Víkingaútrásin:  Sókn í verðmæti og búsetu.

Viðskipti fyrir og eftir útrásina.

Til að skilja útrás víkingatímabilsins er rétt að líta til nokkurra þátta sem voru undirstaða hennar. Fyrir hendi þurfti að vera margskonar þróuð þekking í skipasmíðum, landbúnaði, vefnaði, og ekki síst auður. Að láta smíða skip með öllum búnaði kostaði offjár. Auður myndaðist ekki nema með tvennum hætti, af höfðingjayfirráðum eða af viðskiptum.

Danska ríkið stofnaði af einhverjum ástæðum fjórar viðskiptamiðstöðvar upp úr árunum eftir 770,  Birka, Ribe, Kaupang og Hedeby. Kaupang var stofnað síðast þeirra um árið 800, en þá réðu Danir suðausturhluta Noregs, m.a Víkinni. Svo virðist sem þetta hafi verið gert til að ná stjórn á og auka við fyrirliggjandi viðskiptaleiðir í Norður- og Eystrasaltshafi, sem höfðu verið frá dögum Rómverska stórveldisins. Þetta kom því ekki úr einhverju tómarúmi og grundvöllur þessa viðskiptanets hafði verið lagður á öldinni á undan, á sjöundu öld komst aftur á efnahagslegur og pólitískur stöðugleiki hjá arftökum konungsríkja norðvesturhluta Rómaveldi.

Á sama tíma hafði Austur-Rómverska heimsveldið hnignað og hrundi síðan undan þrýstingi frá Persaveldi (Sassanian Empire of Persia) og vexti íslamska kalífaveldisins. Rómaveldi hafði aldrei náð til Skandinavía, þó svo að fornleifaupplýsingar hafi beinlínis tengt samband þeirra tveggja með viðskipti og einnig hugsanlega með norrænum málaliðum í herjum annað hvort með eða á móti heimsveldinu.

Tilkoma skandinavíska rúnaletursins á fyrstu öld e.Kr. bendir einnig á samband við læsi Rómaveldis, þar sem rúnastafir líkjast stafrófinu á myndrænan hátt og samsvara u.þ.b. sömu hljóðgildum . Sömuleiðis varð fall Rómaveldis ekki merki um lok norrænna samskipta við Evrópu. Mervíks mynt (núv. Frakkland) hefur fundist í Noregi, sem táknar samband á sjöundu öld og Karlunga heimsveldið kynntist vel uppreisn Dana. Haugur höfðingja sem grafinn var á þriðju öld í Avaldsnes í Noregi, var grafinn með ríkulegu innfluttu góssi. Meðal annars borðspili með 31 leikjum úr bláu og svörtu gleri, tinhúðuð bronsspegill, bronsvogir, mikið af bronsvösum og skífum, silfurbikarar, silfurmál fyrir drykkjarhorn og brons vínsigti, allt sem tengir erlendum viðskipum og samskiptum við Rómaveldi. Mikilvægast er að tvöfalt beitt sverð í leðurvöðva, gefið meðlimum rómverska hersins, fannst einnig í gröfinni; þvílíkur fundur gæti bent til þess að þessi maður hafi barist annað hvort fyrir eða gegn rómverska hernum einhvers staðar fyrir sunnan áður en hann snéri aftur til Avaldsnes.

Umhverfisþættir lögðu mikið af mörkum til eflingar og stækkunar viðskiptanets fyrrum Vestur-Rómaveldis. Loftslag norðvestur-Evrópu byrjaði að hlýna um árið 650 og hélt áfram næstu aldir. Skandinavía naut góðs af þessari hlýnun og varð þá viðbót við evrópska hagkerfið í upphafi áttunda aldar. Meirihluti undirlendis Noregs lá ósnortið á þessum tíma og búskapur var aðeins lítil hluti mögulegrar landbúnaðarræktunar. Þetta óræktaða land, sem kallaðist úthagi, var að einhverju leyti nýttur til nautgripabeitar. Byggt á síðari lögum í Gulathing , má sjá að úthagi var sameiginlegt land af ásettu ráði án eignarréttar. Þetta fyrirkomulag og aukin viðskipti við önnur lönd leiddi til að fleiri frjálsir bændur á síðari járnöld nýttu úthagann sem Almenning og urðu auðugir með stækkun bústofns og meiri viðskipta. Þrátt fyrir mikla sjálfstjórn treystu bændur höfðingjum til að leysa deilur og vernda þau á tímum óróa. Nýlegar fornleifar benda til þess að til staðar hafi verið stórir höfðingjabúgarðar sem höfði umsjón með minni bæjum í nágrenni þeirra og léku stórt hlutverk í hagkerfinu áður en til þéttbýlis kom. Reyndar er mjög líklegt að bú víkingaaldar hafi verið skipulögð í gegnum kerfi markaðsþorpa, á svipaðan hátt og evrópsku höfuðbólin, og krafðist mikils fjöldi þræla til að virka. Þó notkun þræla minnkaði á tíundu öld um alla Mið- og Vestur-Evrópu, hvarf það ekki í Norður-Evrópu fyrr en miklu seinna, sem bendir til að þræla hafði verið þörf utan í miklu mæli í því skyni að reka þessa bújarðir, og að fjöldi þræla og ófrjálsra hafi verið stærri hluti samfélagsins á þessum tíma en áður var haldið.

Tilvera frjálsra og stækkandi búgreina var háð getu til að beita hjarðir sínar óhindrað og fleiri þræla voru nauðsynlegir til þeirrar vinnu. Sem slíkir voru höfðingjar nauðsynlegir til að viðhalda jafnvæginu og einnig til að tryggja aðgang að þessum þrælum. Máttur höfðingja hefði verið sterkur og byggður á félagslegum samskiptum hans og sérstaklega getu til að leiða landbúnaðarsvæðið með því að dreifa afurðum og halda friðinum í kringum landsréttindi. Leiðtogi stöðugs efnahagssvæðis hefði einnig getu til að skapa og skipuleggja hernaðartækifæri; þetta birtist í formi erlendra árása sem varð síðar til að skilgreina Víkingaöldina. Auður stríðshöfðingjanna var ekki einungis fé nautgripanna, heldur einnig flytjanlegur auður til að kynna fyrir fylgjendum sínum.

Færanlegi auðinn sem fluttur var til Skandinavía frá þessum árangursríku árásum opnaði nýja leið til viðskipta í landbúnaðarhagkerfinu. Á sama tíma og norðvestur í Evrópu fór að hlýna lokuðu röð atburða fyrirliggjandi viðskiptaleiðum sem tengdu austrið og vestrið, og kann að hafa leitt til tilrauna norðurlandabúa til að opna aftur þessi viðskiptatengsl  í lok áttunda aldar.

Uppgangur íslams í Miðausturlöndum og hröð útþensla við hnignun Austur-Rómaveldis, lokaði í raun Austur-Miðjarðarhafinu fyrir kristna vestrinu í lok sjöundu aldar. Meðan Miðjarðarhafið hafði verið leiðin til eflingar Rómaveldis, varð það nú orðið hindrun. Átök og einangrun í Kína og Austur-Asíu lokuðu einnig Silkiveginum til vesturs og takmarkaði enn meira eftirsóttar vörur og lúxusvarning þaðan sem eitt sinn hafði hindrunarlaus til vesturlanda.

Borgir og bæir á þjóðleiðum Rómverska heimsveldisins voru lagðir í rúst eftir fall Vestur-Rómverska veldisins og hélt áfram að fækka. Þetta var áfall og allt efnahagslíf Vestur-Evrópu leið  fyrir það. Samt gæti það hafa orðið til að draga norðurlandabúa úr heimalöndum sínum í norðri í leit að auði; minnkandi vöruflæði til Norðurlanda frá V-Evrópu sem hafði byggst á vöruskiptum neyddi þá til að leita auðs annað og þeir ferðuðust langar leiðir til að leita þess. Þeir settu upp viðskiptastöðvar í Baltnesku löndunum sem stækkuðu og efldust. Vörur úr austri komu í stað hefðbundinna vara frá V-Evrópu, þannig opnuðu þeir beina leið frá heimalöndum sínum niður til Austurlanda. Árið 761 staðfesti Abbasídaveldið eða Kalífaríkið sem var þriðja íslamska stórveldið yfirráð sín í Miðausturlöndum og flutti höfuðborg sína til Baghdad árið 762. Þetta færði Kalífið nær silfurnámunum og leiddi til mikillar útflutnings á silfri. Samsetning silfursjóða benda til þess að silfrið hafi lagt leið sína til Skandinavíu fyrst um Suður-Kákasus og síðan upp í Austur-Evrópu áður en komið var til Eystrasaltsríkjanna og Norðursjó. Mikið magn af silfri kom inn í hagkerfi svæðisins milli Miðausturlanda og Skandinavíu, sem örvaði langtímaviðskipti enn og aftur. Meðan kristna vestrinu hafði verið lokað frá íslömskum Mið-Austurlöndum, gat hið hlutlausa sænska Rus, fengið að kanna og koma á viðskiptaleiðum til Byzantium og Baghdad um austurleiðina. Birka, sem var stofnuð um 770, er frá þessu tímabili sem og Reric  og Truso í Eystrasalti.

