Gamla germanska stjórnskipulagið.

og aðlögun að engilsaxnesku og íslensku landnámi.

Sigurbjörn Svavarsson

Hér má segja að hundruðin séu hliðstæða íslenska hreppsins og Skíri hliðstæða við goðorð/þing.“

Konrad Maurer segir í bók sinn, Upphaf allsherjarríkis á Íslandi og stjórnarskipunar þess:

 „Allt fram á ofanverða 9.öld var stjórnarfyrirkomu lagið í Noregi að öllu verulegu hið sama og það, er Tacitus segir í Germania að verið hafi á Þýzkalandi. Alþjóðin deildist í marga sjálfstæða þjóðflokka, er nefndust fylki, og ýmsum öðrum nöfnum . Hvert fylki skiftist aftur í marga eða fáa parta, og vóru þeir venjulega nefndir heruð, enn það merkir hundraðssveit.1) Fylki samsvarar því, er Tac. kallar civitas, og herað því, er hann kallar pagus. Fylkin standa í engu eða að minnsta kosti mjög lausu sambandi sín á milli, og eigi vita menn, hvenær myndazt hafi hin víðáttumiklu þinglög, er fleiri eða færri fylki bundust seinna í, til þess að hafa sameiginlegt réttarfar og guðadýrkun. Þó má telja það nokkurn veginn víst, að Gulaþingslög og Frostaþingslög ( í Þrándheimi) hafi myndazt mjög snemma á öldum.

Þar sem Tacitus talar um hina Suevisku og Lygnesku þjóðflokka, og að þeir hafi sameiginlega blótstaði og mannfundi hjá hinum elztu ættþjóðum sínum, Semnónum og Nahanarvölum 2), þá er það einmitt dæmi upp á varanleg fylkjasambönd lík þeim, er í Noregi vóru. Líkari eru þó þing Svía, nágranna Norðmanna, enn eigi á við að tala um þau nákvæmlega í þessu riti.

1 ) Sbr. Sn.E. I, bls . 534: » herr er hundrat«; afleiðsluendingin aþ kemur einnig annarsstaðar fram , sbr. Grimm, Gramm. II, 237. Hjá Engilsöxum táknar herr 35 menn að minnsta kosti, hjá Baiverjum 42. In . 13. gr.: »þjófa heitumvér allt að 7 mönnum, frá 7—35 er flokkur (hlod), þá er her « .- L . Bajuw I , 4. $ 23. (hjá Pertz, monum. Germ. hist . , XV.). „Ef nokkurr umkringir frjálsan mann með fjanda liði, er menn kalla heriraita, það eru 42 skjald berandi menn« 0. s . frv. Þessi afleiðsla staðfestist af því, að í sænskum lögum heitir sá landspartur hundari, er samsvarar heraþ í gotnesku, og er herað stundum haft þar alveg í sömu merkingu og hundari.

2 ) Germ ., cap. 39 & 43 ; hér þarf eigi að geta Vita S. Le buini ( Pertz II, 361) , sem er mjög ótrúleg saga . I 2 !

Stjórnarskipun hvers fylkis var einnig í öllu verulegu hin sama og verið hafði áður á tímum á Þýzkalandi. Fyrir hverju heraði stóð hersir, 1) og var vald hans og verksvið hið sama og þess manns, er í Gautneskum lögum er kallaður häradshöfdingi, enn í þýzkum ritum hunno og centenarius, hjá Gotum hundafads og hjá Engilsöxum hundredes ealdorman. Yfir fylki hverju var höfðingi, sem að öllum líkindum fyrr meir hefir verið nefndur fylkir, enn það orð var síðan í skáldamálinu haft sem heiðursnafn um konunga. 2) Um miðju 9. aldar koma þó oftar fyrir orðin fylkiskonungr og heraðskonungr, og þannig eru bæði forstöðumenn þjóðarinnar í heild sinni og hverrar hundraðs sveitar kallaðir konungar ; ef ýms fylki vóru bundin í varanleg sambönd sem eitt félag, þá varð það að lýsa sér í því, að einhver væri yfirkonungur.3) Eftirtektavert er það, að svo er að sjá , sem nafnið konungur hafi eigi einu sinni verið haft til að tákna þessa yfirkonunga fyrr enn seint á tímum, heldur hafi þeir áður verið kallaðir drottnar 4); má vera, að skift hafi verið um nöfnin eftir það er konungsvaldið fór að ganga í erfðir, og er það þá einkum athugavert, að í hinum elztu ritum vorum er nafnið fylkis konungr þegar komið í staðinn fyrir fylkir, allstaðar nema í skáldamálinu, og heraðskonungr fyrir hersir all oftast.“

1) Hersir er auðsjáanlega myndað af herr, sbr. orðin hersing og hershöfðingi. Um afleiðsluendinguna -ir sbr. Rask, Anvisn. til Isländskan, 184 , bls. Af því, að hersir og härads höfdingi er hið sama, kemur það, að Landn. III, 9. talar um hersa í Svíþjóð, þó það nafn komi annars eigi fyrir þar.

2) Snorra -Edda skýrir orðið þannig : » fyrir því er fylkir kallaðr konungr, at hann skipar í fylkingar herliði sínu«. Það er sjálfsagt, að orðin fylking og að fylkja koma oft fyrir, enn það getur þó varla hrundið þeirri skýring, er sett er fram hér að ofan, því að her (og herað) bendir einnig til hernaðar, og í miðalda – ritum þýðir exercitus bæði her og þjóð. Orðið jarl hefir og líklega merkt hið sama, þótt það sé seinna haft sem kenninafn þess manns, er stýrir einstökum ,, helzt fjarlægum , landshlutum í konungs umboði.

3) Svo virðist sem yfirkonungur hafi setið að Hlöðum í Þrándheimi, eins og í Uppsölum í Svíþjóð og Hleiðru í Danmörk, og hafi hin 8 fylki hlýtt honum . Annars hlaut fylkiskonungur að vera yfirkonungur heraðskonungs ef svo stóð á, að báðir væru í sama fylki.

4) Dróttinn er komið af drótt, eins og hið gotneska orð piudans (þjóðan , konungur) af þiuda (þjóð ), og svarar því til þess, er síðar heitir þjóðkonungur, en þjóðkonungi lúta skattkonungar. 

Skoðum hvernig stjórnun og valdakerfið varð í Englandi eftir landnám hinna germönsku Engla og Saxa í Bretlandseyjum eftir brottför Rómverja á fimmtu öld.

Landnám Engla, Saxa og Jóta.

Afar lítið er vitað um einn mikilvægasta atburð í sögu heimsins, þ.e. komu Jóta, Engla og Saxa (Anglo Saxons)[1] til Englands. Gamlar sagnir í ætt við landnámssagnir okkar um landnám þeirra á Bretlandseyjum eru til í brotum en þessir þjóðflutningar tóku yfir langan tíma, á tímanum frá 450 e.Kr. til 600 e.Kr. Þeir komu stöðugt og í litlum flokkum að mestu leyti að suðaustur og austurströndinni.

Þeir komu fyrst að ströndinni milli Forth og Tees og ráku frumbyggjana aftur til Strathclyde, eftir baráttu sem stóð í mörg ár. Þar á meðal kom Ida sonur Eoppu, með tólf sonu, á fjörutíu drekaskipum fullum af köppum. Hann stofnaði Bambrough-kastalann á ströndinni, sem fyrst var umkringdur sýki og síðan með vegg; og árið 547 e.Kr. varð hann konungur í landi Bernicia, milli Forth og Tees. Ida var kallaður „eldberinn“. Hann ríkti í tólf ár í Bernicia, þegar Ethelric sonur hans tók við af honum. Margir fleiri stríðsmenn lentu á ströndinni milli Tees og Humber. Árið 559 e.Kr. varð höfðingi (Eolderman) þeirra, sem hét Ella, sonur Iffi, sonar Wuscfrea, og í 12. lið frá Woden, konungur í suðurhluta Northumbríu konungsríkinu Deira.

Þegar þeir voru settust að í ríki sínu Deira, með Ella sem konungi og Elfric sem leiðtoga þeirra í stríðinu, urðu ræðarar bændur, tilbúnir til að verja eigur sínar og berjast fyrir því að eignast meira landsvæði handa landsmönnum sínum. Þeir voru ceorls*, karlar, frjálsir menn (bændur) sem komu saman í samfélög fjölskyldna, innan landamerkja eða marka, og báru nöfn að viðbættum ættarnafni. Landseigandinn (bóndinn) átti húð (Hide) lands, bar vopn, hafði atkvæði og tók þátt í þinginu eða samkomuþingi sínu. Sameining svæðanna myndaði vopntake (Vopnatak), af þeim sið að snerta spjót höfðingjans sem trúnaðarmerki. Nokkur Wapentakes (vopnataka) stofnuðu Skíri, með Skírismörkum sínu. Karl (Ceorl)* var lausamaður, en Jarl (Eorl) var aðalsmaður eða höfðingi í friði og stríði, og Eolderman var höfðingi af ætt Kyning (af kyne, örlátur) eða konungur, sem bar kynehelm eða hring af gulli.[4]

Saxar, Englar og Jótar komu frá heimalöndum sínum til ýmissa svæða sem þeir settust að lokum að í Bretlandi. Þeir komu allir frá svipuðu svæði, töluðu líklega sama tungumálið og síðast en ekki síst, höfðu sömu trú. Allir þessar fyrstu ættkvíslir fylgdu Óðni eða Woden og þeir tóku trúarkerfi sitt með sér til Bretlands.Englarnir voru taldir hafa verið bandamenn á sínum tíma með fyrstu Dönum sem síðar tóku land þeirra og voru að hluta orsök þess að þeir fluttu til Bretlands. Saxar voru í svipaðri stöðu þegar þeir fluttu til Bretlands. Eftir því sem Danir urðu sterkari og valdameiri tóku þeir að ná yfir löndin og menninguna nálægt þeim – aðallega Engla og Saxa, en þeir tóku líka yfir stóran hluta Jótlands og olli því að þessi þjóðabrot fluttu til þess lands sem hafði meiri möguleika fyrir þau. Þeir kunna að hafa samlagast í nýrri menningu, en þeir myndu líklega hafa haft sínar eigin gömlu munnmælasaga um þessi fjarlæga forfeðralönd sem höfðu verið tekið yfir af þeim öðrum. Sumar þessara munnmælasögum geymdust í ljóðum og hetjusögum eins og Beowulf, Wulf og Eadwacer og Judith. Önnur slík verk eru Widsith úr Exeter bókinni. Widsith er gamalt ljóð sem geymir þjóðkonunga og hetjur Evrópu á hetjuöld Norður-Evrópu. [2]

Anglo-Saxon Chronicle færslan fyrir árið 449 segir frá því að Hengest og Horsa hafi verið boðið til Bretlands af Vortigern til að aðstoða sveitir sínar við að berjast við Piktana. Hengist og Horsa komu á stað sem heitir Ipwinesfleet og héldu áfram að sigra Pictana hvar sem þeir börðust við þá. Hengist og Horsa sendu Englum skilaboð þar sem þeir lýstu „virðisleysi Breta og auðlegð landsins“ og báðu um aðstoð. Beiðni þeirra var samþykkt og stuðningur barst. Síðar komu fleiri til Bretlands frá löndum Saxa, Englar og Jóta“. Saxar byggðu svæðin í konungsríkjunum Essex, Sussex og Wessex. Jóta byggðu svæðið Kent, Isle of Wight og svæði á aðliggjandi meginlandi sem síðar átti að vera hluti af Wessex. Austurhorn, Miðhorn, Merciar og „allir þeir sem eru norðan Humber“ komu frá svæði Angliu (skaga í Suður-Slesvík, Norður-Þýskalandi) „síðan varð aðskilnaður milli Jóta og Saxa“. Þessar sveitir voru leiddar af bræðrunum Hengist og Horsa, syni Wihtgils, sonar Witta, sonar Wecta, sonar.[3]

Engilsaxar.

Í þessu stutta yfirliti sjáum við hvernig landnám Engla og Saxa var ólíkt landnámi í óbyggðu landi, þar urðu þeir að mynda vígi eða virki gegn óvild íbúa sem fyrir voru, þannig mynduðust þorp og síðan svæði sem höfðu sín mörk og heiti þessara svæða og marka báru nöfn og einkenni germanska uppruna þeirra, þó með frávikum eftir gömlum konungssvæðum Englands og Wales. Grunneiningar landsvæða miðuðust við tiltekin fjölda bænda á svæðinu, alveg eins og í hreppunum íslensku, nöfn þeirra voru Hundred (Hundrað) eða Wapentake (Vopnatak), þessar einingar höfðu sinn eigin alþýðudómstól, líkt og Hreppsþing á Íslandi. Síðan mynduðu þessi svæði stærri einingar, eins og Shire (Skíri), Rapes, Wards líkt og þinghá á Íslandi. Þó hugtakið „hundred“ sé fyrst skráð í lögum Edmund I (939–46) sem mæling á landi sem þjónað var af hundred dómstóli, þá var það við lýði frá því á sjöttu öld og væntanlega kom með Englum og Söxum frá fyrri heimkynnum þeirra. Þessi skilgreining var tengd við svæði sem bar hundrað húða (hides) framfærslu (120 kúgildi).

* ceorl, einnig stafsett Khurl (Karl), frjáls bóndi sem var grundvöllur samfélagsins á engilsaxneska Englandi. Frjáls staða hans einkenndist af rétti hans til að bera vopn, þátttöku í staðbundnum dómstólum og greiðslu gjalda beint til konungs.

Áhrif á germanskar siðvenjur

Forn germönsk lög, (leges barbarorum, eins og rómverskir sagnfræðingar kölluðu þau) höfðu á margan hátt orðið fyrir rómverskrum áhrifum snemma á miðöldum, þar sem ýmsir germanskir ættbálkar álfunnar komust í nánari og friðsamlegri snertingu við stofnanavædda siðmenningu rómverska heimsveldisins – var óhjákvæmilegt að þeir yrðu fyrir menningaráhrifum þaðan. Margir germanskir ​​ættbálkar og þjóðir tóku í kjölfarið að líkja eftir menningarlegum og stofnanalegum hliðum rómverskrar siðmenningar. Fáar af þessum eftirlíkingum voru jafn mikilvægar eða höfðu jafn mikil áhrif á eðli Germana eins og að tileinka sér ritlist, tækni sem breiddist út um germönsku konungsríkin og síðar í takt við kristni, trú sem byggist á læsi. Fram að þessum tímapunkti voru lög eða siðir þjóða í Norður-Evrópu í meginatriðum geymd með rúnum og munnlegri hefð: þau voru stöku sinnum kveðin upp opinberlega og studdist við siðvenjur.

Með ritmáli var þó hægt að koma fornum siðum Norður-Evrópumanna í varanlegt og meira og minna fastmótað form með bleki og pergamenti. Það var almenn tilhneiging meðal germanskra ættbálka í Evrópu að aðlögun að rómverska ritkerfinu fylgdi fljótlega mótun heildrænna landslaga. Það var líka óhjákvæmilegt að við að líkja eftir rómverskri venju um að skrifa niður lög, myndu hliðar rómverskra laga og lögfræði hafa áhrif á þessar nýju germönsku reglurnar. Hinar fjölmörgu lagalegu og hefðbundnu staðhæfingar sem mynda elstu rituðu germönsku lagareglurnar álfunnar eru til vitnis um áhrif rómverskrar tungu og rómverskra laga, þar sem hver þeirra var skrifuð á latínu (erlendu tungumáli) og var oft undir verulegum áhrifum af Justinianus keisara Býzan.

Engilsaxnesk lög og réttur

Réttarríki og stjórnskipulag Engilsaxa sem og norrænna manna byggðist á gamla germanska skipulaginu eins og fyrr sagði og það virðist ekki taka neinum breytingum fyrr en með komu Rómverja norðar í álfunni og síðar með kristninni.

Í Bretlandi var ástandið nokkuð öðruvísi en á meginlandi Evrópu þar sem Róm hafði hörfað frá eyjunni um 400 e.Kr. Þar af leiðandi voru innfæddir íbúar lausir við erlend áhrif þar til í upphaf sjöttu aldar. Árið 597 e.Kr. komu sterk rómversk áhrif aftur til Bretlands, en nú með Engilsöxum, í formi kristninnar og þar með bókstafslistina, skriftina, og læsið. Það er merkilegt að það var skömmu eftir komu fyrsta trúboðsins til Englands, undir forystu Ágústínusar, sendur af Gregoríusi I. páfa, að fyrstu engilsaxnesku lagareglurnar voru gefnar út af Æthelberht, konungi í Kent. Fyrstu sex yfirlýsingar þessara reglna fjalla eingöngu um viðurlög gegn því að misnota eignir kristinnar kirkju og embættismanna hennar, einkum að krefjast tólffaldra skaðabóta fyrir að stela úr húsi Guðs. Aftur á móti eru bætur fyrir að stela frá konungi aðeins níufaldaðar.

Sagnaritarinn Beda skrifaði á áttundu öld og segir að Æthelberht konungur (550-616) hafi, ekki látið rita lögin á latínu eins og hjá hinum germönsku ættkvíslum á meginlandinu,; heldur án fordæma, notað sitt eigið móðurmál, forn-ensku, til að rita lög og dóma, sem höfðu gildi í ríki hans og lagt niður óskrifaða hefð og venju að tilskipanir konungs væru með munnlegri framsetningu eins og höfðu verið áður.

Sem slíkar voru lagareglur Æthelberhts mikilvæg breyting á hefð engilsaxneskra laga: nú varð meginmál lagasiða Kents, eða að minnsta kosti hluti þeirra nú fast og óbreytanleg skrifleg yfirlýsing, ekki lengur háð duttlungum minninga. Lög voru nú eitthvað sem hægt var að benda á og raunverulega, dreifa með auðveldum hætti.

Hverjar sem nákvæmlega ástæður voru fyrir þessu, urðu lagareglur Æthelberhts konungs fyrstar af langri röð engilsaxneskra lagafyrirmæla sem gefin voru út í Englandi næstu 450 árin. Næstum undantekningarlaust var hver opinber útgáfa af konungslögum sem gefin voru út á engilsaxneska tímabilinu skrifuð á fornensku. Getur verið að íslenskir höfðingjar sem margir höfðu dvalist á á Bretlandseyjum og jafnvel gert samninga við enska höfðingja hafi ekki orðið fyrir áhrifum og jafnvel tileinkað sér lestur og skriftir, á talmáli sem var náskylt „danskri tungu“?

Stigveldi dómstóla

Í engilsaxneska ríkinu var stigveldi dómstóla á hverju svæði. Staðbundnir alþýðuréttir sem fyrst eru nefndir á sjöttu öld, voru þekktir sem „Hundrað[5] réttur/dómur. Staðbundin mál voru tekin fyrir í rétti í Hundraðinu og það var skylda Hundraðsins (og allra manna að taka þátt í því) að skipuleggja eftirför að glæpamönnum á flótta.

Skíri í Englandi.

Nokkur hundruðum voru í Skíri, undir stjórn fógeta. Mörk hundruða voru óháð bæði sóknar- og sýslumörkum sem síðar urðu til, þó oft væru þau samræmd, sem þýðir að hægt var að skipta hundraði á milli sýslna eða skipta sókn á milli hundruða. Í undantekningartilvikum, í sýslum Kent og Sussex, var sýslunni skipt ákveðin upp og nokkur hundruð , ýmist heil eða hálf, voru sett saman í stærri einingar eins og Shire og Rape.

Engilsaxneska England var vel rekið ríki. Konungurinn hafði endanlegt vald, en á 9. og 10. öld var þróað flókið stjórnkerfi sveitarfélaga til að innheimta skatta og viðhalda lögum og reglu. Þær reglur geymdu grimmilegar aðferðir til að skera úr um sekt eða sakleysi eins og réttarhöld með eldi og vatni, en einnig þróun í sanngjarnari réttarhöldum fyrir kviðdómi.

Hér má segja að hundruðin séu hliðstæða íslenska hreppsins og Skíri hliðstæða við goðorð þing.

Hvernig var haldið uppi lögum og reglu á engilsaxneska Englandi?

Í hjarta 10. aldar ríkisins var eiður tekinn af öllum frjálsum mönnum frá 12 ára aldri, að forðast þátttöku í stórum glæpum og að tilkynna þá sem gerðu það. Þessi sameiginlegi eiður gerði venjulegt fólk ábyrgt fyrir öryggi eigin samfélags. Ef maður braut eiðinn gat fjölskyldan verið dregin til ábyrgðar og gæti verið refsað og sakamanni og fjölskylda hans gæti verið þvinguð í útlegð. Ættingjar fórnarlambsins gátu krafist skaðabóta vegna meiðsla eða dauða (þetta var kallað „vergildið“). Ef ágreiningur var ekki leystur gátu fjölskyldur leitað hefnda. Þessi vígaregla er næstum eins í íslenska Baugatalinu. Samkvæmt Grágás hafði tólfvetra maður náð lögræðisaldri, í Þingskaparhætti segir að ef goði nefnir sinn mann í í dóm, „skal hann vera tólf vetra gamall, sem fyrir orði eða eiði kann að ráða“.

Tíundir (Tithings): Var hópur tíu fjölskyldna. Báru ábyrgð á að halda uppi reglu í hópnum. Framfylgdu tveimur lögum: morð og þjófnaði ef fólk dæmt að verki og var ekki um neina miskunn að ræða, eins og gert var í íslensku hreppunum samkvæmt ákvæðum Grágásar.

Hundruð í Stafford skíri.

Tíu tíundir mynduðu Hundruð (Hundred) og yfir þeim var kjörinn Hundraðsstjóri, sem svaraði til Hersi í norræna kerfinu. Hérað eða sýslur ( Shire, Rape, Ward): Voru samsett úr nokkrum „hundruðum“ Yfirvald héraðsins var shire-reeve (sýslumaður) Hvert hérað átti sína hirð og var undir stjórn jarls. Jarl hafði vald yfir héraðsdómstólunum, en varð að gjalda konungi þriðjung af fé sem innheimt var í sektum eða sköttum af Sýslumanni.


[1] Anglo-Saxon varð þjóðernisuppruni Engilsaxa innan Bretlands og auðkennið var ekki einsleitur uppruni. Engilsaxnesk sjálfsmynd spratt af samskiptum landnemahópa frá nokkrum germönskum ættbálkum, bæði sín á milli og við frumbyggja Breta. Margir frumbyggjanna tileinkuðu sér með tímanum engilsaxneska menningu og tungumál. Engilsaxar stofnuðu hugtakið, og konungsríkið, England, og þó að nútíma ensk tunga hafi minna en 26% orða sinna úr upprunalegu tungumáli þeirra, nær það yfir langflest orð sem notuð eru í daglegu tali.   

[2] https://en.wikipedia.org/wiki/Widsith

[3] Woden.https://en.wikipedia.org/wiki/Hengist_and_Horsa

[4] The Paladins of Edwin the Greatby Sir Clements R. Markham https://www.gutenberg.org/files/45543/45543-h/45543-h.htm#Page_270

[5] Hundrað dómstól, þar sem einka og sakamál voru afgreidd þar með almennum lögum. Hann kom saman mánaðarlega, á opnu svæði, á stað og tíma sem allir þekktu.https://en.wikipedia.org/wiki/Hundred_(county_division)  https://wikishire.co.uk/wiki/Hundred

Í bókinni A winter in Iceland and Lapland e. Arthur Dillon  pub. 1840 segir m.a: „Hreppar,“ hugtak sem að mörgu leyti er hliðstætt okkar Hundruðum;

24 Wapentake (Vopnatak)

Wapentake var ígildi ensksaxneska hundraðið í norðurhluta Danelaw. Í Domesday Book, er hugtakið notað í stað Hundraðs í Yorkshire, Five Boroughs of Derby, Leicester, Lincoln, Nottingham og Stamford, og stundum í Northamptonshire. Lögin í Wapentakes voru svipuð þeim í Hundraði með örlitlum frávikum. Samkvæmt sagnfræðingnum Tacitus á fyrstu öld, vísaði Wapentake á Norðurlöndunum til kosningu á þingi um að bregða vopnum. Í sumum sýslum, t.d Leicestershire, breytist hugtakið á tímum Domesday Book síðar í Hundrað. Í öðrum t.d  Lincolnshire, hélst hugtakið áfram.

Samkvæmt Grágás merkir Vopnatak, þingslit, og eða staðfestingu dóms.

Víkingar á Írland 795-1170

Víkingar á Írland  795-1170

Sigurbjörn Svavarsson

Annals of Ulster skráir fyrstu víkingaárásina á Írlandi árið 795. Fyrstu árásir á rótgróin klaustur voru auðsýnilega til að afla auðfenginn auð, sem komið var með aftur með til Skandinavíu í þágu smákónga og höfðingja sem þurftu á auðnum að halda og til að styrkja stöðu sína í stjórnmálahagkerfi sem byggði á gjöfum til gjalda. Víkingar, hugsanlega frá Noregi rændu eyjuna Lambay 795. Þessu fylgdi árás á strönd Brega árið 798 og árásir á strönd Connacht í 807. Þessar fyrstu víkingaárásir voru yfirleitt litlar og stóðu stutt yfir.

Þessar fyrstu árásir trufluðu gullöld kristinnar menningu Íra og markaði upphaf tvö hundruð ára stríðsátaka, þar sem bylgjur víkingaárása rændu klaustur og svæði um allt Írland. Flestar árásirnar eru taldar hafa komið frá fjörðum vestur Noregs. Talið er að þeir hafi siglt fyrst til Hjaltlands, síðan suður til Orkneyja. Víkingar hefðu þá siglt niður Atlantshafsströnd Skotlands og síðan yfir til Írland. Í þessum fyrstu árásum fóru víkingarnir einnig til vesturstrandar Írlands til Skellig-eyja við strendur Kerry-sýslu. Fyrstu árásirnar á Írland virðast hafa verið gerðar af einstökum víkingahöfðingjum, en nafngreindir leiðtogar birtast ekki fyrr en seinna í írskum annálum: Saxolb (Soxulfr) árið 837, Turges (Þurgestr) árið 845, Agonn (Hákon) árið 847.

Víkingaárásirnar á Írland hófust með meiri krafti árið 821 og efldust næstu áratugina. Víkingar byrjuðu þá að koma sér upp víggirtum skipalægum, langports, meðfram írsku ströndinni og og víða á Írlandi, í stað þess að hörfa til Skandinavíu eða annara bækistöðva eins og áður á milli árása. Fyrstu skipavígin  sem vitað er um voru á Linn Dúachaill (Annagassan) og Duiblinn (við ána Liffey, við eða nálægt núverandi Dublin).

Þeir fóru æ lengra inn í landið til árása, oft eftir ám eins og Shannon, og hörfuðu síðan að strandvígum sínum. Árásahóparnir urðu stærri og urðu að venjulegum herjum – árið 837 greina annálar frá sextíu skipa flota langskipa á Liffey (við Dublin), með 1.500 menn, og annan flota af svipaðri stærð sem sigldu upp ána Boyne, og lögðu leið sína inn í landið og réðust á lönd Brega í suðurhluta Meath sýslu.  Almennt réðust stærri víkingasveitir frá árinu 837 á stærri skotmörk – svo sem stærri klausturbæir Armagh, Glendalough, Kildare, Slane, Clonard, Clonmacnoise og Lismore – meðan minni skotmörk eins og staðbundnar kirkjur með minni verðmæti sluppu við athygli víkingana.

Komur víkinga héldu áfram í Írska hafið og vöruflæði aftur til Norðurlandanna olli frekari styrkingu valds með þessum auðæfum. Þegar víkingar urðu háðir írskum vörum varð skynsamlegt að koma á nýlendu á Írlandi og þar með urðu fyrstu varanlegum norrænu byggðirnar komið á.

Til að skilja hvernig víkingum tókst að tryggja fótfestu á Írlandi á miðri á níundu öld, er nauðsynlegt að gefa stutt yfirlit yfir stjórnmál og efnahagslífið á Írlandi fyrir komu víkinga. Í byrjun níundu aldar var Írlandi skipt í a.m.k. 150 aðskilin konungsríki, sem voru undir sex yfirkonungum, í Connaught, Leinster, Munster, Ulster og Norður- og Suður Uí Néill. Eignarhald og áhrif byggðust á nautgripum, og efnahagslífið byggðist ekki á þéttbýli. Konungarnir voru bundnir þessu kerfi með því að treysta á auðæfin í formi búskapar og smalamennsku. Landbúnaðarhagkerfi Skandinavíu var sláandi líkt og einnig háð nautrækt. Þegar víkingar komu  til Írlands, fundu þeir því ekki ólíkt samfélag og þetta gæti hafa auðveldað þeim að mynda bandamenn innan ýmissa írskra konungsríkja.

Írland, líkt og Skandinavía, var aldrei hernumið af Rómverjum og hafði þróast tiltölulega einangrað fram að komu víkinga. Þó ljóst sé að Írar ​​og Rómverjar í Bretlandi hafi átt samskipti og viðskipti, hafði Írland haldið eigin menningarlegu og pólitísku kerfi frá járnöld. Vegna einangrunar þess, hafði eiginleg mynt,-undirstaða hagkerfi og þéttbýli kerfisins úr rómverska heimsveldinu, ekki náð festu í þessum löndum.

Þegar víkingarnir komu voru engir þéttbýliskjarnar til. Það voru til klaustur og þyrping húsa þar nærri, stundum með staðbundna markaði, en þeir störfuðu ekki sem bæir innan skiplags viðskiptanets; klausturþorpin voru trúarlegir áfangastaðir og þau voru ekki tengd konungsríkjunum. Það byggðist á því að frá því Írar ​​voru kristnaðir í lok fimmtu aldar, tengdust klaustrin aldrei konungum og stjórnmálum Írlands. Þrátt fyrir tilraunir til að tengja stjórnmálakerfið hinu trúarlega á sjöundu öld, héldust völd írskra konungar óháð trúnni. Þetta gerði þeim kleift að einbeita sér að hagsmunum utan trúarbragða; nefnilega á auð og landsvinninga. Þó þeir hafi ekki leitast til áhrifa utan Írlands, opnaði koma víkinga fyrir þeim tækifæri til valda og meiri auðs. Með tilkomu víkinga urðu til á Írlandi fyrstu þéttbýlisstaðirnir, sem voru fyrst og fremst viðskiptabæir, sem byggðu á skattlagningu á umhverfið og aðgangi að fjársjóðunum umheimsins.

Fyrstu fjörutíu árin eða svo, frá 795 til um 836, eru víkingaárásir í skýru mynstri eins og fyrr sagði. Árásirnar sjálfar voru snöggar og stuttar nærri ströndinni af áhöfnum skipa, undir segli og árum, voru nógu hraðar til að koma á óvart. Mjög líklega voru þær leiddar af óháðum höfðingjum og skipulagslausar. Engir leiðtogar víkinga eru nefndir í írskum annálum fyrir 837. Þessir árásarmenn birtast skyndilega, réðust aðallega á eyjar og klausturbyggðir og hurfu jafn fljótt. Þeir bundu sig við jaðarinn: enginn víkingaárásir eru skráðar mikið lengra inn í landið en um tuttugu mílur frá sjó eða siglingaá. Strandvarnir, á Írlandi eins og í Frakklandi, voru mjög erfiðar vegna þess að árásarmennirnir komu hratt og óvænt. Engar varnir ​​virtust hafa verið byggðar við ströndin í virkjum eins og Frakkar byggðu meðfram ósi Rínar á 8. áratug níundu aldar og almennt voru írskir skipaflotar ekki vel þróaðir. En frá upphafi segir í annálum af bardögum írskra og víkinga og þar voru víkingarnir sagðir oft sigraðir af staðbundnum írskum konungum, sérstaklega á norður- og vestur Írlandi.

En eftir miðjan fjórða áratug níundu aldar fer að verða breyting á árásum þeirra. Upp úr 830 urðu árásirnar ákafari á Írlandi, eins og þær gerðu á Englandi og meginlandi Evrópu, og eftir því sem víkingar kynntust strandlengjunni betur komust þeir sífellt lengra inn í landið. Upp úr 836 hófust stórar árásir inn í landið. Á því ári greina annálar frá „fyrstu bráð heiðingjanna í Suður-Brega. . . og þeir fluttu marga fanga og drápu marga og tóku mjög marga fanga’. Þessu var fylgt eftir, líklega um haustið, af því sem annáll kallar „grimmustu eyðileggingu allra landa Connachta af heiðingjunum“ (Uastatio crudelissima a gentilibus omnium finium Connachtorum) —og hér má ætla að flotinn hafi verið virkur á Shannon og vötnum þar. Að endingu sigruðu víkingar og slátruðu Déis Tuaiscirt í bardaga. Jarðir þeirra lágu í austur Clare og í norður Limerick, sem liggur á milli Shannon. Þetta var fyrsti fundur víkinga við ættarveldi, sem kallað var Dál Cais, sá atburður setti mark sitt á sögu Írlands (og víkinga) næstu 200 árin fram á 12 öld. Annálar greina einnig frá því að St Maedóc klaustrið í Clonmore var brennt af víkingum á aðfangadagskvöld, að margir voru drepnir og mjög margir voru teknir til fanga. Athafnir víkinga frá hausti fram á miðjan vetur og þá sérstaklega taka fjölda fanga til lausnargjalds og til þrælahalds á þessum tíma árs, sýnir fram á að árásarmennirnir höfðu vetursetu á Írlandi, mögulega á aflandseyjum.

Árið 837 þegar sextíu skipafloti á Boyne og annar floti, einnig svipaður skipafloti birtust á Liffey, má gera ráð fyrir að þessir stóru flotar, sem voru samhæfðir, hljóta að hafa komið frá bækistöðvar miklu nær en frá Noregi, því það hefði verið mjög erfitt að halda þessum flota saman í langri ferð yfir Atlantshafið frá Skandinavíu. Þeir rændu Liffey-dalinn og sléttuna í Brega (þ.e. austur Meath) og rændu klaustur, virki og hús. Uí Néill frá Brega réðst á þá og drap 120 þeirra. Þessu fylgdi fljótlega meiriháttar bardagi við Inber na mBarc2 þar sem sveitir allt til suður Uí Néill voru sigraðar „Í óendanlegri slátrun en helstu konungar sluppu“.

Víkingar fóru nú að koma reglulega fram á vatnaleiðinni. Árið 837 voru þau á Shannon og þeir brenndu Inishcaltra (Holy Island on Lough Derg) og nálægar kirkjur. Sennilega voru sömu víkingar sigraðir í Cahernarry (Carn Feradaig), suður af Limerick. Á sama tíma voru víkingar á Erne og allar kirkjum í Erne, þar á meðal Clones og Devenish voru rændar. Þetta eru líklega árásarmennirnir sem síðar var slátrað við Assaroe á Erne. Þeir voru einnig virkir á Boyne og sigruðu írskan her nærri Slane. Árið 838 sigruðu þeir Connachta í bardaga og drápu Mael Dúin mac Muirgiusa, son konungs í Connacht samkvæmt annálum.

Árið 839 settu víkingarnir flota (einn annállinn kallar það murchoblach „sjóflota“) á Lough Neagh, stærsta írska vatninu og tengist norðurströndinni við Neðri Bann, og frá bækistöðvum sínum „rændu þeir konungsríki og klaustur í norður Írlandi“, eins og annáll segir. Árið 840 réðust þeir á Louth frá Lough Neagh – líklega landleiðina og tóku „biskupa, presta og fræðimenn í haldi og drápu aðra“. Skömmu síðar var í Armagh, aðeins tíu mílur frá Lough Neagh, brennd minnismerki og kirkjur – og sumir annálaritarar kenna víkingum í Lough Neagh um þetta. Í Annálar Ulster fyrir árið 841 í fyrstu færslunni segir: „Gennti fyrir Loch Eachach beós „Heiðingar enn á Lough Neagh..

Augljóslega höfðu annálaritarar búist við að þeir hyrfu, líklega hafa víkingarnir haft vetrarsetu á Lough Neagh í fyrsta skipti veturinn 840-41. Árið 841 nefna annálar tvo mikilvæga atburði í fyrsta skipti: Stofnun skipavíga (longports) við Linn Dúachaill (Annagassan, co Louth) og í Duiblinn (víkingaborgarinnar Dyflinni). Frá Annagassan; víkingarnir rændu miðlöndin og sérstaklega Westmeath; frá Dublin rændu þeir lönd Leinstermen og Uí Néill allt til Slieve Bloom; og þeir rændu kirkju jafnt sem leikmenn. Það eru líklega þessir víkingar sem rændu Clonenagh og eyðilögðu Clonard og Killeigh (um það bil fjórar mílur suðaustur af Tullamore). Aftur hafði annálaritarinn ekki búist við að flotabúðir í Dublin yrðu varanlegar og segir í annarri færslu sinni fyrir 842: Geinnti fyrir Duiblinn beos „Heiðingjar enn í Dublin“.

Víkingarnirvoru komnir til að vera og reynt var að byggja víggirtar byggðir á nokkrum stöðum.Víkingar Annagassan rændu Clonmacnoise árið 842 og þeir hertókuábótann í Clogher, og hann dó síðar í þeirra höndum. Það var enn lið víkinga í Annagassan árið 852 þegar þeir rústuðu Armagh þaðan.

Víkingar í Dublin rændu klaustrunum í Birr og Seirkieran á landamæri Munster og árið 845 settu þeir upp herbúðir nálægt Tullamore. Þessi starfsemi fól í sér langa leiðangra á landi um óvinveitt landsvæði. Árið 852, fór annar víkingafloti langt upp með ánni nálægt Slane á Boyne, gegnt Rosnaree. Annar flotinn lagði að landi við Linn Sailech við strönd Ulaid. Enn einn floti var við Caeluisce, þröngt vatn milli Newry og Warrenpoint.

Að auki voru víkingarbyggðir á Lough Ree árið 844 og þeir settu upp bækistöð eða búðir (annáll kallar það dúnad) þar árið 845. Frá þessum stöðvum rændu víkingar Connacht og Meath og brenndu Clonmacnoise, Clonfert, Terryglass, Lorrha og önnur klaustur. Mjög líklegt, voru þetta víkingar frá Shannon, sem náði helstu kirkjumönnum á Írlandi, Forannán, ábóta í Armagh, og fylgdarlið hans meðan hann var á ferð í Munster, og borinn (og helgigripi hans) á brott til skipanna í Limerick. Hann kom aftur frá Munster með helgigripi Patricks árið 846, eflaust eftir að hafa greitt mikið lausnargjald. Þessi atburður hefði brugðið og truflað samtíðarmenn hans.

Víkingahöfðinginn sem virðist hafa stjórnað þessum víkingaflotum og athöfnum þeirra er sá sem írskir annálar nefna á nafn í fyrsta skipti, var sagður konungsborinn frá Lochlann. Víkingaleiðtogunum var Thorgest (á latínu Turgesius). Annálar; Annals of the Four Masters tengja hann við árásir á Connacht, Mide og kirkjuna í Clonmacnoise árið 844.

