SAMTÍMA ÞRÓUN Á PLÁNETU

23. KAFLI
Um samtíma þróunarleiðir á plánetu

ÁHRIFIN sem vinna samtímis á plánetu skiptast í tvo megin flokka:—
1. Áhrif innþróunarbogans.
2. Áhrif útþróunarbogans.
Um er að ræða áhrif af öllum verum úr fyrri þróun. Þær eru af þeim þremur gerðum sem þú hefur þegar heyrt um—Drottna Loga, Forms og Hugar. Þeir drottna á sínum sviðum.
Logadrottnar eru lífið að baki náttúruöflunum sem vísað er til hér að neðan og stjórna þeim. Frumöfl náttúruríkjanna (ekki dýra) eru börn þeirra og sköpuð með huglægri virkni greindar þeirra á sama hátt og logóískur hugur myndar hið birta sólkerfi. Logadrottinn hugsar sköpunarvirkni og til að þróa það frekar, fer hann á hærra svið og mótar hugmyndina frekar til að viðhalda henni.
Þessi hugarform þróa persónuleika, sem ekki hafa enn náð einstaklings-myndun (sál), því er talað um þau sem „sálarlaus.“
Þú munt sjá að guðlegir neistarnir þróa fyrst nokkurskonar frumsál og síðan persónuleika. En „sköpun þeirra sköpuðu“ þroskar fyrst persónuleika sem þráir einstaklingssál. Þess vegna eru þeir sagðir „illir andar“, „púkar“, „flöskuandar“ ofl. Þeir eru ekki illir í eðli sínu, en geta ekki brugðist við neinu nema lægri þáttum. Þeirra eina tenging við hið guðlega er gegnum vit-und þeirra um skapara sinn. Því verða þeir sem eiga við þá, að koma með valdsboði skapara þeirra, þannig nálgast guðlegi þátturinn þá og endurspeglaður guðleikinn í þeim svarar, á hinn veginn er hægt að nálgast þá með lægri þáttum. Þessir þjónar guðanna viðhalda samræmdum takti í náttúrunni. Þeir eru öflin sem stjórna hita og ljósi, þyngdarafli og öllum breytingaröflum náttúrunnar.
Drottnar þessarar þróunar („skaparar þeirra sköpuðu“) ríkja á sjötta og sjöunda sviði sem yfirboðarar frumaflanna, eða „Drottnar frumaflanna“ eins og þeir eru stundum kallaðir og eðlisvirkni þeirra ræður breytilegu aðstæðum í sólkerfinu og í samræmi við þær þarf maðurinn að aðlaga sína þróun. Fyrir þessum drottnum verður maðurinn að sýna undanteknalausa hlýðni, lotningu fyrir mikilfengleika þeirra og þakklæti, því þeir viðhalda aðstæðum fyrir tilveru hans.
Maðurinn er í þakkarskuld við náttúruþjóna þeirra, eða hugarform—frumöflin,— sem þjóna þeim, en þjóna ómeðvitað. Ef hann vill nálgast þá, gerir hann það í gegnum samsvarandi þátt í sínum eigin eteríska tvífara, en gerir það með áhættu, því þó þeir bregðist við þessum þáttum, munu þeir að lokum yfirtaka þá.
Munum að þessi frumöfl eru að þróast uppá við, stig fyrir stig gegnum persónuleika í átt til einstaklingsvitundar og í tilfellum þegar maður reynir að hafa samband við þá, gætu þeir fallið í freistni að nota svarta galdur, þar sem á rangan hátt framganginum fyrir frumöflin er flýtt, með viðeigandi þroskaðri einstaklingsvitund, sem leitast við að komast þannig í sambandi við guðdómleikann.
Í slíku tilfelli gerist hið gagnstæða og yfirtaka á sér stað—persónuleika mannsins er þrýst út og frumaflavitundin tekur sæti hans; í því tilfelli má segja að þeir hafi stein jarðar, eða öldu hafsins, eða himinvind, eða eldsloga fyrir hjarta, því mannsins hjarta hafa þeir ekki, og vegna krafta frumaflanna ákalla þeir frumöflin í manninum með djúpstæðu ákalli og slíkt hefur ávallt truflað dætur og syni mannsins. Því þeir koma sem verur með frumkrafta sem þekkja ekki þau mörk sem manninum eru sett og þannig þekkjum við þær—þær æskja og leita ávallt síns eigin ríkis (því mannkynið er fyrir þeim krossfesting) og því verður samsvarandi þáttur í manninum fyrir ákalli og þeir sem svara munu farast því þær eru of öflugar fyrir þá.

Það getur einnig skeð að menn sem leita sambands við frumöfl verði ekki yfirteknir heldur bindist þeim böndum. Þá tengist frumeðliskraftur hans við Frumöflin og hann þráir þann óséða elskanda sem er ekki mannlegur. Slíkt er mikill harmur, því þeim þyrstir með þorsta sem ekki er hægt að svala í hold-inu og þeir verða að fara fram í eterforminu. Margt er hægt að segja um þetta efni.
Leiti mannvera sambands við Drottna frumaflanna verður hann að hafa hreinsað þá þætti í eðli sínu sem svarar til ríkis þeirra og upphafið eðliseigin-leika sína. Í stöðugleika jarðarinnar er hann stöðugur. Í hreyfanleika vatnsins er hann hreyfanlegur. Í hraða vindsins er hann knár og leitandi. Í birtu logans er hann ákafur. Þá er hann drottinn þessara þátta í sjálfum sér, hann sjálfur er Drottinn frumaflanna í smáheiminum og getur því krafist tengsla við Drottna Frumaflanna í stórheiminum og sendiboðar frumaflanna eru þjónar hans. Það er engin önnur leið til en sú. Þeir sem nota nöfnin án afls stuðla að eigin tortímingu.
Drottnar formsins stjórna efnis- og efnalegum þáttum og allt sem hefur verið sagt um fyrri þróun það tekur einnig til þeirra, með hjálp þeirra getum við komist að lögmálum atóma, efnavirkni og tengingu hluta, því „form“ eru samræmd tengsl.
Samskipti drottna forms og loga eru mjög mikilvæg, þar sem logadrottnar eru lífsgjafar og formdrottnarnir eru miskunnsöm eyðingaröfl. Það er frá formdrottnunum sem við fáum lögmál dauðans, upplausnarinnar—lögmál flótta og frelsisins.
Til að fanga öfl logans verðum við að vekja upp kraft formadrottna.
Til að fanga öfl formsins verðum við að vekja upp kraft logadrottna.
Formdrottnar eru drottnar núningskrafts, þeir gera öflum kleyft að verka með því að takmarka þau, en með núningskrafti sundra þeir þeim. Þess vegna eru formdrottnar drottnar dauðans, því þeir færa alla lifandi hluti til loka og alla hluti á hreyfingu í kyrrstöðu, þeir gera allt raunverulegt sem var mögulegt. Þeir eru Lærifeðurnir. Agi er þeirra leið, en „refsing“ hvílir hjá hugardrottnunum.
Frumafl formdrottnanna ákvarðar eðli allra efnaþátta, samsetninga og viðbragða.
Logadrottnarnir eru að baki lögmálum eðlisfræðinnar.
Formdrottnarnir eru að baki lögmálum efnafræðinnar.
Hugardrottnarnir eru að baki lögmálum líffræðinnar.*
Drottnar mannkynsins eru að baki lögmálum félagsfræðinnar.

mynd 18


* Athugasemd útgef. : Áhrif hinna þriggja hópa gegnum lögmál líffræðinnar er ekki fjallað um hér, en það er ekki erfitt fyrir lesandann að finna það út sjálfur, út frá því sem sagt er um áhrif fyrsta og annars hóps.

Print Friendly, PDF & Email