III. Gagnkvæm tengsl tilvistar og lögmála

III. Gagnkvæm tengsl tilvistar og grundvallarlögmála ~

Akasa er mikilvægast af öllum tatwas. Það er undanfari og fylgir breytingum á öllum sviðum lífsins. Án þess er engin birting eða upplausn forma. Það er af akasa sem öll form verða, og það er í akasa sem öll form lifa. Í akasa eru öll form í upprunalegu ástandi. Það er ávallt með í milli hverra tveggja hinna fimm tatwas, og milli hverra tveggja af hinum fimm grundvallarlögmálum.
Þróun tatwas er ávallt hluti af þróun tiltekinna forma. Þannig er birting fyrstu tatwas með ákveðin markmið að því sem við getum kallað líkama, fast form, Prakritic fyrir Iswara. Í faðmi hins eilífa Parabrahma, eru falin óendanlegur fjöldi slíkra stöðva. Ein stöð tekur undir áhrifasvið sitt tiltekin hluta eilífðarinnar, og þar finnum við það sem kemur fyrst í birtingu, akasa tatwa. Umfang þessa akasa takmarkar umfang Alheimsins, og frá því sprettur Iswara. Þar kemur af þessu akasa, snerti eterinn, Vayu tatwa. Þetta á við allan Alheiminn sem hefur ákveðna miðju sem þjónar því að halda allri útþenslu saman, og aðgreina heildina frá öðrum heimum, (Brahmandas).

Við höfum nefnt og verður útskýrt betur, að hver tilvist, tatwa, hefur jákvæðan og neikvæðan fasa. Það er líka ljóst af samanburði við sólina að staðir fjarlægari miðjunni eru neikvæðari en þeir sem eru nærri. Við getum sagt að þeir séu kaldari en en aðrir nærri. Síðar sjáum við að hiti er ekki einungis tengdur sólum, heldur að allar hærri miðjur hafa meiri hita en jafnvel sólin sjálf.
En í þessu Brahma*, og á hreyfisviði Vayu, utan nokkura sviða nærri parabrahmic akasa, rekst hvert vayu atóm á andstæð öfl. Því fjarlægari og kaldari, því meiri verða viðbrögðin við þau nærri og heitari. Jöfn og andstæð tíðni sömu afla upphefst hvert við annað, og bæði fara í akasíst ástand. Þannig að þó hluti geimsins sé enn mettaður af Brahmíska hreyfiaflinu, Vayu, vegna stöðugs útstreymis af þessari tilvist, tatwa, frá parabrahmísku akasa, þá streymir hluti þess einnig stöðugt til baka inn í akasa. Þetta akasa er fæðir af sér Brahmíska agni tatwa. Agni tatwa fæðir á sama hátt af sér apas, gegnum annað akasa, og það áfram til prithivi. Það Brahmíska prithivi hefur þannig í sér eiginleika allra fyrri tilvista, tatwas, utan þess fimmta sjálfs.
Fyrsta stig Alheims, haf sálarefnisins, hefur nú komið í tilvist að fullu. Þetta efni er að sjálfsögðu mjög, mjög fíngert og alls engin grófleiki í því samanborið við efnið á fimmta sviði. Í þessu hafi skína vitsmunir Iswara, og þetta haf, með öllu því sem birtir sig í því, er meðvitaður heimur.

Í þessu sálarhafi, er eins og nefnt var, eru fjærlægu atómin neikvæð gagnvart sem sem nærri eru miðju. Fyrir utan ákveðinn svæði sem eru mettuð sálar prithivi, vegna stöðugs framboðs af þessu frumefni að ofan, er hinn hlutin að byrja að breytast í akasa. Þetta annað akasa er fullt af því sem kallað er Manus í upprunalegu ástandi. Manus eru fjölmargir hópar af ákveðnum hugformum, hugmyndir af mismunandi ættkvíslum og tegundum lífs sem munu birtast síðar. Við erum eitt þeirra.
Úr útþróunarstraumi hins mikla andardráttar, kemur manu úr þessu akasa, á sama hátt og Brahma kom út af parabrahmic akasa. Fyrst og efst á hugarsviðinu er hreyfiaflið Vayu, og svo í réttri röð, taijas, apas, og prithivi. Þetta hugarefni fylgir sömu lögmálum, og á sama hátt byrjar að fara inn í þriðja akasa ástand, sem er fullt af óendanlega mörgum sólum. Þær komu sömu leið og og byrjuðu á svipuðu sviði, sem mun verða betur skilið hérna, en hærra uppi.
Hver og einn getur reynt það hér á sjálfum sér að fjarlægari hlutar sólkerfisins er kaldari en þeir sem eru nærri sólinni. Sérhvert lítið atóm Prana er kaldara en það sem er nær sólinni. Þau hafa andstæða tíðni (-,+) gegn hvort öðru og orka þeirra upphefst og verður jöfn. Því er það svo að ákveðið svæði nærri sólu er ávallt fyllt upp af Prana, sem stöðugt kemur frá sólunni, en afgangurinn af Prana færist í akasa ástand.

Það má geta þess hér að allt þetta Prana byggist upp af ótölulegum fjölda lítilla púnkta. Síðar mun ég ræða um þessa depla sem trutis, og má segja það hér að það eru þessir trutis sem birtast á jarðneska efnissviðinu sem atóm (anu eða paramanu). Það má kalla þau sólaratóm. Þessi sólaratóm eru á ýmsum gerðum, allt eftir því hvort þau hafa í sér eitt eða fleirri tatwas.
Hver púnktur Prana hefur í sér fullkomna eftirmynd af öllu hafinu. Hver púnktur er til staðar í öllum öðrum púntum. Hvert atóm hefur í sér, alla fjóra tilvistar-eterana, tatwas, í mismunandi hlutföllum eftir því stöðu þess gagnvart öðrum. Þessir mismunandi hópar sólaratóma birtast á jarðneska efnissviðinu sem mismunandi frumefni.
Litróf hvers jarðfrumefnis birtir lit eða liti af ríkjandi tilvist, eða tilvistum sólaratóma þess efnis. Því meiri hiti sem efnið nær er það nærri sólstöðu sinni. Hiti eyðileggur tímabundið efnishjúpi sólaratóma.
Litróf sodium sýnir þannig gulan prithivi. Litróf lithium, sýnir rauðan agni og gulan prithivi. Litróf cesium, sýnir rauðan agni, grænda blöndu af gulum prithivi og bláum vayu. Litróf rubidium sýnir rauðan og appelsinulitan, sem er gulur, grænn og blár, þ.e., agni, prithivi og agni, prithivi, vayu og prithivi, og vayu. Þessir hópar sólaratóma sem mynda allt, allt svið sólar prana, fara síðan í akasic ástand. Meðan sólin gefur nægt framboð af þessum atómum, þeirra sem eru að fara inn í akasa ástand færast til inn í plánetu vayu. Tiltekið hlutfall af sólar akasa skilja sig eðlilega frá öðrum, í samræmi við mismunandi sköpun sem birtist í þessum hlutföllum. Þessir hlutar akasa eru kallaðir lokas. Jörðin sjálf er loka og kölluð Bhurloka. Ég mun fjalla um jörðina er ég fjalla frekar um það lögmál.

Sá hluti sólar akasa sem er raun móðir jarðar, fæddi fyrst jarðarefnis Vayu. Sérhver frumöfl eru nú í Vayu tilvist, sem má kalla gaskennda. Vayu tilvist er hnattlaga, og því hefur hin gaskennda pláneta svipaða lögun. Miðja þessa gaskennda sviðs heldur umhverfis sig þessu umfangi gass. Um leið og það kemur í tilvist, er það háð eftirfarandi áhrifum meðals annars:
(1) Áhrif sólarhitans;
(2) Innri áhrifum af fjarlægari atómum á þau nærri og öfugt.

Fyrra atriðið hefur tvöföld áhrif á gaskennda hnöttinn. Það færir meiri hita til hnatthvelana sem nær eru. Yfirborðsloftið í hvelinu sem nær er sólu hefur fengið ákveðið magn af sólarorku, rís upp í átt til sólarinnar. Kaldara loft heldur sig neðar. En hvert fer heita yfirborðsloftið? Það getur ekki farið yfir takmörk jarðefnissviðið, sem er umlukið sólar akasa, sem kemur frá sólar Prana. Það byrjar því að hringrása, og sú hringrás helst á sviðinu. Þetta er upphaf snúnings jarðar um öxul sinn.
Það magn sólarorku sem kom inní gaskennda jarðsviðið, og og sem skapaði hreyfinguna upp á við, nær til miðjunnar sjálfrar. Þessvegna færist allt hvelið nær sólu. En það getur hinsvegar ekki haldið áfram í þá átt, því meiri nálgun myndi eyða jafnvægi kraftanna sem gefur jörðinni sérstöðu sína. Loka sem er nærri sólinni en pláneta okkar getur ekki haft sömu lífsaðstæður. En þegar sólin dregur jörðina nær sér, héldu lögmál lífsins sem höfðu verið fengið þetta svið og ætlað var að þróa þar, jörðinni á sínum stað. Tvö öfl koma fram. Annað sem dregur jörðina að sólinni, en haldið aftur af hinu á sama stað. Þetta eru miðflóttaaflið og og aðdráttaraflið, og verkun þeirra gefur jörðinni sinn snúning.

Seinna atriðið, innri verkun gasatómanna á hvert annað verður til þess að breyta öllu gashvelinu, nema efri lögum þess, inn í akasa ástand. Það fæðir af sér glóðástand (með tilstilli agni tatwa) jarðneska efnisins. Það breytist svo í glóandi málm, apas, og það aftur í fast efni, prithivi.
Sami gangur er náð í breytingu á efni sem við þekkjum í dag. Dæmi getur betur lýst þessu lögmáli.
Tökum ís sem dæmi, hann er fast efni, eða hvað Vísindin um andardráttinn myndi kalla að vera í prithivi ástandi. Einn eiginleiki prithivi tatwa, sem lesandinn man kannski frá því hér á undan, er viðnám samloðnunar. Við skulum segja að ísinn byrji að hitna. Eftir því sem hitinn stígur uppí 25 gráður, fer ísinn að breyta um ástand. En hitamælirinn sýnir ekki lengur sama hitastig. 25 gráður, því hitinn er orðin dulinn.

Ef við setjum 280 hita á hálfan líter sjóðandi vatns. Það er almennt vitað að slíkur hiti er dulinn meðan vatnið er að breytast í gufu.
Við skulum nú fylgja öfugu ferli. Við skulum kæla gufuna. Þegar kælingin er orðin nógu mikill til að lækka hitann sem heldur því í gufuástand, fer gufan í akasa ástand og þaðan taijas ástand. Það er ekki nauðsynlegt að öll gufan fari öll strax í næsta ástand. Breytingin gerist smásaman. Þegar kælingin gengur smásaman inn í gufuna, breytist hitinn, taijas hverfur inn í akasa, á meðan hitinn var dulinn. Þetta er hægt að staðfesta á hitamælinum. Þegar allt ferlið var gengið til baka í upprunalegt form og hitamælirinn sýnir 280 gráður, kemur annað akasa í tilvist. Frá því akasa kemur vökvaástand við sama hitastig, hefur allur hitinn gengið aftur inn í akasa ástand, sem er ekki hægt að sýna á hitamæli.
Þegar kælingu er beitt á þennan vökva, fer hitinn úr og nær aftur 25 gráðum, þessi hiti kom aftur í gegnum akasa, allur vökvinn hafði farið í bráðið ástand, og byrjar hann að fara í akasa. Hitinn fellur og úr þessu akasa byrjar að koma fasta ástandið, prithivi vatns — ís.

Af þessu sjáum við að hitinn sem hverfur vegna kælingar fer í akasa ástand, sem verður undirsvið hærri fasa, og hitinn sem notaður var fer inn í annað akasa ástand, sem verður undirsvið lægri fasa.
Það var á þennan hátt sem jarðneska gashvelið breytist í núverandi ástand. Dæmið hér á undan upplýsir mikilvægar staðreyndir í tengslum tatwas við hvert annað.
Í fyrsta lagi útskýrir það mikilvægan þátt í Vísindi um Andardráttinn sem segir að hvert síðara tatwic ástand hefur eiginleika allra undangengina tatwic. Þannig sjáum við að þegar vatn er í gufuástandi er kælt fer dulinn hiti gufunar í akasa ástand. Það getur ekki verið öðruvísi, þar sem jöfn og andstæð tíðni sömu orku er ávallt upphafin af hver annari, og niðurstaðan er akasa. Úr þessu kemur taijas efnisástand. Það er það ástand sem hin duldi hiti gufunar verður augljós. Við getum séð að þetta ástand er ekki varanlegt . Þetta ástand vatnsins, taijas, eins og hvert annað efni, getur ekki enst í langan tíma, því megnið af jarðneska efninu er í neðra og neikvæðu ástandi apas og prithivi, og ef af einhverjum ástæðum einhvert efni fer í taijas ástand, byrja hlutir umhverfis strax að verka á það með slíku afli til að neyða það í næsta akasa ástand. Það sem eru í apas eða prithivi ástandi geta ekki varað þar, því það er gegn lögmálum, nema undir ytri áhrifum, þ.e. í taijas ástandi. Þannig hefur atóm í gufuástandi, áður en það gengur aftur í vökvaástand, þegar gengið í gegnum þrjú stig, akasa, gufuna, og hitann, taijas. Það hefur því alla eiginleika hina þriggja tatwas. Það vantar aðeins samloðunarmótstöðu, sem er eiginleiki prithivi tatwa.

Hvað sjáum við þegar þetta atóm vatns gengur í fast ástand, þ.e. ís? Allt fyrra ástand sýnir sig. Kæling stoppar dulda hitann í vökvaástandinu, og akasa ástand kemur út. Það akasa ástand er gufuástand, það ástand (Vayava) er hægt að þekkja af hringsnúningi og öðrum hreyfingum sem komu í vökvaástandið við kælinguna. Hreyfingin stendur ekki lengi, og þegar hún hættir (gengur inn í akasa ástand) byrjar taijas ástandað verða til. Það stendur heldur ekki lengi yfir, og þegar það gengir inn í akasa ástand, verður fasta efnið, ísinn til.
Það er því auðvelt að sjá að allar þessar fjórar efnistilvistir eru til staðar á okkar sviði. Loft ástandið (Vayava) er það sem við köllum andrúmsloft; glóðástandið (taijas) er hinn eðlilegi hita lífsins á jörðunni; vökvaástandið (apas) er höfin; fasta ástandið (prithivi) er terra firma, jörðin sjálf. Ekkert þessara efnistilvista stendur eitt og sér án hinna. Hvert þeirra ryðst inn á svið hinna, því er erfitt að finna einhvern hluta tilverunnar þar sem aðeins eitt ástandið ræður. Tvö samhliða tatwas finnast oftar blönduð í meira mæli en en hvert þeirra í sínu hreina ástandi. Þannig er fasta efnið, prithivi oftar blandað vökva í meira mæli en við agni eða vayu, apas með agni en með vayu, og vayu með agni meira en hverju öðru þeirra. Það er því ljóst af þessu sögðu, samkvæmt kenningum um tatwas, að logi og aðrir varmahlutir á jörðunni tilheyra ekki jarðar taijas (glóðar) ástandi. Þau eru í eða nærri sólarástandi efnis.

*Tilveru skapara (Brahma) þessa heims

Print Friendly, PDF & Email