LÖGMÁL AÐDRÁTTARAFLS MIÐJUNNAR

31. KAFLI
LÖGMÁL AÐDRÁTTARAFLS MIÐJUNNAR

Lögmál aðdráttarafls miðjunnar hefur í sér leyndardóm kærleikans. Í því felast þrír þættir:
—Fyrst tengt þróuninni, – annað tengt vígslu, – þriðja í tengslum við aftur-þróun og Vinstri-handar brautinni.
(1) Í tengslum við þróunina
Þegar lífsformin hafa náð sínu mesta mögulega í efnislegri skipulagningu, byrjar sameiningin. Hún næst með samþættingu meginreglna á hærra sviði og þegar það er tryggt, byrjar afþróun efnislega formsins. Þetta markar yfir-færslu yfir lástöðu þróunarbogans.
Við skulum skoða þessa hugmynd betur. Hugmyndir um lífstjáningu hafa þróast meira hjá verum á hærra stigi en lífsformið sem um er rætt, þeim er varpað inn í eterríkið þegar þau nálgast efnisbirtingu, og í hinni sveigjanlegu etergerð eru þau mótuð og það verður grunnur að síðara efnislega formi.
Lífsformin, neydd til að hringrása í efnisformunum, þróa einskonar segul-sviðsspennu. Þegar það hefur þróast er hægt að fleygja efnisforminu og spennan verður eftir sem eterískt mót. Þannig fara upphafshugmyndirnar í gegnum birtingarsviðið inní efnið og verða mótaðar hugmyndir.
Það eru margar mismunandi aðferðir notaðar til að ná sama árangri og þó hver þeirra eigi sína mótun í mismunandi upphafshugmyndum—ólíkar til-raunir til að vinna hönnunina —er mótaða hugmyndin í fullkomu verki sú sama hjá öllum. Svo það sem var margfeldi í upphafi, þróaðist í fullkomnun og úr varð eining.
Einn táknar fyrstu birtingu, eða það algjöra (Absolute.) Hvað sem dregur margfeldi saman í einingu—hið „þétta og flókna“ í það „einfalda og af-stæða“ nálgast miðjuna. Það að nálgast miðjuna er ekki hreyfing í geimnum, heldur sameining.
Takið eftir mismuninum á sameiningu og einföldun, því það er vísbending um margt. Sameiningu er náð með þróun en einföldun er náð með afþróun. Sameining er endanlega samhæfingin—einföldun er hin endanlega greining eða endurgerð.
Annað er framfarir til endanleika, hitt er afturför til upphafsins.
Hugmyndin um að snúa aftur til miðjunnar má líta á sem framlengingu af miðjunni, því þegar það á sér stað stækkar miðjan, okkur er kennt að það sé takmark þróunarinnar að snúa aftur til miðjunnar. Ef þessi hugmynd er hugleidd er hægt að sjá að með því að snúa til baka hefur þau áhrif að miðj-an þenjast út, því ef allt það ytra verður hið innra, munu mörk miðjunnar færast út. Með sanni má skilja, að snúa til miðjunnar þýðir að hún þenst út að ummálinu og allir hlutir eru í miðjunni. Það gefur í skyn að öll svið verða andleg.
Slík hugmynd felur í sér tvo þætti—„ form“ – og „orku“ þætti. Orkan dregst frá ummálinu og flæðir að miðjunni. Því fylgir að miðjan verður að mæta þeirri orku og flæða út á móti. Þannig er það að efni hvers sviðs sem orka þess hefur verið dregin frá, er endurmótuð af áhrifum stækkandi miðju, í formi þess sem ræður ríkjum á sjöunda sviði.
Þessi orkuflutningur úr efninu markar lok kosmísk dags og byrjun kosmískar nætur. Útflæðið frá miðjunni er verk kosmískrar nætur—leyndardómur kosmískrar nætur hefur aldrei áður verið upplýstur.