Karlamagnúsar heimsveldið var mikilvægt bæði til að örva viðskipti í Skandinavíu, en ögraði einnig Dönum á Jótlandsskaga með hernaðaraðgerðum til þess að auka og vernda lönd sín. Karlamagnús hafði verið að efla heimsveldi sitt norður í germönsk (saxnesk og frísneska) lönd á árunum 770 og 780. Frísland og Saxland voru að lokum hertekin af Frökkum árið 785, þremur árum eftir hinn fræga fjöldamorð í Verden. Þetta hvatti eflaust dönsku konunganna til að hefja sameiningu á seinni hluta áttunda aldar og grípa til hernaðarsamtaka. Reyndar hóf Karlamagnús baráttu sína við Godfrid Danakonung á fyrsta áratug níundu aldar og þetta hélt áfram til andlát Frakkakeisarans. Godfrid brást við ógnunum með því að ráðast fyrst á franskar strendur með litlum flotum og síðar með stærri flota og krefjast skatta þar. Karlamagnús reyndi að byggja upp flota til að sporna við dönsku ógninni, en Guðfrid hafði betur. Danakonungur eyðilagði lið frakka sem sem hélt Reric í Eystrasaltinu og flutti kaupmenn þaðan með valdi til nýstofnaðs danska bæjarins Hedeby árið 808.

Á sama tíma segir Royal Frankish Annals að Godfrid hafi hafið byggingu á Danavirki, víggirðingu sem átti að skilgreina landsvæðið milli danska Jótlands og franska veldisins . Danir tóku ekki vel á móti útrás norður á bóginn.

Þrátt fyrir fjandskap þeirra virðist Godfrid hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá konungsdæmi Karlamagnúsar, í skattlagningu og útrás, þó að danska konungsríkið starfaði meira í gegnum siglingakerfi en með landamærum. Það er almennt viðurkennt að Kaupang var stofnað af danska ríkinu um 800, þrátt fyrir aðskilnað þess frá Jótlandi yfir haf að fara. Skiringssal var þegar annasamur viðskiptastaður í Norðursjó og Óslóarfirði og Godfrid hafði greinilega mikinn áhuga á þeim auði sem viðskipti á Viken svæðinu gæfi. En það virðist sem danska yfirstjórn væri ekki alveg velkomin. Árið 813 skráir Royal Frankish Annals að tveir prinsar úr Danmörku, Harald Klak og Reginfrid gátu ekki komið sem sendimenn til frönsku hirðarinnar vegna þeir höfðu verið sendir til Vestfold með her sinn til að setja niður uppreisn gegn dönsku yfirstjórn þar. Þetta sýnir að Norðmenn voru ekki vel við áhrif Dana í Vestfold og hugsanleg áhrif þeirra á hagsmuni norskra konunga í Skosku eyjunum og á Írlandi.

Kannski sáu prinsarnir tækifæri í Vestfold til að öðlast frelsi, því danska ríkið lenti í tímabili óstöðugleika vegna erfðabaráttunnar eftir andlát beggja Godfrid og Hemming, svo og síðari árásir gegn Frökkum . Hver sem ástæðan var þá var uppreisnin barin niður og danska ríkið hélt yfirráðum yfir svæðinu. Vestfold var mikilvæg mörk dansks konungsvalds í norðri og vestri, gegnt Bretland.

 Ekki löngu seinna eftir dauða Hemming Danakonungs, var tilkynnt að Sigfrid, barnabarn Guðfríðs konungs, og Anulo, barnabarn Haraldar konungs, vildu vera sammála hver af þeim tveimur ætti að verða konungur. Áður en þeir gátu samþykkt, söfnuðu þeir saman her og báðir voru drepnir í bardaga. 

Skipulag bæjarins  Kaupvangs

Kaupangur var ekki tilviljun í viðskiptaneti Dana. Fornleifafræðin bendir til þess að bærinn hafi verið settur niður af ásettu ráði komið og lagt upp með vísvitandi skipulagi. Sá sem hafði stjórn á Vestfold á þessu tímabili ætlaði að tengja staðinn við stærra viðskiptanet. Staðsett vestan megin við við opnum Óslóarfirði með krökt af eyjum framan við.

Kaupang í Skiringssal byrjaði sem árstíðabundin staður einhvern tíma milli 790 og 800. Innan áratugs hafði staðurinn breyst í fasta byggð sem starfaði með sérhæfðri framleiðslu og viðskiptum um langar veg. Engar vísbendingar eru til sem styðja þá hugmynd að Kaupang hafi starfað sem langtíma árstíðabundin markaður og viðskiptamiðstöð fyrir 790, samanborið við byggð við Ribe, sem virkaði fyrst sem verslunarstaður og aðeins síðar sem varanleg þéttbýli.

Útlit Kaupangs bendir til snemma borgarskipulags og var ætlað að vera varanleg staðsetning frá upphafi og óx fljótt. Kaupang væri markvisst búið til sem varanlegt borgarsamfélag, líklega af yfirmanni höfðingja eða einveldi sem hhafði stjórn á svæðinu.

Þegar Karlamagnusar heimsveldið hnignaði sem alþjóðlegu mikilvægi gerðu tækifærin það líka frankir/ frísískir kaupmenn fluttu til Kaupang. Þegar viðskiptum lauk við Frakkland hóf Kaupang að treysta meira á viðskipti vestur til Bretlandseyjum og Írska hafinu. Árás víkinga á Karlamagnusar heimsveldið hafði breytt snertimynstrinu og vissulega haft áhrif á viðskiptaleiðir. Þetta er augljóst í samhenginu um hnignun Dorestad en örvaði Ribe og jafnvel Hedeby og Birka líka. Ljóst er að Kaupang lifði aðeins vegna endaloka Dorestad og tengingu við Bretlandseyjar, Írland og löndin við austanverð Eystrasalt.

Dublin

Dublin tengdist Skandinavíska viðskiptanetinu við stofnun þess af vestnorskum hópum og hvernig árangur hennar sem viðskiptamiðstöð þróaðist í að verða sjálfstætt borgarríki / ríki ótengt stjórnmálum á norðurlöndunum.  Dublin hafði góð viðskiptaáhrif fyrir Írland og efldist brátt af þeim auði sem skandinavíska viðskiptanetið færði þangað, jafnvel þótt víkingar ættu í stríði við írsk konungsríki og hafi tekið marga írska þræla. Því má halda fram að Dublin hafi verið órjúfanlegur tengill í skandinavíska viðskiptanetinu.

Með vísan í írska annálanna um innrásir víkinganna má skilja af hverju víkingar stofnuðu Dublin, hvernig samkeppni ýmissa víkingahópa og að írskir konungar börðust um stjórn á borginni án þess að rjúfa þetta viðskiptanet og hvernig auður hennar gat verið óháður ólíkum hagsmunum víkingahöfðingja í Skandinavíu, en engu að síður hluti af skandinavíska viðskiptanetinu. Sjálfstæði Dyflinnar í Írlandi, svo og sjálfstæði frá Skandinavíu leiddi til þess að borgin lifði víkingaöldina.

