Sjötti fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

6. Fyrirlestur
BAGAVAT GITA Kafli VI.

1. Kæru bræður mínir

Í síðasta fyrirlestri skilgreindi ég Yagna sem átrúnað á hina æðstu veru, og benti á hræðilegar afleiðingar hafa orðið af þeirri röngu hugarsmíð að hin æðsta vera sé persóna með hugsanir og tilfinningar eins og við. Saga mannlegrar illsku og þjáninga er ekkert annað en hin ýmsu stig þessarar persónugervingar og hefur aukið niðurgöngu allra þeirra skaðlegu afleiðinga, haturs, illgirni, öfundar, átaka og annarra slíkra. Þau eru illgresi í garði mannsins og kom í veg fyrir þroska mannkynsins og göngu þess að hinu mikla markmiði, sem hin fornu vísindi bentu á sem hið sanna markmið. Þetta eru einnig Rakshasas, þeir sem með flæði holds og blóðs, menga heilagar grundir Yagnia-Purusha og skaða framgang Yagna, sem voru undirbúnar af vedískum meisturum. Þessir meistarar eru hinir kosmísku umsjónamenn garðsins, eða Yagnar eins og ég hef kallað þá, sem vaka yfir og vernda framgang þróunar mannsins í öllum hringrásum. Góðir garðyrkjumenn fjarlægja illgresið þegar nauðsyn ber, með sama hætti birtast þeir á mótum heimstímabila og framkvæma það nauðsynlega átak að hreinsa út illan ávöxt mannlegrar þróunar og skapa þær aðstæður sem gerir þróuninni mögulegt að halda áfram á réttri leið. Þessir meistarar eru kallaðir ýmsum nöfnum í Purana ritum okkar, en þekktast er Bramhin.
Slíkur Bramhin er sagður vera mannleg vera sem lifir í eilífu ljósi með ótakmörkuðu afli sem hann notar í nafni Yagna-Purusha, og hefur enga löngun í andlegt ástand sem karma hans heimilar honum. Hann er það sem kallað er á sanskrit Akinchanapadaishee, eða sá sem ekki sækist eftir andlegu algleymi. Versin í Puruna sem lýsa slíkum Bramhinar eru svo fögur að ég freistast til að vísa hér í þau:

„Þessar Prakriti (eðlis) breytingar eiga sér stað alstaðar og er afstýrt og kæfðar, Bramhinn hefur föst tök á Akasa auði sínum verður Sidha (sá sem hefur náð fullkomnun) og flýgur úr Akasa sviðinu og úr líkama sínum. Hann er handan alls, en allt er huglægt innan seilingar hans. Hann er atma (sál) allra bhootams (frumaflanna) og er óséður þegar hann flýgur í akasa dýrð sinni fyrir allra augum, jafnvel fyrir augum Indra (konungi guðanna). En þeir Bramhinar sem eiga þátt í huglægri endurtekningu hins framborna OM, og eru lausir af öllu karma þó þeir vinni fyrir aðra, munu geta séð hann.“ Þið sjáið af þessari tilvitnun að hinir fornu meistara Bramhina dvöldu á sviði sem kallað var Akasa. Bramhinar eru þekktir að hafa verið hinir fyrstu af fjórum stéttum þegar Indland varð til, eru manneskjur eins og við, en á öðru stað á hjóli Maya (blekkingarinnar) og eru kallaðir Bramhins, vegna þess að innra ljósið er virkt sem gerir þeim kleyft að móttaka hin miklu hreinsandi áhrif sem stafa af frelsuðum Bramhins, eða Mahatmas, eða Nirmanakayas, allt eftir því hvað við viljum kalla þá.

2. Það segir sig sjálft að þessir einstaklingar eru hinar miklu hetjur og konungar sem sagt er að hafi verið á jörðunni á fyrri stigum núverandi hringrásar, og sagt var að allir líkamar, þar með bramhinar hafi verið valdir til þessara yfirstétta og fræddir um dulspekileg vísindi, eða hin sönnu Sankhya-Yoga rit. Þessi mikilmenni, eða Yagnar eins og ég hef nefnt þá, hafa enga dogma eða trúarbrögð og hafa ekkert að gera með fræðimenn eða fylgjendur trúarbragða, hversu hreinir eða heilagir þeir teljast vera í þessum heimi, þá eru þeir fastir í miklu neti blekkinga, sem gerir þá óhæfa til að móttaka sannleikann, hvaðan sem hann kann að koma. En trúarbrögð Bramhina eru vísindi náttúrunnar, frá hæstu sviðum til þeirra lægstu. Þeir rannsaka lögmál tilverunnar á öllum sviðum. Það sem þeir vilja er samvinna við náttúruna, eða framgangur Yagna-Purusha á rétta vegu. Ef þið lesið Rig-Veda án tónunar, sjáið þið lýsingu á ýmsum kosmískum þáttum sem vinna í Yagníska líkamanum, og Veda meistarar eru vitundarþáttur ýmsa krafta sem vinna fyrir kosmíska Yagnam (innra líf náttúrunnar). Það hefur oft verið sagt að að þessir meistarar séu þeir sem fyrst sömdu mantrömurnar og kenndu mönnum þær, en ég held að það sér ekki rétt og algjörlega úr í takt við Purana. Meistararnir eru fulltrúar helgivalda innra lífs náttúrunnar og hvert helgivald kann að samanstanda af þúsundum einstaklingum sem mynda hugmyndastraum þess helgivalds sem er einn kjarnaþátta kosmíska náttúruheimsins, Yagnam. Til að skýra þetta betur skulum við taka dæmi af einum þessara meistara, Bharadwaja, eins og þið vitið, ríkti yfir mikið af möntrum í Vedunum ásamt mörgum sona sinna.