Þessi Turges eða Turgesius er lýst í skýrri mynd í sagnarituninni. Almenn saga Írlands á þessu tímabili gefur ýmsar og misvísandi frásagnir af honum og athöfnum hans: hann á að hafa komið til Írlands með mikinn víkingaflota árið 832 eða 840, að hann innheimti skatta (danegeld), að hann væri yfirmaður víkinga á Írlandi og að írskt samfélag féll í sundur undir ofríki hans, að hann tók eignarhald á klaustrinu að Armagh og gerði sig þar að ábóta, þó að hann væri staðfestur heiðingi og reyndi að skipta út kristni með dýrkun Þórs, sem hann tók stjórn á Erne og Shannon og setti heiðna konu sína Ota í Clonmacnoise þar sem hún gaf véfréttir frá háaltarinu sem prestkona, að hann var ákveðinn og fær herforingi og stofnandi fyrsta víkingaríkisins í vestur Evrópa. Að lokum náði Mael Sechnaill honum og drekkti í Lough Owel 845. En flotar hans héldu áfram landnámi sínu og ránum eftir það. Mesti snillingur landvinninga víkinga, að sögn prófessors A. Bugge  var þessi Þorgestur, sem féll á Írlandi árið 845, eftir að hafa lagt undir sig hálft landið.

Ekki er ljóst hvað er satt og hvað er skáldað um þennan Þorgest, samtíma heimildir segja frá handtöku hans og drekkingu, en margt er fengið frá Cogad Gaedel re Gallaib, snilldarlegum áróðursannál frá tólftu öld, sem vegsamar Brian Boru og sigur hans í orrustunni við Clontarf árið 1014, og annálinn var skrifaður til stuðnings kröfum afkomenda hans um að stjórna Írland og hinni norrænu Dyflinni. Í þessum mjög svo mótsagnakennda texta eru sögulegu annálarnir dregnir fram, en úr tímaröð, gefin er í skyn röng atburðaröð og heildin er bragðbætt með þremur mjög tilfinningaþrungnum vísuspádómum um þjáningar af völdum víkinga sem eðlilega voru fyrirséðar og kenndar fornum miklum dýrlingum. Áhrifin voru gerð til að búa til ofurvíkinga í áhlaupum og ránum og sérstaklega árásum á Armagh, og var ætlað að sýna fram á það illa sem víkingar höfðu beitt Írlandi og árangursleysi Uí Néill við að verja landið og sérstaklega Armagh kirkjuna. Þessi skrif voru hugsuð sem bakgrunnur að sigri Brians á mjög litríku og hástemmdu máli.

Njálssaga segir einnig frá orrustunni við Clontarf, Brjánsbardagi er hann kallaður þar. Njálssaga var skrifuð árið 1280 og þó að hún einbeiti sér að stærri sögu sem spannar mörg ár, þá inniheldur hún mikinn fróðleik um orrustuna við Clontarf árið 1014. Brjáni konungi er ekki gerð mikil skil að öðru en að hafa verið giftur Kormlöðu (móðir Sigtryggs) á einhverjum tímapunkti. Orsök átakanna í Njálssögu virðist vera afbrýðisemi og reiði, sem er endurtekið þema í Njálssögu. Kormlaða er miðpunktur átakanna þar sem hún ráðgerði dráp á Brjáni konungi eftir að hann átti í ástarsambandi við aðra konu og eignaðist þrjú börn og hafði skilið við Kormlöðu. Kormlaða kallaði son sinn, Sigtrygg konung Dyflinnar son Ólafs Kvarans og fyrrum eiginmanns Kormlöðu, til að afla stuðnings frá öðrum víkingum til að fella Brján. Fyrir vikið áeggjaði Sigtryggur Sigurð jarli í Orkneyjar og víkinginn Bróðir (að áeggjan Kormlöðu) sem var með flota undan ströndum Manar. Bæði Sigurður og Bróðir heita stuðningi sínum við málstaðinn þar sem Sigtryggur lofar þeim báðum móður sinni sem brúði og ríki Írlands þegar Brján yrði sigraður, – í sitt hvoru lagi. Hins vegar leiddi áætlunin til margra ófyrirséðra hindrana, þar á meðal að Óspakur, vinur Bróðurs, neitaði að berjast fyrir Sigtrygg og barðist í staðinn með Brjáni konungi. Að lokum eru Sigtryggur og Sigurður drepnir í bardaga meðan Bróðir er nær um að brjótast í gegnum skjaldarvegg Brjáns konungs og drepa hann. Í framhaldi af því er Bróðir og menn hans handteknir, (Bróðir pyntaður með því að rekja úr honum garnirnar í bókstaflegri merkingu utan um eikartré) og drepnir. Sagan endar með einni af upphaflegu persónunum sem komu við sögu, Kára, sem yfirgaf Írland í pílagrímsferð eftir að hafa forðast átökin. Syni Brjáns héldu ríki sínu þó að hann létist og uppreisn víkinga var kveðin niður.

Það eru nokkrir hlutar þessarar sögu sem eru í ósamræmi við Cogad Gaedel re Gallaib. Það sem er mest áberandi í orsök átakanna, er reiði og áeggjan Kormlöðu. Sagan virðast hins vegar segja nokkuð vel af Brjáni. Þó líklegasta ástæðan fyrir því að Norðmenn réðust á Íra hafi verið vegna aukinna áhrifa írska konungs á yfirráðasvæði þeirra, þá dregur Njála upp aðra mynd og kennir Óspaki um ósigurinn vegna þess að hafa sagt Brjáni af hersafnaði Sigtryggs. Sem víkingar lýsa þeir atburðinum árið 1014 á þann hátt sem er bæði í takt við einkenni þeirra og í takt við siðpredikun Njálssögu, – að aldrei að treysta reiðri konu.

Víkingaárásir um miðja níundu öld var hins vegar miklar á Írlandi. Það virtist sem að sumir samtímaklerkar að minnsta kosti lytu svo á að Írland hafi verið um það bil að verða yfirkeyrt og háð víkingum, og þetta er skoðun brottfluttu írsku prestanna sem flúðu til franskíska keisaradæmisins og stóðu að baki frásagna Annales Bertiniani fyrir árið 847:  „Eftir að þeir höfðu verið í mörg ár undir árás frá víkingum, voru Írar undirgefnir þeim; víkingarnir hafa komið sér fyrir án andstöðu allra eyjanna umhverfis og hafa sest að á þeim „(Rau 1980, 70).

En hægt og rólega snerust helstu konungar gegn víkingum. Árið 845 sigraði Niall Caille mac Aeda, konungur af Tara og konungur Norður-Uí Néill, víkinga í bardaga við MagnÍtha (í Donegal). Árið 846 og 847 varðist Cerball mac Dúnlainge, konungur í Osraige yfirráðasvæði sitt og annálar fullyrða að hann hafi drepið yfir 1200 óvini. Niall Caille lést árið 846 í bardaga við víkinga, við Farragh, nærri Skreen (co Meath), og drap 700 þeirra. Sama ár tóku Ólchobar mac Cináeda, konungur í Munster, og Lorccán mac Cellaig, konungur í Leinster, saman höndum og sigruðu víkinga í miklum bardaga í Sciath Nechtain, nálægt Castledermot, við Kildare. Þar féll Tomrair jarl sem annálar kalla tanise righ Laithlinneerfingja konungs Laithlins’, og 1200 hermanna hans. Sigurvegarinn Ólchobar fór í leiðangur til Cork til eyðileggja víkingavirkið. Eoganacht Cashel fylgdi þessu eftir með sigri á víkingum í Dún Maíle Tuile þar sem 500 féllu. Og Tigernach, konungur í Lagore (Suður-Uí Néill), sigraði víkinga í Meath og drap 1200 þeirra.

Dublin

Víkingar höfðu heimsótt Írlandi í um fjörutíu ár sem árásarmenn áður annálar skrá fyrstu varanlegu skipavirki við Duib-linn árið 841. Írskir annálar vísa reyndar til Dublin-byggðarinnar sem bæði Áth Cliath og Duib-linn, sem bendir til þess að þar kunna að hafa verið tvær byggðir við ósa Liffey, sem síðar mynduðu einn bæ. Uppgröftur við mynni Liffeyjar bendir til þess að víkingahópar hafi sameinast til að styrkja stöðu sína. Fornleifafræðingar hafa byggt hugleiðingar sínum á skipulagi Dyflinnar byggða á uppgreftri á öðrum skipavirkjum, Longporth, annarsstaðar á Írlandi.

Það var greinilega mikið af víkingum sem voru tilbúnir skapa sér nýjar lendur á Írlandi, og það er hægt að sanna það með írskum heimildum. Árið 871, Í annálum Ulster er greint frá því að 200 skip flota hafi komið til Dublin með á milli 5.000-10.000 menn, utan enskra, velska og skoska þræla, sem er tilvísun um tilgang þess leiðangurs. Jafnvel þó að tölurnar séu ekki nákvæmar var fjöldi víkinga sem komu til Dublin mikill. Þó ólíklegt sé að fjöldi þeirra hafi haldið áfram í Dublin, þá bendir það til þess að  íbúar Dublin voru orðnir fjölmennir í lok níundu aldar. Talið er að árið 847 hafi meira en eitt þúsund norrænir menn verið drepnir í ýmsum bardögum um allt Írland. Dublin stóð áfram í gegnum þessi áföll, sem vísar til hve margir norrænir menn voru á Írlandi á þessum tíma. Meðal þessara íbúa Dublin hefur mikill fjöldi þessara manna haft nauðsynlega hæfileika sem iðnaðarmenn á mörgum sviðum. Í Dublin voru á þessum tíma smíðuð skip úr írskri eik og viðhalds á miklum fjölda skipa. Þess vegna er líklegast að þessir iðnaðarmenn hafi að mestu verið norrænir innflytjendur blandaðir innfæddum í hjónaböndum.

Til þess að skilja þróun Dublinar verður að hana skoða í ljósi viðskipta, sem mikilvæga miðstöð í norrænu viðskiptaneti. Skipavirki í upphafi, Áth Cliath og Duib-linn (Dyflinni á íslensku, Dublin á ensku) urðu auðugt þéttbýli Dyflinnar. Mjög líklegt er að Dyflinni hafi byrjað sem nýlenda, stofnað af héraðskonungi í Vestur-Noregur. Annálar Ulster benda til þess að staðnum hafi verið stjórnað af jarli (erell), sem má rekja til norræns konungsdæmis. Þannig benda heimildir til þess að Dyflinni hafi strax stjórnað af konungsbornum snemma í tilvist sinni. Þessi jarl sem fyrr hefur verið getið, að nafni Þórir (Tomrair) frá Lochlann er sagður hafa dáið árið 848 í stríði gegn írskum herafla 129.

Þessi annálsfærsla er mikilvæg af þremur ástæðum: í fyrsta lagi, notkun orðsins jarls í írskum annála sannar vitund um pólitíska hugtakanotkun innan norræna stigveldisins mjög snemma í byggð Dyflinnar. Notkun á titli hans sýnir fram á hvoru tveggja, einskonar viðurkenningu á stöðu við hlið Íra, en einnig skýr tengsl milli Íra og norrænna manna, strax á þessum tíma.

Í öðru lagi, að jarl frá Lochlann hefði verið drepinn. Fræðimenn hafa haldið fram kenningum um staðsetningu Lochlann, án fullnægjandi ályktana sem hægt er að fá af annálum. Byggt á fornleifauppgögnum um einangraðar uppgötvanir í Vestur-Noregi er hægt að taka undir að það sem er nefnt í írskum annálum, Laithlind / Lochlann , tákni stað einhvers staðar á vesturströnd Noregs, og enn frekar að Laithlind / Lochlann var ekki Vestfold við Óslóarfjörð.  Þó að hefðbundin skoðun sé að Laithlind sé í Noregi, hafa sumir kosið að staðsetja það í norrænum hluta Skotlands, ef til vill á Hebreseyjum eða Norðureyjum. Sumir fræðimenn hafa fullyrt að Laithlind hafi verið nafn á víkingasvæði Skotlands og að verulegur hluti Skotlands – norður- og vesturlandseyjar og stór svæði á meginlandi strandlengjanna frá Caithness og Sutherland til Argyll – hafi verið hernumið af víkingum á fyrsta ársfjórðungi níundu öld og víkingaríki var komið þar á fyrir miðja níundu öldina.

129 AU 848.5 Bellum re nOlcobur, ri Muman, ₇ re Lorggan m. Cellaig co Laighniu fyrir gennti ecc Sciaith Nechtai [n] í quo ceciderunt Tomrair erell, tanise righ Laithlinne, ₇ da cet dec imbi. (Ólchobor, konungur Mumu, og Lorcan sonur Cellach með Laigin vann bardaga gegn heiðingjunum á Sciath sveitinni, þar sem Jarl Tomrair, fulltrúi konungs í Lochlann og tvö hundruð um hann.)

Í þriðja lagi, var longphort stjórnað af jarli, sem tengdist (erfinginn greinilega) konungi. Þetta leiðir í ljós að konungur frá Skandinavíu hafði hagsmuni af Dyflinni sem viðskiptamiðstöð. Ennfremur stofnun longphort í Dyflinni var undir eftirliti og umsjón afla í Skandinavíu, öfugt við aðra staði sem stofnaðir voru, annað hvort af víkingasveitum og óháðum víkingahöfðingja víða á Írlandi.

Dyflinni var svo mikilvæg fyrir konunginn í Lochlann og til að tryggja staðinn innan skandinavíska viðskiptanetsins að strax næsta ár, 849, komu 140 skip frá konungi útlendinganna, „til nákvæmrar hlýðni frá útlendingunum, sem voru á Írlandi á undan þeim.“ segir í annálnum.

Engin frekari deili eru á konungi útlendinganna, en þetta bendir enn einu sinni til áhuga víkinga á nýlendustöðvum sínar erlendis og nauðsyn þess að stjórna viðskiptum þar. Það er athyglisvert að þessi annáll segir ekki aðeins af Dyflinni, heldur er hún tekin upp sem niðurlæging allra útlendingar á Írlandi. Á þessum tíma eru annálarnir skráðir með fjölda skipþorpa, longphort , sem spruttu upp um allt Írland, þar á meðal Limerick og Waterford. Þeir tveir staðir þróuðust áfram og urðu mikilvægir staðir í viðskiptaneti norrænna manna.

Víkingahópar börðust um að stjórna Dyflinni strax árið 851, sem benti til þess að barátta hafi verið um stjórn annarra staða á norrænu viðskiptaleiðunum. Fornleifarannsóknir sýna að þegar á 10  öld er Dyflinni orðin umfangsmikið þéttbýli. Þær sýna víðtækar mannvistaleifar byggingaundirstöður, lóðir, stíga og ýmsa gripi sem gefa til kynna daglegt líf íbúanna, en ekkert hefur verið dagsett í fyrstu stigum landnám sem hófst árið 841 samkvæmt annálum. Þó víkingar hafi misst Dyflinni árið 902 og til 917 hafa fornleifarannsóknir sýnt að lífið hafi haldist óbreytt, og staðfestir með óyggjandi hætti að ekki hafi verið fall í búsetu milli 902 og 917. þrátt fyrir að margir fræðimenn hafi gert ráð fyrir að allir norrænir íbúar hafi verið reknir frá Dublin eftir sigur írskra konunga á víkingum Það sýnir að írsku konungarnir ​​höfðu reitt sig á viðskipti og efnahag Dyflinni víkinga.

Dublin sem höfuðstaður

Til þess að Dublin yrði raunhæfur stjórnunarstaður með norrænan bakgrunn var  nauðsynlegt fyrir bæinn að skapa í kringum sig þrjá stjórnunarþætti: konungssæti, dómsvald og mögulegt átrúnaðarsamfélag. Engar vísbendingar eru um konungskjör, ekkert  konungsaðsetur hefur enn verið afhjúpuð, en óhætt er að gera ráð fyrir að kastali Normanna síðar hafi verið byggður yfir upprunalegt konungssetur. Þessar forsendur er dregin af gögnum frá miðöldum, sem álykta að Henry II. hafi stofnað dómstóll á svæði sem miðaldaheimildir vísa til sem Þingstað. Slíkur staður var líklega tengur norræna bæjarhlutanum og Henry II. Hafi byggt dómstóll þar sem Austmenn í Dublin höfðu áður haldið sinn og þannig staðfesti hann sjálfan sig sem nýjan stjórnanda borgarinnar. Nákvæm staðsetning er ekki eins mikilvæg og sú forsenda að slíkt hafi verið til staðar. Þar voru dómsorð upplesin og verð á vörum fest. Það eru einnig til textafræðilegar vísbendingar um skóg með trúarlegum tilvísunum; rétt eins og Kaupangur hafði heilagt stöðuvatn eins og fjall innan Skíringssvæðisins, þá hafði Dyflinni einnig haft sinn eigin skóg. Skógur hafði tvöfalt mikilvægi, trúarlegra tenginga ásamt því að gefa timbur til að byggja og styrkja bæinn, svo og smíða og gera við skipin. Sem dæmi um það er skip sem fannst 1962 í Hróarskeldu í Danmörku og nefnt hefur verið Skuldelev 2, er eikarbyggð skeið, og er talin haf verið byggð í Dyflinni um 1042.

Því miður birtist fyrsta umtal um Caill Tormair, eða „Þórsskóg,“ í annálum Innisfallen með tilvísun um brennslu skógarins af hendi Brian Boru árið 1000, og sú frásögn kannski ekki áreiðanleg. Það væri líklegt að ætla að skógurinn væri til á uppbyggingu Dyflinnar snemma á víkingaöld og til loka fyrsta ársþúsundsins.

Viðskiptatengsl Dyflinnar og norrænu viðskiptabæjanna

Talið er að Dublin hafi á níundu öld verið lík Kaupangi á þessu frumstigi bæði í atvinnustarfsemi og innviðum í þéttbýli, eða skorti á þeim. Líklegt er að víkingar hefðu aðeins verið heimilt dvelja á Írlandi vegna efnahagslegs framlags og auðs sem það færði til landsins með viðskiptum. Víkingar dældu silfri til Írlands, sem var nokkuð sem írsku konungarnir gátu ekki hunsað. Greining hefur sýnt að silfur kom í mesta magni milli 850 og 950 til Írlands, sem bendir til þess að norræna viðskiptanetið hafi raunverulega komið Írlandi til góða á fyrsta þroskaskeiði þess. Dyflinni gaf ekki út eigin mynt fyrr en á 9. áratug níundu aldar undir stjórn norræna konungsins Sigtryggs Silkiskeggs.

Þetta mikla innstreymi silfurs vekur spurninguna: fyrir hvaða vöru fengu víkingarnir silfur sitt? Þótt Rómverska heimsveldið hafði aldrei litið á Írland sem eftirsóknarvert efnahagssvæði, hljóta víkingarnir að hafa fundið eitthvað sem dró þá ekki aðeins til Írlands heldur hélt þeim þar. Í lok áttundu aldar hafði Írlandshaf margt fram að færa hvað varðar flytjanlegan auð og vísbendingar um það hafa verið afhjúpaðar í grafreitum víkinga á Bretlandseyjum og í suðausturhluta Noregs. Þar hafa fundist hlutir ættaðir frá Írlandi á öllum byggðarstigum í Kaupangi, jafnvel á fyrstu áratugum níundu aldar. Einkum þrjár tegundir af ólífrænum efnum hafa verið greindir í Kaupang sem koma frá Írska hafinu: silfur, kopar og blý. Írskir koparhlutir voru grafin upp úr fyrstu lögum Kaupangs, sem bendir til þess að suðausturhluti Skandinavíu hafi átt viðskipti við Írlandshaf þegar á fyrri hluta níundu aldar.

