IX. Hugurinn (II)

IX. Hugurinn (II) ~
Eins og við höfum séð, eru fimm tilvistarsvið í alheiminum (sem einnig má skipta í sjö svið). Form jarðarinnar, sem er smámynd alheimsins, hefur sömu fimm sviðin. Á nokkrum sviðum eru hærri tilvistsvið algjörlega í dvala. Maðurinn á þessu tímaskeiði, birtir einungis Vijnana maya kosha og lægri tilverugildi.
Við höfum fengið innsýn í eðli stórheims prana, og höfum séð að nánast allt í þessu lífshafi táknar aðskildar einstaklingslífverur.

Sama á við stórheimshugann. Hvert truti hefur í sér allan stórheimshugann á sama hátt. Hver hluti tilvistargeisla hugarhafsins fer til allra annara hluta geislans, og þannig er hver hluti hans smámynd alheimshugans. Það er einstaklingshugurinn.

Alheimshugurinn er uppspretta allra stöðva Prana, á sama hátt og sólar prana er uppspretta tegunda jarðarlífsins. Einstaklingshugurinn er á sama hátt, uppruni allra einstaklingsbirtinga prana maya kosha. Sálin og einstaklingsandinn á hinu hæsta sviði, er því hin fullkomna mynd alls þess sem er lægra.
Á hinum fjórum hærri sviðum lífsins eru fjögur mismunandi stig vitundar, vökuvitund, drauma, svefns, og Tureya.

Eftirfarandi tilvitnanir úr Prasnopnishat eru upplýsandi:
“ Sauryayana Gargya spurði hann, ‘Herra, í þessum líkama, hvað sefur og hvað vakir? Hvað af þessu tvennu sér draumanna? Hver hvílist? Í hvorum dvelur (birting) hið mögulega óbirta ástand?’
„Hann svaraði, ‘Ó Gargya, eins og geislar sólarlagsins safnast í lýsandi skel, og birtist aftur og aftur, safnast allt saman í hugarskelina.Vegna þess heyrir maðurinn ekki, sér ekki, finnur hvorki bragð né lykt, tekur ekki, hefur ekki samúð, skilar ekki af sér, heldur ekki áfram. Sagt er að hann sofi. Eldar prana eru aðeins vakandi í líkama hans. Apana er Garhapatya eldurinn; Vyana er eldur hægri handar. Prana er ahavanurya eldur, sem kemur af Garhapatya. Það sem er jafnt alstaðar, fórn fæðu og lofts er samana. Hugurinn (manas) er fórnin (vajmana). Udana er ávöxtur fórnarinnar. Hann ber fórnina hvern dag til Brahma. Hér gleðst hin upplýsta vera (hugurinn) af miklu í draumum. Hvað sem hann sá, sér hann aftur eins og það væri raunverulegt; hvað sem var reynt í mismunandi löndum, úr ólíkum áttum, reynir hann það sama aftur og aftur – það séða og óséða, hið heyrða og óheyrða, það sem var hugsað eða ekki. Hann sér allt birtast sem sjálf allra birtinga.
„’Þegar hann er yfirtekinn af tilverunni, taijas, þá sér hin upplýsta vera enga drauma í því ástandi; þá á sér stað í líkamanum hvíld [draumlaus svefn].
„’Í þessu ástandi, minn kæri nemi, er allt [sem er númerað að neðan] í hinu óséða atma, eins og fuglar sem velja sér tré til dvalar — prithivi samett og prithivi ósamsett; apas samsett og apas ósamsett; taijas samsett og taijas ósamsett; vayu samsett og vayu ósamsett; akasa samsett og akasa ósamsett; sjónin og hið sýnilega, heyrnin og hið heyranlega, lyktarskynið og lyktin, bragðskynið og bragðið, snerting og hið snertanlega, málið og mælgin, hendur og og hvað sem grípa má, kynfærin og affall, fætur og það sem ganga má yfir, eiginleiki og það sem efa má, eiginleiki og þættir eiginhyggju, eiginleiki og minnisþættir, ljósið og það sem má upplýsa, prana og það sem heldur því saman.
„’Sálin er Vijnana atma, sjáandinn, snertandinn, heyrandinn, lyktandinn, bragðandinn, efandinn, ákvarðandinn, sendiboðinn. Þessi sál [Vijnana atma] dvelur óséð, óbreytanleg atma [ananda].
„’Það eru fjögur atma — lífið, hugurinn, sálin, andinn. Það afl sem liggur að baki stórheimskraftinum sem birtir sálina, hugann og lífið, er andinn.’“

Með samsetningu er átt við tatwa, sem kemur í birtingu eftir fimmskiptinguna sem getið er um í fyrsta kafla. Hið ósamsetta er tatwa fyrir fimmskiptinguna.
Megingildi þessara tilvitnanna liggur í að gefa því stuðning sem áður hefur verið sett fram. Næsti kafli útskýrir mikilvægustu virkni stórheimskrafts og hugar, það sem er að baki mannlegum athöfnum, og einnig komið að öðrum mikilvægum sannleika.

Print Friendly, PDF & Email