Fyrsti fyrirlestur

SOME THOUGHTS ON  GITA
Hugleiðingar um BAGAVAD GITA.

1. Fyrirlestur

Kæru bræður
Eins og vel er þekkt, er Gita hluti af af hinum mikla ljóðabálki sem kallaður er Mahabharata og er, ef svo má segja, kóróna þess. Það er því nauðsynlegt að vita eitthvað um Mahabharata áður en hægt er að skilja innihald Gita. Þetta ljóð, líkt og Ramayana og nokkur önnur ljóð í Sanskrit, hafa margar hliðar og hverjum og einum er frjálst að beina rannsóknum sínum að þeim þætti sem vekur mestan áhuga. Söguleg hlið Mahabharata hefur almennt verið mest rannsökuð, þó jafnvel á því sviði hafi sumir fræðimenn gert mörg mistök. Tregða er nánast táknræn fyrir núverandi fræðimenn, bæði vestræna sem austræna, í því að virða ekki hugmyndir og hefðir Hindúa. Þeim er kastað fyrir vind í anda þeirrar kristnu stefnu að þjappar sögunni saman inn í þröngt 5000 ára tímabil. Þeim kristnu er það fyrirgefanlegt, því þeir eru fastir í skugga þess sem hinir fyrstu kristnu kirkjufeður ákváðu, en fyrir Hindúa er það aðeins fyrirgefanlegt vegna þess að á núverandi öld lýkur fyrstu 5000 árum Kali-yuga.

Hefðirnar sem ríkja nánast á öllu indverska meginlandinu, frá klettóttum hæðum í norðri til sléttnanna í suðri, eru orrustusvið Mahabharata sem áttu sér stað í upphafi Kaliyuga, fyrir u.þ.b 5000 árum. Eins og Hr. Sundaramayya segir, var það karmísk refsing fyrir þann eigingjarna anda sem mótaðist á fyrri tímabilum. Samkvæmt hefðbundnum útskýringum höfðu menn orðið að Rakshashas, (djöflum) sökum hnignunar andans, Dharma. Hvert tímabil, hvort sem er 4,320,000 ár, 5000 ár,
eitt ár, eða dagur, byrjar sem Devi (engill) og endar sem Rakshasa. Fyrir um 5000 árum varð einn mesti viðsnúningur í sögu Karmabhumi (jarðarinnar). Þá voru lok mikils tímabils og byrjun á nýju, Kaliyuga, tímabil fyrirskipað af Brahma, eða lögmáli kosmískrar þróunar, til að þróa ólík einkenni. Tímarnir kröfðust birtingu sterkrar sálar, Maha-Purusha, til að aðlaga það eldra og gefa því nýja kraft til nýrra hluta. Þessi Maha-Purusha var Jagat Guru, Sri- Krishna: ekki persónulegur guð eins og einhverjir vildu, heldur jarðnesk vera um tíma á hugarsviðunum. Hann stóð fyrir geisla dökkrrar fegurðar, eins og allir yogar og fræðimenn geta staðfest, sem hvílir í mannlegum hjartalótus. Þessi líkamaði Krishna er einn þeirra andlegu vera sem dvelja á óræðum sviðum og vaka yfir og vernda svið mannlegrar þróunar.

En snúum aftur að ljóðum Mahabharata. Það er vegna mikilla hetja sem börðust til að móta byrjun Kali-yuga, og allt var þar skráð með fögrum táknum. Margir munu spyrja — hvers vegna voru atburðir skýrðir með þessum hætti en ekki venjulegu rituðu máli? Fyrir mér er svarið, og fullnægjandi fyrir þann sem hugleiðir það, fyrir hendi í fyrstu bók „Secret Doctrine“ frá H.P.B. Ég vísa þar til blaðsíðna sem lýsa „Hljóðinu“ sem er einn karmaþátta mannsins. Hinir fornu heimsspekingar virðast hafa verið haft andúð á skýrum lýsingum af blóðbaði, -sem virðist höfða til manna enn í dag, eins og vinsælar sögur um draumalönd sem heilla. Það eru nægileg rök fyrir því að hinir fornu sögumenn hafi sveipað hjúpi yfir hið sanna. Hetjudáðir sem þar voru framdar eru líkari átökum á milli engla og hirða Satans en á milli manna. Margar tilvitnanir eru þar um stríð á himnum í siðlegum og andlegum lýsingum. Þar eru lýsingar á manninum og alheiminum og tengslum þeirra á milli. Sannleikskjarninn er ávallt til staðar eins og sagan sýnir, þegar maðurinn er tilbúinn og forvitnin knýr hann áfram, mun hann finna það sem hann leitar.

