Níundi fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

9. Fyrirlestur

Kæru bræður mínir

Á síðasta sunnudag benti ég á að ekki er mikið á milli hinna fornu yagna heimsspekinga og hinna tveggja sanninda, Pravirti og Nivirti, eins og nú er gert hjá mönnum í dag, og ástæðan verður að vera skýr fyrir ykkur. Fyrir hinum fornu heimsspekingum var engin aðgreining frá heildinni. Hver einstaklingur er tengdur heildinni órjúfanlegum böndum og getur sameinast henni með verkum sínum, í endalausri viðleitni til að ná samræmi við alheiminn — einingunni sem sem tengir heildina. Á máli guðspekinnar er það lögmál samúðarinnar, lögmálið sem þrýstir á að hver yoga beini hugsun sinni og verkum til almenningsheilla. Á máli Veda er það yajamana hins kosmíska yagna, eða vinna á völlum kosmísks karma, sáningar og uppskeru. Hann er hinn sanni fylgjandi drottins Vishnu, hin eilífi andi, eða eilífi hringur sem er að baki hulu alheims sem kölluð er avyaktam (formleysi), eða ósundurgreinarlegt frumefnið sem er að baki öllu. Í þessu sambandi má minna á hinar þekktu Puranísku kvæðalínur:

„Narayana er ofar avyaktam (formleysi) og heimur er af hinum síðari. Öll þess svið eru innan hans og þar einnig Jörðin með sínar sjö eyjar.“

Narayana er eins og þið vitið, hin óbirti logos sem er svið Vishnu, og engin einstaklingur getur á nokkurn hátt skynjað, því segir Sruti (fornt Vedarit) , það sem hugurinn nær ekki. Þið sem hafið lesið guðspekina, munið kannski að hugarþátturinn (manas) er einstaklingsvitund sálarinnar í hærri þrenndinni og persónubirtingin karmíska egósins í lægri ferndinni. Hugarþátturinn er kjarni mannlegrar tilveru, eða miðjan þar sem andlegir og efnislegir hlutar mannsins mætast og mótast. Sruti segir greinilega að einstaklingur getur á engan hátt skilið Vishnu. Ef hins vegar tilraun er gerð til að nálgast hið ómögulega, missir sá sig í uppljómað óminni sem kremur hina þrjá þætti tilveruþætti; mannsins sem veit, þekkinguna og hið þekkta, inn í sameiginlega andlega einingu. Þetta er swargam (himnaríki) einstaklingsins og er ekki markmið hinna fornu yoga. Reynsla vitundar sem þekkt er sem svið Vishnu er einungis upprunaleg Moksha, eða Nirvana, því swarga, himnaríki einstaklings, varð með tímanum þekkt undir orðinu Nirvana af þeim sem aðhylltust Sankhya skólans sem viðurkenndu ekkert handan avyaktam (formleysið, ekki – birtingu), áhangendur eldri skóla hafa notað orðið paranirvana til að gefa til kynna að markmiðið, sem liggur að baki tjáningu Purasa, innan hæsta miðpunts hins gullna fjalls Meru. Sá puntur er án efa enn handan einstaklingsvitundar, en þar sem kosmosinn stefnir til hærri þróunarstigs, bendir það til þess að einhvern tíma muni sú miðja verða mögulegt. Ólík verða örlög þeirra sem stefna á miðjuna og þeirra sem færast frá henni. Við ættum að íhuga þetta með hjálp guðspekirita, hinir fornu yogar sitja á toppi gullna fjallsins og taka þátt í yagna og thapas. Við njótum allra þeirra Yagna verka, og thapas, eða íhugun þeirra viðheldur karmahjóli heimsins sem er í órafjarlægð frá hinum fjarlæga markmiði, – sem er hin algera dýrð.

2. Vinir mínir, þið vitið að í þeirri góðu bók H.P.B sem kölluð er „Key to Theosophy“, sagði hún að Moksha (uppljómun) Hindúa sé ekki óendanlegt ástand. Það hljómar ekki vel í eyrum Hindúa, sem gera ráð fyrir að ná Moksha jafnvel þar næsta dag, og oft hef ég borið sakir af H.P.B. gagnvart vedískum yfirborðsmönnum fyrir það sem þeir segja Búddískt guðleysi.
Þrátt fyrir endurteknar fullyrðingar um að það sem hún segi sé hvorki Veda né Buddahismi, né heldur kristni eða múhameðstrú, dæma Hindúar H. P. B út frá orðum vedista um Moksha og karya bramhaloka (vistarverur fínni heima) sem hanga á bjálka avyaktam sem eini sannleikur um tilveruleysi Parabramha. Niðurstaða Vedanema er að staðhæfingar H. P. B. eigi sér enga stoð, og séu bull sem hafi fæðst í huga búddísks guðleysingja. Það er því gott að hafa í huga að það sem H. P. B. segir, er ekki sjónarhorn vedista, heldur af sjónarhóli hinna fornu viskuvísinda sem var hlítt á í þessu landi þegar Purana heimsspekingar lifðu á meðal okkar og kenndu vísindi náttúrunnar fyrir völdum nemum , grunn allra trúarbragða og leyndardóma hinnar eilífu Vedu. Við verðum því að fara í hin fornu rit Indlands, Puruna, ef við ætlum að skilja það sem H. P. B. talar um. Þau rit verður að lesa með andlegu hugarfari og gæta að merkingu þeirra sem liggur á milli línanna, og ég vil fullvissa ykkur að það mun gagnast ykkur í öllum lífum sem eftir koma, og eilíflega. Fyrir þá ykkar sem eru viljugir að skoða tengsl Nirvana og Para-Nirvana, sem er erfitt að rannsaka, vil ég benda ykkur á þann hluta Harivamsa, þar sem drottinn Krishna (æðsta birting Vishnu) ásamt Narayana (sem Vishnu í þrenningunni), ferðast á fugli sínum Garuda, upp á topp fjallsins Kailas þar sem Maheswara (Shiva í þrenningunni) er í sæti hans. Þarna eru þessi tveir drottnar, Krishna og Maheswara tveir helmingar einnar einingar, Krishna sem eilíf hringrás alls sem er, og Maheswara sem miðja hringrásarinnar, sem er hvarvetna í henni. Þar sem drottinn Maheswara mælir til meistaranna

„ Meistarar, hafið í huga að hin sanna Sankhya-Yogi, sem ég kenni yður, er það sem mun bera ykkur til drottins Krishna, sem er allt. Ég er ávallt verðugur átrúnaðs ykkar, en það verður að vera eins og ég lifi ávallt í Narayana. Ég hef gefið ykkur leyndardóm og ef þið fylgið honum stöðugir, mun Narayana meta það með tímanum og gefa ykkur öll Mukti (frelsi), sannarlegt frelsi er að vera með honum og í honum.“

Narayana sem hin eilífa hringrás og Maheswara sem ávallt er í Narayana, er miðja hringsins, eða einstaklingsvitund manns.
Kenningar Sankhya Yoga kenna því að einstaklingsvitund má aldrei glatast og má aldrei skiljast frá heildinni, eða Paramatma. Hér sjáið þið hvernig þessi einstaklingsvitund er ekki í samræmi við vedíska hugmynd um samruna þess sem veit, þekkingar og þess þekkta.

3. En snúum aftur að Pravirti og Nivirti eins og það er kennt í Bagavat-Gita, þessa tvö þætti í lífi hver einstaklings. Það var skortur á þessum sannindum sem varð til þess að Arjuna yfirgaf orrustuvöllinn og kaus að lifa sem betlari í stað þess að vinna blóðuga glæsilega sigra. Arjuna hafi gleymt að enginn einsetumaður eða betlari gæti náð þeirri dýrð að gera skyldu sína af óeigingjörnum hvötum, „óháð allri varfærni heimsins.“ Í öðrum kafla setur Sri Krishna fram fyrir Arjuna hugleiðingar um rétt eðli mannlegrar tilveru, endurfæðingar hans og lögmál karma sem leiðir af sér ávallt bestu niðurstöðu lífsins. Sri- Krishna hafði hvatt Arjuna til að gera skyldu sína, óháð hugleiðingum um afleiðingar, en hafði einnig á sama tíma ráðlagt honum að leita skjóls í Budha-Yoga, eins og allir vitrir menn gera. Meistarinn hafði sagt eitthvað frá Sankhya skólanum og annað sem auðsýnilega var frá Yoga skólanum, og Arjuna náði ekki að skilja á hver hátt væri hægt að sameina hvorutveggja, að leitaðist við að draga hugann að málefnum heimsins, og hitt að leitaðist við að draga hugann frá hinu veraldlega. Arjuna var ljóst að meistarinn vildi berjast, en gat ekki skilið þá áherslu hans á Budhi-Yoga, sem var að áliti Krishna leið hins vísa. Arjuna var ráðvilltur og gat ekki skilið af hverju meistari hans vildi að hann stykki inn í allar þessar stríðshörmungar í stað val hans sjálfs á tilbeiðslu Budhi-Yoga, þeirri ögun sem hentaði honum best.

