I. Tilveran

Fínni öfl náttúrunnar og áhrif þeirra á mannlegt líf og örlög

I. Tilveran. The Tatwas ~
Tilveran, tatwas, er fimmskipt greining á hinum mikla andardrætti. Áhrif hans á frumefnið, prakriti, skiptir því í fimm stig sem hvert hefur aðgreinda sveiflutíðni, og mismunandi virkni. Fyrsta stigið í þróunarskiptingu þess hæsta, parabrahma, er sálartilveran, akasa tatwa. Þar á eftir koma loft, vayu, eldur, taijas, vökvi, apas, fast efni, prithivi. Þau eru þekkt sem hin miklu frumöfl, mahabhutas. Orðið akasa er venjulega þýtt á ensku (íslensku) sem eter. Hins vegar er hljóð ekki talinn sem eter á Vesturlöndum. Sumir kunna að halda að skilgreiningin á ljósi sé sú sama og efniseðlið, akasa. Það eru mistök. Lýsandi eter er fíngerður eldþáttur, taijas tatwa, en ekki efniseðlið, akasa. Allir fimm fínni þættir frumafla tilverunnar má vafalaust kalla eter, en að nota akasa um þá, án aðgreiningar í þætti er villandi. Við getum kallað akasa, hljóm-eter, vayu, snerti-eterinn, apas, bragð-etherinn, og prithivi, lyktar-eterinn.

Eins og til er í heiminum lýsandi eter, frumafl fínna efnis sem ekki hefur verið fundin skýring, þá er einnig til staðar fjórir aðrir eterar, frumafl fínna efnis, hljóðs, snertingu, bragðs og lyktar.
Samkvæmt nútíma vísindum er lýsandi eterinn efnið í sínu fínasta ástandi. Það er tíðni þess frumafls, sem sagt er að byggi upp ljósið. Tíðnin er sögð eiga sér stað hornrétt á stefnu bylgjunnar. Svipuð lýsing er gefin í bókinni á taijas tatwa, hinum fíngerða eldi. Sagt er að þessi tatwa hreyfist í stefnu upp, en miðja stefnunar, er að sjálfsögðu, stefna bylgjunnar. Þar segir einnig að heildartíðnin myndi þríhyrning.
Sjáum þetta í mynd:

AB er stefna bylgjunnar; BC er stefna tíðninnar. CA er samhliða lína, í útvíkkun í fullu samræmi, og breytir ekki atóminu, tíðni þess skilar sér aftur í línuna AB.
Fínni eldur formanna, taijas tatwa, er nákvæmlega fínna efni vísindanna, hvað varðar eðli tíðninnar. Hinir fjórir eterar eru hins vegar ekki inn í huga vísindanna. Tíðni efniseðlisins, akasa, ómsins, er að baki hljóði; það er nauðsynlegt að þekkja hvað auðkennir þetta hreyfingarform.
Tilraun með glerbjöllu í lofttæmi sýnir að hreyfitíðnin er eins og hljóðs. Annað efni, eins og jörð og málmur, bera hljóð á mismunandi hátt. Það er því eitthvað í öllum hljóðberum sem veldur hljóði – tíðnin sem er að baki myndun hljóðs. Það er hið indverska akasa.
En akasa er allt umliggjandi, eins og lýsandi eterinn. Hvers vegna heyrum við ekki í lofttæmi? Við verðum að greina á milli tíðni frumaflsins að baki hljóði, ljósi o.f.l, og tíðni efnisins sem ber það til skynfæra okkar. Það er ekki tíðni frumaflanna — tatwas – sem veldur skynjun okkar, heldur fínni tíðnin er berst í gegnum efnið, — sthula Mahabhutas. Hin lýsandi eter er jafnt til staðar í myrku herbergi og utan þess.

Hvers vegna? Ástæðan er að venjuleg sjón nær ekki tíðni etersins. Hún nær aðeins tíðni efnisins sem flytur eterinn. Hæfileikinn til að sjá eteríska tíðni fer eftir efninu sem ber hana. Utandyra þegar eterinn fer í gegnum atóm andrúmsloftsins nær hann sýnilegri tíðni og ljósið birtist okkur. Sama á við um alla aðra hlutis sem við sjáum. Eter sem fer í gegnum hlut gerir atóm hlutarins sýnileg auganu. Styrkleiki tíðni sem sólin gefur eternum og umleikur plánetu okkar, er ekki nægilegur til að lýsa upp bak við dauða efnið. Innri eterinn er til staðar þó dauða efnið sýni ekki tíðni hans. Myrkrið er því afleiðing af því að leiða ekki lýsandi eterinn. Neisti í glerbjöllunni í lofttæminu er okkur sýnilegur, því glerið hefur eiginleika til að leiða lýsandi eterinn og gera þannig eter efnisins sýnilegan. Það myndi ekki hafa gerst ef bjallan hafi verið úr öðru jarðefni. Það er þessi eiginleiki að verða sýnilegur, sem við köllum gegnsæi í gleri og svipuðum hlutum.
Snúum aftur til hljóm-etersins (akasa): Allt form fast efnis, hefur að ákveðnu marki, það sem kalla má hljóðgegnsæi.
Hér verð ég að ræða um eðli tíðni. Tvo þætti þarf að skilja í þessu samhengi. Í fyrsta lagi þá er ytra form tíðni svipað og eyrnargöngin:Tíðnin varpar efninu sem það tengist, í smáar eindir:
Þessar eindir raðast upp og mynda örsmáar holur á milli sín. Sagt er að þær breytist sífellt (sankrama), og hreyfist í allar áttir (sarvatogame). Það merkir að upphafið snýr aftur eftir sömu leið, sem liggur eftir öllum hliðum bylgjustefnunar:

Þetta þýðir að eterinn myndar tíðni í efninu eftir uppbyggingu þess. Formið sem ber hljóðtíðnina er því í samræmi við eterísku tíðnina.
Nú komum við að snerti-eternum (vayu). Tíðni þesa erters er lýst sem kúlulaga form og hreyfing hans er sögð vera með skörpu horni að bylgjustefnunni (tiryak). Til að skoða tíðnina á ímynduðu yfirborði:

Það sem sagt var um færslu hljóðs í akasa á einnig við hér, mutatis mutandis. Bragð-eterinn (apas tatwa) er sagður minna á hálfmána í lögun sem snýr niður. Það er gagnstætt stefnu lýsandi eterins. Þessir kraftar mynda því andstæður. Tíðni apas er þannig á ímynduðu yfirborði:

Við munum íhuga andstæðurnar þegar við komum að eiginleikum tatwas. Lyktar-eterinn (prithivi) er sagður vera ferhyrndur að lögun eins og sýnt er hér:


Sagt er að hann hreyfist í miðju eftir stefnu bylgjunnar. Línan og ferhyrningurinn eru í sama fleti.

Þetta eru form og hreyfing hinna fimm etera. Hver þeirra gefur manninum sína fimm skynfæri:
(1) Akasa, Hljóð; (2) Vayu, Snering; (3) Taijas, Litir; (4) Apas, Bragð; (5) Prithivi, Lykt.

Í framgangi þróunarinnar hafa þessir eterar með sínum eiginleikum dregið sér eiginleika annara tilvera, tatwas. Þetta er þekkt sem panchikarana, eða fimmskipting. Ef við förum eftir bókinni okkar, H, P, R, V og L séu stafatákn fyrir (1), (2), (3), (4), og (5), eftir fimmskiptinguna, panchikarana, taka þeir á sig eftirfarandi form:

Sameind hvers eters, samanstendur af átta atómum, hefur fjögur upprunaleg og eitt af hinum fjórum.
Eftirfarandi tafla sýnir fimm eiginleika hverrrar tilveru, tatwas, eftir fimmskiptinguna, panchikarana:
Hljóð Snerting Bragð Litir Lykt
(1) H Upprunalegt … … … …
(2) P mjög veikt kalt súrt ljósblátt súr
(3) R veikt mjög heitt kryddað rautt krydduð
(4) V þungt svalt stammt hvítt stöm
(5) L djúpt volgt sætt gulur sæt

Þess má geta hér að fínni tatwas er til staðar á fjórum sviðum tilverunar. Hærri sviðin hafa meiri sveiflutíðni en þau lægri. Þessi fjögur svið eru:
(1) Efnislega (Prana); (2) Huglæga (Manas); (3) Tilfinninga (Vijnana); (4) Andlega (Ananda)
Ég mun ræða nokkra aðra eiginleika þessara tilvera, tatwas.
(1) Geimurinn, rúmið ~ Þetta er eiginleiki hljóð-etersins, akasa tatwa. Það hefur verið sagt að formtíðni þessa eters sé eins og eyrargöng, samanstandi af örsmáum doppum (vindus). Millibilið á milli þeirra gefur eternum lámarks rými fyrir flutning (avakasa).
(2) Flutningur ~ Þetta er eiginleiki snerti-etersins, vayu tatwa. Vayu er hreyfing, því hreyfing í allar áttir er hreyfing í hring, stórum og lítlum. Þessi eter, vayu tatwa, hefur hnattlaga hreyfingu. Þegar formhreyfing mismunandi etergerða bætist við hreyfingu vayu, verður til flutningur.
(3) Útvíkkun ~ Er eiginleiki fíngerða eldsins, taijas tatwa. Það er lögun og myndun hreyfingar sem þessi etertíðni hefur. Gerum ráð fyrir að ABC sé málmkubbur:
Ef við bætum eldi við fer lýsandi eterinn í honum á hreyfingu, og drífur grófu atómin í kubbnum á hreyfingu. Ef (a) er atóm, þá tekur það á sig mynd eldstíðnina, taijas, og gengur áfram til (a’), og samhæfða stöðu í (a”). Á sama hátt breytir hver púnktur stöðu sinni umhverfis miðju málmsins. Að lokum tekur allur málmurinn á sig mótun A’B’C’. Útvíkkun verður þannig niðurstaðan.
(4) Samdráttur ~ Það er eiginleiki vökva, apas tatwa. Eins og nefnt hefur verið, er stefna þessa eters andstæð eldsins, agni, og því er auðvelt að skilja að samdráttur er einkenni þessarar tilveru, tatwa.
(5) Samleitni ~ Það er eiginleiki efnisins, prithivi tatwa. Við sáum að hann er öfugur við efniseðlið, akasa. Akasa gefur rými fyrir flutning, en efnið, prithivi, ekki. Það er eðlileg niðurstaða stefnu og lögunar þessa eters. Það breiðir yfir rými akasa.
(6) Mýkt ~ Það er eiginleiki vökva, apas tatwa. Þegar atóm andstæðra hluta koma nærri hvort öðru og taka hálfmána lögun apas, renna þau auðveldlega yfir hvert annað. Sú lögun tryggir auðvelda hreyfingu fyrir atómin.

Það sem ég hef sagt hér er nægilegt til að útskýra almennt eðli tilverunnar, tatwas. Mismunandi fasi birtingar þeirra á öllum sviðum lífsins mun verða fjallað um á viðeigandi stöðum.

Print Friendly, PDF & Email