IV. Prana (I)

IV. Prana (I) ~
Stöðvar Prana; Nadis; Tatwic lífsmiðjur; Eðlilegar breytingar öndunar.
Prana, eins og áður hefur verið nefnt, er efnisástand Tatwic umhverfis sólina, og sem hreyfir jörðina og aðrar plánetur. Það er stigi hærra en ástand jarðefna. Svið jarðefna er aðskilið frá sólarprana með akasa. Það akasa er móðir jarðneska vayu, hvers eðlilegur litur er blár. Það er þess vegna sem litur himins sýnist blár.

Á þessu stigi himinsins, breytist Prana í akasa, sem fæðir af sér jarðneska Vayu, sólargeislarnir sem falla á plánetuhvelið ná í gegnum það. Þeir brotna upp, en ganga engu að síður niður í jarðneska sviðið. Þessir geisla bera með sér haf Prana, sem umkringir okkar svið, og og kemur inn skipulögðum áhrifum.
Jarðneska Pranað – jarðarlífið sem sem birtist í öllum sínum myndum í lífverum jarðarinnar – er í heild sinni, ekkert annað en eftirmynd Prana sólarinnar

Sem jörðin snýst um öxul sinn og um sólina, þróast tvær miðjur í jarðneska Prana. Á daglegum snúningi sínum ná áhrif sólarinnar allstaðar og sendir jákvæða lífsstrauma frá austri til vesturs. Á næturnar sendir jörðin frá sér neikvæða strauma.
Á árlegri ferð sinni um sóluna fara jákvæðir straumar frá norðri til suðurs á sumrin – degi devana – og neikvæðir straumar á vetrum – nóttu devana.
Norður og austur er tengd jákvæðum straumum; andstæðir helmingar tengdir neikvæðum straumum. Sólin er drottinn jákvæðra strauma, en máninn þeim neikvæðu, því að neikvæða sólar prana kemur til jarðar á nóttunni frá mánanum.

Jarðneska prana er þannig eterísk tilvera með tvær miðjustöðvar að verki. Sú fyrri eru sú norðlæga, sú seinni sú suðlæga. Tveir helmingar þessara miðja eru aust-og vestlægu miðjurnar. Sex mánuðir sumars rennur lífsstraumurinn frá norðri til suðurs, hina sex mánuði veturs rennur straumurinn í gagnstæða átt.
Hvern mánuð, alla daga, með hverju sekúndi, nimesha, heldur þessi straumur stefnu sinni, og og meðan á honum stendur heldur dagleg öxulhringrás í austur-vestur stefnu. Norðurstraumurinn rennur dagalega frá austri til vesturs, en á nóttu frá vestri til austurs. Stefna annara strauma er því öfug við þá hér að framan. Í raun eru aðeins tvær stefnur – í austur og vestur. Mismunurinn á norður og suður straumunum er í raun ekki hægt að finna í jarðneska lífinu. Þessir tveir straumar framleiða í jarðneska prana tvær aðskildar breytingar á samsettu eterunum. Geislar hvors þessara eterísku breytinga halda áfram frá þessum tveim stöðvum og renna saman í hvor aðra – annar gefur líf, styrk, form og aðra eiginleika til hins. Á geislum nyðri miðjunnar rennur straumur jákvæðrar prönu; og á geislum þeirrar syðri, rennur straumur neikvæðrar prönu. Aust- og vestlægar rásir þessara strauma eru nefndir Pingala og Ida, tveir af hinu þekktu nadis Tantrista. Það verður betra að ræða aðra þætti Prana, þegar við staðsetjum þá í mannlegum líkama.

