmiðli:  Öln = Alin, um 49 cm. (Frá fingurgómum og að olnboga) Tvíein= 2 álnir. Vætt: 8×20 merkur= 160 merkur; 34-35 kg? Lögpundari= lögleg vog…” er átta fjórðungar í vætt, en tuttugu merkur skulu í fjórðungi vera” Lögeyrir er kýr og ær og vaðmál (6 álnir vaðmáls= 1 aur) Eyrir silfurs (27 gr. Silfur) =8 vaðmálsaurar) 6 Melrakkaskinn (refur), eða lambaskinn, eða sauðaskinn er lögeyrir Kattbelgir af fressum gömlum, tveir fyrir eyri.
Kýr þrevetur= 3 naut veturgömul, eða 2 naut tvævetur. 6 ær við kú. Hestur jafnt Kú. Gylta og 6 grísir=Kú Uxi,= tvær kýr.

Íslenskt valmál var ávallt talið ofið 2/2 þráða. Vaðmál í segl voru ofin þétt í vefstólum og vegna takmarkaðrar breidd þeirra voru seglin saumuð saman úr vaðmálslengjum.
Rannsóknir og tilraunir sýna að vaðmálið varð að vera þétt ofið, um 1 kg. af ull á fermetra. Ullin var þétt ofin með tvíþræði og þegar seglið var sett saman var það lýsisborðið eða með annarri dýrafitu, alltaf með fínum sandi eða leir til að þétta seglið. Segl sem voru orðin sæbarinn voru tali betri en ný. Rannsóknir sín að u.þ.b hálft kíló af seglvaðmáli kom úr hverju reyfi, þær sýna einnig að ullarvinna krafðist mikillar vinnu, rýja, kemba, flokka, spinna, þvo, þurrka og vefa. Til eru miklar rannsóknir á hve mikla ull þurfti í segl og fatnað skipverja. Í stuttu máli, þá þurfti 200 kg. af spunninni ull í segl (100 fm) skips eins og Gaukstaðaskipsins. Til þess þurfti ull af um 400 fjár og 10 mannár í að vinna og vefa ullina, yfir utan sjálfa seglagerðina.
Eftirfarandi sýnir samkvæmt rannsóknum hvað miklu þurfti af fullunninni ullarvöru og vinnu fyrir herskip

     Herskip                 Segl            Fatnaður /             (Sjó)Rýjur             Alls  ULL kg.
   65-70 menn           112 m2         6,6 kg /mann     15 kg/mann
        Ull                         200 kg               440 kg                      1.005 kg                1.645 kg   

       Vinna                  10 mannár          16 mannár                 32  m.ár                    57 ár         

Til eru lýsingar í Gulaþingslögum um að vaðmálin voru saumuð saman með þræði og líkuð á köntum (borði eða kaðall á jaðri segls til styrktar) og lykkja (kló) var mynduð til að tengja skautreipi. Seglin voru lýsisborin eða með nautafeiti ( blandað litarefnum og fínum sandi), talað var um að smyrja seglin til að gera þau enn þéttari og tilraunir á eftirlíkingu skipanna sýna að slík segl virka vel og verða enn betri þegar þau eru orðinn sjóbarinn. Aðferðin við að smyrja segl (þétta það) var gerð með eftirfarandi þætti: Fyrst var dúkurinn (vaðmálið) burstaður með blöndu af vatni, hrossafitu og leir sem einnig var litarefni. Eftir þá yfirferð var dúkurinn þurrkaður, síðan var heit nautafita nudduð í segldúkinn. Þetta var stundum tvítekið til að gróft vaðmálið yrði þéttur segldúkur. Íblöndun leirsins gerði það að verkum að loftrými í garninu sjálfu minnkaði og þétti, einnig til að koma í veg fyrir að seglið rotnaði. Gegndræpi dúksins minnkaði svo mikið að seglið varð nógu þétt til að halda vinddrægi og einnig að stjórna mýkt seglsins. Rannsóknir á eftirlíkingu víkingaskipa hafa sýnt að þverseglum úr ull er hægt að beita um 66 gráðum uppí vind og er það meira en hægt er að gera með lín eða hampseglum. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að „smurningur“ seglsins eykur beitingu ullarseglsins almennt.

Segl þurfa að standast mikið álag í vindi, taka á móti honum og yfirfæra vindorkuna. Þegar seglið berst til eða teygist missir þversegl loftflæði sem byggist á mismunandi þrýstingi framan og aftan við seglið. Ef vindurinn fyllir ekki seglið dettur þessi þrýstingsmunur niður, seglið fer að slást til og missir afl vindsins. Þversegl víkingaskipanna voru samsett af lóðréttum dúkum sem samsettir með hringsaumuðum þræði og reimuð á alla kanta.
Ullarsegl hafa eiginleika umfram önnur segl, því ullarþráðurinn teygist allt að 30 % áður en hann slitnar og snúin hárreipin á köntunum höfði jafnvel meiri teygjanleika. Ennfremur jók eiginleiki vefnaðarins teygjueiginleika seglsins. En á móti dró þykkt og lóðréttur vefnaðurinn úr teygjanleikanum, allt þetta gerði að verkum að þegar vindur var í seglið myndaði efnið næsta fullkominn loftpoka í seglið við meðalvind.
Þó engin segl langskipa hafi fundist, er hægt að staðfesta að þau notuðu þversegl sem voru u.þ.b 11 m (35 feet) til 12 m (40 feet) breið, og gerð úr grófum ullardúk.

