Ellefti fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

11. Fyrirlestur

Kæru bræður.

Af því sem þið heyrðuð á síðasta sunnudegi, hljótið þið að hafa skilið, að minnsta kosti lítillega, hverskonar lífi er mælt með fyrir mann sem vill ganga hærra upp stigann til meiri andlegrar fullkomnunar í leit að sannleikanum og lifa með Sri Krishna, sem stöðugt vinnur fyrir mannkynið og örlögum þess og á sama tíma er laus við afl sársauka og ánægju sem ræðst af Karma eins og hjá flestum mönnum. Þið vitið að ég hef kallað það Yagníst líf, af þeirri ástæðu að það er líf eins sem fórnað er fyrir hina mörgu, ásamt því að fórna persónunni fyrir sálina — sem ávallt vex og í einingu með Alheiminum, eða logos, Eswara. Fyrsta fórn nema fyrir hina mörgu, fellst í því að að vinna ávallt í að létta sorgir manna. Önnur er að fórna persónunni fyrir sálina, sem fellst í að afneita ánægju sinni af veraldar gæðum og að halda sig aðeins við það sem þarf til að gegna skyldum sínum við aðra. Þriðja fórnin er leit sálar upp til til logosar í viðleitni til hins eina sannleika, sem leiðir hana til þjónustu við aðrar sálir sem enn eru í myrkrinu. Í fallegri setningu í Biblíunni, er mannleg sál eins og lampi sem ekki er skyggður. Sá lampi geislar huglægu ljósi sem lýsir mönnum og er því rás Alaya eins og segir í „Seven Portals.“ Slíkt huglægt ljós hjálpar öllum mönnum í þroska þeirra og því er lampinn einn eilífðarheima Bramhina. Hann gefur heiminum ljós en tekur ekkert sem heimurinn gefur og er því yogi. Hann afneitar ekki aðeins veraldlegum hlutum, heldur jafnvel uppljómun Nirvana, eðli Ambrosiu (guðaveigar) sem hægt er að njóta með devunum í fullkominni hvíld (Sanya).
Þetta er eðli innstu þekkingar (gnyana) og er sá upplýstur maður (Bodhisatwa). Í stuttu máli er það fullkomnun mannlegrar þróunar og táknuð með jöfnunni 2=1+1, því tveir eru aðeins einn sem sýnast tveir, allir einir í alheiminum eru tengdir anda samhæfingar, eða ódeilanlegum anda sem kallast hin endanlegi Purusha, eða óbirt hugsun. Það er eitt ástand hins eina, en samt margra sem Sri Krishna lifir í og allir í honum. Ef ég misskil það ekki, er það ástand sem er hægt að lýsa með orðinu Nirmanakaya (líkami skaparans) í guðspekiritum. Hinar þrjár fórnir sem ég minntist á, eru þrír þættir Yagna og mynda saman hinn sanna Yoga, sem aðeins maður getur orðið. Það er þreytt sögn á Indlandi, að töfraplöntur vaxi á öllum vegum án eftirtektar, og fyrir mér sýnist hún eiga jafnvel við um Yoga. Dulspekihluti heimsins sýnist mér vera æstur í sókn eftir Yoga. Hindúar nærðu gamla skólann og unnu eftir misskilinni hugmynd um að efnisleg þjónusta fyrir meistarann myndi reisa þá upp á topp hins gullna fjalls, hrópandi „ó meistari sem ég vill þjóna og mun kasta á mig auman bliki sínu.“ Hann heldur að Yoga sé bragð sem meistarinn muni ekki upplýsa við neinn sem ekki hefur þjónað honum efnislega. Vestrænir menn eru einnig haldnir þessari tímabundnu aðdáun þegar þeir kalla „látið mig hafa meira af þýddu efni um líf Yoga eftir höfunda um Yoga.“ Þeir hafa ekki grun um þær gullnu námur sem liggja nú þegar þýddar og til staðar í bóksölum Vesturlanda. Allur sannleikur um Raja Yoga sem sannur guðspekingur þarf að vita, er nú þegar í tveimur verkum , Manu Smriti og Bagavat Gita, svo ekki sé minnst á skrif H. P. B.

