II. Þróun

II. Þróun ~
Það er mjög áhugavert að rekja þróun mannsins og þróun heimsins samkvæmt kenningunni um tilveruna, tatwas.
Tilveran, tatwas, eins og við höfum þegar séð, er endurbirting af Swara. Um Swara, finnum við í bókinni okkar:
„Í Swara eru Vedas og shastras, og í Swara er hljómlist. Allur heimurinn er í Swara; Swara er sjálfur Andinn.“
Viðeigandi þýðing á orðinu Swara er „straumur lífsbylgjunnar“. Það er sú bylgjuhreyfing sem er ástæða þróunar óskipulags kosmísks efnis í skipulagða heima, og aftur þá í upprunalegt ástand óskipulegs efnis, inn og út, aftur og aftur. Hvaðan kemur þessi hreyfing? Þessi hreyfing er andinn sjálfur. Orðið atma sem notað er í bókinni, ber í sjálfu sér hugmyndina um eilífa hreyfingu, og komin af rótinni at, eilífri hreyfingu; það skal bent á, að rótin at, tengist (og er einfaldlega annað form á) rótinni ah, andardráttur, og as, að vera. Allar þessar rætur hafa uppruna sinn í hljóði þegar dýr andar. Í Vísindi andardráttar er sa, tákn fyrir innöndun ha, fyrir útöndun. Það er auðséð hvernig þessi tákn eru tengd rótunum as og ah. Straumar lífsbylgjunnar sem nefnd var hér að framan má kalla Hansachasa, þ.e., hreyfing ha og sa. Orðið Hansa, sem merkir guð, og kemur oft fyrir Sanskrit verkum, er aðeins táknræn framsetning á eilífum framgangi lífsins — ha og sa.
Meginstraumur lífsbylgjunnar er hin sami og í manninum í hreyfingu inn-og útöndunar lungnanna, og einnig uppruni inn- og útþróunar í sólkerfinu.

Bókin heldur áfram:
„Það er Swara sem gaf formið á fyrstu samsöfnun og skiptingu sólkerfisins; Swara ræður inn og útþróun; Swara er Guð sjálfur, eða öllu heldur. Hið mikla Afl (Mahashwara).“
Swara er tjáningarbirting efnisins í manninum, það afl, sem við þekkjum, sem þekkir sjálft sig. Við eigum að skilja að þetta afl þverr aldrei. Það er ávallt að verki og hringferill þróunar er forsenda óbreytanlegri tilvistar þess.
Swara hefur tvö birtingarstig. Annað er þekkt á efnissviðinu sem sólar-andardráttur, og hinn sem tungl-andardráttur. Ég mun hinsvegar, á þessu stigi þróunarinnar, merkja þau sem jákvæð og neikvæð. Tímabilið þegar þessi straumur gengur til baka frá upphafi hans er þekkt sem nótt parabrahma. Jákvæði fasinn, eða tímabil útþróunar er þekkt sem dagur parabrahma; neikvæði fasinn, eða innþróunarhlutinn er þekktur sem nótt parabrahma. Þessir dagar og nætur halda óslitið áfram. Sundurgreining þessara tímabila tekur til allra fasa tilverunnar, og því er nauðsynlegt að sýna þau tímaskeið samkvæmt Hindu Shastras.

Tímaskipting ~
Ég byrja á Truti sem er minnsta tímamælingin.
26-2/3 truti = 1 nimesha = 8/45 sekúnda.
18 nimesha = 1 kashtha = 3-1/5 sekúnda = 8 vipala.
30 kashtha = 1 kala = 1-3/5 mínúta = 4 pala.
30 kala = 1 mahurta = 48 mínútur = 2 ghari.
30 mahurta = 1 dagur og nótt = 24 stundir = 60 ghari.
30 dagar og nætur og viðbótar stundir = 1 Pitruja dagur og nótt = 1 mánuður og viðbótar stundir.
12 mánuðir = 1 Daiva dagur og nótt = 1 ár = 365 days, 15″, 30′, 31”.
365 Daiva dagar og nætur = 1 Daiva ár.
4,800 Daiva ár = 1 Satya yuga.
3,600 Daiva ár = 1 Treta yuga.
2,400 Daiva ár = 1 Dwapara yuga.
1,200 Daiva ár = 1 Kali yuga.
12,000 Daiva ár = 1 Chaturyugi (fjögur yuga).
12,000 Chaturyugi = 1 Daiva yuga.
2,000 Daiva yuga = 1 dagur og nótt Brahma.
365 Brahmic dagar og nætur = 1 ár Brahma.
71 Daiva yuga = 1 Manwantara.
12,000 Brahmic ár = 1 Chaturyuga Brahma, og áfram.
200 yuga of Brahma = 1 dagur og nótt parabrahma.