Sjö brot úr silfurarmbandi sem smíðað var í hinum sérstakan írsk-norræna stíl, eru kannski mikilvægustu vísbendingar um samskipti staðbundina norrænna manna á Írlandi og Skandinavíu. Þessi tegund af armhringjum getur rakið sögu handverks síns aftur til Danmerkur um miðja níundu öld og þróaðist á Írlandi áður það birtist í norrænum bæ. Þetta segir þó lítið um hversu mikið magn silfurs var að koma til Írlands.

Hvaða verðmæti sóttu víkingar til Írlands?

Hvaða útflutningur var það sem skapaði allt silfrið sem streymdi til Írlands. Í stuttu máli var það þrælasala sem líklega hafi verið ábatasamasti útflutningur Írlands og Dyflinnar.  Byggt á annálum virðist sem víkingaárásir hafi snúist um að ná þrælum, það hafi verið reglulegt einkenni víkingaleiðangra frá Skandinavíu í Írlandshaf í lok áttunda aldar fyrir utan rán á klaustrum í upphafi. Skyndiárásir voru mjög margar á 8. og 9. áratug níundu aldar og ábatasöm þrælaviðskipti kunna e.t.v. hafa verið leiðandi þáttur í stofnun skipavirkjanna,  víða um Írland, þ.e. staðbundinna víkingavirkja sem sumir þróuðust í bæi.

Þróunin í þrælasölunni var tvíþætt, í fyrsta lagi var þörf á mannafla í vaxandi landbúnaði í norrænu löndunum með vaxandi útþenslu víkinga og í öðru lagi og á síðari stigum þrælasala til annarra svæða. Auður og efling Miðausturlanda olli einnig vaxandi eftirspurn eftir þrælum í hinu íslamska kalífat á 8. og 9. öld. Trúarbrögð eiga sinn þátt í að skilja hvernig norrænir menn urðu til að útvega Miðausturlöndum þræla sína frá Bretlandseyjum; Kristnum mönnum var ekki leyft að selja eða eiga aðra kristna þræla, og það var sérstaklega gróðavænlegt að selja kristna þrælar inn á íslamskra markaða. Þess vegna gátu heiðnu víkingarnir, sem höfðu almennt ekki tekið kristni, starfað sem hinn fullkomni milliliður í þrælaviðskiptum þar. Með þessum þætti endaði arabíska silfrið í höndum írskra konunga þar sem víkingum tókst að byggja viðskiptanet sitt frá vesturhluta Írlands allt til íslamska kalífatsins í Miðausturlöndum.

Þrælaárásir urðu skipulagðari og áhrifameiri sem leið á stjórnunartíma Dyflinnar og tryggði líklegast þróun bæjarins. Þegar Ólafur hvíti, konungur í Dublin, sneri aftur til Dublin árið 871 með gífurlegan 200 skipa flota og með á milli 5.000-10.000 mann her, utan enskra, velska og skoska þræla sem var fluttur yfir írska hafið samkvæmt samtímaheimildum, þýddi það ekki aðeins að mikill auður myndi streyma um bæinn vegna hagfræði mannsalsins, það þýddi að Ólafur og Ívar, meðkonungur hans, höfðu sameiginlega efnahagslega hagsmuni sem bundu þá og setu þeirra á Írlandi til frambúðar.

Írskir konungar stunduðu einnig mansal innan Írlands og hagkerfið á landsbyggðinni var því háð þrælahaldi jafnvel fyrir komu víkinganna. Þegar víkingar fóru að nýta þrælahald á milli svæða, hlýtur að hafa verið lítill löngun til að stöðva það, vegna þess að efnahagslegur ávinningur var of mikill. Má ætla að silfur til írskra konunga hafi m.a. verið fengið með þrælasölu til víkinga. Þrælar frá Bretlandi höfðu verið mjög vinsælir á Írlandi, og víkingar stunduðu árásir upp og niður alla vesturströnd Bretlands og upp til Skosku eyjanna. Hægt er að sjá af annálum 125 að þrælaárásir tengdust pólitískum bandalögum alveg frá um 870. Þetta skapaði þannig írskum konunga auð með því að búa til þrælamarkað sem þeir gætu hagnast á. Þó hafði þetta haft einnig sína galla, sem konungsríki hafi það þjást af þrældómi þegnanna. Í annálum fyrir árið 895 segir að Dyflinnar búar hafi ráðist á Armagh og tekið 710 fanga. Líklegt er að þessir fangar hafi verið fluttir erlendis til óþekkts ákvörðunarstaður fyrir mikinn gróða víkinganna og skelfingu Íra.

Dublin sem pólitísk ógn innan Írlands

Dyflinni varð fljótt pólitísk ógn við írsku konungsríkin og svo virðist sem danska konungsríkið og norska svæðið væru jafn fús og írskir konungar ​​til að stjórna bænum. Eins og fram kemur hér að framan var Dublin ótrúlega auðug og hverjum þeim sem hafði stjórn að hliðum hennar. Þó að við vitum mjög lítið um hið pólitíska stigveldi suðurhluta Skandinavíu á þessum tíma og sérstaklega um stjórnmál Kaupangs, gera írskar heimildir okkur kleift að skoða hvernig Dyflinni var stjórnað af norrænum höfðingjum á níunda öld, og þeir höfðingjar börðust einnig um stjórn á norrænum löndum.

Hvaðan komu víkingarnir?

Á Írlandi var keppni níunda aldar á milli Finngaill (ljósu útlendingar) og Dubgaill (dökkir útlendingar) sem hefur verið túlkuð sem árekstur tveggja norrænna landa. Engu að síður orka þær tvímælis og mótsagnir í sönnunargögnum þýða að sagnfræðingar hafa ekki verið sammála um af hvaða þjóðerni þessir hópar voru.

Í annálum segir að Dubgennti / dubgaill, eða dökku útlendingar, komu til Dyflinni og slátruðu miklum fjölda Finngenti / finngaill, ljósu útlendingar, og rændu herbúðirnar, tóku bæði fólk og eignir með sér. Nauðsynlegt er að gera stuttlega greinarmuninn á dubgennti og finngenti, þar sem auðkenning þeirra hefur áhrif á skilning okkar á því hvernig stjórnmál viðskiptanetsins virkuðu.

Árið 1891 hélt Heinrich Zimmer því fram að það hefður verið Danir sem herjuðu á Írland. Alexander Bugge svaraði árið 1900 og hélt því fram að víkingarnir á Írlandi og konungar þeirra hefðu verið Norðmenn.

Skoðun Bugge hefur ríkt þar sem flestir fræðimenn hafa litið á víkinga á Írlandi af norskum stofni. Engu að síður hafa umræður um uppruna konungsveldis Dyflinnar haldið áfram. Alfred Smythar hélt því fram að eftir stuttan tíma í hernaði hafi Norðmenn stjórnað Dyflinn í langan tíma, en eftir andlát leiðtoga þeirra, Ólafs hvíta, tóku afkomendur Ívars (sem Syth benti á að væru Danir) við völdum. Aftur á móti hélt Donnchadh Ó Corráinhas því fram að konungsveldið kæmi frá Noregi um Skotland og skosku eyjarnar. Þess má geta að á miðöldum var ýmsar sagnir, þar sem leiðtogar víkinga á Írlandi voru sagðir komnir frá. Samkvæmt tólfta aldarsögu Historia Gruffudd vab Kenan, hafi konungsveldið í Dyflinni var stutt af Haraldi hárfagra í Noregi.

„Í elleftu aldar sögu, sem er felld inn í „The Fragmentary Annals of Ireland“, eru Ívar og Óláfur sagðir synir norska konungsins Guðröðar. Ívar og Ólafur eru aftur kynntir sem bræður í þjóðsögulegum frásögnum um stofnun víkingabæja sem Gerald frá Wales skráði. Tilvísunin í Ívar son Rögnvalds frá Mæri sem ferðaðist vestur með Haraldi hárfagra í þrettánda aldarsögn, Saga Orkneyinga gæti einnig komið upp upprunalegri goðsögn um Ívar, sem hafi stjórnað í Dyflinni. Bugge segir um hann Ívar “En enn meiri maður hafi verið hinn goðsagnakenndi Ívar „hinn beinlausi“, sem á árunum 857 til 862 hafði barist á Írlandi, og leiddi nú hinn Mikla Heiðna her í gegnum England með frábærri velgengni, og hverfur svo af vettvangi áður en velgengnin snérist í gæfu Saxanna. Það var hann sem írsku annálarnir kölluðu „æðstu konung allra norrænna manna í Bretlandi og Írlandi,“ og ensku annálarnir nefna með dýpstu hatri, hylling hinna sigruðu. Í Íslendingasögunum er hann sá slægi, „sem hafði engin bein í líkama sínum, en var mjög vitur;“ sem náði árangri í hverju verkefni með viti, þegar hugrekki bræðra sinna hafði mistekist. Elstur sona Ragnars Loðbrókar með dóttur Sigurðar Fáfnisbana. Hann er hinn stöðugi þáttur í mismunandi hópum sigurvegara, eins og hann er sagður í mismunandi heimildum.

Í síðari frásögnum í þrettánda og fjórtándu aldar sögu, Ragnars saga loðbrókar og af Ragnarssonum , er Ívari sagður danskur. Frá því seint á nítjándu öld hefur þessi auðkenning haldist vel hjá sagnfræðingum, þrátt fyrir seint og þjóðsögulegt eðli þessara heimilda. Hægt er að líta á allar þessar ættfræðilegar fullyrðingar sem vafasamar tilraunir til að setja Ívar í stærra sögulegt samhengi atburða víkingaaldar. Á sambærilegan hátt, stangast á ættfærslur annarra stofnenda í víkinganýlendunum. Til dæmis er Rollo of Normandy auðkenndur sem norskur af höfundi Orkneyinga saga , en sem danskur eftir Dudo frá St Quentin.

Síðan á elleftu öld hafa ýmsir leitast við að bera kennsl á ólíka hópa afturvirkt eftir uppruna þeirra. Þær tilfærslur eru ef til vill undir áhrifum samtímans á ritunartímanum, þar sem konungsríki Noregs og Danmerkur urðu miðstýrðari og samkeppni jókst milli landanna. Staðreyndin er samt sú að á níundu og fyrstu tíundu öld eru nafnlausir víkingar auðkenndir sem Danir eða norskir í írskum annálum. Litamerkingarnar Dub og finn gæti alveg eins átt við hópa sem voru tengdir höfðingjum. Heiti eins og hin hvíti, eða hinn rauði sem oft var viðurnefni á víkingahöfðingjum getur allt eins átt við.

Hefðbundin fræði hafa talið eins og fyrr var nefnt, að dubgennti komi frá Danmörku, meðan finngenti  hafi komið frá Noregi; eins og í tilfelli Lochlann, þarfnast auðkennin reyndar meiri blæbrigðarflokkunar. Merking dub og finn hefur mun minna mikilvægi en sú staðreynd að þeir skipta víkingum í aðskilda hópa sem oftast er beitt á Breta í írskum og velskum heimildum og þar með hugmyndinni að hægt sé að beita finngenti lauslega á víkinganna sem byggðu Dyflinni frá vestur-norrænu áhrifasvæði, meðan dubgennti á almennt við um víkinga af dönskum uppruna sem höfðu einnig verulegan áhuga á öðrum Bretlandseyjum. Í þessu tilfelli eru finngenti tengdir meðlimum Lochlann, sem bendir til þess að þeir séu fyrri hópurinn, og líklega stofnendur Dyflinni.

Dubgennti er því annar hópur, sem leitaði eftir því að ná stjórn á mikilvægum norrænum viðskiptastað. Nákvæm deili á dubgennti er ekki síður mikilvæg en sú staðreynd að þeir virðast hafa komið til þess að trufla viðskiptaleiðir og náðu góðum árangri í því að valda eyðilegging um allt landnám finngenti, sem gera verður ráð fyrir að séu þegnar Lochlann-konungs. Samt sýnast þessi ofbeldisverk hafi verið meira en gegn herbúðum víkingaskipa, það er, stríð gegn nýlendum norræns konungs. Þótt vest-norrænir hafi ef til vill skorið á viðskiptaleið sem fyrr tengdust dönskum til Írlands, virðist sem danska konungsríkið hafi almennt leitast við að auka stjórn sína á vestrænum viðskiptaleiðum sem tengdust norræna viðskiptanetinu.

Valante túlkar franska annála að þeir bendi til þess að órói hafi verið í danska ríkinu og svæði þeirra á suðvesturhluta Skandinavíu á níunda áratug áttundu aldar. Það dró til átaka á svæðinu og hefur getað valdið því að Danir sendu leiðangra, dubgennti, til að trufla viðskiptin á milli Dyflinnar og tengsl Dyflinnar aftur til heimaríkis stjórnenda þeirra í Skandinavíu.135 En þessar tilgátur skortir nægileg sönnunargögn til að styðja það.

Ef danska konungsríkið hafði misst stjórn á Vestfold og aðgangi að Kaupangi, gætu þeir hafa reynt að leggja undir sig viðskiptaleiðir og staði sem voru tengdir nýju ráðamönnum Vestfold, til að reyna að nýta sér nýjar leiðir auðlegðar og ná Vesturfold á ný. Dyflinni reyndist vera auðug fyrir nýjar hendur og völdin hefðu getað hjálpað danska konungsríkinu að skaða nýja stjórnendur Kaupangs. Reyndar, þrátt fyrir nýja stjórnendur á báðum stöðum er að sjá að viðskiptaleiðir frá Írska hafinu til Skandinavíu hafi verið opnar, þrátt alla þessa baráttu um stjórn á Dyflinni. Danska ríki vildu greinilega auð Dublin, og hefði getað notað þær tekjur til að fjármagna herferðir sem notaðar voru í tilraun til að endurheimta Vestfold.

133 Etchingham, „Laithlinn,„ ljósir útlendingar “og„ dimmir útlendingar “: hver og einn víkingur er kominn á níunda aldar Írland, “85.

134 Sjá frekari umræður: Downham, Viking Kings of Britain og Ireland: The Dynasty of Ívarr to A. D. 1014, 14-15.

135 Valante, Víkingarnir á Írlandi, 69-71.

Svo virðist sem finngenti hafi aftur tekið við stjórninni í Dublin tveimur árum síðar, árið 853, þegar Ólafur, sonur konungs af Lochlann, kom með stóran flota og tókst að koma aftur á yfirráðum yfir Dyflinni. Reyndar segir í annálunum að hann hafi orðið konungur yfir öllum útlendingum á Írlandi, sem bendir til að hann sigraði ekki aðeins Dubgennti í Dublin, heldur staðfesti vald yfir hinum víkingabæjunum, longport, á Írlandi. Ólafur reyndist mjög virkur á Írlandi og víðar á nærsvæði Dyflinnar og jók pólitísk og efnahagsleg áhrif sín um allt Írland. Írarnir virðast jafnvel líta á hann sem einskonar yfirkonung að því leyti að í annálunum er hann að safna skatti frá írskum, sem var einstakur atburður fyrir tilkomu hans.137

Undir stjórn Ólafs Hvíta, gerðu víkingar árásir gegn írskum smákóngum æ lengra frá Dyflinni, sem bendir til þess að árásirnar hafi ekki verið eingöngu notað til ræna. Árásirnar voru til að koma á og viðhalda sívaxandi landakröfu gegn írskum konungsríkjum. Víkingarnir ákváðu að þeir væru á Írlandi til að vera, og notaði her sem neyddi konungsríkin á Írlandi til þess stunda efnahagsþróun. Víkingarnir í Dublin styrktu einnig pólitíska viðveru sína snemma með bandalögum við sum írsk konungsríkin. Ekki aðeins gátu þeir selt sig sem málaliða með írskum konungum, en einnig voru tengsl mynduð með hjónaböndum og fóstri. Ólafur tryggði formlegt bandalag fyrir Dyflinni með því að giftast dóttur írsks konungs, Áed, og norrænir hermenn börðust fyrir hann í bardaga 862.138  Ári síðar var Ólafur nefndur konungur, svo greinilegt að hjónaband hans var pólitískt. 136 AU 853. með öðrum að meðan á stjórnartíð hans stóð, en slitnaði upp eftir andlát beggja konunga.142 Kannski vissi Ólafur að hann gæti ekki barið heri danska konungsríkisins niður nema með aðstoð Íra og tryggði því bandalag leiðtoganna tveggja; það var greinilega nægur auður á Írlandi fyrir báða.

Lítið er vitað um þriðja konunginn í Dyflinni umfram nafn hans, Ásl , hans er ekki getið í Anglo-Saxon Chronicle eða í Íslendingasögum. Auðkenni hans í írskum heimildum gefa ekki til kynna hvaða flokk hann tilheyrði, né heldur neitt merkilegt við nærveru hans umfram hugmyndina um að þrír hugsanlega ólíkir hópar ynnu saman við að tryggja tilveru Dyflinnar. Þriðja friðurinn var rofin aðeins fjórum árum síðar þegar annálarnir skráðu að Ásl hefði verið drepinn af frændum sínum.  Ólafur, Ívar og Ásl virtust hafa deilt sömu sýn um landvinninga í Skotlandi. Ólafur og Ásl réðst á Pictland árið 866 í þrælaleit, 144 og einng árið 870. Eftir ótrúlegt andlát Áls, sneri Ólafur aftur með Ívari.145 til árása á Skota: „Tveir konungar norsemanna,“ Ólafur og Ívar sátu um Dumbarton í fjóra mánuði áður en það féll fyrir þeim“, segja annálar. Þetta bendir til þess að konungarnir tveir hafi fundið Dyflinni örugga í fjarveru þeirra

141 AU 857.1 (Ímar og Amlaíb lagði leið á Caitil the Fair og hans norrænu írska í löndum Munster.)

142 AU 877,5 (Við Loch Cuan milli ljósu heiðingjanna og dökku heiðingjanna, þar sem Albann, konungur hinna myrku, féll.)

143 867.6 (Auisle, einn af þremur konungum heiðingjanna, var drepinn af frændum sínum í gíslingu.)

144 AU 866.1 (Amlaíb og Auisle fóru með útlendingum Írlands og Skotlands til Fortriu, rændu öllu Pictic land og tók gíslana frá þeim.)

145 AU 870.6 (Umsátrinu um Ail Cluaithe af Norsemenn: Amlaíb og Ímar, tveir konungar Norsemen, lögðu umsátur að virkinu og í lok fjögurra mánuði eyðilögðu þeir og rændu því.)

Líklegt er að Dyflinnar-konungarnir hafi verið innblásnir af herferð Stóra Heiðna hersins að sigra England og skildu ábatasaman ávinninginn af því að stjórna skattlöndum. Kannski fannst þeim að Írland yrði ekki sigrað og að Skotland væri auðveldara viðfangs. Sagan sýnir að vegna fjölda konungsríkja Írlandi var ekki nægilegt að sigra einn konung til ná miðstýrðu valdi yfir stóru landsvæði eins og í Skotlandi og Englandi, heldur þurfti að sigra tugi konunga til að tryggja stór landsvæði og þar afleiðandi þurfti mun meiri mannafla til að halda völdum. Hvað sem því líður, þá tryggði árangurinn við Dumbarton að lokum að Írlandshafið við Dyflinni varð eitt arðsamasta framtak víkinga, jafnvel þó stjórnendur þeirra gætu ekki tryggt yfirráð yfir ríkjunum.

