Annar fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

2. Fyrirlestur

Kæru bræður

Ég hef þegar nefnt það viðhorf sem nemi Brahmayidya verður að hafa, sem byggist á ástúð til jarðarinnar og til andlegra þátta. Nemi verður að beita réttri dómsgreind sem skilur „fullnað þess sem virðist tómt og tómið sem virðist fullt.“ Samræðan við Sri Krishna sem hefst í öðrum kafla ljóðsins er ætlað að vekja skilning á leyndri þekkingu, hinum sex þáttum, hinum sex heimsspekiskólum sem sagðir eru á Indlandi. Þið hafið heyrt að Veda hefur sex anga eða viðbætur og þeir sem hafa notið þess að lesa guðspekiritin (theosophical) geta skilið að Veda og angar þess mynda tvöfaldan þríhyrning með miðjupunti. Þessi miðjupuntur er að sjálfsögðu hin Leynda kenning (The Secret Doctrine), eða þráðinn, ef svo má kalla aðferð hina fornu fræðara, Pouranic eða fornu kenninga Veda ritanna. Samkvæmt þeim skilningi sem ég hef reynt að gera grein fyrir, verður sönn sundurgreining aðeins frá miðjupunkti, eða aðeins með mikilli ástundun og hugleiðingu á Secret Doctrine, meðan einungis nám í öðrum heimsspekiskólum er einhliða sýn á á einstaka þætti sannindanna. Lesandinn er beðinn um að hafa í huga í þessu sambandi, að hinir fornu heimsspekingar lýstu hinum endanlega sannleika sem er að baki fæðingu, vexti og dauða allra kosmískra kerfa sem sjötungu eldi, sem sést á þessari lýsingu:—

(Harivamsa-sköpun lótusins) „Narayana verður yogi, eða eldur hinna sjö forma, brennandi geislar þess slökkna í vatni hafanna.“ Ef sjö er hin endanlega tala, hlýtur hún að birtast á efnissviðunum, hvort sem er á háum sviðum Dhyan-Chohans, það er Bramha-Rishis, eða á sviði Dhyanis, eða í öllum frelsuðum verum. Við getum getið okkur til um hvaða skóla kennari okkar, H. P. B., tilheyrir, af þeirri áherslu sem hún hefur lagt á töluna sjö, sem hún hikar ekki við að setja á æðstu svið í birtingu, jafnvel þó þessi svið í Veda séu þar kynnt með tölunni einum eða fjórum.

En snúum okkur aftur að efninu. Við verðum að muna að Bhagavat-Gita er í huga allra hugsuða hin eina sanna forna kenning eða heimsspeki og verður aðeins skilin með því að setja sig í anda þeirra og án fyrirfram mótaðra hugmynda um þær, meðtaka þær með innsæis sem sannar. Við erum öll ólík í því að skilja sannindi eða sjá ljósið sem lýsir upp þekkingarsviðin og ég er því alveg eins og hver annar lesandi sem leitar sanninda. Í lýsingum mínum er ég aðeins bundinn mínum eigin hugsunum og þekkingu og ég ráðlegg öllum lesendum að meta efnið sjálfstætt, án áhrifa af hvað sagt er um Gita af nútíma túlkendum. Að reyna að skilja slík djúp verk í Sanskrit sem Bhagavat gita, er nauðsynlegt að hugsa á tungumáli bókarinnar, og ég mun útskýra nokkrar skilgreiningar í Sanskrit sem koma oft fyrir, skilningur á þeim verður að vera skýr.

Mikilvægasta skilgreiningin er eins og allir vita, Parabrahm. Það er ekkert orð í Sanskrit sem hefur um sig slíka dulúð sem Parabrahm. Þessi dulúð fær hugann til að hverfa frá því jarðneska og leita upp til upphafs alls sem er, við sjáum að hver trúargrein á Indlandi fer varlega í að fullyrða að þeirra eigin átrúnaðarguð sé Parabrahm til að útiloka aðra guði. Orðið Brahm er dregið af rótinni brih, að vaxa, og lýsingarorðið Brahma nær til allra kosmískra þátta sem hafa tilhneigingu til að birta sig. Ákveðnir kosmískir kjarnar sem viðhalda sólkerfi með eigin hringrás eru kallaðir fæða eða annam (Brahm er fæða) í Upanishads, og er Brahmísk í eðli sínu.

