Gylfaginning

Grímur Óðins – Masks of Odin

Elsa-Brita Titchenell

11. Gylfaginning

Heiti sögunnar, Gylfaginning, er venjulega þýtt sem „The Mocking of Gylfe“ því sögnin að ginna á íslensku merkir einnig að hafa að háði. Þetta er hinsvegar misskilningur á innihaldi, svipað og þegar dvergar í sögnunum merkja lágvaxið fólk í  stað þess að merkja óþroskaðar sálir. Í íslensku hefur nafnorðið ginn háleita merkingu, samanber ginn-heilagt. Orðið stendur fyrir óskýranlegt guðlegt eðli eða innihald ofar Æsum, Vönum og ofar allri upphafinni birtingu. Orðið hefur svipaða merkingu og tat í Sankrít sem merkir „ÞAГ— sem er svo heilagt að merking þess dvínar við að vera nefnt. Það er hið EINA — Alverund — hið sjálfbæra gap sem felur allt í sér sem hin takmarkaði hugur nær ekki að skilja, það er hugtakið sem tjáð er með orðinu Ginnungagap — „gap af ginn.“

Með þessum skilningi verður sagan skýr og skýranleg. Ásgarður í sögnunum er séður sem efnislegur staður með þroskuðum mannlegum verum, en engu að síður í fjarlægum heimi, í höll svo mikilli að loft hennar er varla sýnilegt. Sjónhverfingameistarnir, verðirnir við inngang hallarinnar, gætu staðið fyrir hæfnina í galdri, — þætti sem alltaf vekur hrifningu en er ekki gefinn mikill gaumur hér: sýnandinn sýnir kúnstir sínar fyrir utan höllina. Hann vísar konungi sem kemur í heimsókn inn í helgidóminn og fram fyrir hásæti hinna þriggja háu. Nöfn þeirra eða öllu heldur nafnleysa er í sjáfu sér áhugaverð ráðaþraut sem gefur til kynna að þó seta þeirra innbyrðis sé ólík þá sé enginn greinarmunur á stöðu þeirra.

Um leið og gesturinn er genginn inn lokast dyrnar að baki honum — táknrænn þáttur og sannur í lífinu. Því næst er honum lesin Hávamál sem, eins og við munum sjá, sýna og beinast að þremur stigum andlegs þroska.

Eftir að hafa hlotið alla visku sem hann gat numið af þessum þrígreindu guðlegu konungum snéri Gylfi konungur „heim til land síns og sagði þessi tíðindi sem hann hafði séð og heyrt“ og fullnægði þannig örlögum sem sannur andlegur nemandi og kennari.

Gylfaginning

Gylfi konungur var vitur og fróður maður. Hann furðaði sig á því hversu ásverjar voru fróðir og allt fór samkvæmt óskum þeirra. Hann ályktaði að það væri annað hvort vegna hæfni þeirra eða fyrir tilstilli guða þeirra sem sem þau færðu fórnir. Hann ákvað að finna ástæðuna og undirbjó ferð til Ásgarðs með leynd, dulbúinn sem gamall maður. En ásverjar voru vitrari og sáu ferð hans fyrir og brugðu fyrir hann tálsýnum. Þegar hann kom í hallargarðinn sá hann höll svo háa að hann sá varla topp hennar. Þak hennar var slegið gullnum skjöldum.

Gylfi sá mann í hallardyrunum sem lék að handsöxum og hafði sjö senn á lofti. Sá spurði hann fyrr að nafni. Hann nefndist Gangleri og kominn af refilstigum og beiddist að sækja til náttstaðar og spurði hver höllina ætti. Hann svarar að það var konungur þeirra. „En fylgja má eg þér að sjá hann. Skaltu þá sjálfur spyrja hann nafns,“ og snerist sá maður fyrir honum inn í höllina, en hann gekk eftir og þegar laukst hurðin á hæla honum. Þar sá hann mörg gólf og margt fólk, sumt með leikum, sumir drukku, sumir með vopnum og börðust.

Hann sá þrjú hásæti og hvert upp frá öðru og sátu þrír menn, sinn í hverju. Þá spurði hann hvert nafn höfðingja þeirra væri. Sá svarar er hann leiddi inn að sá er í hinu neðsta hásæti sat var konungur og heitir Hár, en þar næst sá er heitir Jafnhár, en sá ofarst er Þriðji heitir. Þá spyr Hár komandann hvort fleira er erindi hans, en heimill er matur og drykkur honum sem öllum þar í Hávahöll. Hann segir að fyrst vill hann spyrja ef nokkur er fróður maður inni. Hár segir að hann komi eigi heill út nema hann sé fróðari, og

„stattu fram meðan þú fregn,

sitja skal sá er segir.“

Í næsta kafla eru Hávamál, þar sem nemandanum er kennd siðfræði. Niðurstaða Gylfaginningar fer þar næst á eftir .

12. Kafli

Efnisyfirlit

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

Print Friendly, PDF & Email