KOSMÍSK TENGSL HINNAR MIKLU VERU

8. KAFLI

KOSMÍSK TENGSL HINNAR MIKLU VERU

Ferðaatóm sem hefur farið gegnum alla fasa kosmískrar þróunar að þeim stað þar sem sköpun þess nær hátindi og fullkomnun hverju sinni, heldur aftur í för sína að Miðjunni. En vegna ójafnvægis heldur það áfram enn að nýju, en á ólíkan hátt—það hefur vegna þróunar sinnar orðið að aðdráttarmiðju. Það dregur að sér tiltekinn fjölda atóma á hverju sviði sem það fer í gegnum, þar til það kemur á það kosmíska belti sem það finnur sig heima vegna síns sérstaka aðdráttarafls og tengist miðflóttarafli kosmíska snúningsins. Ferðaatómið verður því kjarnamiðja í myndun þessa nýja kerfis. Reynsla þeirrar kjarnamiðju sem hún hefur öðlast í gegnum þróunarfasa Alheimsins mun ráða viðbragðshætti kerfisins.
Til að verða ekki fyrir áhrifum af stöðugri gagnvirkni af utanaðkomandi þáttum sem það getur orðið fyrir í þessu nýja belti, heldur þessi nýja kjarnamiðja áfram gagnvirkni við skriðþunga sinna eigin hluta. Þessi gagn-virkni við eigin kerfi dregur úr tilfallandi gagnvirkni við lausar efnisútfellingar sem hvert kosmískt svið dregur að sér. Þannig er smækkaður kosmos byggður upp.

Image3 susan rhodes isl


Það má sjá með dálítilli íhugun að þessi smækkaði Alheimur með þessari kjarnamiðju samsvarar miðjunni, sem í alheimi umbreytir allri gagnvirkni í virkni og hefur sama hlutverk og kjarnaatómið. En samtímis er öll tilvera þessa kerfis háð fasakröftum Alheimsins— þættir þess fá samsvarandi púlsa meðan fasar „Kosmísks Dags“ ráða , þ.e. þeir þættir hringsins þar sem ráðandi kraftar eru jákvæðir og uppbyggjandi og sömu þættir fá örvun þegar þeir hlutar hringsins eru undir áhrifum neikvæðra afla. Sama á við um áhrifasvið hvers geisla, þá munu tilsvarandi eðlisþættir smækkaða Al-heimsins fá aukna örvun.
Við munum sjá að áhrifin á hina Mikla Lífmyndun um hringsviðið skiptast eftir fjórðungum þess, – jákvæð og neikvæð til skiptist- til viðbótar koma fram áhrif þriggja geisla í hverjum fjórðungi. Hér höfum við lykill að svokölluðum „Dag og Nóttu Guðs“ og þar með þróunartímabilum, en, þar sem þessi Mikla Vera sem við ræðum um er sjálf smækkaður Alheimur, skilst að meiri þróunarhraði á sér stað á hringferðinni innan hans.
Til viðbótar þessum áhrifum eru önnur sem þarf að taka tillit til. Þar er um að ræða aðdráttarafl annarra Mikilla Vera á öðrum sviðum Alheimsins.
Tengsl milli einnar Veru við aðrar á eigin sviði eru ákveðin og ákvörðuð áður en þessi þróun á sér stað og er stöðug þarf ekki að ræða frekar. En hringferð Mikilla Vera á önnur sviðum Alheimsins fara fram með öðrum hætti og án tengsla við Vera annarra sviða en eigin. Þannig mætast þær tímabundið og trufla um stund aðdráttarafl Miðjunnar á þær Verur sem eru utan þeirra eigin sviða sem og áhrif á allar einingar eigin sviðs og þeirra Vera á sviði ofar því.
Þessi tímabundna truflun á aðdráttarafli miðjunnar veldur ójafnvægi í verum á ytri sviðum þegar aðdráttaraflið raskast gagnvart miðflóttaaflinu, því það er tilhneiging ákveðinna sameinda að streyma inn að miðju og það truflast við þetta. Einnig truflast vilji kjarnaatóm Verunnar, sem sér um að viðhalda stöðugum aðstæðum og er sem orðið lögmál þess. Þessar bundnu aðstæður, má segja innan sviga, eru meðal þeirra endurtekninga sem maðurinn kallar „Náttúrulögmál“ þegar hann uppgötvar þau.
Á svipaðan hátt leitast kraftar alheimsins að viðhalda jafnvægi með því að aðlagast hvert öðru. En það gerist engu að síður með óreglulegu bili að aðstæður verður að aðlaga og þær valda mismikilli óreglu á hreyfingu þessara Miklu Vera og framkalla „jákvæða illsku, synd og veikindi“ innan sviða þeirra.
Alheimurinn sjálfur þarf að leitast við að aðlagast í upphafi hvers fasa í þróun sinni, og öll óregla sem á sér stað fyrir slíka aðlögun hefur áhrif á þróunina, það er upphaf illskunnar í þeim skilningi sem lagður er í það orð.
„Kosmísk Illska“ er takmörkun—andstaða og er grundvöllur birtingar, það er það sem við köllum „neikvæð illska.“
Þessi kosmíska illska, hin „Guðdómlega Illska“, hin „Guðdómlegi Dauði“ er í hverri Mikilli Veru og er grunnur fyrir birtingu og þróun hennar. Því án takmarkanna—endanleika—getur engin birting orðið og án dauða eða brottkasts þess úr sér gengna, getur engin framgangur orðið.

Þessir fyrirstöðuþættir Alheimsins eru ávallt til staðar í birtingu heims, en illskan sem birtist í tveim þáttum, synd eða bjöguðu afli og sjúkdómum eða bjöguðu formi, kemur til vegna bjögunar sem verður á braut er hin Mikla Vera fer í gegnum önnur svið alheimsins. Það er öfgafullt í upphafi þróunarinnar en er smásaman aðlagað eftir því sem þróunin jafnar það út og í lok þróunarinnar verður fullkomið taktfast jafnvægi komið á í Alheiminum—samræmi virkni og gagnvirkni sem viðheldur stöðugleika.

Print Friendly, PDF & Email