Gróugaldur og Fjölvinnsmál

Þessar tvær kviður eiga samleið og misráðið að aðskilja þær. Sú fyrri skilgreinir þá eiginleika sem nauðsynlegt er fyrir innsækjanda að hafa náð. En sú síðari vísar til sjálfkönnunar. Saman segja þær sögu Svipdags, eða hann „Birtist sem dagur.“
Óður (1) (maðurinn) er sendur af fósturmóður sinni, Skaða, í næstum ófæra sendiferð, til að finna og fá aðgang að höll Meðglaðrar („hún sem gleðst með,“ eitt nafn Freyju, eiganda Brisingamen, -mannkynsins). Skadi er systir, eiginkona og einnig dóttir Njarðar (tíma). Það var hún sem batt eitraða höggorminn yfir andlit Loka þegar hann var dæmdur til vistar í undirheimum.

Print Friendly, PDF & Email

Grí­mur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenel

24. Gróugaldur og Fjölvinnsmál

Gróugaldur

Þessar tvær kviður eiga samleið og misráðið að aðskilja þær. Sú fyrri skilgreinir þá eiginleika sem nauðsynlegt er fyrir innsækjanda að hafa náð. En sú síðari vísar til sjálfkönnunar. Saman segja þær sögu Svipdags, eða hann „Birtist sem dagur.“
Óður (1) (maðurinn) er sendur af fósturmóður sinni, Skaða, í næstum ófæra sendiferð, til að finna og fá aðgang að höll Meðglaðrar („hún sem gleðst með,“ eitt nafn Freyju, eiganda Brisingamen, -mannkynsins). Skadi er systir, eiginkona og einnig dóttir Njarðar (tíma). Það var hún sem batt eitraða höggorminn yfir andlit Loka þegar hann var dæmdur til vistar í undirheimum.
Til að mæta öllum þeim óyfirstíganlegu erfiðleikum leitar Óður ráða hjá dauðri móður sinni, sem ber nafnið Gróa (gróður, vöxtur). Hún rís upp frá dauða til þess að syngja fyrir hann níu verndarþulur. Í hlutverki völvu táknar hún fortíð hetjunnar, fyrri sjálf hans sem mótað hafa persónu hans eins og hann er nú. Ef fyrri líf hans hafa öðlast hæfileikana sem þarf til að ná árangri er hann tilbúinn fyrir hina miklu þolraun sem bíður hans.
„ Verndarþulurnar“ eru að sjálfsögðu sá styrkur og þeir eiginleikar sem hann hefur öðlast áður. Sá fyrsti er frelsi undan öllum ytri þrýstingi, annar er sjálfstjórn, jákvætt afl, þriðji er ónæmni fyrir þeim straumi sem flæðir í átt til dauðans (sálarinnar), fjórði er það mikilvæga viðhorf að geta snúið fjendum í vini, umbreytt því neikvæða í jákvætt, fimmta er töfrasverðið sem leysir öll höft, alla takmarkandi veikleika sem hetjan verður nú að hafa yfirstígið. Þeir eru persónuleg tengsl sem draga sálina frá æðri markmiði sínu. Sjötti, Gróa, gefur honum mátt náttúruaflanna, jafnvel hafsins, „ef þú á sjó kemur, meira en menn viti, logn og lögur, gangi þér í lú(ö)ður saman“ (11) — ljós astral sviðsins til að blekkja augað, sjöunda er þol gegn “ frost á fjalli háu, hræva kuldi “ (12) — hin lamandi kuldi sem grípur sálina þegar hún sér hæð hinna hreinni heima. Áttunda að hafa verndarhjúp til að geta mætt svipum þeirra dauðu.
Frá sjónarhóli teósofista er greinilegt að ferðalagið sem Óður er að leggja uppí er vígsluganga inní hærri svið andlegrar vitundar. Slík vígsla krefst fyrst niðurgöngu í svið neðan efnisheimi okkar. Hver einasti mikill fræðari mannkynsins verður að „ganga til heljar“ til að veita lægri verum hjálp og til að skilja aðstæður þeirra, en um leið reyna á heilindi sín og verða ónæmur fyrir áhrifum þessara skaðlegu og eitruðu heima.
Níunda, segir völvan að:
„ef þú við inn naddgöfga
orðum skiptir jötun:
máls og manvits
sé þér úr Mímis hjarta
gnóga of gefið.“ (14)
Níunda þulan gefur einnig til kynna eiginleika sem eru, eða ættu að vera, þroskaðir hjá hverjum manni sem gengið hefur í gegn um hina níu heima sem við höfum reynt í þessari hringrás. Áreiðanlega eru það nauðsynleg verkfæri hverri sál sem vill verða sannarlega upplýst.

