Höfundarverk

Ljóð og sögur

SÖGUR AF REBBA REF

Leiðin okkar Maríu

Ég geng með þér blóma og þyrnareið,

hugir okkar og hjörtu á sömu leið.

Ég baða mig í brosi þínu,

alla daga dimma og bjarta.

Blessun húss.

Blessaðu drottinn þetta hús,
alla daga og nætur.
Blessaðu stoðir þess,
heilar og traustar
þak og innviði alla
sem hússins sál.

Blessaðu ljóra þess
svo ljós þitt fangi,
í birtu og kærleik
alla sem inn í húsið gangi.

Blessaðu hjörtun í lífi þess,
svo gleði og góðan anda beri,
í verkum sínum hvern dag með þér.

 

SS   2007  ©
Undir áhrifum af \“ Bless this house\“
Höf: May H. Brahe (1885-1956)

1 2 3 11