4. Arjuna spyr því Sri-Krishna hver ástæðan sé fyrir áherslu á þessar aðstæður, og meistarinn sér að það er nauðsynlegt að færa fram nákvæmari útskýringar um hið sanna í heiminum og tengslum þess við mannlegt líf. Hann segir að alveg frá upphafi kosmískrar þróunar hafi verið tvær leiðir að hinum eina sannleika Alheimsins, þær leiðir séu Sankhya og Yoga. Þær standi fyrir hugsun og athöfn, og séu í hugum hinna fornu heimsspekinga óaðskiljanlegar, hugsun sé andleg hlið athafnar, og athöfn efnisleg hlið hugsunar. Hið andlega og efnislega þarf ekki að vera eins og við lítum á það, en geti verið einkenni sviðs sem framsækin tilvera kemur inn í. Af þessu sjáum við að yoga (hugur) getur ekki verið án Sankhya (athafnar), og enginn athöfn án hugsunar. Þessar eru tvær hliðar hins eina, á sama hátt og Kapila og Narayana yogar eru aðeins hliðar hins eina yoga í lótusnum— drottins Bramha. Ef það er eitthvað sem hefur algjörlega gleymst í þessum heimi, eða hunsað í verki, þá er það þessi sannleikur um óaðskiljanleika Sankhya og Yoga. Þessir tveir þættir fara aldrei saman hjá fólki sem drottna í skjóli valds, og það er miklu verra á Indlandi en á Vesturlöndum. Af þeim sökum sjáum við fjölda fólks, sem gengur áfram í tómlæti, fólk sem situr aðgerðalaust í fimmtíu ár án þess að hreyfa máli né hönd fyrir meðbræður sína. Þá má kalla úrgang athafnanna, og það eru svipaður úrgangur á hugarsviðinu af fólki sem hugsa mest um sjálfan sig í öllum verkum og tilbeiðslu, án þess að skilja og sinna hinu sanna í náttúrunni og sjálfum sér.
Allt það sanna í guðspekinni er fram komið til að fólk skilji eigin eðli, og til að útskýra lögmál karmískra athafna og samþættingu hugsunar og athafnar og stefnir til enn meiri og hærri skilnings. Sri Krishna sem er höfuð þessara guðspeki og leiðir þetta Kali Yuga í birtingu, hefur því þurft að berjast gegn illum afleiðingum falsanna og misskilinnar heimsspeki og þarf því að útskýra Yoga og Sankbya sérstaklega og þarf að leiðandi að sameina þau í setningu sem sannur sjáandi sér í tvíhliða einingu.


5. Ef við hugleiðum það sem Sri Krishna segir, að engin geti hoppað af karmísku hjóli náttúrunnar með afneitun einni saman, og það sem menn kalla afneitun er einungis goðsögn. Athöfn er lögmál lífsins, og það er ógerlegt fyrir nokkra lifandi veru að stíga frá lögmáli eigin tilveru, og athöfn er forsenda lífs hennar, á háum sviðum ljóss sem og í efnislegri tilveru. Í huga sannra karma yoga er athafnaleysi ígildi tilveruleysis, eða algjör afneitun á eigin getu til að þroskast og er ekki viðurkennt í náttúrunni. Maðurinn getur engu að síður hlýtt lögmálinu og aðferðum ögunar, og lyft athafnaorku sinni á hærri svið. Þó maðurinn sé ekki starfssamur í líkamanum, verður hann að vera virkur hugarlega, og huglæg athafnasemi hans myndi keðju sem dugi fyrir margar endurfæðingar. Sá sem yfirgefur fjölskyldu og heimili sitt fyrir einsetu og hugsar svo með söknuði til þægindanna sem hann yfirgaf, er verri en sá sem gegnir skyldum sínum á heimili sínu og umhverfi. Huglægu böndin eru þau sömu, en sá sem hafnaði heiminum er sekur um að hafa ekki gert skyldur sínar. Þessi sekt er ekki afskrifuð á töflum náttúrunnar og er í tímans rás verri skuld en þess sem hélt áfram að gegna skyldum sínum í lífinu. Ef fjölskyldumaðurinn gerir skyldur sínar og heldur sér hreinum huglægt og óeigingjörnum, lætur ekki langanir stjórna sér, né hrekjast fyrir skemmtunum heimsins, þá er hann mun meiri maður en einsetumaðurinn og siðferði hans gerir hann hæfan sem nema meistara. Gamalt sanskrít máltæki segir um slíkan mann „Fyrir þeim sem er laus við langanir, er heimilið hans griðastaður“.