Danskir fræðimenn hafa áætlað að í stjórnartíð Knúts konungs um árið 1030 hafi fjöldi allra skipa á Norðurlöndunum þurft um eina milljóna fermetra af segladúk á flotann. Það eitt hefur krafist um 2 millj. fjár. Auðvitað gerðist það ekki í einn svipan því ending segla var nokkur ár. Allur annar reiðabúnaður skipa krafðist húða, hamps ofl. Rannsóknir sína að landnýting jókst mikið í öllum Norðurlöndunum á víkingatímanum fyrir framleiðslu m.a. hamps sem og fyrir búpening.Skýringarmynd af þversegli Otar. (Teikning: Viking Ship Museum)

Reipi
Framleiðsla hör og hamps til reipisgerðar og fleiri hluta krafðist ræktunar slíks í stórum stíl. Jarðvegsannsóknir sýna að slík ræktun stórjókst í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 8 og 9 öld. Þær sýna einnig að búskapur með nautgripi, geitur og sauðfé stórjókst á þessu tímabili sem og fyrr. Annar búnaður sem þurfti til skipasmíða m.a. járnvinnsla jókst mikið til smíða skipasaums, vopna ofl., önnur var sela og rostungsveiði og vinnsla þeirra afurða í lýsi til ýmissa nota og nýting skinna til reipisgerðar og hlífðarfatnaðar.
Af sögunum og fornleifamunum má sjá að reipi á víkingatímanum voru gerð úr trjáviðjum, hör, hampi, húðum og hárum. Rostungshúðir voru notaðar í dragreipi og stög (rosmalreipi, svarðreipi) sem þóttu sterkust og endingabest. Selshúðir og húðir af nautum og hjartardýrum voru einnig nýtt. Hrosshár (simereipi) seglreipi í kanta (liksima) og í ýmsar línur. Reipi úr kýrhölum og svínshárum (bustreipi) voru einnig notuð. Svo virðist sem greinarmunur hafi verið gerður í nafngift eftir því hvort reipi (úr dýrum) eða togi ( úr jurtaríkinu).Við vitum ekki hvernig samsetning hinna mismunandi reipa eða toga var um borð, hvort hún var mismunandi eftir svæðum, tíma eða aðstæðum og gerð skipa. Eflaust hefur einhver munur verið á norskum, sænskum og dönskum skipum hvað þetta varðar. Mismunur hefur verið á því hve auðvelt var að nálgast, t.d rostungshúðir.

Í norsku Gulaþings- einnig Frostaþingslögum er talað um reipi og tog eins og eðlilegan hluta búnaðar. Hægt er að sjá í sögunum að sérstaklega norskir notuðu rostungshúðir í klæði og taugar og voru eftirsóttar. Húðir sem notaðar voru af rostungum og selum voru skornar í ræmur í hringi af skepnunum svo þær yrðu sem lengstar til nota í stög og dragreipi. Það sem hefur fundist af reipum í fornleifum hefur verið mest úr viðjum, en engum hampi, líklega hefur hann ekki geymst eins vel.

Klæðnaður skipverja varð að vera hlýr í vindi og ágjöf og var að mestu úr ull, skór og ytri fatnaður úr leðri. Það er ljóst af byggingu skipanna að engin lokuð rými voru fyrir áhafnir til hvíldar. Sjá má af lýsingum að stundum var tjaldað yfir hluta dekksins, en almennt hafa skipverjar sofið á dekkinu í hlýjum skinnsvefnpokum og þekkt er sjórýja (ofin úr löngum ullarhárum) sem menn gátu vafið sig í og þótti mikið þarfaþing.