Hinar fjórar Vedur samanstanda af mismunandi mantrískum hljóðsamsetningum sem tákna lífssláttinn sem kemur úr fæðuþættinum, og hefur framleitt þetta undraverða samræmi heimsins úr þáttum sínum og kallað er Brahm. Frá þessu sjónarhorni Veda, sem byggist aðallega á tónun eða framburði, er þessi heimur Veda í sköpun, og í mínum huga er þetta sjónarhorn hinna fornu heimsspekinga. En handan skilningi á orðinu Brahma, eru nokkrir aðrir kosmískir þættir. En Það eða Ekki-Það, sem er grunnur allra þessara kosmíski þátta sem eru tengdir og vaxa af, er hinn hæsti Brahm eða Parabrahm. Forskeytið para þýðir „ofar öllu“, án takmarkanna, og Parabrahm er það sem lyftir vitundinni upp, jafnvel vitund hinna hæstu yoga og er aðeins hægt að lýsa sem neikvæðri og þannig er henni lýst í Hindu Sastras. Það er kallað „Ekki-Það“ af Buddaistum og vegna óefnislegs þáttar þess greinir Hindu heimsspekin það sem neikvæðan lýsingarþátt; og þeir hindúar sem eru andvígir orðinu „Ekki-Það“ verða fyrst að finna villuna í eigin heimsspeki. Er Parabrahm eða ekki? Þannig spyrja nútíma Vedista. Íhugum nú hvað orðið merkir þegar það er notað af jarðneskum manni. Það verður að merkja „sem slíkt“. Besta svarið við spurningunni — Er Parabrahm? Er þögn drottins Budda við vangaveltum munksins Vachagotta. Sama svarið er við spurningunni — Er ekki Parabrahm? Það í Veda þýðir hvorki er, eða er ekki. Ekki-tilvera er aðeins neikvæð tegund af tilveru, og ég hvet alla mína lesendur að íhuga þá hugmynd. Það má líta svo á að Parabrahm geti því verið algjört upphaf allra birtinga , eða hin algera þögn , sem er og liggur að baki allra hljóða eða „Ekki-Orða“ sem kemur á undan og er „Orð“. Parabrahm er hvorki Prakriti (frumefnið) eða Purusha (andinn), hvorki hlutur né þáttur, hefur hvorki vilja né vitund og er í raun ekkert það sem við getum fjallað um. Það er einungis möguleiki á öllu í eilífum kosmos og þess vegna kallað Verund í „Secret Doctrine“. Það má bæta við í þessu sambandi, að þessi Verund er punturinn í hinni dulúðlegu sameiningu Prakriti og Purusha. Í fyrirlestrum Mr, T. Subba Row, finnum við að Parabrahm er kallaður ofar Sri Krishna og sem í Gita stendur fyrir hinn óbirta Logos í guðspekinni.

