INNGANGUR

Þessi hluti fræðslunnar var móttekinn af innri sviðunum 1923 og 1924. Sá sem gaf hana er mjög þroskaður maður. Persónubirting hans í síðustu jarðvist er þekkt en verður ekki gefin upp, en þá var hann heimsþekktur heimsspekingur og kennari. Hann er einn hinna miklu meistara.

Tilgangur þessarar fræðslu er að koma á framfæri dýpri skilningi á kosmískum lögmálum og víkka vitundina svo hún megi lyfta hugsunum til þess sviðs sem þær eiga uppruna í. Þessi fræðsla mun einnig mynda grunn sem hægt er að byggja á verulega andlega þekkingu og hefur að geyma út-skýringu á miklu efni sem ekki hefur verið aðgengilegt hingað til fyrir hinn almenna lesanda. Vegna umfang efnisins sem er ofar takmörkun efnishuga okkar er nauðsynlegt að notast við mikil líkingartengsl.
Lesandanum er ráðlegt að gefast ekki upp í viðleitni sinni til að fá sem mest út þessari fræðslu með skoðun og íhugun.

Orðið „Meistari“ sem notað er í andlegum ritum er ekki það orð sem ég vildi hafa kosið að nota þar sem það hefur tengingu við „meistari og þjónn“ og eins og gefið er hér í skyn, „meistari og nemi“ Hins vegar tökum við í arf þessa hefðbundnu tjáningu á Vesturlöndum í leit að „Gömlu viskunni„ og verðum því að gera okkur það að góðu, það er þó mögulegt og æskilegt að fella út erlend tökuorð (venjulega úr Sankrit og Hindu) eins mikið og hægt er og nota venjulegt mál sömu merkingar. „Logos“ (gríska) er þó notað í efninu það sem það hefur vel skilgreinda merkingu í stað orðsins „Guð“ sem oft hefur frekar ólíka merkingu í hugum fólks og mjög tengt sannfæringu safnaðar.
Hvað varðar orðið „ Meistari“ eða fullnumi á innri sviðunum vil ég taka skýrt fram að slíkir eru mun þroskaðir en þeir tengiliður „að handan“ sem lýsa „sumarlandinu“ þ.e. þeirra persónulegum sviðum að handan. Þeir síðastnefndu hafa lítið að segja hinum almenna upplýsta manni, þeir fyrr-nefndu geta gefið mikið, en vinna aðeins með vel völdum og þjálfuðum ein-staklingum, sem geta haft „samband“ við hvern og einn okkar til að ná árangri sem kemur fram í innsæislegum skilningi. Þetta ætti þó að taka með allri varúð og ef efnið virðist ekki traust ætti ekki að taka því sem sannleika.
Fullnumar innri sviða hafa svarað spurningum um tilveru sínar og að-stæður nokkru sinnum og þrír úrdrættir hér að neðan geta gefið þeim sem ekki eru kunnir efninu nokkra innsýn. Þessir miklu hugar hafa þroskast um-fram þörf á endurfæðingu og kjarni reynslu þeirra úr öllum lífum þeirra á jörðunni er samandreginn í núverandi tilveru. Það þarf ekki að taka það fram að þeir munu ekki endurfæðast aftur og allar sögur um hvar þeir lifuð eru tilbúningur, fyrir þá sem vita hvaða þroski fellst í „Fullnuma/Meistara“ segir sig sjálft að slíkir eru ekki í birtingu í dag á jörðunni. Það eru að sjálfsögðu mjög þroskaðir og upplýstir menn í birtingu, en þeir eru ekki enn „Meistarar.“ Það má vera að í framtíðinni eftir því sem þróunin heldur áfram að það verði „upplýstir menn“ á „Meistarastigi“ á jörðunni í stað þess að halda á innri sviðin, en með full tengsl við innri og ytri sviðin til þess að vinna að ákveðnum verkum svo lengi sem efnislegi líkaminn er fær um það.