Sjókista og sjórýja

Til er lýsing af vinnu fólks til sveita á Íslandi á nítjandu öld  sem ber með sér að vera aldargömul vinnubrögð. ….“ Að vetrinum var unnið af kappi á flestum heimilum. Kvennfólk spann og prjónaði, lagaði föt. Karlmenn ófu og bjuggju til sjóklæði og voru þau gjörð þannig að skinnin voru elt svo að ekki skimaði í gegnum þau. Í brókina þurfti fj-gur skinn, tvö hrúts eða sauðskinn í skálmarnar, eitt ærskinn í ofanásetur og kálfskinn í setann sem nýddist  á þóftunum. Í stakkinn þurfti tvö ærskinn og tvö lambskinn í ermarnar. Ætíð var haft seymi í skinnklæðin. Í brækurnar fjórföld skinnræma. Saumað var með margföldum þræði sem kallaður var renningur. Við fyrirsauminn voru hafðar fjarðarnálar, en seinni sauminn sívalar nálar. Öll voru skinnklæðin tvísaumuð. Leggir voru og notaðir við sauminn. Það voru tveir framfótarleggir úr roskinni kind, festir saman á neðri körtunum, og hafðir bæði til að ýta inn nálunum og draga þær út. Í þá voru boraðar smáholur fyrir nálaraugað að sitja í, þegar ýtt var inn nálinni. Svo var margborin á skinnklæðin lifur úr þorski eða skötu og gátu þau verið bæði mjúk og vatnsheld. Einnig féttuðu karlmenn reipi annaðhvort úr ull eða hrosshári…. Roðið, bæði af steinbít og skötu , var notað í skó. Skinn af nautum, hestum og sauðfé var líka notað í skó. Í skó utan yfir brækurnar, sjóskó, var haft sútað leður.… “  Aldarháttur í Önundarfirði á 19 öld.

Víkingarskip-Fornleifar

Sigurbjörn Svavarsson

Fornleifar.

Ekki hafa fundist mörg skip frá víkingaöld í haugum eða á hafsbotni miðað við fjölda skipa sem til var á þessum tíma.  Í Vendel í sænska héraðinu Uppland er staður fornra konungsbústaða, hluti af Uppsala, neti konungsjarða sem ætlað var að afla tekna fyrir sænska konunga. Á árunum 1881 til 1883 komu í ljós nokkrar grafar. í nokkrum þeirra voru í bátum sem voru allt að 9 m að lengd og voru þær ríkulega útbúnar með vopnum (þ.mt fín sverð), hjálmum, perlur, skjöldum og ýmsum verkfærum o.fl. Hjálmarnir úr gröfunum eru mjög líkir hjálmum frá byrjun 7. aldar skipauppgreftinum við Sutton Hoo í Suffolk á Englandi (27 m. skip) með hlífum sem sýna myndir af stríðsmönnum. Síðar (1920) fundist fleirri slíkar grafir í nágrenninu, í Valsgärde, eru frá 6-700 f.e.

Stærri skip hafa fundist í Noregi m.a. Gaukstaðaskipið  ,skábyrt, aðallega úr eik. Slíkt skip, að Karfi  gerð var notað í stríði, til flutninga og verslunarleiðangra. Skipið er, 23.80 metrar langt og mesta breidd 5.10 metrar.
Það eru 16 áraborð hvoru megin sem mjókkuðu til stafns og stefnis. Það gátu því verið 32 menn undir árum. Kjalborðin fest nærri lárétt á kjölinn. Kjalborðin eru mjórri og aðeins lítillega sveigð til fyrir bolvinduna. Efsta borðin eru talsvert breiðari. Hvert eikarborð er örlítið sveigt á miðju bandi til að yfirdekka borðin neðan og ofanvið um 30 mm í eðlilegri borðaskörun. Hnoðaðir naglar með 180 mm millibili þar sem borðin liggja bein og á um 125 mm bili þar sem borðin sveigjast.
Við bóg mjókka öll borð að stafni (stefni og skut). Hann er höggvinn úr einu bognu eikartré til að móta stafninn þar sem borðin tengjast. Innanborðs var stafninn mótaður V laga svo hægt væri að komast að nöglunum að smíðina og viðgerða. Öll krossbönd höfðu 25 mm sæti þar sem hreyfanlegir dekkhlutar sátu á. Sjókistur (munir áhafna það í) voru staðsettar á dekkinu til setu þegar róið var. Líklega voru þær settar undir dekk á löngum siglingum sem nokkurskonar kjölfesta. Miðhluti kjalarins hefur lítilsháttar boga og ásamt flötu miðskipinu þverskurðinum er lögun skrokksins best fyrir tiltölulega sléttan sjó. Ef siglt var á miklum lens og öldu myndi stjórnhæfnin ekki vera góð, þannig að líklegt er að einhverskonar rifun segla var möguleg við slíkar aðstæður, annars myndi skipið taka sjó inná á sig í miklu mæli við full segl.
Eins og fyrr sagði var skipið 16 rúma, eða 32 róðrapláss og áragötunum var hægt að loka þegar skipið var undir seglum. Skipið gat borið þversegl sem var um 110 m2, og er áætlað að það hafi getað knúið skipið á um 12 hnúta hraða. Mastrið var hægt að fella. Þegar skipið var á grunnu vatni var hægt að hækka stýrið með því að leysa festingar þess. Kolefnismælingar sýna að skipið var byggt úr viði sem felldur var um 890 AD. Það var u.þ.b sem útrás norðmanna var sem mest í Dublin, Írlandi og York, England. Skipið hefur verið í notkun í á dögum Haraldar konungs Hárfagra. Það gat borið 40 manna áhöfn og flutt að hámarki 70 menn og hönnun þess sýndi að skipið var að öllum líkindum gott sjóskip.

Annað skip fannst í haugi,  OSEBERG skipið er vel varðveitt skip sem fannst í haugi við Oseberg nærri Tönsberg. Það er, ásamt því sem fannst í hauginum, með því besta sem varðveist hefur frá víkingatímanum. Í skipinu fundust einnig ýmsir munir og tvær beinagrindur af konum. Talið er að skipið hafi verið haugsett um 834 AD, en hlutar þess eru frá því um 800, en skipið sjálft talið vera eldra. Skipið var grafið upp 1904–1905.

Skipið er af Karfa gerð, skábyrt, næstum allt úr eik. Það er 21.58 m langt og 5.10 m mesta breidd, mastrið var um 9–10 m. með um 90 m², segli gat skipið hafa náð um 10 hnúta hraða. Skipið hefur 15 rúm og þar með 30 manns við árar. Annar búnaður var breitt stýri, akkeri úr járni, landgangur og sjóausa. Stefni og skutur voru skreytti með fallegum útskurði.

Eftirgerð skipsins var gerð 2010, Saga Oseberg. Notað var timbur frá Noregi og Danmörk og notuð smíðaaðferð víkingatímans og 2012 var smíðin sjósett nærri Tønsberg. Í mars 2014 fór það í reynsluferð á haf út undir fullum seglum. 10 hnúta hraði náðist og skipið reyndist í alla staði frávært sjóskip, sem sýndi góða hönnun víkingaskipanna.

Aldursgreining á timbrinu í haughúsinu gefur að það hafi verið gert 834. Þó hin hásetta konu sem grafin var með skipinu sé ókunn, hefur þess verið getið til að um sé að ræða Ásu drottningu af ætt Ynglinga, móðir Hálfdáns Svarta og amma Haralds Hárfagra. Nýleg rannsóknir á leifum konunnar gefa til kynna að hún hafi lifað í Öðum í Noregi, eins og Ása drottning gerði. Þessari kenningu hefur hins vegar verið andmælt, og sumir hafa talið að völva hafi verið grafin þar. Fjöldi dýra var einnig grafin í skipinu.

Skuldelev skipin – Danmörku

 

 

 

 

 

Skuldelev skipin fimm fundust á hafsbotni við innsiglinguna í Skuldelev, 20 km norður af Hróarskeldu 1962, Skipin er frá 11 öld og eru álitin hafa verið sökkt í hafnarminnið til að koma í veg fyrir innsiglingu óvinaskipa. Saman hafa þessi fimm skip gefið góðar upplýsingar um skipasmíðahefð á seinni hluta vikningatímabilsins.
Viking Ship Museum in Roskilde, hefur endurbyggt þau öll skipin.

Skuldelev 1 var sterkbyggt flutningaskip, líklega knörr, 16 m langt og 4.8 m breitt og hefur haft um1 m djúpristu, áhöfn verið um 6 til 8. Skipið var smíðað í Sogni Noregi um 1030 úr þykkum greni, en hafði verið oft lagfært með eik ( við Oslóarfjörð og linditré í Danmörku. Segl þess hefur verið um 90 m2 en aðeins með 2-4 árar, Skuldelev 1 hefur getað ná allt að 13 hnúta hraða. 60% af upprunalegu skipi varðveittist og hefur verið endur byggt sem ÓTTAR í Roskilde Viking Ship Museum.

Skuldelev 2 var eikarbyggt herskip. Það var langskip, líklega skeið. Um 30 m langt og 3.8 m breitt, og risti um 1 m hámarks áhöfn var um 70-80. Upprunagreining sýnir að skipip var byggt í Dublin um 1042 (sem var þá undir stjórn víkinga). Lögun og stærð seglsins hefur verið um 112 m2, og hefði getað náð 15 hnúta hraða með 60 árarúmum og undir fullu segli. Það er eitt lengsta víkingsskipum sem fundist hafa, en aðeins um 25% af upprunalegu skipi varðveittist. Roskilde Viking Ship Museum smíðaði eftirgerð skipsins Skuldelev 2, sem er þekkt sem Sea Stallion frá Glendalough (á dönsku: Havhingsten). Smíðinni lauk 2004 og tók næstum 40,000 vinnustundir. Sumarið 2007 sigldi skipið til Dublinar og til baka 2008.

The Skuldelev 3 var 14 m langt og 3.3 m breitt flutningaskip, líklega byrðingur. Eikarskip sem gat borið um 4-5 tonn og risti um tæpan metra Skipið var smíðað um 1040, í Danmörku. Áhöfn 5-8 og með um 45 m2 segl, Skuldelev 3 hefur hentað til styttri siglinga og náð um 10 hnúta hraða. Skuldelev 3 var best varðveitta skipið, með um 75% af upprunalegu skipi.