Þessi óbirti Logos gengur undir mörgum nöfnum í Sanskrit ritum, en það helsta þeirra er nefnt Narayana, hið forna nafn Paramatma. Það er því algjörlega nauðsynlegt að skilja merkingu þessarar skilgreiningar. Það kann kannski að auðvelda skilning að nefna að að hinir fornu heimsspekingar
hafa ritað um sólkerfið okkar og annars slagið um Alheiminn. Andi hugmyndar um eitt sólkerfi er kallaður Brahma í Sanskrit og Narayana með sama hætti í tengslum við Alheiminn. Þessi afstæði óbirti andi (Purusha) er því andi afstæðrar hugsunar og hin háa leynd er enn óafhjúpuð og ekki á færi einu sinni hinna hæstu vitsmuna. Ég segi óafhjúpuð vegna þess að leyndin að baki alheiminum er kölluð Avyaktam. Alveg eins og það sem evrópskir vísindamenn kalla ether, er það haf sem allur hjúpur sólkerfisins er sagður lifa í, fljóta og hreyfast í; Avyaktam er á svipaðan hátt uppruni allra efnislegra birtinga, sem þróar alheiminn og hylur leyndina frá sjónum hinna mestu sjáenda. Af þessari ástæðu er hinn óbirti Logos kallaður Avyakta Murti í Sanskrit og í því sambandi má nefna vel þekkt máltæki „það sem er handan Ayyaktam er þekkt af þeim sem þekkja Narayan.“ Þið sem hafið lesið Gita, munið að — hula Parabrahm —kemur iðulega fyrir. Adwait heimsspekingurinn, T. Subba Row, sagði að fyrir Logosinn, birtist Parabrahm sem Mulaprakriti. Sem ég hef lesið Bhagavat Gita og skilið, sé ég að Krishna kennir sig við Alsjálf alheimsins — Narayna, og gefur fræðslu hans. Ef skilningur minn er réttur og að Krishna sé Narayana, er hula Parabralm algjörlega misvísandi tjáning. Engin hinna fornu heimsspekinga talaði um þennan óbirta Mukta og í raun viðurkenndu þeir algjöra fávisku sína um þess óbirtu tilveru, Vyasa segir:
„Engin vera getur skilið á einhvern hátt þennan óskiljanlega Purusha (anda),“ og ég held að orðatiltækið — hula Parabrahm, leiði okkur af leið. Narayana er því andi allar vitundar í alheiminum, algjör sannleikur og vísdómur eins og segir í Sruti. Alheimurinn er í honum, eins og hugsýnarstraumurinn er hann sjálfur. Það má lýsa honum sem Chidahas, eða svið ljóss eða vitsmuna, sem hefur ávallt í sér hugmyndina um þróun allra sólkerfa. Réttur skilningur hina fornu heimsspekinga Indlands sýnist mér aðallega byggjast á skilningi um merkingu þessarar miðju sem er alstaðar og birtir í sér lögmál alheimsins. Narayana er því Dharmarupi. Geisli þessa sólarmiðju er Jivatma, eða Nara, og – Ayana merkir efst. Samsett orðið Narayana merkir æðstur allra geisla, eða Paranirvana Buddaísku heimsspekinganna.

Þetta ljósstraumshaf sem er í og myndar Narayana, má ekki líta á sem kyrrt himneskt vatn. Nær væri að hugsa sér þetta haf sem hreyfðist í samræmdum tignarleika sem fugl — svani eilífðarinnar, eða hinum mikla Hamsa. Þessi hugmynd um vatn eða haf sem hafa sína eigin tilveru eru undursamleg lögmál samræmis sem sést í birtingu og þróun sólkerfanna, virkni og gagnvirkni. Narayana er líkt við fugl eilífðarinnar eða endalausan tíma sem takmarkast af tímabilum yugas, meiri og minni hringrásum.

Það er hægt að leiða af orðinu Narayana með öðrum hætti, ef við gefum okkur að hann sé kosmískur andi sem yfirskyggi og lífgi hin kosmísku vötn. Þessi vötn eru að sjálfsögðu hinn afstæði geimur , eða „hin eilífar-duldi strengur ummönnunar“ í fyrstu birtingu sinni. Í þessu sambandi verð ég að nefna hugmyndin um „vötn“ sem hinir fornu heimsspekingar kölluð svo. Vísindamenn brosa góðlátlega þegar orðið vatn kemur fyrir í þessu sambandi, þeir taka „vatn“ í bókstaflegum skilningi. Ég tel það óréttlætanlegt. Merking hinna fornu sagnamanna um vötnin sem sköpuð voru af hina fyrsta Brahma, var um efnið sem fyllti allt, grunnur allrar efnislegrar birtingar. Frá því sjónarhorni er alheimurinn eins og líkami fullur af vökva og hver birtur dropi hluti þessa mikla hafs, þéttist og birtir ýmsa eiginleika í hafinu. Ég fer ekki í lýsingu á þessum eiginleikum, eða guði Veda, en gott er að muna að að það eru höf innan hafa og að hafið er uppruni okkar tilveru, úr hinu salta hafi. Þeir sem lesið hafa Vishnu Purana kannast eflaust við hin sjö svið sem þar er minnst á og hið salta haf er innst þeirra. Narayana er því sá sem lífgaðir hin upphaflegu vötn.

