Víkingaskip-Skipagerðir

Mismunandi gerðir víkingaskipa. Norrænu sagnirnar gefa okkur nöfn yfir hinar mismunandi skipagerðir og hlutverk þeirra; bátar, skip, feræringur, fley, byrðingur, ferja, skúta, stórskip, dreki, karfi, knörr, snekkja, langskip, landvarnarskip, herskip, bússa, hafskip, súð. Þessar skipagerðir höfðu sín sérkenni í ásýnd, stærð, byggingarlagi og notkun.
Langskip– herskip: Þessi skip voru ekki öll eins. Sum þeirra voru löng og tiltölulega flatbotna og eflaust byggð með í huga á hvaða svæði þau yrðu notuð, grunnsigld skip komust nær ströndu þar sem grunnsævi var. Fyrst og fremst áttu þau að vera góð róðrarskip. Önnur voru stór og traustbyggð, aðallega byggð til siglinga þó þeim væri einnig róið. Þessi skip höfðu hátt fríborð og því auðvelt að verjast á þeim. Þau voru einnig betri sjóskip en „Skeið“.


Venjuleg langskip: Frá 20 – 25 rúm (þ.e. 40 – 50 árar). Líklega voru 25 rúma skip heppilegustu herskipin. Shetelig og Brøgger segja í bók sinni: Vikingeskipene: “Það sýnist að 25 rúma (hálf þritugt skip) hafi verið heppilegust og árangursríkustu skipin “.Einkenni Langskips var þokkafullt, langt og tiltölulega mjótt, grunnsiglt og hraðskreitt skip. Slík skip gátu siglt á grunnsævi á allt að eins metra dýpi og dregin á land t.d og flutt yfir eyði eða notuð sem skjól. Langskip voru sveigjanleg í stjórn, eins byggð í skut og stafn og gátu því breytt um stefnu án þess að snúa í róðri; slíkt hentaði mjög vel í þröngum fjörðum, á ám og í eyjasiglingum.

Langskip höfðu árar næstum eftir allri lengd skipsins. Langskip víkinga voru mesta aflið á hafinu á sínum tíma og voru mikilsmetnar eignir. Þau voru oft einkaeign höfðingja, sameign nokkurra og konunga, og voru safnað saman í öflugan flota undir stjórn konunga ef á þurfti að halda. Langskip voru oft notuð í stríðum til liðflutninga og mörg bundin saman til að mynda baráttuvöll eða til innrása. Á 9 öld í hámarki innrása á útþenslutíma víkinganna, voru miklir flotar myndaðir til að ráðast á franska heimsveldið með innrásum upp skipfærar ár Frakklands svo sem Signu. Rúðuborg var hertekinn (Rouen) 841, árið eftir dauða Louis the Pious, son Karlamagnúsar. Quentovic, nærri núverandi Etables, var ráðist á 842 og 600 dönsk skip réðust á Hamborg 845. Sama ár snéru 129 skip til baka eftir árásir upp Signu. Langskipin „drekaskipin“ af kölluð af enskum vegna drekalegrar lögunar bógsins.

Stórskip: Stórt langskip voru á bilinu 30-37 rúm (þ.e 60 – 74 árar). Skilgreining á “stórskipi” segir til um lengstu skip hafi verið um að ræða. Eftir árið 1100 voru hinn stærri skip notuð jafnt sem herskip og kaupskip.

Skeið: Voru löng og mjó herskip á milli 20- 35 rúma. Með lægra fríborð og svifameiri en “Bussur”. Voru talin betri róðrar skip en siglingaskip. Dönsk herskip voru oftast „Skeið“. Skáldin gerðu engan greinarmun á stærri eða minni „Skeið“. Í Sögu Ólafs Tryggvasonar segir skáldið Erlingur Skjálgsson af „Skeið” með 30 rúmum og 200 manna áhöfn. ”..og allir í áhöfn voru vanir menn ”.
Skeið, en nafnið kemur af því hvernig þau klufu sjóinn, mjúkt og hratt eins og hestur á skeiði. Þessi skip voru stór herskip með meira en 30 rúm. Skip af þessari gerð voru þau stærstu sem hafa verið uppgötvuð. Mörg þannig skip saman voru uppgötvuð í Hróarskeldu þegar unnið var að hafnargerð þar 1962 og 1996–97: Skipið sem fannst 1962, Skuldelev 2, er eikarbyggð skeið, og er talin haf verið byggð á Dublin svæðinu um 1042.
Skuldelev 2, hafði 70–80 manna áhöfn og var um 30 m (98 feet) löng.
1996–97 uppgötvuðu fornleifafræðingar annað skip í höfninni. Það var kallað Roskilde 6, og var 37 m (121 feet) og lengsta víkingaskip sem nokkurn tíma hefur fundist, álitið að hafa verið byggt um 1025.[8]
Eftirlíking Skuldelev 2 var gerð 2004 og ber heitið Seastallion from Glendalough og er í Viking Ship Museum í Hróarskeldu. Árið 2012, var eftirlíking af 35 metra “Dreka” Haraldar Hárfagra smíðuð af sérfræðingum frá grunni, og eingöngu notuð til þess aðferð víkinganna.

 

 

 

 

 

 

 

 

Bússa : Stórt og traustbyggt hafskip (talið langskip) , sem fyrst var þróað sem herskip. „Ormurinn langi“ var líklega „Bússa“. Sagan lýsir því þannig; lyftingin var jafn há og á hafskipi. En skáldið kallar Orminn „Skeið“. „Bússa gat verið með allt að 35 rúm. „Bússa var betra siglingaskip og var betra í vondum veðrum en „Skeið“. Súð: Stórt langskip frá 20 rúmum og meira. Var þróað á síðari hluta víkingatímans frá „Bússu“ gerðinni. Sum mestu skip Hákons Hákonssonar á 12 öld voru „Súðir“. Stærst var Kristsúðin sem hafði 37 rúm.

Barði: Sterkbyggt herskip með sérstökum járnklæddum bógi sem líklega var ætlað til styrktar að geta rennt á eða að óvinaskipi. Orðmyndunin barð, er dregin af barði eða brimskafli sem samlíkingu við slíkan bóg skipsins. Í Ólafssögu Tryggvasonar má lesa: ” Eiríkur jarl átti stóran Barða sem hann notaði í víkingaferðum sínum; skegg var þar á hærri hluta stafns og skuts og þykkri járnplötur þaðan niður að sjólínu ”.

Snekkja
Snekkja, var smæðst langskipanna en hið minnsta 20 róðrarrúm. Algeng var um 17 m. á lengd, 2.5 m. á breidd og risti aðeins hálfan metra. Hún gat borið um 40 menn. Snekkjur voru einna algengastar langskipanna. Í sögunum er sagt að Knútur Mikli hafi haft 1200 snekkjur í Noregi árið 1028. Í stríði var hún aðallega notuð til að flytja mannskap.
Norska snekkjan var hönnuð fyrir djúpa firði og úthaf og risti meira en dönsk snekkja sem gerð var fyrir lágar strendur. Snekkja var svo létt að ekki var þörf fyrir sérstakar hafnir—þær var hægt að renna upp á stön og jafnvel yfir eyði.
Þessi gerð þróaðist eftir víkingatímann og má enn sjá í bátum í Noregi sem eru kallaðar snekke.

Dreki: Stórt herskip með drekahöfuð. Skip sem ætlað var höfðingjum og konungum og átti að sína stöðu eigandans og hægt var að nota sem „Skeið“ eða „Bússu“. Var frá 25-rúma og meira. Drekinn var venjulega stærsta skipið í flotanum. Haraldur Hárfagri er sagður hafa átt nokkur slík skip:

Kaupskip:
Munur verður á Langskipi og kaupskipi frá því um árið 1000. Breiðari skip sem hönnuð voru til siglinga með fáar árar sem tóku dýpra í en á grynnri skipunum, þá einungis notaðar nærri landi. „Karfar“ voru hins vegar flatbotna og voru því með fleiri árar, þ.e. frá 13 til 16 rúm.

Knörr: Haffar notað til flutninga (sem íslendingar notuðu í förum til Grænlands og Vínlands). Hinsvegar er í Haraldskvæði eftir Þorbjörn Hornklofa skáld (um 900 AD), vísað til Knarrar sem herskip.
Karfi : Var smærri en venjulegt Langskip, með 13 til 16 rúm. Karfi var notaður til að flytja vistir og vopn til herskipaflota og flytja mannskap með ströndinni. Gaukstaða- og Oseberg skipin eru af Karfagerð.
Byrðingur: Var skip til flutninga með ströndu (notað einnig til siglinga til Færeyja og Íslands). Saga Sverris konungs segir frá Byrðingi sigla Karmsund hvern dag að sumri.