Breyting verður á því hvernig Írar ​​litu Dyflinni sést þegar annáll segir frá komu flota Ólafs og Ívars flota til Dyflinnar árið 871 á 200 skipum með 5.000-10.000 norræna stríðsmenn sem og fjöldann allan af þrælum af öllum Bretlandseyjum. Ekki aðeins sýndi fjöldi víkinga yfirráð sín með slíkri valdasýningu, heldur einnig með komu auðlegðar í formi mannlegrar vöru. Þessir þrælar tryggði tvennt: fyrsta, það var pólitískt valdaleikrit sem sagði írsku konungunum að þeir gætu, og myndi hneppa írska íbúa í þrældóm ef þess væri þörf; og annað, að það tryggði að nærvera víkinga var nauðsyn fyrir írska hagkerfisins. Ef víkingar komu með silfur til baka frá Þrælamörkuðum í Miðausturlöndum, þá urðu Írar ​​alveg jafn ríkir og Dyflinnarbúar af þeim viðskiptum. Þegar víkingar hefðu í gegnum viðskiptanet sitt aðgang að mörkuðum frá öllum hinum þekkta heimi, þá fengu Írar ​​aðgang að þeim vörum, komnar til Írlands frá öllum heimshornum.

Veikleiki Dyflinnar

Eins og fyrr var getið truflaði pólitískur órói efnahagslíf Dyflinnar á á áratugnum milli 870 og 880. Þetta hafði afleiðingar langt út fyrir Skandinavía, og raunar varð Dyflinni þar af leiðandi veikara. Stöðugt innstreymi ungra, karlkyns stríðsmanna þurfti til að koma í stað þeirra víkinga sem fellu gegn Írum, það virðist nú sem slíkur liðsauki stöðvaðist til aðstoðar blönduðu írsk/norrænu sveitunum á síðustu áratugum níundu aldar.

137. Saman réðust þeir á lönd suður Brega og lönd suður Uí Néill. Annað dæmi þar sem basesmay hefur verið sett á vinalegt yfirráðasvæði var í bandalaginu milli AedFinnliath, kollvarps um norður Uí Neill, og Óláfr, konung víkinga í Dyflinni. Í 861 og 862 börðust þessir ráðamenn gegn Mael Sechnaill og náðu yfir Suður-Uí Neill.

138. Árið 866 fór Óláfr yfir til Norður-Bretlands til að fara í herferð gegn Picts og Aed lauk bandalaginu. Á sama ári setti Aed „alla bækistöðvar útlendinga, þ.e.a.s við strendur Norður-Írlands, bæði í Cenél nEógainand í Dál nAraide“ og sigraði stóran víkingasveit við Lough Foyle (Co. Derry) á landamæri landsvæðis hans.

Lát Ólafs og átök

Svo virðist sem Ólafur hafi látist stuttu eftir brottför hans frá Dublin 871; víst kom hann aldrei aftur til Írlands. Sonur Ólafs, Þorsteinn, var áfram á Írlandi og minnst er á andlát hans í annálunum sem bendir til þess að hann hafi verið nokkur áhrifamaður maður í Dyflinni og Írlandi.147

Eftir Ólaf brottför frá Dublin og andlát í kjölfarið, varð Ívar eini stjórnandi Dyflinnar, þar til hann lést árið 873. Í annálunum er vísað til hans sem „konungs allra Norðurmanna á Írlandi og Bretlandi,“ sem bendir til þess að Ívar hefði getað verið virkur foringi í Stóra heiðna hernum. Því miður, erfðu hvorki erfingjar hans né Ólafs slíka stöðu sem þeir höfðu haft og Dyflinni sá ekki aftur með formleg tengsl við Bretland fyrr en Dyflinnarforingjar tóku völdin í York árið 919.

Eftirmenn Ívars og Ólafs börðust um stjórnun Dyflinnar milli 875 og 896 og í annálunum er greint frá ofbeldisfullum átökum milli samkeppnisaðilanna.148 Velgengni Danalaga árið 875, var hugsanlega ástæða átaka hópanna, sem sáu möguleika á landvinningum á Írlandi eins og á Englandi, sem truflaði hugmyndina um sameiginlega viðskiptahagsmuni. Danir höfðu yfirhöndina í gegnum hald sitt á Englandi, sem gerði þeim kleift að styrkja viðskiptaleiðina um Norðursjó og Ermasundið. Því miður hafði hvorugur flokkurinn sterkan foringja til að leiða Dyflinni. Með stóru þrælaárásinni á Armagh árið 895 varð hungursneyð sem allt Írland þjáðist af árin 898-900.149 og veik forystu gat ekki haldið Dyflinni saman, það var bara tímaspursmál áður en Írar ​​reyndu að taka borgina yfir.

146 Valante, Víkingarnir á Írlandi, 76.

147 AU 875,4 (Oistín Amblaíbsson, konungur af Norsemen, var drepinn af svikum af Albann.)

148 888.9 (Sigfrith son Ímars, konungs í Norsemen, var svikinn og drepinn af frænda sínum.);

893.4  (Mikill ágreiningur meðal útlendinga Áth Cliath, og þeir urðu dreifðir, annar hluti þeirra fylgdi sonum Ímars, en hinn Sigfrith jarl.) 896.3 Sitriuc sonar Ímars var drepinn af öðrum norðlendingum.)

149 AU 898.2. (Blóðsturtu féll í Ard Cianachta.); 900,3 (Mikill skortur hafði áhrif á nautgripina.)

Árið 902 – Brottvísun frá Dublin

Árið 902 fékk skandinavíska viðskiptanetið hörmulegt áfall þegar írskur her undir stjórn Cerball mac Muirecáin, konungsins í Leinster, og Máel Findia mac Flannacáin, konunginn í Brega, sigraði víkingasveitirnar í Dublin. Í Annals of Ulster segir svo frá; „Yfirgáfu fjölda skipa sinna og sluppu hálf dauðir eftir að þeir höfðu særst og brotnað.“

Norræna viðskiptanetið varð nú aftur nauðsynlegur hluti af írska hagkerfinu og Írar ​​höfðu ekki rekið norræna íbúa bæjarins á brott, heldur einungis foringja og hermenn þeirra. Miðað við að íbúar Dyflinnar væru líklegast annar eða þriðju kynslóðar Írsk/norrænna á þessum tíma, þá er líklegt að stjórnendur Dyflinnar hafi leyft þeim að vera áfram enda voru þeir gangverk bæjarins. Þessi blönduðu íbúar voru mögulega of fjölmargir eða of samtengdir írskum íbúum til að væri hægt að fjarlægja þá að öllu leyti.

Það er mikilvægt að benda á ekki er talað um eyðileggingu Dyflinnar, né lýsir það bruna skipa eða bygginga, enda sýna fornleifarannsóknir fram á óslita búsetu á valdatíma Írsku konunganna. Reyndar var markmið Íra að losa sig við stjórnendur Dublinar og þeir hefðu ekki leyft þeim að eyðileggja bæinn, heldur að nota fyrir sig. Að írskur konungur réði yfir velmegandi höfn hefði bætt við völd, auð og áhrif hans í eigin ríki.

Missir á stjórn Dyflinnar var missir auðs, en Dyflinnarvíkingarnir urðu ekki óvirkir í Írska hafinu eftir brottfar þeirra og annálar rekja að barnabarn Ívars, höfuð ættarinnar í Dyflinni, var á ferðinni  á Norðursjó. Aðrir annálar segja þá hafa flúið til Norðvestur-Frakklands (og þar með talið Rollo, síðar konungur Normandí, forfaðir konungs Englands, Vilhjálms sigurvegara) en aðrir lögðu leið sína til eyjunnar Mön, þar sem fornleifar benda til þess að landnám víkinga hafi byrjað í kring 900.151 Ekki eru heldur neinar vísbendingar, fornleifar eða annálar, sem benda til þess að aðrir bæir á Írlandi hafi verið yfirgefnar á þessum tíma. Fornleifauppgröftur í Woodstown í Waterfordhöfn sýnir stöðuga byggð milli 850 og 1050 og hún varð síðar nauðsynleg fyrir viðleitni víkinga til að ná aftur tökum á Írlandi.152 Árið 914 kom stór floti víkinga til Waterford, og fleiri bættust til liðs við þá næstu árin.153 Árið 917, hertóku víkingar Dyflinni af Írum.154 Þeir tryggðu hald á höfninni árið 919.

Norrænu höfðingjarnir sem hraktir voru frá Dublin snéru ekki aftur til Skandinavíu. Aðeins fimmtíu árum eftir að Ólafur, sonur Lochlann-konungs, kom til ná aftur stjórn á nýlendu föður síns, höfðu leiðtogar Dyflinnar krafist sjálfstæðis frá norrænni yfirstjórn. Dublin var ekki lengur háð öðrum, heldur raunveruleg sjálfstæð eining. Þessi þrælahöfn hafði orðið auðuga sem gaf henni styrk sem þurfti til að krefjast sjálfstæðis síns.

Dyflinni var veikt en sjálfstætt borgarríki sem byrjaði sem flotastöð fyrir söfnun þræla, en á innan við öld byggði sig upp til að verða einn mikilvægasti bærinn á Bretlandseyjum og ef til vill í  norðurálfunni. Fyrir víkinga þjónaði Dyflinni sem lykill að aðgangi þeirra að silfri Mið-Austurlanda og Írar ​​sáu það sem leið til að efla eigin hagsmuni með auðsöfnuninni og styrking valds innan Bretlandseyja. Eftir því sem vald danska eða norska konungsríkja dvínaði yfir Írlandi, veiktist Dyflinni einnig þar til þeir misstu borgina. Því miður fyrir Íra gerðu víkingarnir sér grein fyrir því hvernig mikilvægur bærinn var fyrir viðskiptanet þeirra og þeir voru tilbúnir til að fórna miklu til að ná aftur stjórn. Reyndar fullyrðir Jóhannes Maas að „slátrunin sem fylgdi herferðinni til að endurheimta Dyflinni (átakanleg jafnvel á nútímamælikvarða) undirstrikaði mikilvægi Dyflinnar og hinna bæja víkinganna og verðið sem báðir aðilar voru tilbúnir að greiða fyrir stjórn á verslun og auði.“  Í byrjun tíundu aldar voru Dyflinni eflaust mikilvægasti hnúturinn í norræna viðskiptanetinu 156.

Áhrif víkinga annarsstaðar á Írlandi

Nokkur stigskipting er í aðkomu norrænna manna á Írland. Fyrsta stigið var tímabil árása á klaustur við strendurnar eftir verðmætum eins og fyrr sagði og það einkenndi fyrstu áratugina fram á þriðja áratug níundu aldar. 

Annað stigið. Frá árinu 830 verða írskir annálar ítarlegri og umfangsmeiri við að lýsa árásum víkinga sem nefna má nefna annað stigið í þessari þróun. Árásirnar breyttust nú í eðli sínu og víkingar byrja að ferðast lengra upp írsku árnar og inn í vötnin miklu. Nokkur klaustur voru rænd reglulega og árásirnar fóru að eiga sér stað innanlands í stað þess að vera bundnar við ströndina.

Þriðja stigið er meiriháttar breyting á víkingamynstrinu þegar þeir reisa varanlegri byggðir úr því sem áður var kallað „longphuirt“, einskonar víggirtar varðstöð til lengri dvalar. Síðan uxu þessir bæir og víkingar blönduðust Írum æ meira ​​og með tímanum varð til ný menning og sjálfsmynd skapaðist í þessu bæjum, nokkurskonar Írsk-norræn menning sem sést vel í margskonar handverki. Í nokkuð langan tíma, 876-916, var tiltölulega friðsælt samkvæmt annálum og þessir blönduðu þéttbýlisstaðir þróuðust. Þungi víkinga var einnig á þeim tíma á Frakkland og England sem voru aðlaðandi markmið og á Íslandi var hafið landnám.

Fjórða stigið, hófst árið 917 með endurtöku Dyflinnar.

Við uppgröft á Temple Bar West í austurhluta gamla bæjarins í Dublin hafa fundist leifar frá húsum frá síðari hluta 9. aldar og byrjun 10. aldar sem bendir til þess að byggðin hafi ekki horfið frá því er víkingarnir voru reknir út. Hvað gerðist á árunum 902 – 917 er óljóst, en líklegt er að fólkið sem varð eftir hafi verið kaupmenn en ekki stríðsmenn og staðurinn notaður til viðskipta innanlands. Víkingar sneri aftur til Dyflinnar árið 917 og að þessu sinni hélst sjálfstæði Dyflinnar meira eða minna þar til 1170 þegar Normannir tóku bæinn.

Það var á þessum tíma sem Dublin stækkaði verulega. Stækkunin átti sér líklega stað til að treysta nægjanlegt land til grunnþarfa fyrir bæinn, svo sem mat og hráefni, án þess að þurfa að treysta á samskipti við írska konunga. Fornleifauppgröftur í Dublin veitir sífellt betri mynd af því hvernig bærinn starfaði og hvernig hagkerfið þróaðist til þess að Dyflinni varð sjálfstæð frá norrænu heimalöndunum og Írlandi. Með því varð Dyflinni andstæðan við Kaupang og  auðvelt að sjá að Dyflinni starfaði sem hluti af flóknu og velmegandi viðskiptaneti rekinn af hópi metnaðarfullum norrænum kaupmönnum sem að lokum litu á sig sem óháða dönskum eða norskum stjórnmálaafskiptum. Skandínavarnir í Dyflinni var orðinn sérhópur og bærinn hafði þróast úr því að vera aðeins hnútur í viðskiptakerfinu í að vera sjálfstæður miðlægur staður. Þessi fjölskipaða miðstýring, sem veitti henni trúarleg, stjórnsýsluleg og lögfræðileg völd, leyfði Dyflinni að þróast eðlilega í meiriháttar hafnarborg og lifa af langt fram eftir víkingaöld.

Að lokum má sjá með sögulegum og fornleifafræðilegum heimildum að Dyflinni var áberandi norrænt að allri gerð og var byggð af íbúum sem eru grafir á norrænan máta með norrænum stílvörum og var mjög svipað og í öðrum norrænum bæjum. Írsk menning hafði þó nokkur áhrif á skandinavíska menningu bæjarins, sem sést í írsk-norrænum handlistum.

Árásir víkinga og þróun þéttbýlis

Dublin, Cork, Limerick, Waterford og Wexford eru bæir sem voru afurðir víkingaaldar á Írlandi. Þessar byggðir uxu frá litlu upphafi til þess að verða efnahagslega mikilvægir þéttbýlisstaðir Írlands. Víkingaöld var mótandi tímabil í uppbyggingu írsk-norrænna bæja og varnir þeirra voru mikilvægar fyrir áframhaldandi tilvist þeirra og vöxt. Hluti af vexti þeirra var vegna þeirrar staðreyndar að þeir voru varðstöðvar og þróuðust í nokkrum skrefum í víggirta bæi með tímanum.

Cork                                                                                                                     

Samkvæmt Annálum voru fyrstu kynni Cork af víkingum árið 820 þegar ráðist var á klaustrið þar. Eftir þetta stofnuðu víkingar byggð við Cork. Getið er að Ragnall (Rögnvaldr), barnabarn Imar (Ívarr) og Ottir jarl (Óttar) komu með stóran her sem herjuðu á Munster og skiptust síðan í þrjá hluta, þar sem um þriðjungur settist að í Cork. Þetta átti sér stað árið 914. og að mestu var síðara tímabil víkinga friðsamt, þar sem skilningur hafði náðst við klaustursamfélagið í grenndinni, þar sem prestarnir nýttu viðskiptin til að fá enskt salt, frönsk vín og annan innfluttan varning, og það var vegna þess þessara presta sem víkingarnir gátu komið sér fyrir í Cork.

Á 12 öld er íbúum Cork lýst sem blönduðum og kemur fram í nöfnum á galísku á persónum, til dæmis „Malmaras Macalf (sonur Ólafs)“ og einn að nafni „Ua Dubgaill (afkomandi dökks útlendings)“. Á þessum tíma höfðu þeir einnig tileinkað sér kristni, eins og tiltekið er af einum írsk-norræns leiðtoga sem hafði kapellu tengda búsetu sinni og að þeir sóttu greinilega messuna í kirkju Heilagrar Grafar. Á þessu seinna tíma náði viðskiptanet Cork til Frakklands, Englands og Wales. Það sem einkenndi þessa bæi voru ákveðnir sameiginlegir þættir. Ein þeirra er skipulag bæjanna. Hús með skýrum afmörkuðum lóðum, samstilltum meðfram aðalgötu er eitt dæmi sem er að finna í öllum þessum blönduðu bæjum. Allir bæir eru einnig staðsettir mjög nálægt ám. Einnig er algengt að voru varnarvirki til staðar í öllum bæjunum.

Waterford                                                                                                                      

Nafnið kemur af fornnorræna orðinu „Vatnsfjörður“ og er venjulega þýtt yfir í annálum á annað hvort „Fjörð of the Rams“ eða „Windy fjord“. Fyrsta þýðingin er líklega tilvísun í útflutning sauðfjár en hin gæti verið vísun í fjörð sem öruggt skjól fyrir skip sem leita vars. Staðsetning Waterford er á litlu þríhyrningahverfi, umkringdur ánni Suir og mýrarjörðum við hlið St. Johns River. Uppruni Waterford er loðnari en Dyflinnar. Ein saga kemur frá rithöfundinum Charles Smith frá 18. öld sem skrifar að Waterford hafi verið stofnað árið 853 af Sitricus (Sigtryggi). Á sama tíma byggði Ivorus (Ívarr) Limerick og Amlavas (Óláfur) Dublin.                                                                                                                              

Limerick                                                                                                                            

Hinn norræni Hlymrekur byggði Limerick norðan við River Shannon og þverár hennar Abbey River. Fornleifaskrá frá Limerick er mun fátækari en hinna bæjanna. Engar vísbendingar eru um fornleifar eins og í öðrum írsk-norrænu bæjunum á tímabilinu. Það eru samt sögulegar heimildir sem nefna húsnæði í Limerick og þess vegna ætti ástandið að vera svipað þar. Fornleifafræði hefur hins vegar leitt í ljós um það bil 1,7m hátt varnarskipulag í Limerick, gróflega dagsett frá 12. öld. Víkingarnir í Limerick áttu oft í átökum við Víkinga í Dublin samkvæmt annálum.                                                                                                                                                                                                Bæði landfræðilega og pólitískt virðast víkingabækistöðvar á Írlandi hafa verið settar niður til að hámarka möguleika á viðskiptum. Þetta einkennir mynstur víkingauppbyggingar sem viðskiptastaði, hliðstæðum í mörgum menningarheimum áður. Í raun voru víkingar á Írlandi kaupmenn og ræningjar sem störfuðu sem menningarmiðlarar milli Írlands og Skandinavíu. Með menningarlegum samskiptum óx áberandi írsk-norræn sjálfsmynd sem einkenndi viðskiptasvæði stranda meðfram suður- og austurströnd Írlands. Í stuttu máli var staðsetning og þróun víkingastaða á Írlandi að mestu leyti afleiðing af samspili víkinga og Íra. Uppbygging víkingabæja átti sér stað um tveggja aldar skeið í samspili norrænna manna og Íra. Víkingabæirnir á Írlandi eru því afleiðingar krossfrjóvgunar menningarheima (að vísu með fjölmörgum ofbeldisþáttum) frekar en einföldum yfirráðum eins hóps af öðrum“

Kennileiti á vesturströnd Írlands og siglingaleið frá Íslandi.