2. Sri Krishna kallar því þennan ferill yagníka lífs sem hann hefur frætt Arjuna um, Yoga (1st Sloka 4th Chr.) Í raun er Yoga og Yagna samþætt og óaðskiljanlegt, þó að fólk skilji það í dag sem aðskilda þætti. Yoga kemur af rótt orðsins Yuj, að vera með, í merkingunni að taka þátt í. Þar sem hjartað er miðja manns, er með sama hætti heldur yogi hjartans sig í miðju alheimsins og þar með í sálinni. Sálin, eða hærri hugurinn, er drifafl mannlegra tilveru, miðja hærri og lægri hvela tilverunnar og eins og ég hef áður nefnt, hefur yogi hjartans himneska hvelfinguna að ofan og jarðneska hyldýpið neðan við sig og yoga hans er því tvennskonar. Hann tekur þátt í hinu efra með íhugun, og í athöfn hið neðra. Orðið yagna er dregið af Yaj, að þjóna, sem merkir einnig tvöföld þjónusta, þjónusta veitt hið neðra, er þjónusta veitt að ofan. Þar er Bramparpana karma, sem er svo illa skilið í dag, því í góðri sögn er Bramha persónugerður „sá sem gefur fátækum, lánar drottni.“ Vinir mínir, þið getið ekki hugsað of oft eða né of mikið um þessa höfgu hugmynd um Bramparpana Karma; því, ef þetta land á að rísa upp aftur, í orðsins fyllstu merkingu, þá eru það aðeins vitrustu synir þessa lands sem geta náð að vekja aftur það eðli hugar og lífs landsins og fleyta því á öldur athafna. Engin pólitískur, samfélags- né vitsmunalegur órói getur komið á fót hjarta siðferðis sem gæti kallast Bramharpana líf ef þetta hjarta er of veikt eða ekki til staðar, sem ég því miður tel að sé. Þetta karma er byggt á þríhliða fórn sem ég hef vísað til hér á undan og er lykilnótan að Bagavat Gita og þannig höfðar Gita sjálf til allra hugsuða og er lofuð, jafnvel frá sjálfum kristnum prestum — lof sem er augljóst af staðhæfingu, þó fáránleg sé, að Gita sé framhald Biblíunnar. Það er vegna atriða um óeigingjarna þjónustu við Guð og menn sem er rauði þráðurinn í Gita og vesturlandamenn byrjar að tala um Gitu sem nýja Biblíu fyrir heiminn. Hvað sem um það má segja, er heimsspeki Gitu það eina sem getur bundið saman ósamstætt mannkyn og gert þeim kleyft að lifa í friði og bróðurkærleika.

3. Snúum okkar aftur að viðfangsefninu, Sri Krishna segir Arjuna að það yoga sem hann kenni honum sé elsta arfleið heimsins. Það eigi uppruna sinn frá honum sjálfum, Krishna, drottinn Yoga, eins og Pouranikas (elstu fræðimenn í gömlu ritunum) kölluðu hann og voru arftakar Rajarshees, sem ríktu á jörðinni fyrir þúsundum alda og hurfu ásamt varðveislumönnum Veda í tímans rás. Drottinn Krishna vísar til þessa elsta uppruna kenningarinnar um yoga, einungis til að Arjuna skilji sérstöðu þess, því samkvæmt Sri Krishna og allra indverskra kennara og hefða er líklegra að hið forna sé mikilvægara en það sem er nýrra. Þessi virðing fyrir fornri visku skilji þið þegar við hugsum um þróun heimsins sem hinir fornu meistarar hafa fært okkur. Séu allar þekktar siðmenningar, hugsanir og heimsspeki á síðustu tímum bornar saman við purana heimsspekina, sjáum við að þessi forna viska, sem er upprunnin svo langt aftur í tímann að við getum vart ímyndað okkur hann, hefur flætt áfram í gegnum ótal menningarrásir í tímans straumi til okkar tíma. Sönn heimsspeki sem hægt er að líkja við sól sem hafi skinið á tímans strauminn og hið sanna skýra ljós endurkastast af hinum ótal bylgjuhreyfingum yfirborðsins. En eins og árstraumur sem byrjar í tæru vatni fjallshlíðanna og vex æ meira á göngu sinni til hafs, verður orðin gruggugt við ármynnið, líkt er líf manna sem flæðir áfram frá hreinu upphafi hringrásanna, í efni og hugsun, til þess að vera borin þungu karma og andlega gruggi í lok þess tíma sem við lifum á, Kali Yuga, — tímabil sem framkallar verstu gerð manna og reynir því mest á andlega verkamenn og gefur þeim styrk og tækifæri til að rísa hærra eins og sagt er í setningunni

