Formáli

Grímur Óðins

Elsa-Brita Titchenell

Formáli þýðanda.

Efni þessarar bókar, Masks of Odin, eftir Else-Brita Titchenell, norrænufræðing, guðspeking, vísindaáhugamann, arfsagnafræðing, skáldsagnahöfund og þýðanda, er byggt á hugleiðingum höfundar um norrænar fornsagnir annars vegar, og hins vegar á þýðingum hennar á helstu kviðum þeirra úr sænsku-/íslensku yfir á ensku. Við þýðingu bókarinnar á íslensku var ákveðið að í stað þess að þýða kviðurnar yrði íslensk útgáfa þeirra notuð í staðinn sem íslenskum lesendum er töm, og ákveðið að velja útgáfa Guðna Jónssonar. Annað efni bókarinnar, þ.e. hugleiðingar höfundar, er þýtt óbreytt, enda um fágæta innsýn og túlkun að ræða. Höfundur leiðir okkur inní kosmískan heim sagnanna, hvar persónur þeirra standa fyrir sem náttúru- og þróunaröflin í sólkerfinu, hvar Óðinn leitar visku og færir hana til manna í mörgum persónubirtingum í sögunum, -með sínum mörgu grímum.-Höfundur tengir þætti í sögnunum við uppgötvanir í stjörnueðlisfræði, sem og hliðstæður í öðrum eldri menningar-heimum en þeim norrænu og um leið að sagnirnar eru alheimslegar og sameiginlegar öllu mannkyni. Sögnunum var ætlað að efla siðferði þess tíma, andlega innrætingu um að það væri regla í óreglunni, að til væru öfl sem voru æðri manninum og sendiboðar þeirra leiddu mannkynið til meiri þroska.
Þessi þýðing er ekki ætluð til útgáfu í bókarformi, heldur verði komið á framfæri á netinu, þar sem þeir finna sem leita.
Þýðandi.

Formáli

Mörgum þeirra sem heyrt hafa af Eddu, eða norrænni goðafræði kemur í huga Baldur, sólargoðið sem dó af stungu mistilsteins; eða þeir muna hið mikla þrumu- og eldingargoð  Þór, og að jörðin skelfur undan fótataki hans. Eða kannski minnast þeir hins slæga Loka sem oft kom af stað misgjörðum milli goða og jötna, en með sköpunargáfu sinni og viti leysti oft þá erfiðleika sem hann skapaði.

Grímur Óðins er eftirtektarverð rannsókn á „visku í fornnorrænni goðafræði“. Hún skýrir hin mismunandi hlutverk og form sem Óðinn tekur á sig til að öðlast þekkingu á hinum níu heimum goða, jötna, manna, álfa og dverga. En Elsa-Brita Titchenell hefur hærra markmið í huga. Sem áhugasamur nemi í norrænni goðafræði og guðspeki sér hún þetta kosmískri sýn og sýnir okkur með innsæi sínu hvernig marglitur vefur Eddanna fellur að theosophia perennis, eilífri  visku guðanna.

Þessi elsta arfsögn heimsins segir okkur að fyrir langa löngu hafi allir menn, þó dreifðir um alla jörðina átt sameiginlega arfleifð heilags sannleika um æðri verur af hærri sviðum, og einnig að goðsagnir voru minni um hærri þekkingu og vísindi. Höfundur tekst á við að skýra nokkrar mikilvægar sagnir í hinum norrænu arfsögnum í því ljósi með því að bera saman textana í sænsku saman við hinn upprunalega texta á íslensku. Ætlun hennar er ekki að setja saman annan texta á ensku sem þegar eru fyrir hendi, heldur að „komast að innblásnum kjarnanum“ sem leynist í þessum launhelgu arfsögnum heimsins. Það hefði ekki komið til greina að reyna þetta að áliti höfundarins nema fyrir tvær mikilvægar breytingar í hugarmynd heimsins: í fyrsta lagi mikilvægri birtingu í þróunarheimspeki á heimsmynd okkar fyrir um öld, rituð af H. P. Blavatsky, og áhrifum hennar á hugi manna, og í öðru lagi nýrrar þróunar í vestrænum vísindum.

Í fyrri hluta verksins (1-9. kafla) lýsir höfundur í stórum dráttum megin leikendum sem hafa áhrif á kosmíska og jarðneska sköpun eins og hún er skráð í norrænni goðafræði, færsla eiginleika þriggja goða til manna í upphafi, þ.e. anda, hug og líf svo menn gætu með tímanum orðið „goðumlíkir“.  Hún tengir hin hefðbundnu tákn arfsagnanna við kenningu guðspekinnar (Theofista) og uppgötvanir í stjörnueðlisfræði og eðlisfræði og sýnir þessar fornu arfsagnir í ljósi heimspeki og vísinda. Fyrir norræna sagnaritara eða skáld var samspil goða og jötna stöðug samskipti anda og efnis á fjölmörgum sviðum sem „ hinar mörgu ár lífsins“  sem streymdu hver með sínum hraða gegnum jarð- og sólarsvið Alföðurs.

 

Í seinni hluta verksins (10.-27. kafla) birtir höfundur athuganir sínar á undan þýðingu við einstaka sagnir og kviða og gefur lesandanum verðmæta leiðsögn gegnum oft flókin völundarhús samlíkinga og táknrænna tilvísanna.  Fyrsta sögnin er hin þekkta Völuspá, sem segir frá myndun heimanna, af þekkingarleit Óðins á efnissviðunum og falli heimstrésins, þegar goðin hurfu til síns heima og jörðin var ekki lengur— þar til Vala sér aðra jörð rísa úr hafi  þar sem fornar skuldir eru ei meir og goðin hafa snúið til baka. Í söng hins æðsta lærum við að Óðinn fullkomnaði reynsluna þegar hann hékk í níu nætur á „hinu vindbarða tré“; tré lífsins, svo hann megi „reisa rúnirnar“ og drekka mjöð eilífrar visku..

Það er margt sem gleður og upplýsir lesandann í sögn eftir sögn, hver af sínu efni. Skiljanlega er aðeins hluti efnisins sem til er yfirfarinn með þessum hætti og mest úr eldri Eddu Sæmundar fróða, en höfundur vonast eftir að þetta muni hvetja aðra höfunda til að rannsaka og finna „hluta af rúnaviskunni“ í þessari norrænu goðafræði.

Hvort sem Elsa-Brita Titchenell skrifar sem norrænufræðingur, guðspekingur, vísindaáhugamaður, arfsagnafræðingur eða þýðandi setur hún efnið fram á skýran hátt, og fræðileg framsetning hefur sett Grímur Óðins á stall með því besta í Eddu bókmenntum.

GRACE F. KNOCHE

Inngangur

Það var upp úr 1940 þegar höfundur rakst á bók af tilviljun í bókasafni Theosophical University í Altadena — fallega innbundið eintak af Edda á sænsku. Þó mér hafi verið kunnugt frá barnæsku um sumar norrænu goðasögurnar var þetta í fyrsta sinn sem ég las í hinni skáldlegu eldri Eddu. Er ég fletti í gegnum kvæðin og hreifst af hinum myndrænu „kenningum“ og grípandi setningum varð ég skyndilega lostin hrífandi skilningi, eins og broti af sannleika. Efins í fyrstu, en við lestur með meiri athygli að lokum að fullu sannfærð um að Edda væri ein helgasta goðsögn heimsins, gullnáma um náttúrusögu og andleg verðmæti. Sænski undirtitill bókarinnar: gudasaga —átti vel við.

Mörgum árum seinna, eftir mikla leit og samanburð við aðrar arfsagnir voru nægar sannanir fyrir því að innihald þessara norrænu sagna, Edda, hafði að geyma leynd andleg sannindi sem hægt var að greina. Í hinu mikla efni norrænna goðsagna varð nauðsynlegt að velja efni, að hluta vegna þess að margar útgáfur eru af sömu sögunum og líka vegna þess að markmið þessarar bókar er að draga fram tilgátur um þær goðsagnir sem höfða til okkar tíma.

Þær sagnir eru að mestu úr „Codex Regius — Konungsbók“ — sem er talin skrifuð af Sæmundi fróða fyrir um þúsund árum, og innihald hennar hefur eflaust verið þekkt í langan tíma þar á undan. Í dag öðlast þessar arfsagnir nýja merkingu vegna tveggja mikilvægra breytinga í hugarmynd heimsins: í fyrsta lagi mikilvægri birtingu í þróunarheimspeki á heimsmynd okkar í lok nítjandu aldar og áhrifum hennar á hugi manna, og í öðru lagi nýrrar þróunar í vestrænum vísindum.

Saga Konungsbókar er sjálf einstök. Frederik III, konungur Danmerkur, hafði sent Þormóð Torfaeus til Íslands með bréf dagsett 27. mai 1662, sem veitti honum umboð til að kaupa gömul handrit og annað efni sem snerti íslenska sögu. Hann afhenti Brynjólfi Sveinssyni biskupi bréfið, en Brynjólfur var sjálfur ákafur safnari sögulegra minja frá því að hann tók við biskupsembætti í Skálholti 1639. Skömmu síðar sendi biskup konungi nokkur handrit að gjöf sem Þormóður gerði skrá yfir og Guðbrandur Vigfússon listaði upp í inngangi sínum að Sturlunga Saga. Í þessu safni er handrit merkt nr. 6 sagt vera „Edda Sæmundar; quarto“. Þessi bók var gersemi Konungsbókasafnsins í Kaupmannahöfn þar til fyrir fáum árum að því var skilað til Íslands og er nú geymt í safni Árna Magnússonar. Talið er að Brynjólfur hafi eignast bókina um 20 árum fyrir komu Þormóðs, því hann hefur ritað nafn sitt á latínu, Lupus Loricatus í opnu bókarinnar með ártalinu 1643, og hann hafði einnig látið gera afrit af bókinni á hvítt pergament.

Nokkrar útgáfur af Eddu eru til í hlutum. Safn handrita sem safnað var af Árna Magnússyni er talið af sama uppruna og Sæmundar Edda, annað safn er Ormsbók í Snorra Eddu (þaðan er fengin Rígsþula og Vegtamskviða) og Flateyjarbók.  Gróugaldur, Alvísmál og Hrafnagaldur Óðins eru fengin úr sænskri þýðingu og koma ekki fyrir í Konungsbók. Gróttarsöngur er úr Snorra Eddu.

Kvæðin sem er stuðst við hér eru úr (þýðing úr sænsku yfir í ensku) tveim sænskum útgáfum Godecke og Sander, með tilvísunum frá Viktor Rydberg og borið saman við Wimmer og Jonsson Sæmundar Eddu, ljósprentuðu eintaki af handriti Konungsbókar  (Codex Regius) með prentaðri þýðingu á gagnsíðu. Þar er um að ræða samfeldan texta með engri skiptingu og aðeins innfeldur titill er við upphaf hvers kvæðis. Flestar þýðingar skipta þeim í 6 eða 8 línur sem gefa til kynna hátt þeirra en við höfum valið í mörgum tilfellum að setja kvæðin fram í ferskeyttu formi. Það er engin rímun, en með fjórstuðlun sem algeng var áður og gefur kvæðunum ákveðinn sjarma.

Sæmundar Edda er í tveim meginköflum eins og flest forn handrit sem fjalla um sköpun heimsins og þróun mannsins. Fyrri hlutinn fjallar um heiminn umhverfis og seinni hlutinn um „hetjur“, mannkynin og þróun þeirra gegnum sviðin frá upphafi frumþroska og til sjálfvitundar sem mannkynið hefur öðlast. Þessar sagnir eru oft skreyttar staðbundnum og þekktum sögulegum atburðum til að gefa innsýn í mun stærri mynd sem þeir leyna. Þetta verk einblínir á fyrri hlutann sem fjallar stærri alheimsatburði og leitast við að draga fram grunnmyndina í hinni guðlegu náttúru sem einnig hefur áhrif á mannanna heim.