Ekki langt frá Limerick, og nógu nálægt til að tengjast því, er eitt frægasta kennileiti siglingin á Írlandi, Slyne Head á ensku. En gamla írska nafn þess var Ltim Lrara „stökk hryssunnar“. Á nútíma írsku er það Ceann Leime „fyrir stökkið“ og það var nafn þess á kortum allt aftur til c. 1500. Frægt er að þetta örnefni kemur einnig fyrir í Landnámabók sem Jölduhlaup, þ.e. “hryssustökk“: Frá Reykanesi á sunnarverðu Íslandi segir í íslenskum fornritum hafi verið fimm dægra haf til Jölduhlaups. Gamla norrænan er bókstafleg þýðing á forn-írsku Ltim Lrara og þetta bendir til þekkingar sem er af nánum viðskiptum og menningartengslum. Athyglisvert er að Landnámabók nefnir þessa einu leið frá Íslandi til (vesturstrandar) Írlands. Á siglingaleiðinni suður og austur frá Limerick til Cork, til Waterford og til Wexford hljóta að hafa verið viðkomuhafni þar sem hægt var að komast til vars eða viðskipta á langri leið til austurstrandarinnar.

Heimildir.

Víkingar á Englandi 795-1016

Víkingar á Englandi til 795-1016.

Sigurbjörn Svavarsson

Víkingar höfðu djúp áhrif á sögu enskumælandi fólks. Á tímabilinu frá fyrstu rituðum heimildum á síðari hluta áttunda aldar og til landvinninga Knúts á Englandi  árið 1016, breyttist stjórnmálafræði, menning og einkenni engilsaxanna. Sem afleiðing af áhrifum víkinga hefur ímynd þeirra breyst mikið í enskum bókmenntum frá miðöldum til dagsins í dag. Áhrif þeirra má sjá endurspeglast í þróun á viðhorfum í aldanna rás til ýmissa mála þar á meðal svæðisbundinnar sjálfsmyndar, landvinninga, fólksflutninga og menningaraðlögunar.

Fræðilegar umræður nútímans hafa haft tilhneigingu til að einbeita sér að umfangi og áhrifum uppgjörs víkinga í Englandi. Hins vegar hefur verið kallað eftir frekari rannsóknum á leiðtogum víkinga og tengiliðum þeirra erlendis. Engu að síður hefur stjórnmálasaga víkinga reynst umdeild vegna skorts á samkomulagi um hvað teljast áreiðanlegar sannanir. Hugmyndir um víkingasöguna hafa verið mikið litaðar af texta sem eru skrifaðar eftir víkingaaldirnar. Þetta eru m.a skrif frá kirkjunni á Durham frá ellefta öld og íslenskar sögur frá þrettándu öld og síðar. Gildi þessara síðbúinna rita hafa sífellt verið dregnar í efa. Notkun vísna hefur einnig verið vandkvæðum bundin vegna óvissu um hvenær þær voru samdar og samhengi þeirra.

Einnig hefur komið fram vitneskju um fleira frá þessum tíma með ítarlegri greiningu á helstu textum. Til dæmis voru „The Anglo-Saxon Chronicle“, Asser Life of Alfred, Alfred King, konungleg skjöl og Annállar Æthelweard tengdir enskum konungum. Þessi rit eru að mestu leyti Wessex- skjöl með minni upplýsingum um aðra hluta Englands og stundum er hægt að sjá að þær eru gerðar til að efla málstað stjórn konunga. Nýlegar endurmatsgerðir á skriflegum gögnum vekja áhugaverðar spurningar sem geta gengið gegn engilsaxneskri sögu og leiðir í ljós hvernig hugtök sagnfræðinga hafa haft áhrif á sértækni og hlutdrægni af skriflegu gögnum.

Fyrstu rituðu heimildir um víkinga eru frá valdatíma Beorhtric, konungs Vestur-Saxlands (786-802). Í Anglo-Saxon Chronicle (ASC) er greint frá því að þrjú skip norrænna manna hafi komið til Portland ( Dorset ) þar sem þau drápu prest og fylgjendur hans. Önnur árás var á kirkjuna á Lindisfarne og frekari árás á Northumbriu er greint frá árið 794. Anglo-Saxon Chronicle nefnir engar frekari árásir fram til ársins 835. Hins vegar er ljóst að annállinn segir ekki alla söguna. Röð skjala sem gefin voru út af konungum Mercians frá 792 til 822 vísa til mikillar athafnasemi víkinga í Kent, þar með talin tilvist víkingabúða.

Frá árinu 840 verða árásir tíðari. Bandalag milli víkinga og Cornish manna gegn Wessex er skráð árið 838, en þeir voru sigraðir. Mikill enskur ósigur er skráður í frönsku annálunum í St-Bertin á árinu 844, en þar eru víkingarnir sagðir ‘terra pro libitu potiuntur’ (valdsbeiting á landi að vild). Þessu var fljótlega fylgt eftir af miklum ósigri víkingasveita við Aclea í Greater Wessex árið 851, sem sagt er frá í The Anglo-Saxon Chronicle, The Annals of St. Bertin og í svokölluðum „Fragmentary Annals of Ireland“. Þessar heimildir um bardaga milli víkinga og Anglo-Saxa í erlendum skjölum sýna meiri áhyggjur af virkni víkinga í vesturhluta hins kristna heims. Snerting milli víkinga á mismunandi svæðum má sjá í samsetningu silfursjóða frá þessu tímabili og stundum er hægt að draga þá ályktun með samanburði á skriflegum heimildum frá mismunandi svæðum.

Jórvík (York)

Árið 865/6 kom „hin mikli (heiðni) her“ , stundum kallaður Vetrarherinn, til Austur-Anglia . Næstu þrettán árin nutu víkingaherinn og bandamenn hans ótrúlegra sigra. Jórvik  – eins og víkingar kölluðu York – laðaði þá einmitt vegna þess að hún var þegar vel stofnuð pólitísk, trúarleg og viðskiptamiðstöð, varin af rómverskum veggjum. Eftir upphaflega handtöku þess 21. nóvember 866 af hernum mikla undir forystu Hálfdáns var York ýmist undir norrænum stjórn eða staðfastlega í þeirra augum í næstum öld.

Þetta var helsta og langvinnasta bækistöð sjálfstæðs norræns valds á Englandi. Yfirtaka á 

Jórvik  mótaði mikilvægan stað til viðskipta og framleiðslu, miðstöð í viðskiptaneti milli vesturs og austurs, milli Jórvik, Dublin og Skandinavíu, og víðar, til Rússlands, Konstantínópel og Bagdad. Þetta voru hagstæð tengsl, sem leiddu til nýrra tengsla við Anglo-Saxon hagkerfinu, ásamt eigin neti kaupmanna með tengsl við Eystrasalt, Niðurlönd, Germaníu, Frakklands, niður til Ítalíu og Miðjarðarhafsins.

Árið 869 var Austur-Anglíu ríkið sigrað með píslarvætti Edmundar konungs. „Það skorti ekki hugrekki í Englandi, en það var eitt sem skorti, hugarsnilli, sem hafði enn ekki sýnt sig. Við getum ekki annað en grunað að á að baki aðgerðum víkinga, var einn sem, ef við vissum meira um hann, ætti skilið að vera minnst með Hannibal og Napóleon í sögunnar. Þegar við hugleiðum skipulag þessara innrásaraðila, þennan mikla stríðsleik sem var í gangi, hvernig floti eftir flota leitaði að veikustu punktunum; hvernig misstök í framrás, var endurnýjuð í árásum á hlið; hvernig samningslipurð í óánægðum bandalögum var framfylgt; hvernig hugtakið „að deila og drottna“ var skilið; hvernig netið var dregið um England frá stað til staðar annars vegar, þar til tími var kominn til lokaátaksins sem kæfði vald Wessex og gerði Bretland að öllu leyti norrænt: þegar við hugleiðum þetta, verður ekki umflúin sú hugmynd að mikil áætlun var að verki, einhver sterkur hugur stýrði stríðinu, sem ekki var byggt á skyndihugdettum óháðra ævintýramanna, né skipulagðra ránsferða, heldur einbeitt áætlun um landvinninga sem framkvæmd með af kunnáttu skákmanns í heimsveldistafli.“

„Það var ekki nein tilviljun að víkingarnir um borð í skipum sínum spiluðu dragleiki; maður finnur ferðatöfl og hluti sem sýna hvernig þeir nýttu tímann í vondum veðrum með einhverju vitsmunalegra en drykkju og leikjum. Sömu tilhneigingu má sjá í listum þeirra og bókmenntum. Engilsaxnesk ljóð hafa hugmyndaflug; vers víkinganna með flóknum stuðlum og rímum, fáguðum útfærslu samheita og „kenningum,“ hefur í sköpunarsnilld hægt að jafna til hvaða orðlist af því tagi fyrr eða síðan. Engilsaxneskur úrskurður hefur fegurð og þokka sem numin er erlendis frá, en úrkynjaðist brátt; meðan norræna skreytingar þróuðust úr einföldum gerðum í forvitnileg völundarhús sem jafnvel í samanburði við marglaga blúndur keltneskrar hönnunar, venjubundin og og þarfnast meiri þolinmæði en hugsunar, er auðvelt að fylgja. Árangur víkinganna var engan veginn drifinn af dónalegum og villimannlegum krafti; þetta var sigur andlegs máttar sem og siðferðilegs þreks og líkamlegu hugrekki.“ A.Brugge

Vopnaburður þeirra og vopn eru þekkt í „The War of the Gaedhil and Gaill“ sem mun betri en þeirra írsku, sem voru engu minni handverksmenn. Við umsátur  Parísar virðast þeir hafa notað vélar og árásaraðferðir eins vel og þær sem notaðar hafa verið öldum síðar; og í herferð Ívars vörðust þeir með mótuðum jarðvirkjum eins og „Danevirki“ sem var óvenjuleg þá í Skandinavíu og var dæmi um um færni sem þeirra að læra í herferðum sínum í suðri. Hvernig þeir nýttu sér hreyfanleika fótgönguliða, kerfi sem síðan var tekið um af Englendingum, gaf þeim mikið forskot; rétt eins og hið þekkta en erfiðasta bragð þeirra, örvadrífuna, sem gerði þeim kleift að brjóta framlínu djörfustu saxnesku hermannanna, og berjast með gömlu návígisreglunni. Óðinn kenndi fólki sínu í fyrndinni „svín-fylkinguna“, árás í fleygmyndun, eins og sögur þeirra sögðu frá, eins og Hálendingar  notuðu í Prestonpans; en hver var hetjan sem nýtti sér margar upplifanir sem safnað var úr suðrinu og skapaði níundu aldar víkinga sem urðu skilvirkustu hermenn þeirra tíma? Hver skipulagði herferðina miklu sem innlimaði East Anglia, Deira og Mercia? En af hverju tókst honum ekki að innlima ríki Alfreðs? 

Mesti snillingur landvinninga víkinga, að sögn prófessors A. Bugge (Vikingerne ^ i. Bls. 139) var Þorgestur, sem féll á Írlandi árið 843, eftir að hafa lagt undir sig hálft landið. En enn meiri maður hafi verið hinn goðsagnakenndi Ívar „hinn beinlausi“, sem á árunum 857 til 862 hafði barist á Írlandi, og leiddi nú hinn Mikli her í gegnum alla sína frábæru velgengni, og hverfur svo af vettvangi áður en velgengnin snérist í gæfu Saxanna. Það var hann sem írsku annálarnir kölluðu „æðstu konung allra norrænna manna í Bretlandi og Írlandi,“ og ensku annálarnir nefna með dýpstu hatri, hylling hinna sigruðu. Í Íslendingasögunum er hann sá slægi, „sem hafði engin bein í líkama sínum, en var mjög vitur;“ sem náði árangri í hverju verkefni með viti, þegar hugrekki bræðra sinna hafði mistekist. Elstur sona Ragnars Loðbrókar með dóttur Sigurðar Fáfnisbana. Hann er hinn stöðugi þáttur í mismunandi hópum sigurvegara, eins og hann er sagður í mismunandi heimildum. Bræður hans í Ragnars sögu Loðbrókar eru Sigurður Orm í auga, Hvitserkur og Björn Járnsíða; í ensku annálum eru bræður hans Hálfdán og Hubba (Ubbi \þó að Symeon aðgreini það síðasta sem Dux Frisiorum (frísískur konungur); í annálum Roskilde eru bræður hans nefndir, Ubi,  Björn og Ulph; og í írsku þremur brotunum eru bræður hans nefndir, Ólafur hvíti og Oisla (Haisl). Hann birtist 866-870 sem stjórnandi aðgerða  í Englandi, Skotlandi og Írlandi, alltaf með góðum árangri; og þó að sagan segi hann barnlausan, hlýtur hann að vera faðir hinnar miklu raðar Dublin-konunga og hinn „Aldni Ívar dómanna“ sem birtist sem höfuð ættbálka Hebridean.

Hraði landvinninganna þegar Ívar leiddi herinn er eftirtektarverður. Fram að því höfðu víkinga ekki haft mikla ávinninga; nú dugði fimm ár til að ljúka varanlegri innlimun Austur-Anglia, Deiral og norðurhluta Mercia: og það var ekki vegna lítillar eða lélegrar mótstöðu. Það er rétt að Northumbria truflaði framrásina aðeins; Osberht konungur hafði verið steypt af stóli af óverðugum Ella, og þetta var tækifæri Ívars; en ólíkt Írum,) grófu ensku fylkingarnar ágreiningi sinn og sameinuðust í harðri andstöðu við hinn sameiginlega óvin. Mercia var sterkt afl og fékk stuðning Wessex, en ekkert stóð gegn Ívari. Wessex var bjargað af Alfreð, en aðeins eftir að Ívar var horfinn. Vorið 867 fór hin Heiðni herinn yfir Humber og hafði í nóvember tekið York.

21. mars 868, sameinuðust allir Northumbriar í árás á York, en mistókst algerlega. Ef það hefði verið ætlan Ívars að herja, hefði hann fangað Bernicia; hefði hann viljað eyðileggja, hefði hann ekki látið stóru kirkjurnar í York og Ripon standa. Rústir voru rændar, en landið var skilið eftir innfæddum konungi, Ecgberht nokkrum, sem annað hvort sem endurreistum erfingja eða einhverjum sem samþykkti að halda því sem yfirráð Dananna. Þannig stofnaði hann varanlega konungsætt. Áætlun Ívars var að hreinsa út stjórn Mercia og setja Wessex í skefjar. Hann tók Nottingham: Burhred kallaði  til sín hjálp frá Ethelred og Alfreð; en eina niðurstaðan var sáttmáli þar sem Ívar sneri aftur hægfara til York og styrkti borgina að nýju veturinn 869, 870. ; því að eins og Asser segir, voru gömlu múrarnir í York léleg vörn. Árið 870 forðaðist her Ívars, miðsvæði Merciu, og virti fram að því sáttmálann um Nottingham, hélt gegnum Lincolnshire til þess að ná Thetford. Eadmund konungur í Austur-Anglia réðst til átaka til einskis og féll; sumar frásagnir segja okkur að hann hafi verið drepinn í bardaga; síðari goðsögn píslarvættis hans er vel þekkt. En ef grimmdarsagan er sönn, þá er það eina skýringin á þessu tímabili væri sú að Ívar hafi álitið hann svikara, líkt og Ecgberht í Northumbria, sem ríkti í skjóli Dana. Hvergi er minnst á föður Eadmund né ættbók , sem tengir hann við innfædda konunga. En að minnsta kosti féll hann í vörn lands síns og trú og þáði kórónu píslarvættis. Hátíðisdagur hans var ákvarðaður 20. nóvember 870.

Frá þeirri stundu hverfur Ívar líka frá Englandi. Hann er venjulega álitin ákvarðandinn í andláti St. Eadmund, en í öllum síðari aðgerðum er hann ekki nefndur. Annálar Ulster, sem oft eru tengdir ártölum, nefna undir árinu 869 „umsátrinu um Alclyde (Dumbarton) af Norðurmönnum: Ólafur og Ívar, tveir konungar af Norðurmanna, sátu um vígi, og í lok fjögurra mánaða umsáturs stormuðu þeir og tóku það ; “ og síðan á næsta ári, að Ólafur (Hvíti) og Ívar komu aftur til Dublin frá Skotlandi „með mjög mikill herfangi, Englendingar, Bretar og Pictish, voru fluttir til Írlands.“ og að lokum, undir 872, „ Ívar, konungur Norðurmanna á Írlandi og Bretlandi, lauk lífi sínu.“ Það getur ekki verið neinn vafi á því að þessi Ívar er maðurinn sem stýrði hernum á Englandi: honum hefði annars ekki verið lýst sem konungi Norðurmanna á öllum Írlandi og Bretlandi; hann hefði heldur ekki getað flutt til Dublin „mjög mikinn herfang enskra fanga“ sem og Breta (eða Strathclyde velska) sem voru teknir í árás á Dumbarton, aðalvígi Strathclyde.

Forvitnilegt er að sjá að hann spilar með Ólafi hvíta, norðmanni; en hann hafði verið með honum áður 858 og 862, og hvarf síðan úr írskum annálum þar til nú. Ívar hinn slægi gerði lítil mun á dökkum og ljósum útlendingum, þegar tækifærið bauðst til að ýta örlög sínum; og nú landvinninga um England sem héldu áfram og eftirstöðvar verka hans vegna í norðri héngu í jafnvægi með löngum umsátri um höfuðborg Strathclyde, flýtti sér að veita aðstoð sína og færði her sinn og enskt herfang. Að umsátrinu loknu og eftir veturinn í Clyde sigldi hann til Dyflinnar og lést þar í friði tveimur árum síðar. Í annálunum kemur fram óvænt yfirlýsingin um að „hann sofnaði í Kristi.“ Ef það er rétt, freistast maður til að álykta að skýrasti og hugkvæmasti allra víkingaleiðtoganna hafi fundið, fyrir andlát sitt, eitthvað sem var  í trúarbrögðum sem hann hafði ofsótt? Það er ekki svo óhugsandi, því að í Dublin hlýtur gamli konungurinn að hafa séð mikið af Auði drottningu Ólafs hvíta; hún var þá kona á miðjum aldri, því að hún dó öldruð um 900; og hún var þekkt sem ein af kristnu landnemunum á Íslandi og sem ein valdamestu persónan í sögu gömlu norrænu sögunum. En við megum ekki byggja á hugleiðingum sem, þegar öllu er á botninn hvolft, geta verið klerkavillur. Þegar Ívar yfirgaf herinn í Englandi var fyrir hendi gamla frumkvæðið og eldmóðurinn; að stefna að landvinningum, en ekki náðist frekari afgerandi og varanlegur árangur. Hvað var síðar eftir að Danelög voru hernumin;  engu var bætt við þrátt fyrir stöðugan stríðsrekstur næstu sjö árin: meistarinn var horfinn.“  SCANDINAVIAN BRITAIN   W. G. COLLINGWOOD,

Árið 869 gengu Danir, sem höfðu verið að vetri í York, um Mercia til Austur-Anglia og tóku upp búsetu sína í Thetford. Edmund konungur Austur-Anglia , sem lítið er vitað um í annálum annað en hann réðst til atlögu við víkinga, en Danir undir leiðtogum þeirra Ubba og Inguar sigruðu og konungur sjálfur var drepinn, hvort sem er á raunverulegu bardaga sviði eða í síðari píslarvætti er ekki viss, en víða núverandi útgáfa sögunnar sem fær hann til að fallasem píslarvottur fyrir dönsku örvarnar þegar hann hafði neitað að afsala sér trú sinni eða halda ríki sem peð heiðnu höfðingjanna. Hann var grafinn í Beadoricesworth (nú Bury St. Edmund’s, West Suffolk), þar sem helgidómur hans varð frægur. Þetta var öfugt hlutskipti sem eftirmál Ælla konungs Northumbríu sem dó í bardaga við Heiðna Herinn 867, í eftirmálum um hann er telja þegnar hans að guð hafi sent víkinga til að refsa honum fyrir illverk sín gagnvart þegnum sínum.Víkingar leyfa innfæddum undirkonungum að stjórna í Austur-Anglia um tíma og byrjar á *Oswald konungi. Innrásarherirnir herjuðu á fenin. Heimamenn leita hælis í Peterborough (Medshamstead) klaustrið (dómkirkjunni), en þeim er öllum slátrað og klaustrinu eytt. Ívarr hinn beinlausi fer til Northumbria og síðan Dublin þar sem hann verður konungur. Coldingham Priory er eytt af hans mönnum.

