Fimmti fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

5. Fyrirlestur
BAGAVAT GITA Kafli 3,

Kæru bræður mínir

Síðast reyndi ég að gefa ykkur hugmynd um merkingu orðanna Veda og Yagna eins og þau voru notuð af Pourana heimsspekingunum. Ég mun nú halda áfram og lýsa hvað fellst í orðinu Karma Yoga, en áður en ég held áfram, bið ég ykkur að taka vara á einu. Þeir ykkar sem hafið lesið skrif H. P. B. þekkið orð eins og, Nermanakaya, Dharmakaya og Sambhoga-kaya, Budha Bodhi og önnur slík. En þeir ykkar sem hafa hugsað um hvað ég hef sagt og mun segja, eru líklegir til að sökkva sér niður í að bera saman nöfnin í guðspekiritunum við nöfnin í Sanskrit, og það munu áreiðanlega valda talsverum ruglingi. Það mun koma í veg fyrir eða draga úr að miklu leyti ómetanlega kosti að lesa og skilja guðspekiritin. Þó að vandaður samanburður á mismunandi hugmyndaskólum kunni að rekast á við sumum kenningar sem nýlega hafa verið kynntar fyrir heiminum af H. P. B, er ég alveg sannfærður um að kenningarnar í okkar Purana ritum, og vil sterklega ráðleggja ykkur að fara ekki í djúpan samanburð milli þeirra.

Ein mikilvæg ástæða fyrir því er þessi — engin okkar hefur skilið til fulls H. P. B., eða hina fornu fyrirrennara hennar sem koma fram í Purana ritunum. Puranas er eins og þið vitið klædd í mjög dulin klæði, og til að skilja þau að fullu, er að vita allt, og verðum því mjög rugluð þegar við þekkjum hvorki upphaf né endi þeirra. Það er sársaukafullt að heyra mistúlkun eins og að 60,000 Rishis, miklar andlegar verur, sem kallaðir eru Balakhilyas, hangi í garðstrjám í einsetri Vasista, allir í mynd leðurblöku! Samt eru margir slíkir að gegna skyldum sínum í hinum ýmsu hlutum kosmosins, sumir giftir og eiga mörg börn, aðrir ógiftir um alla framtíð, og enn aðrir ógiftir en munu giftast í upphafi hverrar Yuga. Sumir þeirra holdgast í reiði, aðrir sem „sæt þolinmæðin sem ekkert getur raskað.“ Fjölmörg önnur dæmi eru nefnd í Puranas. Eins og þar, svo er í Vedunum. Einn er þríleggjaður, annar einfættur, sumir í vatni, aðrir í eldi, og enn aðrir í lofti. Svo hver af þessum meisturum er hægt að kenna við, segjum Nirmana- kayas, sem minnst er á í guðspekiritunum? Sá síðastnefndi er mannvera, en Rishis í Purana og Vedum eru vitundaþættir hina ýmsu afla í líkama Yagna-Purusha, og margir þeirra eru skapaðir til að ríkja yfir hinum ýmsum möntrum í Vedunum.

2. Nöfnin Nirmanakaya, Amitabha ofl. notaði H. P. B. til að útiloka nöfn úr Sanskrit af ásettu ráði. Leyndu kenninguna (The Secret Doctrine) er, eins og hún hefur sagt, ekki hægt að gefa heiminum að öllu leyti á þessu stigi, hún hefur því gefið útlínur þess á ensku og notað Sanskrits orðtök af nauðsyn. Ef hún hefði notað Sanskrit texta úr Vishnu Purana, án textans í heild hefði áhættan óhjákvæmilega verið mikil. Því þá hefði hin leynda kenningin þurft að upplýsa næstum öll smáatriði, að mínu áliti, í öllu safni hinna 18 Purana rita sem eru að öllu leyti dulfræðileg. Þeir sem gætu skilið og ferðast um allar víðáttur Purana, gætu einnig skaðað án nauðsynlegs siðferðis og stjórnunar á því afli sem liggur í þekkingu. Aðrir með minna vit myndu varanlega villast þar. Frumskógur Purana myndi fyrir þeim vera enn meiri flækja og jákvæð áhrif guðspekinnar fyrir Indland, sem enn eru lítil, myndu verða enn minni. Vegna þessarar ástæðu gaf H. P. B., það út sem hún taldi að hver og einn í heiminum gæti skilið sjálfur þær átrúnaðarhefðir sem hann væri í. Það sem H. P. B. skrifaði þarf að íhuga og skilja vel áður en þið lesið það á sama gamla mátann.

