FYRSTA ÞRENNINGIN.

2. KAFLI

Fyrsta þrenningin.

Þér finnst eflaust að fræðslan sé tyrfin, en trúðu mér að það er erfiðra að setja hana fram en að skilja, því sem á að lýsa er svo mikla ofar því sem tungumál getur lýst og myndum þess verður að byggja upp í vitundinni áður en hægt er að kalla þær fram með mæltu máli.
Þú verður að geta séð fyrir þér alheim í upphafi sem þrjá hringferla. Allt sem er, er aðeins hreyfing—hreyfing í geimnum—einungis hreyfing, frum-hreyfing sem myndaði allt sem er, áður var ekkert til að hreyfa. Alheimur er bundinn af þeirri hreyfingu sem kölluð er Hring-takmörk. En auk Hring-takmörkunnar er hreyfing í tvær áttir. Þær eru Hring Kosmos og Hring-Kaos, „gott“ og „illt“ og þau eru uppruni aflanna sem eru þekkt undir þessum nöfnum. Áhrif þessara afla –eru innan Hring-takmarkanna og geta ekki farið út fyrir þau mörk.
Þessar þrjár hreyfingar eru hin þrjú miklu „frumhöf“ Alheimsins,—fyrsta Þrenningin. Þess vegna er æðsta vera í þessari birtingu ávallt skilin sem Þrenning og því er „þrír“ grundvallartalan. Allt hverfur að lokum til þessara þriggja áhrifa. Allt sem síðar kemur, varðar jafnvægið milli þessara þriggja afla: —
(a) Afl Hring-Kosmos, sem leitar til miðjunnar.
(b) Afl Hring-Kaos sem leitar út til ytri geims.
(c) Afl Hring-Takmörkunnar sem heldur jafnvæði milli þeirra og kemur í veg fyrir að annað hvort þessara afla vaxi um of.

Hring-Takmörkunin er þó uppruninn frá Hring-Kosmos og hefur eðli sitt þaðan frekar en frá Hring-Kaos.
Hring-Kaos verður ávallt að svo líta á að hafi uppruna sinn í ytri geimnum,-í því Óbirta og hafi tilhneigingu til að snúa til baka úr birtingu. Það lítur til fortíðar og leitar ávallt að aðstæðum fortíðar.
Hring-Kosmos leitast við að draga saman, en Hring-Kaos til að leysa upp. tilhneiging Hring-Kosmos er til framtíðar.
Hring-Kaos getur aldrei byggt upp, því hvaða afl sem það nálgast mun leysast upp.
En afl Hring-Kosmos viðhelst vegna samtengingar við Hring-takmörkin. Því aflið sem Hring-Kosmos geislar út í geiminn innan ummáls síns kemst ekki út vegna áhrifa Hrings-Takmarkanna. Með þessu samhengi í virkni þeirra mynda þau stærri og meiri áhrif.
Snúum aftur að því er Hring-Takmörkin luku sínu fyrsta hringferð og Alheimur myndaðist þar með.
Hvaða aflmyndun sem er, myndar aðra hreyfingu þegar hún nær hámarki í hröðun, seinni hreyfingin er framlenging af umframafli fyrri hreyfingarinnar, því afl getur af sér afl þegar það hreyfist í mótstöðuleysi.
Frumathafnasemin er HREYFING.
Önnur athafnasemin er LJÓS.
Þriðja athafnasemin er HLJÓÐ.
Hreyfing Hring-Kosmos setur af stað annan sveim innan áhrifasviðs síns, tilhneiging þess er að draga meiri og meiri geim inní hringhreyfingu sína. Það getur ekki vaxið í ummáli því það er takmarkað af Hringsviði Hrings-Kaos, það vex því í staðinn að innan svo að hringbeltið verður að lokum eins og snúningsdiskur með miðjuna staðbundna.
Snúningsdiskurinn sem snýst af seinni hreyfingunni, sem er Hring-Takmörkunin, verður að hringsnúandi kúlusviði.