Vesturströnd Noregs og áhugi á Írska hafinu

Í Vestur-Skandinavíu var fyrir hendi sjálfstætt viðskiptanet sem náði um alla vesturströnd Noregs frá norðurhluta Hálogalands þaðan áfram suður ströndinni áður en það tengdist síðan við stærra viðskiptaneti sem náði austur og suður, sem aðallega var stjórnað af herjum frá danska ríkinu. Á þessari fornu leið var ekkert þéttbýli fyrir elleftu öldina, en fimm fyrstu konungsríkin, Urnes, Avaldsnes, Fitjar, Alrekstad og Seim höfðu verið mikilvægar miðjur í vesturhluta Skandinavíu. Borg, í Lofoten,verður einnig að vera með sem miðja sem tengdi konungssalinn við álfuna, Bretlandseyjum og suðaustur Noregi. Borg er sérstaklega tengd Kaupang. Vestur-Skandinavar opnuðu viðskiptaleiðina yfir Norðursjó til Bretlands og Írlands í lok áttunda aldar. Uppgreftir á ýmsum stöðum á vesturströnd Noregs staðfesta kenninguna um að skandinavíska útþensla til Bretlandseyja og Írlands hafi hafist þaðan, en ekki frá Jótlandi sem hluti af leiðangri sem eignaður var Godfrid konungi og Danska ríkið. Grafhýsi í Rogalandi, Hörðalandi, Sogne og Mæri sýna mikið magn af einstakri málmsmíði frá níundu öld. Margt er vitað að vera eingöngu írskt og bendir til þess að íbúar vesturstrandar Noregur hafði opnað sitt eigið viðskiptanet milli Noregs og Írlandshafs.

Margt bendir til gríðarmikilla flutninga á vörum, fólki og hugmyndum í báðar áttir. Tækniþróun skipa á Avaldsnes svæðinu er að lokum það sem opnaði leiðina í Írlandshaf. Skipin voru vel búin og meðfærileg með bæði seglum og kraft áranna, grunnur kjölur gerði þeim kleift að sigla um ár sem og opinn haf. Fyrstu skipin sem vitað er að geta siglt yfir opið haf voru smíðuð síðari hluta áttunda aldar á vesturströnd Noregs. Storhaug skipið, sem var smíðað árið 770 og grafinn árið 779, og Grønhaug skipið, sem var smíðað árið 780 og grafið á milli 790 og 795 gefa vísbendingar um þróun skipsbyggingartækni sem komu fram á undraverðan hátt verkfræði sem gerði víkingum kleift að ferðast lengra og lengra. Þessi tækni þýddi að skipum og flotum tókst að yfirgefa Eystrasalt og fara árfarvegi suðaustur í A-Evrópu og leyfði þeim að eflast vestur um haf og ferðast út á opnu hafi Norður-Atlantshafs og niður til Írlandshafs.

Landfræðilega er Vestur-Noregur betur í stakk búinn til að ná yfirráðum sínum í Írska hafinu en Jótlandsskaginn eða aðra hluta Suður-Skandinavíu. Reyndar voru norður-skosku eyjarnar stökkpallur frá Björgvin. Það er hægt að sigla frá Hörðalandi til Hjaltlands á tuttugu og fjórum klukkustundum með góðum vindi, þó ferðin hefði tekið tvo daga að meðaltali. Þar sem Shetland liggur beint vestur þyrftu þessir landkönnuðir aðeins að setja skip sín suð-suðvestur til að ná til annarra eyja í Norðursjó. Frá Hjaltlandi var hægt að ferðast um alla víðáttu Írlandshafs án þess að missa sjónar af landi. Þó fyrstu tuttugu og fjórar klukkustundirnar gætu hafa verið hættulegar, vóg ávinningurinn upp áhættuna. Í lok áttunda aldar var opið viðskiptanet vestur og suður til Írlands.

Útrás víkinga – Veðurfar.

Veðurfar á víkingaöld

Margar tilgátur eru um ástæðu útrásar víking frá heimkynnum sínum á tíma bilinu 800-1000 ek. Merki eru um mikla fólksfjölgun í upphafi þessa tímabils og lítið jarðnæði, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð, hafi valdið því. Þó upphaflegu árásir víkingaskipa hafi verið fáar og strjálar breyttist það fljótt, stærri skipaflotar með öllum búnaði fóru að dvelja lengur á á viðkomustöðum sínum og fóru þaðan til landkannanna og árása, fyrst sumarlangt, síðan vetrardvalir þar til þeir settust að víða á Bretlandseyjum, Írlandi, Frakklandi og í austurvegi.

Það er þó öflugri og trúverðugri ástæða fyrir því að þessi mikla útrás víkinga gat átt sér stað. Mikil afrek víkingatímans gátu átt sér stað vegna hagstæðs veðurfars á þessu norðlæga svæði. Siglingar voru háðar ofbeldisfullri náttúru á hafinu. Veður jarðar hefur sinn margbreytileika. Ekki vegna þess að hitagildin – sólin – er svo breytileg, heldur vegna þess að magn hitaorkunnar sem frásogast jörðinni á árlegri braut hennar dreifist misjafnlega. Veður og loftslag eru áfram afrakstur flókinna samskipta milli sjávar og andrúmslofts, dans sem felur í sér ólýsanlega flókna takta, vegna þess að annar þátturinn – andrúmsloftið – er mun fljótara að svara breytingum en hafsins.

Mörk andrúmslofts og hafs eru þar sem þessi öfl mætast, en taktar þeirra eru búnir til annars staðar: í djúpum hafsins er völundarhús straumafæribanda, knúin af hita og salti. Efsta lagið er hitað af sólinni, þar sem geislarnir komast niður í fjörutíu metra dýpi, og inniheldur ekki aðeins mest af sjávarlífi hafsins (og CO2) heldur geymir meira en tífalt meiri orku en andrúmsloft jarðarinnar vegna þess hita sem það geymir. Einungis í efstu fjörutíu metrunum, heildarmassi hafanna er fjögur hundruð sinnum andrúmsloftsins, magn hitaorkunnar sem geymd er í höfum jarðarinnar er um sextán hundruð sinnum andrúmsloftið.

Áhrif þessa gríðarlega hreyfiafls hafanna, sem er háður örsmáum breytingum á hlutföllum hita og salts, er sú að örlítið breyting sjávarhita getur breytt lofthita í þúsund ár. Það gerðist, einhvern tíma í kringum níundu öldina, þegar þessir þættir hafsins féllu í jafnvægisástandi um stund, óendanlega stutt á jarðfræðilegum tíma, en á mikilsverðum tíma mannkynssögunnar. Heitt tímabil miðalda náði aðeins frá lokum níundu aldar til byrjun fjórtánda; fjórar aldir þegar norðurhvel jarðar upplifði hlýjasta hitastigið síðustu átta þúsund árin.

Orsakir hlýja miðaldatímabilsins eru ekki þekktar, þó skortir ekki samkeppni í fræðilegum kenningum; en tilvist þess er nokkurn veginn óvefengjanleg. Jarðfræðilega fótsporið sést í jökulgörðum sem bráðnandi jöklar síðustu ísaldar hafa skilið eftir sig – grjóturðir sem jöklar bera fram þegar þeir stækka og undan þeim þegar þeir hjaðna – inniheldur plöntuefni sem ekki aðeins er hægt að dagsetja nokkuð nákvæmlega, heldur bera merki um litlar breytingar á árshita.

Líffræðin aflar alls kyns upplýsinga um breidd og samsetningu trjáhringa – hafa varið áratugum saman við að rannsaka tugi mismunandi tegunda trjáa sem bæta við hring á hverju ári og fyrir löngu komist að því að í tempruðu loftslagi eru hringirnir mismunandi á breidd og fer eftir eftir loftslagi ársins. Með tré af þekktri dagsetningu – tré með hundrað hringum var hundrað ára gamalt þegar það var skorið niður og notað til dæmis í byggingu sem vitað er að hefur verið reist til dæmis árið 1000 – hita hvers sérstaks árshring fyrir sig er hægt að reikna með mikilli nákvæmni.
Það er meira en breidd hringsins: magn geislavirku samsætunnar, Kolefni-14, í trjáhringum mælir magn sólarvirkni á hverju ári. Ástæðurnar eru, eins og allt sem hefur með loftslagssöguna að gera, flóknar: Kolefni-14 myndast af samverkun geimgeisla við köfnunarefni og súrefni í efra andrúmslofti jarðar, þannig að þegar minna er um sólarvirkni, þá er magn af geimgeislum tiltölulega meira. Lægri sólarvirkni, meira kolefni-14, og vissulega er það, sem kallað er „kosmógenísk frávik“, í samræmi við það. Slíkar mælingar segja frá hlýjum tímum í Vestur-Evrópu, ekki bara á hlýskeiði miðalda, heldur snemma á járnöldinni um 200 f.Kr.