3. Ég vil ennfremur biðja ykkur að misskilja ekki orðið Bramhin sem ég hef notað. Ef þið hafið í huga ykkar eitthvað í líkingu við nútíma Bramhin sem lifir einungis fyrir sig, eru þið að miskilja orðið. Munið gamla orðatiltækið , eða það að Bramhin er verndari alls mannkynsins, og þá skilur þú, að baki orðinu er hinn sanni Bramhin, hreinn og óeigingjarn líkamlega, sálarlega og andlega. Í raun merkir hið helga orð Bramhin, þann sem er laus við allar aðrar langanir en að þjóna mannkyninu, eða þjónn mannkynsins í andlegri leit. Mannleg þróun er eins og gróðurinn í garðinum. Garðinum er skipt niður í ýmiss fræbeð , og bestu beðin eru Bramhinarnir, en þeir sem eru kallaðir Bramhinar í dag eru fræ sem vaxa í venjulegum beðum. Hinir glæsilegu ávextir sem einu sinni voru, hafa borist með þróunarhringrásinni til annarra þjóða, og ég trúi því að hinir mörgu óeigingjörnu verkamenn guðspekinnar í Englandi og Ameríku séu bramhinar í öðrum klæðum. Ég bið ykkur því að meðtaka öll þekkt orð sem ég nota sem tilvísun í hugmyndir, en ekki eins og þau eru notuð í dag.

4. Ég hef áður sagt ykkur að merking orðsins karma næði til kosmískrar þróunar. Það á einnig við um mannlegar athafnir, og mannleg þróun er drifafl mannkynsins. Karma má skilgreina sem afl sem verður til þegar mannlegar orkustöðvar verka á ytri heiminn, og gagnvirk áhrif ytri heimsins á manninn má kalla karmísk áhrif, og sýnileg niðurstaða sem verður af þessum áhrifum við réttar aðstæður má kalla karmíska ávexti. Lögmál Karma er einfaldlega lögmál virkni og gagnvirkni, og erfiðleikar margra ykkar að skilja það, er vegna vanþekkingar á eðli kosmískra og mannlegra tilveru og tengsla þeirra tveggja. Önnur ástæða er fyrir þeim erfiðleikum, er sú að við höfum vanist því að líta á alheiminn eins og hóp einstakra eininga sem hafi lítil tengsl hver við aðra, þó staðreyndin sé sú að alheimurinn er einn í eðli sínu en margur í birtingu, stígur niður úr samræminu á hæstu sviðum til meira ósamræmis á lægri sviðunum. Ef þið losnið við þessa erfiðleika með fordómalausum hugsunum og ástundun, neyðist þið til að viðurkenna kenninguna um Karma sem nauðsynlega lausn á ýmsum valdamálum í lífinu sem herja á okkur frá öllum hliðum. Efni Karma hefur verið gerð góð skil af ýmsum höfundum í guðspekihreyfingunni í ætt við skrif H. P. B. , þannig að ég hef lítið að bæta við þau, og mæli sterklega með að lesa það efni. Ég mun aðeins segja það sem þarf til að orðið Yagna eða Ijya skiljist, því á því byggir hugmyndin um Karma-Yoga. Í fyrsta lagi verðið þið að muna hvað ég sagði um Yagna-Purusha, eða sálarlíkama Náttúrunnar. Hinar fjórar Vedur standa fyrir Yagniska líkamann og hinum fernu kosmísku þáttum, efnislíkama, astral líkama, Prana og hugarþættinum.

