Rebbi og Össi örn.

Rebbi, sem hafði setið á þúfu í góðu veðri og horft yfir dalinn sinn, vissi ekki fyrr en hann var sleginn bylmingshöggi sem kútvelti honum marga kollhnísa niður af hólnum. Þar lá hann ringlaður og vissi ekki hvað hafði skeð. Hann stökk á fætur og skimaði flóttalegur allt í kringum sig. Hann sá skugga út undan sér og leit snöggt… Read More »

Rebbi refur og minkurinn Minki.

Rebbi ráfaði dag einn niður að ánni, hann hljóp við fót þefandi eins og venjulega. Þegar hann kom fyrir stóran klett, sá hann eitthvað hreyfast handan árinnar. Eitthvað dökkt á að líta var að skríða upp úr ánni. Hárin risu á kambi Rebba. Hann þekkti hvað þetta.. Þarna var minkur. Rebbi læddist nær. Minkurinn var að hrista af… Read More »