Áhrif jarðneska Prana þróar tvær miðjustöðvar í grófa efninu sem myndar mannlegan líkama. Hlutar efnisins safnast að þeirri norðlægu, og hlutar að þeirri suðrænu. Sú norðlæga þróast í heilann; sú suðlæga í hjartað. Hin almenna lögun jarðnesks Prana er sporöskjulaga. Í henni er fókus norlægu stöðvarinnar í heilanum, en fókus þeirrar suðlægu í hjartanu. Súlan sem safnar að sér jákvæða efninu tengir þessar miðjur.
Miðjulínan á milli þeirra, þar sem austur, vestur, – hægri, vinstri, – skiptir súlunni. Súlan er mænan, medulla oblongata, miðjulínan er einnig susumna, hægri og vinstri hluti Pingala og Ida. Geislar Prana sem skiptast á annan hvorn veginn frá þessum nadis, eru aðeins afleiðingar þeirra, og standa ásamt þeim fyrir taugakerfið.
Neikvæða Prana safnast saman um syðri miðjuna. Það tekur á sig mynd á svipaðan hátt og sú nyðri. Hægri og vinstri skipting súlunar, er vinstri og hægri skipting hjartans.
Hver skipting hefur tvær tengingar, og hver tenging tengist öðrum. Þessar tvær opnanir eru annars vegar æð og hinsvegar slagæð, þessar fjórar opnanir inn í fjögur hólf – fjögurra blaða lotus hjartans. Hægri hluti hjartans, með öllum sínum tengingum, er nefnt Pingala, og það vinstra nefnt Ida, og miðju hlutinn susumna.

Það er ástæða til að íhuga, að talað er um hjartað sem lótus, en þessi þrjú nöfn (Pingala, Ida, Susumna) eru tengd taugakerfinu. Straumur Prana vinnur fram og aftur, út og inn. Ástæða þess liggur í augnablikstilveru Prana. Í hringrás ársins á sér stað stöðug ástandsbreyting í jarðneska prananu, ástæðan er styrkleiki tugls og sólar strauma. Þannig má segja að, strangt til tekið, verður til ný Prana. Eins og Búddha sagði, allt líf er augnablik. Augnablikið sem fyrst setur neista í efnið sem skapar tvær miðjur, er orsök skipulegs lífs. Ef fyrri augnablik eru samtvinnuð í tatwic áhrif á fyrstu orsök, mun lífveran ná styrk og þroska; ef ekki, ber gjöfin engan vöxt. Almenn áhrif þessara fyrri augnablika viðhalda hinu almenna lífi; en púls hvers augnabliks dofnar þegar annar tekur við. Kerfi fram og aftur hreyfinga er þannig komið á. Eitt augnabliks Prana heldur áfram frá vinnumiðju til fjarlægasta enda skipsins – tauga og blóðs — lífverunnar. Fyrri augnablik gáfu hinsvegar púlsinn til baka. Fá augnablik eru tekinn í að klára áfram-púlsinn, og ákvarða baka-púlsinn. Þetta tímabil er mismunandi í mismunandi lífverum. Þegar Prana rennur fram, draga lungun inn; þegar það kemur til baka, byrjar útöndun.

Prana hreyfist í Pingala frá norðlægu miðjunni til austurs, og frá suðlægu miðjunni til vesturs; það hreyfist á sama hátt hreyfist í Ida. Það þýðir að Prana hreyfist frá heilanum til hægri, gegnum hjartað, til vinstri og aftur til heilans; og frá hjartanu til vinstri gegnum heilannn til hægri og aftur til hjartans. Til að nota önnur hugtök, í fyrra tilfellinu hreyfist Prana frá taugakerfinu til hægri gegnum blóðkerfið, og aftur til baka til taugakerfisins; eða frá blóðkerfinu til vinstri gegnum taugakerfið og aftur til taugakerfisins. Þessir tveir straumar mætast. Sá seinni í öfuga átt. Blóð-og taugakerfið í vinstri hluta líkamans er hægt að kalla Ida, og þann hægri Pingala. Hægri og vinstri berkjurnar mynda hluta af bæði Pingala og Ida, sem og hvern annan hluta vinstri eða hægri helming líkamans. En hvað er susumna? Eitt nafna susumna er sandhi, staðurinn þar sem — Ida og Pingala — mætast. Það er raunverulega staðurinn þar sem Prana getur farið til – hægri eða vinstri — eða, undir öðrum krigumstæðum, báða vegu. Það er staðurinn sem Prana verður að breyta hreyfingu sinni á annan hvorn veginn. Það er því bás bæði fyrir mænuna og æðakerfið. Mænan nær frá Brahmarandhra, norðlægu miðju Prana gegnum alla hryggjasúluna (Brahmadanda). Æðakerfið gengur frá suðlægu miðjunni sem er milli hjartahólfanna tveggja. Þegar Prana færist frá hryggsúlunni til hægri til hjartans, starfar hægra lungað; öndunin er inn og út um hægri nösina. Þegar Pranað nær syðri súlunni, getur þú ekki fundið úr hvori nösinni öndunin er. Hins vegar þegar pranað gengur út úr hjartagöngunum til vinstri, fer öndunin út um vinstri nösina þar til Prana gengur aftur inní mænugöngin. Þá, hættir þú að finna úr hvorri nösinni öndunin kemur. Áhrif þessa tveggja stiga flæðis Prana má sjá af flæði öndunarinnar, og því eru bæði norð- og suðlægi hluti hryggsúlunar einkenndur af susumna. Ef við ímyndum okkur miðjuflöt á milli mænu og hjarta rása, þá mun sá flötur ganga í gegnum ganga susumna.