3. Bátar (för minni en 15 metrar)
Stærri skip voru færri að tölu en bátar voru algengari, það speglast í því aðeins 13 jarðsett stór för hafa fundist í N-Evrópu, en miklu mun meiri fjöldi bára. Þrír smærri bátar fundust í jarðsetningu Gaukstaðaskipsins. Sá stærsti var 9.75m og sá smæsti 6.5m.

Leiðangrar
Leiðangur var skipulagður floti skipa í þeim tilgangi að verjast, koma á verslunarleiðum eða hernaðarleiðangra. Allir frjálsir menn voru skyldaðir til að taka þátt í eða leggja eitthvað til í slíkra leiðangra.
Í norskum lögum var landinu skipt í svæði sem kölluð voru skipreiða. Slík svæði urðu að leggja til tiltekin fjölda skipa og vopnaða menn í slíka leiðangra. Lög gerðu ráð fyrir að hver maður ættu sín eigin vopn, að lámarki öxi eða sverð auk spjóts og skjaldar, þar að auki varð að fylgja hverju róðrarplássi bogi og 24 örvar. Gamlar heimildir segja að hægt var að kalla saman 310 skipum í slíkan leiðangur til varnar. Á þessum landsvæðum var fyrir hendi kerfi varða á hæstu hæðartoppum þar sem hægt var að kveikja elda til merkis um að safnað sé til leiðangra. Þannig var hægt að safna saman flota skipa eftir ströndum Noregs á fáum dögum. Hákon hin góði á heiðurinn af þessu kerfi leiðangra sem komið var á fót um 950, en slík varnarkerfi eru talið hafa verið til staðar um langan tíma í hinum ýmsu smærri konungsríkjum áður en Noregur varð eitt konungsríki.

Fjöldi skipa og stærð sem fylki Noregs voru skyld til að leggja til í leiðangra:
Víkverjar: 60 skip 20-rúma
Grenene: 1 skip
Egdene: 16 skip 25-rúma
Rygene: 24 skip 25-rúma
Hordene: 24 skip 25-rúma
Sygnene: 16 skip 25-rúma
Firdene: 20 skip 25-rúma
Mørene: 16 skip 25-rúma
Romsdølene: 10 skip 20-rúma
Nordmøringene:20 skip 20-rúma
Trønderne: 80 skip 20-rúma
Namdølene: 9 skip 20-rúma
Håløygene: 13 skip 20-rúma + 1 skip 30-rúma
(After: Brøgger og Shetelig: Vikingeskipene, Dreyer 1950)

Ekki er vitað til að allur floti 310 skipa hafi verið kallaður saman. Til viðbótar þessum voru til mörg einkaskip og ljóst má vera að nokkur þúsund víkingaskip hafa verið byggð á víkingatímanum í Danmörk, Svíþjóð og Noregi. Þó hafa fá skip fundist sem jarðsett hafa verið eða sokkið.
Hægt er að lesa meira um leiðangur í útgerðarbálki Gulaþingslaga: Utgjerdsbolken i Gulatingsloven om leidangen

Glefsur úr sögunum um víkingaflota og leiðangra
Þegar Magnus góði (1047) sjósetti skip sín, var því lýst sem flokki engla frá konungi himna –sem flögruðu yfir öldunum. (Arnór jarlaskáld)
Saga Haraldar Hárfagra: Haraldur hafði stóran dreka og mörg skip í leiðangri sínum. Um veturinn hafði hann látið smíða dreka mikinn og látið búa hann af miklum kostum, og sett húsmenn sína og berserki um borð. Frammi voru valdir menn, því þeir höfðu konungsveifuna.Frá miðskipi og fram í stefni var kölluð rausn, eða fremri vörn;og þar voru berserkir. Slíkir menn voru aðeins húsmenn Haraldar konungs vegna styrks, hugrekkis og margskonar handlagni

Útskurður sem fannst í Bergen. Sýnir líklega flota Hákonar Hákonssonar 1233. Hér sjáum við skip með drekahöfuð bera hæst og önnur stór skip leiðangursins. Fyrir miðju sjáum við skip með gullna fána, einskonar vindhana sem blakta á bógi þeirra.
Úr sögu Hákonar Hákonssonar. Þegar hann (Hákon) kom til Björgvinjarlagði hann skipi sínu uppá konungsgrund,hinir lögðu Langskipum sínum við bryggju bæjarins.
Seinna setti hann niður stærstu skip sín: Hugarró, Ólafssúð, Fitjabrandinn, Gullbringu og Rýjarbrandinn. En þegar Hugarró var sett niður skemmdist neðri hluti skipsins. Strax var skipið sett upp og gert við það. Hin skipin voru sett niður án áfalla. Skip konungs lágu við bryggjur um allan bæinn. Síðar komu konungsmenn og höfðingjar með mikinn búnað og menn.
Saga Ólafs Tryggvasonar: Ólafur kallar saman leiðangur til útsiglinga.
Ekki löngu eftir þessa atburði kallaði Ólafur til þings og tilkynnti að að sumri myndi senda gísl úr landi og hann myndi kalla saman leiðangur, skip og menn frá öllum fylkjum landsins og láta vita hvers mörg þau yrðu. Þá sendi hann boðbera innan lands, norður og suður, til eyja og lands til að kalla menn til vopna. Eftir það setti Ólafur konungur niður „Orminn langa“ og öll önnur skip hans, stór og smá; (….)Ennfremur fékk Ólafur konungur 11 stór, 20 rúma skip frá Þrándheimi og tvö smærri..

Ger Ormurinn langi ; Úr Ólafssögu Tryggvasonar
Þann vetur eftir er Ólafur konungur hafði komið af Hálogalandi lét hann reisa skip mikið inn undir Hlaðhömrum, það er meira var miklu en önnur þau skip er þá voru í landinu og eru enn þar bakkastokkar þeir svo að sjá má. Þorbergur skafhögg er nefndur sá maður er stafnasmiður var að skipinu en þar voru margir aðrir að, sumir að fella, sumir að telgja, sumir saum að slá, sumir til að flytja viðu. Voru þar allir hlutir vandaðir mjög til. Var skipið bæði langt og breitt og borðmikið og stórviðað.
Var það dreki og ger eftir því sem Ormur sá er konungur hafði haft af Hálogalandi en þetta skip var miklu meira og að öllum hlutum meir vandað. Það kallaði hann Orm hinn langa en hinn Orm hinn skamma. Á Orminum langa voru fjögur rúm og þrír tigir (120manns). Höfuðin og krókurinn var allt gullbúið. Svo voru há borðin sem á hafskipum. Það hefir skip verið best gert og með mestum kostnaði í Noregi.

Í Knútsdrápu Sighvats Þórðarsonar er talað um „harðbrynjuð skip kynjum;“
Í Hrynhendu Arnórs Þórðarson jarlaskáld, f.um. 1012, d. um 1070, sonur skáldsins Þórðar Kolbeinssonar. Arnór Þórðarson fór oft út sem kaupmaður og sigldi oft til Orkneyja, hann orti oft fyrir Orkneyjajarla og fékk viðurnefnið þaðan. Hann orti Hrynhendu sem lofkvæði til Magnúsar hin góða í nýjum stíl, hrynjanda; Hann orti einnig erfikvæði eftir Magnús Góða og Harald Harðráða og telst til höfuðskálda. Koma fyrir margar skipagerðir eins og herskip, knörr sem kaupfar, skeið og skíði er almennt heiti skipanna hjá skáldin

Víkingaskip- Smíði.