5. Líkaminn er í raun ekkert annað en leið takmörkunar, sem hægt er að segja að sé ólík öðrum, en um leið sú sem allt byggir á. Hún er síðasti þátturinn í takmörkun hins kosmíska andardráttar. Takmarkanir astral líkamans, eða astral þáttarins í birtingu er kallað Bhooloka. Takmarkað afl sem færir sig á Pranasviðið, eða þegar sálin framkalla það sem nefnt er dauði, og líkami kemur fram sem þekktur er undir nafninu kama líkami, eða Sookshma — Sarira. Ég ráðlegg ykkur að forðast að nota síðara orðið Sookshpaa — Sarira, þar sem það þýðir einfaldlega fínni líkami og notað í þeirri merkingu í nokkrum Sanskrit ritum. Þegar orðið er notað í tengslum við Kamíska (astral/tilfinninga) líkamann, er að sjálfsögðu átt við fínna efni en efnislíkaminn og þegar við íhugum þá staðreynd að að hann missir samheldni og leysist upp í kamíska þætti þegar mannleg vera kemur sér fyrir í Devachan, (svið milli jarðlífa, ýmist kallað sálarsvið, himnarík, hreina landið) er okkur sagt af guðspekinni að Sookshma — Sarira deyi í Kama-loka (langanna/tilfinningasvið) og gangi inn í swargam (himnaríkis) íklædd Karana sarira (orsakalíkamanum), indverskir Veda nemar sem hafa heyrt mikið af Sook-shma og Bhoota — Sookshma verða reiðir og fljúga í guðspekinganna og öskra „Heyrið, hvaða bölvaða vitleysu er þessi maður predikar í nafni einshvers sem er kallað guðspeki.“ Árangurinn af þessu orðastríði verður að þessir Vedaistar verða óvinir kenninga guðspekinnar, en ef við nemum og íhugum, getum við sagt með hjartans gleði „sannarlega er þetta sannleikurinn sem ég hef leitað og allir ættu að vita.“ Þess vegna er áherslan á orð ekki æskileg, heldur áherslan á hugsun.

6. Ef við snúum okkur aftur að kamíska líkamanum, sem ég kallaði niðurstöðu af takmörkuðum andardrætti Prana. Ef við munum að Prana er í sínu sanna eðli, sá þáttur sem hringsnýst endalaust um hið mikla hjarta sem kallað er Narayana (hin hæsti guð), á tímabili manwantara ( hringtímabil), og felur í sér hugmyndina um hið hæsta, en einnig um lífið á hrísgrjónaakri, og ég þarf varla að taka fram að Prana sem ég vísa til, er sá þáttur sem snertir langanir og tilfinningar í mönnum og viðheldur líkama þeirra, ég kalla það Prana af þeirri ástæðu að Bhuvarloka, annað af okkar þremur sviða sem er hér til umræðu, og hver þrenning verður að hafa tilvísun í upphaflegu þrenningu, Nara, Nari Viraj, eða hugsun, hreyfingu og form, eða hugmynd, líf og líkama. Þau þrjú svið sem kölluð eru, Bhoo-, Bhuvar- og Suvar-loka, eru aðeins frábrugðin í áherslu á efninu, Prana og hugmynd. Hvað varðar eðli kamíska líkamann, getum við lært mikið af bók Sinnetts „Esoteric Budhism“, sem ég mun ekki dvelja við. Drifkraftur kamíska líkamans færist smásaman inn í andlega þátt mannsins og takmarkandi andardrátturinn fylgir því og myndar sálarveru, sem er ólík, en þó eins og aðrar sálarverur. Vinsamlega hafið í huga að eðli þess sem er kallað einsleitni, verður æ meira er við stígum ofar andlegu sviðin.