Hægt er að sjá þessa miklu andlegu miðjusól í hinni fornu heimsspeki. Sú hlið er frá hinu eilífa Yagna-Purusha. Yagna-Purusa er sá –sem ríkir yfir Yagna, eða fórnarvenjum sem lýst er í siðahluta Veda, og hann er því Purusha, andi fórnarinnar. Það er ekki ein einasta hugmynd hinna fornu, sem er eins illskiljanleg og þessi, og þar afleiðandi misskilin af núlifandi fræðimönnum sem þessi háleita hugmynd um Yagna. Þegar ég segi „háleit“, á ég ekki við að ég mæli með því hvernig Yagna er stunduð í dag. Ég er fullviss um að hin sanna Yagna hefur afbakast og hnignað eins og svo margt annað, maðurinn líka. Það má líta á allt sólkerfið sem mikið gangverk með sinni stórkostlegu aðlögun í öllum smáatriðum sem efnislega tjáning Vishnu, eða eterískt grunnefni eins og við skiljum orðið í dag. Allt samræmið sem við getum séð í hinum birta kosmos er afleiðing þeirrar samræmdu orku sem birtist þar. Plánetur, heimar, maðurinn eru aðeins hlutar líkamans, sem hver fyrir sig gengst undir lögmálum heildarinnar. Þróun, viðhald og niðurbrot í alheiminum er því hluti þessu mikla ferli sem á sér stað í sál Yagna, eða í fínni líkama náttúrunnar. Mannkynið í heild er hjarta og hugur þessarar sálar (Purusha) og því myndar karma mannkynsins, efnis,-huga og andlega, -einkenni þessa Yagníska ferli. Hinir miklu fornu Brahminar, sem gættu Aríska kynstofninn í bernsku hans, voru allir Yagnikar og lífreglurnar sem þeir fylgdu, eða var krafist af öðrum Brahminum, eru gefnar í Smritis (hindúískum textum, öðrum en Veda) og þeir sem annað hvort hafa lesið Smritis eða hugleitt vel venjulegt líf Brahmina í þorpum okkar, munu sjá hversu laust það er við persónulega þætti. Líkami manns sem lifir slíku lífi er raunverulegur dharma-kshetram, (heilagur staður), staður þar sem hið góða er skapað, hver athöfn framkvæmd með löngun til góðra verka og sem hluti heildar og kemur öllu til góða. Hvert talað orð er í anda hins eilífa Veda, söngurinn í takt við orku náttúru lífsins í hennar stórfenglegu göngu frá dögun til nóttu, hvers dags Brahma. Yagnískur hugur er í fullkomnum tengslum við og hluti af huga Brahma.

Sagt hefur verið af evrópskum mönnum að Hindúar geri allt í trúarlegum tilgangi,-líka éta og drekka. Yagníkur Brahmi mun svara:— „ Já, ég hef engan rétt til að éta, drekka og lifa fyrir persónulegar þarfir. Persónuleiki er í raun goðsögn. Við erum öll geislar óbirtrar dýrðar, eitt með náttúru þess og sendiboðar, og því höfum við engan rétt til neins nema fyrir hönd þess. Hvað sem okkur er gefið, var okkur gefið af Brahma til þjónustu við hann og því ætti allar athafnir okkar að vera tileinkaðar honum, sem er uppruni alls“