„Það er Kali yuga sem kallar fram hollustu hjá mönnum til að þjóna drottni Narayana.“ Þessi setning hefur náð tökum á mönnum á rangan hátt, og notuð til að réttlæta eigin ósiði, en eins og ég hef bent á, hefur setningin tilvísun í lögmál andstæðra tengsla. Það að hluti okkar hringrásartímabils, yuga, í upphafi hreinleika og sakleysis sýndi sig best í Bramhacharyam stiginu, þegar kraftur himnanna var á jörðinni í bernsku mannkynsins og hinu unga mannkyni var leitt á fyrstu stigum þróunarinnar í rétta átt. Ég held að það sé þetta tímabil sem drottinn Krisnha er að vísa í og að Ikshwaku var höfuð Rajarshees í sólarríki sem talin eru upp í Sanskrít ritum. Ikshwaku og fleiri vígðir konungar sem komu eftir honum höfðu allir þann sama mikla gúrú, Manu, sem er afsprengi Vivaswan, eða sólarinnar.

4. Staðhæfing um að Manu sé afsprengi sólarinnar, hefur einnig verið afskræmd af hugsunarlausum hindúum svo að það er ástæða að segja ykkur að hinir fornu heimsspekingar áttu ekki við sólina í eiginlegri merkingu, áttu ekki við hnött af brennandi efni, heldur gaf það til kynna sem tjáð er með sólarengilinum í guðspekiritunum. Þeir, og H. P. B. sögðu að sólin vera ^Jj^if^RT, sjálflýsandi linsa þar sem hið óbirta ljós tekur á sig mynd, dreifist og birtir sig í milljónum sólkerfa, sem þróunarmáttur í efnisbirtingu, m.a. okkar sólkerfi. Sólareðlið sem má kalla ljós er sjöundi og hæsti þáttur hins birta ljóss sem við sjáum. Sólarenglar eru því háþróaðar andlega verur — með mikla vitund sem samsvarar efninu sem þær íklæðast. Til að tengja þær við það sem ég hef áður sagt, má líta á að þær saman myndi lótus Bramha. Þessir englar ganga undir ýmsum nöfnum, m.a, plánetuandar, Asuras ofl. En til að fá betri hugmynd um eðli þeirra, getum við hugsað okkur að þær standi í sömu tengslum við endurnýjaðan heim Brahmina, eða Nirmanakaya (eilíf birting), eins og þeir standa gagnvart mannkyninu.
Þessir englar voru slíkir Bramhinar í fyrra Mahamanwantarms (hér er átt við fyrri hringrás sólkerfisins), sem þjónuðu um ómuna tíð í þjáningu og þraut við að byggja upp visku í heiminum, þaðan sem þeir birtust sem englar úr hinni eilífa vömb Aditi (kosmíska móðir), eftir tímabil Mahapralaya (tímabil á milli kosmískra hringrása, eða kosmíska nótt Brahma) og með karmísku áhrifum þess. Þessir englar eru fyrstu andardrættir hins óbirta logos, Sri Krishna, og eru sagðir draga yogíska lífið frá honum í dögun sköpunar og eðlilega segist Sri Krishna hafa kennt þeim. Vinir mínir, Sri Krishna getur eins og allt annað staðið fyrir fjórum mismunandi þáttum sem samsvara hinum fjórum möntrum hins helga OM. Hann er hin óbirti logos og hjarta heimsins. Hann er andlegir sólarenglar, eða Nirmanakaya, eða hærri hugurinn , og það er fyrir ykkur að finna réttu auðkennin þegar þið farið í gegnum Gitu. Sólarenglarnir eru innblástur fyrir Nirmanakayas og Rajarshees og svo framvegis, Gita segir að sólin hafi kennt Manu og Rajarshees. Orðið Manu gefur annað hvort til kynna, mannkynið í heild sinni, eða fullnuma á sálarsviðinu sem gefur mannkyninu lögmálin niður í efnissviðið, í mannheim, annað hvort í fyrsta Yuga eða næst síðasta (71 Yuga) sem er minna manwantarm samkvæmt okkar fornu heimsspekingum.

