Að lokum

Launsagnirnar kenna okkur að þekkja sannleikann og virða hann, ekki sem gögn sem geyma má í tölvuminni, heldur vaxandi svið sannleika sem gefur okkur enn skýrari mynd og opnar skilning á innri sviðum lifandi alheims. Þessi fullvissa um guðlegan uppruna okkar og alheimsörlög gefur okkur grunn sem ávallt er gildur. Ekkert gildishlaðið mat á kostum (sem geta orðið gallar ef þeim er misbeitt), heldur traustur persónuleiki, innri vegvísir sem bendir til réttrar áttar við allar aðstæðum.

Print Friendly, PDF & Email

Grímur Óðins

Elsa-Brita Titchenell

 

28 Kafli

Að lokum

Lesandi sem þraukað hefur fram að þessum kafla, hefur tekið eftir því að engar myndir eru af guðum eða jötnum sem oft prýða slíkar bækur, m.a. sem sýna kraftalegan Þór með frumstæðan steinhamar. Slíkum skreytingum hefur verið sleppt hér því þær lítisvirða forna goðafræði meira en nokkuð annað. Hér hefur verið reynt að fjalla um efni goðsagnanna, þ.e náttúruöflin og efnið í alheiminum, andstætt þeim hefðbundna sið að setja þessar sagnaverur í mannlegt líki og gæða efnið eiginleikum sem það hefur ekki. Hvorki plánetu eða stjörnuefni er hægt að manngera né gefa því eiginleika sem er umfram náttúru þess.
Þegar við höfum farið yfir lítin hluta Sæmundar Eddu, og með stuttum útúrdúrum í annað efni , ættum við nú að vera nokkuð vel kunnug þeirri aðferð sem sagnaskrifarnir notuðu til að skrá vísindi guðanna. Gegnum hina sérstöku galdra goðsagnanna lærum við af upprunanum, um aldur og endir hlutanna, því við erum hvert og eitt okkar, hin leitandi Óðinn. Vankvæðin sem við stöndum frammi fyrir þegar draga þarf efnið niður í það einfalda, er sama krafan og fyrir andann í efninu, sem hangir á lífsins tré, slitinn frá hærri heimum: Óðinn hið neðra helgaður Óðni hinum efra á trénu er hann leitar í djúpinu að rúnum viskunnar og lyftir þeim með söng, hljóði, hreyfingu, athöfn.
Í Völuspá og Grimnismálum fáum við yfirsýn á myndun alheimsins, sýn á lifandi heima sem snúa aftur til birtingar eftir kosmíska hvíld. Við sjáum goðin taka sæti sín, koma saman til ráðagerða og hvaða sess þær háu verur skipa á greinum Tré Lífsins. Við lærum hver mannlegur uppruni er, að við erum upprunin úr kosmísku sköpunarafli, samsett úr alheimslegum þáttum sem gefur okkur eiginleika sem tilheyra okkar tegund.
Aðrar goðsagnir hafa tilvísun í okkar hnött og mannkynin sem tekið hafa hvert við af öðru sem og jötna og risa sem sýna okkur mismunandi sérkenni og nýja reynslu sem nærir þraukandi vitundina. Mannlegur andi ferðast um svið og kima Alheimstréðs í leit að reynslu, á sama hátt og við erum hýsill fyrir óteljandi heima atóma í okkar eigin líkama, samtímis og okkar eigin álfur (egó) hegðar sér í samræmi við hina guðdómlegu hamingju (andann) eða hleypur eftir dverginum (náttúruöflunum) í eðli okkar. Okkar efnislíkami, steinaríkið sem og önnur náttúruríki byggja upp plánetur sólkerfisins á sama hátt og líf atómanna byggja okkar eigin líkama og tilheyrir þeim heimi sem við lifum í.
Goðsagnirnar eru einkar skiljanlegar og engin ástæða til auðtrúar á þær, kerfin samtvinnast og kvíslar þeirra á lífstrénu eru í sjálfu sér sjálfstæð tré sem vaxa og greinast áfram innan heildarinnar. Goðin á sínum eigin sviðum, byggingaröflin, hafa engin afskipti af málefnum manna, þau eru skapandi og raunverulegir heimar sem er okkur lokaðir, en engu síður möguleg framtíð okkar. Því við erum líkt og börn í heimi fullorðinna, náum þeim í hné í mikilfengleika þeirra og sjáum aðeins brot af eiginleikum þeirra.
Heimarnir lifa og deyja, lifna við og hverfa aftur. Að loknu hverju plánetulífi leita goðin lærdóms af „ ávöxtum andans“ sem hann hefur öðlaðist í birtingu sinni. Á okkar mannlega sviði förum við inní okkar eigin hnattstarfsemi og öðlumst einhvern „mjöð“ sem gleður okkar innri mann og hverfum til annars heims, sem hefur aðra samsetningu, annan þéttleika og önnur reynslusvið fyrir vaxandi vitund til að reyna. Íkorn vitundarinnar sem hoppar um á greinum lífsins tré og hefur þannig aðgang að mörgum sviðum þess, en það sem tekur til eins sviðs hefur ekki sömu tilvísun á öðrum, þó við tilheyrum þeim öllum. Við lifum og lærum í þeim öllum, en hver eðlisþáttur okkar hefur sína heimahöfn í einhverjum þeirra.