Ég hef hvorki tíma né þekkingu til að fara í smáatriði á sérstökum Yagni ferlum sem lýst er í siðahluta Veda, en ég bið lesendur að sleppa ekki neinum kafla hinna fornu Vedarita, án þess að rannsaka þá rækilega og skilja. Ég er ekki í vafa um að það sem talið er augljóslega fáránlegt felur í sér einhvern dýpri andleg sannindi og mun að fullu ljúkast upp fyrir okkur, ef við aðeins gefum okkur tíma til að skilja það. En víkjum aftur að orðinu Yagna-Purusha, Narayana er hæsta nafn Yagna-Purusha í Puranas ritum okkar. Purusha hefur ekkert form, en er það sem eldur, vatn og Akasa, er af sprottið.
Þetta eru þau öfl sem einu sinni voru hugmyndir í uppbyggingu „Eilífðar tegundar,“ og verða vinnukraftar hið neðra. Ýmis önnur form Yagna okkar sólkerfis eru gefinn og þau verða að vera skilin með réttri tilvísun á birtingarsviðinu. Formið Garuda, eða Örninn, með útbreidda vængi er eitt formið. Villigölturinn með sínar tvær vígtennur, framsettan haus og fjórar lappir, sem stendur fyrir ákveðna rúmfræðilega veru, er annað form. Ég mun ekki hafa fleiri orð um tákn Yagna, en mun halda áfram að öðrum þáttum. Hin andlega miðjusól sem ég hef rætt um, er eins og ég sagði, Bramha eða Hiranyagarba (gullegg) alheimsins. Hann er hægt að þekkja í efnisbirtingu sem guðlegt stigveldi (kosmískt niðurstig vitsmuna frá hinum hæsta) sem færir niður stigann avyaktam (óbirta innra eðli náttúrunnar) í saukhyas (efnislíkamann) þar sem avyaktam stendur fyrir það sem yogar kalla Parabramham (hæsti Bramha). Goðsagnir Purana segja okkur að þegar Maha-pralaya stendur yfir þá innbyrðir Narayana líf engla, manna og djöfla og Lakshmi (markmiðið) myndar líkama hans, upphaf allra birtinga. Vegna þess að hið æðsta leyndarmál er séð tvíþætt, af eilífu foreldri og eftir ósýnilegum þræði, er Parabramham svið allra möguleika, en svið sem við þekkjum ekki og því þróunarleg nauðsyn í goðsögunum. Eins og þið vitið er Parabramham æðra hvel Krishna og ég hef sagt að sé óefnisleg hugsun í anda Advaita Vedanta (Puruṣavāda, Hindú heimsspeki) að þekkja. Ég mun nú gefa stutta lýsingu hvernig lótusinn sem Brahma heldur á, kom í birtingu, en áður en ég fer í það mun ég lýsa allri þróun á tveim miklum þáttum, Prabhavam og Bhavam, sem hægt er að þýða sem hin meiri og minni náttúra. Sá hluti kosmískrar þróunar sem heldur áfram í ákveðnu samræmi án árekstra við einstaklingsvilja, er birting einstaklings og hærri kosmískrar náttúru. Þegar Prakriti (frumefnið) nær Vikaram (tilfinningum) eða þróar krafta andstæða lögmálum samræmis, er sagt að lægra eðli birtist – Allt í heiminum skín, vegna andstæðna. Ekkert myrkur er, ef ekkert er ljósið. Ef þróun kosmísks kerfis gengur fram eftir fullkomnum ferlum æðri náttúru, hefði kosmísk útþensla ekkert markmið og engan þroska. Ekkert þ.e. engin geisli andlegrar sólar eða jiva, (lifandi vera) mun verða vísari við að vera í eintóna dauðasviði. Purana goðsagnirnar segja æðra eðlið geti ekki skinið, ef það hefur ekki lægri náttúruna andstæða sér. Þannig höfum við nú skoðað kosmíska ferla fram að því stigi, að Bramha kemur fram sem æðra birtingarstig og mun ég því byrja að lýsa því stuttlega.

Fyrsta mikla framtakið í birtingu sólkerfis í alheimshafinu er lýst í Puranas sem draumi Markandeya. Markandeya er eilífur meistari, sem hefur orðið vitni að mörgum pralayas (hvíldartímabilum) og ferðaðist frá einum helgum stað til þess næsta. Þetta merkir að Markandeya táknar hugsýnina um hvað heimurinn verður þegar þeir setja mark sín á hið kosmíska haf. Markandeya er andi hæstu hugsýnar sem býr í óbirta lógosnum og aðstoðar hann reglulega með orku við hugsýnarinnar til að móta helga staði í heiminum á hinum ólíku sviðum tilverunnar. Staðhæfingin um að Markandeya sé meistari eilífs lífs merkir einfaldlega að hann er tengdur lífsorku sólkerfisins þegar það sveiflast úr birtingu Bramha til þess óbirta Narayana. Ef þú skilur nöfn meistaranna í Purana sem staka einstaklinga sem gera undraverða hluti, missir allt merkingu. Þeir í flestum tilvikum standa fyrir anda þess sem vinnur á kosmískum tilvistarsviðum. Það kunna að vera þúsundir vera sem hafa náð slíkum háum sess að vera ofar því þegar hvíldartímabil (pralaya) Bramha á sér stað. Þessar verur vinna samræmt að hinu eina lögmáli, mynda einn anda, anda hugsýnarinnar, og sá andi er Markandeya. Draumur Markandeya skiptist í tvo hluta , fyrri hlutinn er í svo djúpum draumi að meistarinn þekkir ekki sjálfan sig. Honum er hann horfinn og eilífðin er að reyna að setja mark sitt á hann, Markandeya hrekkur upp og fer til baka þaðan sem hann kom, þ.e. úr kviði Drottins Narayana. Seinna skiptið birtist hann úr munni hans, og í þetta sinn þekkir hann sjálfan sig og tilgang, snýr svo til baka í kviðinn til að styðja framtíðarbirtingu síns eigin draums.

