Inngangur

Some Thoughts on the Gita. – Hugleiðingar á Gita

Tólf fyrirlestrar fluttir fyrir Guðspekifélagið í Kumbhakonam
Eftir A BRAHMIN F. T. S.

Vísið „veginn“—hversu týndur hann er villtum vegfarendur
— eins og kvöldstjarnan er vegfarendum í náttmyrkri.
Rödd þagnarinnar. (Voice of the silence)

Gefið út af: KUMBHAKONAM BRANCH THEOSOPHICAL SOCIETY KUMBHAKONAM. 1893.
Þýðingin er úr ljósprentaðri bók sem gefin var út 1983 af:
Eastern School Press P.O Box 684 Talent, Oregon 97540 U.S.A. ISBN 0-912181-08-07

Þessi bók var upprunalega gefin út af KUMBHAKONAM BRANCH THEOSOPHICAL SOCIETY og prentuð af Sri Vidya Press, í KUMBHAKONAM, Indlandi. Titill bókakápunar var Thoughts on Bagavad Gita, en á titilsíðu stóð Some Thoughts on the Gita, sem hefur verið sett á þessa endurútgáfu. Talsverðar tilvitnanir úr þessari bókinni undir seinni titlinum eru í A Treatise on Cosmic Fire, eftir Alice A. Bailey. Fjölmargir lesendur þeirrar bókar leituðu án árangurs að bókinni undir því heiti. Það var því talið heppilegra við ljósprentun þessarrar bókar (sem var orðin ófáanleg) að hafa heiti bókarinnar Some Thoughts on the Gita.
Nafn höfundar bókarinnar er óþekkt, en Brahmin F.T.S stendur fyrir Fellow of the Theopsophical Society. Upprunalega bókin var merkt Vol. I. og ætlunin hefur væntanlega verið að önnur bók fylgdi síðar, en það varð ekki.
INNGANGUR.
Fyrirlestrarnir sem almenningi er boðið upp á , voru skrifaðir á síðasta ári og lesnir upp á tólf samfelldum sunnudögum hjá Branch Theosophical Society at Kumbakonum. Þó áheyrendur hafi verið fáir, komu þeir reglulega. Að beiðni vinar var einn fyrirlesturinn lesinn aftur á ráðstefnunni í Adyar. Eðli og framsetning efnisins vakti áhuga vina og áhugamanna svo að þeir báðu höfundinn að gefa út alla fyrirlestranna. Þannig var ákveðið að þeir birtust í „Theosophist.“

Við þessa ákvörðun að fyrirlestrarnir birtust mánaðarlega í „Theosophist;“ komu fram efasemdir um að samhengi efnisins, það að skilningur lesandans á nýju efni byggðist á efninu á undan hentaði illa í mánaðartímariti. Hvort það var raunverulegt eða ímyndað, var þetta ein ástæða þess að ákveðið var að gefa efnið út í bók fremur en að sjá það á síðum „Theosophist“

Enn önnur ástæða sem ýtti undir þessa ákvörðun var þessi. Ef fyrirlestrarnir gætu haft almenn áhrif til að beina hugum inn á vegi guðspekinnar, var engin ástæða að að bíða með það frekar. Enn fremur hafði margoft verið rætt, að það tímabil sem við göngum í gegnum sé eitt hið varasamasta í sögu núverandi kynstofns.

Áhersla H. P. B. á að þau áhrif sem við sköpuðum núna væru upphaf og mótun á nýrri hringrás. Því ættum við þá að bíða? Tólf fyrirlestrar sem gefnir almenningi núna í tímariti taki lesendur fram í miðjan fjórða kafla. Tákn tíunda kafla munu ein og sér gefa tilefni til annarrar bókar eins og þessarar, ef efnið höfðaði til almennings. Það stutta tímabil sem eftir var, mun verða liðið að þremur fjórðu ef efnið birtist í tímaritinu, og það voru sterk rök fyrir því að gefa efnið út í bók.
Nokkrar afsakanir þarf að færa fram fyrir því að reyna að skilja hina raunverulegu heimsspeki í Gita þegar heimurinn er fullur af frægð hennar. Þúsundir bóka og útskýringa eru því til staðfestingar. „Hvaða þörf er fyrir aðra bók sem kallast „ Hugleiðingar um Gita“? En hugulsamur lesandi mun muna að það er aðeins virðing sem þvingar fram lotningu. Þar sem virðing er, eru oft sannindi undir skínandi yfirborðinu. Nægilegri virðingu er ekki hægt að sýna sannleikanum. Hann er verður alls þess sársauka sem krefst þess að uppgötva hann. Þessi viðleitni er hægt að líta á sem enn einn virðingarvottinn og staðfastir guðspekingar sem eru talsmenn samstarfs verða að fyrirgefa höfundi þessara fyrirlestra.

