KOSMÍSK ÁHRIF

20. KAFLI
Kosmísk áhrif
Við munum nú hugleiða þau áhrif sem mannleg þróun verður fyrir. Þú er vanur hugtökum stjörnuspekinnar sem útskýra áhrif plánetna á persónu-leikann. Efnisumfjöllun okkar er kosmísk áhrif á einstaklinginn sem má kalla stjörnumerkja-stjörnuspeki til aðgreiningar frá plánetu-stjörnuspeki.
Sólkerfisþróun er háð ákvörðun logóísku vitundinni og reynsla hennar er háð áhrifum kosmískra bylgjufalla. Því aðlagast sólkerfið óbeint af hreyfingu kosmískra falla.
Kosmísku föllin eru áhrif jákvæðra og neikvæðra fasa Hringjanna. Þessir fasar hafa áhrif á Alheiminn í heild, þannig að hinir tólf kosmísku geislar og hin sjö kosmísku svið hafa jákvæða og neikvæða þætti ráðandi með sama hætti. Það þýðir að þegar jákvæðir fasar eru ráðandi, verður kraftvirknin, —hámarkið, skulum við segja,—að miðjunni. Þegar neikvæðir fasar eru ráð-andi, er hámarkið að ummáli hrings.
Í jákvæðum fasa samanstendur hringrásin af inn- og útflæði, í neikvæðum fasa af út-og innflæði. Virkni geisla er mjög ólík hvort hún er reynd í nei-kvæðum eða jákvæðum fasa Hringjanna, þannig að mikil vera sem snýst á braut sinni um Kosmosinn og fer í gegnum áhrifsvið geislanna, verður fyrir jákvæðum og neikvæðum hliðum þeirra.
Framgangur þróunar í sólkerfi mun þannig verða fyrir breytingum eftir því hvort Logós verður fyrir jákvæðum eða neikvæðum kosmískum áhrifum.
Það byggist á stjörnumerkja-stjörnuspeki að reikna út þessi áhrif. Þessi stjörnuspeki tengist lífi og örlögum sálarheilda og plánetusála. Hún tengist fæðingu þessara himnesku líkama. Grunnur þessara útreikninga er möndul-halli jafn,-há eða lágdægurs línunnar. Þessi lína og fasi kosmísku geislanna tengist og það eru fjórir fasar í Hringfasanum. Á grunni þess er hægt að finna áhrif stjörnumerkjanna á þróunina.
Munum þá að þessi áhrif snerta mannlegt líf ekki beint, en hafa áhrif á plánetuverur sem aftur hafa áhrif á huglægt og „karmískt“ umhverfi sálar-innar, og plánetuverurnar sjálfar breytast með þróun sálarheilda lífshópa sem ganga í gegnum svið þeirra, þannig að þrátt fyrir að logóísk áhrif séu óumbreytanleg, gerast breytingar með tímanum.
Þannig er stjörnuspeki forntíðar, þó hún sé í grundvallaratriðum sönn, ekki nákvæmlega eins í nútíðinni. Gera verður ráð fyrir framgangi þróunar. Því geta þeir þættir sem á fyrri tímum voru túlkaðir sem stríð og blóðsúthellingar verið túlkaðir í dag sem átök um hugmyndafræði.
Útreikningar Stjörnumerkja-stjörnuspeki ættu ávallt að vera gerðir fyrir kynstofn áður en stjörnuspá einstaklings af þeim kynstofni er gerð. Hóphugur og hópsálir er efni stjörnumerkja-stjörnuspeki, en einstaklingar efni plánetu-og stjörnumerkja-stjörnuspeki.
Finnið út stöðu jafndægurslínunnar. Frá því er hægt að finna áhrif Hringjanna. Það gerir kleyft að vita hvort Himnahúsið er í jákvæðum eða neikvæðum þætti og það segir til hvaða þáttur Logós er ríkjandi. Hver sem orkan er mun hún efla alla aðra þætti í birtingu.
Niðurbrots- eða uppbyggjandi þættir eru háðir kosmískum hringjunum og hvert form þessa eyðandi og uppbyggjandi þátta er háð kosmískum geisla. Þessar meginaðstæður yfirgnæfa allar aðrar og ráða hvort útreikn-ingar verði réttir eða rangir.
Til viðbótar þessum reglulegu og útreiknanlegu áhrifum Kosmos eru önnur óregluleg áhrif af völdum annarra mikilla vera sem eru á öðrum sviðum Alheimsins, eins og áður hefur verið vísað til. Þú finnur það efni í fyrri köflum.
Það er engin aðferð sem hægt er að grípa í til að reikna út slík áhrif, en þau samsvara nálgun halastjarna. Sumar halastjörnur eru þekktar og brautir þeirra hafa verið reiknaðar út. Aðrar eru enn óþekktar, en tilvist þeirra er hægt að finna út er nálgun þeirra veldur truflun á svið annarra hnatta.
Stjörnufræði halastjarna hefur lítið verið skoðuð en þarfnast nánari athygli. Besta aðferðin til að reikna þær út er með greiningu á litrófi þeirra. Það gerir mögulegt að greina efnainnihald þeirra og efnahlutföll þeirra mun gefa vísbendingu um eðli þeirra, sérstaklega hlutföll málma í þeim sem gefur lykil að að spurningunni um gott eða illt, ávexti Þekkingar-trésins.
Af því má sjá hvaða þátt krafturinn styður, því að virkni þess þáttar mun eflast og það sem búast mátti við að vera neikvæður fasi mun óvænt verða jákvæður.
Grunnurinn fyrir Stjörnumerkjaútreikningum er þá jafndægursbaugurinn (fjórir skurðarlínur sólarinnar við himinbaug), þegar um er að ræða óreglu-legar breytingar vegna annarra mikilla vera.
Það má segja að Halastjörnur, séu hópur atóma sem dragast saman af raftruflunum sem stafa af áhrifum vera á fínni sviðum. Þessar verur eru kosmískar, en hafa ekkert efni sjöunda kosmíska sviðs í sér og geta því ekki myndað sólkerfi sem er hæft til efnislegrar gerðar í skilningi fyrsta sviðs sól-kerfisþróunar.