Vötnunum er fengið mikilvægt verkefni af eldi hugsýnarinnar, og nauðsynleg verk sett af stað. Það má sjá það sem einskonar fögnuð sem berst gegnum vötnin sem að lokum getur af sér hina fimm Mahabootams, (frumöfl, skynjanir) sem ein gera allar birtingar mögulegar. Þau fimm mahabootams, mynda kosmískan lótus. Lótusinn, eins og þið vitið, táknar heimskerfi og það sem hér er fjallað um, er að sjálfsögðu sólkerfið á fyrstu stigum þess. Birting lótussins byggist á ljósi Bramha, eða lýsandi orku (Tejas) sem nefnd er Akas. Orðið Akas merkir það sem lýsir alstaðar, og líta má á sem tímabundna birtingu óhlutgerða geimsins, eða avyaktam, sýningartjald alheimsins sem hjúpar upprunann. Vitundarandi lótussins, sem birtist í Akas er kallaður Bramha, stundum nefndur Yogi lótussins. Það sem ég skrifaði um Markandeya, á einnig við um Yogi Bramha. Hér er ekki um að ræða sérstakan einstakling, heldur vitsmuni sem gefur lögmálið mörgum einstaklingum sem hafa náð þessu stigi. Eins og ég hef nefnt, þá hefur þessi Bramha logos sömu tengingu við sólkerfi okkar og Narayana hefur við allan alheiminn. Hann hefur í sér þróunarlögmál alls orðsins, og er, ef ég skil það rétt, lokaorð allra guða sem vilja komast úr hinni fölu takmörkuðu tilveru. Í Puranas, er hann sagður vera gerður úr hugum allra tilvera (bhootas), og það er því rangt að hugsa sér að sá sem hefur góð tök á huga sínum og persónu og geymir sjálfsvitund sína gegnum allar hæðir andlegs þroska sem hann nær, muni ná stigi drottins Bramha, andlegum Yoga lótus eylandsins.

Af því að ég hef nefnt að lokastigi Bramha sé mögulegt hægt að ná, þeim sem hafa góða stjórn á huga sínum, er ekki hægt að álíta að það sé það stig sem nefnt er Bramha-lokam í Sanskrit ritum. Það er ekki svo. Bramha-lokam er staða hins óbirta logos, sem ekki er hægt að öðlast á þessu stigi, en er mögulegt í fjarlægri framtíðinni, sem ég held að ekki einu sinni fullnuminn viti hve löng er. En samræmt lögmálinu sem ræður öllum þróunarþáttum sólkerfis og fellir niður hverja huluna af annarri í tímarás, sýnir aðeins að við hvert kalpatímabil þróast sólkerfið á hærra stig, og í fullnustu tímans fellur sýningartjaldið, Avyaktam. Þá birtist hið sanna Nirvana, eða Paranirvana Buddhistanna, sem er Bramha-lokam okkar Purana heimsspekinga, þá rennur sjálfsvitund þessara einstaklinga saman í Alsjálfið, Bramha- loka, sem ég hef nefnt og er hið hæsta svið Vishnu.