Fleiri víkingar („sumarher“) komu til Fulham árið 871, alveg er hugsanlegt að átt sé við víkingaher Ívars og Ólafs Hvíta frá Írlandi og urðu bandamenn við víkingaherinn sem fyrir var. Annálar Ulster, nefna undir árinu 869 „umsátrinu um Alclyde (Dumbarton) af Norðurmönnum: Ólafur og Ívar, tveir konungar af Norðurmanna, sátu um vígi, og í lok fjögurra mánaða umsáturs stormuðu þeir og tóku það ; “ og síðan 870, að Ólafur (Hvíti) og Ívar komu aftur til Dublin frá Skotlandi „með mjög mikill herfangi, Englendingar, Bretar og Pictish, voru fluttir til Írlands.“

Rætt hefur verið um bakgrunn stríðsmannanna sem voru virkir í Englandi á þessum árum. Upprunalegi herinn virðist hafa verið bandalag mismunandi flota. Það kann að hafa falið í sér víkinga sem voru þegar í Englandi , liðsauka frá Vestur-Frakklandi þar sem tækifærin höfðu minnkað sem og liðsauki frá Írlandi. 

Ívar (beinlausi), var einn af víkingaleiðtogum Englands, og hægt að bera kennsl á Ívar, sem konung víkinga á Írlandi. Samkvæmt hinu Anglo-Saxon Chronicle deildi bróðir Ívars og eftirmaður, Hálfdan út löndum í Northumbria til víkingalandnema. Aðgerðir hans í Norður-Bretlandi er einnig skráð í írskum tímaritum ( Mac Airt og Mac Niocaill 1983: s.aa. 874 [= 875] .3, 874 [= 875] .4, 876 [= 877] .5).

Þrír víkingaleiðtogar sem kunna að hafa komið til Englands árið 871, nefnilega ‘Guthrum’, ‘Anwend’ og ‘Oscetyl’, með svonefndum „sumarher 871“ tóku völdin í Austur-Anglia árið 874. Næstu fjögur ár tóku fylgjendur þeirra stjórn á hlutum Mercia og fóru í herferð gegn Vestur-Söxum . 

Bróðir Ívars, Halfdan Víðförli flytur víkingaherinn til Wessex um Thames og tekur Reading sem hann gerir að höfuðstöðvum sínum. Víkingar lenda í átökum við Ealdorman Aethelwulf frá Berkshire í orrustunni við Englefield. Innrásarherirnir eru reknir aftur til Reading og í umsátri af Aethelred I. konungi og Alfreð bróður hans. Er Ealdorman Aethelwulf drepinn í bardögunum. Danir eru sigursælir og reka Englendinga út í mýrarnar.

Hálfdan kemur fyrir í  Anglo-Saxon Chronicle  í fyrsta skipti í Bretlandi með komu „Stóra heiðna hersins“. Svo er að sjá að þegar Ívar víkur af enska sviðinu er Hálfdán bróðir hans nefndur sem foringi stóra hersins. Hálfdán réðst inn í Wessex árið 870 samkvæmt annálum, en dregur sig til baka með Bagseg til að leiða orrustuna við Ashdown árið 871. Síðan hélt hann áfram í átt að Lundúnum. Samkvæmt ASC fóru víkingarnir frá London 873 og höfðu vetrarsetu í Torksey í Lindsey. Þegar Stórherinn skilaði sér – eftir vetrartímann – frá bækistöð sinni í Repton (Hreopedune). 873 var Mercia sigruð.  Á árunum 873-4, fór Hálfdan til York, sigraði á Tyne 874-75, og næsta vor áfram til Bernicia, Lothian og Strathclydein 875 – allt eins og getið er um  Anglo-Saxon Chronicle.

Næsta ár, 876 skiptir Hálfdan Northúmbríu – suður af Tyne – milli manna sinna. Hann setti menn sína niður í lönd í Deira og þeir stunduðu búskap. Eftir að hafa sigrað York og nágrenni, verðlaunaði Hálfdan dygga „jarla“ sín með höfuðbólum sem staðsett eru í kringum York. Flest höfuðbólanna frá Tees-fljóti suður að Humber-ánni, þar með talið höfuðborgin York sjálf, urðu heimili hinnar nýju norrænu elítunnar. Hálfdan hverfur úr engilsaxneskum heimildum fljótlega eftir þetta. Wessex féll undir víkingastjórn á fyrstu mánuðum 878, en sigri Alfreðs konungs það árið hindraði frekari landvinninga víkinga.

876 – Víkingar taka Wareham undir leiðtoga sinn, Guthrum, og Alfreð konungur í Wessex neyðist til að kaupa frið enn og aftur. Innrásarherirnir hörfa til Exeter. Dauði Oswald undirkóngs frá Austur-Anglia. Landvinningar víkinga 860 og 870s færði mikið víkingum yfirráðasvæðis í Austur- og Norður- Englandi. En konungar í Wessex voru í baráttu um að ná þeim löndum aftur til sín. London var einn af fyrstu ávinningunum sem Alfred náði. 

Alfreð konungur var rekinn tímabundið í felur í Somerset mýrarnar, en mikill sigur hans við Edington tryggði sjálfstæði Wessex. Sem afleiðing af þessu áfalli fór floti víkinga frá Englandi seint 878 til herferðar til Frakklands (sem höfðu hrikaleg áhrif: Maclean 1998). Land í Austur-Anglia var dreift meðal fylgjenda Guthrum. Mörk milli svæða á enskrar stjórnar  og sem víkingar stjórnuðu (sem náði frá Thames ánni, um Bedford, til Watling Street) voru viðurkennd í sáttmála sem saminn var milli Alfred og Guthrum nokkru fyrir 890.

Önnur mikil víkingaógn í valdatíð Alfreðs varð árið 892. Á þessu ári komu tveir stórir flotar til Kent . Þei fengu litlu áorkað þrátt fyrir að fá stuðning frá víkingum með aðsetur í Northumbria og East Anglia. 

Árið 896 leystist víkingaherinn upp sem tákn sem mestu ógn Alfred. Sumir þessara hermanna settust að á svæðum undir víkingastjórn á Englandi , en aðrir fóru til meginlandsins. Mistök þessarar víkingaherferðar má rekja til stefnu Alfreðs, sem byggði net turnvirkja, endurskipulagningu hers hans, og rak áróður sem miðaði að því að sameina þegna hans, svo og sáttmála sem miða að því að deila óvinum hans (Keynes og Lapidge 1983). 

Eftirmenn Alfreðs þróuðu stefnu sína og unnu að því að koma víkingabyggðum undir þeirra stjórn. Hins vegar er eðli víkingabyggða á níundu öld og víðar óskýr og hefur verið mikið til umræðu. Umræður hafa geisað um stærð víkingsherja, notkun gagna um örnefni og eðli menningarlegra og málfarslegra breytinga. 

Frá þessu hefur ný samstaða fræðimanna komið fram um að ekki sé einfaldlega hægt að draga fjölda innflytjenda af áhrifum þeirra á gestgjafasamfélagið. Frekar eru áhrif víkinga á svæðum í Englandi sem þeir byggðu meira í tíma og siða víkinga og eðli samspils víkinga og enskra.

Hálfdani var ekki skipt út fyrir norrænan konung í York fyrr en Guthred (Guðröður) var kosinn árið 883. konungs.

Þessir tveir konungar – Hálfdan og Sigfríður, bræður, Sigfríður Jarl í Danmörku og Hálfdán í Bretlandi – kunni að hafa haft eitthvert konungvaldi í Danmörku, eða hluta þess. En á tímum þegar Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru ekki enn sameinuð ríki voru norrænir konungar margir, kemur það ekki á óvart að í innanlandsátökum hafir margir ‘konungar’ reynt að skapa sín eigin ríki í vestri.

Adam frá Bremen greinir frá því að Guðröður tók við af Halfdáni – og synir hans, Ólafi, Sigfríður og Rögnvaldur hafi verið konungar í Northumbria.  Adam vitnaði í – nú glatað –Gesta Anglorum sem inniheldur þessar upplýsingar:

Chronicon Æthelweardi 893- (4) nefnir hugsanlegan Sigfríði sem stýrði norrænum flota gegn North Devon og umsátri Exeter með 140 skipum, sem bendir til þess að Northumbria hafi verið heimaland Sigfríðs. 

Haustið 892 kom 250 skipa floti frá Boulogne til Roman Portus Lemanis og upp ánna Limen (sem þá var til) til Appledore, í Kent. Þar tóku víkingar virki sem var í byggingu sem þeir luku við. Fljótlega eftir það kom Hastein sjálfur með 80 skip upp Thames komu sér fyrir í Milton, nærri Sittingbourne.

Á þessum áratug höfðu víkingar samspil milli borganna Dyflinnar og York sem stöðvuðust í eitt skipti vegna innri ólgu í stjórn Dyflinnar. Þess vegna, var Sigfred jarl sendur til Dublin til að koma á reglu þar.

„Mikil truflun meðal útlendinga Áth Cliath, og þeir dreifðust, ein deild þeirra fór með Ívarssyni og hin deildin með Sigfred jarli“. 

Þetta leiddi til þess að Sigtryggi Ívarssyni í Dublin var settur af  og Sigfríður jarl Guðröðarson tók við völdum um skeið árið eftir. Eftir það er Sigtryggur aftur tekin við völdum. Hinn 24. ágúst 895 var Sigfríður tekinn við af Guðröði sem konungur York, á milli 895-900. Sigfríður deyr um 900, en aðstæður eru ekki þekktar.  Svo virðist sem það hafi verið annar konungur í norðurhluta Írlands á þessum tíma sem hét Knútur, þar sem fjöldi mynta sameina nöfnin Siefred og Cnut (c. 895-902); þetta gæti bent til þess að þeir réðu sameiginlega í Northumbria. Hlutfallsleg tímaröð fyrir sameiginlegu málin var talin vera á tímabilinu eftir andlát Guðröðar og c. 900. Báðir Sigfred og Cnut eru aðeins þekkt frá myntum – og er ekki minnst á þá í  Anglo- Saxon Chronicle.

Aðeins tveir og sjaldgæfir myntir sem tilheyra þessu tímabili og hamar, bera áletrunina Sihtric kemur  (c. 895) og það er góð ástæða til að trúa því að hann beri kennsl við Sigtrygg I Ívarsson frá Dublin.  Þessi auðkenning er mikilvæg vísbending um að yfirtaka Skandinavíu á York í tengslum við Dublin skapaði sameiginlega norðurveldi, mikilvæga viðskipta- og framleiðslu aðstöðu í viðskiptaneti Austurs-Vesturs. Það kann að skýra viðbrögð bæði Guðröðar konungs og Sigfríðs jarls við óróanum sem varð í Dublin árið 893 og þar sem Sigtrygg I Ívarssonar var vikið frá um tíma.

Eftir andlát Knúts var annar Hálfdan II konungur York 902-910. Aftur bera tvær myntir (Cuerdale) áletrunina Alfdene Rex (merkt 910) og er líklegt að þau tengist norska konunginum Hálfdáni sem var drepinn árið 910. Samkvæmt Anglo-Saxon Chronicle átti sér stað bardaga í Tettenhall í Staffordshire 5. ágúst 910 þar sem tveir konungar Healfdene og Eowils (Ecwils, Eywsl) og sérstakur Ívar (Inwaer) féllu í bardaga. Hugsanlega var Hálfdan II sameiginlegur konungur York með Eowils (Chronicon Æthelweardi). Sumir hafa þó haldið því fram að þessir konungar virðist vera þeir síðustu í þessari grein og York eftir það var stuttlega tekinn við af Rögnvaldi Ívarssyni frá Dublin í c. 911

Upphaflega tengdi Anglo Saxon Chronicle norræna landnámsmenn við íbúahópa svæðisins, um árið 890 er vísað til mismunandi víkingsherja sem ‘Northumbrians’ eða ‘East Angles’, hver undir stjórn einstakra konunga og fjölmargra jarla. Mercia var um þetta leiti, skipt á milli enskra og norrænna stjórnarherra. Hlutinn sem var í víkinga höndum var að því er virðist skipt milli norður- og suður víkingakonunga. Alfreð-Guthrum-sáttmálinn bendir til þess að víkingar í Austur-Anglíu réðu eins langt norður að Stoney Stratford (Bucks.) Víkingahópurinn í Northumbrian náði eins langt suður og að Stamford (Lincs.) árið 894. Norður-Northumbria hélst sjálfstætt á þessu tímabili, undir stjórn innfæddra konunga með aðsetur í Bamburgh. Ekki er ljóst hvort að víkingar í Northumbrian réðust að vesturströndina á um 890, þó að Manchester hafi verið undir stjórn víkinga í Northumbrian árið 919, rétt áður en þeir voru reknir burt af Englendingum. Notkun texta í enskum ritum er ekki alltaf gagnlegur ef við viljum ákvarða mörk mismunandi víkingasvæða.

Breytingar á landamærum eru oft staðfestar í The Anglo-Saxon Chronicle á fyrri hluta tíundu aldar þegar ráðamenn í Wessex juku vald sitt norður á bóginn. Edward, sonur Alfreðs, starfaði í bandalagi við Æthelflæd systur sína og mág sinn, Æthelred, sem réði yfir ensku Mercia, til að koma East Anglia og hluta Mercia sem víkingar réðu í hendur enskra. Upphaflega hafði Edward barist gegn Æthelwold frænda sínum sem átti kröfu um hásætið í Wessex . Æthelwold hafði stuðning Austurvíkinga og Norður-Umbíumanna (víkinga þaðan) en hann var drepinn í bardaga ásamt víkingakonungi sem nefndur var Eiríkur. Bardaganum var fylgt eftir af skammvinnu vopnahléi. Árið 910 sigraði Edward víkingasveit í Tettenhall (Staffs.) Þar sem þrír konungar víkinga ‘Eowils’, Hálfdan og Ívar voru drepnir. Þessi röð atburða veikti mátt víkinga á Englandi verulega. 

Þessi veiking kann að hafa orðið af minna innstreymi víkinga frá Galísku svæðunum til norðvestur Englands. Það er hægt að ætla að pólitísk sundrung hafi verið meðal víkinga, þar sem ekki er greint frá neinum konungi víkinga á Englandi á tímabilinu frá 910 til 918, en þar er vísað til jarls sem stjórnar einstökum víggirtum miðstöðvum. Það var á þessu tímabili sem Edward King og bandamenn hans í Mercian náðu verulegum árangri.

Víkingar North-Umbriu hefði getað fallið í enskar hendur árið 918 hefði það ekki verið fyrir víkinginnrás frá Írlandi undir forystu Rögnvalds dóttursonar Ívars beinlausa. Herferð hans sem náði hámarki í orrustunni við Corbridge er skráð á írska, skoska og enska frásagnir. Sumir sagnfræðingar hafa haldið því fram að það hafi verið tvær orrustur sem áttu sér stað við Corbridge, en það er villa sem byggist á lestri á elleftu aldar textanum Historia de Sancto Cuthberto. Skráðar heimildir benda skýrt til þess að aðeins einn bardaga hafi átt sér stað (Mac Airt og Mac Niocaill sa 917 [= 918] .4;. Eftir bardagann varð Rögnvaldur konungur í York .

Því hefur verið haldið fram lengi að hægt sé að túlka stjórnmál í Norður-Umbríu snemma á tíundu öld með tilliti til samkeppni milli Anglo-Dana og Írsk-Norrænna víkingahópa. Samkvæmt „The Mercian Register“ lofuðu íbúar York hlýðni við Æthelflaed í Mercia skömmu fyrir andlát hennar árið 918, sem hafði verið talið vera merki um vanvirðing Anglo-Dana við stjórn Rögnvalds. Hins vegar gæti þetta loforð verið fyrir Corbridge orrustuna og þarf ekki að benda til þess að ensk stjórn hafi verið ákjósanlegri en Rögnvalds, barnabarns Ívars. Reyndar fannst Rögnvaldi sjálfum nauðsynlegt að viðurkenna yfirráð Edwards á fundi árið 920. Kenningin um þjóðernislega samkeppni milli Dana og Norðmanna á Englandi virðist byggð á of stífri þýðingu á Norðmann sem ‘norska’ á enskum heimildum. Samanburður á Insular chronicles bendir til þess að góð tengsl  milli Víkingaleiðtoga Dublin og York hafi haldist frá 860 þar til 950, og það hafi ekki verið um valdsskipti milli danskra og norskra hópa.

Edward gæti hafa tapað einhverju landi sunnan Humber til víkinga í Northumbria undir lok valdatíðar sinnar. Sonur hans Æthelstan rak víkingakonunginn frá York árið 927 á brott og réð ríkjum í Northumbria fram til dauðadags 939. Þess vegna er Æthelstan ( Aðalsteinn) fyrsti konungurinn sem sameinaði England. 

Ólafurr Gotfriðarson, var konungur í Dyflini (934-941 e.Kr.) og að auki konungur York í tvö ár (939-941). Hann var afkomandi Ívars beinlausa, konungs í Dyflinni, sem var sá sami Ívar sem m.a stýrði Heiðna hernum sem réðst inn í Englandi árið 865. Faðir Ólafs, Gotfriður, náði York árið 927; þó var hann rekinn þaðan á sama ári af Æðelstan (Aðalsteini), konungi Vestur-Saxa. Gotfríður hafði fengið stuðning skoska konungsins Causantin II mac Áeda, sem studdi hann í York til að geta komið sér upp gagnlegum stuðpúða gegn metnaði Vestur-Saxa. Hins vegar gæti verið að Gotfríður hafi ekki haft stuðning stjórnandi Anglo-dönsku elítunnar í York, sem var nauðsynlegur til stöðugra samskipta við íbúa og nágranna. Faðir Ólafs lést árið 934. Eftir andlát föður síns tók Ólafur við sem konungur í Dublin og áður en hann gat beitt athygli sinni að York hafði hann eytt nokkrum árum í að treysta vald sitt í Dublin. Um þessar mundir, í Norður-Englandi, hafði friðurinn á milli Skotakonungs Causantíns og hins enska Æðelstan rofnað og Æðelstan hafði leitast við að leggja undir sig lönd Skota, ef til vill að hluta til fyrir stuðning þeirra við víkinga, með því að sverta Alba land og sjó. Þessi innrás hafði þveröfug áhrif á Skotana og veittu þeim meiri hvata til að styðja Norðmenn. Á þessu stigi eru nokkrar vísbendingar um að Causantin hafi bundið bandalag sitt við Norðmenn enn frekar með því að giftast dóttur sína Ólafi.

