Sjöundi fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

7. Fyrirlestur

1. Kæru bræður mínir

Síðast þegar við hittumst hérna, reyndi ég að gefa ykkur hugmynd um hvernig hinir fornu heimsspekingar litu á hljóð sem einn af virkum þáttum náttúrunnar, og hvernig vedísk endursögn er meginþátturinn í að skapa mikil áhrif í Yagni ferli. Greypið í ykkur hugsýnina að öll fyrirbrigði eru framkvæmd með töfrum, ekki af neinum dásamlegum viljamætti sem beitt er án tillits til lögmála náttúrunnar að vilja töframannsins, heldur af þöglum stuðningi og samvinnu með framgangi náttúrunnar. Hér á okkar landi var galdur, hreinn og beinn, kenndur af hinum fornu innvígðu, en einnig síðar var viðleitni þeirra að leiðrétta rangar hugmyndir hjá fólki í þessum efnum, tilhneigingar hafa alltaf verið til að fara beinu leiðina og leitt af sér vaxandi persónuhyggju og um leið aftengingu við náttúruna, hér á landi höfum við mikið af orðatiltækjum sem eru í mótsögn við þetta, sem eiga uppuna sinn í viðleitni til að leiðrétta rangar hugmyndir um þátt einstaklings í hinum meiri sannindum. Hinar auðsæu mótsagnir hafa ýtt undir kreddubundnar deilur, haturs og milli átrúnaða, þar sem hver átrúnaður setur ofbeldi sem einn þátt sannleikans og dregur hann niður sem efnislegt form. Það hefur því gerst að það er aðeins hluti sannleikans í hverjum átrúnaði, og sá sem vill komast að öllum sannleikanum verður nauðsynlega að losa sig undan öllum sértrúarkreddum og byggja hugsunarkerfi þar sem öll sannindi koma saman. Þeir sem hrópa „ þetta er allt ein flækja vitleysu og hjátrúar“ hafa ranga afstöðu til þessara þátta. Það er gamall sannleikur að sá sem hefur ekkert að gefa sínum minni bræðrum nema nægan sjóð úrtöluorða til að hrópa þá niður, er óafvitað að skapa strauma sem bera hann til þess sem hann talar niður. Mörg dæmi hef ég séð hvernig hið dulúðuga karmalögmál vinnur, dæmi þar sem siðferðispostular sem boða fordæmingar, hafði þegjandi nálgast sama hyldýpið og að lokum gengið þar inn. Ég bið því ykkur bræður mína að falla ekki í slíka strauma, strauma óskynsemi sem falla niður frá sjálfskipaðri alvitrun. Eins og eitt efni náttúrunnar dreifist í ýmsar áttir og hreyfist í ólíkum bylgjum, getur myndað, og myndar endalaus birtingarform, eins hafa einföld kosmísk sannindi á hugarsviðinu birta sig í mótuðu hugarformum átrúnaða, hvert með sínum andlega og efnislega þætti.