En í raun er ekki slíkur flötur til staðar í raunveruleikanum. Kannski er réttara að segja að jákvæðir geislar Ida og Pingala dreifi sér annarsvegar sem taugar, en þeir neikvæðu sem blóðæðar, geislar susumna dreifast um allan líkamann milli tauganna og æðanna, jákvæðu og neikvæðu nadis. Hér að neðan er lýsing á susumna í “Vísindi andardráttarins”:
„Þegar öndunin gengur inn og út, andartak um vinstri og annað um hægri nösina, það er einnig susumna. Þegar Prana er í því nadi, brennur eldur dauðans; það er kallað vishuva. Þegar það hreyfist andartak til hægri, og í öðru andartaki til vinstri, skulum við kalla ,ójafnt ástand (vishamabhava); þegar það hreyfist jafnt um báðar nasir, hafa hinir vísu kallað vishuva“
„Það er susumna þegar Prana gengur frá Ida inn í Pingala, eða öfugt; og einnig þegar eitt tatwa breytist í annað.“
Susumna hefur einnig tvær aðrar verkanir. Það er kallað vedo-veda í einni birtingu sinni,og sandhyasandhi í annari. Þar sem vinstri og hægri stefnur Prana hjartastraumsins eru í öfugum stefnum við vinstri og hægri mænustrauminn, hafa sumir kallað þetta tvöfaldað susumna. Samkvæmt þeim eru einungis mænugöngin susumna. Uttaragita og Latachakra nirupana eru verk í þeim hópi. Þessi aðferð við útskýringu einfaldar hlutina. Hægri straumurinn frá hjartanu, og vinstri straumurinn frá mænunni má skilja sem vinstri hlið mænustraumsins og hinir tveir straumarnir sem hægri hlið mænustraumsins.
Annar frekari hagur af skoða þetta í þessu ljósi. Taugakerfið stendur fyrir sólina, blóðrásarkerfið stendur fyrir tunglið. Því er hið rauverulega lífsafl í taugakerfinu. Hið neikvæða og jákvæða – sól og tungl – fasar lífefnisins eru aðeins mismunandi fasar Prana, sólarefnisins. Fjarlægari og um leið kaldara efni er neikvætt gagnvart því sem nær er, hinu heitara. Það er sólarlífið sem birtir sig í mismunandi fösum tunglsins. Ef við sleppum hinu tæknilega, þá er það taugaorkan sem birtir sig í mismunandi formi, í blóðrásarkerfinu. Æðarkerfið er aðeins rás fyrir taugaorkuna. Því er taugakerfið, hið raunverulega líf þétta líkamans hið sanna Ida, Pingala og susumna. Þau eru sem slík, mænugöngin, og hægri og vinstri samtengingin, með öllum sínum tengingum um allan líkamann.
Þroski þessara tveggja stöðva er því fyrsta stig í þroska fósturs. Efnið sem hleðst upp af áhrifum norðlægu stöðvarinnar er mænugöngin; efnið sem safnast um suðlægu stöðina er hjartað. Hefðbundna hringrásin skiptir þessum göngum eða rásum í vinstri og hægri hluta. Gagnvirk áhrif á þessara tveggja stöðva þroskar neðri og efri hluta þeirra. Það gerist með sama hætti og þegar þéttir er hlaðinn jákvæðu rafmagni með neikvæðum kjarna. Hver þessara stöðva er fjórskipt:
(1) Jákvæð hægri hlið, (2) Jákvæðri vinstri hlið, (3) neikvæðri hægri hlið, og (4) neikvæðri vinstri hlið.

