EIGIN ÁHRIF MANNKYNS

24. KAFLI

ÁHRIF SEM MANNKYNIÐ SETUR Á SJÁLFT SIG

Það er ekki ætlunin í þessari fræðslu að rifja upp staðreyndir í þróuninni, heldur að bæta við þá vitneskju með því að upplýsa í stórum dráttum ó-þekkta þætti og útskýra afleiðingar af lítt þekktum eða misskildum þáttum.
Í fyrri fyrirlestrum höfum við fjallað um þróun fyrir mannlega þróun og áhrifin á mannkynið. Í þessum fyrirlestri munum við fjalla um lítt þekkt áhrif sem maðurinn setur á sjálfan sig,
Þegar við veltum fyrir okkur þeim þróunarleiðum sem ganga saman á sömu plánetu, verðum við að muna að ef vitund rís ofar efnislegri tilvist til að starfa á öðru sviði, er henni það með lyft frá jörðunni og kemur inní ríki Plánetuverurnar, eftir því á hvaða sviði vitundin vinnur. (Þetta er efni sem þarf að muna þegar skoðuð er andlegu sviðin.)
Í þessum fyrirlestri munum við hinsvegar aðeins skoða þau áhrifum sem erum innan jarðneska sviðsins. Þau taka til virkni á eterískum undirsviðum þegar verið er á innþróuninni og þeirra áhrifa sem einnig hafa áhrif á jörðina á þróunarboganum.
Fyrir þróunarverur er það afturhvarf og hættulegt að horfa til baka til þeirra aðstæðna sem þær hafa vaxið frá. Þeir sem eru nýlátnir og horfið úr jarðvist er ekki leyft að líta til baka svo þeir verði ekki jarðbundnir, vegna hættu á að hið illa hafi afskipti af nýlátnum sálum í þeim tilgangi að lofa skuldaaflausn.
Þó er til staðar sérstök þróunaraðlögun og áhrif þess eru þekkt sem „Verk hinnar Miklu Hvítu Stúku“ eða „Verk Meistaranna“.

Í venjulegum farvegi þróunarinnar vex skógurinn með vexti trjánna. Það er að segja að fullkomnun sjálfstæðra sálna fullkomnar líf hópsins. Með til-komu sjálfsvitundarinnar kom einnig breyting í lífi hópsins og ákveðnar sálir kusu veg endurlausnarans fremur en leið endurlausnar. Þær kusu að hafna ávöxtum verka sinna og hið góða karma þeirra kemur karma kynstofnsins til góða.
Gleymum því ekki að hver þróun hefur sína tímaröð—eða, tæknilega, röð í orsökum og afleiðingum og þó að þróunarvegurinn sé breiður og rúmi marga samtímis, hafa þróunargerðirnar samt sem áður vel markaða röð. Hægt er að segja að meðaltal mannkynsins sé komið um tvo þriðju áleiðis af hringferðinni og við ættum einnig að muna, þegar við horfum á einstakling-inn, að alveg eins og hann erfir allar duldu byrðar fortíðarinnar, eru einnig til staðar allir möguleikar framtíðarinnar og sumir þeirra eru á þröskuldi raun-veruleikans.
Möguleikasvið mannlegrar þróunar má skipta í þrennt—það dulda, raunveruleikann og möguleikanna. (fortíð, nútíð, framtíð)

