Hýmiskviða

Níu dætur hans, eða tímabil, eru níu mæður Heimdalls, guðs upphafsins, þ.e. sólarguð. (sem við höfum nefnt áður). Hann hefur sérstök tengsl við Hrútsmerkið, sem markar upphaf dýrahringsins að vorjafndægri í dýrahringsárinu (25,920 jarðnesk ár) og líftíma jarðarinnar. Hann er persónugerður sem Vindurinn, líkt og hrúturinn sem stangar, blæs og ýtir með hornum sínum. Sem faðir níu mæðra Heimdalls virðist Hýmir tákna byrjun á myndun sólkerfis okkar í því stjörnumynstri sem hún er í. Við lífslok er hann kallaður Rýmir; bæði nöfnin eru tenging í Ými og hér má vísa í alheimslegt hugtak í sérstöku dæmi.

Print Friendly, PDF & Email

Grímur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenell

15. (H)ýmiskviða

Í þeim hluta geimsins sem okkar sólkerfi er, sjáum við ákveðna samsetningu stjarna. Jörðin snýst um öxul sinn þannig að hver hlið er böðuð geislum sólarinnar helming tímans (dagsins) og í skugga hinn helming öxulsnúningsins. Stjörnurnar sem við sjáum eru á næturhlið jarðarinnar og utan sólkerfisins. Stefnan á þær breytist að sjálfsögðu eftir árstíðum þannig að yfir árið, þ.e. einn hring umhverfis sólina sjáum við að nóttu til allar stjörnur sem næstar 66eru sólkerfinu. Þær stjörnur sem eru nálægt því að vera á svipuðu breiddarsviði í geimnum og okkar sólkerfi teljast vera á miðbaugssviði himins, og því sviði hefur verið skipt í 30° lengd, og þannig mynda hin tólf stjörnumerki (12×30°) heilann hring á miðbaugssviði himinsins. Sólin okkar, sem er staðsett í einum armi geimspírals sem við köllum Vetrarbraut, er þannig umkringd tólf „Dýrum“ (þ.e., dýratengdum verum) í „Dýragarði“ himinsins.
Við verðum að hafa skýra mynd af þessari sviðsmynd til að sjá hvernig sagan um jötuninn Hými bendir til aðdraganda að nýrrar íveru (fæðingu hnattar), hugsanlega okkar sól, eða plánetu eins og jörðinni. Samkvæmt kenningum theosofista lifir hver hnöttur nokkur efnislíf og með hvíld (dauða) á milli þeirra á líftíma sólarinnar. Þeir ganga einnig í styttri dvalatímabil (sambærilegum llvið svefni) innan líftíma síns. Mynstrið er sambærilegt við menn og önnur lífsform sem eiga sín hvíldartímabil, svefn, dauða og endurfæðingu.
Hýmir er líklega fyrsta stig í myndun himinhnattar. Níu dætur hans, eða tímabil, eru níu mæður Heimdalls, guðs upphafsins, þ.e. sólarguð. (sem við höfum nefnt áður). Hann hefur sérstök tengsl við Hrútsmerkið, sem markar upphaf dýrahringsins að vorjafndægri í dýrahringsárinu (25,920 jarðnesk ár) og líftíma jarðarinnar. Hann er persónugerður sem Vindurinn, líkt og hrúturinn sem stangar, blæs og ýtir með hornum sínum. Sem faðir níu mæðra Heimdalls virðist Hýmir tákna byrjun á myndun sólkerfis okkar í því stjörnumynstri sem hún er í. Við lífslok er hann kallaður Rýmir; bæði nöfnin eru tenging í Ými og hér má vísa í alheimslegt hugtak í sérstöku dæmi.
Það má benda á áhugaverða hliðstæðu í Biblíunni, í 1. Mósesbók 17:5 en þar á sér stað umbreyting með því að bæta stafnum H við, en h-hljóðið táknar andardrátt, andann, grunn lífsins. Abram verður Abraham, „Eigi skalt þú lengur nefnast Abram heldur skalt þú Abraham heita því að ég geri þig að ættföður fjölda þjóða“; eiginkona hans Sara verður Sarah. Það er mögulegt að þeir norrænu hafi notað sömu hljóðbreytingu til að gefa til kynna innblástur, innöndun lífs í efnið þegar Ýmir verður Hýmir og blæs guðlegum krafti og glæðir heim okkar lífi.
Í sögunni um Hými eru goðunum sögð fyrirspá um að risinn Ægir — geimurinn — geti gefið mjöð reynslunnar og þeir notið, því hann hefði þann mjöð nægan. En þegar Þór skipar Ægi að halda veislu fyrir goðin, þá biður risinn um ílát undir mjöðinn og þá skuli hann blanda mjöð fyrir veisluna:
„bað hann Sifjar ver
sér færa hver, –
„þanns ek öllum öl
yðr of heita.“
Þar sem ekkert ílát var nógu stórt undir mjöðinn voru goðin ráðalaus þar til Týr (1) mundi að faðir hans, Hýmir, átti slíkt ílát. Þór og Týr fóru til að finna Hými og beiðast ílátsins, jafnvel með brögðum ef þörf væri á. Á leið sinni til Miðgarðs hittu þeir Egil geitahirði, son hins dimmeygða, — Þjassa, persónugerving síðasta þróunartímabils. Agli var treyst fyrir að gæta þeirra tveggja hafra sem drógu vagn þrumuguðsins og goðin héldu áfram fótgangandi.
Er þeir komu að garði jötunsins hittu þeir fyrir konu hans sem ráðlagði þeim að fela sig fyrir Hými ef hann kæmi í mjög önugu skapi. Það var að kveldi komið þegar vanskapaður harður Hýmir kom af veiðum. Hér er lýst fyrir okkur hvernig hann kom inn eins og skröltandi jökull með skógfrosið andlit (10). Eiginkonan reynir að milda skap hans áður en hún færir honum þær fréttir að sonur hans, Týr, sé komin til hallarinnar og með honum þekktur mannavinur að nafni Véurr (verndari) (11). Þetta leggur áherslu á tregðu efnisjötunsins til að taka á móti guðskraftinum og minnir á fyrsta lögmál Newtons um tregðu: „Allir hlutir hafa tregðu og halda því óbreyttum hraða og stefnu nema á þá verki ytri kraftar sem samanlagt eyða ekki hver öðrum.“
Við augnlit jötunsins brotnar mænirinn í tvennt og átta katlar falla niður og allir brotna nema einn. Með almennri gestrisni skipar Hýmir að slátra þremur ungnautum fyrir kvöldverð. Þór át tvo þeirra svo að morguninn eftir var þurrð matar og því fóru Þór og jötuninn til fiskveiða. Véurr bauðst til að róa ef jötuninn útvegaði beitu svo að Hýmir kaldhæðnislega bauð Þór einn uxann úr hjörð sinni til beitu, vitandi að það var óvinnandi vegur. Þór leysti verkið hinsvegar án erfiðleika. Þegar út á sjó var komið dró Hýmir tvo hvali samtímis (21). Þór krækti í Miðgarðsorminn Jörmundgand með þeim afleiðingum að íshellur brotnuðu, eldfjöll gusu og allur heimurinn nötraði, þar til Þór sleppti ófreskjunni aftur í djúpið.
Í sögunni samþættast fjölmargar túlkanir og lýsingarnar gætu vísað til jarðneskra-, sólkerfis- eða kosmískra atburða. Miðgarðsormurinn eins og við vitum táknar miðbaug, sem hefur færst til aftur og aftur í sögu jarðarinnar, eða það gæti vísað til brautar jarðar um sólu, eða hreyfing Vetrarbrautarinnar hafi gárast á vötnum himinsins. Miðgarðsormurinn er einn þriggja hinna ógurlegu afkvæma Loka, hinir tveir, Fenrisúlfurinn sem mun gleypa sólina að lokum og Hel, hin kalda fölbláa drottning dauðheima.
Hýmir var ósáttur við velgengni guðsins, í drykklanga stund hafði hann ekki sagt orð, en snéri stýrinu í öfuga stefnu (25). Þetta gæti verið vísbending um breytingu á stöðu stjarnanna sem orsakaðist annaðhvort af nýrri plánetu eða eyðingu annarrar. Það gæti líka einfaldlega þýtt breytingu á öxulhalla jarðar — sem vitað er að hafi gerst margoft og sýnir sig í mismunandi segulstefnum í steinmyndunum. Það er ekki minnst á frekari stefnubreytingu í sögunni, en skömmu síðar koma þeir að landi. Hýmir krefur guðinn um að annaðhvort að bera hvalina heim í höllina eða binda „vatnageitina“ fasta við ströndina (26).
Fram að þessu hefur athyglin verið á ýmsa forvitnilega hluti í sögunni, m.a. „vatnageit“, róandi mann, fiska, hrút, naut og „tvo hvali saman“. Ef við setjum þetta í samhengi við algenga forna lýsingu á stjörnudýramerkjunum þekkjum við þau í tengslum við Steingeitina, Vatnsberann, Fiskana, Hrútinn og Tvíburana, sem öll tengjast röskun á Miðgarðsorminum. Vísbendingarnar eru óumdeilanlegar þegar við sjáum að að þessi sex stjörnumerki ná yfir helming (180°) himinsins, þann hálfa boga sem sjá má í einu. Getur þetta verið tilviljun?