5. Ef við íhugum Gitu aftur, þá fær allt ljóðið meiri samkvæmni ef við kennum Arjuna og Krishna við lægri og hærri hugann í guðspekiritunum. Þeir eru tveir þættir eins og sama hlutarins og því segir Sri Krishna í 10 kafla, að Arjuna sé á meðal Pandavas. Ástæða Sri Krishna fyrir að halda yoga kennslunni að Arjuna er sú að Arjuna er Bhakta hans, eða sá sem er hollur þjónustuhlutverki sínu. Lægri hugarþátturinn er það sem flestir menn stjórnast af, ræður því hvort yoga verður að raunveruleika og er aðeins möguleg fyrir þeim sem eru hollir í þjónustu sinni við meistara sinn, eða þeir sem dragast stöðugt að foreldri sínu, hærri huganum. Ef engin slíkur aðdráttur á sér stað, þá er allt yoga, Purana, Veda og öll önnur guðspekileg skrif, algjörlega merkingarlaus fyrir slíkan mann. Yogafræði eru eins og drottinn sagði eru dulræn og æðri, að það sem tengist æðra eðli mannsins er hulið þeim sem kjósa að lifa með lægri huganum og því sem tilheyrir honum. Sama ástæðu er um gleymsku fyrri jarðvista. Það er áreiðanlega einn af mörgum erfiðleikum sem þið hafið reynt í upphafi guðspekilegra hugsanna. En þeir erfiðleikar hverfa ef þið hugleiðið vandlega eiginleika hugarþáttarins, hinn lægri, eða hinn jarðbundna og þann hærri, eða hinn himinborna. Hinn lægri er aðeins geisli hærri hugans sem nær niður í efnishulstrið til að lýsa því og gefur hugsun, langanir og minni, og það minni er aðeins efnisleg óskrifuð tafla í líkama sem hún lifir í og deyr. En þessum geisla er áskapað að leita uppruna síns og í samræmi við leit sína öðlast lægri hugurinn vitneskju um fyrri jarðvistir, sem eru eins og margar greinar sama tréð, hærri hugans. Hærri hugurinn er eins og festi sem perlur jarðvistanna raðast á og sé þeirri festi ekki náð, eru minningum um fyrri líf heldur ekki náð. En til þess að festinni sé náð, verður að beita lægri huganum upp á við, eða taka á sig einkenni hægri hugans. Hugsanir verða að vera ópersónulegar og hlutlausar, eða hugsunin verði eins og eilífur tímans fugl, svífandi og mikilfenglegur í hreyfingum sem sér allt á jörðu eins og í einu augnabliki. Svo að ef allar aðstæður eru til staðar, getur maðurinn náð svipmyndum úr fyrra lífi. En fram að því, er ástæðulaust að kvarta yfir vangetu efnislega minnisins að leita upp á við, á sama hátt er ekki hægt að ætlast til að höggormur svífi eins og örn. Sri-Krishna (sitjandi á Garuda, fugli tímans eins og sagt er í Puranas) getur munað allar fyrri jarðvistir sínar, en Arjuna getur það ekki (sveipaður kufli myrkurs).

