VIÐBRÖGÐ OG KOSMÍSKT MINNI.

11. KAFLI
VIÐBRÖGÐ OG KOSMÍSKT MINNI.
Þér hefur skilist af þessum fyrirlestrum að hver þróunarfasi, alheims- eða sólkerfislegur, byrjar með nýrri virkni og gagnvirkni og öll möguleg ný við-brögð við viðbrögðum eru til staðar. Skemað líkist mögulegum fjölda breyt-inga á hljómi sem geta orðið við að slá bjöllu á mismunandi hátt og ef bætt er við annarri bjöllu bætast við enn meiri möguleikar á hljóðbreytingum. Þannig eykur nýr þáttur margbreytileikan í birtingu og þegar öll fjölbreytnin sem þessi nýi þáttur hefur gefið sólkerfinu, nær hámarki, hefur þessi fasi í þróuninni náð hámarksþroska og þá verður hlé í framganginum meðan vit-und Lógosins meðtekur hvað hafi átt sér stað og „sér að það er gott“ og áhrifin inn í vitundina eru ný viðbrögð, sem aftur koma fram í hinu birta sólkerfi. Þannig er hægt að líkja þróuninni við röð af tvöföldum speglum þar sem vitund Lógosins birtir ímynd sína, verður hennar var og bregst við myndinni sem birtist og viðbragðið hefur áhrif á spegilmyndina og þannig heldur hringurinn áfram látlaust.
Þér mun skiljast að Logós, eða athugandinn, hefur orðið var við hlut—og að sá hlutur er endurvörpun myndar eða eftirmynd af honum sjálfum. Meðvitund um endurspeglunina verður að endurtaka í vitund eftirmyndar-innar svo að hún sé jafn hæf til meðvitundar um eftirmyndina (sjálfa sig). Eftirmyndin sem er af annarri birtingargerð en Logósinn, getur ekki verið meðvituð um Hann og er aðeins meðvituð um sjálfa sig og áhrifin sem streyma til hennar frá Logósinum. Því er máltækið „Engin maður hefur nokkurn tíma séð Guð.“ Guð getur ekki birst nokkrum meðan sólkerfi er í birtingu. Það er því einungis hægt að álykta um hann.
Meðvitund endurmyndarinnar er ekki bundin við einhvern tiltekin stað í sólkerfisbirtingu, heldur er dreifð meðvitund umhverfis það sem við getum skilið sem Hringmiðju, í óeiginlegri merkingu, eða til að nota nákvæmara og óhlutlægt hugtak, þeirra atómgerða sem líkjast atómum Kosmísku Miðjunnar, þeim sem eru af einföldustu gerð og því ekki bundin af flækjum, mynda grunninn í meðvitund hans. En það verður að vera skýrt að meðvit-und er ekki atómísk viðbrögð, heldur er algjörlega af- „afls“ eða „lífs“ – hlið hlutanna. Hún er aðlögun að logóískri vitund, ekki af endurspeglaðri atóm-ískri vitund. Hún er fyrstu viðbrögð í sólkerfi og tilheyra einungis því sól-kerfi, en á ekki uppruna í Logósinum. Efnið, vitundin, hefur komið fram í forminu.
Vitund má skilgreina sem viðbrögð plús minni. Það er að segja, viðbrögð verða í tiltekinni gerð efnis og viðbrögð skapa önnur viðbrögð í annarri tilverugerð sem er tengd hinni fyrri á sama hátt og atóm sólkerfis eru eru tengd atómum alheimsins eða „form“ sólkerfisins er tengt vitund Logós-arins.
Það er að segja, meðvitundin myndar sér hugmyndir um sjálfan sig og viðbrögðin milli þeirra, svo notuð sé samlíking, skilja eftir sig „för í geimnum“ þar sem hreyfingar viðbragðanna halda áfram að flæða sem hreinar hreyfingar án nokkurrar raunverulegra tilfærslna hluta í rýminu sem myndaði hreyfinguna. Þetta hreina flæði hreyfinga er Minni—endurtekning viðbragða í öðrum birtingarfasa, vitund er byggð á minni og aðgreind frá meðvitund sem er viðbragðform milli tveggja sviða.
Af þessu sést að form eða rammi sem sólkerfið er byggt á er grunnur að þriðju gerð birtingar—birtingu sjálf-viðbragða.