2. Til að skýra þetta betur skulum við líta á eitt orðatiltæki „það sem er vilji hins fullkomna, verður,“. Þetta orðatiltæki er tilvísun í hins óskaplegu mikla viljamáttar andlegs manns. En mikið ósköp hefur þetta málstæki skapað mikinn misskilning í hugum margra trúaðra, það hefur fest í sessi trúna á persónulegan guð sem situr í hásæti á himni og stýrir öllum málum heimsins eftir geðþótta sínum, af þóknun eða vanþóknun eins og hjá venjulegum manni. Þetta málstæki er jafnvel misskilið í hugum guðspekinga á mjög óæskilegan hátt. Sumir indverskir guðspekingar hafa haldið að meistari Himalaya, Mahatma, geti ef hann vill, birt sig í ljóslíkama, sem þeir geti séð hann og kallað fram hvenær sem þeim hentar og hann frelsi þá vegna óska þeirra.
Það mikla kapphlaup um að verða nemi meistaranna í upphafi Guðspekihreyfingarinnar, er að stórum hluta afleiðing af fáfræði um vilja meistaranna. Innhald bréfa meistara K. H. um hina fínni heima og hugsanna þar var auðsjáanlega haft í huga í því kapphlaupi. Það að meistararnir eru samstarfsmenn náttúrunnar og þjónar hinna óumbreytanlegu kosmísku lögmála, er það sem ávallt á að vera í huga okkar, þegar við lyftum huga okkar á hærri svið náttúrunnar og reynum að skilja þau. Andstætt við fyrrnefnt málstæki, skulum við skoða annað orðatiltæki , „allt er gert af náttúrunni.“ Þessi staðhæfing hefur einnig verið illa misskilin af mönnum og margir skilja hana að þróunin sé í gegnum efnið og orkan sem búi í efninu sé á engan hátt tengd samvinnu við vitundir sem gæti þróunarinnar, og besta útkoman þróunarinnar fáist með ræktun. Þessir menn geta ekki hugsað sér háleitar verur sem hafa fórnað sér fyrir allt mannkynið og þjóna sem milliliðir hugmynda sem koma frá sviðum sem ekki eru í birtingu. Þessi vantrú á tilveru slíkra vera, starf þeirra og visku, gerir þá ómóttækilega fyrir þeim miklu áhrifum sem streyma þaðan til góða fyrir mannkynið. Íhugið vel þessi orð H. P. B. — „Hann stendur þar í vestri eins og hvítur stöpull, og af ásjónu hans skín dýrðlegur eilíft rísandi sólarhugur“. Af þessum illa misskilningi sem ég hef nefnt, sá fyrri í átrúnaði í landi okkar og Austurlöndum, og þeim síðari að trúa á ekkert nema sýnilega efnisþróun, er það sem einkennir England og Vesturlönd. Ef slíkur Mahatma þekktist sem slíkur í okkar landi, myndum við strax dýrka hann, færa honum óhemju magn mismunandi matvæla, skreyta hann silfri og gulli og tileinka honum tónlist og leika frammi fyrir honum. Ef hann flytti til Englands, myndu margir þarlendir klappa honum á axlir og segja með breiðu glotti, „ jæja félagi, fólk segir að þú sért mikill töframaður, ég vona að þú setjir mig ekki í kassann“. Hvorutveggja er jafn skaðlegt og miklar hindranir fyrir góðu verki sem slíkur fullnumi getur leitt af sér ef hann byggi annað hvort á Indlandi eða Englandi. Rétta afstaðan til að rannsaka heimsspeki hina fornu yagna, er að sameina góða eiginleika hinna ensku og indversku persónueinkenna. Við ættum að vera sjálfstæðir eins og Englendingar og auðmjúkir eins og Hindúar. Sjálfstæðið á ekki að snúast upp í tortryggni, né auðmýktin í þrælslund.


3. En snúum okkar nú aftur að þulinni vedískri galdraathöfn, sem má skilgreina sem áhrif viðburða sem er akasísk truflun og sem er sköpuð af flytjandanum. Þið munið kannski eftir því að ég sagði eitt sinn að eterískur þáttur sólkerfisins var skilin sem mikill söngur sem þekktur er sem Veda og áhrif fyrirbrigða byrja þar. Í þessu samhengi má minna á, að almenn Puranísk sögn á Indlandi er að Bramha hafi sér til leiðbeiningar, Veda, sem að sjálfsögðu er eilíf, en breytir sviðinu í samræmi við hringrás tímabils. Ef þörf er á að breyta í lok tímabils, er Veda hent inn í óreiðu, hún er endursett á jörðunni af Bramhins, sem stjórna yagnískri stofnun með Bramha sem leiðtoga sinn. Af þessu getið þið séð að til að tóna Veda í yagnískri athöfn, er einfaldlega verið að fylgja og efla athöfn sem er hluti hins stærra samhengis eterísku þátta náttúrunnar. Ef við tökum sem dæmi af fyrirbrigði eins og rigningu, sem er hægt að lýsa sem röð hreyfinga á akasa sviðinu, sem mynda segulmagnaða breytingu í andrúmsloftinu í kringum okkur, sem er eins og þið vitið það fyrsta fyrirbrigðið í umhverfi okkar sem við tökum eftir. Þessi hóphreyfing ,fyrirbrigðið rigning, er hluti af máli náttúrunnar og svarar til hluta af hinum mikla söng hennar. Þessi þáttur svarar til tónaðar Vedu, þið getið séð hvaða athöfn vedísk tónun verður að eiga sér stað til að til að sýna þann yagnaferill sem er ætlað að móta og hreyfa náttúruna.