Skuldelev 4 Var álitið sér flak , en síðar kom í ljós að það var hluti Skuldelev 2

Skuldelev 5 var lítið herskip , snekkja. 17.3 m langt og 2.5 m breitt og risti um of 0.6 m með 30. manna áhöfn. Byggt úr mörgum viðartegundum, eik, aski, greni, í kringum 1030 á Hróarskeldu svæðinu og til að getað rist grunnt, með um 46 m2, segl og gat náð 6 og uppí 15 hnúta hraða. 50% af skrokknum varðveittist.

Langskip frá Heiðarbæ
Hedeby, nærri Schleswig á austurströnd Jótlands, var ein umfangmesta höfn á víkingatímanum. Hluti langskips fannst í höfninni 1953. Það var ekki fyrr en 1979-80. sem skipið var tekið upp, Skipið eins og listamaðurinn Sune Villum-Nielsen teiknaði það.

Greining á skipinu leiddi í ljós að það var óvenju langt og mjótt. Mesta lengd var 30.9 m, og mesta breidd 2.7 m og hefur rist um 1.5 m. M.v. lengd var þetta mjósta langskip sem fundist hafði, 11 sinnu breiddin, með um 60 róðapláss og eitt mastur.
Skipið var mjög haglega smíðaða. Borðin voru úr langklofinni eik og sum allt að 10 m löng. Borðbreiddin var 25-37 cm sem þýddi að þau hafa verið unnin úr um eins metra sveru, yfir 10 metra löngu og beinu kvistalausu eikartré borðasamskeyti voru yfirlögð „tungusamskeyti“ – eins og voru yfirleitt á breiðustu borðum víkingaskipa.

Svipuð dæmi um mikla verkkunnáttu var að sjá annarsstaðar í skipinu. Öll borðasamskeyti voru með sama faglegu samskeytunum. Brúnir allra borðanna voru skreytt, bæði innanskips sem utan, jafnvel þar sem ekki sást í þær undir dekki. Í samanburði við önnur langskip sem fundist hafa, var óvenjuleg að járnsaumur skipsins var mun smærri og þéttar lagður. Slíkt var í samræmi við alla gerð skipsins og var hluti og gerði það að verkum að hægt var að nota þynnri borð og skipið varð léttara.

Skrokkgerð Heiðarbæjarskipsins.
Til að styrkja þynnri borð voru bönd höfð þéttar, aðeins 85 cm voru á milli banda og þar að auki voru hálfbönd á milli þeirra, sem styrktu skrokkinn án þess að trufla ræðara. Að öðru leyti var skipið hanna eins og önnur langskip þess tíma.
Skipið hefur verið smíðað um árið 985 og líklega nærri Heiðarbæ. Af þessum miklu gæðum í efni og kostnaði við smíðina, auk þess að hafa slíkan fjölda í áhöfn, má ætla að það hafi verið gert fyrir konung eða jarl. Skipið hefur orðið fyrir sviplegum endi fyrir endingartíma sinn, til þess benda margar kolarnir á mörgum stöðum innanskips með eldfimu efni, eins og það hafi verið sent í logum út í höfnina, kannski til að kveikja í öðrum skipum sem lágu þar.

Víkingaskip-Skipagerðir

Sigurbjörn Svavarsson

Mismunandi gerðir víkingaskipa. Norrænu sagnirnar gefa okkur nöfn yfir hinar mismunandi skipagerðir og hlutverk þeirra; bátar, skip, feræringur, fley, byrðingur, ferja, skúta, stórskip, dreki, karfi, knörr, snekkja, langskip, landvarnarskip, herskip, bússa, hafskip, súð. Þessar skipagerðir höfðu sín sérkenni í ásýnd, stærð, byggingarlagi og notkun.
Langskip– herskip: Þessi skip voru ekki öll eins. Sum þeirra voru löng og tiltölulega flatbotna og eflaust byggð með í huga á hvaða svæði þau yrðu notuð, grunnsigld skip komust nær ströndu þar sem grunnsævi var. Fyrst og fremst áttu þau að vera góð róðrarskip. Önnur voru stór og traustbyggð, aðallega byggð til siglinga þó þeim væri einnig róið. Þessi skip höfðu hátt fríborð og því auðvelt að verjast á þeim. Þau voru einnig betri sjóskip en „Skeið“.


Venjuleg langskip: Frá 20 – 25 rúm (þ.e. 40 – 50 árar). Líklega voru 25 rúma skip heppilegustu herskipin. Shetelig og Brøgger segja í bók sinni: Vikingeskipene: “Það sýnist að 25 rúma (hálf þritugt skip) hafi verið heppilegust og árangursríkustu skipin “.Einkenni Langskips var þokkafullt, langt og tiltölulega mjótt, grunnsiglt og hraðskreitt skip. Slík skip gátu siglt á grunnsævi á allt að eins metra dýpi og dregin á land t.d og flutt yfir eyði eða notuð sem skjól. Langskip voru sveigjanleg í stjórn, eins byggð í skut og stafn og gátu því breytt um stefnu án þess að snúa í róðri; slíkt hentaði mjög vel í þröngum fjörðum, á ám og í eyjasiglingum.

