KOSMÍSK ÁHRIF Á SÓLKERFI

6. KAFLI

KOSMÍSK ÁHRIF Á SÓLKERFI

Þú hefur nú farið í gegnum fyrsta hluta verksins. Til að skilja það sem á eftir kemur þarf hugur þinn þarf að vera algjörlega með það sem undan er komið.
Í stuttu máli mun ég rifja upp: Hreyfing í geimnum er það upprunalega. Þegar hringrás þess hefur myndast verður Hring-Kosmos til, sem aftur myndar Hring-Kaos, sem með seinni áhrifum sínum veldur því að Hring-Kosmos mótar Hring-takmörkun sína. Þetta eru hinir Þrír eða Þrenningin.
Innflæðisáhrifin sem dregur sig saman inní Miðjuna og geislar aftur út til jaðarsins, eru Geislarnir—hinir Tólf.
Hreyfing Alheims myndar hina Sjö —Hjáhringina, eða sviðin.
Þar sem geislahornin hitta sviðin koma verða til snertihreyfingar.
Þegar þær hreyfingar eru í andstöðu myndast Frumatómin.
Þessi atóm, þegar þau snúa til baka á ferð sinni við mismunandi horn geislanna, mynda þau flóknu atóm sem miðflóttaraflið dreifir út á sviðin.
Þegar þau eru að lokum koma á ysta sviðið, tengjast þau á ný, en komast ekki lengra og snúa því við inn að miðju. Þetta eru svokölluð ferðaatóm. Önnur atóm eru staðbundin, því þau hafa sest að á tilteknum sviðum.
Svo að það eru engin atóm í Miðjunni, aðeins fyrstu kosmísku öflin.
Á fyrsta sviðinu eru aðeins þrístrend atóm, þess vegna er þetta svið gefin talan þrír, fyrsta einfalda atómið stóð fyrir þrjá þætti og hið flóknasta á þessu sviði samanstendur af þremur. Atómin á öðru sviði hafa töluna fjóra og á þriðja sviðinu er talan fimm, fjórða sviðið töluna sex og svo framvegis, niður á sjöunda sviðið sem hefur töluna níu. Þetta eru svokallaðar Seinni tölur, en tölur kosmísku aflanna eru Frumtölur. Við höfum því Frumtölur—einn, þrjá, sjö og tólf og Seinni tölur, þrjá til og með níu.
Frumþrenningin er tíu. Tíu er tala þróunar, því það er tíuhorna atóm sem þróast.

Sviðin


Þú hefur séð af því sem undan hefur verið sagt að frumhreyfingarnar mynduðu hver aðra og hafa náð stöðugleika, hring eftir hring í reglulegu ferli. Þeir hafa fullkomnað verkið og náð hámarks árangri. Undir áhrifum af fasabreytingum Frumhringanna halda seinni hreyfingarnar stefnu sinni.
Seinni hreyfingarnar hlíta eigin lögmálum, allt eftir ástandi Frumhringanna.
Svo er einnig með þriðju hreyfingarnar, hvert svið birtingarinnar heldur sínu striki allt eftir þeim fasaáhrifum sem mynduðu þau.
Sem dæmi, Hring-Kosmos fer í gegnum jákvæða og neikvæða fasa. Geislarnir flæða því stundum hraðar á neikvæðum fasa og útgönguboga þegar neikvæður fasi Hring-Kosmos er ríkjandi og stundum einnig hraðar á inngönguboganum og jákvæðum fasa í þeim hluta alheimsins sem eru hlaðnir jákvæðum fasa.
Hver hluti geisla er undir áhrifum af hringsviðinu sem hann fer í gegnum. Þess vegna sýnist sem svo að ferðaatóm á hverjum tíma sé undir áhrifum geislans sem það ferðast í, hvort sem það er á inn-eða útgönguboga, einnig undir áhrifum sviðsins sem þar er á og af fasa Hring-Kosmos.

Ef við viljum vita ástand tiltekins ferðaatóms, er ekki nægilegt að vita hve marghliðar það er, heldur verðum við að skilja aðrar aðstæður sem það verður fyrir. Þetta er kallað „Sólarstjörnuspeki (Sidereal Astrology),“ en fasar þess eru mjög víð-tækir, en hér tekur hún aðeins til þess sem lifir í sólkerfinu, á sama hátt og plánetustjörnuspeki tekur aðeins til fasa plánetu. Næsti puntur sem við höfum við Sólarstjörnuspeki er það sem við þekkjum sem Stjörnumerkja-beltið (Zodiac). Það er augljóst að líf manns hefur tengsl við sólkerfið sem hann er hluti af og sólkerfið er hluti af alheiminum. Sólarstjörnuspeki sýnir okkur fasa þróunarinnar.
Það má sjá að það eru atóm af sérstökum gerðum sem hafa sest endanlega að á hverju sviði og hreyfast í stöðugri fjarlægð frá Miðjunni, á sama hátt og í vökva sem inniheldur mismunandi efni í upplausn, og hægt er að sjá ef þau eru sett í lokað tilraunaglas sem fest er í streng og er snúið hratt í hring, þá kemur greinilega fram hvernig efnin skiljast eftir eðlisþyngd þeirra og raðast eftir þyngdaraflinu, það þyngsta og flóknasta næst jaðri ummáls sveiflunar. Þessi atóm hafa því náð þangað í þróuninni eins og eðli þeirra leyfir. Þú sérð að hver nýr fasi í þróuninni nær þeim áfanga sem eiginleikar þeirra leyfa og sest að í þeirri röð sem það hefur náð.

