Formáli

Formáli ~
Nokkur orð eru nauðsynleg um þessa bók sem nú kemur út fyrir almenning. Í níundu og tíundu útgáfu Theosophist ritaði ég ákveðnar ritgerðir um „Nature’s Finer Forces“. Efni þeirra ritgerða vöktu svo mikinn áhuga lesenda, að ég var beðinn um að setja þessar ritgerðir í bókarform. Ég sá að til þess yrði ég að endurraða þeim og jafnvel endurskrifa. Ég var hins vegar ekki alveg tilbúinn að að endurrita það sem ég hafði áður skrifað. Ég ákvað því að þýða bókina Vísindi öndunar og kenningin um Tatwas, úr Sanskrit. Samt sem áður yrði bókin án þessara ritgerða óvitræn til skilnings, ég ákvað því að bæta þeim við bókina sem nokkursskonar inngangsskýringar. Því eru þær settar framan við efni bókarinnar. Ritgerðirnar í Theosophist hafa því verið endurprentaðar með víðbótum, breytingum og leiðréttingum. Auk þeirra hef ég bætt við sjö öðrum í þeim tilgangi að gera útskýringar við efni bókarinnar áreiðanlegri og fyllri. Því eru alls fimmtán inngangs- og útskýringar kaflar.
Þar sem bókin náði yfir mun meira en fyrri ritgerðir, var nauðsynlegt að bæta við, svo útskýringar næðu yfir allt efni bókarinnar.
Bókin mun sannarlega kasta frekara ljósi á vísindarannsóknir fornu Aría Indlands og enginn efi verður í huga einlægs huga að átrúnaður hinna fornu Indverja var byggður á vísindalegum grunni. Það er aðallega vegna þess sem ég hef dregið upp lýsingar á lögmálum Tatwic frá Upanishads.
Stóran hluta bókarinnar er aðeins hægt að sannreyna með löngu ferli og nákvæmum tilraunum. Þeir sem helga sig leit að sannleika án fordóma, munu án efa vera tilbúnir að bíða með að álykta um efni bókarinnar, fyrr en eftir lestur. Við aðra er tilgangslaust að deila.
Við fyrri nemendur verð ég að segja nokkur orð í viðbót. Af minni reynslu get ég sagt þeim að því meira sem þeira rannsaka bókina, því meiri visku finna þeir í henni og ég vona að ekki líði að löngu þar til ég eignast marga samstarfsmenn sem með mér munu reyna sitt besta til að útskýra og lýsa efni bókarinnar mun betur.
Rama Prasad
Merut (India)
5ta Nóvember 1889

Print Friendly, PDF & Email

Lokað er fyrir athugasemdir.