Langskip höfðu árar næstum eftir allri lengd skipsins. Langskip víkinga voru mesta aflið á hafinu á sínum tíma og voru mikilsmetnar eignir. Þau voru oft einkaeign höfðingja, sameign nokkurra og konunga, og voru safnað saman í öflugan flota undir stjórn konunga ef á þurfti að halda. Langskip voru oft notuð í stríðum til liðflutninga og mörg bundin saman til að mynda baráttuvöll eða til innrása. Á 9 öld í hámarki innrása á útþenslutíma víkinganna, voru miklir flotar myndaðir til að ráðast á franska heimsveldið með innrásum upp skipfærar ár Frakklands svo sem Signu. Rúðuborg var hertekinn (Rouen) 841, árið eftir dauða Louis the Pious, son Karlamagnúsar. Quentovic, nærri núverandi Etables, var ráðist á 842 og 600 dönsk skip réðust á Hamborg 845. Sama ár snéru 129 skip til baka eftir árásir upp Signu. Langskipin „drekaskipin“ af kölluð af enskum vegna drekalegrar lögunar bógsins.

Stórskip: Stórt langskip voru á bilinu 30-37 rúm (þ.e 60 – 74 árar). Skilgreining á “stórskipi” segir til um lengstu skip hafi verið um að ræða. Eftir árið 1100 voru hinn stærri skip notuð jafnt sem herskip og kaupskip.

Skeið: Voru löng og mjó herskip á milli 20- 35 rúma. Með lægra fríborð og svifameiri en “Bussur”. Voru talin betri róðrar skip en siglingaskip. Dönsk herskip voru oftast „Skeið“. Skáldin gerðu engan greinarmun á stærri eða minni „Skeið“. Í Sögu Ólafs Tryggvasonar segir skáldið Erlingur Skjálgsson af „Skeið” með 30 rúmum og 200 manna áhöfn. ”..og allir í áhöfn voru vanir menn ”.
Skeið, en nafnið kemur af því hvernig þau klufu sjóinn, mjúkt og hratt eins og hestur á skeiði. Þessi skip voru stór herskip með meira en 30 rúm. Skip af þessari gerð voru þau stærstu sem hafa verið uppgötvuð. Mörg þannig skip saman voru uppgötvuð í Hróarskeldu þegar unnið var að hafnargerð þar 1962 og 1996–97: Skipið sem fannst 1962, Skuldelev 2, er eikarbyggð skeið, og er talin haf verið byggð á Dublin svæðinu um 1042.
Skuldelev 2, hafði 70–80 manna áhöfn og var um 30 m (98 feet) löng.
1996–97 uppgötvuðu fornleifafræðingar annað skip í höfninni. Það var kallað Roskilde 6, og var 37 m (121 feet) og lengsta víkingaskip sem nokkurn tíma hefur fundist, álitið að hafa verið byggt um 1025.[8]
Eftirlíking Skuldelev 2 var gerð 2004 og ber heitið Seastallion from Glendalough og er í Viking Ship Museum í Hróarskeldu. Árið 2012, var eftirlíking af 35 metra “Dreka” Haraldar Hárfagra smíðuð af sérfræðingum frá grunni, og eingöngu notuð til þess aðferð víkinganna.

 

 

 

 

 

 

 

 

Bússa : Stórt og traustbyggt hafskip (talið langskip) , sem fyrst var þróað sem herskip. „Ormurinn langi“ var líklega „Bússa“. Sagan lýsir því þannig; lyftingin var jafn há og á hafskipi. En skáldið kallar Orminn „Skeið“. „Bússa gat verið með allt að 35 rúm. „Bússa var betra siglingaskip og var betra í vondum veðrum en „Skeið“. Súð: Stórt langskip frá 20 rúmum og meira. Var þróað á síðari hluta víkingatímans frá „Bússu“ gerðinni. Sum mestu skip Hákons Hákonssonar á 12 öld voru „Súðir“. Stærst var Kristsúðin sem hafði 37 rúm.

Barði: Sterkbyggt herskip með sérstökum járnklæddum bógi sem líklega var ætlað til styrktar að geta rennt á eða að óvinaskipi. Orðmyndunin barð, er dregin af barði eða brimskafli sem samlíkingu við slíkan bóg skipsins. Í Ólafssögu Tryggvasonar má lesa: ” Eiríkur jarl átti stóran Barða sem hann notaði í víkingaferðum sínum; skegg var þar á hærri hluta stafns og skuts og þykkri járnplötur þaðan niður að sjólínu ”.

