ÁHRIF AF BIRTINGU SÓLKERFIS.

22. KAFLI

Áhrif af birtingu sólkerfis. Ástand sviða og plánetuvera.

Fræðslu um sviðin er ekki hægt að skilja án fræðslu um Plánetuverur.
Við skulum muna að Plánetuandar þróuðust með þróun sviðanna, Plánetuandi þroskaðist á sama tíma og sviðið og hæsta sjálf þess er fínasti efnisþáttur á því sviði. Því er fínasta svið jarðarinnar það eteríska. Það er formsvið án greindarþáttar.
Hver Plánetuandi er því frumgerð lífsins á sviði sínu og er hið mikla á-hrifavald á því sviði. Í tímans rás gegnum þróunarföllin safnast efnið á neðri sviðunum umhverfis Plánetuveruna og myndar þannig líkama fyrir hana, en efnið á sviðunum ofar safnast ekki þannig upp. Þessi frumöfl eru því háð áhrifum hærri sviða sem hafa áhrif á umhverfi þeirra og frumaflið fær samsvarandi þætti beint frá öllu lífinu sem er á því sviði.
Því Plánetuandi er eins og hópsál sviðsins sem hún dvelur á og neðri sviðanna, í þétta efnið sem honum er gefið, en frumöflin ofar mynda ein-staklingsvitund þess, koma frá eðli lífsins sem þróast á sviði hennar og mynda hóphug alls lífs á plánetunni. Þetta er dulin, en mikilvæg greining, því hún þýðir að þroski hærra sjálfs Plánetuandans ræðst af því lífi sem þróast þar.
Plánetuvera er mikið frumafl þar sem mannkynið myndar hærra sjálf hennar og á meðan Plánetuveran ákvarðar allar þróunaraðstæður og virkni á sínu sviði, tilheyra hærri þættirnir henni ekki, heldur eru þeir tengdir þeim Plánetuverum sem eru ofar henni.
Þess vegna er það svo á Jörðinni að maður sem nær háþróun innan hennar — hann mun ná hæstri mennsku í dýraþættinum—og verður að ná sameiningu við öfl jarðarinnar og dulda sjálf hennar—tunglið. En það er aðeins fyrir áhrif æðri pláneta að hann getur hækkað vitund sína til hærri sviða og á bylgjum plánetnanna verður hann að ná umskiptum.
Sá maður sem gerir Jörðina að plánetu sinni verður jarðbundinn og það líður að því fljótlega, samkvæmt kosmískum tíma, að núverandi mannleg þróun mun verða að hverfa af jarðnesku sviði og þess vegna munu þróaðar sálir í þeirri þróun ekki finna sig í samneyti við jarðarsálina.
Jörðin er vígslugjafi barna frumefnanna, en ekki fyrir mannanna börn. Jarðar og tunglvígslur eru efnislegar vígslur og tengjast „fallinu“ niður í efnið og kynslóða.

Tengja má áhrif plánetnanna með eftirfarandi hætti: —
Jörðina, við hið þétta efnissvið.
Tunglið, fylgihnött hennar, við þann þátt hennar sem er þekkt sem hið eteríska svið.
Mars, við innsæi og ástríðum.
Venus, við óhlutlægra tilfinninga.
Satúrnus, sem pláneta hins hlutlæga huga. Satúrnus, skal tekið fram, er við hin formgerðu áhrif.
Merkur er pláneta hins óhlutbundna huga.
Júpíter er pláneta hins andlega.
Sólin sjálf er tákn Logós sjöunda sviðs.

Orðið „pláneta“ má því skilja sem frumgerð sviðs, sem geislar áhrifum sínum á sviðið og stillir sviðið inná þá sveiflu. Skiljum einnig að hver þróun þroskar samsvarandi eðlisþátt á ferð sinni um sviðið á útgönguboganum og leitast við á leiðinni til baka á inngönguboganum að ná fullum tökum á ríkj-andi þáttum sviðanna, drottnun þessara þátta. Það næst aðeins algjörlega með því að tryggja skilningsríka samvinnu við Plánetuveru sviðsins.
Eins og við höfum sagt fyrr, eru Plánetuverur mikilfenglegar hugarlausar verur, þess vegna verður hver þeirra að hafa sína leiðsögn og sú leiðsögn er frá fyrstu þróun — Logadrottnum sem kallaðir eru „ Erkienglar sviðanna.“ Það er í gegnum þá sem drottnun sviðsþáttanna er tryggð.
Þessir Erkienglar hnattanna hafa sína eigin vígsluþega sem þekkja „Samhljóm nafnanna“ og þeir tengjast þróun og endurgerð pláneta, sem er hlut-verk þeirra —eins og meisturunum er umhugað um Jarðarsviðið.
Geisladrottnarnir eru ekki Plánetuverur, heldur standa þeir fyrir áhrifum kosmísku stjörnumerkjanna á sólkerfið. Þessi áhrif eru byggð upp á svipaðan hátt og frumöflunum sem falin eru leiðsögn Erkienglanna. En geislarnir, sem eru eldri en sviðin, eru þróaðri og í stað þess að vera yfirskyggðir eins og Plánetuverurnar eru þeir algjörlega sjálfstæðir. Geisladrottnarnir eru Hugardrottnar.