Kenningin um „Hópsál“ er nátengd Plánetuverunni, því eins og sýnt hefur verið áður, er Plánetuveran persónubirting plánetunnar, mynduð af vitundarreynslu lífsins innan plánetunnar.
Engin sálfræðiskoðun á hóp eða einstaklingi er nægilega góð án þess að tekið sé tillit til áhrifa Plánetuverunnar. Það er eitthvað sem hægt er að kalla „Jarðartog“ og myndaðist í fortíðinni og á ekkert erindi í framtíðinni, það er óhjákvæmilega hreint afturhvarf og er því þannig séð, af hinu illa.
En gleymum því ekki að önnur hlið Plánetuverunna er Plánetueinstakl-ingurinn. Það er logóíski skilningurinn á tilveru plánetusviðsins og logóíska hugmyndin um markmið þess og þróun. Það samsvarar mannlega einstaklingnum og þroski beggja þáttanna á sér stað þar til þeir hittast.
Plánetuveran byggist upp með skilningi á vitundarlífi sviðsins, og þar sem ekki er hægt að skilja nokkuð fyrr en það hefur átt sér stað, er Plánetuveran ávallt skrefi á eftir mannkyninu í þroska sínum.
Það má því sjá að hvert reynsluskref mannkynsins skapar samsvarandi stig í vitund plánetunnar. Þetta er speglun eða vörpun á þróunarvitund og eins og allar speglanir eru öfugar, birtist lægsti þátturinn á yfirborðinu en hin æðsti er dulinn í dýptinni. Þetta vitum við af reynslunni er við fyrst snertum Jarðarsálina, snertum við fyrst frumstæðasta þáttinn og það er ekki fyrr en við köfum djúpt inná við að við skiljum hvað hún er fær um.
Það er afar mikilvægt þegar við nálgumst þetta efni að rannsaka það ekki nema með fullri sjálfsvitund. Ef við nálgumst það með aðferðum undirmeðvitundar, verðum við sjálf hluti af þeim þætti og sá minni fellur undir yfirráð þess meiri—einstaklingsvitund fjöldans.
Líta má svo á að Plánetuveran beri karma jarðarinnar og allt líf á jörðunni verði að lifa í samræmi við það karma, því það skapar hið huglæga andrúmsloft sem við lifum og hrærumst í.
Ef við íhugum sviðsmyndina þá er breytingum á efnislega sviðinu ekki gefin nægilegur gaumur—breytingum milli jarðar og tungls. Það er ekki nægilegt að skoða stöðu tungls. Það verður að skoða hvort það sé í neikvæðum eða jákvæðum fasa. Sama á við jörðina og árstíðir frumaflanna ætti að skoða. Allt þetta leikur mikilvægt hlutverk í málefnum manna, þó þau séu ekki ákvarðandi, eru þau mótandi.

Fortíðin, eða líffræðileg vitund lifir í karma jarðarinnar og einnig í hverjum einstaklingi, og gagnvirkni milli einstaklingsins og uppsafnaðra fortíðarlaga er mjög mikilvæg.
Hvenær sem þróun ákveðins þáttar hefur náð sæti sínu eða „formast“, mun sá þáttur verða ráðandi í umhverfinu. Sem dæmi er kraftar sem dýrkun Drúída byggði upp, þeir kraftar halda áfram að vera til staðar og mun örva þann þátt í einstaklingi sem þeim var ætlað að koma í verk; og meðan þessi „böðun“ hugræna andrúmsloftsins er góð til að laga jafnvægi hjá einstaklingi sem vantar hana, er hún ekki góð fyrir þann sem hefur þegar of mikið af henni; þeim finnst nútíma siðmenning framandi og dragast ómótstæðilega að fornri siðvenju og þá er ójafnvægi afleiðingin.

Hver kynstofn viðheldur trúarhefðum sínum og hver trú lifir þar til eigin-leikarnir sem hún var sköpuð til að koma á, eru orðnir eðlilegar erfðir kyn-stofnsins. Þá hættir það að vera dulið og verður alþekkt.
Trú deyr ekki vegna þess að henni sé hent af framfarabrautinni, heldur vegna þess að andlegir þættir hennar eru algjörlega horfnir inní daglegt líf kynstofnsins. Það sem hún kenndi er tekið sem sjálfsögðum hlut og fræðslugildi hennar er lokið, því nemandinn kann lexíuna. Það að „kasta trúnni“ lýsir aðeins aukinni næmni hjá manninum við að útskýra það sem upphóf hann. Svo lengi sem til eru sálir sem æskja aga þá lifir átrúnaðurinn. Dýrkun í fortíðinni fékk kraft við að tengjast sviðum Jarðarsálarinnar, þar sem vígsla þeirra átti heima.
Það skal vitað að þessi svið hafa nána tengingu við Frumöflin, og eru notuð af þeim til að mynda þau hugarform sem gera þeim kleyft að stjórna tegundum í jarðvist. Þess vegna er tenging við forna trú langsótt.

Þessir hlutir hafa sinn stað í hinu andlega vopnabúri, en það á að nálgast með varúð, því þeir eru tvíeggja. Þekking á þeim er nauðsynleg í rannsóknum í sálarlegri meinafræði, en ekki fyrir sjálfsþroska. Þessir þættir eru okkur eðlilegir og fá ótilhlýðilega örvun ef þeir eru fóstraðir óþarflega.
Hver maður er sinn eigin herra. Veljum ekki meistara af lægri eða annarri þróunargerð.

mynd 25
Print Friendly, PDF & Email