Snekkja
Snekkja, var smæðst langskipanna en hið minnsta 20 róðrarrúm. Algeng var um 17 m. á lengd, 2.5 m. á breidd og risti aðeins hálfan metra. Hún gat borið um 40 menn. Snekkjur voru einna algengastar langskipanna. Í sögunum er sagt að Knútur Mikli hafi haft 1200 snekkjur í Noregi árið 1028. Í stríði var hún aðallega notuð til að flytja mannskap.
Norska snekkjan var hönnuð fyrir djúpa firði og úthaf og risti meira en dönsk snekkja sem gerð var fyrir lágar strendur. Snekkja var svo létt að ekki var þörf fyrir sérstakar hafnir—þær var hægt að renna upp á stön og jafnvel yfir eyði.
Þessi gerð þróaðist eftir víkingatímann og má enn sjá í bátum í Noregi sem eru kallaðar snekke.

Dreki: Stórt herskip með drekahöfuð. Skip sem ætlað var höfðingjum og konungum og átti að sína stöðu eigandans og hægt var að nota sem „Skeið“ eða „Bússu“. Var frá 25-rúma og meira. Drekinn var venjulega stærsta skipið í flotanum. Haraldur Hárfagri er sagður hafa átt nokkur slík skip:

Kaupskip:
Munur verður á Langskipi og kaupskipi frá því um árið 1000. Breiðari skip sem hönnuð voru til siglinga með fáar árar sem tóku dýpra í en á grynnri skipunum, þá einungis notaðar nærri landi. „Karfar“ voru hins vegar flatbotna og voru því með fleiri árar, þ.e. frá 13 til 16 rúm.

Knörr: Haffar notað til flutninga (sem íslendingar notuðu í förum til Grænlands og Vínlands). Hinsvegar er í Haraldskvæði eftir Þorbjörn Hornklofa skáld (um 900 AD), vísað til Knarrar sem herskip.
Karfi : Var smærri en venjulegt Langskip, með 13 til 16 rúm. Karfi var notaður til að flytja vistir og vopn til herskipaflota og flytja mannskap með ströndinni. Gaukstaða- og Oseberg skipin eru af Karfagerð.
Byrðingur: Var skip til flutninga með ströndu (notað einnig til siglinga til Færeyja og Íslands). Saga Sverris konungs segir frá Byrðingi sigla Karmsund hvern dag að sumri.

3. Bátar (för minni en 15 metrar)
Stærri skip voru færri að tölu en bátar voru algengari, það speglast í því aðeins 13 jarðsett stór för hafa fundist í N-Evrópu, en miklu mun meiri fjöldi bára. Þrír smærri bátar fundust í jarðsetningu Gaukstaðaskipsins. Sá stærsti var 9.75m og sá smæsti 6.5m.

Leiðangrar
Leiðangur var skipulagður floti skipa í þeim tilgangi að verjast, koma á verslunarleiðum eða hernaðarleiðangra. Allir frjálsir menn voru skyldaðir til að taka þátt í eða leggja eitthvað til í slíkra leiðangra.
Í norskum lögum var landinu skipt í svæði sem kölluð voru skipreiða. Slík svæði urðu að leggja til tiltekin fjölda skipa og vopnaða menn í slíka leiðangra. Lög gerðu ráð fyrir að hver maður ættu sín eigin vopn, að lámarki öxi eða sverð auk spjóts og skjaldar, þar að auki varð að fylgja hverju róðrarplássi bogi og 24 örvar. Gamlar heimildir segja að hægt var að kalla saman 310 skipum í slíkan leiðangur til varnar. Á þessum landsvæðum var fyrir hendi kerfi varða á hæstu hæðartoppum þar sem hægt var að kveikja elda til merkis um að safnað sé til leiðangra. Þannig var hægt að safna saman flota skipa eftir ströndum Noregs á fáum dögum. Hákon hin góði á heiðurinn af þessu kerfi leiðangra sem komið var á fót um 950, en slík varnarkerfi eru talið hafa verið til staðar um langan tíma í hinum ýmsu smærri konungsríkjum áður en Noregur varð eitt konungsríki.

Fjöldi skipa og stærð sem fylki Noregs voru skyld til að leggja til í leiðangra:
Víkverjar: 60 skip 20-rúma
Grenene: 1 skip
Egdene: 16 skip 25-rúma
Rygene: 24 skip 25-rúma
Hordene: 24 skip 25-rúma
Sygnene: 16 skip 25-rúma
Firdene: 20 skip 25-rúma
Mørene: 16 skip 25-rúma
Romsdølene: 10 skip 20-rúma
Nordmøringene:20 skip 20-rúma
Trønderne: 80 skip 20-rúma
Namdølene: 9 skip 20-rúma
Håløygene: 13 skip 20-rúma + 1 skip 30-rúma
(After: Brøgger og Shetelig: Vikingeskipene, Dreyer 1950)