Þessir dagar og nætur halda áfram sleitilaust í eilífri hringrás, og þar afleiðandi út-og innþróun.
Við höfum því fimm pör daga og nætur:
(1) Parabrahma,
(2) Brahma,
(3) Daiva,
(4) Pitrya,
(5) Manusha.
Það sjötta er Manwantara dagur, og Manwantara nótt (pralaya).

Dagar og nætur parabrahma fylgja hver öðrum óslitið, án upphaf og endi. Nóttin (neikvæða skeiðið) og dagurinn (jákvæða skeiðið) renna saman inní susumna (tengiskeið) og tengjast hvert öðru. Þannig er einnig með aðra daga og nætur. Allir daga í þessari keðju eru taldir jákvæðir, heitari straumur, og nætur neikvæðar, kaldari straumur. Tjáning á nöfnum og formum og tjáningaafl, liggur í jákvæðum fasa tilverunnar. Móttakan er gefin af neikvæða strauminum.
Eftir að Prakriti, hefur verið undir neikvæðum fasa parabrahma, fylgir það parabrahma eins og skuggi með móttækileika útþróunarinnar; þegar heitur straumur byrjar eru breytingar innbyggðar í því og það birtist í breyttu formi. Það fyrsta sem jákvæð útþróunin setur á Prakriti er þekkt sem akasa. Þá koma eterarnir einn af öðrum inn í tilveruna. Breytingarnar á Prakriti eru eterarnir á fyrsta stigi.
Þessir fimm eterar sem nú ráða birtingarfasanum, vinna í straumi hins mikla andardráttar. Frekari breytingar eiga sér stað. Nokkrar miðjur koma í birtingu. Akasa steypir þau í form sem gefa rými fyrir flutninga. Með hreyfingu, vayu tatwa eru þessum frumöflum steypt í sviðsformin. Þetta er upphaf formmyndunar, eða það sem er kallað þétting.
Þessi svið eru okkar kosmíska egg, Brahmandas. Þar ná þessi frumöfl sínu öðru þroskastigi. Hin svokallaða fimmskipting á sér stað. Á þessu Brahmic sviði hafa nýju eterarnir rými fyrir flutninga, fínni eldurinn, taijas tatwa verður virkur, og næst vökva-eterinn apas tatwa. Hver tilvistareiginleiki er myndaður og varðveittur á þessum sviðum af straumunum. Í framgangi tímans verður til miðja og andrúmssvið. Þetta svið er meðvitaður heimur.

