VIÐBRÖGÐ OG KOSMÍSKT MINNI.

11. KAFLI
VIÐBRÖGÐ OG KOSMÍSKT MINNI.
Þér hefur skilist af þessum fyrirlestrum að hver þróunarfasi, alheims- eða sólkerfislegur, byrjar með nýrri virkni og gagnvirkni og öll möguleg ný við-brögð við viðbrögðum eru til staðar. Skemað líkist mögulegum fjölda breyt-inga á hljómi sem geta orðið við að slá bjöllu á mismunandi hátt og ef bætt er við annarri bjöllu bætast við enn meiri möguleikar á hljóðbreytingum. Þannig eykur nýr þáttur margbreytileikan í birtingu og þegar öll fjölbreytnin sem þessi nýi þáttur hefur gefið sólkerfinu, nær hámarki, hefur þessi fasi í þróuninni náð hámarksþroska og þá verður hlé í framganginum meðan vitund Lógosins meðtekur hvað hafi átt sér stað og „sér að það er gott“ og áhrifin inn í vitundina eru ný viðbrögð, sem aftur koma fram í hinu birta sólkerfi. Þannig er hægt að líkja þróuninni við röð af tvöföldum speglum þar sem vitund Lógosins birtir ímynd sína, verður hennar var og bregst við myndinni sem birtist og viðbragðið hefur áhrif á spegilmyndina og þannig heldur hringurinn áfram látlaust.
Þér mun skiljast að Logós, eða athugandinn, hefur orðið var við hlut—og að sá hlutur er endurvörpun myndar eða eftirmynd af honum sjálfum. Meðvitund um endurspeglunina verður að endurtaka í vitund eftirmyndar-innar svo að hún sé jafn hæf til meðvitundar um eftirmyndina (sjálfa sig). Eftirmyndin sem er af annarri birtingargerð en Logósinn, getur ekki verið meðvituð um Hann og er aðeins meðvituð um sjálfa sig og áhrifin sem streyma til hennar frá Logósinum. Því er máltækið „Engin maður hefur nokkurn tíma séð Guð.“ Guð getur ekki birst nokkrum meðan sólkerfi er í birtingu. Það er því einungis hægt að álykta um hann.
Meðvitund endurmyndarinnar er ekki bundin við einhvern tiltekin stað í sólkerfisbirtingu, heldur er dreifð meðvitund umhverfis það sem við getum skilið sem Hringmiðju, í óeiginlegri merkingu, eða til að nota nákvæmara og óhlutlægt hugtak, þeirra atómgerða sem líkjast atómum Kosmísku Miðjunnar, þeim sem eru af einföldustu gerð og því ekki bundin af flækjum, mynda grunninn í meðvitund hans. En það verður að vera skýrt að meðvit-und er ekki atómísk viðbrögð, heldur er algjörlega af- „afls“ eða „lífs“ – hlið hlutanna. Hún er aðlögun að logóískri vitund, ekki af endurspeglaðri atóm-ískri vitund. Hún er fyrstu viðbrögð í sólkerfi og tilheyra einungis því sól-kerfi, en á ekki uppruna í Logósinum. Efnið, vitundin, hefur komið fram í forminu.
Vitund má skilgreina sem viðbrögð plús minni. Það er að segja, viðbrögð verða í tiltekinni gerð efnis og viðbrögð skapa önnur viðbrögð í annarri tilverugerð sem er tengd hinni fyrri á sama hátt og atóm sólkerfis eru eru tengd atómum alheimsins eða „form“ sólkerfisins er tengt vitund Logósarins.
Það er að segja, meðvitundin myndar sér hugmyndir um sjálfan sig og viðbrögðin milli þeirra, svo notuð sé samlíking, skilja eftir sig „för í geimnum“ þar sem hreyfingar viðbragðanna halda áfram að flæða sem hreinar hreyfingar án nokkurrar raunverulegra tilfærslna hluta í rýminu sem myndaði hreyfinguna. Þetta hreina flæði hreyfinga er Minni—endurtekning viðbragða í öðrum birtingarfasa, vitund er byggð á minni og aðgreind frá meðvitund sem er viðbragðform milli tveggja sviða.
Af þessu sést að form eða rammi sem sólkerfið er byggt á er grunnur að þriðju gerð birtingar—birtingu sjálf-viðbragða.

Print Friendly, PDF & Email