6. Vinir mínir, þið megið ekki álíta af framansögðu, að Sri-Krishna eða aðrir meistarar séu á móti sanyasam (einsetumanni) sem lýst er af hinum mikla lögmálagjafa Manu. Þó mér sé ljóst að meirihluti þeirra sem ástunda það kerfi hagi sér ekki í samræmi við það, verðum við að undanskilja þá sem skilja og ástunda Sanyasa Dbarma til fulls. Við getum ekki afneitað kerfi sem sett var á fót af hinum forna löggjafa sem byggt er á miklu kosmísku lögmáli sem vinnur frá því þétta til hins fína. Bramhacharyam stigið á okkar tímum, hentar manninum best í að þjálfa orð og æði, og síðasti og fjórði hluti æfi manns hentar best til að draga sig í hlé frá erli lífsins og íhuga andlegan raunveruleika. Hinir fornu löggjafar segja Sanyasam sé fyrir þá sem vilja taka á sig hinar helgu Dharmam (kosmískar skyldur), og ég held hið aldna fyrirkomulag sé í fullu samræmi við guðspekina. Það að verja öllu lífi sínu, fram að síðustu stundu í „hnitið málæði, fláræði, jánkun og breitt bros“ J. Milton, er sannarlega skaðlegra en gamla kerfið. Meistarinn í Bagavat Gita er óvinur þess Sanyasi, sem saknar og lítur löngum að því liðna, en ekki þess sanna, sem hugsa og fær aðra til að hugsa.


7. Ef við snúum okkur aftur að Gitu, má spyrja hvort athöfn sé lögmál lífsins, og ef athöfn hefur áhrif á karmísk stöðu mannsins, hvernig getur hann þá komist undan þeim skapaböndum? Þessu svarar meistarinn og segir að ekki skapi allar athafnir karma. Engin óeigingjörn athöfn fyrir aðra skapar karmabönd. Kvæðislínurnar þar sem meistarinn segir þetta má gjarna
geyma í minninu:

„Heimurinn er bundinn karma, ó Arjuna, af öðru en að þjóna Yagna óeigingjarnt.“

Ég held að ég hafi sagt nægilega mikið um efni Yagna. Yagna er kosmískur þróunarferill í samræmi við lögmálið og allar athafnir sem efla það, verða að vera athafnir sem þjóna heiminum og efla samræmið í honum. Jafnvel hér eru tvöfaldir þættir mögulegir. Gömlu heimsspekingarnir skiptu yagna í Nishkama og Sakama, karma og ekki-karma. Aðeins með hreinleika og vinnu getur maður létt af sér karma. Það er þegar andleg hugsun nær í gegn og lyftir huganum og festir sig í þrenningu hans. En ef yajamana, eða mannveran sem framkvæmir yagnam, finnur fjarlægan ilm Kama, verða athafnir hans karmískir og hann uppsker í samræmi við það síðar.
Eftir tilhlýðilegan tíma snýr sálinn aftur í efnislega heiminn til frekari athafna og reynslu, og þessi ferill heldur áfram þar til sálin nær því stigi sem svo stórfenglega er lýst í lokahluta „Seven Portals“ H. P. B. Því stigi er markmiðið sem Sri Krishna bendir á sem hann sjálfur táknar. Öll þessi svið sem eru á neikvæðn póli náttúrunnar, frá Nirvana og niður, hafa samheitið Devachan í guðspekiritum. Í þessu sambandi bið ég ykkur að lesa vandlega, „The Mahatma Letters“ og tilvitnanir K. H. í bók Mr. Sinnetts’ „Esoteric Budhism“ um Devachan, eða Swarga. Til ýmissa sviða Swarga, er náð með óeigingirni, Sakamayagna. En þó góðu karma sé náð og Punyam (gott karma) sé heilagt, er það engu síður hindrun að því að eyða öllu karma, og því er sagt að bæði Punyam og Papam, eða góðar og slæmar gerðir séu hindranir. Þetta hefur verið skilið af sumum sem afsökun um athafnaleysi, en lykilnóta sannrar guðspeki er sú sama og í Gita, og það er athafnir og aftur athafnir. En hvernig? Að þjóna kosmísku yagna án hugsunar um ávexti þeirra athafna.