7. Það sem ég kalla andlegan þátt mannsins, er það sem er þekkt sem Swarga í Sanskrit ritunum, og verurnar sem þar eru, eru kallaðar Pitris, sem að sjálfsögðu merkir feður. Þessir Pitris eru gjarnan tengdir sem andstæður Devas í Puranas ritunum, og það hefur orðið til þess að margir hindúar og heimsspekingar líta svo á að Pitris og Devar séu á tveimur aðskildum sviðum lífsins. En þeir eru ávallt í tilvist saman, Devarnir mynda vitundina, en Pitris mynda formið. Þessi tvö eru tengd hugtök. Ef Pitris er vatn, þá er Deva eldurinn í vatninu. Ef Pitris er eldur, er Deva loginn í eldinum. Ef Pitris er loginn, er Deva vitundarþátturinn sem stýrir loganum og gefur loganum aflið til að lýsa upp heiminn sem þátt í vitund okkar. Frá hæst til lægstu sviða lífs, mynda Pitris hina hlutlægu þætti og Devar hina óhlutlægu þætti, og lífið sjálft er straumurinn, miðjan sem rennur í gegnum þá báða. Verið svo væn að hafa í huga að engin ruglingur má verða þegar við fjöllum um þessi tvö orð í rannsókn og námi okkar. Þessi þrjú tilvistarsvið kosmosins sem við höfum rætt, er til frekari aðgreiningar skipt niður í sjö svið, við getum skipt Devas sviðunum í þrjú og Pitris sviðinu í þrjú og lífsstraumnum sem miðsviðið, og litið á það sem puntinn þar sem Deva eðlið breytist í Pitris eðlið, eða að efri sviða er gert mögulegt að stíga niður á neðri svið, það óbirta verði hið birta.

8. Í þessu sambandi er rétt að upplýsa ykkur um að Devar og Pitris eru ekki endilega mannlegar verur á hærri sviðunum, heldur eru aflmiðjur sem mynda þann grunn fyrir sviðin í sínum tvöfalda þætti. Þeir eru kallaðir öfl í guðspekiritunum, en Devas í Sanskrit; það er staðhæft í Vedunum, að ef eldhuga Bramhin hafði lokið karma sín, dæi hér, gæti hann farið beint til himnaríkis, Swarga, eftir dauða sinn og verða étinn af Pitria. Það er að sjálfsögðu ekki svo að mannlegar verur bíði í himnaríki með opinn munninn og gleypi nýkomna, heldur táknar þessi einfalda staðhæfing að þessi nýkomnu eru íklædd Pitris efni sviðsins, úr því efni sem fylgir okkar grófa sviði. Þið verðið að muna að hin þrjú svið, Bhoo, Bhuvar og Suvar, eru þríein birting þess kosmíska grunnþáttar sem ég kallaði sálarlíkami Náttúrunnar, eða líkama Yagni.

Allur lífsferill á sviðunum þremur gerist í samræmi við lífslögmálið sem á uppruna sinn úr tilveru Yagna-Purusha, með rými fyrir frjálsan vilja manns. Allur þessi vaxtarferill kosmísks lífs er einn Yagna , og sá sem leysir úr sínu karma, viljandi vits og með þekkingu fyrir lífsvöxtinn, er Yagniki. Kosmískur vöxtur vex ekki eins og lítil garður sem er háður umönnun, engin Yagniki getur sagt náttúrunni til, hann getur aðeins fylgt þeirri leið sem mörkuð er kosmísku karma. Yagniki má líta á sem ræktanda í hinum kosmíska garði, en áður en rétta ræktunaraðferðin er mynduð, er afar nauðsynlegt að muna að Pindandam, eða smáheimsmaðurinn er nákvæm eftirmynd af Bramhandam, eða náttúru stórheims. Eins og stórheimurinn er mikill hópur lífs-iða sem skipast um sólkerfishjarta Narayana, er allur líkami manns með öllum sínum hlutum og þáttum, grófum og fínum, hópur lífs-iða um hið sanna egó mannsins —hærri hugann. Öll hærri sálarhugir; eru geislar í andlegri miðjusól og saman mynda þeir huga Yagna- Purusha. Þessir sálhugar geta verið hér eða á fínni sviðum, en engu að síður eru þeir hugar Purusha. Mannkynið, myndar hugarþáttinn sem þarf til þróunar á efnissviðinu og sem slíkt myndar erfiðasta karmað.

