Endurnýjanleg orka – Sjálfbær þróun.

Endurnýjanleg orka er nýtanleg orka náttúruauðlinda eins og frá sólarljósi, vindi, regni, sjávarföllum, sjávaröldum og jarðhita sem endurnýjast. Um 16% af orkunotkun heimsins á uppruna sinn í endurnýjanlegi orku ef með eru talin orkuvinnsla úr lifmassa. Hlutur endurnýjanlegrar orku í framleiðslu rafmagns er nálægt 19%, mest frá vatnfallsvirkjunum.

Talsverð aukning er í endurnýjanlegum orkugjöfum. Aukning frá vindorkuverum hefur verið 20 % á ári og heildarframleiðsla hennar nam 238.000 MW í árslok 2011. Nýting sólarorku hefur tvöfaldast á hverju ári frá 2007 nam um 67.000 MW á síðasta ári, veruleg aukning hefur verið í orkuframleiðslu frá jarðhitaverum í Bandaríkjunum. Aukning hefur einnig verið í framleiðslu úr lífmassa og sem dæmi nam eldneytisframleiðsla á ethanol úr sykurreyr í Brasilíu 18% af bifreiðareldsneytinotkun þar og er einnig slík framleiðsla víða í Bandaríkjunum.

Alþjóða orkumálastofnunin áætlar að megnið af rafmagnsframleiðslu heimsins eftir 50 ár muni koma frá sólarorku og minnka þannig stórlega gróðurhúsalofttegundir sem eru taldar skaða andrúmsloftið.

Sjálfbærni (Sustainability) er getan til að fara í gegnum endurnýjun, viðhald og afkomu án þess að ganga á möguleika framtíðarinna. Fyrir fólk í samfélagi eða vistkerfi er sjálfbærni langtíma ábyrgð á umhverfis,-efnahags og félagsþáttum og endurspeglar góða búmennsku og ábyrga stjórn á búforðanum. Í vistkerfi lýsir sjálfbærni sér í hvernig lífskerfi viðhalda fjölbreytileika sínum, styrk og framleiðslu til lengri tíma sem er nauðsynleg fyrir velferð manna og annara lífvera. Ósnert og lífvæn votlendi og skógar eru dæmi um sjálfbær lífkerfi. Það eru tvær meginaðferðir til að stjórna áhrifum manna á vistkerfin. Önnur er umhverfisstjórnun, hún byggir á upplýsingum frá vísindamönnum í jarðfræði-umhverfis og líffræði. Hin nálgunin er stjórn á nýtingu auðlinda sem byggja aðallega á upplýsingum hagfræðinnarSjálfbærni mannlegra samfélaga skarast oft á við afleiðingar af starfsemi efnahagslífsins. Að koma á sjálfbærni samfélaga jafnframt því að viðhalda mestum lífsgæðum er félagsleg áskorun sem snýr m.a. þáttum eins og að landslögum, alþjóðasamþykktum, skipulags- og flutningsmálum, lífsmáta samfélaga, einstaklinga sem og siðvenja. Orðið sjálfbærni (Sustainability) hefur frá 1980 verið notað til að lýsa hefur verið notað til að lýsa sjálfbærni mannkyns á jörðunni og síðar tengt hluta hugtaksins „sjálfbær þróun“ (sustasustainable development) er kom fram í skýrslu Sameinuðu Þjóðanna, þ.e. „Brundtlandnefndarinnar“, árið 1987 og var skilgreint þannig: „Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða þarfir og möguleika komandi kynslóða„ 

Á Heimsráðstefnunni 2005 var viðurkennt að sjálfbærni útheimti samþættingu þriggja stoða. – Umhverfisins, –félagslegs jafnræðis og –efnahags. Þar tókust á viðhorf ríkra og fátækari ríkja, en þau síðarnefndu töldu sig hafa sama rétt fyrir samfélög sín með nýtingu auðlinda sínna til að byggja upp efnahag til jafnræðis við ríkari þjóðir. Átök eru hins vegar enn á milli umhverfisog og efnahagsstoðanna um allan heim um skilgreininguna.

ÍSLAND. Orkunotkun á Íslandi 2010. Hlutur endurnýjanlegrar orku sem notuð er hér á landi er 85% og innfluttir orkugjafar eru 15%. Af innlendu orkunni koma 19% frá vatnfallsvirkjunum, 66% frá nýtingu jarðhita (að mestu til hitaveitu) og innfluttir orkugjafarnir; olía 13,5% og kol 1,5%. Ekki er í augsýn að innlendir orkugjafar úr lífmassa komi í stað olíu til véla, farartækja, skipa og flugvéla nema að litlu leyti.

Raforka á Íslandi. Af 17.000 GWh sem er virkjuð til rafmagnsnotkunar á Íslandi kemur 12.600 GWh (74%) frá vatnsfallsvirkjunum og 4.400 GWh (26%) frá jarðhitavirkjunum. Talið er að þetta sé um 30% af mögulegri 55-65.000 GWh raforkuframleiðslu hér á landi. Af þessari hugsanlegu viðbót, 38-48.000 GWh, er áætlað að 55% komi frá vatnsaflsvirkjunum og 45% frá jarðhitavirkjunum. Af þessari raforku fara 80% til stórnotenda en 20% til heimila og smærri fyrirtækja. Árleg aukning til almennra nota er um 50 GWh á ári.

Framtíðin. Íslendingar finna mjög fyrir þrýstingi á að virkja orkuauðlindir sínar, bæði innanlands til stóriðju, m.a . til álvera sunnan og norðanlands, kísilverksmiðja og fleirri orkufrekra verksmiðja. Þrýstingur kemur einnig að utan m.a. með heimsókn orkumálaráðherra Bretlands hingað til land til að hvetja til lagningu sæstrengs til Skotlands og svo skoðun Landsvirkjunar á þeim möguleika. Landsvirkjun hefur haldið því á lofti að gott væri að getað selt tímabundna afgangsorku á háu verði inná sæstreng til Evrópu, en það hefur einnig komið fram að það magn sé enn alltof lítið til að lagning strengs sé arðsöm. Nefnt hefur verið að tvöfalda þurfi raforkuframleiðsluna til að slík fjárfesting borgi sig. Eigum við að fjárfesta í virkjunum til að efla íslenskt atvinnulíf eða erlent? Það sem einkennir umræðuna um virkjun er sala til stóriðju og hún tend áherslu á atvinnu og erlenda fjárfestingu, aðrir möguleika til að nýta þessa orku til uppbyggingu atvinnugreina sem gæti haft mun lengri líftíma og nýtt hana á vistvænni hátt hafa ekki farið hátt. Við þurfa að svarar þeirri spurningu, hversu mikið af mögulegri orku eiga núverandi íslendingar að nýta, eða skilja eftir til kynslóða framtíðarinnar? Ef virkjað er, hversu afturkræfar eru þær framkvæmdir ef framtíðin kýs að leggja þær af?    

Print Friendly, PDF & Email