Það er meira. Það er ís. Í meira en fjörutíu ár hafa jarðfræðingar borað á stöðum eins og Grænlandi og Suðurskautslandinu – staðir þar sem ísplöturnar hafa ekki bráðnað í hundruð þúsunda ára. Þar sem ísinn safnast saman á hverju ári með reglulegu millibili myndar kjarninn – venjulega á bilinu um það bil 5-6 sentimetrar í þvermál, en allt að mörgum kílómetrum langar – tímatal sem skráir samsetningu og hitastig lofthjúpsins með tímanum. Og enn og aftur sýna ískjarnarnar ótvíræðan hlýnunartímabil á milli níundu og þrettándu aldar.
Landfræðilegt umfang þess er aðeins meira vandamál. Hubert Lamb, enski loftslagsfræðingurinn sem fyrst setti upp og nefndi hlýskeið miðalda, (Medieval Warm Period) var að vinna úr takmörkuðu gagnasafni; flestar sögulegar heimildir hans – þrotabú, klausturskjöl og þess háttar – voru evrópsk og ekki næg til að sýna fram á hið alheimsfyrirbæri sem hann taldi sig hafa uppgötvað. Ein afleiðingin er sú að þetta skeið er reglulega notað sem sönnunargögn fyrir þá sem vilja skora á raunveruleika loftslagsbreytinga af mannavöldum – „á miðöldum var hitastigið jafnvel hlýrra en nú er.“

Í raun og veru reynist það mun auðveldara að mæla hitastigið á staðnum, hvort sem það er í Skandinavíu eða Kína, en að leysa hina alræmdu erfiða þraut heimsins. Hubert Lamb hafði rétt fyrir sér, en tímabilið sem hann uppgötvaði og nefndi var fyrirbæri á norðurhveli jarðar og sérstaklega það sem hafði áhrif á siðmenningarnar meðfram Norður-Atlantshafi á milli um það bil 800 og 1200. Bestu áætlanirnar eru að hitastig Norður-Evrópu var að meðaltali vel 2 ° C hærra en það er í dag.

Af hverju voru áhrif þessa skeiðs bundin við norðurhvelið – og sérstaklega Evrópu – er hægt að skýra með veðurfari sem kallast Norður-Atlantshafssveiflan, sem er aðal ákvörðunaraðili fyrir veður í Norður- og Vestur-Evrópu. Fyrsti endi sveiflunnar er viðvarandi svæði með tiltölulega lágum loftþrýstingi yfir Íslandi; annað, háþrýstisvæði yfir Azoreyjum. Veðurhliðin sem koma með rigningu til Evrópu fylgja braut sem ákvörðuð er af þrýstihlutfallinu á milli þessara svæða. Þegar Asoreyjahæðin er tiltölulega mikil og loftþrýstingur við Ísland tiltölulega lágur, er hitinn frá Atlantshafi fluttur til Evrópu og færir þangað hlý sumur og væga vetur. Afleiðingin var hlýrra veður í Evrópu, þó ekki öllum heiminum.

Að sveiflan í Norður-Atlantshafi hafi haft áhrif á „aðeins“ hluta loftslags heimsins gerir það ekki að léttvægu tæki til breytinga. Áhrif þess voru eins mikil og það varð fyrir Evrópubúa sem lifðu á tímum sem hófust með innrásum víkinga og því lauk um það leyti sem Edward II. og Isabella frá Frakklandi fóru í hjónasæng. Fyrir átta af hverjum tíu sem stunduðu landbúnað, var sól og rigning það sem breytti landinu í mat. Sól og rigning, í réttum hlutföllum, var það sem studdi mannslíf. Það var miklu meira mannslíf í hættu árið 1308 en verið hafði árið 800.

Það er ekki svo að evrópskt veður á fjórum öldum miðalda hafi verið alltaf gott. Bæði nútíma mannfræði og söguleg skjöl bera vitni um niðurdrepandi langan lista yfir þurrka, óveður, frost og tapaða uppskeru á þessu tímabili, hugsanlega vegna þess hve mjög mannlegur vani er að eyða meiri tíma í að skrá hamfarir en velmegun. En veðrið á milli níundu og fjórtándu aldar var engu að síður verulega betra – aðeins hlýrra og aðeins meira fyrirsjáanlegt – en nokkurt skráð tímabil frá fæðingu siðmenningarinnar. Aukning á hitastigi og minnkun á breytileika þarf ekki að vera gríðarlegur til að hefja mjög langa og mjög áhrifamikla atburði. Fyrstu og mikilvægustu áhrif betra veðurfars, var mikil þensla í löndum sem hægt var að framleiða mat. Meðan á þessu skeiði stóð var korni safnað í evrópskum bæjum í meira en þúsund feta hæð yfir sjávarmáli – sem er óhugsandi í dag – og víngarðar fóru að birtast í Norður-Englandi. Í allri norðvestanverðri Evrópu varð land frjósamt sem hafði verið ófrjótt í árþúsundir. Þar á meðal Norðurlönd.[1]

Hlýindin á þessu tímabili gerðu landsvæði lengra norður ræktanleg. Í Skandinavíu, á Íslandi, í Skotlandi og í hálöndum Englands og Wales, varð búskapur algengur á svæðum sem hvorki áður né síðan hafa gert ræktun mögulega. Á Íslandi var ræktað hafrar og bygg. Í Noregi gróðursettu bændur lengra norður og hærra upp í hlíð en nokkru sinni um aldir. Meðalhiti á Grænlandi var 1-2.° hlýrra en nú og landnámsmenn gátu grafið dauða sína í jörðu sem er nú ávallt frosin. Skotland blómstraði á þessu hlýja tímabili með aukinni velmegun og framkvæmum. Meiri ræktun þýddi að fleirrum var hægt að framfleyta og mannfjöldasprenging varð í Skandinavíu [127] Mikill vöxtur var að hluta til ástæða útrásar víkinga og leiddi til stofnunar nýlenda á Englandi, Írlandi, Frakklandi, Rússlandi, Íslandi og Grænlandi.

Umhverfissamhengi

Noregur er umkringdur Norðursjó, Noregshafi og Skagerrak. Fyrstu tvö höfin geta talist grunn vegna þess að þeir eru hluti af landgrunninu fram að úthafskanti er í 180 metra djúpt, en meðfram norsku ströndinni eru dýpra vegna tilvistar norsku gjárinnar sem nær 300 til 400 metra dýpi. Skagerrak nær niður í 700 dýpi. Noregsströndin er byggð upp úr bergi, sem myndast í gegnum tímann mótað skaga, flóa, víkur og firði. Gott dýpi í þessum innskotum í landið sem eru góðar hafnir frá náttúrunnar hendi eins og við Ísland og víða við norsku ströndinni. Norður-Atlantshafsstraumurinn er upprunninn í Golfstraumnum sem byrjar að renna í Mexíkóflóa fer upp meðfram Ameríkuströndinni og fer síðan yfir Atlantshafið milli Nova Scotia og yfir í Biscayaflóa og að írsku og ensku ströndunum. Þessi straumur í Norður-Atlantshafi skapar norðausturstrauma meðfram strönd Noregs en veikari straumur streymir út úr Eystrasalti meðfram suðurströnd Noregs. Auk almennra strauma eru auðvitað áhrif sjávarfalla. Sjávarföllin eru tvisvar á dag, sem þýðir að það er aðfall tvisvar á dag og útfall tvisvar á dag. Megin aðfallsstrauminn kemur frá norðurhluta Stóra-Bretland og streymir norður með norsku ströndinni, en sjávarfallastraumurinn  frá Eystrasalti hefur takmörkuð áhrif.

Annar þáttur sem hefur áhrif á strauma sjávar er vindurinn. Á norsku ströndinni eru ríkjandi vindar að norðan á sumrin , en í Skagerak er það þó aðallega vestan- og suðvestanvindur sem ríkir þá. Það sem eftir er ársins eru ríkjandi norðvestan til suðvestan vindar. Helstu hafstraumar (frá Lamb 1972: 321).

Eins og fyrr er sagt, gefa firðir hentugar staðsetningar fyrir hafnir sem gefa sumum skjól gegn veðri fyrir opnu hafi. Þessir firðir eru þó enn undir áhrifum sjávarfalla. Enn fremur skapa firðir sérstakar aðstæður fyrir bæði vind og almenna strauma. Vindurinn fylgir alltaf lögun fjarðarins og býr til strauma út eða inn í firðina, allt eftir stefnu vindsins. Þegar straumur í Norður-Atlantshafi fer framhjá mynni fjarðar mun hann renna inn með suðurhlið hans allt inn í botn hans og snúa við  út fjörðinn meðfram norðurhliðinni). Árósir ánna eru einnig undir áhrifum sjávarfalla. Rétt eins og fyrir fjörð, geta sjávarföllin ákvarðað tímann þegar hentugast er fyrir  skip að sigla inn eða út.