Hring-Takmörk
miðjusól

Samspil þessara tveggja hreyfisviða verður eðlilega hlutlaust, tiltölulega einföld hreyfing hefur breyst í röð málamiðlanna. Helsta athafnasemin hættir að vera ummálið en verður þess í stað miðjan.
Þó Hring-Kosmos, Hring-Kaos og Hring-Takmörk haldi áfram hver á sínu sviði og snúist sjálfstætt, gefur samræmd hreyfing þeirra af sér röð af bylgjur. Þessar bylgjur eru Geislarnir.
Þú verður að sjá fyrir þér röð af spírölum sem snúast og ná frá miðju og út að ummálinu :—

(a) Áhrif Hring-Kaos beinir aflinu út til ummálsins.
(b) Áhrif Hring-Kosmos beinir aflinu inn að miðjunni.
(c) Miðjan er samræming allra krafta og jafnar þá.
Það sýnist því, að á kosmíska sviðinu myndi geislarnir Miðju-sólina.

Hreyf,ljós, hljóð
Snertilinuhorn

Við erum nú komin þar í þróuninni, að til viðbótar hinum þremur miklu “frumhöfum“ sem standa algjörlega óháð Alheiminum sem þau mynda, höfum við hreina kosmíska hreyfingu—hreyfingu flæðandi geisla—Geislanna sem flæða út og aftur til baka.
Þessa geislar—þessir hringsnúandi geislar sem endurkastast frá Hring-Takmörkunum—verður að ímynda sér í pörum, hver þeirra í sérstöku sambandi við sitt andstæða númer, þannig er hver hreyfing táknið ∞, útflæðið í efri hluta hringsins en neðar er hinn helmingur hringflæðisins. Í þessu eru falin djúp sannindi, nátengd raunhæfri dulspeki.
Þessar nýju hreyfingar skapa spennu sín á milli sem vekur upp röð af hjámiðjuhringum sem hreyfast, þannig að alheimurinn eins og skiptist uppí mismunandi áhrifasvæði. Þessir spinnandi geislar og hjámiðjuhringarnir eru þekktir sem hinir miklu „Síðari“. Það eru tólf geislar og sjö hjámiðjuhringir.
Innan áhrifasvæða hvers geisla verða til hreyfingar sem kallaðar eru „Snertlar“ („Tangentials.“) Sú samsvörun sem kemst næst er Brownian hreyfing atómanna (árekstur atóma), afstaða Hringanna og Geislanna mynda horn á milli sín og snögg snertihreyfing myndar því öðru hvoru nýjan þátt í alheiminum.
Við höfum farið yfir þrjár tegundir hreyfinga.
(a) Samspil frumhringanna.
(b) Samspil þá seinni, Geisla og Hringja.
(c) Snertihreyfing vegna afstæðra horna Geisla og hjámiðjuhringjanna.

Í þessum snertihreyfingum krossast stöðugt aflínur þeirra í tiltölulega litlum hluta alheimsins. Þar sem þær krossast myndast hvirflar með and-stæðum áhrifum sem breyta hreyfingu hvers annars. Þannig, að í stað þess að halda áfram sínum sveigðu kúrfum sem ganga í gríðarstóra hringi, færast þeir í nýja hreyfingu og snúast hver um aðra og verða tiltölulega stöðugir og mynda þannig samsetta einingu— tveggja afla sem eru ekki lengur með sjálfstæð áhrif vegna aðdráttarafls stærri aflanna, heldur eru áhrif þeirra samþætt. Þannig verða atóm til —tvö samsett öfl mynda hvirfill og snúast um hvert annað í stað þess að snúast um takmörk alheimsins.
Ég hef lýst myndun „frumatómsins.“ Þessi atóm vinna sem eining en verða einnig fyrir aðdráttarafli hreyfinga umhverfis þau og byrja að hreyfast í snúningi sínum og sami gangur á sér aftur stað. Atóm á hreyfingu hittast og hringsnúast um hvert annað og svo heldur gangurinn áfram. Tilhneiging samsettra atóma er að ferðast út að ummáli en einföldu atómin halda sig að miðjunni. Þannig þróast svið alheimsins.
Við skulum fara yfir þetta: —
1. Hreyfing Hringjanna.
2. Hreyfing Geisla og Hjámiðjuhringa.
3. Hreyfing „Snertilínanna“ innan geiranna.’
4. Hreyfing hvirflana.
5. Hreyfing samsettra atóma.

Þú munt sjá þessa töluröð síðar.
1. Vísar í hið Altæka.
2. Vísar í Birtinguna.
3. Vísar í Þróunina.
4. Vísar í Formið.
5. Vísar í Lífið.

Print Friendly, PDF & Email