Á einum stað í Vedunum eru gefnar vísbendingar eðli nokkra þessara meistara, þar sem sagt eða
Bharadwaja er fæðugjafi. Þessi staðhæfing er algjörlega fáránleg ef átt er við fæðu sem við neytum, en engu að síður taka margir indverskir vinir okkar þetta bókstaflega og dæma þessi gömlu rit eftir orðanna hljóðan. Fyrir þessum fornu meisturum var ekki aðeins átt við daglega fæðu, heldur um allt kosmískt efni sem í samsetningu og bindingu í eigin hringrás myndar allt form. Ef staðhæfing segir að blóð sé fæða, væri kjánalegt að ímynda sér það bókstaflega og gagnrýna það sem vitleysu. Vitleysan er því í heila gagnrýnandans. Fæða er næringarþáttur sem styður ytri hjúp birtingarinnar, og blóðið sem inniheldur næringuna og stuðning fyrir líkama okkar, er án efa einungis fæða fyrir hann. Á svipuðum nótum er næring kosmíska efnisins sem birtist í sýnilegri lögun. Það er þessi ferund sem ég kalla Yaníska líkamann. Ef þið hafið í huga að hver hlutur hefur þá þrjá þætti sem svara til upphaflegu þrenninguna, Nara, Nari og Viraj, munt þú ekki vera í vandræðum með að þekkja Bharadwaja sem drottinn, Dhyan Chohan, sem tengist kosmíska efninu. Með sama hætti eru meistarar Yiswamitra, Vasishta og aðrir sem ríkja yfir vedískum möntrum í stigkerfi Bramha-drottna eða Dhyan chohans, og falla inn í hugsýn náttúrutilveru, lærisveinar fjögurra ásjóna Yogi Bramha. Til að skilja þessa drottna, virkni þeirra og stjórn á því sem þeir ríkja yfir, er að þekkja Veda, sem er álíka og að vera Siddha, eða fullnuma. Engin okkar getur vænst þess að skilja Veda og skýringar á því í Purana ritunum á nokkrum mánuðum, en við getum verið sátt við að vinna í anda Mahatma ef mögulegt er og láta karma um afganginn.

3. Vinir mínir, þar er tími til kominn að við skoðum hinar ýmsu vedísku hátíðir, eins og þær eru kallaðar og framkvæmdar hér á Indland, og sérstaklega í okkar hluta. Þar sem þessar hátíðir eru tengdar grimmd
verðum við að afneita þeim sem algerlega fáránlegum. Við eigum ekki að læra þessa fórnarsiði af þessum grimmu Dikshitas og stunda þá, heldur að læra um kerfi Yagna eins og það var sett á fót af hinum fornu Yagnikum og hugmyndirnar sem að baki þeim eru. Í fyrsta lagi getum við skipt Yagna í tvo hluta, hin kosmíska og hinn einstaklingsbundna. Kosmíska Yagna er þróunarferill náttúrunnar í samræmi við kosmíst karma þegar mannkynið var á bernskuskeiði, og óhæft til að bjarga sér sjálft. Líta má á allar mannverur sem saklausa brjóstmylkinga í kjöltu minnar miklu móður náttúru, og hún noti alla kosmíska þjóna sína, hvern á sínu sviði, til að vernda börnin. Þessir sakleysingar hafa ekki eigin vilja og því var einn vilji— einungis vilji náttúrunnar, sem skipt var á milli nokkurra helgivalda sem vaka yfir þróunarþáttum náttúrunnar. Það má kalla það Swabhavic, (eðli innsta kjarnans) þróun einstakra kjarna hennar. Á sama hátt og blóðið frá hjartanu rennur eftir æðunum til ólíkra átta og skiptist síðan til ótölulegs fjölda smáæða, eins og náttúran skiptir sér í ótölulegs fjölda sjálfstæðra „vilja“ í framgangi þróunar sinnar, og hin mikla kosmíska Yagna verður heild einstakra sjálfstæðra vilja og athafna.