Förum aftur til hallar jötunsins, Þór er ögrað til að brjóta drykkjarílát en þó að hann hendi því af öllu afli í uppistoð þá er kerið óbrotið, en stoðin brotin í tvennt. Jötunkerlingin hvíslar að Þór að hann ætti að brjóta kerið á haus gestgjafans þar sem ekki sé til harðara efni. Ásinn gerir svo og árangurinn var að heill var jötuns hjálmshaldari en vínkerið í tvennt (31). Eftir þetta gátu goðin farið með kerið, þó ekki fyrr en fyrst að yfirvinna risahjörð sem elti þá. Því var að sjálfsögðu náð með Mjölni, Þórshamrinum.
Þegar þeir komu þar sem Egill, sá saklausi, gætti hafra Þórs var annað dýrið halt, eins og í fyrri sögunni. Loki hafði hvatt hirðinn til að brjóta mergbein. Hér varð reiði Þrumuguðsins sefjuð með því að Egill bauð Þór tvo börn sín til þjónustu við hann. Frá því er Þjálfa (hraði) og Röskvu (ljós) börn Egils bónda hins saklausa, ávallt að finna á jörðu með (H)lórrida,- jarðneskrar hliðar Þórs og þau þjóna sem eðlisþættir hins lífgefandi rafmagns.
Í leitinni að keraldi Hýmirs með öllum smáatriðum og augljósum þversögnum er saga sem hægt er að lesa aftur og aftur án þess að „skilja“ réttum skilningi. Það er ekki fyrr en við opnum með lykli hinnar eilífu kosmólógíu sem okkur er ljós aðferðafræðin við að sýna þá hugmynd að goðin séu að leita að viðeigandi stað fyrir stjörnu eða plánetu til að endurlíkamnast. Kerið viðist tákna sérstakt geimrúm sem fullnægir ákveðnum kröfum. Sólar -eða plánetuvitund sem er að koma til birtingar verður að finna sinn rétta heim og það er staður sem fellur inní umhverfi stjarna með sérstaka birtingu. Það er aðeins ein leið til að skilgreina sérstaka staðsetningu í geimnum ef maður hugsar málið, og það er að lýsa umhverfi þess. Kerald Hýmis er hér staðsett þar sem nefnd eru sex sérstök stjörnumerki Dýrahringsins sem ná yfir hálfan himininn, eins og hann lítur út frá okkar sólkerfi.
Hýmiskviða segir auðsjáanlega frá himneskri veru sem er að undirbúa og koma í nýja birtingu og þráir líf (Týr) og rafsegulmögnuð öfl (Þór) í sinn gamla dvalarstað (kerald). Þessi snilldarlega aðferð sýnir aftur sagnatæknina sem höfundar sagnanna notuðu til að koma þekkingu sinni með þessari hefð á framfæri. Almenningur sjálfur, sem var algjörlega ófær um að meðtaka nokkuð nema einföldustu sögur, var notaður ómeðvitaður til að segja vísindalegar staðreyndir í formi skemmtisagna. Brotni mænirinn sem brotnaði af augnráði jötunsins og fall og eyðilegging allra katlanna nema eins sem héngu í mæninum, hefur án efa vakið margan hláturinn, en í skemmtuninni var geymd minning um stórkostlegan stjörnufræðilegan atburð, þegar öxulsnúningur hnattar eða sólkerfis umturnaðist, þar sem aðeins einn ketill eða kerald var óbrotinn og staðsetning þar sem hnöttur er endurborinn í geimnum á staðnum sem hann áður var. Þór veiddi og sleppti Miðgarðsorminum, sem staðfestir sömu atburðarás.
Guðirnir í Ásgarði biðu hins rúmgóða keralds á þingi þegar hinn sigursæli Þór kom með kerald Hýmis og þeir drukku mjög með Ægi hvert haust þegar hinu gullna korni er safnað (39). Það segir sig sjálft að uppskera er samsöfnun á athafnasemi á tilteknu tímabili, hvort sem um er að ræða dags, árs, lífs eða hins óendalega. Það er þá sem guðirnir neyta hins dularfulla mjöð sem hefur verið bruggaður í heimunum sem hafa lifað og dáið.