Myndir á steinristum frá bronsöld, 1,300-900 f.k. sem fundist hafa á norðurlöndunum gefa hugmynd um hvernig skipagerð hefur þróast þar um langan tíma. Skip voru farartæki norðurlandabúa milli staða til lengri og styttri leiða, því ferðalög um landveg voru erfið, viðáttumiklir og þéttir skógar Svíþjóðar og brattar fjallshlíðar Noregs voru erfiðir faratálmar með fólk og vörur. Þróun skipa um margar aldir var því eðlileg og þegar víkingaskipin birtust öðrum Evrópumönnum þá voru þau afrakstur þeirrar þróunar. Með landvinningum og verslunarleiðöngrum 600-1000 e.k. urðu breytingarnar enn örari með auknu ríkidæmi höfðingja og konunga. Skipin sköpuðu víkingaaldirnar. Norrænar sagnir, fornkvæði og sagnir annarra þjóða lýsa skipunum sem undrum hafsins. –Víkingaskipin voru sveigjanleg sem tóku öldum hafsins eins og lifandi verur. –Bestu skipunum var líkt við dreka, fugla og sjóorma. – Auðvelt var að draga víkingaskipin upp á strönd. Skipin gerðu víkingum kleyft að fara langar leiðir, norður til Síberíu , til Litlu Asíu í austri, til Miðjarðarhafs í suðri og til Ameríku í vestri. Það sýnir að ritaðar heimildir lýstu því rétt, að víkingaskipin voru einstök á sínum tíma. Það var sjóhæfni víkingaskipanna, þekkingu í siglingafræði og sjómennsku sem gerði víkingum kleyft að sigra höfin. Þekkingin endurspeglast í orðaforða norrænu tungunnar sem m.a á 150 orð yfir öldur. Það sem við vitum í dag um víkingaskipin er frá fundum skipa frá víkingatímanum. Þekking okkar á þessum skipum kemur frá nokkrum skipum frá þessum tíma, tveim sem fundist urðuð í haugum, eins Gaukstaðaskipinu sem vitað er að er úr timbri sem fellt var 890 e.k. og Oseberg skipinu, sem er eldra og er smíðað líklega áratugunum fyrir 800 og var haugsett 834. e.k. Fimm önnur skip fundust á hafsbotni utan við höfnina í Hróarskeldu í Danmörku, sem líklega var sökkt þar til að varða innsiglinguna. Þau skip sem fundist hafa oft verið illa farin og í brotum og horfin þekking á smíði hluta þeirra hefur verið safnað úr mörgum áttum þegar endursmíði þeirra átti sér stað og nokkuð vitað um hvernig skipin voru smíðuð, því margar eftirgerðir þessara skipa hafa verið smíðaðar og þeim siglt víða og nokkuð er vitað um hvernig þeim var siglt og hvernig þeim var róið. Hins vegar vitum við minna um hver var siglingaleiðsögutækni víkinganna eða um seglabúnað

Smíði víkingaskipa – Skipshlutar Áætlað hefur verið að fyrir venjulegt 20 metra langskip, hefði þurft um það bil 58 rúmmetra af eik. Þetta jafngildir ellefu eikartrjánum, hvert einn metri í þvermál og fimm metra háu, ásamt einu 18 metra löngum fyrir kjölinn. Eikur af þessari stærð og fullnægjandi gæðum er erfitt eða illmögulegt að finna í dag. Kjölurinn í Gaukstaðaskipið krafðist mikillar, beinnar eikar um 25 metrar á hæð. Greining á timbursýnum úr víkingaskipum sýnir að margs konar timburgerðir voru notaðar, en eik, tré sem var tengt við Þór í goðafræðinni, var þar að stærstum hluta. Eik er þung og endingargóður viður sem auðvelt er að vinna með öxi þegar það er nýtt (blautt/óþurrkað). Almennt voru stærri skipin úr eik. Annar viður, var askur, elnir, fura, greni og lerki. Greni er létt og virðist hafa verið algengari í seinni hönnun fyrir festingar innanborðs, en þó greni sé notað í mastur í dag, þá eru engar vísbendingar um að víkingar hafi notað greni í mastur. Allt timbur var unnið nýtt og til að það þornaði ekki í vinnsluferlinu var timburvinnslan grafinn í jörðu til að halda hráefninu röku.

Viðurinn var unninn með fleygum (bleðgum), saxbílum, skarðexi, sköfum og lokum. Önnur verkfæri sem notuð voru í timburvinnu voru hamar, draghnífar,sagir og leiðarar. Járnsög voru líklega mjög sjaldgæf. The Domesday Book í Englandi (1086 AD) skráir þrettán sagir. Hugsanlega voru þetta stórviðarsagir (langar sagir notaðar af tveim mönnum, þar sem annar stóð lægra en hinn) en það er ekki vitað hvort þær voru notaðir í smíði langskipa. Fornleifauppgötvanir frá þessu tímabili í Coppergate, York, sýna að skipasmiðurinn og handverksmenn hafi haft mikið úrval af þróuðum verkfærum. Ýmsar gerðir axa, hnífum, sporjárna, bogasagir, handbora, brýningarsteina, rennibekki ofl. voru notuð. Í Gulaþingslögunum þar sem fjallað er um Leiðangursskip er vísað í tvennskonar skipasmiði, annarsvegar stafnsmið og hins vegar filung ( þann sem gerði fjöl, þ.e. borð) og gera má ráð fyrir að fleiri sérhæfðir smiðir hafi einnig verið til. Stafnsmiður sá um gerð grindarinnar að skipinu, en hinir um borð og samsetningar. Getið er um að sá fyrrnefndi hafi haft tvöföld laun hins. Líklega hafa öll skip víkinganna verið byggð sköruð (skábirt), og aðallega úr eik. Enda vísað til þeirra sem Eikju og Eikjukarfa. Sjá má af sögunum að skip voru smíðuð undir einskonar skýli sem nefnt er Hróf og Róf. Kjölurinn var fyrst lagður á bakkastokka (eflaust til að fá hann láréttan), síðan komu bönd og innviðartré öll með sínum mismunandi heitum. Bitar (frá stefni, siglubiti í miðju og austurbiti aftast), þá voru borðin, hvert hafði sitt nafn, t.d  borðið frá kili nefnt Kjalborð og annað borðið Aurborð. Fjöldi borða sitthvoru megin fór eftir stærð skipa, þau mjókkuðu til fram og skutstafns. Kjalborðið fest nærri lárétt á kjölinn. Kjalborðin voru mjórri og aðeins lítillega sveigð til fyrir bolvinduna. Efsta borðin eru talsvert breiðari og sverari til styrktar við dekkið nefnd róðrarhúfur og meginhúfur við borðstokk. Hvert eikarborð er örlítið sveigt á miðju bandi til að yfirdekka borðin neðan og ofan við í eðlilegri borðaskörun. Járnsaumur (hnoðsaumur, ferkantaður) gengu í gegnum skörun borðanna með um handarbreidd þar sem borðin liggja bein og á um þverhandar breidd þar sem borðin sveigjast, ávalur hausinn var að utan og innan við gekk saumurinn í gegnum ferkantaða járnskífu og hnoðaður að. Frá kinnungi mjókka öll borð um hlýra og í stafn. Stafninn var höggvin úr einu bognu eikartré og mótað þar sem borðin tengdust. Innanborðs var stafninn mótaður V laga svo hægt væri að komast að nöglunum við smíðina og viðgerða. Þétting á skörun borðanna var með síðuþræði sem líklega var úr kýrhárum og feiti. Að aftan var sama lögun skrokksins og að framan, við kýlfa (eikarsæti á borðstokk á bæði borð) fyrir akkeristaug. Öll krossbönd höfðu sæti þar sem hreyfanlegir dekkhlutar sátu í. Miðhluti kjalarins hefur lítilsháttar boga og ásamt flötu miðskipinu, við þverskurðinn er lögun skrokksins best fyrir tiltölulega sléttan sjó.

Timburvörn Í Eiríkssögu, í kafla 14 segir að botn skipa hafi verið varin og á borið seltjara sem vörn gegn tréormi sem gat borað sig í gegnum borð skipsins. Því miður er ekki sagt hvernig slík tjara var samsett. Fritzner’s Old Icelandic Dictionary getur sér til að hún hafi verið unnin úr selspiki og innheldi fjölómettaða fitu svipaða hörfræolíu. Skipi var skipt í hluta, rúm, þ.e. rýmið milli banda. Hverju rúmi var skipt í tvennt (hálfrúm). Eitt rúm var með árapari. Það er að segja: Skip sem hafði 20 rúm og 40 árar (eina á hvort borð). Sjókistur voru staðsettar á dekkinu til nota þegar róið var. Líklega voru þær settar undir dekk á löngum siglingum sem nokkurskonar kjölfesta. Samkvæmt sögnunum sátu einn til fjórir menn á hverri ár, eftir stærð skipa. Þegar fjórir menn réru hverri ár var því lýst eins og skipið flygi yfir hafflötinn. Möstur skipa (sigla, siglutré), voru að hæð og sverleiki í samræmi við stærð skipa (m.v ½ lengd skips). Engin sigla hefur fundist í fornleifum skipa og hæð þeirra og þar með flatarmál segls byggð á kenningum. Siglan var sett í miðju skipsins og gekk ofan í mikinn eikarstöpull sem kallaður var kerling, sem var sporöskjulagaður og stærð þessa sökkuls gat verið um einn metri í mesta þvermál og sex metra langur í stærstu skipunum og lá ofan á kilinum. Siglan gekk í gegnum kerlinguna og sat ofan í legusæti ofan í kjölinn. Lengd kerlingarinnar náði yfir tvö bandabil fram og aftur frá mastrinu. Ofan á kerlingunni var svo fiskurinn, og náði upp undir dekkið til að styðja mastrið og halda því lóðréttu. Það var um helmingur lengdar kerlingarinnar og með rauf sem var um helmingur lendar fisksins frá miðju og aftur, til þess gerð að hægt væri að reisa mastrið við smíði og ef þyrfti að taka það niður. Þegar siglan var reist var þessari rauf í fiskinum lokað með þar til gerðri eikarblokk sem féll alveg í raufina og henni fest. Siglan var fest með stögum, eitt fram, annað aftur og tvö til þrjú til beggja borða (höfuðbendur), þessi stög voru fest að húni, (efsta hluta siglutrés) og hinn endi þeirra eins og staðsetning þeirra var nefnd hér á undan. Rétt neðan við þar sem stögin koma saman að húni, var gat í siglutréð sem kölluð var húnbora, þar sem dregið var í dragreipið, sem dró seglránna upp eða felldi hana. Snemma notuðu lengri bátar einhvers konar ári fyrir stýri, en á 10. öld var hliðarstjórnunin (kallast stýriborð, uppspretta fyrir nafnorðið „stjórnborð“ skips) vel þekkt. Stýri var fest við mikla viðarblokk utan á skipið, en innan við stutt við öflugan bita. Viðarblokkin var kölluð vartan og var fest með fléttuðum víðisvafningum sem komu í gegnum borðin utan um stýrið gegnum vörtuna og kyrfilega fest í bita. Stýri var í samræmi við stærð skipsins, á Gaukstaðaskipinu sem var 24 metrar á lengd var stýrið um 2,4 metra langt viðarborð. Efri hlutinn, stýrisknappur, var ávalur í þvermáli um 15 cm. Neðra blaðið, stjórnblað, var um 1,8 m × 0,4 m. Stýrisstöngin, (stýridrengur, Hjálmunarvölur), á Gaukstaðaskipinu er um 20 cm, alveg flatt innanborðs og með um það bil 7,6 cm breidd um miðju . Efsti hluti stýris hafði tvö göt. Þegar stýrið var í eðlilegri stöðu var stöngin sett í efri holuna þannig að stöngin stóð til hliðar. Sveigjanleiki festingarinnar leyfði blaðinu að snúast. Þegar á ströndinni eða á grunnt vatn var stýrisstöngin sett í neðra gatið, slakað var á festingum og stýrið hækkað svo stýrið gæti starfað í grunnvatni. Reynslan á eftirlíkingum víkingaskipanna sýnir að skipin stýra vel þannig, en það þurfi mjög mikla líkamlega áreynslu til að breyta um stöðu stýrisins, svo ekki var ólíklegt að einhver aðferð hafi verið til sem létti verkið sem ekki er þekkt í dag. Víkingaskip notuðu að mestu leyti tvær mismunandi tegundir af akkeri. Algengasta var viðartré sem myndaði boga. Það var þyngt með steini sem sem festur var við það með harðviði eða járni sem hélt steininum í stað. Í Ladby-skipinu í Danmörku var að finna einstakt járnakkeri, líkist nútíma akkeri en án þverstokks. Þverstokkurinn kann að hafa ryðgað og horfið. Þetta akkeri var gert úr norsku járni – hafði langan járnkeðju sem hampreipi var fest við. Þessi gerð hefur nokkra kosti þegar legið er á djúpum vatni eða í öldu.

Tímatal Íslendinga til forna og vetrardvöl Leifs heppna í Vínlandi.

Tímatal Íslendinga til forna og vetrardvöl Leifs heppna í Vínlandi.

Sólargangur og tími dags.
Höfuðáttir voru almennt notaðar til viðmiðunar um stefnu á landi sem á sjó, en hvernig voru þær ákveðnar. Af ýmsum gögnum fornþjóða er að sjá að upphaf áttanna sé, austur1 og vestur, þar sem sólin reis og settist og síðan hafi hin hugtökin þegar maður snéri að sólrisi eða sólsetri, til vinstri og hægri. Í gegnum tíðina komu svo nöfn á þær áttir. Af öllum fornsögum víkinga er ljóst að þetta var almenn þekking og við sjáum af gamla íslenska kerfinu að áttir vöru samtengdar stundum og eyktum sólardagsins, vikudaga, mánaða, missera og árs. Að fornu var sólarhringurinn ekki talinn í klukkustundum heldur eyktum sem miðaðar voru við gang sólarinnar og hvernig sól og önnur himintungl bar yfir kennileiti, sem þá kölluðust eyktarstaðir.

Rímbegla eða Rím I, talin frá því 1180 e.k, segir allt um skiptingu árs:
Ár heitir tvö misseri. Í misseri eru mál tvö, í máli eru mánuðir þrír, mánuði vikur vel svo fjórar, í viku dagar sjö, í degi dægur tvö, í dægri stundir tólf. Það þarf fyrst að vita, hvað mánuðir heita, og það hvenær hver kemur, eða hve margar nætur fylgja.
Forna norræna mælikerfi stunda, dægra, vikna (mánaða) og átta byggðist að sjálfsögðu á sólargangi dags og árs. Sólarhringnum var skipt í 2 dægur, dag og nótt, 12 stundir í hvoru, 8 eyktir voru í sólarhring (3 stundir í hverri) Í Helmingsþætti Hauksbókar er talað um „eina eykt dags“. Dægrunum var skipt í áttir, fjórar höfuðáttir og fjórar milliáttir. Höfuðáttir skiptust eftir stöðu sinni á sjóndeildarhringnum og féllu í miðjar eyktirnar. Mörk eyktanna, þ.e. lína á milli þeirra, höfðu sérstök nöfn sem féllu að 4 milliáttum. Nöfn þessara eyktarmarka voru gjarnan notuð sem tilvísun í áttir eða og tíma, eins og sjá má af dæmum í Íslendingasögunum og verður tíunduð hér að neðan.

Eyktir-Eyktarmörk. (Áttundarmörk)
Skiptist sá næturlegi dagur hjá oss í fjórðunga, jafnlanga, svo hver einn hefur tvær eyktir, þ.e. 6 stundir, sá fyrsta kallast nótt, sem byrjar á náttmálum kl. 9 eftir miðdag, varir í 2 eyktir og nær til óttu, 3 eftir miðnætti. Annar langur dagur byrjar á Óttu, og endar á Dagverðarmálum kl.9. Sá þriðji fær fulla rentu með nafni og kallast dagur: hann hefur svo í sér tvær eyktir og endar á Nón kl. 3 eftir miðdag. Sá fjórði kallast aftan, eða kvöld, hefst á Nónu og endar á náttmálum kl. 9. Þetta er sú fjórhluta deiling dagsins, sem frá aldaröðli hefur hér í landinu brúkuð verið, og ég ætla nú sé rétt talin, rök þar til eru þessi. Fyrst nöfnin sjálf, sem af fornaldarmönnum hafa upp.a þessa fjórðunga dagsins sett verið, þau bera vitni, bæði lengd og takmörk þeirra.“ Eyktarmörk Jón Vidalín sjá kort

„Dægrinu skiptu forfeður vorir eftir áttum og sólargangi niður í eyktir, og voru eyktirnar 8 (sbr. áttirnar) í hverjum sólarhring og 3 stundir í hverri eykt. Í elztu tíð hafa menn að líkindum talið tímann eftir nóttum, en eigi eftir dögum, og vottar víða fyrir því í fornum ritum. Svo komst Ari fróði að orði, er hann telur mánuðina „þrítugnætta“, og algengt er í fornu máli að miða tímann við nóttina („á tveggja nátta fresti“), „þriggja nátta gamall!“Gullöld Íslendinga – menning og lífshættir feðra vorra á söguöldinni“ eftir Jón Jónsson Aðils