4. Það er eitt sem ég vil vekja athygli ykkar á. Þið kunnið að líta svo á að mannkynið sé enn á bernskustigi í heiminum, en það eru mikil misstök, því móðir náttúra getur ekki lengur borið ábyrgð á barninu. Staðreyndin er að heimurinn og mannkynið hafa áhrif hvert á annað í samferð sinni. Þið munið kannski að ég kallaði mannkynið heila Yagníska líkamans. Ef líkami barns þroskast samhliða heilanum og sjálfstæðar hugsanir verða meginþáttur lífsins þegar barnið vex til manns, á sér stað það sama á því stærra sviði sem við höfum verið að ræða. Skoðið seinni bók Secret Doctrine og lesið þar um stöðu manna er þeir voru án hugarþáttarins, Manas, eða amanaskas, og um þá miklu breytingu sem kom er þeir urðu sjálfsvitandi verur, fyrir tilstilli Pitrisa sem kallaðir eru Agnishwattas. Þið vitið vinir mínir að lífsferill manns skiptist í fjóra hluta fyrir lögmálagjöf Manusar, bernsku, upprifjun fyrri reynslu og náms, líf hjónabands og umönnunar, og tímabil sjálfsögunar og höfnunar. Þessi fjögur tímabil svarar til fjögurra tímabila þróunar mannkyns á jörðunni, og fjórskiptingar Yuga tímabilsins sem þekkt eru sem Krita, Dwapdra, Treta og Kali. Starf Agnishwatta Pitris í að breyta manninum í vitundarveru, var það stig sem kallað er Bramha-Charyam, eða bernskuskeið mannkynsins.

5. Þið vitið kannski að Bramha-Charyam þýðir bókstaflega að kyrja Vedur, að muna og endursegja texta Vedana í söngli var álitið mikil fórnfýsi (Yagnam) af okkar fornu vedísku heimsspekingur. Það er sannarlega rétt, að enginn verður vitrari af því að endurtaka vers þúsund sinnu eins og páfagaukur, ef hann kafar ekki niður í merkingu textans og íhugar hann. En engu að síður var slíkt minnissöngl mikið hjá Bramhin af gamla skólanum og af þeim sökum var þessi siður misskilinn og misvirtur af enskumælandi vinum okkar, sem einföld kyrjun texta Vedanna. Slík endursögn var mun mikilvægari, því hún var fyrsta af þremur miklum skyldum sem krafist var af Bramhinum, önnur skyldan við Pitri-Devas er að uppfylla skyldur sínar í hjónabandi í samræmi við lögmálið og þriðja skyldan var við Devana með ögun á heimsins gæðum, hugleiðingu og slíku. Fyrsta skyldan er skuld okkar við Bramha-drottnanna og er leyst með því að þylja Vedurnar. Um tilgang þessa siðar, er vikið að á fremur óljósan hátt í orðunum eða hinar eilífur Vedur haldast í birtingu með endurtekningu þeirra af Bramhinum. Slíkar endurtekningar skapa og viðhalda þannig birtingu upprunalegum hugmyndum Bramha-drottnanna. Þetta leyndardómsfulla efni vekur athygli okkar og spurningar, hvað sé að baki þessum skyldum sem hinir fornu lögmálahöfundar settu á lærisveina sína, og ég er ekki í vafa um að baki þeim sé meira en við getum ímyndað okkur í dag. Ef við leitum í Puranas og Itihasas (söguljóð) eftir tilvitnun um um hvernig birting fimmhyrningur hinna fimm tilvistarþátta kom frá hugsýn Bramha-drottnanna, og hvernig fimmhyrningnum er viðhaldið í birtingunni, munum við ekki vera í vafa um áherslu þessara fornu lögmálsgjafa á þessar vedísku endurtekningar.

6. Á Bramha-Charyam, bernskustiginu, væntir drengur þess að læra ekki aðeins að kyrja Vedurnar utanað, heldur einnig sastras (reglur og rit) og lögmál lífsins af andlegum leiðbeinanda sínum eins og á hinum hærri sviðum kosmískrar þróunar, það var á þessu stigi sem miklar sálir endurfæddust til að ganga meðal manna og innblása þeim grundvallarhugmyndir, sem myndu móta líf þeirra til enda þess tímabils. Arhat er kallaður Saptarshi Sthapanam —Sjö hópar innvígðra fullnuma, voru stofnaðir á jörðunni til að vernda og leiðbeina manninum á hinum minni tímabilum, og vera til staðar þegar þörf var á andlegri leiðbeiningu til manna. Einfaldar lífsreglur voru kenndar og mönnum kennt að lifa í samræmi, hver og einn fyrir annan. Öll lögmál kosmísks lífs voru kennd í stórum dráttum, og fyrir manninn voru lagðar niður nauðsynlegar Vedískar reglur fyrir hann- svo hann sjálfur gæti unnið í samræmi við lögmálin á jörðunni, í samræmi við hinn kosmísku lögmál.