Úrdrættir:
(1)
“ Ef maður leitar „Leiðarinnar“ sýnir hann skýra löngun. Þessari löngun er veitt eftirtekt á innri sviðunum og hann mun verða setur í „bekk“ í sam-ræmi við skaplyndi hans. Eftir ákveðin tíma undir leiðsögn er hann settur undir leiðsögn leiðbeinanda, það er fyrstu verk sálna sem þeim eru fengin á þessum sviðum. Leiðbeinandinn mun reyna að halda fræðslu að nemanum með fjarhrifum og neminn verður að reyna að ná því sem „sagt“ er.
Síðar mun neminn verða tengdur við „lægri“ meistara og verður einn af mörgum nemum sem slíkur meistari ber ábyrgð á. Leiðbeinandi hefur aðeins einn nema í hvert sinn, en meistari hefur marga. Eftir því sem neminn þroskast mun hann komast undir leiðsögn meistara af hærri stigum. Vanda-mál nemans verður ávallt það að ná því sem meistari hann „segir“. Því hærra sem stig meistarar er, því „fjarri“ eru þeir jörðunni.“
(2)
„Hvað eru Meistarar? Menn eins og við, en eldri. Þeir eru ekki guðir, englar né náttúruöfl, en þeir eru einstaklingar sem hafa náð þeim markmiðum sem þú hefur sett þér sjálfum. Hvað þú ert núna, voru þeir einu sinni. Hvað þeir eru nú, getur þú orðið.
Hefur þú svo litla trú á að lifa líkamlegan dauða og skilur því ekki tilveru meistaranna? Hefur þú svo litla trú á þróun mannsins að þú geti ekki skilið að til eru menn sem eru svo mikið þroskaðri en þú sjálfur ert ofar skepnum? Hefur þú svo litla þekkingu á afli hugans að þú trúir ekki að hægt sé að hafa samskipti við meistaranna? Ef það er ekkert til hærra en þú sjálfur, hvaða von hefur þú þá? Ef þú viðurkennir möguleikann, því þá ekki að reyna? Ef þú reynir, er þá ekki nokkuð víst að fyrstu tilraunir verði grófar, ófull-komnar og ónákvæmar? Ef þú byrjar ekki, nærðu aldrei árangri. Alveg eins og barn talar slitrótt áður en það fer að tala reiðbrennandi. Ef þú reynir ekki, nærðu aldrei að tala. Við skulum kenna þér tungutakið.“
(3)
„ Meistarar eins og þú sérð þá, er „ímyndun“. Takið eftir að ég sagði ekki að meistarar væru ímyndun. Ég sagði „ Meistarar eins og þú sérð þá.“ Þú getur ekki skilið hvað við erum og það er tímasóun að reyna það, en þú getur ímyndað okkur á tilfinningasviðinu og við getum tengst þér gegnum þína í-myndun og þó hugarmynd þín sé ekki raunveruleg þá er árangurinn raun-verulegur.
Meistarar eins og þeir eru álitnir vera í ýmsum andlegum hópum er algjör uppspuni, svo lengi sem þú ert í „þéttri“ vitund verður þú að nota tilfinn-ingasviðið til að ná til afstæða sviðsins. Það eru lögmál hugforma tilfinn-ingasviðsins sem eru kennd í dulfræði.
Munurinn á manni sem snertir ímyndanir tilfinningasviðsins og manns sem með tilfinningaímyndun snertir andlegan raunveruleika er sá að hinn fyrri rís ekki upp fyrir tilfinningasviðið, en sá síðari hefur andlega viðleitni og skilning sem hann færir í gegn um „heilavitundina“ með tilfinningaí-myndun.“
Meistarinn sem er ábyrgur fyrir þessari fræðslu sagði í upphafi fyrsta fyrirlestrar í þessari bók. „ Ég hef áhuga og læt mig varða fræðslu og hef ávallt verið tengdur nemum. Það er ekki það auðveldasta að koma á fram-færi greinagóðri kosmólógíu og vísindum um manninn og það má vera að það skiljist ekki allt, en það er nægilegt að þið hafið efnið. Það eru til ýmsar bækur um hina „Fornu Visku“, en þær bækur eru aðallega fyrir þá sem fylgja ákveðinni þróunarbraut því bækur tala ekki aðeins til vitundarhugann, heldur einnig til undirvitundinna. Þær ýta hugsunum inná upprunasvið hug-takanna.
Þekking fellur í tvo flokkar—staðreyndir og skýringar á þeim. Þekking samanstendur aðeins af því sem er til staðar í heilanum. Það sem kemur ekki í heilann er ekki hægt að þekkja. Þess vegna getur þú aðeins vitað það sem skilningsvitin segja þér. Þegar ný skilningsvit opnast fyrir þér verða fleiri tilverusvið þekkt. Það eru þó takmörk fyrir mögulegri þekkingu — endan-leikinn. Skilningur hættir við landamæri birtingarinnar. Það sem liggur handan hennar getum við aðeins þekkt með samlíkingum.“

Í þessa flókna efni verður erfitt fyrir sérhvern lesanda að tengjast því og hafa verður í huga að móttakandi efnisins hefur reynt að finna orð og líkingar sem hæfa þessum mótteknu hugmyndum sem best. Hver og einn ætti að nota ímyndun sína og innsæi við lesturinn, því þetta er ekki einföld yfirlýsing sem lausn á eðli efnisins, heldur tilraun til að ná utan um þessar afstæðu hugmyndir niður í skiljanlegt form fyrir þá sem eru enn í efnislegri birtingu frá þeim sem hafa fyrir löngu hætt að hafa þörf fyrir efnislíkama.
The Society of the Inner Light, stofnað af Dion Fortune, hefur námskeið fyrir þá sem hafa alvarlegan áhuga á að nema vestrænar andlegar hefðir.

Print Friendly, PDF & Email