Neðanmál:
1. Týr, „dýrsgerð vera“ og „guð,“ merkir sérstaklega Mars sem er nátengdur við Hrútinn í Stjörnudýrahringnum og einnig við Heimdall með kraftinum af Þór. Týr sem slíkur er táknrænn fyrir vilja og þrá. Hér sjáum við þróun frá jötni til Æsis þar sem jötuninn Hýmir táknar foreldri, eða fyrri aðstæður Týs sem Æsir.

16. Kafli

Efnisyfirlit

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

________________________________________

Hymiskviða

1.Ár valtívar
veiðar námu
ok sumblsamir,
áðr saðir yrði,
hristu teina
ok á hlaut sáu;
fundu þeir at Ægis
örkost hvera.

2. Sat bergbúi
barnteitr fyr
mjök glíkr megi
miskorblinda;
leit í augu
Yggs barn í þrá:
„Þú skalt ásum
oft sumbl gera.“

3. Önn fekk jötni
orðbæginn halr,
hugði at hefndum
hann næst við goð,
bað hann Sifjar ver
sér færa hver, –
„þanns ek öllum öl
yðr of heita.“

4. Né þat máttu
mærir tívar
ok ginnregin
of geta hvergi,
unz af tryggðum
Týr Hlórriða
ástráð mikit
einum sagði:

5. „Býr fyr austan
Élivága
hundvíss Hymir
at himins enda;
á minn faðir
móðugr ketil,
rúmbrugðinn hver,
rastar djúpan.“
Þórr kvað:

6. „Veiztu ef þiggjum
þann lögvelli?“
Týr kvað:
„Ef, vinr, vélar
vit gervum til.“

7. Fóru drjúgum
dag þann fram
Ásgarði frá,
unz til Egils kvámu;
hirði hann hafra
horngöfgasta;
hurfu at höllu,
er Hymir átti.

8. Mögr fann ömmu
mjök leiða sér,
hafði höfða
hundruð níu,
en önnur gekk
algullin fram
brúnhvít bera
bjórveig syni:

9. „Áttniðr jötna,
ek viljak ykkr
hugfulla tvá
und hvera setja;
er minn fríi
mörgu sinni
glöggr við gesti,
görr ills hugar.“

10. En váskapaðr
varð síðbúinn
harðráðr Hymir
heim af veiðum,
gekk inn í sal,
glumðu jöklar,
var karls, en kom,
kinnskógr frörinn.
Frilla kvað:

11. „Ver þú heill, Hymir,
í hugum góðum,
nú er sonr kominn
til sala þinna,
sá er vit vættum
af vegi löngum;
fylgir hánum
hróðrs andskoti,
vinr verliða;
Véurr heitir sá.

12. Sé þú, hvar sitja
und salar gafli,
svá forða sér,
stendr súl fyrir.“
Sundr stökk súla
fyr sjón jötuns,
en áðr í tvau
áss brotnaði.

13. Stukku átta,
en einn af þeim
hverr harðsleginn
heill af þolli;
fram gengu þeir,
en forn jötunn
sjónum leiddi
sinn andskota.

14. Sagði-t hánum
hugr vel þá,
er hann sá gýgjar græti
á golf kominn,
þar váru þjórar
þrír of teknir,
bað senn jötunn
sjóða ganga.

15. Hvern létu þeir
höfði skemmra
ok á seyði
síðan báru;
át Sifjar verr,
áðr sofa gengi,
einn með öllu
öxn tvá Hymis.

16. Þótti hárum
Hrungnis spjalla
verðr Hlórriða
vel fullmikill:
„Munum at aftni
öðrum verða
við veiðimat
vér þrír lifa.“

17. Véurr kvaðzk vilja
á vág róa,
ef ballr jötunn
beitr gæfi.
Hymir kvað:
„Hverf þú til hjarðar,
ef þú hug trúir,
brjótr berg – Dana,
beitur sækja.