Maðurinn er mótaður af náttúrunni í hennar líki og afli hennar er fengið í hendur þeim sem leiða mannkynið, Bramhinum var fengið frelsi til að nota hinar Vedísku formúlur, sem geta valdið breytingum á ethernum og mótað stefnu atburða. Í stuttu máli, valdur hópur manna var fengið mikið afl og ábyrgð í samræmi við hana; við öll getum gert kröfu um slíka mikla ábyrgð! En til þess vísa ég ykkur á bréfaskipti um dulspeki sem áttu sér stað. Á einum stað segir Meistari K. H. „Meiri og minni nemar verða að ganga brautir sínar og við sem berumst með hinum mikla straumi, getum beint einhverjum minni straumum þess og notað afl þeirra til góða fyrir mannkynið.“ Þessi vinna að beina straumum til góða fyrir mannkynið, eða mótun náttúrunnar, eins og ég kalla það, er nákvæmlega staða Bramhina. Það má kalla það stöðu Mahatma, meistara, en í Puranas er það kallað Bramhini, og ég hef því tekið það hugtak upp að nýju sem hefur fallið í gleymsku vegna þess hve okkur hefur hnignað, og eru orðin sjálfselsk og óandleg. Í þessu sambandi vil ég vitna í tvö Purana vers og mæli með að við íhugum þau.

„ Yagna, er þekking sem skapar hamingju í báðum heimum og er laus við alla grimmd. Það er upphaf Yoga og verður til í Karma, vedískri kyrjun, og í tilveruþáttunum (bhootas).

Sá sem öðlast þetta er sá sem þekkir Vedurnar og er kallaður vitur maður, Siddha, og er án efa mikill ávöxtur þess „.

7. Þetta val á útvöldum í Yagni úr mannkyninu, leiðir mig óhjákvæmilega að stéttarskiptingunni, sem hefur verið svo niðurlægð í okkar Hindu fréttablöðum –sem eru að endurtaka enska klerka. Stéttirnar fjórar sem aríska samfélagið var skipt upp í af hinum fornu heimsspekingum sem gættu samfélagið, gerðu það ekki fyrir þægindi heldur vísindalega nauðsyn til að ná sem bestum árangri. Þroski mannkynsins á hverju tímaskeiði, sem að sjálfsögðu þýddi þroski heimsins, fer ávallt saman. Það er aðeins mögulegt ef hann er í samræmi við lögmál Yagna-Purusha. Það sem líkami Yagna er samansettur af fjörum kröftum, efni, orku, tilfinningum, sál, skiptist mannkynið í fernt, Sudras, Vaisyas, Kshatriyas og Bramhins. Á þeim tíma sem hinar fjórar stéttir voru myndaðar, höfðu mannlegir einstaklingar ekki allir sömu karmísku eiginleika, þar sem einn hafði dauft andlegt ljós, en annar mikið, af ástæðum sem gefnar eru í Secret Doctrine. Það voru engar illar ástæður eins og gefið er í skyn í dag, sem leiddu til þess að þessara stéttarskiptinga. Heldur var það í samræmi við kosmísk lögmál og einstaklingskarma. Að ætla að illvilji hafi ráðið, er andstætt við verk þeirra manna sem hugsuðu og kenndu að vert var að lifa jafnvel á hæstu sviðum náttúrunnar og fórnuðu sér fyrir hina minni bræður.

Ef við beru þetta saman við velferð fjölskyldu, þar sem hinir eldri verða að gæta þeirra yngri og allir verða að taka að sér þau verk sem þeir eru best til fallnir, verðum við að gera ráð fyrir því sama í tilfelli alls mannkynsins, sem er í orðsins fyllstu merkingu, stór fjölskylda. Af þeirri ástæðu varð fjórskiptingin nauðsynleg í samræmi við eilíf lögmál þegar mannkynið kom á bernskuskeiðið, Bramha-Charyam, – með hugarorku sem gat mótað hlutskipti hinnar mannlegu fjölskyldu og hins mikla garð sem kallaður er Náttúra, þar sem fjölskyldan verður að lifa og vinna. Það má ekki gleymast að í náttúrunni og samkvæmt lögmálum hennar, hefur hærri staða meiri ábyrgð, og sannur konungur er þjónn fólksins. Yagnískt val manna og samhliða Bramhina stéttina, eins og hún var upphaflega, hafði hún minnst efnislegra gæða og mesta vinnuálagið. Sú stétt varð að gæta hugsana og athafna í samræmi við náttúrunnar, þeir sem tilheyrðu þeirri stétt urðu að gæta að hreinleika líkama og hugsana og ögun þeirra var slík að mig setur hljóðan. Í hnignunarástandi þessarar stéttar í dag, má spyrja hvar við finnum slíkan hreinleika meðal þeirra í dag?

8. Ef við snúum okkar aftur að ferlinu sem við köllum Yagna, má skilgreina það sem ferli þar sem einn eða fleiri eru staddir á tilteknu þrepi í hinu stóra hjóli náttúrunnar, og hreyfi hjólið þannig að ákveðin áhrif í ákveðna átt urðu til að framkalla ákveða sérstaka niðurstöðu fyrirbrigða. Þegar ég segi niðurstöðu fyrirbrigða, munu eflaust margir ykkar sem eru undir áhrifum vestrænna efnislegra hugsanna setja mörk við slíkrar niðurstöðu og hugsa „ o, þetta er ómögulegt. Það er mikil blekking að ætla Yagna að skapa yfirnáttúrulega niðurstöðu“. En ég segi við ykkur, að ef þið hafið þessa afstöðu, mun hin forna heimsspeki ekki verða ykkur til gagns, því slík afstaða lokar ykkur inn í þröngu hugarhelsi. Möguleikar náttúrunnar eru mun meiri en við getum ímyndað okkur og það er nauðsynlegt að losa okkur við þrönga fordóma til að skilja framgang Yagna. Ef þið hafið fylgt útskýringum mínum fram að þessu, ættuð þig ekki að vera í vandræðum með að skilja það. Það sem er kallað yfirnáttúrulegt er í raun algjörlega eðlilegt, og byggist á lögmálum náttúrunnar á hærri stigum hennar, en þekkjum ekki enn.


9. Frá þessari miklu áherslu sem hinir fornu Pourana heimsspekinga lögðu á munnlega endursögn á Veda, þið kunnið að álykta að hljóðið sé meginþáttur í hreyfing náttúrunnar. Hljóðið er fyrsti þáttur í birtingu fimmhyrningsins, þar sem það er eiginleiki Akas etersins og ég hef sagt að endursögn Veda er hin æðsta fórn og felur í sér allar minni fórnir sem leitast við að viðhalda reglu á hinum birta fimmhyrningi. Að áliti hina fornu heimsspekinga er hljóðið og framburður máls það sem kemur næst hugsun sem hæstur karmískur þáttur mannsins. Til að skilja þessa staðhæfingu, verður þú að rifja upp hugmyndina um hinn fínni heim sem liggur að baki og nærir vitsmunalega skynjun okkar grófa efnisheims. Efnisheimurinn er byggður upp af ýmsum efnisþáttum, eins er finni heimurinn byggður upp af ýmsum lífsmiðjum sem ganga undir nöfnunum Yaksha, Gandarva Kinnara, Uraga, Sarpa í Sanskrit ritum. Þær eru nefndar eftir almennum heitum Deva sem samsvara nöfnum frumefna í guðspekiritum. Af tengslum hins grófa og fínni heims má sjá að allur lífsferill á hnettinum okkar er háður starfi frumafla deva, sem aftur er undir leiðsögn hugsýnar stigkerfa drottnanna sem vaka yfir og gefa lögmálin fyrir þróun heimsins. Þessa deva má ekki aðgreina hvern frá öðrum, þar sem hver tekur á móti og gefur frá sér til annarra. Þannig er hvert frumafl, Deva, í Vedunum lofað sem hið æðra og stuðningur við allt annað sem og heiminn. Eldurinn er lofaður, vegna þess að hann gefur nauðsynlegs hita fyrir allt. Loftið er lofað vegna andrúmsloftsins sem gefur öllu líf o.s.f.