Á þessu sviði, og með sama framgangi, verður til þriðja etertilvistin. Kalda andrúmssviðið hverfur og annarsskonar miðjur koma í birtingu. Þær skipta Brahmic efnissviðinu í tvö ólík stig. Eftir það koma í birtingu annarskonar efni og þær miðjur kallast devas eða sólir. Við höfum því fjögur stig fínna efnis í alheiminum:
(1) Prana, lífsefni, með sól sem miðju;
(2) Manas, hugarsvið, með manu sem miðju;
(3) Vijnana, sálarefni, með Brahma sem miðju;
(4) Ananda, andansefni, með parabrahma sem óendanlegan brunn.Hvert hærra svið er jákvætt gagnvart því sem lægra er, og hvert þess lægra verður til af jákvæðum og neikvæðum fasa þess hærra.
(1) Prana tengist þremur pörum dags og nætur skiptingu sem fyrr var nefnd:
(a) Okkar venjulegu dags og nóttu;
(b) Hinum bjarta og dökka helmingi mánaðar, sem er kallaður pitrya dagur og nótt;
(c) Norður og suður helming áranna, dagur og nótt devas.
Þessar þrjár nætur hafa áhrif á jarðarefnið, gera það móttækilegra fyrir hinu kalda, neikvæða hularfasa lífefnisins. Þessar nætur hafa í sér að dagur fylgir á eftir þeim. Jörðin sjálf verður þannig lifandi vera, með norðurpól sem er miðjuafl og dregur að sér nálar, og suðurpól sem er, ef svo mætti segja, að sé skuggi norðurmiðjunar. Hún hefur sólarorkuna sem miðju á austurhelmingi, og tunglið- skuggi sólarinnar – er miðja vesturhelmingsins.
Þessar miðjur koma í tilvist í raun áður en jörðin birtist á grófa efnissviðinu. Þannig verða einnig miðjur annara plánetna til. Eins og sólin kynnir sig fyrir manu, lifir hún í tveim tilvistum, — jákvæðu og neikvæðu efni. Eftir að hafa verið um tíma í neikvæðu skuggastigi sem prana, tekur hún andstæðan ferill til jákvæðs fasa, manu, mynd manu er innbyggð í hana. Þessi manu er, í raun, hugur sólkerfisins, og allar pláneturnar og byggjendur þeirra eru fasar í tilveru hans. Um þetta verður fjallað síðar. Á þessu stigi sjáum við að jarðarlífið eða Jarðar Prana hefur fjórar orkumiðjur.
Þegar hún hefur verið kæld með neikvæðum straumi, mun innbyggði jákvæði fasinn taka við, og jarðarlífið í sinni breytilegu birtingu fæðist. Kaflinn um prana mun útskýra þetta betur.

(2) Manas: það tengist manu. Sólirnar snúast umhverfis þessar miðjur með öllum sínum andrúmum af prana. Þessi kerfi fæða af sér, lokas, eða lífssviðin og pláneturnar.
Hvert lokas hefur verið númerað af Vyasa í athugasemdum sínum um Yogasutra (III. Pada, 26th Sutra). Sútran er þannig:
„Með íhugun á sólina fæst þekking á efnislegri sköpun.“
Um þetta segir hinn virðulegi höfundur: „Það eru sjö lokas (tilvistarsvið).“
(1) Bhurloka: það nær til Meru;
(2) Antareikshaloka: það nær frá yfirborði Meru til Dhru, pólstjörnunar, og inniheldur pláneturnar, nakstatras, og stjörnunar;
(3) Handan þess er swarloka: sem er fimmfalt og heilagt fyrir Mahendra;
(4) Maharloka: Það er heilagt fyrir Prajapati;
(5) Janaloka;
(6) Tapas loka, og; (7) Satya loka.
Þessi tré (5, 6, and 7) eru heilög fyrir Brahma.

Það er ekki ætlun mín hér að útskýra merkingu þessara lokas. Það er nóg hér að segja að plánetur, stjörnunar, og tunglheimar séu öll tjáning manu, á sama hátt og lífverur jarðarinnar eru tjáning sólarinnar. Sólar prana er undirbúið fyrir þessa tjáningu, meðan á nóttu manwantara stendur.
Á sama hátt vinnur, Vijnana á nóttum og dögum Brahma, og Ananda með Parabrahma.
Þannig er hægt að sjá allan sköpunarferilinn, á hvaða sviði lífsins sem er, og hvernig það er sett eðlilega fram af hinum fimm tilvistum, tatwas, í tvöfaldri samsetningu þeirra neikvæðum og jákvæðum fösum. Það er ekkert í alheiminum sem lögmál andardráttarins nær ekki yfir.

Eftir þessar stuttu útskýringar á kenningunni um tilvistarþróunina koma nokkrir kaflar, fjallað verður um öll fínni svið efnis, hvert fyrir sig, og lýst í smáatriðum hvernig tilvistarlögmálin vinna á þessum sviðum, einnig birtingu þessara lífssviða í mannkyninu.

Print Friendly, PDF & Email