ÞRÓUN HINNAR MIKLU VERU

II HLUTI.
7. KAFLI
ÞRÓUN HINNAR MIKLU VERU

Skoðum nú hvernig tilvistarreynsla er skilin af nývakinni vitund mikillar veru.
Hingað til höfum við skoðað framþróun birtingar utan frá en nú munum við skoða efnið innan frá eins og það birtist hlutlægt fyrir þeirri kosmísku ein-ingu sem við köllum Hina Miklu Veru.
Fyrst skoðum við einungis upplifunina af snúningi og ekkert annað. Í-myndaðu þér að þú sért orðin svo vanur þessum snúningi að þú finnir ekki fyrir honum, heldur sé það upplifun ef hann stöðvast.
Skoðum þróun seinni hreyfinga, í byrjun eru þær ný viðbót en missa smásaman þá örvandi orku sem fylgdi þeim og þær venjast, þannig var upp-hafið og framhaldið.
Þér mun skiljast að hreyfingar sem venjast, verður að viðhalda svo að ný upplifun, sem er grunnur að athygli náist. Því er það að hefðbundnar hreyf-ingar eru inngrónar í „tilveru“ sem er byggð á þeim og þegar hún vaknar til birtingar mun hún ávallt leitast við að byggja tilverugrunn sinn á þeim hreyf-ingum.
Við skulum nú rifja upp þá hreyfingafasa sem mynduðu hin Miklu Hópa-tóm í þessari kosmísku þróun, og þróun þeirra í hina Miklu Veru og þú munt sjá að allar þessar hreyfingar eru inngrónar í eðli þeirra og munu endurtaka sig í innri þróun sem mun ráða í næsta kosmíska þróunarfasa—þróunarfasa hinnar Miklu Veru. Munum að á öllum hringsviðum Kosmos hafa Verur sest að um tíma í þróun og tala sviðsins ræður þróun þeirra.
Við munum nú íhuga þróun þessara Miklu Vera, sem snýr sérstaklega að okkur.
Inngróið í eðli þeirra eru fasar alheimsins og þar af leiðir orðtakið—“Hið efra svo hið neðra, en á annan hátt.“ Hvað sem þroskast við tilteknar að-stæður endurtekur þær aðstæður í endurgerð þess upprunalega.
Hin Mikla Vera hefur þannig í sér kosmíska grunngerð til að byggja á, samsetta og endursamsetta þar til verður óendanlega fjölbreytt birting á sól-kerfi. Þess vegna getur óendanleg fjölbreytt birting heims orðið aftur að upp-runalegri einfaldri kosmískri byrjun. Hver fasi eða þáttur heims á uppruna sinn í einföldum fasa eða þætti alheimsins.
Mikil Vera eða Lífmyndun, sem sest hefur að á kosmískri hringbraut sinni heldur áfram þróunarverki sínu. Með hina kosmísku eðlisþætti inn-gróna vegna reynslu sinnar fylgir hún sjálfstætt hinum kosmíska slætti og kemur þeim í verk með sínum eigin skriðþunga, en slíkan þungakraft má kalla „Kosmískan Vilja.“

Við erum enn að ræða um hugtök í gagnvirkni. Það er ekki fyrr en hæstu þróunarsviðum hefur verið náð, að hægt er að ræða um hugtök sálarfræð-innar, en það er óbrotin lína frá hreyfingu til hugsunar. Snertilínuhreyfing er einfalt form viðbragða. Hugsun er óendanlegt flókið form viðbragða. Það er ekki spurning um ólíka gerð heldur stigsmun. Í grunninn er ekkert sem er ó-líkt, því allt getur gengið aftur til frummiðjunar. Á birtingarsviðunum er hinsvegar um ólíkar gerðir að ræða því geislarnir sem upprunnir eru frá Miðjunni dreifast með fjarlægðinni. Þar sem vitundin er takmörkuð í sinni hlutgerðu athafnasemi hverju sinni á tilteknu sviði, getur sameining þess innsta ekki náð til vitundar á einstökum sviðum, né heldur tilfærsla frá einu sviði til annars á hvaða geisla sem er, eða undirgeisla þess, í þessu má sjá ólíkar gerðir í birtingu, þó til staðar sé grundvallareining. Vitundarstigs-munur er til staðar á sama geisla, ólíkar gerðir eru til staðar í röð geislanna er þeir snúast hringinn. (Þetta innskot, strangt tiltekið, tilheyrir öðrum hluta þessa efnis, en er nauðsynlegt til að tryggja skýran skilning á rökunum sem sett eru fram.)
Þróun hinnar Miklu Veru fylgir ekki þroska Kosmísku Hringjanna, heldur þáttum þeirra. Það er að segja, hún setur á hreyfingu þær reynslu-minningar sem hún hefur orðið fyrir og þéttir það í efnið, þar eru upphafs-snúningarnir meðtaldir. Hún þekkir „gott“ og „illt“ og er því Guð. Það er þekking á „góðu“ og „illu“ sem gerir henni kleyft að koma í birtingu, því hið „góða„ er gangvirkni og hið „illa“ er þrýstikraftur. Hring-takmörk sól-kerfisins eru athyglismörk hinnar Miklu Veru sem myndaði það. Þau mörk gera henni kleyft að einbeita sér að markmiði sínu.