10. Ef við skoðum mannlegan líkama, er hann lífsheild sem Devar hafa gert sem eftirmynd allrar náttúrunnar. Eins margar breytur og eru í frumöflunum, svo margar eru breyturnar í líkamanum og taugamiðjur að stjórna þeim. Munurinn á milli skynfæra og útlima er vegna ólílra yfirráða þeirra Deva sem ríkja yfir þeim og sérstakra einkenna þeirra. Öll líffæri mannsins samsvara ytri heiminum og gefa þá sýn að hver hreyfing manns, í hvaða átt sem er, tengist ákveðnum frumaflaþáttum og því má líta á manninn sem miðju heims sem tengist öllu sem útgeislun hans nær til. Hann hreyfir náttúruna og náttúran hreyfir hann til baka, og þetta er karmað sem ýtir manninum áfram á hjóli lífs og dauða, í langri röð endurfæðinga. Ef maðurinn hreyfir náttúruna í samræmi við órjúfanleg lögmál hennar, til að tryggja hamingju núna og ávallt, tengist hann þáttum samræmis í heimi devana og þeir gefa honum hamingju þegar hann kemur aftur af himninum Swargam, gefa honum góðan líkama og því um líkt. En ef maður lifir ónáttúrulegu lífi, t.d. sem nautnamanneskja, gengst hann undir áhrif Rakshasas, eða skugga devana og fær í staðinn veiklaðan líkama í næstu jarðvist. Af hinum ýmsu karmaþáttum sem maðurinn mótar sjálfan sig með og umhverfi sitt, er hljóð eða tal mikilvægast, það að tala er að vinna í eternum, sem stjórnar lægri fern frumaflanna, lofti, eldi, vatni og jörð. Mannlegt hljóð, eða tungumál hefur í sér öll frumöfl sem þarf til að hreyfa mismunandi gerðir Deva og þau öfl eru að sjálfsögðu sérhljóðar og samhljóðar. Smáatriðin í hljóðfræðinni í tengslum við Devana sem ríkja yfir finni heiminum, falla undir hið sanna Mantra Sastra, sem að sjálfsögðu er í höndum þeirra sem kunna.

11. Hvert hljóð sem berst frá manni, gengur inn í ytri heiminn og hefur áhrif á hina ýmsu gerðir deva sem eru í eteríska líkama náttúrunnar, allt eftir eðli hljóðsins og frá hvaða líkamshluta mannsins hljóðið berst. Vedísk endursögn er því megin þátturinn í því ferli sem kallað er Yagnams. Þegar ég segi vedísk endursögn, megið þið ekki álykta að átt sé við einfalda páfagauks eftirhermu, heldur vitundarlega framborið hljóð með fullri þekkingu á tengslum þess við líkamann og náttúruna. Full þekking verður að vera fyrir hendi á hinum sjö aðferðum á framsögn, sem er kölluð venjuleg vedísk málfræði, Chandas. Þessar sjö framsagnaaðferðir máls eru hinir sjö straumar sem eru þeir sjö straumar sem devalífið skiptist í við uppbyggingu hinnar birtu náttúru. Þessir straumar samsvara hinum sjö gerðum deva og pitris sem til eru, og nákvæmur skilningur verður að vera fyrir hendi, áður en yagnískur ferill getur haft tilhlýðileg áhrif. Þessi staðreynd um þessa sjö strauma hljóðheima og tengsl við sjöskipta eiginleika birtingu náttúrunnar, var skilin af hinum fornu löngu áður en skráð saga varð til, til sönnunar eru margnefndar tilvísanir um það í Rig-Yeda. Í stórkostlegum óði til sólarinnar, segir fyrst í Vedu, eða „einn hestur kallaður sjö er byrði þín.“ Síðar segir , eða „sjö fákar (fæddir af hinum eina) eru byrðar þínar.“ Hið guðlega eðli sem gegnsýrir alheim milljóna sólkerfa, nær einnig til okkar sólar og allrar birtingar sólkerfisins, þannig er þetta eðli forsenda vaxtar, viðhalds og eyðingu okkar heims, og það eðli er einfalt Nadam, Om, í okkar yoga heimsspeki, og það Nadam, eða Om, sem birtir sig sem hinir sjö straumar. Hið óbirta birtist, eða fæðist. Þessir straumar eru hinir sjö sérhljóðar eða nótur, og þær hafa sérstaka tengingu við hinar sjö vedíski málsframsagnir. Í Vishnu Purana, lýsir Parasara þeim sem fálkum sólareðlisins. Nöfn fákanna og hinna sjö vedíku tónaflæða eru þekkt sem Gayatri, Ushnik, Thristup, Anustup, Brihati, Pankthi, og Jagathithe. Þessi flæði eru bústaðir hinna sjö náttúrudrottna, Atri, Bhrigu, Kutsa, Vasistha, Goutama, Kasyapa and Angirasa. Þessir náttúrudrottnar, eða Dhyan Chohans eru staðsettir í sjö heimum sem kallast, Bhoo, Bhuvar, Suvar, Maha, Jana, Thapa og Satyam, hin sjöskiptu þætti náttúrunnar.

12. Vinir mínir, nú þegar ég hef nefnt nokkra mikilvæga þætti, vakna margar spurningar sem tengjast persónum drottnanna, bústaði og starfi þeirra, og ég er jafn uppnuminn af þeirri staðreynd að ég veit jafn lítið sem fyrirlesari og þið áheyrendur um þetta. Smáatriði í heimsspeki hinna fornu getur sá skilið sem setur sig í samband við anda yagna, eða anda þess að fórna sjálfum sér í þjónustu við sína minni bræður og getur varðveitt hluta þess upplýsandi ljóss sem skín frá þeim til góða fyrir mannkynið. Þið vitið öll að ég er meðlimur guðspekihreyfingarinnar og vinn fyrir þau. Þessi skylda að halda fyrirlestra hér um efni sem tengist hinni fornu kenningum úr Pouranikas, er skylda sem ég hef sett á sjálfan mig, aðeins vegna þess að ég vinn fyrir guðspekina á sviði alheimsbræðralags og er óþreyjufullur um að grunnhugmyndir um tilvist manns og alheims verði afstaða sem flestra manna svo að þið getið allir skilið þær og þá nauðsynlegu vísindalegu staðreynd að þið gefið ykkur að því góða fyrir mannkynið. Svo að þið og mannkynið vinnið að bjartari dögun. Þið og kannski einhverjir Evrópumenn kunnið að líta á mig sem einhvern öfgamann gagnvart guðspekinni og yagna, en það er engin ástæða að tala ekki út um hvað mér býr í hjarta. Það eru nokkrar frelsaðar mannverur, eða Mahatmas, sem vaka og ríkja yfir hinu kosmíska yagna og hjálpa þroska mannkynsins í átt til þess mikla markmiðs sem liggur í fjarlægri framtíð. Þessir Mahatmas eru yagnar á hugasviði manna og vinna með hinni miklu bylgju sem dregur að strauma náttúrunnar og nota „ vökvaorkuna til góða fyrir mannkynið.“ Eins og lögmál vatnsstrauma sem ólgar og þornar í okkur í hringrás ársins, er sama lögmál sem ríkir í flæði orku á hugarsviði náttúrunnar. Þroskaferill mannkynsins hægir á sér á minni tímabilum, en þá taka þessir mahatmas á sig þá skyldu, með sérstöku átaki að efla hug mannkynsins við upphaf stærri heimstímabila. Þessir tímar sem við lifum núna eru einmitt slík tímamót og það er því skylda mahatma bræðralagsins að vinna með sérstöku átaki sem yogar á þessum tímahring til að efla hið góða í mannlegu eðli og gegn hinu dimma í mannlegu eðli sem einkennir tímabilslok fyrstu 5000 ára Kaliyuga, svo að þau áhrif muni verða huglægur þáttur í að hugga, efla hamingju og gott líf, þegar þetta tímabil gengur inní næsta 5000 ára tímabil.

Öll vinna í kosmíska garðinum og að uppskera í formi framfara, er nauðsyn fyrir mahatma bræðralagið til að stuðla að yagnam, svo að dimmir bólstrar mannlegrar fáfræði leysist upp og sálarþorsta verði svalað í hugarregni sem falli í jörð mannlegrar þróunar. Þetta hlutverk og byrði sem mahatma hafa tekið á sig, varð Yajamanan, eða sá sem stýrir Yagna. Í „Occult world“ segir að slíkur „fullkominn adept hefur gert sig að miðju sem geislar möguleikum sem skapa tengsl við tengsl um ómuna tíð.“ Þetta er nákvæmlega staða Yagnika, hvort sem hann vinnur á efnissviðinu til ná jafnvægi í efnisheiminum eða á hugajafnvægi. Eins og hver og einn ykkar Hindúa þekkir, eru ýmsar viðbætur við Yagni (fórnar) ferill áður en stórkostleg áhrif verða til og mikilvægast er það sem á að fórna. Dýrafórn mun ég ræða á næstu dögum og fáránleiki þess og ástæðan dregin fram. Yagna, fórnin í þessu tilfelli, er á hugarsviðinu og því sem á að fórna er eitthvað á því sviði, þ.e. hugmynd, hugsýn. Það ætti að vera eldur sem fórninni er boðin og sá eldur er eldur mannlegs innsæis. Það á að vera hreinsað smjör, ghee, sem fórnin var hreinsuð í og ghee er táknrænt sem mikil ást á mannkyninu. Það ætti að vera fórnarvöllur þar sem fórnin er færð, og sá völlur sé guðspekihreyfingin. Það ætti að vera fórnarprestur til að söngla Vedu, svo að góð breyting verði í Akasa og andlegt regn steypist niður, og presturinn væri guðspekingur.

13. Kæru vinir, þið getið allir brosað yfir þessari skringilegu kynningu á guðspekifórn, yagnam, en ég bið ykkur að halda aftur af brosinu og snúa hugar ykkar að því mikla átaki sem framlag guðspekinnar er. Allri orku tilverunnar hefur verið snúið að efnislegri hlið náttúrunnar og efnisleg þægindi sem stjórnast af líkama mannsins hafa margfaldast að gífurlegu umfangi. Allt mannkynið sýnist mér velta um í martraðarkenndri skynfæraheimsku. Ótaldar milljónir heimsins strita í leit sinni að heimsins gæðum sem haldið er að þeim af djöflinum. Í þessari miklu veislu sem hann bíður upp á, treður hver af annars skó og þannig verður allur heimurinn eins og dýr leitt til slátrunar sem djöfulinn stýrir sjálfur. Ógurleg öskur heyrast alstaðar, öskur sjálfselsku. Heimurinn, að minnsta kosti sá hluti Indlands sem ég hef séð, er í huglægu hnignunarástandi, minnir á líkamlegt meðvitundarleysi í kjölfar veislu. Mjög dauft er andlega ljósið í börnum þessa lands sem átti sér forna dýrð. Niður með fortíðina, öskra egóista nútímans. Niður með Manu, öskra uppreisnarseggir. Fornar villimannaaldir öskra skóladrengir okkar. Allt er falskt segja vedantistar okkar. Allt er þetta ein hlægileg dulúð öskra fræðimenn okkar. Haldið fyrir nefið og hættið að anda til að öðlast andlegt frelsi, mukti, segja strætisyogarnir. Sitjið þegjandi og hreyfingarlaus og sameinið ykkur teppinu, segja sanyasi okkar. Svipuð köll halda áfram hvarvetna. Þetta er suðupottur eitursvartrar sjálfselsku mannlegrar tilveru. Hinn eilífa sanna tilvist sem okkar breytilega tilvera byggist á, hangir á bláþræði og mannkynið reynir að slíta þann þráð og verða frjálst eins og dýr merkurinnar. Undir slíkum andstæðum kringumstæðum sprettur fram guðspekin, sem ætlað er að beina athygli mannsins eða einhverjum hluta manna, frá landi skugganna til lands hins sanna ljóss. Með eðlislægum viljakrafti Mahatma, sem er neðst í keðju hreyfingarinnar, hefur viðleitnin lifað af allar áætlanir til að kæfa hana á fyrstu stigum. Guðspekin er eins og lifandi afl sem hver og einn getur notað til að læra að þekkja sjálfan sig og heiminn sem þeir lifa í.
Samfélag sem hefur það að markmiði að dreifa sannindum hinna fornu Veda vísinda, er að gerast í Evrópu og Ameríku. Þúsundir hafa risið úr andlegu meðvitundarleysi í þeim löndum, ný viðleitni hefur hafist til að ná til þeirra sem enn hafa ekki vaknað. En hvernig er ástandið á Indlandi í viðleitni guðspekinnar. Við sjáum algera stöðnun í stað virkrar athafnasemi. Guðspekikenningarnar, sem er annað orð yfir vedísku ritin okkar, eru álitnar nýjar tennur eldri hugsýnar. „Þetta er allt Budhismi“ segja ofsatrúarmennirnir. „Orðið Amitabha er buddíst“ öskra bókstafstrúar vedaistarnir. En ef við förum rækilega í gegnum skrif H.P.B., er lítið af Búddisma í guðspekinni og hún er að sjálfsögðu ekki trúarbrögð, heldur lifandi félags sem er á almennu umræðutorgi þaðan sem við allir getum unnið að því að endurreisa hin fornu viskuvísindi eins og þið sjáið að þau eru. H. P. B. talar um sömu hluti og okkar forna heimsspeki Bramhina, á öðru tungumáli og á öðrum vettvangi. Nemi eins og ég er í heimsspeki Puranas og Itihasas, og einnig nemi H.P. B. hef dáðst af hinu algera samhengi þeirra beggja.

14. Ég bið ykkur vinir mínir og landar í nafni réttlætis, hversu lengi ætlið þið að hvílast eftir dögun guðspekinnar. Það er lögmál að þeir sem hafa meiri þekkingu þurfa að fórna sér fyrir þá sem vita minna og það er nauðsynleg skylda ykkar að rísa upp, og ganga í raðir guðspekinga og vinna að endurreisn að hreinleika hinna fornu vísinda. Í hlutfalli við vinnu ykkar, er ykkur hjálpað af Mahatmas, því mottó þeirra er er að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi. Þegar ég kallaði guðspekihreyfinguna lifandi samfélag, þá hafði ég þetta í huga. Sá sem gengur til lið, kemur undir vernd og áhrif Mahatma, og hversu lengi verða börn Indlands af slíkum hreinsandi straumum. Það er ykkar að segja til um það.

Print Friendly, PDF & Email

Lokað er fyrir athugasemdir.