9. Þeir ykkar sem hafa hugsað um hin miklu áhrif hugsanna á Kama (langanir), og Kama á taugakerfið, og um taugahreyfingar á efnislíkamann, munu skilja hið mikla afl sem mannleg hugsun hefur á eðlilega þróun efnisheimsins. Manninum er ekki ljóst í daglegri beitingu hugarins, hvaða hlutverk mannlegur hugarþáttur hefur í líkama Yagni. Svo lengi sem þetta afl er nýtt til að styðja eðlilegan gang náttúrunnar og karma þess, eða í átt til þess sem áhrif fyrri þróunar leiðir það, er heimurinn í samræmi. Þá er ekki um mótstöðu að ræða og gangur náttúrunnar skapar gleði og fullnægju. Ef hins vegar Kama veldur spennu í tímans rás hjá manni, og vekur persónulegar langanir sem ekki eru í takt við einingaranda kosmískrar þróunar, byrjar ósamræmi að birta sig og náttúran setur álag á hjól hennar. Hver maður vill ákafur tína þá ávexti og éta sem hann æskir af hinu kosmíska tré. Allt sem setur álag á grein, lauf eða aðra hluta trés fær endurkast til baka. Heimurinn verður svið illsku og sorga, og menn hugsa um gott og illt án þess að hugsa um tilveru trés, þess sem ber alla mannlega ávexti. Það sem er kallað Eakshasa Bhavam, eða eigingirni, fær menn til að segja: „Hvað varðar mig um heiminn, ef ég fæ það sem ég æski.“

10. Þið þekkið öll að þetta er nákvæmlega það stig sem við öll stöndum í, hópur ótengdra eininga sem ekkert bindur sama, hver með nægar langanir fyrir sitt eigið og alveg í ósamræmi við lögmál náttúrunnar. Þessi hnignun er vegna kæfingar á fornu andlegum gjöfum Indlands, sem þekktar eru í dulspekinni, og það getur aðeins verið endurvakið, þegar hver maður á Indlandi getur hugað að vandamálum lífsins, og skilið hina fornu indversku heimsspeki og gert hana hluta af lífinu. Andi þess lífs er það sem ég kalla Yagna, og það orð er dregið af Yag,- að tilbiðja, og Yagna er tilbeiðsla til veru, eða hvert skylduverk til að þjóna tilgangi hennar. Ég held að ég hafi lesið tilvitnun í Isis Unveiled, um kristins öfgaprests, að Satan hafi náð sínum mesta sigri þann dag er menn neituðu tilvist hans. Ég held að við getum sagt það þannig: Satan náði sínum mesta sigri daginn sem hann fékk persónu sína og persónu óvinar síns viðurkennda af mönnum, því við sjáum að beinar afleiðingar hafa orðið af persónugervingu hins guðlega og efnisþáttunum, sérstaklega í þessu landi, Indlandi. Ég þarf ekki að dvelja við hina óhemju orkueyðslu í landi okkar í byggingu og skreytingu mustera, í að gylla musterisþök, í gerð gull- og silfurstytta fyrir tilbeiðslu okkar, í þeirri staðreynd að milljónir þjást í fátækt og vanþekkingu, og það er grátleg þörf fyrir skipulag menntunnar í anda guðspekinnar í tæknilegum stofnunum.
Allt þetta illa er hægt að laga, ef þið góðir menn, varpið af ykkur núverandi svefnhöfgi sem hnignun Indlands hefur sett á ykkur, og öðlist þekkingu á sálarfyllingu Arya heimsspekinnar og miðlið kjarna þess meðal fjöldans og auðugra manna. Þið verðið að hafa sem ykkar einkennisorð, einkennisorð okkar fornu Yagnika, að heimurinn er birting Bramham og til að gera gott fyrir heiminn í átt til hans rétta vegar er að þjóna Bramham, eða til létta karma Bramha.