Við getum greint og skýrt innri merkingu Eddu m.a. með samanburði við eitt mesta upplýsandi verk á okkar dögum, The Secret Doctrine, þar sem höfundurinn, H. P. Blavatsky, ber saman gríðarlega mikið safn arfsagna sem tengjast myndun heimsins, sögu mannsins og örlögum lífvera. Í þessu verki eru lykilatriði sem sýna sömu megindrætti í hinum mismunandi afsögnum heimsins. Þar er okkur gefin heildarsýn yfir alheiminn, tímabil athafna og hvílda og hvernig guðleg vitund birtist sem hinn sýnilegi kosmos í rúmi og tíma.

Til að finna upplýsingar sem Edda geymir verðum við að styðjast við orðsifjafræði nafna og orðamerkinguar sem í sumum tilfellum eru margar. Cleasby’s Icelandic Dictionary, sem Gudbrandur Vigfússon lauk við 1869 hefur reynst ómissandi því hún inniheldur tilvitnanir úr upphaflegu handritunum og gefur oft innsæislegar útskýringar. Undersokningar i Germansk Mitologi (Teutonic Mythology) eftir Viktor Rydberg gefur einnig skýr og nákvæm dæmi og miklar upplýsingar.

Einn vandinn við samningu bókar sem þessarar er að setja efnið fram  á eðlilegan hátt án margendurtekninga.

Þakkir

Miklar þakkir eru til margra vegna samningar þessarar bókar: Fyrst ber að nefna  James A. Long  forseta Theosophical Society, sem hvatti mig við rannsóknir á norrænum fornbókmenntum og samningu átta greina um guðspekilegt innihald þeirra, sem birtust í IV hefti Sunrise  1954-5, auk sex annara sem birtust síðar; einnig þakkir til Kirby Van Mater, en án hans stuðnings hefði bókin aldrei orðið til, og Sarah Belle Dougherty, sem las efnið yfir með góðar tillögur, auk Gertrude (Trudy) Hockinson sem prentaði mestallt handritið , Rod Casper frá Millikan Library við California Institute of Technology, sem hjálpaði við útvegun rannsóknarefnis, A. Studley Hart, sem framdi ritstjórnargaldra, minn kæri vinur Ingrid (Binnie) Van Mater, sem las efnið og útbjó nafna- og atriðaskrá og margt annað sem þurfti til að klára slíka bók. Hún, Manuel Oderberg, Eloise og Studley Hart prófarkalásu bókina. Að lokum vil ég þakka starfsfólki útgáfu Theosophical University Press, sérstaklega Will Thackara, Raymond Rugland, Mark Davidson, og John Van Mater, Jr., sem bar af í fagmennsku við útgáfuna. En framar öllum er þakklæti mitt til Grace F. Knoche, en án stöðugs stuðnings hennar hefði bókin ekki orðið að veruleika.

ELSA-BRITA TITCHENELL
May 31, 1985
Altadena, California

Efnisyfirlit

Bibliography

SOURCES OF THE LAYS:

 • Codex Regius af den aeldre Edda:Handskriftet No. 2365 4to gl. kgl. Samling printed by S. L. Mollers Bogtrykkeri, Copenhagen 1891.
 • Codex Wormianus.
 • Edda, Saemundar hinns Froda:Edda Rhythmica seu Antiqvior, vulgo Saemundina dicta, Havniae 1787, from a fourteenth century parchment

Swedish versions of Godecke and Sander are taken from the above and also from

 • Hauksbok
 • Sorla Thattr, „little thread,“ which is part of the Younger Edda.
 • The Younger Eddaby Snorri Sturlusson

