Blessun húss.

Blessaðu drottinn þetta hús,
alla daga og nætur.
Blessaðu stoðir þess,
heilar og traustar
þak og innviði alla
sem hússins sál.

Blessaðu ljóra þess
svo ljós þitt fangi,
í birtu og kærleik
alla sem inn í húsið gangi.

Blessaðu hjörtun í lífi þess,
svo gleði og góðan anda beri,
í verkum sínum hvern dag með þér.

 

SS   2007  ©
Undir áhrifum af \“ Bless this house\“
Höf: May H. Brahe (1885-1956)

Sumarið.

 

Vetrarmyrkrið seig í hafið

og heldrunginn smásaman vék,

og glóðin sem kuldi hafði hamið

reis upp og sagði;  vorið er hér.

 

Fuglar berjast til kaldalands

byr og sól í öllum þeirra sögum,

birtan syngur doða í dans

og ómar dátt í sumarlögum.

 

Stúlkur með tagl á hjólum

í litfríðum sumarkjólum,

krakkar í leik á þunnum bolun

og gamlir menn með sí-ungum konum,

-segja;  nú er sumarið komið.

 

SS©2008