Í hjartanu er þessi fjórskipting kölluð hægri og vinstri fram-og afturhólf. Tantra greinir þau sem fjórskipting hjartalótusins, og sérkennir þau með mismunandi táknum. Jákvæðu blöð hjartans mynda stöðina sem færir jákvæða blóðstreymið, slagæðarnar; neikvæðu blöðin eru upphaf neikvæða blóðstreymisins, bláæðanna. Þessi neikvæða prana samanstendur af tíu öflum:
(1) Prana, (2) Apana, (3) Samana, (4) Vyana, (5) Udana, (6) Krikila, (7) Naga, (8) Devadatta, (9) Dhavanjaya, (10) Kurma.
Þessi tíu öfl eru kölluð vayu. Orðið vayu er dregið af va, að hreyfast, og þýðir ekkert annað en hreyfiafl. Tantristar ætla því ekki merkingu sem loft. Héðan af mun ég taka um vayu sem orku eða hreyfiafl prana.

Þessar tíu birtingar Prana eru hins vegar dregnar saman í hina fimm fyrstnefndu, og því eru hinar fimm seinni aðeins umbreytingar þeirra fyrri fimm, sem séu þær mikilvægustu verkanir prana. Þetta er hinsvegar aðeins spurning um skiptingu. Frá vinstri hlið jákvæða blaðsins safnast prana upp í nadi og skiptist innan brjóstsins til lungnanna, og safnast aftur upp í nadi sem opnast aftur í hægri hlið neikvæða blaðsins. Þessi hringferð myndar einskonar hring (chakra). Þessi nadi kallast á nútíma vísindamáli lungnaslag- og lungnabláæð. Tvö lungu eru vegna virkni jákvæðra og neikvæðrar prönu austlæga og vestlægu orkunnar.
Með sama hætti, frá hægri hlið jákvæða blaðsins greinast nokkur nadi sem ganga bæði upp og niður, þau fyrri undir áhrifum þess norðlæga, þau síðari undir áhrifum suðlægrar orku. Bæði þessi nadi opnast eftir hringrás gegnum efri og neðri hluta líkamans inn í vinstri hlið neikvæða blaðsins.
Milli vinstri jákvæðu og hægri neikvæðu hliða blaðsins er eitt chakra (diskur). Þetta chakra samanstendur af lungnaslag-og bláæðum og lungunum. Brjóstið myndar rúm fyrir þessa stöð, sem er jákvæð fyrir neðri hluta líkamans, sem stýrir skiptingu neðri stöðvarinnar, chakra, sem síðar tengist jákvæðri hægri hlið og neikvæðri vinstri hlið blaðanna.
Í efri stöðinni, chakra, (í brjóstholinu) er sæti prana, sú fyrsta og mikilvægasta birting hinna tíu birtinga. Inn- og útöndun er hin sanna breyting prönu, lungnaæðarnar birta hið sama. Þessi breyting prönunar samsvarar hreyfingu á annari starfsemi lífsins. Neikvæða lægri chakra hefur í sér grunnsæti nokkura annara birtinga lífs. Þetta apana er staðsett í hinum löngu þörmum, samana í naflanum, og svo framvegis.
Udana er staðsett í hálsinum; vyana um allan líkamann. Udana veldur ropa; kurma er í augunum og gerir þeim kleyft að opnast og lokast; krikila er í maganum og er hungurtilfinningin. Í stuttu máli, frá hinu fjórblaða hjartalótus höfum við allt blóðæðakerfið. Það eru tvö sett að þessum æðakerfum, hlið við hlið um allan líkamann, og eru tengd með ótölulegum fjölda lítilla rása, háræðanna.

Þetta stendur í Prasnopnisat:
„Frá hjartanum skiptast nadi. Að sjálfsögðu eru það hinar 101 (Pradhana nadi). Sem hver skiptist í 100. Hver þeirra aftur í 72,000.“
Því eru 10,100 nadi, og 727,200,000 enn smærri, eða það sem kallað er twig-nadi. Táknmyndin eru greinar tréðs. Ræturnar eru í hjartanu. Frá þessum ganga mismunandi stiklar. Öll þessi skipting í greinar, og aftur í twig æðar; teljast í allt 727,210,201.
Af þessum er er susumna einn þeirra; afgangnum er skipt til helminga í hvorn helming líkamans. Þetta lesum við í Kathopnishat, 6th valli, 16th mantra:
„Hundrað og einn nadi eru tengdir hjartanu. Af þeim fer einn í höfuðið. Með því að fara út með honum verðum við eilíf. Hinir senda lífsgrunninn til hina ýmsu þátta.“
Sá er gengur til höfuðsins er því að sögn, susumna. Því er susumna það nadi sem er tauga stöðin eða uppruni orkunar í mænunni. Af öðrum grunnþáttum nadis, er Ida uppruni lífsorkunnar sem vinnur í vinstri helming líkamans, með sín 50 grunn nadi. Eins og hægri helmingur líkamans með sín 50 grunn nadi. Þau skiptast svo áfram eins og sagt var að framan. Þriðji þátta nadi eru svo smá og aðeins sýnileg í smásjá. Dreifing susumna um allan líkamann þjónar því að bera prana frá jákvæðra til neikvæðra hluta líkamans, og vice versa. Í tilfelli blóðsins sjá háræðarkerfið um það.
Vedantistar, líta að sjálfsögðu á að hjartað sé upphaf allrar dreifingar. Yogi, hinsvegar, byrjar skiptinguna frá naflanum.