Í fornkirkjunni var snemma farið að syngja tíðir í tengslum við eyktamörkin og helga þannig hvert tímabil dagsins góðum Guði. Á Íslandi tíðkaðist slíkur tíðasöngur í klaustrum og á biskupsstólunum. Tíðir eru 8 talsins: óttusöngur hinn fyrri (matines), óttusöngur hinn efri (laudes), miðmorguntíð (prima), dagmálatíð (tercia), hádegistíð (sexta), eyktartíð (nona), aftansöngur (vesper), og náttsöngur (completorium). Aftansöngurinn sem sunginn er í kirkjum landsins á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld eru leifar af þessum forna tíðasöng.
Kirkjan skilgreindi helgidaganna snemma og stundin sem var upphaf helgidaga, var á „eykt“ dags , þá var bannað að vinna, ella lá sekt við ,í Grágás segir: „Svo er mælt að að jafnt skal nóttina fyrir helgan dag sem daginn sjálfan.“ Hér er merkingin að jafnt skal til (nóttu)/háttartíma (6 tímar) og frá háttatíma til (dagsins sjálfan)/rismáls næsta dags (6 tímar), þetta þýðir að 6 tímum fyrir háttartíma var nákvæmlega á Eyktarmörkum sem svo voru nefnd, hér er því átt við mörk eyktanna UNDARN og AFTAN, eða um hálf fimm að degi.
Enn ein skilgreining á „Eykt“ er hjá Jóni Vídalíns sem segir í riti sínu Eyktarmörk: „Það er því næst að hinn sjöundi dagur hver er heilagur og köllum vér hann sunnudag, en því að dagur sínu skal heilagur að Nóni (eykt), þá er þriðjungur lifir dags, og nótt til óttu.“ Þriðjungur dags er 4 stundir og ef dagur miðaðist við dagmál (7 ½ að morgni) og náttmál (7½ að kveldi) hjá Jóni, eru fjórar stundir fyrir náttmálum kl 3 ½ síðdegis. Hér eru því um klukkustundar munur á skilgreiningu á hvar „eykt“ byrjaði.
Á öðrum stað í Grágás segir; „þá er eykt, er útsuðursætt er deilt í þriðjunga, og hefur sól gengna tvo hluti en einn ógenginn. Ef merkingin með útsuðurátt er frá suðri til vesturs ( frá 12/hæsta degi til 9 e.h./miðaftans), þ.e. í 6 tíma, þeim deild í þriðjunga og sólin gengin 2 hluta og 1 ógengin, væri klukkan 4, eða rétt fyrir „Eyktarmörk“ eins og komist er að með fyrri greiningunni, munar þarna hálfri klukkustund.
Nú vinna menn á eykt, og eru þeir útlagir um það þrem mörkum,…“ Hér er merkingin, að ef menn vinna eftir að sól náði Eyktamörkum og helgidagur hófst var hægt að sekta þá um þrjú mörk. Mörg ákvæði eru um þetta í Grágás og einnig um undanþágu frá sektum. Í þessu sambandi er rétt að skoða aðrar skilgreiningar í hinni fornu lögbók, t.d. er annað hugtak mikið notað þar, en það er, miður dagur, í nútímaútgáfu Grágásar 1992, er hádegi ávallt neðanmálsskýring við þetta hugtak. Orðið hádegi kemur því ekki fyrir í sjálfum texta Grágásar og er því seinni tíma merking.
Eyktamörk voru sett niður í landslagið á hverjum stað fyrir sig, enda mörg kennileyti á landinu sem bera slík örnefni, t.d. Dagmálahnúkur, Nónhæð eða Miðmorgunsás. Stundum hafa þó vörður verið hlaðnar til að merkja tilteknar eyktir. Heiti eins Eyktarstaður, Eyktarfjall,-fell, tengdust árstíðarskiptum, þ.e. staður þar sem sólarlag var í lok Haustmánaðar og mörk við Gormánuð um kl. 4 1/2 síðdegis þann dag í Miðmundastað Útsuðurs og Vesturs, þ.e.a.s. í Eyktarstað við mót sumars og vetur, 20-26 okt. Fyrsta Vetrardagur.

Sjöunda hvern dag hófst helgidagur við þessi mörk, þ.e. eykt. Sérhver bær eða dvalarstaður þurfti að hafa sín eigin eyktamörk sem voru miðuð út frá honum, enda breytist sjónarhorn á slíka punkta þegar frá bænum er komið. Þessu til viðbótar kom svo skipting ársins í sumarið og vetur, misseri, mánuði og vikur.

Vetrarsólhvörf (sólsetur á stysta degi ársins) voru tengd eyktinni UNDARN (ÚTSUÐUR), Merking nafnsins UNDARN er gömul en hefur í tímans rás breyst.
Sumarsólhvörf (sól hæst á lofti, lengsti dagur (birta) ársins) voru tengd eyktinni ÖNDURÐ (gamla nafni DAGMÁLS) Landsuður. Merking nafnsins ÖNDURÐ(N) er skylt merkingunni Öndverður, öndverður dagur, þ.e. byrjun dags.

Í Snorra-Eddu segir um árstíðirnar; „Haust (mánuður) varir frá haustjafndægri (21-24 september), þar til sólin gengur niður í eyktarstað“.

Í Oddatali Stjörnu-Odda frá því um árið 1100 lýsir hann í hvaða áttum sólriss og sólseturs á ýmsum tímum ársins, og hvernig sól hækkar og lækkar á himni eftir vikum sumarsins og hún sest í útsuðri í lok síðustu viku sumars. Hann segir stysta dag á árinu (vetrarsólhvörf), hinn fimmta dag jólamánaðar, (24 jan.) og „lét hann þann dag upp koma í miðmundarastað, að sýn austurs og landsuðurs“ ( þ.e.a s. í ASA á kompásrósinni, í u.þ.b 157°) og „en setjast í miðmundastað útsuðurs og vesturs“ þ.e.a.s VSV á kompásrósinni, 238°. Samkvæmt Almanaki HÍ er sólris á stysta degi í 155° og sólsetur í 210°

Þetta merkir að gamla mánaðartalið féll saman við eyktarmörkin á tveimur tímapuntum ársins, við sólarlag í lok haustmánaðar, þ.e.a.s. í Eyktarstað við mót sumars og vetur, 20-26 okt. þá hefst 1. Vetrardagur og Gormánuður um kl. hálf fimm síðdegis þann dag.
Hver mánuður nær yfir 30° af hring, og þessi mörk eru í VSV, sem á áttahringnum 238° eða 68° frá suðri til vesturs. Samkvæmt Almanaki HÍ sest sól um kl. 17:00 í 240°

Hinn tímapunturinn er í andstæðri átt við fyrsta vetrardag (180°) og er 68°austur af norðri, á vorjafndægri í ANA á kompásnum, og kallaðist Hirðis rismál og var á mörkum Einmánaðar og Hörpu, þar byrjar sumar við sólris. Sólris var samkvæmt eyktarskiptingu við Hirðis rismál er kl. um 5 e.m. Samkvæmt Almanaki HÍ er sólris á Sumardaginn fyrsta kl. 5 e.m í 76° .

En nokkrum gráðum og mínútum munar vegna þess að almanaksárið er ekki nákvæmlega jafnlangt árstíðaárinu, og því verður aðlögunin á milli þeirra, með aukadegi á fjögurra ára fresti, í hlaupárum. Það er því víst að fornmenn höfðu tímatalið bundið við sólu og höfðu rétta tímaskiptingu daga, vikna, mánaða, missera og árs. Allt var sett niður í landslagið á hverjum stað eins og heiti hæða, fella, fjalla og hvað annað sem gat þjónað þeim tilgangi.

Mánuðir.
Gömlu mánuðirnir voru tólf að tölu, 6 sumarmánuðir og 6 vetrarmánuðir. Fyrsti dagur sumarsins og um leið fyrsti dagur ársins. Mánuðirnir voru settir niður og tengdir upphafi sumars, sem var upphaf nýs árs til forna. Upphaf fyrsta sumarmánaðar byrjar við Eyktarmörk Óttu og Morguns, þar sem heitir Hirðis-rismál. Upphaf vetrar er því öndvert, þ.e. við eyktarskil Undarn og Aftans, sem nefndust Eyktarstaður.

