Hvað vantar í stjórnarskránna?

Einstaklingarnir.

Ákvæði um mannréttindi þarf að skýra og styrkja frá því sem nú er.  Stjórnarskráin snýst um að skilgreina réttindi einstaklinganna og skipulag samfélagsins og þátttöku hans í því.

Frelsi,  jafnrétti og réttlæti er grunnur almennra réttarviðhorfa um mannréttindi og eru sjálfsögð, en sum ákvæði  mannréttinda þurfa  að vera ábyrgðarákvæði til að tryggja aðkomu ríkisins að sérstökum réttindum, t.d. barna ,fatlaðra, aldraðra og annarra sem minni máttar eru í samfélaginu.

Barnavernd.

Börn eru viðkvæmur og sérstakur hópur í samfélaginu sem verður að njóta sérstakrar verndar. Ákvæði um barnavernd þurfa að vera skýr í stjórnarskránni  um skyldu ríkisins til að tryggja velferð þeirra og réttindi eins og best verður á kosið og aðstæður ógni því ekki á nokkurn hátt.

Fötlun, öldrun, vanhæfi.

Tyggja þarf þeir þegnum sem vegna hverskonar fötlunar, öldrunar eða vanhæfis að öðru leyti geti notið kosta samfélagsins á jafns við aðra.

Á að setja sérstök ákvæði í stjórnarskránna sem staðfesta það sem okkur þykir sjálfsagt, t.d.:

Að íslenska sé eina opinbera tungumál íslenska lýðveldisins?

Að Ísland tilheyri íslensku þjóðinni?

Print Friendly, PDF & Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *