I. HlUTI: KOSMÍSK ÞRÓUN

1 KAFLI.

DÖGUN BIRTINGAR

HIÐ Óbirta er skýr tilvist. Við getum ekki sagt um að það sé ekki. Þó það sé ekki í birtingu er það. ÞAÐ er uppruni alls sem er.
ÞAÐ er hinn eini „raunveruleiki.“ ÞAÐ eitt er efnið. ÞAÐ eitt er stöðugleiki, allt annað birtist og verður til. Um þetta Óbirta getum við aðeins sagt, „ÞAÐ ER.“ ÞAÐ er sögnin að „að vera“ snúið til baka til sjálfs síns. ÞAÐ er hrein tilvera að „vera“ án eiginleika og án sögu. Allt sem við getum sagt um ÞAÐ, er að það er ekki eitthvað sem við þekkjum, því ef við vissum eitthvað, þá hefur það birst okkur til að þekkja það og ef það er í birtingu þá er það ekki hið Óbirta. Hið Óbirta er því hin mikla andstæða, en á sama tíma er ÞAÐ óendanleiki sem enn hefur ekki átt sér stað. Það er best skilið undir viðáttu himingeimsins eins og við sjáum hann.
Í þessari dulfræði verður þér gefnar ákveðnar myndir og undir áhrifum þeirra ráðlagt að hugsa um ákveðna hluti. Þessar myndir eru ekki eiginlegar heldur táknrænar, og eru gerðar til að þjálfa hugann, en ekki að upplýsa hann. Þess vegna ættir þú að hugsa hið Óbirta sem himingeiminn, eða öllu heldur rýmið milli stjarnanna og hugsa Lógos sem sólina með allt sólkerfið umhverfis sig og útstreymi hans sem geisla. Hið óbirta er hin eina eining. Birtingin byrjar þegar tvíeðlið verður til.
Grunnur tvíeðlis er „rými“ og „hreyfing.“ Fyrsta birtingin var hreyfing í rúmi (geimnum)—þessi líking sem ég verð að nota kann að hafa lítil áhrif í huga þér.
Allt sem ég get sagt til að lýsa þessu er, „rýmið var á hreyfingu“, þau orð gefa þér vísbendingu að mörgu.

Þegar rýmið hreyfðist hefur það þessa sérstöku eiginleika,—vegna mót-stöðuleysis missir það aldrei hröðun og heldur því áfram að flæða fram. Þegar rýmið hreyfist eru tvö öfl að verki:—
(a) Aflið sem veldur hreyfingunni, —-löngun rýmis til að hreyfast.
(b) Aflið sem hingað til hélt aftur af því að rýmið hreyfðist, —löngun rýmis fyrir kyrrstöðu.
Þessi tveir þættir eru til staðar í allri hreyfingu, en þar sem löngunin til að hreyfast var sterkari, yfirvinnur hún löngunina fyrir kyrrstöðu, en löngunin til kyrrstöðu hefur áfram áhrif sem nokkurskonar fyrirstaða.
Þessi ístaða kyrrstöðunnar togar örlítið í hreyfinguna. Þess vegna er ekkert sem heitir bein lína í geimnum. Öll hreyfing hefur því örlitla kúrfustefnu upp á við og því mun hún að lokum enda á upphafstað sínum og hefur því myndað spinnandi hringferill.
Frumhreyfingin, Hring-Kosmos er aðeins flæði rýmisins sem snýr aftur á upphafstað eftir óralanga tíð og heldur enn á ný áfram ferðalagi sínu í nýjan hringferill. Þetta myndar spinnandi belti með gífurlegu ummáli. Þetta belti snýst á einu sviði á óralöngum tíma og snýst án afláts.

Hring-Kosmos
Hring-Kaos

En tilhneiging þess er að tengja hreyfingu sína við rýmið umhverfis það, sem leiðir til þess að meira rými flæðir með og inní þessa spinnandi hringhreyfingu. (Munið að allt þetta eru líkingar)
Hringhreyfingin á einu sviði heldur áfram þar til spennan sem hún myndar, vekur upp nýja hreyfingu, annan straumur í geimnum verður til hornrétt á þá fyrstu og sami gangur endurtekur sig eins og í þeim fyrri.

Þessi spinnandi aflsviðum má líkja við Hringi Satúrnusar.
Nú höfum við tvö spinnandi svið, annað innan hins og við ættum að muna að það seinna er utan um það fyrra og hefur því meira þvermál.
Um ómunatíð snúast þessi belti hornrétt hvert um annað og öll þróun ræðst af stærðarmuninum milli sviðanna. Þegar sá stærri hefur náð sama snúningshraða eins og sá minni og eldri, leitast hann til að draga til sín þætti þess minni, afleiðingin er að eldri hringurinn dregst að þeim nýrri.
Gerum ráð fyrir að fyrri hringurinn hafi efra og neðra yfirborð. Efra yfirborðið á útflæðisboganum má gefa sér að sé jákvæður (+) og neðra yfirborð neikvætt (-). Öfug formerki eru í tilfelli innflæðisbogans. Sama á við seinni hringferilinn.

Þessir hringir dragast að og hrinda frá sér hvor öðrum, svo þú séð fyrir þér að efra yfirborð útflæðisbogans (fyrri hringsins) er jákvæður þar sem hann rís upp til neikvæðs þáttar í seinni hringnum og neðra yfirborð inn-flæðisbogans (seinni hrings) pressast niður og þannig miðlar seinni hreyf-ingin til hringferils disksins. Þegar þessi seinni hreyfing hefur lokið sinni fyrstu hringrás og náð stöðugri hringrás er nýr alheimur í mótun. Þetta er besta mögulega myndlíking sem hægt er að gefa af upphafi alheims.

Hring-takmörk4
ummál

Önnur afleiðing þessarar fyrstu hringrásar er Hring-takmörkin (Ring-Pass-Not) og hringrás seinna sviðsins setur mörk að Óreiðu (Kaos). Við ytri mörk þeirrar hringhreyfingar alheimsins er önnur afleiða hennar, frum-kyrrðin, óhreyfanleikinn sem hann á uppruna sinn í, þar verður endurkast krafta Alheimsins, það sem heldur á móti, það sem gerir skriðþungan mögulegan, við getum kallað þessi mörk Hring-Kaos (Ring-Chaos)—„,Frummótstöðuna.“ Hún varð til vegna viðbragða frumkraftsins við mót-stöðu hennar og snýst hornrétt á frumsnúninginn. Hún andsvarar þeim fyrri. Þar var aðdráttarafl Hring-Kaos sem setti Hring-Kosmos í seinni hreyfingu og myndaði seinni hringferilinn sem við köllum Hring-takmörk, (Ring-Pass-Not), frumtakmörkin. Því er það að í grunninn er það Frummót-staðan (Prime Evil) gerir alheimi kleyft að birtast.
Áður en við höldum lengra, verðum við að útskýra hugtakið um hið illa. Hér á undan var sagt að fyrsta hreyfingin skapaði þá seinni hreyfinguna í samræmi við lögmálið um gagnvirkni og seinni hreyfingin andstæð hinni fyrri skapaði stöðugleika. Það er ávallt virkni andstæðna að skapa stöðugleika. Hið illa er í þessum skilningi einungis andstaða hornrétt á frumhreyf-inguna. Það er seinni hringferilinn sem rís sem andstaða við frumhreyf-inguna. Þú munt heyra meira síðar um hugtakið hið illa. Hið illa eða mótstaðan felur í sér endanleika—takmörkun og þess vegna staðnar það og því nauðsynlegt að skilja það til fullnustu því þá má nota afl þess á réttan hátt sem þrýstiafl. Það er þegar tilraun er gerð til að vinna kröftuglega með öflum Hring-Kaos sem hið illa verður til eins og það er þekkt í þeim skilningi. Hið illa verður að skiljast í andlegum skilningi sem takmörkun sem gerir mögulegt að mynda spennu—eins og þegar höfnun auðveldar okkur að ná einbeit-ingu.
Ég skal gefa ykkur dæmi; „Saurlífi“ segir þú, „er af hinu illa og ber að forðast“, og því er lífsorkunni beint að efri sviðunum því ákveðinni tjáningu er hafnað þar. Ef engin væri neitunin, heldur aðeins frjáls flæði fullkomins samræmis, þá yrði engin einbeiting og því engin vinna. Þú getur ekki náð neinu afli úr opnum katli. Virkni mótstöðunnar (hins illa) verður að ígrunda vandlega. Þér munt ávallt verða ýtt af leið af hinu illa. Allur þroski til hærri sviða er vegna mótstöðu hins illa. Ef engin er mótstaðan, illskan, væri engin ástæða til þroska, þá yrði engin vöxtur, engin þróun.
Við skulum draga saman fræðsluna: Við höfum upphafshringsnúning Hring-Kosmos; viðbrögð við honum veldur upprisu Hring-Kaos; aðlöðun að Hring-Kaos veldur seinni hringsnúningi Hring-Kosmos sem myndar Hring-takmörkin (Ring-Pass-Not).