Eftirfarandi er úr bók Árna Björnssonar, Saga daganna, (Mál og menning, 1993)
Harpa var fyrsti mánuður sumars og líklega ársins. Harpa hófst með sumardeginum fyrsta. Nafnið Harpa er ekki mjög gamalt, e.t.v. frá 17. öld, og uppruni þess óljós en tengist kannski vorhörkum, herpingi. Í Snorra-Eddu er mánuðurinn kallaður gaukmánuður og sáðtíð. …
Sumardagurinn fyrsti er einhver elsti hátíðisdagur þjóðarinnar . Hann er nefndur í Íslendingasögum og elstu lögbókum landsins. Sumargjafir eru þekktar allt frá 16. öld og þær því miklu eldri en jólagjafir.
Skerpla var annar mánuður sumars og hófst á laugardegi í 5. viku sumars (19.–25. maí). Nafnskýring er óljós en hugsanlega er vísað til þess að á þessum árstíma er gróður skammt á veg kominn. Í Snorra-Eddu er þessi mánuður kallaður eggtíð og stekktíð .
Sólmánuður var þriðji mánuður sumars og hófst mánudaginn í 9. viku sumars (18.–24. júní). Heitið sólmánuður skýrir sig sjálft. Í Snorra-Eddu er þessi mánuður einnig nefndur selmánuður .
Heyannir var fjórði mánuður sumars og hófst með miðsumri (23.–29. júlí). Heitið heyannir vísar til mikils annatíma í sveitum. Mánuðurinn sjálfur, eða nokkur hluti hans, mun einnig hafa borið nafnið miðsumar .
Tvímánuður var fimmti mánuður sumars og hófst þriðjudaginn í 18. viku sumars (22.–28. ágúst). Nafnið vísar hugsanlega til þess að við upphaf hans voru tveir mánuðir eftir af sumri. Í Snorra-Eddu er þessi mánuður líka nefndur kornskurðarmánuður.
Haustmánuður var síðasti mánuður sumars. Haustmánuður hófst (oftast) á fimmtudegi í 23. viku sumars (21.–27. september).
Gormánuður var fyrsti mánuður vetrar. Gormánuður hófst fyrsta vetrardag . Nafnið mun vísa til sláturtíðar en gor þýðir hálfmelt fæða í innyflum dýra, einkum hjá grasbítum. Fyrsti vetrardagur var á laugardegi sem nú fellur á milli 21. og 27. október. Sumardagurinn fyrsti var alltaf á fimmtudegi svo að sumarvikum lauk á miðvikudegi. Dagarnir frá síðustu viku sumars og fram að fyrsta vetrardegi, þ.e. fimmtudagurinn og föstudagurinn, voru kallaðir veturnætur. Veturnætur og fyrsti vetrardagur voru samkomu- og veislutími til forna hjá norrænum mönnum enda heppilegur sem slíkur því að þá var til gnótt matar og drykkjar eftir uppskeru haustsins og sláturtíð. Í fornsögum er víða minnst á veislur og brúðkaup á þessum tíma. Kirkjan mun hafa amast við þessum hátíðum og því lögðust þær af eða færðust yfir á allraheilaramessu , 1. nóvember, sem var hátíðisdagur kirkjunnar.
Ýlir var annar mánuður vetrar. Hann hófst með mánudegi í 5. viku vetrar (20.–26. nóvember). Nafnið trúlega skylt orðinu jól. Í Snorra-Eddu er þessi mánuður kallaður frermánuður .
Mörsugur var þriðji mánuður vetrar. Mörsugur hefst með miðvikudegi í 9. viku vetrar (20.–26. desember). Hvað nafnið mörsugur þýðir er ekki vitað. Þessi mánuður var einnig kallaður jólmánuður . Í Snorra-Eddu er hann kallaður hrútmánuður, enda var þá hrútum hleypt til ánna .
Þorri var fjórði mánuður vetrar, miðsvetrarmánuður. Þorri hefst með föstudegi í 13. viku vetrar (19–25. janúar). Ekki er nákvæmlega vitað hvað nafnið merkir. Oftast er það þó tengt sögninni að þverra eða að minnka eða talið skylt lýsingarorðinu þurr. Einnig hefur verið nefnt að það gæti verið gælunafn Ása-Þórs. Þorri var persónugerður sem vetrarvættur á miðöldum. Fyrsti dagur þorra var tileinkaður húsbændum og síðar var farið að kalla hann bóndadag . Líklega eru þorrablót ævagömul hefð sem hefur verið endurvakin á síðustu áratugum.
Öskudagur. Af þeim bræðrum bolludegi, sprengidegi og öskudegi er sá síðastnefndi langelstur. Heiti hans er þekkt allt frá 14. öld en flengingar og bolluát munu ekki hafa borist til landsins fyrr en með erlendum bökurum seint á 19. öld. Á öskudag reyndu konur að láta karla bera ösku en karlar að fá konur til að bera steina. Til að svo mætti verða saumaði fólk litla poka sem konur setti ösku í en karlar steina og reyndu svo að hengja pokana á hitt kynið svo að lítið bæri á. Þetta er mjög gamall siður á Íslandi en þekkist ekki í öðrum löndum.
Góa (áður gói ) var fimmti mánuður vetrar. Góa hófst með sunnudegi í 18. viku vetrar (18.–24. febrúar). Ekki er nákvæmlega vitað um uppruna þessa heitis. Góa var líka vetrarvættur sem skyldi fagna, rétt eins og þorra, og var fagnaðurinn tileinkaður húsfreyjum. Í fornum sögnum var góa talin dóttir þorra en síðar talið að hún væri eiginkona hans.
Einmánuður var síðasti mánuður vetrar. Einmánuður hófst á þriðjudegi í 22. viku vetrar (20.–26. mars). Ekki er vitað hvað heitið einmánuður merkir en kannski vísar nafnið til þess að mánuðurinn er síðastur vetrarmánaða, aðeins einn mánuður eftir af vetri.

Dagur – Stundir
„En stundir má eg þér vel kunnar gera hversu langar þær kunna að vera því að 24 skulu vera á tveim dægrum, nótt og degi, meðan sól veltist um átta ættir, og verður svo að réttu tali að það eru þá þrjár stundir dags er sól veltist um eina ætt.“  ..“Engu að síður hefur gæska guðs svo fyrir séð, að vér skyldum ekki verða varhluta af þvílíkrar þekkingar, heldur öðlast svo mikið skynbragð á tímans pörtum, sem hjálpa kynni til að útrétta vor embættisverk skikkanlega, því vorir fornmenn hafa fyrir ljós náttúrunnar fundið það ráð, að setja eyktarmörk í kringum hvern bæ og meta af þeim tímans parta og stundir eftir gangi sólarinnar á hverjum degi einnig tungls og stjarna á náttar þeli“ Eyktarmörk Jón Vidalín

Ein leiðin til að vita hvað tímanum leið yfir daginn, var að skipta degi og nóttu í einingar. Sú aðferð sem notuð er enn í dag er ævaforn. Öll eldri menningaskeið gerði það með sama hætti, en notuðu mismunandi aðferðir til þess. Kínverjar skiptu sólarhringnum í 12 einingar, Hindúar skiptu honum í 60 einingar. Mjög snemma skiptu Egyptar deginum í 12 hluta og nóttu í 12 hluta. Þannig varð sólarhringnum skipt í 24 hluta. Babylonímenn notuðu svipað kerfi, og eins og kemur fram hér á undan hjá Jóni Vídalín, þá notuðu gyðingar eyktarskiptingu, (sólarhringnum skipt í 8 hluta, 3 stundir hver) og kristnir tóku upp, líklega er það uppruni stundaskiptingar sólarhringsins í dag.

„Dies artificialis, eða handverksdagur, svokallaður fyrir þá grein að hann með sína birtu er hverjum handverksmanni næsta hagkvæmur til að framkvæma vel og trúlega verk sinnar kallanir, varir þessi dagur á öllum tímum ársins frá uppgöngu sólar, allt til hennar niðurgöngu og er þess vegna misjafnlega langur, eftir því sem hallandinn er mikill beggja megin við jafnbaug hnatthvelsins, eða himins holhnetti. Í suðurálfu heimsins undir og nærri brunareiminni, reiknast reiknast hann mikinn part alltíð eins langur hér um tólf tímar, stundum lítið meira, eftir því sem sólin víkur til norðurs eða suður frá jafndægralínunni. En hér við það nyrðra kuldabelti er hans mismunandi ærið stór, svo að á miðju Íslandi þar sem pólhæð er 64 gráður finnst hann að vera stundir 20, mín. 24, þegar sól nær krabbamerki; en ekki nema hálffjórða stund um skammdegið. Þar fyrir höfum vér enga nauðsyn til , og kunnum ekki heldur, vegna þessa dags mjög ójafnar lengdar, að meta hann hér á landi af sólarinnar dvöl fyrir ofann sjóndeildarhringsins, eins og þeir eð búa suður í löndum, hvar hann er undir hvelsins rétta hart nær alla tið svo langur, heldur megum vér ganga eftir tilskipan konunganna ólafs og Magnúsar í kristindómskafla Gulaþingsbókar hinnar gömlu, og telja hann frá Óttu til Náttmáls. Það eru 18 tímar, þar svo stendur. Það er því næst að hinn sjöundi dagur hver er heilagur og köllum vér hann sunnudag, en því að dagur sínu skal heilagur að Nóni, þá er þriðjungur lifir dags, og nótt til óttu.“ Eyktarmörk Jón Vidalín
„Það hef ég nú framfært úr kirkjulögum fornaldarmanna, svara og mikið vel verkstundum vorum þegar mestar eru annir; einnig þessari reglu er rétt er skilin: Sól skal um sumar ráða en dagur um vetur: því norður undir gráðum 59 breidd kemur ekki sól við Krabba fyrr en við Óttu, og gengur til viðar á liðnum náttmálum. Dagurinn sem ég gat um fyrr, tekinn í rúmri merkingu fyrir ….(dag og nótt saman) skiptist.