Flæði hreins anda yfir öll efnissvið, á sér stað á kosmískri nóttu og öll frumform sem eru til staðar verða áfram til sem mótuð segulsviðsbönd, en án lífs, án endurholdgunarþáttar og því laus við allt minni, og í lok kosmískrar nætur hefur andlega fallið gengið yfir og skilið sviðin tóm við kosmíska dögun. En formin sem andlega fallið gekk yfir, hafa verið aðlöguð kosmískri spennu og þar með hafa allar illgerðir verið leiðréttar.
Þetta er hreinsun efnisins sem á sér stað milli hvers kosmísks dags og hlutleysir öll tregðuöfl og þar sem tregðuöflin eiga uppruna sinn í Lögmáli Takmarkanna og það lögmál á rætur í kosmískri neikvæðni, sérðu þýðingu verksins á kosmískri nóttu og sérð einnig dýpri þýðingu hugtaksins „ Öfl Myrkursins.“
Það er nauðsynlegt til að þú skiljir dýpri vísbendingar dulspeki, að þú sjáir að myrkrið gengur gegnum ljósaskiptin til dögunar og dagurinn gengur gegnum ljósaskiptin inní myrkrið. „Gott“ og „Illt“ má skilja sem svæði Ljóss og Skugga sem hringsnýst og hið „Illa“ hefur sitt verka að vinna eins og hið „Góða.“ Guð ljóssins og Guð Myrkurs eru athafnir hægri og vinstri handar Föðurins. Hægri höndin gefur og sú vinstri tekur til baka. Sú hægri gefur það sem verður að verða, en sú vinstri tekur til baka það sem verið hefur. Sú hægri sendir í birtingu og sú vinstri laðar hana til baka, en þú, þegar þú
Aðdráttarafl miðjunnar á sér stað á brautinni til baka og verði þetta að-dráttarafl sett af stað of snemma veldur það því að lífið flæðir til baka til fyrri þátta. Það orsakar afþróun lífs fyrr en afþróun formsins á sér stað. Þegar þetta bakflæði á sér stað í tengslum við lífið, sjáum við þróun á við sníkjudýratilvist. Það útskýrir bakteríusýkingarvanda; aðrar lífsgerðir sem eru niðurbrotsverur eru alls ekki af þessari þróun, heldur starfa undir stjórn-ríki „ Drottna hins Dökka andlits“ og eru meindýr guðanna.
Þú sérð af framansögðu að afturhvarf til miðjunnar þýðir dagslok birt-ingarinnar og þegar dagsljósið dofnar flæðir andlegt myrkur hins óbirta yfir efnissviðin. Þetta þarf ávallt að hafa í huga þegar þessi vandamál eru skoðuð, því þegar ljósið dregur sig frá ytri straumi efnis, byrja andlegu áhrifin að að flæða út frá innstu kjarnarás andans og þessi ferill heldur áfram þar til allt ljós hefur slokknað og hreinsandi vatn myrkursins hefur algjörlega flætt yfir hjámiðjuhringi birtingarinnar og jafnhliða á sér stað umbreytingar-stig er Vötn Myrkursins (nafn sem táknar andlegan frið, hreinsun og endur-nýjun), hefja undirbúning að nýju lífi. Þessi vötn síast gegnum birtingar-sviðin svo að það séða rennur saman við hinu óséða. Þetta færir okkar að öðrum þætti Aðdráttarafls miðjunnar —spurninguna um vígsluna.
(2) Í tengslum við vígslu
Þær verur sem hafa snúið til baka að miðjunni að lokinni þróun sinni, flæða út að nýju sem undanfarar skugga andans. Þeir eru vígslugjafarnir. Þeir hafa sjálfir náð þróunarframförum og verið innvígðir af þroskuðum verum fyrri þróunar á þeim sviðum þar sem þeir vígðust; drottnum hvers sviðs, fullkomnum ávexti þeirrar þróunar sem náði hástigi á því sviði. Þetta eru vígslugjafar hverrar þróunar, þar til þeir sem vígjast og hafa sjálfir farið í gegnum ljósið ganga fram að nýju.