Við getum lesið í The Science of Breath:
„Frá naflarótinni dreifast 72,000 nadi um allan líkamann. Þar sefur gyðjan Kundalini eins og snákur. Frá þessari stöð (naflanum) ganga tíu nadi upp, tíu niður, og skiptast í tvær og tvær slöngur.“
Talan 72,000 er niðurstaða þeirra eigin sérstöku útreikninga. Það skiptir litlu hvaða skiptingu við veljum ef við skiljum málið.
Um þessa nadi renna hinnar ýmsu orkurtegundir sem mynda hin efnislega mann. Þessar rásir ná til hina ýmsu hluta líkamans, sem miðjur hinna ýmsu birtinga prana. Það er eins og vatn sem fellur af fjöllum, safnast í mismunandi vötn, sem hvert gefur frá sér ýmsar ár og læki. Þessar stöðvar eru:
(1) Hand-aflsstöð, (2) Fóta-aflsstöð, (3) Mál-aflsstöð, (4) Útskilnaðar-stöð, (5) Sköpunar-aflsstöð, (6) Meltingar/næringar-aflstöð, (7) Öndunar-aflsstöð, og (8) hin fimm skilningsvita-aflstöðvar.
Þessi nadi sem halda áfram til ytri athafna líkamans og eru mikilvægust starfsemi líkamans, er því sögð vera hin tíu grunngildi í kerfinu. Þau eru:
(1) Ghandari gengur í vinstra augað; (2) Hastijihiva gengur til hægra augans; (3) Pasta gengur til hægra eyrans; (4) Yashawani gengur til vinstra eyrans; (5) Alamhusha, eða alammukha (eins og er stafað sumstaðar) gengur til munnsins. Þetta er meltingarvegurinn; (6) Kuhugengur til kynfæranna; (7) Shankini gengur til útskilunarfæra; (8) Ida er nadi sem leiðir til vinstri nasar; (9) Pingala gengur til hægri nasar. Það sést af þessu nafni sem gefið er þessu staðbundna nadi af sömu ástæðu og birting prana í lungnaæðunum er þekkt af sama nafni; (10) Susumna hefur þegar verið útskýrt í mismunandi fösum og birtingum.
Það eru tvennt til viðbótar sem þróast eðlilega á kvennlíkamanum: brjóstin. Það er mögulegt að nadi Danini, sem ekki hefur sérstaklega verið nefnt, geti gengið til annars þeirra. En, grunnskiptingin og dreifingin er skýr.
Stöðvar siðferðis- og vitsmunaorku eru einnig í kerfinu. Þetta má lesa í Vishramopnishat (Meðfylgjandi mynd er til að skýra þýðinguna):