„Skiptum vér deginum eftir tölu höfuðáttanna, og þeirra sem standa mitt á milli þeirra átta parta eða eyktir, sem ekki byrja þó með áttunum, heldur á þeim miðjum. Deiling og upptök áttanna , hvorrar fyrir sig, höfum við eftir þeirri anleiðingu, sem biskuparnir Þorlákur og Ketill gefa oss í sínum Kirkjurétti, hvar þeir með skýrum orðum leiða í ljós norðuráttarinnar takmörk á þennan hátt. Það er Norður átt segja þeir, þegar sólin er komin í beggja ætt, norðurs og landnorðurs. Sól hefur þá norðuráttin í sér þrjár stundir; hálfa aðra fyrir og hálfa aðra eftir miðnætti. Þá tekur við landnorðurátt, og næ til hálf gengin fimm; síðan austurátt; þá landsuðurátt; síðan suðurátt, þá útsuðurátt, þar eftir vesturátt, og seinast útnorðurátt; allar eins langar hver fyrir sig, áttundi partur af sjóndeildarlínunni, og er sólin að ganga yfir sérhverja átt í þrjá tíma, en yfir allar í 24. Ekki geta nú eyktirnar haft sömu takmörk og áttirnar, þó hver ein svari þremur stundum, því þær eru partar dagsins, og hljóta því að byrja og enda með honum (deginum). En hann hefst í miðju ríki norðuráttarinnar. Sérhver eykt hefur í sitt heiti, annað hvort að því marki sem hún byrjar á eða endar. Nöfn þeirra er þessi, sem fornaldarmenn hafa þeim gefið. Hin fyrsta heitir Miðnætti ; önnur Ótta ; þriðja Miðurmorgun ; fjórða Dagmál ; fimmta Miðmunda (Miðdegi); sjötta Nón ( forðum Eykt); sjöunda Miðaftan ; áttunda Náttmál . Þessi eyktarskipting hafa og svo brúkað verið hjá Gyðingum, löngu fyrr en hingaðburðinn, einnig hjá rómverskum síðan þeir tóku við kristni; en vorir forfeður hafa fært þau í heiðindóminn með tungunni burt úr suðurálfunni hingað í norðrið; það sýna nöfnin í fornum fræðum; Eykt, Ótta, Dagmál ofl.“ Eyktarmörk Jón Vidalín

Gamla reglan eins og Snorri Sturluson segir um skiptingu ársins: „Sól skal um sumar ráða, en dagur um vetur:“ Sól skal um sumar ráða, merkir að sólin á sumrin sýndi tíma dags og áttir (í Dægurmörkum í landslaginu) á hverjum stað og þurfti ekki annað til. En Dagur um vetri, merkir að Rímið hélt tölu á dögum og vikum og þar m,a. hvenær voru messur, mánuðir og misseri.

Stefna dögunar og dagseturs
„Í þriðja kafla Odda tölu segir frá því, á hvaða dögum ársins dagur kemur upp og sest í tilteknum áttum. Efni þessa kafla er háð breiddargráðu athugandans og er því útilokað að Oddi hafi fengið fróðleik sinn um stefnur og dagsetningar að láni erlendis frá. Hins vegar er tekið á svipuðu viðfangsefni í Konungs skuggsjá(18) sem mun nú yfirleitt talin rituð í Noregi um miðja þrettándu öld.
Þegar Björn M. Ólsen (1850–1919) gaf út Odda tölu árið 1914, fékk hann guðfræðiprófessorinn Eirík Briem (1846–1929), sem var áhugamaður um stærðfræði og stjörnufræði, til að gera útreikninga í þessu viðfangi. Greinargerð Eiríks er felld inn í texta Björns. Samkvæmt henni koma niðurstöður Odda þokkalega heim ef gert er ráð fyrir að hann hafi sett dögun og dagsetur þegar sólin er um 14° undir sjóndeildarhring. Sænski stjörnufræðingurinn Curt Roslund hefur nýlega komist að svipaðri niðurstöðu.(19)
Í þessum kafla tölunnar kemur fram svipuð samhverfa og í öðrum kaflanum. Þess ber að geta að stefnan sem um er rætt er ekki sérlega vel skilgreind eins og þeir vita sem fylgst hafa með dögun og dagsetri: Þessi fyrirbæri spanna þó nokkurt horn á sjóndeildarhringnum. Hér er því hugsanlegt, svipað og í fyrsta kaflanum og jafnvel einnig öðrum, að Oddi sé ekki endilega að lýsa beinum athugunum, heldur einhvers konar útreikningum þar sem hann hefur samhverfuna að leiðarljósi. Meðal annars benda athuganir Roslunds í þessa átt.“ „Hversu nákvæmur var Stjörnu-Oddi? 1991 Þorsteinn Vilhjálmsson

Tímaþekking
„Efni Odda tölu stenst með prýði samanburð við það sem tíðkaðist í Evrópu á sama tíma. Víst má það nokkrum undrum sæta að vinnumaður norður í landi á tólftu öld hafi búið yfir þeirri þekkingu sem þarna er lýst og væntanlega tekið hana saman með einhverjum hætti þannig að talan væri fest á bókfell og síðan eignuð honum. Hitt ber einnig að hafa í huga að því að eins er Odda tala okkur tiltæk nú að jarðvegur var fyrir hana á sínum tíma og áfram á miðöldum.
Forvitnilegt er að hugleiða notagildi þess fróðleiks sem fram kemur í Odda tölu. Skal hér tæpt á nokkrum atriðum en að öðru leyti vísað til fyrri ritgerðar eftir sama höfund.(20) Áður hefur verið fjallað um gildi fyrsta kaflans sem æfingar til skilnings á Júlíönsku tímatali. Annar og þriðji kaflinn hefðu hins vegar einnig verið afar gagnlegir í siglingum um úthafið milli Noregs, Íslands og Grænlands.
Sjómenn sem þurftu að sigla um hafið á öðrum tímum en kringum sólhvörf, hefðu getað notað sér annan kafla tölunnar til þess að meta landfræðilega breidd út frá hádegishæð sólar. Menn voru yfirleitt ekki skemmra en viku í hafi og breytingin á stjörnubreidd sólar á þeim tíma getur numið nokkrum gráðum. Hádegishæð sólar minnkar sem því nemur ef miðað er við óbreytta landfræðilega breidd. Ef menn hafa ekki þekkt þessa breytingu og reynt að sigla þannig að hádegishæðin væri föst, þá hefur skipið borið af leið sem svarar nokkrum gráðum.
Notagildi þriðja kaflans í sjóferðum er ef til vill enn augljósara en þetta. Hugsum okkur til dæmis að menn hafi lent í hafvillu í þoku eða dumbungi og síðan létti til. Ef þeir þekkja þriðja kafla Odda tölu, þá geta þeir við þessar aðstæður notað stefnuna til dögunar eða dagseturs til að átta sig að nýju og stýra skipinu í þá átt sem þeir ætla sér.
Telja má vafalítið að Odda tala sé að mestu leyti reist á íslenskum athugunum og íslenskri hugsun. Erlend áhrif er helst hægt að hugsa sér sem munnlegan fróðleik frá meginlandi Evrópu sem hefur hvorki verið sérlega áreiðanlegur, nákvæmur né áþreifanlegur. Alltént hefur þurft bæði gagnrýna hugsun og sjálfstæða kunnáttu til að nýta slíkan fróð leik með þeirri skynsemi og nákvæmni sem gert er í Odda tölu.
Landnám Íslands var einum þræði til marks um það að Norðurlandabúar bjuggu yfir þeirri kunnáttu og þekkingu sem þurfti til að halda uppi skipulegum siglingum um úthaf og samhæfðu mannlífi við erfið skilyrði á norðurhjara. Meðal annars hefur þar verið um að ræða þekkingu í ætt við raunvísindi, þar á meðal stjarnvísi. Íslendingar þróuðu fljótlega með sér sjálfstæða þekkingu á slíkum fræðum, einkum þeim sem vörðuðu tímatal, enda var sérstök þörf á því í stóru og strjálbýlu landi þar sem sumar er stutt og því brýn þörf á að nýta það sem best. Einnig hefur komist á jákvæð víxlverkun milli siglinga og stjarnvísi eins og Odda tala virðist vera til vitnis um.“ Hversu nákvæmur var Stjörnu-Oddi? 1991 Þorsteinn Vilhjálmsson

Ferðir og staðsetningar- Hvar hafði Leifur heppni vetrardvöl?
„Þeir gengu til eyktar og höfðu farið árla morguns. Og er nón var dags þá sneru þeir aftur og gerði á veður hart.“ Flóamannasaga.
Í þessari setningu er vísað til áttar (eyktar, þ.e. útsuðurs) og tíma (nón, þ.e. síðdegis), hvorutveggja var tengt sömu eykt, Undarn. Merkingin er að, þeir gengu til útsuðurs að morgni og snéru aftur síðdegis (nóni).