Fjölvísmál.

Óður leitar í þessari kviðu inngöngu í höll Meðglaðar, sem við vitum að er annað nafn Freyju. Vörðurinn við hallarhliðið kallar sig Fjölvís og er enginn annar en Óðinn og stendur hér sem innri maðurinn og vígjandinn. Hann niðurlægir ferðalanginn með því að kalla hann ýmist „jötun“ eða „úlf,“ en Óður krefst inngöngu engu að síður í hina háu höll. Spurður nafns svarar hann:
„Vindkaldur ek heiti,
Vorkaldur hét minn faðir,
þess var Fjölkaldur faðir.“ (6).

Óður spyr hverrar hallar hún sé og er svarað að það sé höll Meðglaðar, „en hana móðir af gat við Svefnþorins syni „ (7).
Hér er upprunasagan um hina „Sofandi Fegurð“. Með öðrum orðum, Þyrnirós, rósin sem stungin var þyrnisvefni, hún er tákngerð sem sál manns, hin sofandi fegurð, sem er markmiðið með lífi mannsins. Svefnþorin er hægt að tengja við Njörð, sem Tímann og einnig við Vorkalda (6), sem ævaöld sakleysisins. Leitandinn og þess er leitað var66 eru því af sama guðlega uppruna, svo er einnig með mannlega sál og innri guðinn. Það er markmið einstaklingsins að ná sameiningu við alheiminn eftir að hafa fullkomnað sjálfsvitund sína með göngu í gegnum þróunina á öllum sviðum efnisheimsins, með Meðglaðri/Freyju— hærra sjálfi mannsins, andlegri greind hans — til að verða einn með guðdómleikanum sem beðið hefur eftir mannlega 66samneytinu.
Í gervi Vindkalds spyr Óður hallarvörðinn og Fjölvís/Óðinn svara, hann gefur nafn og hlutverk hliðsins sem fjötrar hvern leitanda sem lyftir slagbrandinum og gengur í hallargarðinn sem gerður er úr limum moldarjötuns — efnisins sem fyrstu mennirnir voru mótaðir úr en var svo hafnað af guðunum sem óhæfu efni. Efnið í garðinum er til að hindra alla sem koma. Hinir tveir grimmu varðhundar að sögn Fjölvíss hafa ellefu aðra að baki sér áður en skilyrði þessa lífs enda.
Þegar Vindkaldi spyr nafns á hinu mikla tré sem breiðir greinar sínar um allt landið er honum sagt að það heiti Mímismeiður, Þekkingartréð, „sem fellur hvorki fyrir eldi né járni“ (20) og ávextir þess hjálpi við að upplýsa að engu sé haldið leyndu. Þessu tré, sem kennt er við hinn vitra Jötunn Mími, má ekki rugla saman við Lífsins tré. Mímir á viskubrunninn sem geymir alla visku sem orðið hefur til í efninu. Í Biblíunni eru tré lífsins og þekkingar einnig sitt hvort tréð. Það er ljóst að „fallið“ frá sakleysinu var óhjákvæmilegur hluti þróunarferlisins. Maðurinn verður að yfirgefa bernskuna og ganga inní það sem kallað er í Eddunum „sigurheimar“ til að öðlast rétt til að fá aðgang að lífsins tré. Mannleg sál (álfur), Óður, verður að eigin rammleik að ná goðumlíku ástandi sem gerir honum kleyft að sameinast „hamingju“ sinni (ódauðlega eðlinu). Við skulum skoða hve vel innsækjandi þarf að þekkja „Þekkingartréð“ til að öðlast þessa sameiningu.
Vindkaldur spyr um gullna fuglinn sem er á efstu greinum Mímismeiðs og er sagt að heiti Víðopinn. Hetjan verði að sigra hann, en til þess þarf hún að fara niður í undirheima og ná þar í galdraseið sem bruggaður er af Lofti, uppljómaða Loka, huganum sem hamingjan gætir. Seiðurinn var bruggaður úr eftirsjá í lægri hellum Heljar og geymdur í járnhólki sem læstur er með níu sterkum lásum. Hetjan verður að glíma við hina ógurlegu norn Sinmöru, sem, eins og hliðstæða hennar hin velska Ceridwen, gætir hylkisins. Seiðið, líkt og soma-drykkur austurlandanna, á að gefa leitandanum til að hjálpa honum við að opna vitundina að því ógurlega helvíti sem sálin geymir. Þangað verður leitandinn að fara og sverja — „endalausa eiða“ sem veittir eru af Víðopna „í einni mikilli sorg“ (23).