„(1) Meðan hugurinn hvílir eystri hlutanum (eða blaðinu), sem er hvítt að lit, þá tengist það þolimæði, gjalfmildi, og virðingu.
„(2) Meðan hugurinn hvílir í suðuraustur hlutanum, sem er rauður á lit, þá tengist það svefni, leti og illu innræti.
„(3) Meðan hugurinn hvílir í syðri hlutanum, sem er svartur á lit, tengist það reiði, depurð, og vondum tilhneygingum.
„(4) Meðan hugurinn hvílir í suðvestur hlutanum, sem er blár á lit, tengist það öfund og sviksemi.
„(5) Meðan hugurinn hvílir í vestur hlutanum, sem er brúnn að lit, tengist það brosleitni, ástleitni, og glaðværð.
„(6) Meðan hugurinn hvílir í norðvestur hlutanum, sem er fjólublár á lit, tengist það kvíða, stöðugri óánægju, áhugaleysi.
„(7) Meðan hugurinn hvílir í norður hlutanum, sem er gulur á lit, tengist það kærleika, gleði og skrautgirni.
„(8) Meðan hugurinn hvílir í norðaustur hlutanum, sem er hvítur á lit, tengist það aumkun, fyrirgefningu, íhugun, og trú.
„(9) Meðan hugurinn hvílir í sandhi (tengimótum) þessara hluta, tengist það veikindum og erfiðleikum í líkamanum og heimili, og hugurinn leitast að hinum þremur eiginleikum.
„(10) Þegar hugurinn hvílir í miðju hlutanum, blábleikur, þá fer vitundin út yfir eiginleikanna (hinna þrjá eiginleika Maya) og leitast að vitsmunum.“
Hvenær sem einhver þessara hluta er í virkni er hugurinn vitundastilltur í þeim þáttum sem tengjast þeim. Áhersla á þá eflir þá enn meira.
Þessar stöðvar eru staðsettar í höfðinu og í brjóstinu, einnig á kviðsvæðinu og lendum, og víða.
Það eru þessar stöðvar ásamt hjartanu,sem hafa samheitið padma eða kamala (lótus). Sumar þeirra eru stórar, aðrar smærri og enn aðrar mjög smáar. Tantra lótus er rót með margar greinar. Þessar stöðvar eru uppruni ýmisar orku, eins og rætur padma; nadi sem tengir þessar stöðvar eru rætur þess.

Taugastöðvar nútíma líffærafræði samsvara þessum stöðvum. Af því sem sagt var hér að framan má ráða að þessar stöðvar byggist á æðakerfinu. En eini mismunurinn á taugum og æðum er mismunurinn á neikvæðu og jákvæðu prana. Taugarnar eru það jákvæða og æðarnar neikvæða kerfið í líkamanum. Hvar sem taugar eru, þar eru samsvarandi æðar. Á sundurgreiningar er hvorutveggja kallað nadi. Annað hefur sem miðstöð hjartalótusinn, hitt er þúsund blaða lótus heilans. Æðakerfið er nákvæm eftirmynd taugakerfisins; það er í raun, aðeins skuggi þess. Líkt og hjartað, hefur heilinn sína efri og neðri skiptingu fram-og afturheila – og einnig hægri og vinstri skiptingu. Taugar ganga til allra hluta líkamans og koma þaðan aftur saman og ganga til efri eða neðri hlutans sem samsvara fjögurra hluta hjartans. Þetta kerfi hefur einnig margar orkustöðvar eins og hitt. Báðar þessar stöðvar eru svipaðar. Þær eru í raun, eitt: taugamiðstöðvar nútíma líffærafræði. Að mínu áliti eru tantríska padma, ekki aðeins stöðvar taugaorku – hið jákvæða norðlæga prana – heldur einnig hið neikvæða prana.

Þýðing á Vísindi andardráttarins sem nú er kynnt lesandanum útskýrir hvernig virkni þessara tveggja þátta á sér stað við flæði jákvæðrar og neikvæðrar öndunar. Þeir sýna aðeins það sem má, í sumum tilfellum, auðveldlega staðreyna, að ákveðin virkni er betri með jákvæðri orku, og önnur með neikvæðri orku. Inntaka efna og breyting þeirra er virkni, eins og hver önnur. Sum efni aðlagast betur neikvæðu, (t.d. mjólk og önnur feit efni), önnur með jákvæðu Prana (önnur fæða sem meltist í maganum). Sumar skynjanir okkar hafa varanlegri áhrif með neikvæðu, önnur með jákvæðu prana.
Prana breytir grófa efninu úr maganum í tauga og æðakerfið. Prana, eins og við höfum fjallað um, er gert úr hinum fimm tatwa, og nadi þjónar aðeins sem leið fyrir tatwic straumanna til að fara eftir. Orkustöðvarnar sem minnst hefur verið á eru stöðvar tatwic orku. Tatwic stöðvarnar í hægri hluta líkamans eru sólarorku, en þær vinstra megin tunglorku. Báðar þessar eru fimmskiptar. Þær eru það sem er kallað taugamót, ganglia. Tungl taugamót er uppruni apas tatwa. Á sama hátt höfu við uppruna annara orku. Frá þessum miðjustöðvum rennur tatwic straumar um sömu leiðir og hinar ýmsar verkanir og í lífefnafræðinni.
Allt í mannlegum líkama sem hefur minni samloðunarmótstöðu er gert af prithivi tatwa. En mismunandi tatwas virkni setur mismunandi eiginleika í mismunandi hluta líkamans.
Meðal annars setur vayu tatwa, virkni og næringu húðarinnar; hið jákvæða gefur jákvæða húð, og neikvæða gefur neikvæða húð. Hvert þeirra hefur fimm lög:
(1) Hreint vayu, (2) Vayu-agni, (3) Vayu-prithivi, (4) Vayu-apas, (5) Vayu-akasa. Þessi fimmskipting fruma hefur þessa mynd:

(1) Hrein Vayu ~ Þetta er heildarsvið Vayu:

(2) Vayu-Agni ~ Þríhyrningur hylur yfirborð frumunar, og hefur þessa lögun nokkurn veginn:

(3) Vayu-Prithivi ~ Ferningur Prithivi hylur yfirborð Vayu:

(4) Vayu-Apas ~ Eins skonar sporöskjulögun hylur frumuna:

(5) Vayu-Akasa ~ Flöturinn er flatur á yfirborðinu og doppóttur:

Smásjáskoðun mun sína að húðfrumurnar hafa þetta útlit.
Bein, vöðvar og fita koma af prithivi, agni, og apas. Akasa kemur fram á ýmsum stöðum. Hvar sem eitthvert rými er til staða í hvaða efnis sem er, þar er akasa. Blóðið er blanda af næringarefnum í vökvaformi, apas tatwa af Prana.

Það sýnist því að jarðneska Prana sé nákvæm birting Sólar Prana, mannleg birting er nákvæm birting beggja. Smáheimurinn er nákvæm birting stórheims. Hin fjögur blöð hjartalótusins skiptast í tólf nadi (K, Kh, g, gn, n, K’, Kh’, j, jh, n, t, the). Með sama hætti hefur heilinn tólf taugapör. Þessi eru hin tólf merki Dýrahringsins (Zodiak), bæði í jákvæðum og neikvæðum fasa. Í hverju merki rís sólin 31 sinnum. Þessvegna höfum við 31 taugapör. Af tungutaki Tantra notum við chakra, hringi, stöðvar, í stað para. Þar tengjast þessar 31 chakra hinum 12 taugapörum (chakras) heilans, sem dreifast um líkamann, samhliða blóðæðunum frá 12 nadis hjartans. Eini munurinn á tauga og hjarta chakras er að hin fyrrnefndu liggja lárétt, en hin síðarnefndu liggur lóðrétt í líkamanum. Samhliða þræðirnir samanstanda af línum tatwic miðjanna: padma eða kamal. Þessar stöðvar liggja á öllum 31 chakra sem nefnd voru hér að framan. Frá þessum tveim vinnustöðvum, heilanum og hjartanu, merkjum dýrahringsins í jákvæðum og neikvæðum fasa – dreifist nadi kerfið. Nadi gengur frá annari hliðinni til hinnar, og eru ávallt hlið við hlið. Þessar 31 chakra eru hinar ýmsu tatwic stöðvar; önnur jákvæð, hin neikvæð. Sú fyrri á tilveru sína í heilanum, þar sem þau tengjast sjálfráða kerfinu; sú síðari á tilveru sína í hjartanu, og tengjast víða. Þetta tvöfalda kerfi er kallað Pingala hægra megin, en Ida vinsta megin. Taugakerfi apas stöðvanna er hálftungl, taijas, vayu, prithivi, og akasa er þríhyrnd, sporöskjulaga, ferhyrndar, og hringlaga. Þau sem eru af samsettu tatwa hafa samsetta myndir. Hver tatwic miðja hefur taugar allra tatwa umhverfis sig.

Prana hreyfist í kerfi nadis. Sem sólin kemur inní merki Hrútsins (Aries) í stórheiminum, færist Prana í samsvarandi nadi (taugum) heilans. Þaðan gengur það hvern dag niður í mænuna. Með risi sólar gengur það í fyrsta chakra til hægri. Þannig gengur það í Pingala. Það færist með taugakerfinu hægra megin, samhliða gengur það smásaman inn í æðakerfið. Fram að hádegi hver dag er styrkur þessa Prana meiri í taugachakra heldur en í bláæðunum. Á hádegi er styrkurinn jafn í báðum kerfum. Á kvöldin (við sólsetur), hefur allur styrkur Prana gengið inn í æðakerfið. Þaðan gengur það inn í hjartað, neikvæðu syðri stöðina. Þaðan dreifist það út í vinstri helming æðakerfisins, og smá saman út í taugakerfið. Á miðnætti er styrkurinn kominn í jafnvægi; að morgni (pratasandhia) er prana í mænunni; þaðan byrjar það að ferðast með annari chakramiðjunni. Það er að sjálfsögðu sólarstraumur prana. Tunglið veldur öðrum minni straumum. Tunglið hreyfist 12 sinnum hraðar en sólin. Þegar sólin hefur færst yfir eina chakra (þ.e. á 60 ghari – dag og nótt), færist tunglið yfir 12 chakramiðjur. Því höfuum við 12 stakar breytingar prana á 24 tímum. Ef við gerum ráð fyrir að tunglið byrji í Hrútnum (Aries); byrjar það eins og sólin í fyrsta chakra, og það tekur það 58 mín. 4 sek. frá mænunni til hjartans, og nokkrar mínútur þaðan aftur til mænunar.
Bæði þessi prana fara með sínum hraða um tatwic stöðvana. Annað hvort þeirra er alltaf yfir sömu tatwic stöðvunum, í hverjum hluta líkamans. Það birtir sig fyrst í vayu stöðvunum, síðan í taijas, þar næst í prithivi, og síðan í apas stöðvunum. Þar á eftir í Akasa, og þar næst í susumna. Þegar tunglstraumurinn fer frá mænunni til hægri, kemur öndunin út um hægri nösina, og svo lengi sem Prana straumurinn er í afturhluta líkamans, breytis tatwa frá vayu til apas. Þegar straumurinn færist inn í fremri hlutan hægra megin, breytist tatwa frá apas til vayu. Þegar prana færist í hjartað, finnst öndunin ekki í nösunum. Þegar það færist frá hjartanu til vinstri, byrjar öndunin að flæða út um vinstri nösina, og svo lengi sem prana er í fremri hluta líkamans, breytist tatwa frá vayu til apas. Það breytist ekki aftur, þar til prana nær mænunni, þegar við höfum akasa af susumna. Þannig er jöfn breyting prana í fullkominni heilsu.

Sólar og tunglkraftarnir sem gefa þessu staðbundna prana virkni og tilveru Prana, gerir því kleyft að starfa ávallt eins. Frjáls vilji manns og aðrir kraftar breyta eðli staðbundis prana og sérkennum á þann veg frá tvíþættu jarðar prana. Með breytilegu eðli prana, getur röð tatwa og neikvæðir og neikvæðir straumar haft mismikil áhrif. Sjúkdómar eru afleiðingar þessara breytinga. Flæði öndunar er í raun besta vísbendingin um breytingar á tatwa í líkamanum. Jafnvægi + og – strauma tatwa kemur fram í heilsunni, og truflun á samræmi þeirra í sjúkdómum. Öndunarflæðið er því það mikilvægasta hjá hverjum manni sem metur eigin heilsu og annara. Á sama tíma er það möguleg leið, mikilvæg, og um leið auðveldasta og áhugaverðasta Yoga. Hún kennir okkur að gæta vilja okkar til að hafa áhrif á og ná fram breytingum á eðli og reglu +,- straumum tatwic. Það gerist með eftirfarandi hætti. Öll líkamleg virkni er prana í ákveðnu ástandi. Án prana er engin virkni, og öll virkni er afleiðing mismunandi samræmi strauma tatwic. Því er hreyfing í einum hluta líkamans afleiðing virkni vayu stöðvanna í þeim hluta líkamans. Á sama hátt þegar einhver virkni er í prithivi stöðvunum, finnum við tilfinningu gleði og ánægju. Ástæða annara skynjunar tengjast tatwic þáttunum.
Við finnum að þegar við leggjumst, þá breytist öndunin úr nösunum. Við sjáum því að ef við liggjum á annari hliðinni, fer öndunin um gagnstæða nös. Við sjáum því að ef það er eftirsóknarvert að breyta neikvæðum aðstæðum líkamans í jákvæðar, teljum við það nauðsynlegt. Rannsókn á líkamlegum áhrifum prana á þessa grófu spólu, og afleiðingum grófrar virkni á prana, verður viðfangsefni næsta kafla.

Print Friendly, PDF & Email