Í Grænlendingasögu segir af ferðum Leifs Eiríkssonar að leita landa sem Bjarni Herjólfsson hafði séð í svaðilför sinni er hann lenti í hafvillum. Leifur og áhöfn kemur til hins þriðja lands hefur þar vetursetur og segir þá í sögunni: „Þar var svo góður landskostur, að því er þeim sýndist, að þar mundi engi fénaður fóður þurfa á vetrum. Þar komu engi frost á vetrum og lítt rénuðu þar grös. Meira var þar jafndægri en á Grænlandi eða Íslandi. Sól hafði þar eyktarstað og dagmálastað um skammdegi.“   „Sól hafði þar eyktarstað og dagmálastað um skammdegi.“ segir um þann stað sem Leifur Eiríksson hafði vetrarsetu í Vínlandi. Þar segir einnig að dagur og nótt væru jafnari en Í Grænlandi og Íslandi á þessum degi ársins. Þar fundu þeir villt vínber og gras fölnaði lítt.
Þessi ummæli eru einhver þau frægustu í fornsögunum og í þeim býr mikil þekking og vísbending um þann stað. Margir hafa reynt að finna út frá þessum ummælum staðsetningu þessa staðar sem Leifur og áhöfn dvaldi vetrarlangt. Eyktarstaður, sem hér er vísað í, er eins og búið er að rekja að framan þekkt eyktarmörk milli tveggja eykta, þar sem Undarn endar og Aftan byrjar, og vísar í VSV átt og stundarinnar um hálf fimm síðdegis. Dagmálastaður, er tilvísun í eyktina Öndurn, sólarupprás, sem síðar var nefnd Dagmál, Það var eyktamörk á milli eyktanna Morgun og Öndurnar, sem vísa í ASA átt og stundarinnar hálf átta að morgni.

Merking setningarinnar er því, að sól reis kl. hálf átta að morgni og settist kl. hálf fimm síðdegis. Skammdegið, er hér vísun í lægsta sólargang, þ.e. á stysta degi ársins.
Í stuttu máli má orða þessa setningu með nútíma skilningi; –Sólarupprás var um hálf átta og sólsetur um hálf fimm á stysta degi ársins.- Sólargangur hefur því verið um 9 stundir. Það óx vínviður villtur og gras visnaði lítið, dagur og nætur mun jafnari en á Grænlandi og Íslandi segir í Grænlandssögu.
Til að geta gefið þessar upplýsingar þurfti þekkingu á tímatali, áttvísun og sólargangi. Við það að dvelja á þessum stað í marga mánuði gátu menn náð áttum af gangi sólar með einföldum athugunum, sól í hádegi var suður, þá var auðvelt að setja aðrar áttir og setja niður sem viðmið í landslagið. Þannig hafi þeir getað mælt eyktarhringinn (úr frá sól í hádegisstað) og þar með séð með nokkurri vissu í hvaða átt og staðartíma sól kom upp og settist.
En það sem gerir þessar upplýsingar áhugaverðar er að með þeir er hægt að finna með nokkurri vissu í dag hvar Leifur Eiríksson og áhöfn dvaldi fyrir rúmum þúsund árum.

 

 

 

 

 

 

 

Finna má breiddargráðu svæðisins út frá lengd dagsbirtunnar og með tíma sólaruppkomu (Dagmálastað) er hægt að áætla lengdargráðu svæðisins. Í bók Finns Magnússonar Om Den Gamle Skandinavers Indeling af Dagsens Tider 1844 fjallar hann um þessa setningu í Grænlendingasögu og nefnir tvo útreikninga á bls. 41, (sjá mynd)  sem gerðar voru með 60 ára millibili og gáfu svipaða niðurstöðu á breiddargráðu staðarins, þ.e. fyrri útreikningur árið 1780, gaf 41°22´N. og síðari útreikninginn árið 1837 sem 41°24´10´´ og segir þessa breiddargráðu í Massachusetts ríki.

Með örlítilli leit á netinu er hægt að finna útreikningar um samhengi dagsbirtu og breiddargráðu, því halli jarðaröxulsins skapar dagsbirtuna eftir árstíðum og hægt er að reikna hana frá hvaða degi sem er. Níu stunda dagbirtulínan um skammdegi (stystu dagar ársins) sést í þessari töflu 2 og er rétt við 41°N breidd. Þessi niðurstaða styður þá útreikninga sem Finnur Magnússon birtir í bók sinni 1844.Om Den Gamle Skandinavers Indeling af Dagsens Tider 1844. (sjá hér til hliðar)

Með svipuðum hætti er hægt að finna lengdargráðu staðarins með upplýsingar um tíma sólarupprásar, sem er gefin að sé í dagmálastað (um kl. 07:30). Á netinu eru sérhæfð vefsetur þar sem hægt er að finna á hvaða lengdargráðu sólin kemur upp á stysta degi ársins við austurströnd Ameríku. Leit gefur niðurstöðu svo ekki þarf að fara í mjög flókna útreikninga.
Breiddargráðan 41°24´N liggur sunnan við Boston og norðan við New York og í gegnum New Haven svæðið.
Eftir því sem tími sólaruppkomu seinkar, því norðar færist sólarupprásarlínan, en þá sker hún ekki breiddargráðuna sem 9 stunda dagsbirtan gefur.

Á þessari breiddarlínu 41°24´ sker hún suðurenda eyjunnar Nantucket og inn Long Island sundsins og sker landið við við New Haven svæðið.
Sólaruppkoma í New Haven 21. Desember er kl. 07:13 í 121° stefnu á sól og sólsetur 16:25 í 239°. Þessi tími er Eastern Standard Time (UTC/GMT) – 5 klukkustundir. Hins vegar er New Haven á 73° lengdarbaug vestur sem gefur nákvæmlega -4 klukkustundir og 49 mínútur tímamismun á GMT. Það gerir staðartíma 11 mínútum meiri en EST og þannig verður sólarupprás kl. 07:24 og sólsetur kl 16:36 á réttum staðartíma. Þetta fellur vel að upplýsingum Grænlendingasögu um sólarupprisu í Dagmálastað 07:30 í ASA og sólsetur í Eyktarstað 16:30 í VSV átt.

En skoðum þá óvissuþætti sem gætu verið á útreikningum á hnattstöðu staðarins og hvort þeir kunna að skipta einhverju máli.
Í fyrsta lagi er ekki víst að „skammdegi“ eigi við um nákvæmlega stysta dag ársins, enda segir í sögunni „um skammdegi“, sem má túlka að nái yfir nokkra daga meðan sól er lægst á himni og erfitt að næla nákvæmlega hvenær lægsta staða er. Það má því gera ráð fyrir að um „meðaltal“ nokkurra daga í lægsta sólargangi í hádegisstað sé að ræða. En þegar skoðað er hver munur er á tíma sólarupprásar á vesturströnd Ameríku þremur dögum fyrir og eftir stysta degi ársins, er hann ekki nema 2-3 mínútur í dagsbirtu á 40-43 breiddargráðu og hefur litla skekkju í för með sér í birtutíma dagsins og þar á útreikning á breiddargráðu staðarins.
Önnur óvissa er hversu nákvæm var merkingin „dagmálastaður“ hjá áhöfn Leifs, sem samkvæmt EYKTARSKÍFA I. hér að framan var í ASA stefnu, eða 112, 5° eftir kompás, en í New Haven er stefnan 121° til sólar við sólarupprás samkvæmt töflum. En í ljósi þess að eyktarhringnum var aðeins skipt í 8 eyktir, og megin áttir, þá hefur tilvísun í eyktarmörk aðeins verið nálgun að einhverri eyktinni, það sem lá nærri tiltekinni eykt, t.d ef stefna að sólarupprás var nærri Dagmálastað (112,5°) fremur en nærri Landsuðri (135°) eins og í þessu tilfelli, lá við að tengja það Dagmálastað. Sama á við um í hvaða átt sólsetur var, Eyktarstaður er tengdur VNV (248°) en hér er stefnan 239°.

Þessar áttir skipta ekki máli í útreikningunum, heldur skiptir hér máli tíminn sem eyktirnar eru miðaðar við innan dagsins, og Dagmálastaður (hálf átta að morgni) og Eyktarstaður (hálf fimm síðdegi) um Skammdegi (stystu dögum ársins) gefa næstum nákvæma staðsetningu þess staðar sem Leifur og áhöfn hans hafði vetrardvöl á.
Nákvæmni staðarins miðað við undir hvaða horni daglínan (sólarupprásartímalínan) sker breiddarlínuna. Það horn er fremur þröngt og hefur því í sér staðsetningarskekkju en á móti kemur stefnulínan til sólarupprásarinnar 121°sem eykur hornið við daglínuna og um leið minni skekkju í staðsetningu. Samkvæmt þessum er staðurinn u.þ.b á 41°24´N og 73°00´V.
Hvort eiginleikar svæðisins uppfylla að öllu leyti því sem lýst er í Grænlendingasögu ; „Þar var svo góður landskostur, að því er þeim sýndist, að þar mundi engi fénaður fóður þurfa á vetrum. Þar komu engi frost á vetrum og lítt rénuðu þar grös. Meira var þar jafndægri en á Grænlandi eða Íslandi“, er annarra að meta. Þó má geta þess að á 8-11 var hlýskeið á norðurhveli jarðar og þá uxu vínviðir á Englandi sem þó er norðlægri breiddargráðu en þetta svæði.