8. Margir ykkar guðspekibræðra munu spyrja af hverju guðspekiritin setji alla menn á sama stall í því að ná Swarga sem viti ekkert um yagna og framkvæmd þess. Svarið er einfalt. Það er ekki til sú mannvera sem ekki gerir að minnsta kosti eitt verk á ævinni sem styður kosmískan framgang, þ.e. Yagna. Það þarf ekki að vera Hindúi eða hafi heyrt orðin yagna og Swarga úr Veda, til að gera góðverk. Þessi áhersla á orð er versti óvinur réttrar hugsunar og við Hindúar ættum að losa okkur við þau og sérstaklega við sem erum guðspekingar. Hver sem finnur til, við að sjá fátæktina og hungursneyðina í hverfum okkar, eða á strætum stórborga vesturlanda, og sýnir meðaumkun með blíðri ölmusu eða með vinsemd, er þar með að framkvæma yagna fyrir hönd Pitir devana, sem hafa mótað líkama ríkra og fátækra, hindúa sem annarra. Ef þið hugsið um það, sjáið þið að slíkur maður er að framkvæma yagnam, fórn til eflingu þess góða. Mannleg mynd er fórnarvöllurinn, fæða er hin helga gjöf, lystin er eldurinn á þeim velli, fingurnir eru þjónarnir og róandi orð eru þulurnar. Samúð er yagna-purusha, eigin auður hans er sláturlambið og mannleg staðfesta er fórnarstaurinn sem lambið er bundið við. Getur einhver okkar sagt að slíkt yagnam sé ekki utan þessa karma-bhoomi (þessa heims), og ef svarið er að slík fórn hafi verið gerð, þá fylgir að yagna hluti karma mannsins færir hann að swarga, nær himni –meðan ekki-yagna og eigingjarni hluti hans er háður karmísku þáttum — blóðstraumnum sem er kallaður Yaitarani og flæðir um lönd Kamaloka (efnissviðsins). Táknmyndir segja að eftir dauðann komi maðurinn að hindrun, bakka hræðilega fljóts, eina aflið sem kemur honum til hjálpar og ber hann yfir fljótið, eru hans eigin gerðir, dharma, í mynd helgrar kýr sem ber hann yfir.

9. Snúum okkur aftur að Gita, Sri Krishna segir að Yagna (tilbeiðsla/fórn) hafi verið til frá upphafi lífs á jörðunni sem aðferð íbúa efnisheimsins og deva fínni heima við að vera í tengslum, með virkni og gagnvirkni hvorn við annan. Það er kýr* alnægtanna sem færð var inn í birtinguna af hinum skapandi Prajapati, til að maðurinn gæti lifað af mjólk hennar. Ef það er að sanni að mjólkandi kú þarf að gefa og fá umhirðu af fjölskyldu, eru það jafn mikil sannindi um kú alsnægtanna, náttúruna, að maðurinn verður sem fjölskylda að sinna henni. Þessi dulfræðilega staðhæfing liggur að baki þeirri staðhæfingu að Devas styðji menn með því að færa þeim allar gjafir náttúrunnar og að menn gleði þá með tilbeiðslu og fórn, Yagna. Það er kannski ekki ein sérstök hugmynd í fornu heimsspekinni sem er eins mikilvæg og sú, að Devar og menn styðji hvorn annan. Ef þið skoðið vel fyrri staðhæfingar mína, að mannkynið saman myndi heila yagníska líkamann (náttúrunnar), ættu þið að skilja þetta. Hugsanir, orð og gjörðir mannkynsins sem heild mynda þá orku saman sem knýr karmíska hjól náttúrunnar. Ef sátt og samlyndi er meðal manna eru þeir eins og bræður í alheims bræðralagi, sem vinna hver fyrir annan, náttúran sem væri stjórnað af slíkum fagurlega mynduðum heila, væri í slíkum friði og reglu sem væri algjörlega óþekkt, nema í útópískri ímyndun sumra heimsspekinga.