Aðeins athafnir sem héldu áfram frá yfirborðinu niður í neðri lög sviðsins og vötn endurnýjunar náðu að streyma í gegnum sprungur og rifur móttækilegrar vitundar tiltekins sviðs gera það kleyft að vígsla getur farið þar fram. Því er það að á þessu stigi, að hin mikla uppljómun getur aðeins átt sér stað utan líkamans, því í þessum þróunarfasa hafa vötn endur-nýjunar ekki enn náð jarðneska sviðinu.
(3) Í tengslum við afturþróun
Þriðji þáttur Aðdráttarafl miðjunnar er afturþróun, eða hvernig vinstri-handar leiðin nær til vitundarinnar.
Í tengslum við þróun, þýðir afturþróun afturköllun lífs úr hvaða form-gerð sem er og upplausn formsins. Segulkerfismótin sem lífið hafði myndað í formunum verða því einungis tómar skeljar á undir- etersviðinu. Þær verða að bíða hreinsun Vatna endurnýjunar sem flæða út við kosmíska nætur-fallið.
Engu að síður gerist það að sálir sem eru nægilega þroskaðar og hafa náð því stigi að finna Aðdráttarafl miðjunnar á endurgöngubrautina, en hafa ekki nægilegan þroska á ákveðnum þáttum til að vera tilbúnir til frekari þroska þar sem þeim hafa ekki lokið innþróuninni að fullu, kunna að velja að fara veginn að miðju áður en þeir ná sínu lástigi. Þeir munu þá fara gegnum sviðin þaðan sem lífi þeirra lauk og tóm segulmótin bíða komu kosmíska næturfallsins. Þessar sálir munu því ganga inní þessi skeljasegulmót, sem eru frumstæðari í tjáningu en hæfileiki sálar þeirra. Það getur útskýrt margt ef það er hugleitt.
En þegar þessar sálir hafa vaxið úr eða eyðilagt þessar skeljar (og þar með komið í veg fyrir síðar þróun) og halda áfram afturþróunarbraut sinni, kemur að því stigi að það eru ekki til fleiri formskeljar til að móta sig í og geta því ekki lengur viðhaldið formi til að birta sig í og munu hverfa inní ó-skipulögð frumöfl efnisins og eru ekki lengur hæf til góðs eða ills. Þetta er leið vinstri-handar leiðarinnar.
Þróunin á hægri-handar leiðarinnar er náð við afturköllun fullkomins lífs úr forminu þar sem, sameiningarþáttur forms er hannaður til að tjá upplyft-ing meginreglna í hugmyndir og raungerð hugmyndanna frá logóísku vitund-inni. Þetta er leið þróunarinnar á Hægri-handar leiðinni.

Af þessu má sjá að kjarni þróunarinnar er sameining og birting þessa sameiningarþáttar á sviðunum er kærleikur. Hvort sem kærleikurinn er vit-undarleg samúð á hinu þétta hugarsviði eða efnisleg sameining á efnissvið-inu, er kærleikur í öllum sínum myndum, tákn Lógosins sem eitt.
Markmið þróunarinnar er að gera alla hluti að einum og á birtingarsvið-unum eru tveir þættir sem gera alla hluti að einu—Dauði og kærleikur. Dauði er birting vinstri-handar leiðarinnar og kærleikur birting hægri-handar leiðar-innar. Hver sá sem elskar, hversu dauf hugmynd hans um kærleika er, birtir sameiningu og hún er tilgangur þróunarinnar. Guð er eining. Kærleikur skapar einingu—þess vegna er það satt sem sagt var „ GUÐ ER KÆR-LEIKUR“
Hver sem tjáir kærleik birtir andann, sem er eining. Að aðskilja er að vera dauður. Kjósum því kærleikann og lífið.

Print Friendly, PDF & Email