LÖGMÁL VIRKNI OG GAGNVIRKNI

25. KAFLI

LÖGMÁL VIRKNI OG GAGNVIRKNI

Athöfn og viðbragð eru jöfn og andstæð. Jafngildi viðbragðs gerir það út-reiknanlegt ef hlutfall yfirfærslunnar er þekkt.
Hvert svið hefur sjö undirsvið, sjö svið sólkerfis á sjöunda kosmíska sviðinu og sjö svið í Alheiminum. Yfirfærsla á sér stað á undirsviðum.
Möguleg virkni hvers undirsviðs er í öðru veldi sviðsins fyrir neðan. Þetta má útskýra með þeirri staðreynd að tvö andstæð og jöfn öfl mynda hringiðu, sem er frumatómið. Þegar þessi tvö öfl hittast vega þau upp hvort annað og niðurstaðan er stöðuleikamiðja, sem er gjörsneydd gildi nema í sínum huglægu þáttum. Minnum á að stöðuorka er huglægur þáttur orku.
Ef þú gætir aðskilið þessa hringsnúandi strauma sem mynda frum-atómið, myndir þú hafa tvo möguleika sem væru jafngildir eiginleikum atómsins. Svo að í stað eins raunverulegs eiginleika hefur þú tvo mögulega. Þannig hefur atómið verið tvöfaldað með sjálfu sér og flutt frá einu birt-ingarstigi til annars, og hvenær sem hlutir eru þannig margfaldaðir eru þeir fluttir til annarrar víddar.
Þegar athöfn og viðbragð er sögð vera jöfn og andstæð, verðum við að muna að þar er svo í venjulegum skilningi þess hugtaks og á því sviði sem fjallað er um.
Ef hins vegar orka er flutt frá lægra svið til hærra sviðs, þá eru við-brögðin jafngild möguleikum þess sviðs. Þess vegna er það að þegar þú eykur orku, þá eykst hún í veldi. Þegar þú dregur úr orku, minnkar hún um kvaðratrót. Skilgreiningin „að draga úr eða minnka“ er hér notuð í tæknilegum tilgangi og þýðir lækkun niður í efnið.
Á innþróunarleiðinni var þróunin lækkun niður í efnið. Því er það að á fyrstu reynslustigum er sálin endurtekur þróunina, verður hún að þekkja dýptina.