6. Þetta vekur áhugaverða spurningu, ef Sri- Krishna er á svo háu sviði og laus úr öllum viðjum, upplýst og laus úr skýjum fáfræðinnar, en er sé engu síður háð lögmáli fæðingar og dauða. Meistarinn segir að fæðing hans í heiminn og dauði sé eins skonar tálsýn í tilveru manna og sé ekki reynsla fyrir hann eins og fyrir menn. Hann er án efa andleg eilíf vera og drottinn allra manna, en er sagður hafa vald á tjaldi Prakriti sem aðskilji alla menn frá honum og fæðist í heiminn sem er tálsýn sem allir menn eru háðir. Orðið Maya (tálsýn) verið þið að skilja rétt, svo þið náið hinni fornu heimsspeki. Afleiðsla orðsins sem gefin er, Ma +Ya, eða, ekki það. Maya er því afl sem birtir hluti sem eru ekki, eða sýndarkraftur sem rís af takmörkun á hinni fornum hugmynd um hina sönnu einingu sem tímabundið birtist sem margföldun með afli Maya. Eins og ég hef áður sagt, þá getur eining þróunarlega séð ekki verið aðskilin frá hinum mörgu, þessar tvær tilvistir eru óaðskiljanlegar og nauðsynlegar fyrir hvor aðra. Þessi heimur margbreytilegs eðlis er heimur hinna mörgu, honum verður aldrei algjörlega eytt, en birtingarsvið hans breytist aðeins frá lægri sviðum til hinna hærri, slíkar breytingar eru þó eyðing hinna lægri frá því sjónarhorni. Hæsta mögulega svið hinna æðstu hugsuða í okkar sólkerfi er kallað Avyakta, eða það óbirta og er svið sólkerfis okkar. Þegar sagt er að allur heimurinn farist í lok hins mikla pralaya, getum við aðeins skilið það sem svo að heimurinn hafi breytt birtingu sinni í hið hæsta Avyaktam og tekið stöðu sína þar í samræmi við lögmálið sem ræður því sviði. Þetta Avyaktam svið sem er síðasta birting tilvistar, var talin af Purana heimsspekingum vera hugsun handan efnistilvistunar og hafði í sjálfu sér eiginleika lægri birtinganna. Ég segi eiginleika, vegna þess að þetta hæsta stig guðlegrar sýnar var skilið af okkar fornu hugsuðum sem svið vitundarljóss, eða hið ósundurgreinalega hæsta ljós, alveg eins og við sjáum stjörnuþyrpingu í vetrarbrautinni sem eitt ljóssvið.

7. Þetta Avyaktam er einnig kallað Moolaprakriti, eða rót Prakriti og er upphafspuntur þróunar. Það hefur í sér eiginleika fjölbirtingu og má kenna við Maya Sakti sem er í tilvist með huldu hugsunarafli. Það hefur verið sagt af heimsspekingum okkar, t.d. Bagavan Sankaracharya. Í athugunum sínum á Bagavat-Gita, segir hann að Sri-Krishna geti ekki verið sagður fæddur eins og allir menn, heldur birtist af eigin afli, með Vaishnavi Maya, eða efni sem hugsunarvera kölluð Krishna hefur yfir að ráða. Í þessu sambandi má leiða hugann að öðru. Það er staðreynd að við vöknum af svefni endurnærð á nýjum morgni, vökum meðan dagsljós er og sofum á nóttunni. Við vöknum á ný og rifjum upp atburði liðins dags og göngum til verka eftir kringumstæðum og andagift. Við erum því öll verur sem hreyfumst á því sem má kalla daglega hjólið, eða Ahoratra CJiakra. Við sveiflumst eins og pendúll frá einum enda og til baka, frá neikvæða vitundarpólnum til þess jákvæða sem kallast svefn og vaka. Þessa samsvörun má taka lengra. Við getum með sanni sagt að það sé ekki ein vera á þessari hlið kosmíska tjaldsins, sem ekki hreyfist á daglega hjólinu. Ein dagur þeirrar veru á hærra sviði er eins og heil hringur og margir smærri hringir vera á neðri sviðunum, en í raun ætti ekki að kalla það dag, þar sem dagur er aðeins breyting á vitundarveru frá jagrat vitund (vökuvitund) til meðvitundarleysis og til baka, í samræmi við lögmál aðgerðaleysis og athafnasemi er ríkir á því sviði.

8. Ég hef áður sagt að að drottinn Bramha er sagður af fornu heimsspekingum okkar, sitja á toppi gullna fjallsins og hefur umhverfis sig alla Brahma-Rishees, og er gefið til kynna af heimsspekingum okkar að kosmíski þátturinn samsvari lægri hugarþættinum (manas) í guðspekiritunum. Það er andi kosmískrar hugsýnar sem þróar kosmísku ferndina. Þessi andlega hugsýn tengist tímabili athafna og athafnaleysis sem mælist í okkar hugtökum sem tvö þúsund yugas eins og þið vitið. Ef við íhugum hvernig heimsspekingarnir hugsuðu ferndina sem hreina og eteríska eins og fræðimenn okkar gerðu, eru Bramha yogar það sama og yogar Lotumeyjunnar — eru sólarenglar og Dhyanees í guðspekiritunar. Þessir Dhyanar voru á ystu mörkum sólkerfisins og standa fyrir sömu tengslum við Brahmina heimsins eins og ég hef nefnt, eins og á milli föðurs og sonar og því eru Brahminar sagðir synir Dhyana. Sögn Sruti er dulspekileg „Sjálfið er sonur í tjáningu“ og okkar fornu heimsspekingar litu á föður/sonar þáttinn sem eitt og dulspekilegan. Þessir englar, Mahatmas (fullnumar), kenndu mönnum með geislum hærri hugarþáttarins og í Vyswanara, eða Jagrat (vökuvitund) og drottinn Bramha, lótus, sameinaður andi englanna, er gjarnan kallaður afi okkar Purana hugsuða. Fjórði, eða yfirskilvitri þátturinn er drottinn Narayana, hin óbirti logos, og engin veit tímabil hans hjóls, þar sem Deva-Devaswara vinna. Í Bagavat-Gita talar Sri Krishna um fjóra þætti Vyswanara, og það er ykkar að finna hvenær þeirra er þörf. Fyrir ykkur sem eru áhugasamir um sálfræði, get ég sagt að þessir fjórir þættir geti með ákveðnum hætti kallast — drottinn tímans, drottinn yfirnáttúrulegra hugsana, drottinn hugsýna og drottinn forma.

9. Ef við snúum til baka og skoðum Yuga, getum við aðeins skoðað tímabil daghjól drottna hugsýnar og forma, því, til að taka skoðun okkar enn hærra, er aðeins fálm í myrkri eftir leyndarmálum sem Veda geymir aðeins fyrir innvígða í Purana. Til að tengja drottninn tímans við afmarkað tímabil er afstætt og að tengja það almennt við dhyan drottna er leyft segja okkar fornu heimsspekingar Purana. Þar eru einungis vangaveltur þegar sagt er að dagur, Mahamanwantara, sé hundrað ár Bramha, hvert ár sé 360 dagar og hver dagur 2.000 Yugas og hvert Yuga sé 4.320.000 jarðnesk ár, en aðrir segja að það sé lengra. Dagur Bramha er alveg nægilegt viðfangsefni fyrir okkar tilgang og það er áhugavert hvernig Purana heimsspekingarnir komust að niðurstöðu um 4.320.000.000 jarðnesk ár væru jöfn einum slíkum degi. Mér þykir fyrir því að fræða ykkur um að heimsspekin um tímabilin sem byggir á tölum er ekkert leyndamál fyrir stórum hluta guðspekinga og það er því skýrt að þið fáið engar vangaveltur frá mér um þessar tímahringrásir. Ég get hins vegar sagt eitthvað um efnið sem ég hef grafið upp úr Puranas í kyndilljósi sem H. P. B. hefur kveikt mannkyninu. Ég ræði aðeins töluraðirnar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, og 10, áður en komið er að skýringum, og það sem ég mun segja ber keim af þróunareðlisfræði, en ég fullvissa ykkur að það efni er tormelt, en nærandi þegar það hefur verið melt. Til undirbúning mæli ég með versi í öðrum hluta Vishnu Pourana til íhugunar. Allt hjól tímans er byggt á öðru hjóli sólarvagnsins sem er ódauðlegt í eðli sínu, mótað af efni ársins með þremur sem nafið, fimm sem hjólrimlar og sex sem gjörðin.

Print Friendly, PDF & Email

Lokað er fyrir athugasemdir.