Hreyfingin í Hring-Kosmos sem hringsnýst á einu sviði og snýst eins og um öxull setur mörk sem lífið á því sviði getur ekki farið yfir, jafnvel í hugsun. En þetta svið er líka umhverft af tveim aflmörkum—Hring-Kosmos og Hring-Kaos, sem snúast hornrétt hvort á annað. Snúningur Hring-Kosmos er uppruni aflsins sem þróunin fær hreyfiafl sitt frá og snúningur Hring-Kaos er uppruni afls þess sem afþróunin fær hreyfiafl sitt frá.

Þróun er þrýstikraftur frá ummálinu til miðju.
Afþróun, eða upplausn sem sogast að ytri geimnum.
Hring–Kaos tilheyrir ekki sviðinu sem það umhverfist, heldur ytri geimnum. Þetta er mikilvægt að atriði að hafa í huga.
Hring-Kosmos laðast að sviðinu sem það umliggur.
Hring-Kaos laðast að sviðinu sem umliggur það.
Hring-Kosmos leitast við að víkka út miðjuna.
Hring-Kaos leitast við að víkka út ummálið.
Hring-Kosmos leitast við að þéttast með aðlögun.
Hring-Kaos leitast við að snúa til baka til þess Óbirta og því, ef áhrif þess væru óheft myndi það minnka sviðið sem það umlykur í ekkert.
Ef áhrif Hring-Kosmos yrðu óheft, myndi allt verða fast í núinu.
Áhrif þessara tveggja afla er uppruni allra afla í Alheimi. Vegna þess að Hring-Kosmos þéttir, —byggir upp. Vegna þess að Hring-Kaos leysir upp —vex ekki.
Þessa tvo hringi viljum við kalla það góða og það illa. Líf og dauða. Ljós og myrkur. Anda og efni. Tilvera og ekki tilvera. Guð og Djöfull, vegna þess að hvert þessara möguleika á rætur í samsvarandi hring. En það þarf að vera réttilega skilið að hringirnir eru hvorki „Góður“ né „Illur“ eins og þessar skilgreiningar á þessum þáttum eru skildir, heldur einungis hringferlar sem snúast hornrétt á hvorn annan og þar afleiðandi í andstöðu. Það er einungis að sá fyrri sem myndaðist er kallaður „góður“ og og hornandstað-an við hann er kallað „Illur“ og það gæti alveg eins verið að að í öðrum Al-heimi að fyrra sviðið mundi byrja að spinna með öðru hallahorni—hallahorni sem hér er kallað „Illt.“ Það yrði engu að síður að vera „gott“ fyrir þann Alheim, því „ gott“ og „illt“ snúast ekki um hornafstöðu heldur einfaldlega að vera afstæð hvort við annað. Fyrsta aflið sem rís er kallað „gott“ vegna þess að frá því rísa aflmörkin sem við köllum þróun. Allt sem kemur á eftir er mælt frá stöðu þess.

Svo lengi sem þau hreyfast með sama horninu eru þau þekkt sem „góð.“ Þau sem koma hornrétt þar á eru þekkt sem andstaða og kölluð „ill.“ Mótstaða er einfaldlega það sem hreyfist í andstæða stefnu við þróunina. Mótstaða er það sem nálgast hreyfingarsvið Hring-Kaos og þess vegna hefur það tilhneigingu til snúa til baka til þess Óbirta. Öll mótstaða sem byggist upp í sólkerfi dregst að Hring-Kaos og er sjálfeyðandi, vegna þess að sjálf hugmyndin „illt“ felur í sér afl sem hneigist til að vera án tilveru.
Þannig getur þú nýtt hið „illa“ með tvennum hætti:—

a) Það sem hjálpar þér til að læsa afl þess góða með andstöðu og tryggja þannig stöðugleika—fótfestu. Mótstaða gerir þér kleyft að hafa tak á umráðasvæði.

b) Mótstaða hreinsar upp fyrir guðina ef hún fær að starfa óáreitt. Þess vegna sagði hin mikli „ Standið ekki gegn hinu illa.“ Þegar þú stendur gegn mótstöðunni þá læsir þú afl þess góða. Þú læsir afls þess góða sem sem heldur mótstöðunni í skefjum. Það þjónar engum gagnlegum tilgangi, nema að þú hafir ótæmandi góðvild sem endist og sem stígur þaðan upp til hæstu hæða.

Þess vegna er ekki nóg að mæta hatri með kærleika—mæta illu með góðu. Ástæðan er fáfræði og þess vegna hafa hefðbundin trúarbrögð haft svo lítil áhrif í heiminum. Þú verður að mæta hatri með nægilegu hatri til að valda læsingu á afli þess. Þú verður að hata hatrið, og þegar tekist hefur að gera það illa óvirkt með andstöðu getur kærleikurinn risið upp og notað það sem þrýstiafl.
Þú mætir aðeins mótstöðu þegar þú vilt skapa uppbyggjandi verk—þegar þú vilt skapa eitthvað nýtt. Þú stendur ekki gegn henni ef þú vilt eyða einhverju. Þú skapar tómarúm kringum það. Þú hindrar að mótstaðan snerti það. Þegar það er án mótstöðu, er það frjálst að að fylgja sínu eigin eðlis-lögmáli, sem er að fylgja hreyfingu Hrings-Kaos. Það færist út til endimarka sólkerfisins þar til það kemur að hringhreyfingu Hring-takmarkanna sem það kemst ekki í gegnum, en það er komið á stað með svo frumstæðan einfald-leika að það leysist upp í sín eigin frumefni og þau dragast að næstu hreyf-ingu, sem er Hring-Kosmos og er í gott í eðli sínu.
Því leysist hið illa upp í frumefni tilverunnar þegar henni er ekki veitt mótspyrna—fyrsta form birtingarinnar. Það hættir að vera skipulegt. Það hættir að hafa eiginleika. Það byrjar á upphafsreit að nýju, umbreytt með óvirkni í gott eðli.
Það er hringsnúningur þessara tveggja hringja sem skapa áhrifin sem spila svo á sköpunina.
Þú ert nú í stöðu til að skilja af hverju dulúð hins illa er leyndardómur þeirra Innvígðu,* það hefur mikið notagildi að skilja hið illa. En óagaður maður sem vissi um það og nýtingu þess til góðs, mundi nota það kröftuglega á hina jákvæðu hlið birtingarinnar en hafa ekki þann stöðukraft til að takast á við neikvæðu eiginleika þess sem hinir Innvígðu hafa.
Þú sérð því að þetta er rúmfræði. Þess vegna eru tölur svo mikilvægar og mundu, tölur ú dulfræði vísa í hornagráðum. Gráðutölur Hvítu dulfræðinnar eru mótaðar í Hring-Kosmos. Gráðutölur þess illa eru mótaðar í Hring-Kaos. Skoðum ávallt gráðustærðirnar í hornum á tveim orkulínum sem skerast. Munum einnig að þegar þú stjórnar fleiri en einu sviði færð þú horn við hin sviðin sem mætast. Þú munt fá frekari leiðbeiningar um þetta. Hvert svið hefur þrjá hringi, líkt og Kosmos. Það eru einnig skurðpúntar ólíkra hreyf-inga eins og Tíma og Rúms. Það munum við skoða síðar.

* Þar sem „Innvígður“ kemur fyrir í þessari bók, með stórum staf er átt við upplýstan meistara.

Leiðrétting síðari útgáfu:
Eftirfarandi kom frá uppruna efnisins til að eyða öllum vafa um nafngiftina „Neikvæða Illsku“:
„ Að kalla Hring-Kaos „Neikvæða íllsku“ er óviðunandi. Orðið „Íllska“ ætti ekki að hafa verið notað þar sem það getur valdið ruglingi og til þess valdið að misskiljast jafnvel af þeim sem eru vel að sér í hugtökum okkar. Án breytinga og spennu sem skapast af vexti getur Alheimurinn ekki þróast til eigin endaloka. Hring-Kaos er ekki ólíkt Hring-Kosmos, heldur vex af honum og er að eilífu tengt því.“

Print Friendly, PDF & Email