Alveg frá því að hugur og vilji fyrri mannkyna var hraðað til að hugsa og velja og frá því að þeirra, — okkar — fyrstu skref sem mannlegar verur var stýrt af „uppbyggjandi öflum“ í líkingu Rígs, hefur leið okkar legið yfir margar mýrar og kviksendi þar sem innra ljósið var dimmt, en líka yfir tinda mikils innblásturs. Sem hluti hins skapandi alheims getur hinn mannlegi hugur ekki aðskilið sig frá honum, né hafnað því að vera hluti hans. Við erum fullvissuð af goðsögunum að þrautaganga okkar gegnum efnisdal sjálfshyggjunnar muni enda og við endurheimtum guðleika okkar réttilega og öðlumst vitund og ábyrgðarverk í stjórnun heimsins. Því innan oss er ótvíræður tengill við hina björtu vitund sem stjórnar plánetu og sólkerfum. Þau eru tignarveldi þar sem eðli þeirra gegnsýrir þá heima á sama hátt og mannleg vera gegnsýrir með vitund sinni allt líf innan sálar og líkama síns. Þó að við missum stundum snertingu við uppljómun okkar, hefur hugarheimurinn sem við dveljum í ótal neista sem geyma sannleikann.
Á þessari vegferð hefur ljós hugljómunar aldrei slokknað, ávallt hefur verið til staðar launhelgar hugmyndir á öllum tímum fyrir þá sem leita sanninda af heilum hug. Þess vegna hafa goðsagnir og launsagnir lifað. Þegar innri nauðsyn og umhyggja ræður verða þær að fullu þekktar, á öðrum tímum munu þær verða leyndar í dularbúningi skemmtisagna og æfintýra. Þegar þær eru rannsakaðar birta þær eilíf verðmæti og eiginleika og kenna okkur að lifa , því, eins og þær sýna okkur greinilega, þá er hlutverk mannríkisins að umbreyta grófu efni jötnaheims okkar í varanlegt verðmæti vitundar — mjöðin sem nærir goðin — í okkur og kerfum heimsins.
Launsagnirnar kenna okkur að þekkja sannleikann og virða hann, ekki sem gögn sem geyma má í tölvuminni, heldur vaxandi svið sannleika sem gefur okkur enn skýrari mynd og opnar skilning á innri sviðum lifandi alheims. Þessi fullvissa um guðlegan uppruna okkar og alheimsörlög gefur okkur grunn sem ávallt er gildur. Ekkert gildishlaðið mat á kostum (sem geta orðið gallar ef þeim er misbeitt), heldur traustur persónuleiki, innri vegvísir sem bendir til réttrar áttar við allar aðstæðum.
Túlkunin sem hér er færð fram er alls ekki tæmandi heldur sýnir aðeins meginútlínur í theosófískri heimsspeki sem hægt er að þekkja í sögnum og kvæðum Eddu. Ekki hafa öll tákn verið ráðin né allar kenningar útskýrðar. Margt mun lesandin rekast á sem ekki er útskýrt. Margar setningar eru of snúnar til að skilja og eru því skildar eftir fyrir innsæi lesandans. Því er trúað að með almennum lyklum táknfræðinnar geti hugsandi og greinandi lesandi fundið frekari skilning, ekki aðeins á norrænni goðafræði heldur einnig öðrum launsögnum heimsins. Það sem hefur verið skoðað vel er einnig ófullkomið, því það er aðeins lítill hluti efnisins sem til staðar er í Eddunum. Ef þessi hluti rúnaviskunnar getur hvatt aðra til að takast á við frekari rannsóknir á þessum gögnum, er tilgangnum náð. Það er raunveruleg þörf í nútímanum á að endurheimta andlegan áhuga og ástæðurnar fyrir tilvist mannsins áður en við hellum okkur í alheiminn án merkingar. Gömlu goðin eru ekki dauð, langt frá því. Þeir ganga til skyldna sinna við að halda heimunum í réttum takti, þeir tryggja jafnvægi í náttúruöflunum og viðhalda á öllum sviðum þau viðkvæmu áhrif sem heilla okkur í efnisumhverfi okkar. Meistaraverk náttúrunnar er maðurinn. Náttúruríkin sem fylgja okkur eiga mikið undir okkur og þjást ómælt af misstökum okkar, en þau sem á undan okkur fóru í þróunarstiganum, eru ekki bundin af fávisku okkar, en eru engu að síður án samvinnu við okkur þegar við gerum ekki okkar besta sem menn.
Það er nauðsynlegt að við öðlumst vitund um næstu skref að Óði okkar, mannlegri sál, sem verður að bindast hinni himneskri brúði sinni við ferðalok, eftir langa leið um vindkalda dali efnisins og á langri fortíð safnaði saman eiginleikum og hæfni. Aðeins þegar við erum undirbúin og viljug getum við fullgilt mannleg örlög okkar sem Svipdagur sameinaður Meðgleði, hamingju okkar, sameinuð í takmarki ára og alda.
________________________________________

Efnisyfirlit

Print Friendly, PDF & Email