Veðurfar: Landnám Grænlands

1690 afrit af Skálholtskortinu frá 1570, byggt á heimildarmyndum um fyrri norræna staði í Ameríku.

Rannsóknin sem gerðar voru 2008-9 sýndu að hitatímabilið á Suður-Grænlandi og hluta Norður-Ameríku á miðalda loftslagsafbrigðinu (skilgreint í rannsókninni frá 950 til 1250) var hlýrra á sumum svæðum en á árunum 1990–2010. Mikið af norðurhveli jarðar sýndi umtalsverða kólnun á litla ísöld (skilgreind í rannsókninni frá 1400 til 1700), en Labrador og einangraðir hlutar Bandaríkjanna virtust vera um það bil eins hlýir og á tímabilinu 1961–1990. [1] Norrænt landnám Ameríku hefur verið tengt hlýrra tímabili. Almenna kenningin er sú að norrænir menn notfærðu sér íslaust hafið til landnáms á Grænlandi og öðrum afskekktum löndum í norðri. [23] Rannsókn frá Columbia háskólanum bendir hins vegar til þess að landnám á Grænlandi hafi verið á hlýrra tímaskeiði, en í raun voru hlýnunaráhrifin mjög stutt. Loftslagið um árið 1000 var nægjanlega hlítt fyrir Víkinga að ferðast til Nýfundnalands og koma á fót skammvinnum útvarðarstöðum þar.

Frá því um 985 stofnuðu Íslendingar Austurbyggðina og Vesturbyggðina, í suðurhluta Grænlands. Á fyrstu stigum landnámsins héldu þeir nautgripi, sauðfé og geitur, með um fjórðung af mataræði sínu úr sjávarfangi. Eftir að loftslagið kólnaði og veðrið stormasamt í kringum 1250, færðist mataræði þeirra stöðugt í átt að sjávarafurðum; um 1300, voru selur meira en þrír fjórðu af fæðunni. Um 1350 var minni eftirspurn eftir útflutningi þeirra og viðskipti við Evrópu féllu niður. Síðasta skjalið frá byggðunum er frá 1412 og næstu áratugina á eftir fækkar norrænir íbúum eftir í því sem virðist, hvort sem var til annarra landa eða af öðrum orsökum.

Í Chesapeake-flóa (nú Maryland og Virginíu í Bandaríkjunum) fundu vísindamenn stórar hitastigs hækkun um 950–1250 og Litla ísöld lækkun hitastigs um 1400–1700 og það tímabil varaði fram á byrjun 20. aldar, hugsanlega tengjast þessar breytingar styrk Norður- Atlantshafs hringrásarinnar

Hlýja tímabil miðalda (MWP) var tími heitara loftslags frá um það bil 900–1300 e.Kr., þegar hitastig heimsins var nokkuð hlýrra en nú. Hitastig í GISP2 ískjarnanum var um það bil 1 ° C hlýrra en nútíma hitastig (mynd 8.14). Áhrif hlýju tímabilsins voru sérstaklega áberandi í Evrópu þar sem kornrækt blómstraði, Trjálínur Alpanna hækkuðu, margar nýjir bæir urðu til og íbúar meira en tvöfölduðust. Víkingar nýtti sér loftslagsbreytingu þegar mildara loftslag leyfði hagstæð skilyrði á sjónum til siglinga og veiða. Þetta var nálægt hámarks hlýnun sem skráð var í GISP2 ís kjarna árið 975 e.Kr. (Stuiver o.fl., 1995).

Eiríkur Rauði kannaði Grænland frá Íslandi og gaf því nafn sitt. Hann nam land á Suður-Grænlandi og varð höfðingi um 985 e.Kr. Fyrstu Grænlendingarnir komu með kornfræ, líklega bygg, hafra og rúg, hross, nautgripi, svín, sauðfé og geitur. Suðurstrandasvæðið var skógi klætt á þeim tíma. Byggðir Grænlands stóðu í um það bil 500 ár áður en kólnun á Litlu ísaldar gerði út af við byggðina. Um 620 býli hafa verið grafin upp á Grænlandi. Langhús, aðal dvalarstaðir íbúa bæja, myndu hýsa 10 til 20 manns. Tíu einstaklingar á hverja bæ myndu telja íbúa á Grænlandi yfir 6000 manns og þeir hafa getað orðið allt að 8000–9000 á tímabilinu 1000 til 1300 meðan byggðirnar blómstruðu við loftslag sem var hagstætt fyrir búskap, viðskipti og rannsóknir á ónumdum löndum. Kólnandi, stöðugt versnandi loftslag hófst eftir 1300 e.Kr. og búskapur varð óhagkvæmur. Þrjár kirkjur, eitt stórt bú, og 95 býli hafa verið grafin upp við vesturströnd Grænlands, aðallega undir sífrera. Biskup sem ferðaðist þangað um 1350 e.Kr. komst að því að landnám hafði alveg verið yfirgefið. Kirkjan yfirgaf Grænland árið 1378 vegna þess að skip komust ekki í gegnum hafísinn milli Íslands og Grænlands (mynd 8.15).

Meðan á hlýja tímabilinu stóð var ræktuð vínber svo langt norður sem á Englandi, um 500 km norðan við núverandi víngarða í Frakklandi og Þýskalandi. Vínber eru nú ræktuð í Þýskalandi upp í um 560 m hæð, en frá 1100 til 1300 e.Kr. þrifust víngarðar upp í um 780 m hæð, sem bendir til þess að hitastigið hafi verið hlýrra sem nam um 1–1,4°C. Korm var ræktað við Trondheim í Noregi sem bendir til að loftslag hafi verið  um 1°C hl+yrra en í dag (Fagan, 2007). Journal of Geophysical Research 102, 26455–26470 data.

Mynd 21.9. Yfirborðshiti yfir sumarið nálægt Íslandi (Sicre o.fl., 2008).

Þetta tímabil er einnig áberandi við breytingu á hitastigi sjávar nærri Íslandi (mynd 21.9; Sicre o.fl., 2008).

Eins og sýnt var í fjölmörgum rannsóknum með fjölbreyttum aðferðum var þetta hlýja tímabil einskonar hlýnunar jarðar. Eitt dæmi meðal margra er rannsókn á trjáhringum í Kína (mynd 21.10; Liu o.fl., 2011).

Hitasveiflur á Grænlandi og norðurslóðum. D.J. Easterbrook, í Evidence-Based Climate Science (önnur útgáfa), 2016

Ný rannsókn  sem birt var í febrúar 2019 frá rannsóknarhópi Northwestern University, sem rannsakaði líffræði skordýra í fornum botnsetum vatna, sýnir hlýtt loftslag á landnámstíma norrænna manna á Grænlandi og eyðir efasemdum um hlýrra loftslag á þessum tíma. Eftir að hafa endurmetið loftslag Suður-Grænlands undanfarin 3.000 ár komst háskólahópur  Northwestern University að það var tiltölulega hlýtt þegar Norðmenn bjuggu þar á milli 985 og 1450 C.E., samanborið við aldir á undan og eftir

Til að endurmeta loftslagið, rannsökuðu vísindamennirnir setkjarna við vatnið sem safnað var nálægt byggðum Norðmanna utan Narsaq á Suður-Grænlandi. Vegna þess að botnfall í vatni myndast við stigvaxandi uppbyggingu árlegra leðju og er innihald þessar kjarna í raun skjalasafn um loftslag fortíðar. Með því að líta í gegnum lögin geta vísindamenn bent á vísbendingar um loftslag frá því sem áður var. Í þessari rannsókn var greint líffræði flugutegunda, svokallað rykmý, sem voru föst í botnlaginu. Með því að horfa á súrefnis samsætur í varðveittum flugum, skapaði teymið saman mynd af fortíðinni. Þessi aðferð gerði liðinu kleift að endurgera loftslagsbreytingar yfir hundruð ára eða skemur og það var fyrsta rannsóknin til að mæla fyrri hitabreytingar í svokölluðu norðlægu byggðarlagi fyrir utan ísborkjarna.

„Súrefnis samsæturnar sem við mælum úr rykmýi eru skrár yfir samsætur vatnsins þar sem skordýrin uxu og þar sem vatnið kemur úr úrkomu sem fellur í vatnið,“ sagði Lasher, fyrsti höfundur rannsóknarinnar. „Súrefnis samsætur í úrkomu eru að hluta til stjórnað af hitastigi, svo við skoðuðum breytinguna á samsætum súrefnis í gegnum tíðina til að álykta hvernig hitastigið gæti hafa breyst.

“Vegna þess að nýlegar rannsóknir komast að þeirri niðurstöðu að sumir jöklar héldu áfram að vaxa á Grænlandi og nærliggjandi norðurskauti Kanada meðan Víkingar bjuggu á Suður-Grænlandi var búsit við því að gögn þeirra myndu benda til mun kaldara loftslags. Í staðinn komust þeir að því að stutt hlýtt tímabil truflaði stöðuga kólnandi loftslagsþróun sem var knúinn áfram af breytingum á sporbraut jarðar.

Nálægt lokum hlýindatímabilsins var loftslagið óvenju óstöðugt með háu og lágu hitastig sem var á undan brottför Víkings af Grænlandi. Á heildina litið var loftslagið um 1,5 gráður á Celsíus hlýrra en kólnandi aldirnar fyrir og eftir. Þetta hlýrra tímabil var svipað og hitastig Suður-Grænlands í dag, sem er um 10 gráður á Celsíus á sumrin. Annað sem kom á óvart var að Norður-Atlantshafs straumhringrásin (NAO) – sem oft er ábyrg fyrir náttúrulegri sveiflu í loftslagsmálum á svæðinu – var líklega ekki í ríkjandi jákvæðum fasa á þessum miðöldum eins og haldið var. (Þegar NAO er í jákvæðum áfanga færir það kalt loft til mikils hluta Grænlands.)

„Við fundum að NAO gat ekki útskýrt veðurfarsbreytingar á miðöldum á þessum rannsóknarstað,“ sagði Lasher. „Það gæti dregið í efa notkun þess við skýringar á loftslagsbreytingum á síðustu 3000 árin á öðrum stöðum.“

Hvað olli því heillavænlegu hlýju loftslagi Víkinga? Lasher og Axford eru ekki vissir en geta sér til um að það gæti hafa stafað af hlýrri hafstraumum á svæðinu. Nýju gögnin munu nýtast loftslagsgerðarmönnum og loftslagsfræðingum þar sem þeir reyna að skilja og spá fyrir um hver þróunin gæti orðið fyrir Íslands og Grænland ef jörðin hitnar hratt í framtíðinni.

„Ólíkt hlýnun síðustu aldar, sem er hnattræn, var miðaldahitinn staðfærður,“ sagði Axford. „Við vildum kanna hvað var að gerast á Suður-Grænlandi á þeim tíma vegna þess að þetta er veðurfarslegur hluti heimsins þar sem ósjálfbjarga hlutir geta gerst.

“Norrænu byggðirnar á Grænlandi hrundu þar sem staðbundið loftslag varð greinilega óvenjulegt og þá að lokum kalt. En Axford og Lasher munu skilja fornleifafræðingana eftir að ákvarða hvort loftslag hafi gegnt hlutverki í brottför þeirra.„Við fórum inn með tilgátu um að við myndum ekki sjá hlýnun á þessu tímabili, í því tilfelli gætum við hafa þurft að útskýra af hverju víkingar settust að á Grænlandi og voru þar í 500 ár í köldu loftslagi,“ sagði Lasher.

„Í staðinn fundum við vísbendingar um hlýnun. Síðar, þegar byggð þeirra dó út, virðist greinilega vera óstöðugleiki í veðurfari. Kannski voru þeir ekki eins seigur við loftslagsbreytingar og frumbyggjar Grænlands, en loftslag er aðeins eitt af mörgu sem gæti hafa átt þátt í því. “

[1] Þýddur úrdráttur úr „The Third Horseman: Climet Change and  Starvation in 14.Century “ eftir William Rosen.

Víkingaskip-Leiðartækni


Siglingaafrek víkinga hafa lengi verið dáð, siglingahæfni skipana og siglingakunnátta víkinganna sem birtist í sögum frá þessum tíma um hvert þeir sigldu og námu lönd staðfesta það. Á víkingatímabilinu 800-1000 e.k. höfðu engar aðrar Evrópuþjóðir viðlíka skip svo vitað sé. Margar samtímaheimildir staðfesta hvert þeir sigldu í útrás sinni. Fyrstu heimildir eru um ránsferðir þeirra á mið England… síðan víðar um Bretlandseyjar, Írland, Frakkland, Spán, Portúgal, austur fyrir botn Eystrasaltsins og niður ár A-Evrópu. Síðar á tímabilinu virðist útrás þeirra borið keim af landnámi og verslunarferðum. Víkingar setjast að á Bretlandseyjum og Írlandi, Frakklandi, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi, Vínlandi svo og víða um A-Evrópu (Rússlands m.a.). Fornleifar sýna að verslunarferðir þeirra hafa náð til Miðjarðarhafslanda og Svarthafs.

SIGLINGATÆKI .
Hvaða verkfæri höfðu stýrimenn víkingaskipa til að vita hvert stefnt var þegar ekki sást til lands svo dögum skipti? Frásagnir gefa okkur engar skýrar vísbendingar um það. En allar frásagnir frá þessum tíma um skip geta jafnframt um áttvísi, um hvert stefnt var, „haldið í vestur“ og svo framvegis. Hvernig stýrimenn vissu í hvaða átt áfangastaður var frá brottfarastað, með engin sjókort. Slíkt byggðist á fyrri reynslu eða leiðbeiningum þeirra sem áður höfðu farið þá leið. Eitt er víst að til að halda ætlaða stefnu skips í hafi, án landsýnar, í öllum veðrum og skyggni, þurfti að vera til staðar vitneskja um tímamælingu og áttvísi. Í Landnámabók eru gefnar nokkrar siglingaleiðir:

Svo segja vitrir menn, að úr Noregi sé sjö dægra sigling (i) til Horns á austaverðu Íslandi; en frá Snæfellsnesi fjögra dægra sigling til Hvarfs á Grænlandi í vestri þar skemst er. (Af Húsnum ii af Noregi skal sigla jafnan til vesturs til Hvarfs á Grænlandi, og þá er siglt fyrir norðan Hjaltland, svo að því að allgóð sé sjávarsýn, en fyrir sunnan Færeyjar, svo að sjór er í miðjum hlíðum, en svo fyrir sunnan Ísland, að þeir hafi af fugl og hval. Frá Reykjanesi á sunnanverðu Íslandi er þriggja dægra haf til Jölduhlaups á Írlandi í suðr. En frá Langanesi á norðanverðu Íslandi er fjögra dægra haf til Svalbarða norður í Hafsbotna iii), en dægursigling er til óbyggða í Grænlandi úr Kolbeinsey norðr.“ –ii Húsum. iii þessir hafsbotnar eru fyrir austan Greipar á Grænlandi og eru aldrei íslausir

Af þessum lýsingum má sjá að megin upplýsingarnar eru um áttir sem stefnt skuli í og tíminn (dægur, sjá http://www.svavarsson.is/fornar-islenskar-maelieiningar-til-sjos/) sem taki að sigla frá brottfararstað til áfangastaðar.

En til þess að halda þeirri stefnu þegar á haf var komið, með enga landsýn og oft í óvissu skyggni á nóttu sem degi, er víst að einhver verkfæri voru notuð. Nærtækast er að ætla að þeir hafi notast við segulsvið jarðar og einnig sól og stjörnum þegar þeirra naut við vegna skyggnis.

Tilgátur hafa verið uppi um svokallaðan “Sólarsteinn” , „Sólskífu“ hafi nýst stýrimanni til að sjá stefnu skips í skýjuð himni.  (Hafa verður í huga að einungis var siglt á sumrin og ekki að nóttu til nema á lengri leiðum.) Á björtum næturhimni í úthafi þegar hallaði sumri, hafa þeir haft viðmið  af Pólstjörnunni, sem alltaf var á sínum stað í hánorðri þrátt fyrir jarðarsnúninginn, en á skýjaðri nóttu var hún ekki leiðarstjarna. Einnig hafa verðið nefndur svokallaður „Leiðarsteinn“, segulmagnaður steinn sem sýndi stefnu á segulnorður. Um þessar kenningar verður fjallað um hér að neðan.

Hvaða siglingatæki höfðu víkingar?
Það er næstum ómögulegt að ímynda sér hvernig víkingum, tókst að sigla yfir Atlantshafið í öllum veðrum án einhverja hjálpartækja eða tækni til að rata. Þó fyrir liggi nokkrar vísanir frá víkingatímanum um hvað gæti hafa verið notað við siglingar, er ekki fyrir hendi full vissa um hvernig þeir fóru að. Engar beinar sannanir eru fyrir tilteknum siglingatækjum né hvernig þau voru notuð.