Hvert efnisatóm hefur í sér ávinning þróunarinnar. Innþróun er hægfara ferill. Þess vegna er það, að ef þú gætir sundrað efnisatómum í litlum leirköggli, myndir þú sundra hnettinum sem þú stendur á, en áður en þú gætir framið þessa töfra, yrðir þú , með viljastyrk þínum, að leysa upp samheldni Alheimsins. Því er ekki að vænta að slík tilraun muni verða framkvæmd í náinni framtíð!
Hver guðlegur neisti sem hefur náð lágstöðu innþróunar og er tilbúinn að hefja vegferð sína í útþróuninni, og er að sjá sem einkennandi mannvera, hefur i sér möguleika sem þú litla hugmynd um.
Þegar huglægri vitund er lyft frá efnissviði til næsta hærra sviðs gerist það í samræmi við framborðið lögmál og tregðu er breytt í tvo hreyfanleika. Það er sjaldgæft að vitundarmiðja á lægra sviði geti borið aflið, ef um-myndunin er algjör og snögg. Samanber orðatiltækið „Þú getur ekki litið andlit mitt og lifað.“ Einnig sú staðreynd að þar sem meiri eða minni hluti formummyndunar á sér stað verður aðeins vart við það sem blindandi ljós-blossa og þegar slík ummyndun á sér stað á sinn venjulega hátt er það gert með viðbót í stað margföldunar.
Það er að segja, þegar ummyndun á sér stað af einu sviði til annars með veldislyftingu er hægt að lýsa árangrinum með orðum ritningarinnar „Hann gekk með guði og varð ekki lengur.“ Þegar ferlið er margendurtekin marg-földun, er um að ræða hefðbundna vígslugöngu og hvert stig vígslunnar margföldun. En þegar við höfum viðbót í venjulegu ferli er það hinn eðlilegi gangur þróunarinnar.
Hvert stig vígslunnar má skilja sem blindandi ljósblossa og hver blossi tilheyrir því tilteknu undirsviði sem er eins og myndað í undirmeðvit-undina, þegar vitundin skoðar það í ferlinu.
Ef orku er lyft um svið verður að vera hópur til að taka við henni. Form orkunnar sem er lyft frá sviði til annars er myndað af hóphuga. Ef afli er lyft á annað svið þarf að hafa annars stigs hóp til að taka við því. Því bætist við stig um hvert svið.
Ef að á hinn bóginn orka er minnkuð um svið eða undirsvið, á sér stað algjörlega ólíkt ferli. Orkan er gerð óvirk og líkaminn sem bar hana verður tómur farvegur og opinn og allt getur því fyllt hann. Þetta er lykill að mörgu,- og skýrir þráhyggju.
Munum að skilgreining á þráhyggju (obsession) er almenn ekki rétt, þegar tæknilega er átt við „yfirskyggingu“. Yfirskygging er þegar áhrif einnar veru stjórna annarri. Yfirtaka eða andseta á sér stað þegar sálin hefur verið felld með lækkun vitundarinnar. Skilgreiningin „að falla“ er notuð hér því merking orðsins er nákvæm.
Þegar átt er við raunverulega yfirskyggingu, er ekki aðeins nauðsynlegt að kasta hinum óvelkomna út heldur að reisa sálina við. Það má sjá af sögunni um manninn sem var yfirskyggður og djöfli var kastað út, en sjö djöflar fluttu í staðinn inní tómt húsið.
Fall sálar gerist þegar persónan hefur tengst lægri þróunargerð, hún á sér ekki stað fyrir vísvitandi viljaathöfn, heldur fremur vegna hömluleysis. Því er það þegar átt er við slíkt tilfelli þar sem um er að ræða hömluleysi fremur en orkuleysi, verður ávallt að fara varlega áður en átt er við slíka yfirskyggingu. Hömluleysi er hættulegra en illvilji, því það afhjúpar þann yfirskyggða fyrir áhrif ómannlegra afla.
Við sjáum að það eru tvær duldar merkingar að baki staðhæfingunni um að athöfn og viðbrögð séu jöfn—athöfn og viðbragð eru aðeins jöfn á sama sviði, en þegar virkni hinna sjö sviða er skoðuð, eru þau alls ekki jöfn og þegar athöfn á einu sviði hefur viðbrögð á öðru sviði verður út-koman umbreyting á gildum. Við höfum þegar gert grein fyrir þeim gildis-breytingum.
Það hefur eflaust hent þig þegar orku er umbreytt frá einu sviði til annars, að áhrifin raski jafnvægi beggja sviðanna. Það er einmitt raunin og því er nauðsynlegt fyrir Fullnuma sem beitir áhrifum sínum að viðhalda nægilegu orkujafnvægi. Til að hann geti það, verður hann að kunna aðferð til að jafna orkuna. Þetta er mjög áríðandi atriði í dulspeki og varðar að bæta upp andstæða þætti með réttum eiginleikum.

Umsnúinn Sephiroth (innihaldið) verður Qliphoth (hylkið). Í því liggur lykill að miklu og þannig er það í hverri dulspekilegri athöfn þar sem mikill andlegur styrkur er vakinn að lægri verur eru einnig meðhöndlaðar með réttum hætti; og þegar sá er við köllum „Meistara“ vill starfa á efnissviðinu, verður hann af nauðsyn að notast við veru á lægri þróun en hans sjálfur og hann er neyddur til að vinna gegnum persónuleika þeirrar persónu. Til að endurheimta orkujafnvægið sem hann er við að koma úr jafnvægi, mun hann, í óeiginlegri merkingu, nota þá veru sem lágstöðu á sínum boga. Ork-an sem hann sendir er móttekinn með hæsta þætti verunnar og mun verða tjáð með lægsta og þéttasta þættir sálar þeirrar veru og persónuleiki hennar verða notaður fyrir flæðið til baka af efnissviðinu.
Þetta má sjá skýringamynd af þessu í stafnum Y, það sem tveir armarnir tákna Sálina og Persónuna og stofnhlutann sem farveg inn- og útflæði á efnislega sviðinu. Við Y bætist X og þar fæst tákn á innflæði og útflæði orkunnar, X táknað sem tvö C bak í bak—það vinstra, táknar útflæðið og það hægra táknar innflæðið.
Við getum nú skilið af hverju ófyrirsjáanleikinn er oft fyrir hendi í slíkum aðgerðum. Flæðið til baka sem þarf að eiga sér stað gegnum persónuleikann, þessum lægsta og frumstæða þætti, verður að upplyftast svo að tjáningaraflið geti snúið til guðs sem gaf það.
Þetta er önnur leið til að tjá notkun á uppljómun í þeim tilgangi að búa til afl á efri sviðum. Nemandi sem móttekur afl frá Meistara sínum á hærri sviðum niður til efnissviðsins, verður að undirbúa áhrifin af umbreyt-ingunni og svara með samsvarandi svörun og orku frá lægra sviði til þess hærra til að viðhalda nauðsynlegu jafnvægi. Það er vanræksla í þessum tilvikum sem veldur alltof algengri yfirhitun á lægri þáttum nemans.

mynd 23 og 24
Print Friendly, PDF & Email