Mahabharata er ein slíkra sögulegra goðsagna, full af dæmum um siðgæði og gullnáma fyrir þá sem hungra eftir vitneskju um yfirskilvitleg náttúrusvið. Ljóðið hefur mikið gildi fyrir sagnfræðinga, meira gildi fyrir siðfræðinga og enn meiri fyrir guðspekinema, því hinni miklu baráttu milli lægra og hærra sjálfi manna er lýst þar í smáatriðum. Stríðið er kallað Bharata, og það með sterkum rökum. Þeir sem hafa lesið skrif guðspekinnar muna eftir því að sjöhnattakeðjan er líkt við svið mannlega þróun. Þessum sömu sjö hnöttum er lýst í Puranas (fornritum) sem hinar sjö eyjar, eða Saptadwipa-medini. Þessar sjö eyjar eða hnettir eru sagðir eiga tilvist á fjórum sviðum. Númer eitt og sjö eiga tilvist á fyrsta sviði; númer tvö og sex eiga tilvist á öðru sviði; númer þrjú og fimm eiga tilvist á þriðja sviði, fjórði hnöttur er jafnvægið á milli þess fyrsta og sjöunda og er því baráttuvöllur milli guðlegrar og efnislegrar tilvistar mannsins. Þessi fjögur svið tákna hina fjóra lægri tilvistarþætti; linga Sarira (orsakalíkamann), Nephesh eða Prana (lífsorkan), Kama (tilfinningalíkaminn) og umbreytingarþátturinn, Manas (hugarlíkaminn). Vegna þess að Manas er slíkur áhrifavaldur í ferlinu, lítur H. P. B. svo á að hann hafi í sér tvær hliðar, lægri og hærri, sú hærri sem tengill við hærri andleg svið og sú lægri, sál hinna lægri þátta, þríhyrningurinn sem myndar tilvist. Manas er því baráttuvöllur kraftanna í smáheiminum og þar af leiðandi Bharatakhandam (land þjáninga) hinna fornu sagnamanna, Pouranikas. Þróunarstaðan sem við höfum náð er raunverulegt upphaf hinnar miklu baráttu.

Hinar tvær mikilvægu persónur, Arjuna og Krishna, verðum við að kynnast áður en hægt er að skilja stóran hluta þess sem sagt er í Bhagavatgita. Á Indlandi er almennt talað um þá sem Nara og Narayana, og það er nokkuð sennilegt – Nara, eða Arjuna, er mannlegur Monad í þróuninni, í hringrás efnissviðsins á fyrsta geisla (Atma) og í faðmi Atma, eða hinni aldlegu miðju sól,- sem er kölluð Narayana í ritum okkar og hinn óbirti Logos í guðspekiritunum. Það er til almennt Sanskrit orðatiltæki sem segir „Hugur mannsins er ástæðan fyrir efnisfjötrum sem og frelsi frá þeim.“ Hugurinn er miðpuntur allrar tilveru, birting Atma og það er mannlegt egó sem hefur frelsi til að stefna á norðurpól guðanna og óheftrar tilveru, eða suðurpól djöflanna, fjötra.

Á okkar þróunarstigi er hugurinn persónubundinn í eðli sínu og ef hann leitar til norðurpólsins, eða Atma, verður hann sjálfur að vinna sig frá öllum persónuþáttum. Þetta ferli sem fellst í að eigið sjálf vinni sig frá persónuþáttum sínum er það sem á sér stað og lýst í fyrsta kafla Bhagavatgita. Margar ástríður rísa upp, við son og dóttur, við bræður og systur og önnur tengsl sem myndast í efnisheiminum. „Öll framtíðin getur ekki verið óþörf. En hún er döpur framtíð“ Sá sem hugsar þannig gengur aftur glaður aftur í hefta tilveru og tengsl. Hann afneitar allri baráttur ef hann fær ekki hvatningu eða leiðbeiningum frá æðri öflum. Baráttumaðurinn þarfnast þess mest sem kallað er vivekam (dómsgreind), eða það að skilja á milli þess sanna og ósanna, ljóss og myrkurs. Hann verður algjörlega að skilja aðstæður, lögmál alheimsins og kosmíska þróun á öllum sviðum þess. Hann verður að skilja lögmál Karma og gangast undir allar skyldur sínar í lífinu, óháð öllum andlegum og veraldlegum aðstæðum. Það mun ekki gerast, ef hann uppfyllir skyldur sínar í von um að uppskera vitundarlega uppljómun, sem kallað er Nirvana eða Moksha (uppljómun, lausn). Von um slíkt skaðar ferlið. Fyrir þann sem vill þekkja sannleikann, óháð öllum aðstæðum, verður öll ánægja og sársauki af reynslu eða væntingum að vera sett til hliðar. Okkur verður þetta ljóst, þegar við skiljum að alheimurinn er ein heild með endalausri fjölbreytni.
Ef maðurinn vill sameinast hinu eina eða ná tilveru á hærra hugarsviði, verður hann að temja sér tilfinningu fyrir einingu eða alheims bræðralagi — sem er ástæðan fyrir átaki guðspekinnar.

Ég mun nú ljúka hugleiðingu um fyrsti kafli Gita, um kringumstæður þær þegar Sri Krishna ráðleggur Arjuna, og halda áfram hugleiðingum um seinni kafla.

Print Friendly, PDF & Email

Lokað er fyrir athugasemdir.