GENERAL WORKS:

 • Anderson, R. B.,Norse Mythology, Scott Foresman & Co., Chicago, 1907.
 • Asimov, Isaac,The Universe, From Flat Earth to Quasar, Walker and Company, New York, 1966.
 • Barker, A. T., ed.,The Mahatma Letters to A. P Sinnett, facsimile reprint of 2nd ed., Theosophical University Press, Pasadena, 1975.
 • Bhattacharjee, Siva Sadhan,The Hindu Theory of Cosmology, Bani Prakashani, Calcutta, 1978.
 • ——-, Unified Theory of Philosophy,Rama Art Press, Calcutta, 1981.
 • Blavatsky, H. P.,Isis Unveiled (1877), Theosophical University Press, Pasadena, California 1976.
 • ——-, The Secret Doctrine(1888), facsimile reprint, Theosophical University Press, Pasadena, 1977.
 • ——-, The Voice of the Silence(1889), Theosophical University Press, Pasadena, 1976.
 • Cleasby, R., and G. Vigfusson,Icelandic Dictionary, Clarendon Press, Oxford, 1869.
 • Cruse, Amy,The Book of Myths, George G. Harrap & Co. Ltd., London, 1925.
 • Godecke, P. Aug.,Edda,  A. Norstedt, Stockholm, 1881.
 • Gordon, E. V., and A. R. Taylor,An Introduction to Old Norse, Clarendon Press, Oxford, 1957.
 • Hapgood, Charles H.,The Path of the Pole, Chilton Book Co., Philadelphia, 1970.
 • Harrison, Edward R.,Cosmology, The Science of the Universe, Cambridge University Press, Cambridge, 1981.
 • Judge, W Q.,Bhagavad-Gita, Recension combined with Essays on the Gita, Theosophical University Press, Pasadena, 1969.
 • King, Ivan R.,The Universe Unfolding,  H. Freeman & Co., San Francisco, 1976.
 • Krupp, E. C.,Echoes of the Ancient Skies, Harper & Row, New York, 1983.
 • ——–, ed.,In Search of Ancient Astronomies, Doubleday & Co., New York, 1977.
 • Kurten, Bjorn,Not From the Apes, Random House, New York, 1972.
 • Mutwa, Vusamazulu C.,Indaba, My Children, Blue Crane Book Co., Johannesburg, 1965.
 • Nilson, Peter,Himlavalvets sallsamheter, Raben & Sjogren, Stockholm, 1977.
 • ——–,Frammande varldar, Raben & Sjogren, Stockholm, 1980.
 • Purucker, G. de,Fountain-Source of Occultism, Theosophical University Press, Pasadena, California, 1974.
 • ——–, Fundamentals of the Esoteric Philosophy,2nd & rev. ed., Theosophical University Press, Pasadena, 1979.
 • ——–, Man in Evolution,2nd & rev. ed., Theosophical University Press, Pasadena, 1977.
 • ——–, The Esoteric Tradition,Theosophical University Press, Pasadenaa, 1935.
 • Rydberg, Viktor,Undersokningar i Germansk Mitologi (Teutonic Mythology), Albert Bonnier, Gothenburg, 1886, 1889.
 • Sander, Fredrik,Edda,  A. Norstedt, Stockholm, 1893.
 • Santillana, G. de, and H. von Dechend,Hamlet’s Mill, Gambit, Inc. Boston, 1969.
 • Sullivan, Walter,Continents in Motion, McGraw-Hill Book Co., New York, 1974.
 • Turville-Petre, E. O. G.,Myth and Religion of the North, Weidenfeld & Nicolson, London, 1964.
 • Vigfusson, Gudbrand, and F. York Powell,Corpus Poeticum Boreale, The Poetry of the Old Northern Tongue, Clarendon Press, Oxford, 1883.
 • Zeilik, Michael,Astronomy: The Evolving Universe, Harper & Row, New York, 1979.

 

 

Print Friendly, PDF & Email