Halastjörnur mynda ekki hópsál sem getur þróast.
Halastjörnur eru „Brjálæðingar stjörnumerkjanna.“ Gerviefni eru sál þeirra og þær eru,—sumar þeirra—,kosmískir ruslahaugar. Til þeirra eru sendar sjaldgæfar einingar úr þróuninni, sem hafa með stöðugri misnotkun frum-verka, dæmt sjálfa sig til eyðingar. Halastjörnur á braut taka slíkar sálir til ystu heima Kosmosins, þar sem þær geta ekki náð í nein áhrif sem þær geta brugðist við, og kosmísku atómmyndarnar sem byggðu þær upp hætta að verða til.
Þetta er hinn „Óþekkti dauði.“ Slíkar einingar eyðast algjörlega–engin endurfæðing eða nýtt upphaf. Jafnvel karma þeirra leysist upp og hefur engin áhrif né snertir nokkurn hópanda. Sagt er um slíkar, að þær hafi skipt á plánetu fyrir halastjörnu. Þær völdu að fara hratt og langt, en fóru of langt og of hratt fyrir samræmingu krafta sinna og þegar halastjarna sem þær tengdu sig við snýr aftur inní sólkerfið okkar er hún án þeirra.
Sólkerfisþróunin kemur frá Sólarlogós – sem er þinn guð – ,hún sam-hæfist gróflega við áhrif Hringjanna á Alheiminn. Það er að segja að undir jákvæðum kosmískum áhrifum eflir Logósinn nýja sveimi af stað í ferðalag, og lengd og hraði þeirrar ferðar ræðst einungis af þeirri eflingu, því að þar eru margar mótstöður sem hann verður fyrir, en sveimurinn verður að ná að komast í gegnum lástöðu (nadir) sína í tíma áður en kosmísk föll snúast. En það geta verið einn eða fleiri kosmískir fasar á útgönguboga þeirra. Breyt-ingar á kosmískum fösum munu alltaf valda þróunarkrísum, en þegar þróunin er að nálgast takmörk þróunarmöguleika sinna, mun þróunar-sveimur ekki taka áhættu í að fara yfir lágstöðu sína fyrr en kosmísk falla-skipti hafa átt sér stað, heldur sýna frumverkan og bíða síns tíma.

Þær verur sem sýna viðleitni til að fara yfir lágstöðuna (nadir) undir ó-hagstæðum áhrifum og mistekst umsnúningurinn, snúa til baka sömu leið þegar kosmíska fallið kemur síðar og verða púkar og djöflar. Þaðan kemur skilgreiningin á „Vinstri handar leiðin.“
Vinstri handar leiðina er hægt að ná með tvennum hætti—með vísvitandi viðsnúningi af boganum frá hægri til vinstri eftir að lágstöðunni var náð, eða með afturhvarfi áður en henni var náð.
Þú sérð af þessu að nauðsynlegt er að fylgjast með kosmísku föllunum þegar tekist er á við hverskonar uppbyggjandi verk, er varða andlega leið-sögn mannkynsins.
Hið mikla uppbyggingartímabil nítjándu aldar veitti dýrmætan grunn fyrir margskonar andlegan innblástur. Fyrsti fjórðungur tuttugustu aldar var í niðurbrotsfasa. Þú munt geta séð að allir fasar sem náðu hámarki á þessu tímabil, sérstaklega um mitt tímabilið eru að engu orðnir. Hugmyndirnar kunnu að hafa verið góðar, en tímabilið var óhagstætt.

Print Friendly, PDF & Email