Loki stelur Brisingameninu

Sagt er að Loki hafi uppgötvað að Freyja hafi fengið menið hjá dvergum. Loki tjáði Óðni þetta sem þá krafðist að Loki færði honum menið. Loki taldi það illmögulegt; engin gæti komist í heimkynni Freyju nema með samþykki hennar. Óðinn sagði honum engu að síður að fara og snúa ekki til baka nema með menið. Kvartandi hástöfum hélt Loki af stað.

Print Friendly, PDF & Email

Grí­mur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenel

19. Loki stelur Brisingameninu

Hér er dæmi um er hrekkir Loka koma af stað keðju atburða sem eru nátengdir mannkynsþróuninni. Að ráði Óðins og sem oftar í hlutverki örlagavalds, karma, klófestir Loki hina verðmætu eign Freyju „eldmenið“ — sem táknar hina mannlegu greind. Freyja táknar ávallt hærri andlega eiginleika greindarinnar og er sem plánetuverund Venusar, verndari ríki bróður síns Freys, þ.e. mannkynsins á plánetunni Jörð.
Þegar Freyja mætir síðan Óðni og spyr um menið sitt, leggur guðinn til aðstæður sem eru mjög merkingafullar: hún verður að eggja til baráttu milli heimsins öflugustu konunga, ekki til að annar hvor vinni, heldur til að að báðir verði endanlega slegnir niður af „kristnum manni.“ Þetta orðalag endurspeglar viðhorf aldar er kristniboðar breiddu út guðspjall Friðarprinsins með vopnum í norðanverðri Evrópu og Íslandi. Krossinn er hin eilífa barátta ljóss og myrkurs: það er engin tilvera og engin þróun án spennunnar á milli þessara afla og sem einkennir lífið. Þetta er skýrt heimspekilegt hugtak sem næstum engin tekur eftir og týnist í klækjum Loka. En við nánari skoðun má sjá að barátta Freyju mun halda áfram meðan tilvera snýst og þróast meira með tímanum eftir því sem hjörtu mannanna yfirvinna átökin í sjálfum sér og öðlast og gefa friðinn sem kemur með skilningnum. Það mun auka fegurð Brisingarmens Freyju.
Úr Sörlaþætti. Orðið þáttur hefur sömu merkingu og orðið sutra í Sanskrít og merkir, – þátt í reipi.
Sagt er að Loki hafi uppgötvað að Freyja hafi fengið menið hjá dvergum. Loki tjáði Óðni þetta sem þá krafðist að Loki færði honum menið. Loki taldi það illmögulegt; engin gæti komist í heimkynni Freyju nema með samþykki hennar. Óðinn sagði honum engu að síður að fara og snúa ekki til baka nema með menið. Kvartandi hástöfum hélt Loki af stað. Hann kom að læstum heimkynnum Freyju og reyndi inngöngu án árangurs. Heljarkuldi var svo mikill utandyra að Loki fraus. Hann breytti sér þá í flugu og flaug inn í alla lása til að finna glufa til að komast inn, en fann enga. Að lokum fann hann glufu í rjáfri sem þó var ekki stærri en saumnál kæmist inn í og þar komst hann inn. Þegar hann litaðist um sá hann að allir voru sofandi. Hann gekk að dyngju Freyju og sá að hún var með menið um hálsinn en lásinn niður. Loki breytti sér þá í lús, settist á háls hennar og beit Freyju svo hún vaknaði, snéri sér á hliðina og sofnaði jafnharðan. Loki fer úr lúsargervinu tekur menið og opnar húsið og hverfur á braut og afhendir Óðni síðar menið.
Þegar Freyja vaknar um morguninn og sér allar hurðar opnar en óskemmdar og menið horfið var hún viss um hvað hafði gerst. Hún fer til hallarinnar, hittir Óðinn og segir hann hafa illa gert með því að láta stela meninu og krefst að fá það til baka. Óðinn segir að eins og hún hafi náð meninu eitt sinn muni hún aldrei fá það aftur , -nema hún eggi til baráttu milli heimsins öflugustu konunga, sem hver er yfir öðrum tíu konungum; ekki til að annar hvor vinni, heldur til að að báðir verði endanlega slegnir niður af einhverjum kristnum manni sem hafi hugrekki og svo góð örlög að hann hafi dirfsku til að leggja í þá og deyða. Aðeins þá munu vondum örlögum þeirra ljúka þegar þessi hetja losar þá frá þörfum þeirra og vandræðum á villubraut þeirra
Freyja samþykkir þetta og fær nemið til baka.

20. Kafli

Efnisyfirlit

Print Friendly, PDF & Email