En ef hver maður vinnur einungis fyrir sjálfan sig og segir: „ Ég kæri mig ekki um aðra,“ þá skiptist mannkynið sem fjölskylda í ósamstæðar einingar sem verða drifið áfram af öflum eins og hatri og illvilja sem ræðst af ósætti og ósamlyndi. Það leiðir til svipaðs ástands og er á okkar tímum. Hugsanir, orð og æði í ósamlyndi snertir einnig fínni heimanna. Athafnir mannkynsins í slíku ósamlyndi, sem er heili hinnar öldnu móðir náttúru, hefur áhrif á gang hennar. Þurrkar valda hungursneyðum, plágur ríkja, jarðskjálftar, eldgos og og veðuröfgar skella á börnum hennar. Hinir vitru öldrungar á ekrum jarðarinnar greindu þessar öfgar móður náttúru á margan hátt, óvitandi um að óhamingja hennar byggðist á heimsku barna hennar.
Gripið var til alskyns tilbeiðslu, guðir voru persónugerðir og færðar fórni með dýraslátrun og blóðsúthellingum, og ofræktun ávaxta til fórnargjafa fylltu alla akra. Til að snúa þessum vondu verkum til baka, bað hin mikli fræðari Sri Krishna menn um að lifa í samræmi við náttúruna, og að elska og aðstoða aðra, og þannig að viðhalda samlyndi við devana. Eins og náttúran nærir hvern einstakan mann, þannig ættum við að fara eftir lögmálum hennar, ávallt að starfa með henni, og læra af hennar öldnu visku. En þeir sem vilja ekki eiga slíka samvinnu og kjósa sína eigin eigingirni, eru kallaðir svikarar af Sri Krishna. Hann segir að lífið njóti ekki neins af þeim og missi ekkert við dauða þeirra.

* Auðhumla í Norrænu goðafræðinni

10. Kæru vinir, það sem ég hef sagt um öfga náttúrunna kann að sýnast einungis ímyndun, en þið verðið að muna að þetta er afstaða hina miklu fornu heimsspekinga, sem með sinni miklu samúð fyrir hinu þjáða en fáviska mannkyni hafði upplýst fyrir því eilífan gang náttúrunnar og gaf mönnum lífskerfi sem er í samræmi við þann gang og hvernig á að viðhalda honum. Líta má á manninn sem samsetningu, efnis, prana-, tilfinninga-, og huglægra þátta í lægri ferndinni, sem er undir stjórn hinnar raunverulegu mannveru, englinum í jarðvist, þannig er náttúran einnig skipt í fernt undir stjórn hins eina samræmis sem gætir og gefur lögmálið öllum mannlegum englum. Ef þið munið að mannlega ferndin tengist á ótal vegu kosmísku ferndinni, getið þið auðveldlega skilið að náttúrubirtingin er mjög flókið net, sem er samtengt og algjörlega undir áhrifum af kosmísku samræmi — heimi sem tilheyrir hinu sanna sviði mannvera. Það fylgir að stjórn mála í neðri ferndinni, er algjörlega undir því komin hvernig lægri hugurinn – skuggi engilsins hið efra — skugginn sem mótaður var í þróunartilgangi, hagar sér og gætir kerfisins. Ef hann skilur samræmi meistara síns og lærir að hægt er að ná til hans, en aðeins með samræmi lífsins, sem þekkt er sem bræðralag og eining, eða ópersónulegs lífs, þá verður heimurinn að standa fyrir annarri sýn en nú er, óreiða með tilfinningaöskrum um að drepa og ráða, ræna og fagna. Íhugið vel heimsspeki Bagvat Gita og hvort nokkur lausn á ástandinu í heiminum í dag er möguleg nema að hver okkar ástundi bróðurkærleika og vinni í samvinnu um að beisla flæði þess lifandi andagiftar sem okkur berst frá hinum ýmsu rótarskotum þekkingartréð, sem meistararnir hafa sáð og nýtist þeim sem einlæglega vilja veita hinum þreyjandi fjölda hlutdeild í eilífum sannindum náttúrunnar, svo menn geti nýtt þá þekkingu til að greina á milli hins sanna og ósanna, þess varanlega og hins skammvinna og öðlast frið og skapað flæði alsnægta.

Print Friendly, PDF & Email

Lokað er fyrir athugasemdir.