En hér er mótsögn; til þess að ná seiðinu frá Sinmöru og gerir hetjunni kleift að komast að Víðopna í efstu greinum á þekkingartrénu, verður hetjan að færa Sinmöru skínandi fjöður af gullna fuglinum Víðopna!
Leitandi sem leitar þekkingu guðanna verður þannig að öðlast aðgang að andlegum hæðum áður en hann gengur niður í undirheima og snýr til baka óskaddaður. Aðeins eftir árangursríka ferð í undirheimana getur hann öðlast brúðina — náð sameiningu við hið ódauðlega eðli sjálf síns, alheimshjartanu efst á þekkingartrénu.
Hér er saga inní sögu eins og svo oft í launsögum. Óður stendur hér við hliðið sem leiðir hann til endalegrar uppljómunar; í samskiptum við hliðarvörðinn, sem er leiðbeinandi hans, prófdómari og vígjandi fær hann upplýsingar sem auðsjáanlega eru ætlaðar hlustandanum/lesandanum, lýsingu á þeirri reynslu og uppljómun huga og sálar sem hann verður að gangast undir í höllinni sem nefnd er Hyrr (eldur, hiti),
„Hyrr hann heitir, en hann lengi mun, á brodds oddi bifask; auðranns þess,munu um aldr hafa, frétt eina fírar.“
Hér er vísað til þess að það mun taka óratíma þar til leitandinn getur staðið á oddi elds.
Hér í sögunni segir Vindkaldur til sín sem Svipdagurur, lýsandi — „Birting dags“. Núna nefnir hann sig son Sólbjarts,
„Svipdagr ek heiti,
Sólbjartr hét minn faðir,
þaðan rákumk vindkalda vegu;
Urðar orði
kveðr engi maðr,
þótt þat sé við löst lagit.“ (46)
„ rekinn vindkalda vegu“ (46). Í egypskum launsögnum er vísað í hinn rísandi vígsluþega sem „son sólarinnar“, því geislabirtan er umhverfis hann. Þetta er löngu gleymdur uppruni ushnisha, eða geislandi ára ofan og umhverfis höfuðs Bodhisattvas, Krists og dýrðlinga á gömlum listaverkum. Svipdagur, fullvígður stendur fyrir einn fárra slíkra fullnumina manna í mannkynssögunni. Við erum öll „rekin vindkalda vegu“, hverjum anda, hverjum neista sem hrekkur af þeim guðlega 6eldi í upphafi tímans og fellur niður í svið lífsins er áskapað, við lok hringrásarinnar, að sameinast hinum guðlega uppruna sínum. Hver vitundarandi kemur með kjarna allrar reynslu sem hann hefur öðlast í gegnum birtingu í efninu.
Við lok þessa kvæðis lýsir Edda sömu alheimslegu guðspeki og lýst er af Búddistum og Biblíunni og öðrum trúar- og heimspekiritum gegnum söguna. Sagan af Svipdag vísar á hið sanna markmið lífsins — hraðað í vígsluferli — sem er nokkuð sem nútíma goðsagnafræðingum hefur ávallt yfirsést. Þetta er hinn sanni kross hetjugöngunnar, óeigingjarna gangan, árangurinn og kórónuð sameining við hamingju hans. Þegar Meðglöð býður hann velkominn sem hinn heittelskaða sem hún hafi beðið svo lengi eftir á hinu helga fjalli, svarar hann.
„Þrár hafðar
er ek hefi til þíns gamans,
en þú til míns munar;
nú er þat satt,
er vit slíta skulum
ævi ok aldr saman.“(50)
Merking þessarra fáu orða eru þau mikilvægustu í öllum goðsagnatextunum. Sameining hetjunar við sitt andlega sjálf — felst ekki í sigurvímu eða í eilífri hvíld á himneskum stað — heldur í því að vinna með anda sínum að „markmiði æva og alda“ Einungis þetta síðasta vers skipar Norrænum goðsögnum á stall með göfugustu bókmenntum heimsins, þær styðja og sýna hvernig leitandinn leitast við að þjóna mannkyninu og efla samhug, einungis í þeim tilgangi að það gagnist öllum. Þetta er hinn sanni skóli sannra dulspekinga gegnum aldirnar og leiðin hvati fyrir alla heimsfræðara.

25. Kafli

Efnisyfirlit
________________________________________

Svipdagsmál

I. Gróugaldur er hún gól syni sínum dauð.

1 Sonur kvað:

Vaki þú Gróa,
vaki þú, góð kona,
vek eg þig dauðra dura,
ef þú það mant,
að þú þinn mög bæðir
til kumbldysjar koma.

2 Gróa kvað:

Hvað er nú annt
mínum einkasyni,
hverju ertu nú bölvi borinn,
er þú þá móður kallar,
er til moldar er komin
og úr ljóðheimum liðin?

3 Sonur kvað:

Ljótu leikborði
skaut fyr mig in lævísa kona,
sú er faðmaði minn föður;
þar bað hún mig koma,
er kvæmtki veit,
móti Menglöðu.

4 Gróa kvað:

Löng er för,
langir eru farvegir,
langir eru manna munir,
ef það verður,
að þú þinn vilja bíður,
og skeikar þá Skuld að sköpum.

5 Sonur kvað:

Galdra þú mér gal,
þá er góðir eru,
bjarg þú, móðir, megi.
Á vegum allur
hygg eg, að eg verða muni,
þykjumk eg til ungur afi.

6 Gróa kvað:

Þann gel eg þér fyrstan,
þann kveða fjölnýtan,
þann gól Rindur Rani:
að þú um öxl skjótir
því er þér atalt þykir;
sjálfur leið þú sjálfan þig.

7.Þann gel eg þér annan,
ef þú árna skalt
viljalaus á vegum:
Urðar lokur
haldi þér öllum megin
er þú á sinnum sér.

8.Þann gel eg þér inn þriðja,
ef þér þjóðár
falla að fjörlotum:
Horn og Ruður
snúist til Heljar meðan,
og þverri æ fyrir þér.

9.Þann gel eg þér inn fjórða,
ef þig fjándur standa
görvir á gálgvegi:
hugur þeim hverfi
til handa þér,
og snúist þeim til sátta sefi.

10.Þann gel eg þér inn fimmta,
ef þér fjötur verður
borinn að boglimum:
Leifnis elda læt ég
þér fyr legg um kveðinn,
og stökkur þá lás af limum,
en af fótum fjötur.

11.Þann gel eg þér inn sétta,
ef þú á sjó kemur
meira en menn viti:
logn og lögur
gangi þér í lúður saman
og ljái þér æ friðdrjúgrar farar.

12.Þann gel eg þér inn sjöunda,
ef þig sækja kemur
frost á fjalli háu:
hræva kuldi
megi-t þínu holdi fara.
og haldist þér lík að liðum.

13.Þann gel eg þér inn átta,
ef þig úti nemur
nótt á niflvegi
að því firr megi
þér til meins gera
kristin dauð kona.

14.Þann gel eg þér inn níunda,
ef þú við inn naddgöfga
orðum skiptir jötun:
máls og manvits
sé þér úr Mímis hjarta
gnóga of gefið.

15.Far þú nú æva,
þar er forað þykir,
og standi-t þér mein fyrir munum.
Á jarðföstum steini
stóð eg innan dyra,
meðan eg þér galdra gól.

16.Móður orð
ber þú, mögur, héðan
og lát þér í brjósti búa;
því nóga heill
skaltu um aldur hafa,
meðan þú mín orð of mant.

Fjölsvinnsmál

1.Útan garða
hann sá upp of koma
þursa þjóðar sjöt:
„Hvat er þat flagða,
er stendr fyr forgörðum
ok hvarflar um hættan loga?

2.Hvers þú leitar,
eða hvers þú á leitum ert,
eða hvat viltu, vinlaus, vita?
Úrgar brautir
árnaðu aftr heðan;
átt-at-tu hér, verndar vanr, veru.“

Kómumaðr kvað:

3.“Hvat er þat flagða,
er stendr fyr forgarði
ok býðr-at líðöndum löð?
Sæmðarorðalauss
hefir þú, seggr, of lifat,
ok haltu heim heðan!“

Borgarvörðr kvað:

4.“Fjölsviðr ek heiti,
en ek á fróðan sefa,
þeygi em ek míns mildr matar;
innan garða
þú kemr hér aldregi,
ok dríf þú nú, vargr, at vegi!“

Kómumaðr kvað:

5.“Augna gamans
fýsir aftr at fá,
hvars hann getr svást at sjá;
garðar glóa
mér þykkja of gullna sali;
hér mynda ek eðli una.“

Fjölsviðr kvað:

6.“Segðu mér, hverjum
ertu, sveinn, of borinn,
eða hverra ertu manna mögr?“

Kómumaðr kvað:

7.“Vindkaldr ek heiti,
Várkaldr hét minn faðir,
þess var Fjölkaldr faðir.

8.Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek fregna mun
ok ek vilja vita:
Hverr hér ræðr
ok ríki hefir
eign ok auðsölum?“

Fjölsviðr kvað:

9.“Menglöð of heitir,
en hana móðir of gat
við Svafrþorins syni;
hon hér ræðr
ok ríki hefir
eign ok auðsölum“

Vindkaldr kvað:

10.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hvat sú grind heitir,
er með goðum sá-at
menn it meira forað?“

Fjölsviðr kvað:

11.“Þrymgjöll hon heitir,
en hana þrír gerðu
Sólblinda synir;
fjöturr fastr
verðr við faranda hvern
er hana hefr frá hliði.“

Vindkaldr kvað:

12.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hvat sá garðr heitir,
er með goðum sá-at
menn it meira forað?“

Fjölsviðr kvað:

13.“Gastrópnir heitir,
en ek hann görfan hefk
ór Leirbrimis limum;
svá hefik studdan,
at hann standa mun,
æ meðan öld lifir.“

Vindkaldr kvað:

15.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hvat þeir garmar heita,
er gífrari hefik
enga fyrr í löndum lítit?“

Fjölsviðr kvað:

16.“Gífr heitir annarr,
en Geri annarr,
ef þú vilt þat vita;
varðir ellifu,
er þeir varða,
unz rjúfask regin.“

Vindkaldr kvað:

17.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita,
hvárt sé manna nökkut,
þat er megi inn koma,
meðan sókndjarfir sofa.“

Fjölsviðr kvað:

18.“Missvefni mikit
var þeim mjök of lagit,
síðan þeim var varzla vituð;
annarr of nætr sefr,
en annarr of daga,
ok kemsk þá vætr, ef þá kom.“

Vindkaldr kvað:

19.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita,
hvárt sé matar nökkut,
þat er menn hafi,
ok hlaupi inn, meðan þeir eta.“

Fjölsviðr kvað:

20.“Vegnbráðir tvær
liggja í Viðópnis liðum,
ef þú vilt þat vita,
þat eitt er svá matar,
at þeim menn of gefi,
ok hlaupi inn, meðan þeir eta.“

Vindkaldr kvað:

21.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hvat þat barr heitir,
er breiðask um
lönd öll limar?“

Fjölsviðr kvað:

22.“Mímameiðr hann heitir,
en þat manngi veit,
af hverjum rótum renn;
við þat hann fellr,
er fæstan varir,
flær-at hann eld né járn.“

Vindkaldr kvað:

23.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hvat af móði verðr
þess ins mæra viðar,
er hann flær-rat eld né járn?“

Fjölsviðr kvað:

24.“Út af hans aldni
skal á eld bera
fyr kelisjúkar konur;
útar hverfa
þats þær innar skyli,
sá er hann með mönnum mjötuðr.“

Vindkaldr kvað:

25.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hvat sá hani heitir,
er sitr í inum háva viði,
allr hann við gull glóir?“

Fjölsviðr kvað:

26.“Víðópnir hann heitir,
en hann stendr veðrglasir
á meiðs kvistum Míma;
einum ekka
þryngr hann örófsaman
Surtr Sinmöru.“

Vindkaldr kvað:

27.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
hvárt sé vápna nökkut,
þat er knegi Viðópnir fyrir
hníga á Heljar sjöt?“

Fjölsviðr kvað:

28.“Lævateinn heitir hann,
en hann gerði Loftr rúnum
fyr nágrindr neðan;
í segjárnskeri
liggr hann hjá Sinmöru,
ok halda njarðlásar níu.“

Vindkaldr kvað:

29.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
hvárt aftr kemr,
sá er eftir ferr
ok vill þann tein taka.“

Fjölsviðr kvað:

30.“Aftr mun koma,
sá er eftir ferr
ok vill þann tein taka,
ef þat færir,
er fáir eigu,
Eiri örglasis.“

Vindkaldr kvað:

31.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
hvárt sé mæta nökkut,
þat er menn hafi
ok verðr því in fölva gýgr fegin.“

Fjölsviðr kvað:

32.Ljósan léa
skaltu í lúðr bera,
þann er liggr í Viðópnis völum,
Sinmöru at selja,
áðr hon söm telisk
vápn til vígs at ljá.“

Vindkaldr kvað:

33.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hvat sá salr heitir,
er slunginn er
vísum vafrloga?“

Fjölsviðr kvað:

34.“Hyrr hann heitir,
en hann lengi mun
á brodds oddi bifask;
auðranns þess
munu um aldr hafa
frétt eina fírar.“

Vindkaldr kvað:

35.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hverr þat gerði,
er ek fyr garð sák
innan, ásmaga?“

Fjölsviðr kvað:

36.“Uni ok Íri,
Óri ok Bári,
Varr ok Vegdrasill;
Dóri ok Úri,
Dellingr, Atvarðr,
Líðskjalfr, Loki.“

Vindkaldr kvað:

37.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hvat þat bjarg heitir,
er ek sé brúði á
þjóðmæra þruma?“

Fjölsviðr kvað:

38.“Lyfjaberg þat heitir,
en þat hefir lengi verit
sjúkum ok sárum gaman;
heil verðr hver,
þótt hafi árs sótt,
ef þat klífr, kona.“

Vindkaldr kvað:

39.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hvat þær meyjar heita,
er fyr Menglaðar knjám
sitja sáttar saman?“

Fjölsviðr kvað:

40.“Hlíf heitir,
önnur Hlífþrasa,
þriðja Þjóðvarta,
Björt ok Blíð,
Blíðr, Fríð,
Eir ok Aurboða.“

Vindkaldr kvað:

41.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita:
Hvárt þær bjarga,
þeim er blóta þær,
ef gerask þarfar þess?“

Fjölsviðr kvað:

42.“Bjarga svinnar,
hvar er menn blóta þær
á stallhelgum stað;
eigi svá hátt forað
kemr at hölða sonum,
hvern þær ór nauðum nema.“

Vindkaldr kvað:

43.“Segðu mér þat, Fjölsviðr,
er ek þik fregna mun
ok ek vilja vita,
hvárt sé manna nökkut,
er knegi á Menglaðar
svásum armi sofa?“

Fjölsviðr kvað:

44.“Vætr er þat manna,
er knegi á Menglaðar
svásum armi sofa,
nema Svipdagr einn,
hánum var sú in sólbjarta
brúðr at kván of kveðin.“

Vindkaldr kvað:

45.“Hrittu á hurðir,
láttu hlið rúm,
hér máttu Svipdag sjá;
en þó vita far,
ef vilja myni
Menglöð mitt gaman.“

Fjölsviðr kvað:

46.“Heyr þú, Menglöð,
hér er maðr kominn,
gakk þú á gest sjá;
hundar fagna,
hús hefir upp lokizk,
hygg ek, at Svipdagr sé.“

Menglöð kvað:

47.“Horskir hrafnar
skulu þér á hám galga
slíta sjónir ór,
ef þú þat lýgr,
at hér sé langt kominn
mögr til minna sala.

48.Hvaðan þú fórt,
hvaðan þú för gerðir,
hvé þik hétu hjú?
At ætt ok nafni
skal ek jartegn vita,
ef ek var þér kván of kveðin.“

Svipdagr kvað:

49.“Svipdagr ek heiti,
Sólbjartr hét minn faðir,
þaðan rákumk vindkalda vegu;
Urðar orði
kveðr engi maðr,
þótt þat sé við löst lagit.“

Menglöð kvað:

50.“Vel þú nú kominn,
hefik minn vilja beðit,
fylgja skal kveðju koss;
forkunnar sýn
mun flestan glaða,
hvars hefir við annan ást.

51.Lengi ek sat
ljúfu bergi á,
beið ek þín dægr ok daga;
nú þat varð,
er ek vætt hefi,
at þú ert kominn, mögr, til minna sala.

52.Þrár hafðar
er ek hefi til þíns gamans,
en þú til míns munar;
nú er þat satt,
er vit slíta skulum
ævi ok aldr saman.“

25. Kafli

Efnisyfirlit

Print Friendly, PDF & Email