Nýr fasi í þróuninni byrjar þegar næsti fasi Hring-Kaos raskar stöðug-leikanum sem hafði verið náð. Þessi nýi þróunarfasi byrjar þar sem sá síðasti endaði og hefur í sér allt það sem sá fyrri hafði náð. Hér sjáum við þýðingu orðatiltækisins „Eins í efra, svo í neðra, en með öðrum hætti.“ Alheimurinn er grunnurinn sem allt er byggt á, þú byrjar þar sem Guð hætti, það sem er í Guði er í þér og eitthvað af því köllum við „frjálsan vilja“ þó að það sé varla nothæft heiti.
En snúum okkur að þróun ferðaatómanna, sem mynda Sólkerfin.
Við munum úr fyrri fyrirlestri að sólkerfi koma fram á hinum ýmsu sviðum, allt eftir kosmísku þyngdarsviði þeirra. Þ.e.a.s. þau byrja þróun sína á mismunandi fösum í þróun alheimsins. Við munum að atóm á útleið safna efni frá hverju sviði sem þau fara um til að byggja sína heima.
Þau sólkerfi sem þróast á öðrum sviðum en ykkar verður ekki fjallað um í þessari fræðslu, því þau eru of fjarri efni okkar núna.
Ég mun hinsvegar fjalla um þróunarfasa kerfa sem eru á sjöunda kosmíska sviðinu, þar sem ykkar sólkerfi er á meðal. Við skulum því fylgja eftir lífi einstaka ferðaatómi eftir, sem verður að ykkar sól og tengdu plánetukerfi.
Við munum líka að það hafði farið hringrás um kosmísku geislanna og reynt öll tólf geislaáhrifin , bæði neikvæð og jákvæð og hefur í sér samsett efni sjö kosmískra sviða. Tölur þess eru því þessar: —
ÞRÍR, því það er undir áhrifum hringana þriggja.
SJÖ, því það hefur sjö efnisgerðir í sér.
TÓLF, því tólf geislar hafa haft áhrif á það og hvert hinna sjö efnis-sviða hefur sína sérstöku tölu, frá þremur og til og með níu.
Þetta ferðaatóm hefur farið í gegnum hin miklu svið kosmísks efnis og tekið með sér eins mikið efni og það gat á hverju sviði og að lokum setts að á því sviði sem það hafði náð jafnvægi á braut sinni. milli miðflóttaafls og aðdráttarafls kosmos og eigin þyngdar.
Kosmísku áhrifin sem það verður fyrir er hægt að reikna út í reglulegu takti, því hann er sannarlega til staðar. Atómið fer í gegnum alla tólf geisl-anna og finnur breytingar á fösum Hringanna, því til viðbótar verður það fyrir áhrifum frá öðrum miklum lífheildum á öðrum sviðum. þegar brautir þeirra eru nærri hvor annarri (eru á mismunandi brautum á mismunandi sviðum) og efnisáhrifin eru gagnkvæm í báðum kerfunum. Það er mikilvægt atriði.
(Við getum séð að stundum fær neðra tilfinningarsviðið einskonar eflingu og á stundum efra andlega sviðið, en verður þó ekki eins sterkt, þar sem samsvarandi kosmískt svið er ekki mjög nálægt. Þetta er einn þeirra þátta sem hafa áhrif á þróunina og veldur oft vandamálum í kerfinu.)
Þessi mikla lífheild sem við ræðum um, hefur sest að á sinni braut og má líta á sem kjarna upprunalega ferðaatómsins sem er nú umlukið miklu bólstrum ómótaðs og óskipulagðs efnis af mismunandi sviðum. Þetta efni helst umhverfis það af aðdráttarafli massa þess og víðátta og takmörk þess marka umfang kerfisins. Eins og allt í Alheiminum hringsnýst þetta efni kringum upprunalega miðjuatómið.
Hreyfing þess atóms á braut sinni í tímans rás hefur smásaman tengst heildinni og massinn flats út í hringsnúandi disklögun alveg eins og búið er að lýsa að gerðist í myndun Alheimsins, því sömu lögmál eru á öllum sviðum og sólkerfi deila efni sínu á sjö svið í samræmi við þyngdarafl þeirra.

Spiral10
Print Friendly, PDF & Email

Lokað er fyrir athugasemdir.