Auk þessa er annar mikilvægur þáttur sem þarfnast íhugunar! Bagavat Gita hefur ekki enn verið skoðuð út frá sjónarhóli elstu kenninga, sem eru kallaðar indversku Purana kenningarnar –mikið er af einhliða umfjöllun, en mjög lítið af hlutlausri umfjöllun. Eins og sumir evrópskir þýðendur Gita hafa gefið sér sem niðurstöðu að heimspeki Gita kenni mönnum að sitja aðgerðarlausir til að öðlast frelsun, án þess að átta sig á því að það vekur bros hjá Bramhins, líkt og þeirra síðastnefndu hafa einnig farið í gegnum Gita og fjallað um það í löngu máli og komist að þeirri niðurstöðu að siða og fórnarathafnir kindaslátrunar sé viðhaldið gegnum lífið með „velvilja“ drottins og það komi mönnum inná braut frelsunar og það sé tilgangur kenninga Gita. Ég þarf varla að upplýsa lesandann um að slík afstaða tilheyrir frekar Karma-Yoga skólanum í anda Kali-Yuga úrkynjunar. Það eru aðrar umfjallanir sem ritaðar hafa verið af talsmönnum annarra stefna, þar sem góðar hugmyndir eru settar fram og tengjast öðrum sannindum en eru settar fram í anda þeirra skóla. Einn heimspekingur Adwaita skólans lagði áherslu á Sanyasa sem þreytir lesendur sína með rökum um að Karma (athöfn) og Gnyana (þekking) geti ekki verið í sama manni, samkvæmt Bagavat Gita og gefur margar tilvitnanir úr ljóðunum. Annar heimsspekingu af öndverðum skóla, Visistadwaita, heldur því fram að enginn gnyani geti verið laus við karma og mun geta bent á jafn góðar tilvitnanir úr ljóðunum sér í hag. Lesandi sem laðast að þessum mótsagnakenndu skrifum er eins og hengdur upp á þráð á milli heims og helju líkt og goðsagnakonungurinn Thrusanku, með döprum svip, eins og er á meirihluta fræðimanna eldri skólanna á Indlandi í dag.

Eina leiðin til að losna úr þessum vandræðum er að fara beint að brunninum sjálfum og skilja Gita skilningi hinna fornu Purana,-uppruna Veda —„Secret Doctrine“ H. P. B. En hinir fornu Purana skólar rituðu allt niður með táknum og þau verður að skilja áður en lit þeirra verða skilin. En þó tákn þeirra verði ekki að fullu náð af þeim sem eru ekki fullnuma, er hægt að skilja megin útlínur heimsspeki þeirra í því sem H. P. B hefur gefið núverandi og komandi kynslóðum.
Nemi H.P.B. sem hefur litla þekkingu á Sanskrít og lesið verk sem rituð voru á Sanskrít með hjálp rita hennar, getur að mínu mati dregið fram margar eldri hugmyndir úr hinum fornu sögnum og stutt þannig leit áhugasamra nema í Evrópu og Ameríku. En af þessu má ekki draga þá ályktun að það verk sé að þakka Bramhin. F. T. S., sem ritaði þessa fyrirlestra. Ekkert slíkt er í hans huga. Það eina sem hægt er að segja er, að þessir fyrirlestrar eru niðurstaða þakkláts hjarta — hjarta einlægs Bramhin. F. T. S. sem fæddur er í mikla fræðafjölskyldu í suður-Indlandi og getur kallað sig Bramhin, aðeins vegna H. P. B. sem kom honum til hjálpar í að eyða öllum hugsunum sem ella hefðu leitt hann í faðm prestanna.
A. BRAMHIN F. T S. 1893