Ekki er vitað til að allur floti 310 skipa hafi verið kallaður saman. Til viðbótar þessum voru til mörg einkaskip og ljóst má vera að nokkur þúsund víkingaskip hafa verið byggð á víkingatímanum í Danmörk, Svíþjóð og Noregi. Þó hafa fá skip fundist sem jarðsett hafa verið eða sokkið.
Hægt er að lesa meira um leiðangur í útgerðarbálki Gulaþingslaga: Utgjerdsbolken i Gulatingsloven om leidangen

Glefsur úr sögunum um víkingaflota og leiðangra
Þegar Magnus góði (1047) sjósetti skip sín, var því lýst sem flokki engla frá konungi himna –sem flögruðu yfir öldunum. (Arnór jarlaskáld)
Saga Haraldar Hárfagra: Haraldur hafði stóran dreka og mörg skip í leiðangri sínum. Um veturinn hafði hann látið smíða dreka mikinn og látið búa hann af miklum kostum, og sett húsmenn sína og berserki um borð. Frammi voru valdir menn, því þeir höfðu konungsveifuna.Frá miðskipi og fram í stefni var kölluð rausn, eða fremri vörn;og þar voru berserkir. Slíkir menn voru aðeins húsmenn Haraldar konungs vegna styrks, hugrekkis og margskonar handlagni

Útskurður sem fannst í Bergen. Sýnir líklega flota Hákonar Hákonssonar 1233. Hér sjáum við skip með drekahöfuð bera hæst og önnur stór skip leiðangursins. Fyrir miðju sjáum við skip með gullna fána, einskonar vindhana sem blakta á bógi þeirra.
Úr sögu Hákonar Hákonssonar. Þegar hann (Hákon) kom til Björgvinjarlagði hann skipi sínu uppá konungsgrund,hinir lögðu Langskipum sínum við bryggju bæjarins.
Seinna setti hann niður stærstu skip sín: Hugarró, Ólafssúð, Fitjabrandinn, Gullbringu og Rýjarbrandinn. En þegar Hugarró var sett niður skemmdist neðri hluti skipsins. Strax var skipið sett upp og gert við það. Hin skipin voru sett niður án áfalla. Skip konungs lágu við bryggjur um allan bæinn. Síðar komu konungsmenn og höfðingjar með mikinn búnað og menn.
Saga Ólafs Tryggvasonar: Ólafur kallar saman leiðangur til útsiglinga.
Ekki löngu eftir þessa atburði kallaði Ólafur til þings og tilkynnti að að sumri myndi senda gísl úr landi og hann myndi kalla saman leiðangur, skip og menn frá öllum fylkjum landsins og láta vita hvers mörg þau yrðu. Þá sendi hann boðbera innan lands, norður og suður, til eyja og lands til að kalla menn til vopna. Eftir það setti Ólafur konungur niður „Orminn langa“ og öll önnur skip hans, stór og smá; (….)Ennfremur fékk Ólafur konungur 11 stór, 20 rúma skip frá Þrándheimi og tvö smærri..

Ger Ormurinn langi ; Úr Ólafssögu Tryggvasonar
Þann vetur eftir er Ólafur konungur hafði komið af Hálogalandi lét hann reisa skip mikið inn undir Hlaðhömrum, það er meira var miklu en önnur þau skip er þá voru í landinu og eru enn þar bakkastokkar þeir svo að sjá má. Þorbergur skafhögg er nefndur sá maður er stafnasmiður var að skipinu en þar voru margir aðrir að, sumir að fella, sumir að telgja, sumir saum að slá, sumir til að flytja viðu. Voru þar allir hlutir vandaðir mjög til. Var skipið bæði langt og breitt og borðmikið og stórviðað.
Var það dreki og ger eftir því sem Ormur sá er konungur hafði haft af Hálogalandi en þetta skip var miklu meira og að öllum hlutum meir vandað. Það kallaði hann Orm hinn langa en hinn Orm hinn skamma. Á Orminum langa voru fjögur rúm og þrír tigir (120manns). Höfuðin og krókurinn var allt gullbúið. Svo voru há borðin sem á hafskipum. Það hefir skip verið best gert og með mestum kostnaði í Noregi.

Í Knútsdrápu Sighvats Þórðarsonar er talað um „harðbrynjuð skip kynjum;“
Í Hrynhendu Arnórs Þórðarson jarlaskáld, f.um. 1012, d. um 1070, sonur skáldsins Þórðar Kolbeinssonar. Arnór Þórðarson fór oft út sem kaupmaður og sigldi oft til Orkneyja, hann orti oft fyrir Orkneyjajarla og fékk viðurnefnið þaðan. Hann orti Hrynhendu sem lofkvæði til Magnúsar hin góða í nýjum stíl, hrynjanda; Hann orti einnig erfikvæði eftir Magnús Góða og Harald Harðráða og telst til höfuðskálda. Koma fyrir margar skipagerðir eins og herskip, knörr sem kaupfar, skeið og skíði er almennt heiti skipanna hjá skáldin