Eftir Þjóðfund.

Í kjölfar Þjóðfundarins hafa eðlilega margir tjáð sig um niðurstöður hans, m.a. kennarar í lögfræði og ritstjórar stærstu blaðanna. Ritstjóri Morgunblaðsins gerir grín að fundinum. Fundið er að því að niðurstöðurnar séu of almennar og ekki sé hægt að setja slíkt í stjórnarskrá, þær séu óskalisti um félagsleg réttindi og það gangi ekki. Ritstjóri Fréttablaðsins vill gera greinarmun á borgara og pólitískum réttindum og félagslegum réttindum  hins vegar og hin síðari séu kostnaðarsamar skyldur sem lagðar séu á ríkið.

Sjónarhornin eru oft metin úr frá lögfræðinni og  sjónarmiðum ríkisvaldsins þegar greint er á milli frelsisréttinda þar sem ríkinu ber fyrst og fremst að halda að sér höndum og hins vegar tilkallsréttinda þar sem ríkinu ber að láta eitthvað í té. Þetta er í samræmi við hefðbundna túlkun í stjórnmálaleg og borgaraleg réttindi og félagsleg réttindi hins vegar.

Þegar þessi  réttindi eru skoðuð út frá sjónarmiði einstaklingins og almennum  mannréttindum eru þau jöfn að gildum.  Fyrir einstaklinginn er það jafn mikils virði að hafa rétt til athafna og að hafa rétt til lífsviðurværis.

Það sem við stöndum frammi fyrir er hvort sjónarmiðið á að ráða? Hefðbundin viðhorf ríkisvaldsins eða vilji fólksins?

Hverjum þegn er ljóst að hann verður að gefa af frelsi sínu við að gangast undir almennar reglur samfélagsins , en í staðinn fær hann stuðning þess og betra líf í samvinnu með öðrum, „ Einn fyrir alla og allir fyrir einn“  Það eru í raun skilaboð Þjóðfundarins. Valdið er veitt sameiginlega af einstaklingunum til valdastofnanna samfélagsins sem eru verkfæri fólksins til að viðhalda, efla og þroska samfélagið.

Tregðan við þessum breytingum fellst í að nú mun þjóðin setja ríkisvaldinu grundvallarreglur um hagsmunamál þegnanna í stað þess að stjórnmálamenn og ríkiðvaldið móti þær reglur.

Það er hægt að benda á margar stjórnarskrár sem geyma ákvæði um slík gildi og jafnvel  heimspekilegan og  siðferðislegan grundvöll ríkisins.

  • 1. gr. þýsku stjórnarskrárinnar segir að mannleg reisn njóti algerar friðhelgi og hana beri ríkinu að vernda. Þannig er annarsvegar kveðið á um rétt einstaklingsins til mannlegrar reisnar og hins vegar um skyldu ríkisins til að vernda þann rétt og tryggja. Með rétti einstaklingsins og skyldu ríkisvaldsins er enn fremur undirstrikað að ríkið hafi þann tilgang að þjóna fólkinu en ekki öfugt. 1)
  • Suður-Afríska stjórnarskráin er framúrstefnuskjal á sviði mannréttinda. Í formála og meginhluta 1 og 2 kafla er útlistað að samfélag sé byggt á lýðræðislegum gildum, félagslegu réttlæti og mannréttindum. Sérstök réttindaskrá – Bill of Rights sem er helguð mannréttindum. Sem dæmi má taka 9. gr. sem bannar ólögmæta mismunun m.a. á grundvelli kynhneigðar og Suður-Afríka er nú eitt af fáum ríkjum veraldar sem tryggja ekki bara borgaraleg og pólitísk réttindi heldur einnig félagsleg réttindi, svo sem rétt á mat, vatni, húsaskjóli, heilbrigðisþjónustu, lífeyri og menntun (27.-28. gr.). Auk þess að tryggja einstaklingum aðgang að dómstól telji þeir að brotið hafi verið gegn þeim, kveður 38. gr. á um að einstaklingar geti einnig höfðað mál fyrir hönd hóps eða í þágu almennings.  3
  • 1. Gr. Finnsku stjórnarskrárinnar segir m.a. „ Stjórnarskráin skal tryggja friðhelgi mannlegrar reisnar, frelsi einstaklingsins og stuðla að réttlæti í samfélaginu.“ Í 18 grein er rétturinn til vinnu og lífviðurværi af því.
  • 1. grein sænsku stjórnarskrárinnar (Regeringsformen) að “allt almannavald stafar frá þjóðinni” og ennfremur að sænskt lýðræði sé byggt á “frjálsri skoðanamyndun og almennum og jöfnum kosningarétti”.  2)

Þróun í undanfarinna áratuga í stjórnarskrám með réttindum til þátttöku í starfsemi ríkisins og réttindi sem tengjast réttlátri málsmeðferð eru gjarnan greindar sem sérstakur flokkur réttinda. Einnig er algengt að tala um mismunandi kynslóðir réttinda og er þá gjarnan vísað til réttar til friðar og heilnæms umhverfis sem nýjustu kynslóðarinnar í þeim efnum.

Víða hefur það álitamál uppi hvernig eigi að fara með hin svokölluðu félagslegu réttindi. Öðrum þræði eru réttur til vinnu, lífsviðurværis og húsnæðis svo dæmi sé tekið einhver mikilvægustu réttindi fólks og því jafnvel hugleiknari en hin svokölluðu borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi (tjáningarfrelsi, félagafrelsi, friðhelgi einkalífs o.s.frv.).

Á hinn bóginn er mikil tregða í sumum nýlegum stjórnarskrártextum að viðurkenna réttindi með lagalega skuldbindandi hætti sem kosta fjárútlát af hálfu ríkisvaldsins og þau eru sumstaðar leyst með því að hafa sérstaka kafla um “félagsleg markmið”,  sbr. t.d. 3. kafla svissnesku stjórnarskrárinnar frá árinu 2000. Þar segir að kappkostað sé að tryggja að allir njóti almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu, hentugs húsnæðis, menntunar og aðstoðar samfélagsins þegar eitthvað bjátar á vegna aldurs, fötlunar, veikinda, slysa, atvinnuleysis o.s.frv. Jafnframt er tekið fram að ákvæði þessi leiði ekki til þess að einstaklingar öðlist lagalega bindandi rétt til framlaga af hálfu ríkisins. 2)

1) http://www.samfelagssattmali.is/thyska-stjornarskrain

2) https://docs.google.com/viewer?url=http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/Stjornskipunarthroun.pdf

3) http://constitutionallyspeaking.co.za/on-nelson-mandela/

Print Friendly, PDF & Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *