Víkingaskip- Smíði.

Sigurbjörn Svavarsson

Myndir á steinristum frá bronsöld, 1,300-900 f.k. sem fundist hafa á norðurlöndunum gefa hugmynd um hvernig skipagerð hefur þróast þar um langan tíma. Skip voru farartæki norðurlandabúa milli staða til lengri og styttri leiða, því ferðalög um landveg voru erfið, viðáttumiklir og þéttir skógar Svíþjóðar og brattar fjallshlíðar Noregs voru erfiðir faratálmar með fólk og vörur. Þróun skipa um margar aldir var því eðlileg og þegar víkingaskipin birtust öðrum Evrópumönnum þá voru þau afrakstur þeirrar þróunar. Með landvinningum og verslunarleiðöngrum 600-1000 e.k. urðu breytingarnar enn örari með auknu ríkidæmi höfðingja og konunga. Skipin sköpuðu víkingaaldirnar. Norrænar sagnir, fornkvæði og sagnir annarra þjóða lýsa skipunum sem undrum hafsins. –Víkingaskipin voru sveigjanleg sem tóku öldum hafsins eins og lifandi verur. –Bestu skipunum var líkt við dreka, fugla og sjóorma. – Auðvelt var að draga víkingaskipin upp á strönd. Skipin gerðu víkingum kleyft að fara langar leiðir, norður til Síberíu , til Litlu Asíu í austri, til Miðjarðarhafs í suðri og til Ameríku í vestri. Það sýnir að ritaðar heimildir lýstu því rétt, að víkingaskipin voru einstök á sínum tíma. Það var sjóhæfni víkingaskipanna, þekkingu í siglingafræði og sjómennsku sem gerði víkingum kleyft að sigra höfin. Þekkingin endurspeglast í orðaforða norrænu tungunnar sem m.a á 150 orð yfir öldur. Það sem við vitum í dag um víkingaskipin er frá fundum skipa frá víkingatímanum. Þekking okkar á þessum skipum kemur frá nokkrum skipum frá þessum tíma, tveim sem fundist urðuð í haugum, eins Gaukstaðaskipinu sem vitað er að er úr timbri sem fellt var 890 e.k. og Oseberg skipinu, sem er eldra og er smíðað líklega áratugunum fyrir 800 og var haugsett 834. e.k. Fimm önnur skip fundust á hafsbotni utan við höfnina í Hróarskeldu í Danmörku, sem líklega var sökkt þar til að varða innsiglinguna. Þau skip sem fundist hafa oft verið illa farin og í brotum og horfin þekking á smíði hluta þeirra hefur verið safnað úr mörgum áttum þegar endursmíði þeirra átti sér stað og nokkuð vitað um hvernig skipin voru smíðuð, því margar eftirgerðir þessara skipa hafa verið smíðaðar og þeim siglt víða og nokkuð er vitað um hvernig þeim var siglt og hvernig þeim var róið. Hins vegar vitum við minna um hver var siglingaleiðsögutækni víkinganna eða um seglabúnað

Smíði víkingaskipa – Skipshlutar Áætlað hefur verið að fyrir venjulegt 20 metra langskip, hefði þurft um það bil 58 rúmmetra af eik. Þetta jafngildir ellefu eikartrjánum, hvert einn metri í þvermál og fimm metra háu, ásamt einu 18 metra löngum fyrir kjölinn. Eikur af þessari stærð og fullnægjandi gæðum er erfitt eða illmögulegt að finna í dag. Kjölurinn í Gaukstaðaskipið krafðist mikillar, beinnar eikar um 25 metrar á hæð. Greining á timbursýnum úr víkingaskipum sýnir að margs konar timburgerðir voru notaðar, en eik, tré sem var tengt við Þór í goðafræðinni, var þar að stærstum hluta. Eik er þung og endingargóður viður sem auðvelt er að vinna með öxi þegar það er nýtt (blautt/óþurrkað). Almennt voru stærri skipin úr eik. Annar viður, var askur, elnir, fura, greni og lerki. Greni er létt og virðist hafa verið algengari í seinni hönnun fyrir festingar innanborðs, en þó greni sé notað í mastur í dag, þá eru engar vísbendingar um að víkingar hafi notað greni í mastur. Allt timbur var unnið nýtt og til að það þornaði ekki í vinnsluferlinu var timburvinnslan grafinn í jörðu til að halda hráefninu röku.

Viðurinn var unninn með fleygum (bleðgum), saxbílum, skarðexi, sköfum og lokum. Önnur verkfæri sem notuð voru í timburvinnu voru hamar, draghnífar,sagir og leiðarar. Járnsög voru líklega mjög sjaldgæf. The Domesday Book í Englandi (1086 AD) skráir þrettán sagir. Hugsanlega voru þetta stórviðarsagir (langar sagir notaðar af tveim mönnum, þar sem annar stóð lægra en hinn) en það er ekki vitað hvort þær voru notaðir í smíði langskipa. Fornleifauppgötvanir frá þessu tímabili í Coppergate, York, sýna að skipasmiðurinn og handverksmenn hafi haft mikið úrval af þróuðum verkfærum. Ýmsar gerðir axa, hnífum, sporjárna, bogasagir, handbora, brýningarsteina, rennibekki ofl. voru notuð. Í Gulaþingslögunum þar sem fjallað er um Leiðangursskip er vísað í tvennskonar skipasmiði, annarsvegar stafnsmið og hins vegar filung ( þann sem gerði fjöl, þ.e. borð) og gera má ráð fyrir að fleiri sérhæfðir smiðir hafi einnig verið til. Stafnsmiður sá um gerð grindarinnar að skipinu, en hinir um borð og samsetningar. Getið er um að sá fyrrnefndi hafi haft tvöföld laun hins. Líklega hafa öll skip víkinganna verið byggð sköruð (skábirt), og aðallega úr eik. Enda vísað til þeirra sem Eikju og Eikjukarfa. Sjá má af sögunum að skip voru smíðuð undir einskonar skýli sem nefnt er Hróf og Róf. Kjölurinn var fyrst lagður á bakkastokka (eflaust til að fá hann láréttan), síðan komu bönd og innviðartré öll með sínum mismunandi heitum. Bitar (frá stefni, siglubiti í miðju og austurbiti aftast), þá voru borðin, hvert hafði sitt nafn, t.d  borðið frá kili nefnt Kjalborð og annað borðið Aurborð. Fjöldi borða sitthvoru megin fór eftir stærð skipa, þau mjókkuðu til fram og skutstafns. Kjalborðið fest nærri lárétt á kjölinn. Kjalborðin voru mjórri og aðeins lítillega sveigð til fyrir bolvinduna. Efsta borðin eru talsvert breiðari og sverari til styrktar við dekkið nefnd róðrarhúfur og meginhúfur við borðstokk. Hvert eikarborð er örlítið sveigt á miðju bandi til að yfirdekka borðin neðan og ofan við í eðlilegri borðaskörun. Járnsaumur (hnoðsaumur, ferkantaður) gengu í gegnum skörun borðanna með um handarbreidd þar sem borðin liggja bein og á um þverhandar breidd þar sem borðin sveigjast, ávalur hausinn var að utan og innan við gekk saumurinn í gegnum ferkantaða járnskífu og hnoðaður að. Frá kinnungi mjókka öll borð um hlýra og í stafn. Stafninn var höggvin úr einu bognu eikartré og mótað þar sem borðin tengdust. Innanborðs var stafninn mótaður V laga svo hægt væri að komast að nöglunum við smíðina og viðgerða. Þétting á skörun borðanna var með síðuþræði sem líklega var úr kýrhárum og feiti. Að aftan var sama lögun skrokksins og að framan, við kýlfa (eikarsæti á borðstokk á bæði borð) fyrir akkeristaug. Öll krossbönd höfðu sæti þar sem hreyfanlegir dekkhlutar sátu í. Miðhluti kjalarins hefur lítilsháttar boga og ásamt flötu miðskipinu, við þverskurðinn er lögun skrokksins best fyrir tiltölulega sléttan sjó.

Timburvörn Í Eiríkssögu, í kafla 14 segir að botn skipa hafi verið varin og á borið seltjara sem vörn gegn tréormi sem gat borað sig í gegnum borð skipsins. Því miður er ekki sagt hvernig slík tjara var samsett. Fritzner’s Old Icelandic Dictionary getur sér til að hún hafi verið unnin úr selspiki og innheldi fjölómettaða fitu svipaða hörfræolíu. Skipi var skipt í hluta, rúm, þ.e. rýmið milli banda. Hverju rúmi var skipt í tvennt (hálfrúm). Eitt rúm var með árapari. Það er að segja: Skip sem hafði 20 rúm og 40 árar (eina á hvort borð). Sjókistur voru staðsettar á dekkinu til nota þegar róið var. Líklega voru þær settar undir dekk á löngum siglingum sem nokkurskonar kjölfesta. Samkvæmt sögnunum sátu einn til fjórir menn á hverri ár, eftir stærð skipa. Þegar fjórir menn réru hverri ár var því lýst eins og skipið flygi yfir hafflötinn. Möstur skipa (sigla, siglutré), voru að hæð og sverleiki í samræmi við stærð skipa (m.v ½ lengd skips). Engin sigla hefur fundist í fornleifum skipa og hæð þeirra og þar með flatarmál segls byggð á kenningum. Siglan var sett í miðju skipsins og gekk ofan í mikinn eikarstöpull sem kallaður var kerling, sem var sporöskjulagaður og stærð þessa sökkuls gat verið um einn metri í mesta þvermál og sex metra langur í stærstu skipunum og lá ofan á kilinum. Siglan gekk í gegnum kerlinguna og sat ofan í legusæti ofan í kjölinn. Lengd kerlingarinnar náði yfir tvö bandabil fram og aftur frá mastrinu. Ofan á kerlingunni var svo fiskurinn, og náði upp undir dekkið til að styðja mastrið og halda því lóðréttu. Það var um helmingur lengdar kerlingarinnar og með rauf sem var um helmingur lendar fisksins frá miðju og aftur, til þess gerð að hægt væri að reisa mastrið við smíði og ef þyrfti að taka það niður. Þegar siglan var reist var þessari rauf í fiskinum lokað með þar til gerðri eikarblokk sem féll alveg í raufina og henni fest. Siglan var fest með stögum, eitt fram, annað aftur og tvö til þrjú til beggja borða (höfuðbendur), þessi stög voru fest að húni, (efsta hluta siglutrés) og hinn endi þeirra eins og staðsetning þeirra var nefnd hér á undan. Rétt neðan við þar sem stögin koma saman að húni, var gat í siglutréð sem kölluð var húnbora, þar sem dregið var í dragreipið, sem dró seglránna upp eða felldi hana. Snemma notuðu lengri bátar einhvers konar ári fyrir stýri, en á 10. öld var hliðarstjórnunin (kallast stýriborð, uppspretta fyrir nafnorðið „stjórnborð“ skips) vel þekkt. Stýri var fest við mikla viðarblokk utan á skipið, en innan við stutt við öflugan bita. Viðarblokkin var kölluð vartan og var fest með fléttuðum víðisvafningum sem komu í gegnum borðin utan um stýrið gegnum vörtuna og kyrfilega fest í bita. Stýri var í samræmi við stærð skipsins, á Gaukstaðaskipinu sem var 24 metrar á lengd var stýrið um 2,4 metra langt viðarborð. Efri hlutinn, stýrisknappur, var ávalur í þvermáli um 15 cm. Neðra blaðið, stjórnblað, var um 1,8 m × 0,4 m. Stýrisstöngin, (stýridrengur, Hjálmunarvölur), á Gaukstaðaskipinu er um 20 cm, alveg flatt innanborðs og með um það bil 7,6 cm breidd um miðju . Efsti hluti stýris hafði tvö göt. Þegar stýrið var í eðlilegri stöðu var stöngin sett í efri holuna þannig að stöngin stóð til hliðar. Sveigjanleiki festingarinnar leyfði blaðinu að snúast. Þegar á ströndinni eða á grunnt vatn var stýrisstöngin sett í neðra gatið, slakað var á festingum og stýrið hækkað svo stýrið gæti starfað í grunnvatni. Reynslan á eftirlíkingum víkingaskipanna sýnir að skipin stýra vel þannig, en það þurfi mjög mikla líkamlega áreynslu til að breyta um stöðu stýrisins, svo ekki var ólíklegt að einhver aðferð hafi verið til sem létti verkið sem ekki er þekkt í dag. Víkingaskip notuðu að mestu leyti tvær mismunandi tegundir af akkeri. Algengasta var viðartré sem myndaði boga. Það var þyngt með steini sem sem festur var við það með harðviði eða járni sem hélt steininum í stað. Í Ladby-skipinu í Danmörku var að finna einstakt járnakkeri, líkist nútíma akkeri en án þverstokks. Þverstokkurinn kann að hafa ryðgað og horfið. Þetta akkeri var gert úr norsku járni – hafði langan járnkeðju sem hampreipi var fest við. Þessi gerð hefur nokkra kosti þegar legið er á djúpum vatni eða í öldu.