Rannsóknir á efni og tækni hugsanlegra hjálpartækja sem víkingarnir kunni að hafa notað til siglinga hafa farið fram en allt er byggt á kenningum. Víkingarnir virðist hafa haft tæki eða tækni til að mæla eftirfarandi til að komast leiðar sinnar þegar ekki var landsýn: Stefnu, hraða (tíma) og hnattbreidd (sólarhæð).

Hver sjómaður þarf að vita þegar hann nálgast land hve djúpt er undir kili, gegnum aldirnar hafa sjófarendur notað sökku og reipi til að finna dýpið. Slíkar sökkur hafa fundist frá víkingatímanum. En þegar ekki sást til lands, en þeir töldu sig vita að það væri ekki svo fjarri sökum skýja eða þoku,höfðu þeir fugla um borð í búrum, gjarnan hrafna sem ekki gátu sest á sjó og hleyptu þeim út. Ef land var ekki fjarri tók fuglinn stefnu strax á land, ef fuglinn skynjaði ekki land kom hann aftur á skipið segja sögur.

Staða sólar á himni, þ.e. hæð og stund dags, gaf upplýsingar um tíma dags og  stefnu skips miðað við stöðu sólar og því var sólin helsta viðmiðið til siglinga til forna. Danski fornleifafræðingurinn Thorkild Ramskou kom fram 1967 með kenningu um notkun „sólarsteins“, náttúrulegur kristall sem gæti staðsett sólina í skýjuðum himni svo hægt væri að sjá ris og set hennar eftir árstíðum og þannig hægt að sjá stefnuátt hennar. Þessi aðferð byggir á því að kristall eins og Silfurberg hefur þá eiginleika að draga ljós saman í einn brennipunt þaðan sem mesta ljósið er, þannig hafi stýrimenn vitað í hvaða átt sólin var miðað við þá stefnu sem þeir ætluðu.

Þessi kenning hafði áður komið fram og gaf Kristjáni Eldjárn til efni til að skoða þá kenningu 1956:
“Þess er getið í máldögum kirknanna í Saurbæ í Eyjafirði, Haukadal, Hofi í Öræfum, Reykholti, Hrafngili og Reynistaðarklaustri, að þær ættu sólarstein. Elsti máldaginn er frá 1313. hinn yngsti frá 1408 Þessir kirkjugripir minna á, að Guðmundur biskup Arason gaf Hrafni Sveinbjarnarsyni sólarstein, þegar þeir komu frá vígslu Guðmundar 1203. Þeim stein rændu þeir Þorvaldur Vatnsfirðingur eftir dráp Hrafns 1213, en þeir köstuðu honum í brott af því að þeir sáu ekki mun á honum og venjulegum fjörusteini sakir vonsku sjálfri sín og heilagleiks Gvendar góða. Einhver spurði mig nýlega, hvað þessir sólsteinar hefðu verið, og varð mér ógreitt um svar, því að mikil óvissa hefur ríkt um þetta. En þá vildi svo til, að Peter G Foote, háskólakennari í Lundúnum, sendi mér grein, er hann hefur nýlega birt um sólarstein miðalda. Ég leyfi mér nú að svara spurningunni með stuttum úrdrætti úr þessari grein. Í einu miðaldariti er lýst notkun sólarsteins. Það er í Rauðs þætti, sem skotið er inn í Ólafs sögu helga hina meiri: „Veður var þykkt og drífandi, sem Sigurður hafði sagt. Þá lét konungur kalla til sín Sigurð og Dag. Síðan lét konungur sjá út, og sá hvergi himin skýlausan. Þá bað hann Sigurð segja, hvar sól mundi þá komin. Hann kvað glöggt á. Þá lét konungur taka sólarstein og hélt upp, og sá hann hvar geislaði úr steininum, og markaði svo beint til sem Sigurður hafði sagt“. Höfundur þessarar frásagnar hugsar sér sólarsteininn til þess að ákvarða stöðu sólar, þegar loft er þykkt. Þetta er þó að einhverjum misskilningi sprottið, því að slíkt er ekki hægt með neinum steini. Sama er að segja um skýringu þeirra fræðimanna sem talið hafa sólarstein sama og leiðarstein, segulstein. Ekkert í heimildum bendir til þess, og torvelt er að sjá, hvað kirkjum skyldi slíkir gripir þá hafa sumir talið, að sólarsteinn væri sólskífa (solarium), og er sú skýring betri en hinar að því leyti, að ekki var óþekkt, að kirkjur miðalda ættu sólskífur, en annars er ekkert, sem styður þessa skýringu. Það virðist augljóst, að sólarsteinar hafi verið gæddir einhverri þeirri náttúru, sem gert gat þá að einhverskonar kirkjulegum helgigripum. PETER G. FOOTE hyggur, að sólarsteinn miðaldanna hafi verið eins konar brennigler, þó ekki úr gleri, heldur einhverjum hálfvölum steini, bergkrystalli eða ef til vill berýl (af hans nafni er dregið orðið brillur: gleraugu, og sýnir það, að mönnum var snemma kunnugt, að hlutir stækkuðu, ef horft var á þá gegnum slípaða steina af þessari tegund). Grikkjum og Rómverjum hinum fornu var vel kunnugt, að hægt var að kveikja eld með því að láta sólargeisla falla gengum kristalskúlu eða glerkúlu fulla af vatni. Þessa þekkingu tóku miðaldir að arfi. Sólarsteinarnir íslensku munu hafa verið slípaðir kristalskúlur til að kveikja með eld. í lok kyrru vikunnar, með komu páskadags, var kveiktur nýr eldur í kirkjunum. Þetta var veiga mikið atriði í helgisiðum páskanna. Dæmi finnast þess, að ætlast væri til, að hinn nýi eldur væri kveiktur á þennan hátt. Slíkt var þó ekki hægt nema sólar nyti, svo að oft hefur verið kveikt á venjulegan hátt með stáli og tinnu. Samt er trúlegast, að sólsteinarnir í íslenskum kirkjum hafi fyrst og fremst verið til þess að taka nýjan eld af sólu á kerti kirknanna á páskadag, upprisudag frelsarans. Enginn slíkur steinn hefur varðveitts, en línum þessum fylgir mynd af Guðmundi góða, sem gaf Hrafni vini sínum sólarsteininn.“ 

Siglingar fyrir víkungatímabilið.
Vitað er um siglingar margra fornþjóða. Talið er nokkur veginn öruggt, að fornaldarskip Kínverja hafi notað einhverskonar kompás til þess að sigla eftir um Kínahaf. Í kínverskri orðabók frá árinu 121 fyrir Krist er getið um segulnáttúru leiðarsteins.
Frá sjónarmiði sagnfræðinnar leikur mikill vafi á því, hvernig Fönikíumenn fóru að því að rata um höfin. Þeir voru þöglir menn. Þeir héldu þekkingu sinni í siglingafræði leyndri af ótta við samkeppni. Sagan greinir frá siglingaleiðum þeirra og mörgum löndum sem þeir heimsóttu og versluðu við. Hvernig þeir fóru að því að rata veit aftur á móti enginn neitt um og mun enginn vita þar til ef einhver fornleifafræðingur grefur eitthvað úr rústum, sem gefur um það vísbendingu. Í grískum og rómverskum ritum er víða getið um sjóferðir.

Siglingatækni eftir víkingartímann
Árið 1187 e.k skrifar munkurinn Necham um kompás, sem sjómenn noti á dimmum nóttum, þegar ekki sjáist stjörnur. Kompásinn segir hann vera vel þekkt siglingatæki. Hinn frumstæði kompás var segulmögnuð járnnál, sem haldið var á floti með flotholti í vökva, benti þá nálin í norður eða þar um bil. Járnnálina varð að segulmagna öðru hvoru. Þess vegna var „segulsteinninn“ ómissandi hlutur í öllum þeirra tíma skipum sem þekktu og notuðu kompás á annað borð. Segulstein var að finna í Magnesíuhéraði á Eyjahafsströnd Grikklands. Kompás sá sem Necham munkur skrifar um var nál, sem snerist á standi og benti í átt, sem var talin vera landfræðilegt norður þá.
Á 13. öld fundu Evrópumenn upp á því að láta nálina snúast á standi í þurri skál. Ekki er kunnugt um hver fann upp kompásrósina, sem skrift var í 32 áttastrik. (Norðurstrik rósarinnar, Liljan (Fleur-de-lis), er notuð enn í dag. Rósin var mjög mikilvægt spor í þróun segulkompássins. Ítölum er eignaður heiðurinn af því að tengja nálina við rósina. Flæmingjar fóru næstir að dæmi þeirra. Þannig er sá segulkompás í stórum dráttum, sem nú er í notkun. Allar frekari framfarir, sem síðan hafa orðið á segulkompásnum, hafa einkum miðað að aukinni þekkingu á segulmisvísun á einstökum svæðum og nýta með meiri nákvæmni. Á 14. og 15. öld var kompásinn nánast eins og hann er í dag.

Í rústum 11 aldar klausturs í Grænlandi, í eldri lögum undir klausturrústunum, fannst við uppgröft 1948 leifar af nokkurskonar átta eða stundarskífa, þekkt sem Uunartoq diskurinn—. Skiptar skoðanir eru um notagildi þessarar skífu, en nokkuð margir telja þetta einskonar verkfæri til siglingarleiðsagnar. Þó að aðeins helmingur disksins hafi fundist má sjá að hann hefur verið um 7 cm í þvermál. Engir sólsteinar hafa fundist í tengslum við skífuna, en sagnir um hvorutveggja eru nefndar í rituðum heimildum. Leif Karlsson telur sig hafa sýnt fram á gagnsemi sólarsteins og sólarkompáss 1984. Samkvæmt tilraunum hans var nákvæmni þess ± 5° VIKING NAVIGATION USING THE SUNSTONE, POLARIZED LIGHT AND THE HORIZON BOARD by Leif K. Karlsen.

Vebæk lýsti þessum hlut sem óþekktum í grein sinni um fornleifarannsóknir sínar á Grænlandi í The Illustrated London News (Vebæk 1952). Skífan í greininni vakti athygli dansks kompássframleiðanda og siglingasagnfræðings, Kapteins Carl V. Sølver, sem taldi að skífan væri hluti af sólarkompáss (Sølver 1953; 1954). Almennt er talið að segulkompáss (leiðarsteinn = segull) hafi ekki verið þekktur í Norður Evrópu þar til eftir víkingatímann (KLNM 12, 260), og tilgáta um fund slíks sólarkompáss í fjarlægu Grænlandi sýndist leysa gátuna um týnda þekkingu í siglingatækni víkinganna: hvernig þeir gátu siglt yfir Atlantshafið án allra þekktra siglingaáhalda. Tilgáta Sølvers varð vinsæl, og var kynnt sem staðreynd í virtum verkum (KLNM 12, 261; Graham-Campbell et al. 1994, 80-81). Einnig var hún kynnt á sýningarspjöldum Víkingaskipasafnsins í Osló. Nýlega hefur þó þessi kenning um notkun skífunnar verið vefengd (Seaver 2000, 274).
Eötvös Loránd í Háskóla Ungverjalands hefur rannsakað þessa skífu nánar. Þeir telja að skífan hafi ekki verið notuð ein og sér heldur notuð með öðrum verkfærum til siglingaleiðsagnar, eins og tveim sólarsteinum til að ákveða stöðu sólar í skýjuðum himni.
“Jafnvel þó sólin sé lágt á lofti getur skuggi fallið á borðið (sólskífuna), slíkt var algengt á norðurslóðum,” segir annar meðrannsakandinn Balázs Bernáth. Bernáth og félagar, telja að til að finna stöðu sólarinnar hafi verið notaðir sólsteinar. Þegar þeim var haldið uppi í átt að mestri birtu má sjá geislakast í steininum í þeirri átt sem sólstaðan var, jafnvel þó sól væri neðan sjónarhringsins. Rannsakendurnir hafa með tilraunum sýnt fram á að nákvæmni þessarar aðferðar, til að finna stöðu sólar með notkun sólskífunnar og getað haldið ætlaðri stefnu var innan 4 gráðu skekkju. Hópurinn áætlar að þessi aðferð hafi dugað til að finna sólarátt um tæpa klukkustund eftir sólarlag um jafndægur að vori.

Tilgáta er einnig um að Uunartoq-skífan sé einskonar atburðatal, skriftarskífa, tæki til að telja ákveðna kirkjuþjónustu. Þessi tilgáta er svo sem ekki endanleg, því lítið er vitað um notkun og uppruna slíkra skífa, en passar við slíkar frá sautjándu og átjándu öld. Í þjóðminjasafni Íslands eru til margar skriftarskífur sem eru svipaðir í lögun og gerð, sem allar hafa komið frá kirkjum kringum landið. Skífurnar voru notaðar af prestum til að telja hve margir höfðu tekið skriftir. Aðalatriðið er að vita hvort skriftarskífa var notuð í norrænum löndum í kaþólskri tíð miðalda, eða hvort hún kom til í lúterskri tíð. Endanleg niðurstaða um hvert notkunargildi Uunartoq skífunnar hafi verið er ekki endalega ákveðin.

Hraði, er jafnt og vegalengd deild með tíma.
Þrátt fyrir margar kenningar um hvaða tæki víkingar notuðu til siglinga, hefur ekkert verið talið óyggjandi. En hverjar eru staðreyndir um siglingu þeirra á milli landa? Þeir sigldu eftir áttum, þeir vissu hvert þeir ætluðu og settu stefnu samkvæmt því. Þeir vissu um vegalengdir að áfangastað. Í Íslendingasögunum er mörg dæmi nefnd um siglingatíma milli landa, þar er hann þó fyrst og fremst talinn í dægrum. En dægur, tólf stunda sigling, var notuð um vegarlengdar/fjarlægð á sjó á þessum tíma. Það er líka staðreynd að vegalengdir voru líka mældar í svonefndum „Vikum sjávar“ og „Tylftum sjávar.“
Hvernig héldu þeir stefnu skips yfir úthaf dögum saman?
Hvernig mældu þeir fjarlægðir?
Til að svara þessum spurningum þurfum við að nefna nokkur atriði sem höfðu áhrif og gerði þeim kleyft að fara í langsiglingar milli landa.

VEÐURFAR Á NORRÆNUM SLÓÐUM Á VÍKINGATÍMANUM
Hitastig á norðurhveli var hærra á 10 öld en á síðustu öldum og veður fyrir siglingar yfir Norður Atlantshafið voru hagstæðar að því leytinu að miklir stormar eins og við þekkjum þá nú voru sjaldgæfari og við Grænland var rekís ekki til að hindra siglingar frá Íslandi þangað né við vesturströnd Grænlands til Vínlands. Siglingaleiðin til Grænlands lá nærri að fylgja 61°N breidd (cf. Søren Thirslund’s article) The Nautical Part.
Ríkjandi vindátt frá Noregi var vestlæg og nærri Íslandi blés gjarnan frá suðri, síðan í vestur vestan við Ísland og jafnvel nærri Grænlandi blés úr norðvestri. Auðvitað blés úr öllum áttum, en þetta er talið hafa verið ríkjandi áttir að sumri. Skýjafar var minna þá en í dag og því heppilegra fyrir notkun sólarkompáss að sögn Søren Thirslund og því hægt að leiðrétta skekkjur í þeirra tíma áttavísi.

Í fornsögunum er oft nefndar áttir, en einungis höfuðáttirnar í frásögnum um siglingar. Til að skipstjórnandi geti stefnt í tiltekna átt, t.d. í vestur, þarf hann að hafa einhverskonar áttavita til að geta haldið stefnunni. Það er ekki nægilegt að sjá til sólar því hún gengur yfir himininn eftir því er líður á daginn. Að sumri voru siglingar farnar, á hásumri þá sást sól á lofti næstum allan sólarhringinn. Byr gat breyst yfir daginn og seglum hagað eftir því, það reyndi enn meira á að stýrimaður að héldi réttri stefnu á áfangastað.

Leiðarsteinn var þekktur og m.a. getið í Hauksbók, en Abrahamsen (1985) hefur sýnt fram á að áttavísir var notaður í Danmörku snemma á 12 öld og Scheen (1972) heldur því fram að norðmenn notuðu leiðarsteinn árið 868 í ferð til Íslands. Í Danmörku var misvísun segulpóls árið 1000 um 27° austur og var töluvert meiri norðar svo að það var alveg nauðsynlegt að sjá til sólar til að leiðrétta stefnuna með sólaráttavísinum.

Líklegt er að stýrimaður á víkingatímanum hafi haft viðmið af seguláttum með leiðarsteini ásamt tímamæling í sólargangi (dægur) til að halda stefnu að áfangastað.