Haustið 937 fluttu Ólafur og her hans skip sín á undan Forth-Clyde  og lögðu af stað til Humber en bandamaður hans Causantin og Strathclyde Bretar gengu suður. Óláfr og bandamenn komu til York og norrænu nýlendurnar á Midlands, með Wessex Dönum í York. Þetta lið fór langt sunnan Humber, þar sem þeir, að Brunanburh, lentu loks í bardaga við Æðelstan og Vestur-Saxneski hernum. Ólafur tapaði þessari orrustu . Her Æðelstan vann „ævarandi frægð með sverðum sínum í bardaga við Brunanburh“ segir vestur-saxneska ljóðið. „Orrustan við Brunanburh“ orðar það með þema að vinna algeran sigur á heiðingjunum og villimennsku bandamanna þeirra. Frægasti atburðurinn á ferli hans er orrustan við Brunanburh þar sem Englendingar sigruðu bandalag milli Alba – konungs (Norður-Bretlands ) og víkinga af ætt Ívars árið 937. Hvar  þessi orrusta var háð er ekki víst. Skýring á þátttöku Skota má skýra með tilraunum Æthelstan til að útvíkka vald sitt um Bretland sem hafði valdið stríði við Konstantín, konung Alba árið 934. Það voru einnig nokkur velsk samúð við Northumbriansin frá því um 930-40 árunum, sem lýst er í skálduðu ljóðinu Armes Prydein Vawr.

Ólafur og leifar her hans gátu flúið til York og síðan heim til Dublin. Tapið hjá Brunanburh var mjög þungt fyrir báða aðila. Þrátt fyrir sigurinn á Vestur-Saxlandi, virðast þeir hafa borið lítinn árangur í því að tryggja nein tök á landinu handan árinnar Humber. Aftur á Írlandi gripu keppinautar Ólafar tækifærið og réðust á Dublin. Þrátt fyrir árás sína tókst þeim ekki að eyðileggja herinn og flotann, og var hefnt með því að fanga vígi Uí Néill og konungs og sem endurheimta þurfti hann aftur gegn miklu gjaldi. Með þessum lausnarfé gat Ólafur aukið álit sitt og jafnvel undirbúið sig aftur fyrir York þegar tækifæri gafst. Ólafur þurfti ekki að bíða mjög lengi. Árið 939 andaðist Æðelstan og Ólafur tók fljótt York án andstöðu. Hann var boðinn velkominn aftur.

Til þess að endurheimta landsvæði og stolt réðist Ólafur suður af Humber, endurheimti danska hlutann í Mercia og réðst á bæi eins og Leicester og Tamworth á ensku Mercia. Á Leicester árið 940 kom arftaki Ólafar og Æðelstan, hinn ungi konungur Edmund, til valda í blóðlausu samkomulagi sem erkibiskuparnir í York og Cantterbury unnu fyrir þá. Með þessum samningi gaf Edmund Ólafi Danalög sem Æðelstan hafði tekið. Í þessari einu aðgerð hafði Ólafur snúið ósigrinum við og ýtt engilsaxneska landsvæðinu aftur þangað sem það hafði verið kynslóð áður. Eftirmenn Æðelstan tóku sig upp á ný til að koma aftur á yfirráð í löndunum sunnan Humber. Lítið er skrifað um persónulega eiginleika og persónu Ólafs, þó að honum sé lýst af William frá Malmesbury sem „þessum djörfustu æsku“, þegar hann réðst á Æðelstan 937. Æska hans virðist hafa verið þessi athyglisverðasta eiginleiki fyrir miðalda rithöfunda og mikilvægur valkostur við þetta er setningin „ungur Ólafur“. Það kemur fyrir í fornnorrænu ljóði í Egils Sögu, sem getur verið samtímis athugasemd við fyrstu orrustu Ólafs á Englandi, við Brunanburh. Ólafur var að minnsta kosti 18 ára gamall við Brunanburh og gæti hafa aðeins verið 21 eða 22 ára þegar hann féll í herferð í Lothian. Við getum skilið betur hvernig erkibiskuparnir í Canterbury og York höfðu frumkvæði að Leicester árið 940 þegar við gerum okkur grein fyrir því að þeir höfðu samið um tvo mjög unga kappakónga. Egils Saga lýsir líka Ólafi sem rauðum eða rauðhærðum, eiginleiki sem ekki er minnst á annars staðar. Stjórn Ólafs í York hlýtur að hafa verið kraftmikil. Honum hafði tekist að ná aftur stjórn á Danelaw með samningaviðræðum frekar en bardaga. Hinn ungi Ólafur hefði haft mikinn persónuleika og leiðtogahæfileika til að halda saman yfirráðasvæðum sínum, sem innihélt helmingi Englands sem og blómlegu ríki Dyflinnar.

Blómstrandi svæði sjálfstæðra norrænna svæða á mið og norður Englandi entist ekki lengi. Þrátt fyrir að hafa sem nýr konungur í York náð mjög góðum árangri 939-941 eftir sigur í Mercia og gegn englum of Bernicia, þá lést Ólafur í herferðinni 941, og frændi hans, Ólafur Kvaran tók við. Á þessum tíma var Ólafur Gotfriðarson líklega ekki í herbúðum vegna ræningja, álit og lands: Hann var líklega að reyna að tryggja varanlega styttri leið yfir England til að stuðla að auðveldari samskiptum og ferðalögum milli York og Dublinar. Eftir andlát Ólafs og missi landsvæðis sunnan Humber 942 var víkinga mynt aðeins bundið við York. Þríleikaröð Ólafur Kvarans (941-943) er andstæða borða sem nútíma áhugamenn um víkinga hafa gefið til kynna að sé hrafnbaninn. Hins vegar er bendingin mjög lítil. Seinni mynt frá York, meðan stjórn Eiríks Blóðöxi stóð yfir (948, síðar 952-954), tóku upp sverðmótíf í mynt St Peter-stílsins í kjölfar töku York árið 919.

Eftir dauða Æthelstan er, var konungsríkið í York og lönd sunnan Humber sem kölluð voru ‘the five boroughs’ aftur komið í hendur víkinga. Pólitískar aðstæður í norðri héldu áfram að vera óstöðugar og víkingasvæðin voru unnin og týndust á víxl þar til þau voru unnin af Eadred frá Wessex að lokum árið 954.

Helstu sögulegar heimildir fyrir hnignun víkingavaldsins eru að mestu leyti skrifaðar frá ensku sjónarmiði. Það er kannski vitni af krafti orðræðu þeirra að sagnfræðingar vísa oft til töku víkinga á Wessex sem „innlausn“ eða „endurheimt“ og stríð Alba gegn Æthelstan (sem leiddi til bandalags við víkinga ) sem ‘uppreisn’. Þar sem Wessex átti enga lögmæta kröfu um að stjórna Bretlandi, er slíkt málfar vafasamt. Það er vafasamt að meirihluti samtímamanna hafi litið þetta þessum augum og slíkar túlkanir geta líka verið óþarflega litaðar af síðari stjórnmálaatburðum.

 Einn áberandi þáttur atburða á síðasta áratug víkingastjórnar í Northumbria er stuðningurinn sem Wulfstan I, erkibiskup í York veitti Ólafi og Eiríki víkingakonungum. Það þrátt fyrir framgöngu Wulfstan til að koma enska konunginum Æthelstan til valda. Spurningin um tengsl víkinga við kirkjuna er nátengd umræðum um áhrif og samþættingu við víkinga. Þetta samband breyttist greinilega frá komu fyrstu víkingaflotanna seint á áttunda öld til miðrar tíundu aldar. Upphafstengslin einkenndust af eyðileggingu þar sem ráðist var á kirkjustaði. Þessari eyðileggingu var fylgt eftir á svæðum víkingalandnáms og ránum á sumum, ef ekki öllum eignum kirkjunnar. Þetta brottnám auðs kirkjunnar olli greinilega banvænu áfalli klausturlífs á svæðum undir víkingastjórn. Sálgæslu kann að hafa haldið áfram með stuðningi presta af kristnum íbúum sem voru eftir landnám víkinga. Sýnt hefur verið fram á að sumar kirkjustaðir voru notaðar í kjölfar (og ef til vill á) trúbreytingum og samþættingu íbúa og víkinga. Þar sem trúbreyting virðist hafa byrjað nokkuð hratt, hafi kirkjur sem höfðu verið eyðilagðar, verið brátt endurbyggðar.

Aðeins einn staður sem hafi verið án mikilla eyðileggingar á svæðum undir stjórn víkinga og það var í York . Þessi sigraði bær var undir verndarvæng hjá skandinavísku konungunum í York frá 890 áratugnum. Mynt sem bar nafnið St Peter var framleitt í York á fyrsta áratug tíundu aldar. Þrátt fyrir fullorðinsskírn Ólafs víkingakonungs í York, sé skráð svo seint sem 943, þá þarf það ekki að gefa til kynna að það hafi valdið umskiptum eins og oft hefur verið talið. Skírn fullorðinna var ekki óalgengt í kristnum samfélögum á miðöldum. Margir steinkrossar, sem reistir voru í Norður- Englandi á tíundu öld, benda til nokkurs eldmóðs kristni meðal ensk-norrænnar fyrirmanna (að vísu stundum með framsetning á norrænum goðum í hönnun þeirra). Dreifing þessara krossa og sönnunargögn um borgarkirkjur benda til þess að valddreifð kirkjuleg uppbygging hafi ríkt. Þetta kann að hafa stafað að hluta af íbúum fyrir víkingatímann og vöxt kaupmannastéttar (sem var afleiðing vaxtar í þéttbýli í byggðum víkinga). Ekki er vitað hvaða heiðna dýrkun kann að hafa verið til staðar. York , sem var síðasti bær víkingavaldsins í Englandi, féll aftur til konungsveldisins Vestur-Saxlands árið 954. Sum svæði Englands héldust þó áfram undir norrænni stjórn. Samtímaskjöl gefa samt sem áður ófullkomna mynd af stjórnmálasamtökum á svæðum undir stjórn víkinga.

Frá árinu 954 reyndu Englandskonungar að tryggja sér völd á víkingasvæðum. Edgar konungur (959-975) leyfði svæðum víkinganna að hafa eitthvað sjálfræði sem umbun fyrir hollustu þeirra, en setti innlenda löggjöf í þjófnaðarmálum. Heimildir frá valdatíma Edgar sýna að íbúar „Danelaw“ töldu sig vera frábrugðna íbúum annarra staða í Englandi . Samspil norrænna og enskra vakti sérstaka svæðisbundna sjálfsmynd. Edgar hitti einnig aðra einangraða víkingakonunga, þar á meðal Maccus Haraldsson, konung Eyjanna, árið 973, til að tryggja friðsamleg samskipti, ef til vill til að koma í veg fyrir að ósætti ef íbúar í Danelaw leituðu stuðnings þeirra. 

Viðleitni Edgar varð minni á valdatíma sonar hans Æthelred (979-1016). Æthelred var kominn til valda í kjölfar morðsins á bróður sínum. Pólitískur óstöðugleiki í kjölfarið virðist hafa hvatt víkinga frá keltnesku svæðunum og Norðurlöndunum til að gera árás á England. Upphaflega beindust árásir að vestanverðu Bretlandi og það er hægt að tengja Guðröði, konungs Manar og Eyja. Um 990 voru gerðar á ný nokkrar árásir að Austur- Englandi undir forystu Ólafs Tryggvasonar, síðar konungs Noregs og Sveins Haraldssonar, síðar Danakonungs . Æthelred virtist ófær um að sameina þegna sína á áhrifaríkan hátt gegn þessari ógn. Þrátt fyrir röð friðarsamninga og greiðslur skatta til víkingsherja tókst ekki að hefta árásir. Árið 1002 skipaði Æthelred þegnum sínum að drepa alla Dani á Englandi. Þetta var ef til vill hugsað sem leið til að beina reiði fólks vegna innrásar víkinga í burtu frá konungi. Þegnar Æthelred voru einnig hvattir til að leita guðlegrar aðstoðar gegn óvinum með bæn.

Engu að síður var England sigrað árið 1013 af Sveini Haraldssyni. Hann kom með innrásarflota til Gainsborough (Lincs.) og vann fljótt stuðning íbúa. Kannski hefur viðleitni Æthelred til að hefta lagalegt frelsi Danelaw hvatt íbúa til að styðja þennan keppinauta konungs. London hélt lengst út gegn þessari innrás, en um jólin 1013 fór Æthelred í útlegð. Helstu færslur Anglo-Saxon Chronicle fyrir stjórnartíð Æthelred voru skrifaðar stuttu eftir að valdatíma hans lauk, líklega af einum höfundi. Þessar skýrslur beinast að mistökum Æthelred og danski landvinninginn hafi verið óhjákvæmilegur. Þetta veitir skýra áminningu um að lýsingar á nýlegri fortíð í rituðum heimildum geti verið undir miklum áhrifum vegna skoðunar viðkomandi ritara.

Sveinn réði aðeins í stuttan tíma fyrir andlát sitt árið 1014. Knútr sonur hans tók við að stjórna Englandi 1016 í kjölfar andláts Edmundar sonar Æthelreds og ríkti hann til 1035. Frá lok áttunda aldar til fyrrihluta elleftu aldar breyttist eðli athafna víkinga í Englandi mjög mikið. Það sem byrjaði með litlum árásum frá litlum stríðhópum leiddi til endurstillingar svæðisbundinna sjálfsmynda í Englandi og til landvinninga af herjum öflugs norræns kristins konungs.

Heimildir:

Clare Downham, „ 

Vikings  in  England to  A.D. 1016

http://www.liv.ac.uk/irish-studies/staff/clare-downham/

Abrams, L. (2001) ‘The conversion of the Danelaw’, in J. Graham-Campbell et al. (eds) Vikings and the Danelaw: Select Papers from the Proceedings of the Thirteenth Viking Congress, Oxford: Oxbow, 31-44.

Blackburn, M., and H. Pagan (1986) ‘A revised checklist of coin hoards from the British Isles, c. 500-1100’, in M.A.S. Blackburn (ed.) Anglo-Saxon Monetary History: Essays in Memory of Michael Dolley, Leicester: Leicester University Press, 291-313.

Downham, C. (2003) ‘England and the Irish Sea zone in the eleventh century’, Anglo-Norman Studies, 26: 55-73.

Downham, C. (2004) ‘Eric Bloodaxe − axed? The mystery of the last Scandinavian king of York’, Mediaeval Scandinavia, 14:51-77.

Dumville, D.N. (1987) ‘Textual archaeology and Northumbrian history subsequent to Bede’, in D.M. Metcalf (ed.) Coinage in Ninth-Century Northumbria, Oxford: British Archaeological Reports, 43-55.

Dumville, D.N. (1992) Wessex and England from Alfred to Edgar: Six Essays on Political, Cultural, and Ecclesiastical Revival, Woodbridge: Boydell.

Dumville, D.N. (2004) ‘Old Dubliners and new Dubliners in Ireland and Britain: a Viking-Age story’, Medieval Dublin, 6: 78-93.

Grierson, P., and M. Blackburn (1986) Medieval European Coinage, with a Catalogue of the Coins in the Fitzwilliam Museum, Cambridge, I, The Early Middle Ages (Fifth to Tenth Centuries) Cambridge: Cambridge University Press.

Hadley, D.M. (2000a) ‘“Hamlet and the princes of Denmark“: Lordship in the Danelaw, c. 860-954’ in D.M. Hadley and J.D. Richards (eds), 107-32.

Hadley, D.M. (2000) The Northern Danelaw, its Social Structure, c. 800-1100, London: Leicester University Press.

Hadley, D.M. and Richards, J.D. (eds) (2000) Cultures in contact: Scandinavian settlement in England in the ninth and tenth centuries, Turnhout: Brepols.

Hadley, D.M. and Richards, J.D. (2000a) ‘Introduction: Interdisciplinary approaches to the Scandinavian settlement’ in D.M. Hadley and J.D. Richards (eds), 3-15.

Haliday, C. (1884) The Scandinavian Kingdom of Dublin, 2nd edn, Dublin: Gill.

Halloran, K. (2005) ‘The Brunanburh campaign: a reappriasal’, Scottish Historical Review, 84: 133-48.

Hudson, B.T. (ed. and trans.) (1998) ‘The Scottish Chronicle’, Scottish Historical Review, 77: 129-61.

Jesch, J. (2004) ‘Skaldic verse and the roots of history’, Quaestio Insularis, 5: 1-22.

Johnson-South, T. (ed. and trans.) (2002) Historia de Sancto Cuthberto. A History of Saint Cuthbert and a Record of his Patrimony, Cambridge: Boydell.

Johnson-South, T. (1990) ‘The “Historia de Sancto Cuthberto”: A new edition and translation, with discussions of the surviving manuscripts, the text, and Northumbrian estate structure’, Unpublished PhD thesis, Cornell University.

Keynes, S. (1997) ‘The Vikings in England, c. 790-1016’, in P. Sawyer (ed.) The Oxford Illustrated History of the Vikings, Oxford: Oxford University Press, 48-82.

Keynes, S. (1978) ‘The declining reputation of King Æthelred the Unready’, in D. Hill (ed.) Ethelred the Unready: Papers from the Millenary Conference, Oxford: British Archaeological Reports, 227-53.

Keynes, S. (1999) ‘Wulfstan I’, in M. Lapidge et al. (eds) The Blackwell Encyclopaedia of Anglo-Saxon England, Oxford: Blackwell, 492-93.

Lund, N. (1976) ‘King Edgar and the Danelaw’, Mediaeval Scandinavia, 9: 181-95.

Mac Airt, S., and G. Mac Niocaill (eds and transll.) (1983) The Annals of Ulster (to A.D. 1131), Dublin: Dublin Institute for Advanced Studies.

Maclean, S. (1998) ‘Charles the Fat and the viking great army: the military explanation for the end of the Carolingian empire (876-88), War Studies Journal,3/2: 74-95.

Mawer, A. (1923) ‘The redemption of the Five Boroughs’, English Historical Review, 38: 551-57.

McTurk, R.W. (1974-77) ‘Review: Alfred P. Smyth, Scandinavian York and Dublin’, Saga-book of the Viking Society, 19: 471-74.

Page, R.I. (1982) ‘A tale of two cities’, Peritia, 1: 335-51.

Radner, J.N. (ed. and trans.) (1978) Fragmentary Annals of Ireland, Dublin: Dublin Institute for Advanced Studies.

Rollason, D.W. et al. (1998) Sources for York History to AD 1100, York: York Archaeological Trust.

Sawyer, P.H. (1962) The Age of the Vikings,London: Edward Arnold.

Sawyer, P.H. (1998) Anglo-Saxon Lincolnshire. Lincoln: History of Lincolnshire Committee.

Schlauch, M. (trans.) (1949) The Saga of the Volsungs, the Saga of Ragnar Lothbrok, together with the Lay of Kraka, 2nd edn, New York: American Scandinavian Foundation.

Smyth, A.P. (1977) Scandinavian Kings in the British Isles 850-880, Oxford: Oxford University Press.

Thornton, D.E. (1997) ‘Hey Macc! The name Maccus, tenth to fifteenth centuries’, Nomina, 20: 67-94.

Thornton, D.E. (2001) ‘Edgar and the eight kings, A.D. 973: Textus et dramatis personae’, Early Medieval Europe, 10: 49-79.

Wainwright, F.T. (1975) Scandinavian England: Collected Papers, Chichester: Phillimore.

Whitelock, D., (trans.) (1979) English Historical Documents, Vol. I, c. 500-1042, 2nd edn, London: Eyre and Spottiswoode.

Whitelock, D., et al., (transll.) (1965) The Anglo-Saxon Chronicle, rev. imp., London: Eyre and Spottiswoode.

Williams, I., and R. Bromwich (eds and transll.) (1972) Armes Prydein: The Prophecy of Britain from the Book of Taliesin, Dublin: Dublin Institute for Advanced Studies.

Wormald, C.P. (1982) ‘Viking studies: Whence and whither?’, in R.T. Farrell (ed.) The Vikings, Chichester: Phillimore, 128-53.