11. Vinir mínir, það er staðreynd vegna þekkingar okkar, að við, lítill hópur guðspekinga, sem höfum notið hluta hinnar fornu heimsspeki gegnum vinnu H. P. B, höfum reynt síðustu ár að koma þekkingunni á framfæri til ykkar og gert ykkur að samstarfsmönnum í því verki. Við þekkjum það vel að til að skilja guðspekina, er að verða guðspekinemi, og því höfum við lagt okkur fram um að þið skiljið undirstöðuþætti fornu heimsspekinnar sem er kölluð Bramha-Vidya á Indlandi og guðspeki (theosophy) í Evrópu. Við höfum eytt öllum okkar frítíma til að nema verk Bramha-Vidya, allt sparifé hefur farið í útgáfu bæklinga og bækur um efnið og öll orka í að skrifa og halda fyrirlestra fyrir hindúa. Áhrifin eru, ef ég er ekki blindur, úr öllu samhengi við átakið, og mér er til efs að mús hafi nást við hreyfingu fjallsins. Ef það er einhver ástæða af hverju guðspekingar ættu að halda áfram vinnu sinni hér í þessu landi, að reyna að leiða milljónir sem hvorki vilja sjá eða heyra, sem stara á skugga sin með niðurlút höfuð, er það vonin í orðum H.P. B. í „Voice of Silence,“ „Munið ó þið, sem berjist harðast fyrir frelsi mannsins, hver misstök er árangur, og hver einlæg viðleitni fær uppskorið síðar.“ Þessi göfugu orð enduróma í eyrum okkar og gefur okkur hugrekki, sem ná sjaldan eyrum velmegnandi guðspekiáhugamönnum sem hafa ekki gefið sér nokkrar mínútur til að íhuga velferð lands okkar. Hversu lengi á þetta að vera svona? Hversu lengi á guðspekin að vera númer fimm eða sex á listanum, með ekkert afl til að efla siðferði og hug fólks umhverfis? Hversu lengi á þetta fólk að nota lungu sín til að fá almenning til að sjá mikilvægi hinna fornu Sanskrit verka með skynsömum hætti svo það falli að núverandi vitsmunaframförum og þau skilji að siðferði og andlegt líf er ekki nauðsynlegt vegna samfélagsins, heldur vísindaleg nauðsyn fyrir framtíðarvelferð okkar og fyrir kynþáttinn sem við tilheyrum.

12. Þetta eru allt spurningar sem þið verðið að svara sjálf, ef þið segið, ekki frekari bið, þá vinsamlega gangið í lið með okkur á pallborð guðspekinnar og vinnið að mætti í að þýða Sanskrit verk, til að skilja þau með hjálp guðspekirita sem þegar eru til staðar og til að gefa út bæklinga um hin mjög áríðandi hugmyndalegu grunnþætti okkar fornu vísinda svo þessir bæklingar nái til mikils fjölda lesenda og fái þá til að hugsa um það. Þessi hugmynd er alveg raunsæ, en aðeins ef við myndum félagsskap með sterkan fjárhag, kraft og einingu, en ef þessir þættir eru veikir og félagsskapurinn veikur, er hugmyndinni ætlað að vera einungis áfram sem hugmynd og þá er uppskeran lítil, í stað vellíðunar af því að hafa vakið athygli á tímans þörfum. Höfum í huga að ég og þú erum miðjur í líkama Yagna, sem berast um þróunarbylgjurnar. Staða okkar í þeim líkama er ákvörðuð af því hvernig við þjónum hinum kosmíska Yagnam, og sá sem ekki vill virkja mátt sin fyrir framför Yagna, er í orðum hins mikla fræðara Sri-Krishna, „syndugur maður, hvers líf er hvorki uppskera, né dauðinn tap“

Print Friendly, PDF & Email

Lokað er fyrir athugasemdir.