Þetta er ekki sjónarmið heimspeki Bankhyas í Indlandi. Þeir taka ekki undir að avyaktara, eða óhlutgerður geimurinn sé hula Purushottama sem þjóna Bramha í nokkrum sólkerfum. Þeir einfaldlega líta svo á að sólkerfi verða til, þroskast og deyja í lok nokkurra Kaplatímabila, hverfa í avyaktam og endurfæðast undir áhrifum eilífðar orku. Þegar það endurfæðist, endurfæðast allar verur með því frá síðustu hringrás þess af nauðsyn. Maheswara, eða orka avyaktam er lokatakmark allra vera og engin ástæða til að fara lengra. Vegna þess að að það er bramhíst stig handan hulu sólkerfis, er engin ástæða til að halda að það sé sambærilegt stig handan avyaktam, handan Parabrahmam, í hafinu þar sem heimar fæðast til að þroskast og deyja fyrir virkni hinnar eilífu orku, eða Sakti.
Aðrir heimsspeki skólar svara þessu, „já, það avyaktam sem þú telur Parabramham, er aðeins Moolaprakriti, eða aðeins það sem klæðir allt. Það verður til við að Mooia-Purusha gefur vitsmuni öllu því sem er til staðar. Vitsmunir Maheswaric sem eru allstaðar í öllum hlutum og í Avyaktam, eru aðeins skugginn á sviðinu af Purusha, eða Narayana. Prakriti og Purusha eru Asat og Sat þættirnir, nei- og jákvæðu pólar Parabramham, sem að nefna er síðra, en að nefna ekki . Það er vegur þarna á milli þessara tveggja heimsspekiskóla, sem leggur áherslu á kosmísku hugsýnina. Fyrsti skólinn sem aðhyllist Alvitundinni, eða Narayana má líta á sem Leynda skólann, eða Sankhya- Yoga skólinn. Þessi skóli í sínum upprunalega hreinleika aðhylltist Alvitundina, þó hann viki frá skilningi sínum á markmiðinu. Það má líta á þennan skóla sem Yoga skólann og endanleikinn er það sem er kallað Karya-Bramha lokam, eða svið Karya Bramha, eða háleita aflið að baki sólkerfi. Til að öðlast markmið þessa skóla, er að ná virkni í háleitri stofnun þessa sólkerfis og styðja það með orku hugsýnar. Þeir sem ná þessu markmiði má kalla óvirka yoga, þar sem þeir hafa samkennt sig við kosmíska hugsýn, bæði í góðu og illu, og synda með straumnum. Ég bið ykkur vini mína að lesa gott Sanskrit verk, eða „Secret Doctrine“, og hugleiða þetta efni. Þá mun hlutirnir aðeins verða skýrari í huga ykkar.

Orkan sem ríkir yfir Yoga og Sankhya heimsspekinni er kölluð Narayana Yoga og Kapila í Sanskrit Puranas. Sú fyrsta er kölluð Yoga Charya, hin Sankhyacharya og miklu skiptir að skilja eðli þessara tveggja krafta. Nöfn þessara þriggja, Bramha, Narayana Yoga, og Kapila standa fyrir þrjú mikil sjónarhorn sem skoða alheiminn, sá er veit, þekkingin og hið þekkta, þessi þrjú eru rekjanleg til hins óbirta logos eða Alsjálfið, hugsýn hans, og hlutlægu hliðarnar sem allir sjá sem neðar honum standa. Eins og ég hef nefnt, þá stendur Bramha fyrir sjálfsvitandi einstakling, og þeir sem halda fast í þann einstakling eru Sankhya Yogar, eða nemar sem sjá Sankhyam og Yoga sem er einn og sama. Skólinn sem stendur fyrir Narayana Yoga leggur áherslu á hugsýnina, og þeir aðrir sem tilheyra Sankhya skólann, leggja áherslu á Avyaktam og alla kshetrams, eða líkami sem eru fæddir af avyaktam. Þessir þrír skólar eru Satwic, Rajasic og Tamasic þættir sannleikans. Í Puranas er sagt að Bramha verði Sambhoo með því að skipta sér í tvo hluta, Narayana og Kapila, og þetta eru kannski Sanskrit nöfn þeirra tveggja Bodhisatwas, sem eru kynntir í athugasemdum í „The Seven Portals“, og eru sagðir lifa í garði Amitabha og veiti ljósum sínum yfir hina þrjá heima.

Print Friendly, PDF & Email

Lokað er fyrir athugasemdir.