18. Þess vænti ek,
at þér myni-t
ögn af oxa
auðfeng vera.“
Sveinn sýsliga
sveif til skógar,
þar er uxi stóð
alsvartr fyrir.

19. Braut af þjóri
þurs ráðbani
hátún ofan
horna tveggja.
Hymir kvað:
„Verk þykkja þín
verri miklu
kjóla valdi
en þú kyrr sitir.“

20. Bað hlunngota
hafra dróttinn
áttrunn apa
útar færa,
en sá jötunn
sína talði
lítla fýsi
at róa lengra.

21. Dró meir Hymir
móðugr hvali
einn á öngli
upp senn tváa,
en aftr í skut
Óðni sifjaðr
Véurr við vélar
vað gerði sér.

22. Egndi á öngul,
sá er öldum bergr,
orms einbani
uxa höfði;
gein við agni,
sú er goð fía,
umgjörð neðan
allra landa.

23. Dró djarfliga
dáðrakkr Þórr
orm eitrfáan
upp at borði;
hamri kníði
háfjall skarar
ofljótt ofan
ulfs hnitbróður.

24. Hraungalkn hlumðu,
en hölkn þutu,
fór in forna
fold öll saman;
sökkðisk síðan
sá fiskr í mar.

25. Óteitr jötunn,
er aftr reru,
svá at ár Hymir
ekki mælti,
veifði hann ræði
veðrs annars til.
Hymir kvað:

26. „Mundu of vinna
verk halft við mik,
at þú heim hvali
haf til bæjar
eða flotbrúsa
festir okkarn.“

27. Gekk Hlórriði,
greip á stafni
vatt með austri
upp lögfáki,
einn með árum
ok með austskotu
bar hann til bæjar
brimsvín jötuns
ok holtriða
hver í gegnum.

28. Ok enn jötunn
um afrendi,
þrágirni vanr,
við Þór sennti,
kvað-at mann ramman,
þótt róa kynni
kröfturligan,
nema kálk bryti.

29. En Hlórriði,
er at höndum kom,
brátt lét bresta
brattstein gleri;
sló hann sitjandi
súlur í gögnum;
báru þó heilan
fyr Hymi síðan.

30. Unz þat in fríða
frilla kenndi
ástráð mikit,
eitt er vissi:
„Drep við haus Hymis,
hann er harðari,
kostmóðs jötuns
kálki hverjum.“

31. Harðr reis á kné
hafra dróttinn,
færðisk allra
í ásmegin;
heill var karli
hjalmstofn ofan,
en vínferill
valr rifnaði.

32. „Mörg veit ek mæti
mér gengin frá,
er ek kálki sé
ór knéum hrundit;“
karl orð of kvað:
„knákat ek segja
aftr ævagi,
þú ert, ölðr, of heitt.

33. Þat er til kostar,
ef koma mættið
út ór óru
ölkjól hofi.“
Týr leitaði
tysvar hræra;
stóð at hváru
hverr kyrr fyrir.

34. Faðir Móða
fekk á þremi
ok í gegnum steig
golf niðr í sal;
hóf sér á höfuð upp
hver Sifjar verr,
en á hælum
hringar skullu.

35. Fóru-t lengi,
áðr líta nam
aftr Óðins sonr
einu sinni;
sá hann ór hreysum
með Hymi austan
folkdrótt fara
fjölhöfðaða.

36. Hóf hann sér af herðum
hver standanda,
veifði hann Mjöllni
morðgjörnum fram,
ok hraunhvala
hann alla drap.

37. Fóru-t lengi,
áðr liggja nam
hafr Hlórriða
halfdauðr fyrir;
var skær skökuls
skakkr á beini,
en því inn lævísi
Loki of olli.

38. En ér heyrt hafið, –
hverr kann of þat
goðmálugra
görr at skilja? –
hver af hraunbúa
hann laun of fekk,
er hann bæði galt
börn sín fyrir.

39. Þróttöflugr kom
á þing goða
ok hafði hver,
þanns Hymir átti;
en véar hverjan
vel skulu drekka
ölðr at Ægis
eitt hörmeiti

16. Kafli

Efnisyfirlit

 

Print Friendly, PDF & Email