Frumefnisþáttur hvers Geisladrottnar myndast með þróuninni sem á sér stað undir áhrifum hans og því er hægt að kalla geisladrottinn „Hóphuga“ þeirrar þróunar. Hver þróun myndar geisladrottinn og er því mótuð, stöðluð og tamin af þessum sérstöku kosmísku áhrifum í þróun sinni.
Þessir geisladrottnar halda áfram virkni sinni eftir að hið kosmíska bylgjufall, sem kallaði þá fram er gengið yfir og þannig eru þau kosmísku áhrif áfram við líði í sólkerfinu sem þróunin er að móta í mynd smækkaðs Alheims.
Að lokum er eftir að íhuga áhrif annarra lífsforma—hver fyrri og síðari þróun var og verður. Venjulega hefur það alls engin áhrif hvert á annað vegna mismunandi vitundarstigs þó þau deili kannski fyrir tilviljun sama hnetti og hafi því enga tengingu, en undir ákveðnum aðstæðum getur orðið tenging og slíkt samband er þekkt sem sálartengingar.

Sálartengingar eru tvennskonar:

(a) skynjun á því sem er neðar núverandi þróunarstigi; og

(b) skynjun á því sem er ofar núverandi þróunarstigi; þar sem jörðin er lægsta stig.

Þessar tvær sjónlínur standa fyrir, annars vegar, að líta til baka eftir vinstri handar leiðinni, og hins vegar, að líta fram á við eftir hægri handar leiðinni. Það er leyfilegt að líta eins langt fram á við eins og augað eygir, því það leiðir sálina áfram, því þangað sem augað lítur, þangað fylgja fæturnir.
Við eigum aldrei að horfa til baka á sviðin,- við megum aðeins líta þvert yfir sviðin, frá innþróunar- til útþróunarbogans. Því eru það svo að þær verur sem dvelja á eða hækka vitund sína á, til dæmis, þriðja svið, geta stjórnað þeim sem eru á útþróunarboganum, en þeir sem eru á efnissviðinu geta ekki horft til þeirra þátta fyrr en þeir hafa náð tökum á þeim þróunarhliðum.
Vígjendur fyrir efnissviðið eru þeir sem öðlast hafa fullkomnun á sjöunda sviðinu. Þeir vinna ávallt yfir þvermálið (á mynd 20 sést merking þess) og þeir sjöundu vígja þá fyrstu. Því er maður á jörðunni beðin um að tilbiðja—ekki náttúruöfl annars sviðs, né dýrlinga þess þriðja, né meistara þess fjórða, né engla þess fimmta, né erkiengla þess sjötta, né frelsara þess sjöunda, heldur eingöngu Logósinn sjálfan. Því fyrir guðlegu neistanna lifir hann.

Fyrir milligöngu þessara stigvelda stígur allt í átt til kosmískrar vitundar, en þau stoppa aldrei né ná endanleika á neinu sviði hins birta sólkerfi, því að er engin endanleiki í birtingunni.
Fyrsta sviðið er eina sviðið þar sem vígsla Logósarins er gefin og sú vígsla hans markar umbreytinguna frá útþróunarboganum inn á innþróunarbogann, því það vekur guðlega neistann, sem svo vel og sannarlega hefur verið kallaður „Guð hið innra“ og mun þróast að sameiningu við „Guð hið ytra“.
Þegar maðurinn gengur upp sviðin á þróunarboganum, lítur hann ekki lengur beint til Logósarins, heldur til næstu hæstu stigveldisstjórnenda; en á inngönguboganum lítur hann hvorki aftur til Logósarins né fram til efnisins, heldur þvert yfir bogann, til guða sinna, sem eru þróaðar verur sem drógu sig úr efnisbirtingu, og náð hærri þroska. Því eru frumstæðu trúarbrögðin fjölgyðja. Eingyðistrúarbrögð marka lágstöðu efnishyggjunnar frá útþróun til innþróunarbogans. Gyðingar sem fyrstir náðu því stigi eru mestu efnishyggjumenn allra manna.
Á innþróunarboganum eru trúarbrögð ekki fjölgyðis vegna þess að lág-stiginu er náð og menn á innþróunarboganum hafa þekkt hin eina guð.
Þeir eru í staðinn hlýðnir stigveldunum, því ljósið sem er skyggt af efninu, er þolanlegt, en mundi verða óbærilegt ef efnið skýlir því ekki. Þess vegna er það að á fínni sviðunum þegar vitundin er laus frá heilanum, snúum við okkur aldrei beint til Skaparans, heldur gegnum milliliði sem miðla orkunni frá sviði til sviðs, og hóphugurinn eða geisladrottnar okkar þróunar eru æðstir.
Þér mun skiljast að þessi fræðsla hampar táknmynd Caduceus. Þar sérðu beina leið frá grunni til kórónu og þú sérð leiðirnar vinda sig frá hlið til hliðar hvers sviðs eins og niðurflæði lífs sé vitandi um hærri þætti sviðanna og uppstreymandi flæðið verði vart við og stjórni niðurflæðinu. (Mynd 20)
Kosmískur Kristur, eða Geisladrottinn sem ræður hverri þróun er Hugardrottinn og þar sem hann er af þriðju þróunarbylgjunni hefur hann í eðli sínu einnig fyrri þróunarbylgjur. Því eru þrír frumtákn þessarar þróunar og frelsari hennar er þríeinn, er fjórir lokatáknið. Þrenningin er grunnurinn en ferningurinn er hið endanlega. Þetta er vísbending að miklu.
Munum, að útskýra aldrei neitt í birtingunni sem stöðugt eða varanlegt, því allt er háð hreyfiorku.

Cadeus
Print Friendly, PDF & Email