4. Af þessu má sjá að fórnarathöfn er ekki yfirnáttúruleg athöfn , heldur algjörlega eðlileg sem er gerð á hærri sviðum náttúrunnar og gerð til að ná fram ávöxtum fyrirbrigðanna. Ef sá sem vill framkvæma slíka athöfn er ekki fullnumi með fullkominn vilja, er næsta ómögulegt að ná fram áhrifum fyrirbrigða að óskum einstaklingsvilja eða með tónaþulu. Áhrifin geta hins vegar komið fram ef annað kemur í stað einstaklingsvilja, vilji margra sem er myndaður í samvinnu og samræmi. Þó einn maður geti ekki hrist tréð, geta það margir saman, í samvinnu á öllum sviðum tilverunnar liggja hin dásamlegu áhrif. Áhrif sameiginlegs vilja eru vel þekkt í rannsóknum og í reynd. Af þessari ástæðu verður yagnísk athöfn að vera framkvæmd af mörgum mönnum í góðu samræmi og tónun Veda samkvæmt ákveðinni áætlun. Þeir sem þjóna í slíkri athöfn kallast Rithwiks, eða Yagni prestar. Þeir eru sextán að töku, hver þeirra hefur sérstakt hlutverk og ber sérstakt nafn. Það er ekki nauðsynlegt að vita þessi nöfn þessara presta, né hlutverk í smáatriðum, en það getur verið áhugavert að vita af hverju það þarf sextán presta til að fara með fjórar Vedur. Tala 16 presta er kölluð í Yagni riti og í Puranas sem Sroutams. Talan sjálf er forvitnileg í sjálfu sér, þar sem skoðun á henni á mismunandi vegu er tengd við tiltekin sjónarhorn. Talan, 1 og sem 6 fylgir, gefur til kynna að talan 10 standi fyrir alheim með 6 teina hjól lífsins. Talan 16 er jöfn 2 x 2 x 2 x 2 og gefur hugmynd um aðskilin tvöfaldan andardrátt sem hefur náð til fjórða sviðs hins birta kosmos og framkvæmir sextánfalda vinnu.

Yagni líkaminn er eins og ég hef sagt ykkur, upphaf hinnar lægri ferndar, er neðar hinni hærri þrenningu, og því er ferndin í kosmískri sjöskiptingu og skipting andardráttarins, tvöföldun í eðli sínu, og verður þá að vera sextán í Yagni líkamanum og því ríkja yfir honum 16 prestar, eða kosmískir söngþulir, kraftar sem kalla út sem birtingarkraftar. Sumir ykkar guðspekibræður mínir hafið nokkuð góða hugmynd um töluna 7 og þurfið ekki að vera hissa á tölunni 16, því hún felur mikið í sér fyrir ykkur. Tölurnar, 1 og 6 fylgir henni og samtala þeirra er 7, og hinir 16 prestar tóna sem einn hljómur sem fellur inn í hina sex teina á hjóli lífsins. Kjarni tölunnar sextán er því sjöund. Talan 16 er einnig 3×3 + 7, eða 9 + 7 , þannig að hinir eilífu níu sköpunardrottnar, prajapatis, hafa í sér sjöund, eða eina fullkomna birtingu og þessir sköpunardrottnar eru þrefaldir frumtalan þrír. Ég nefni þetta hér til að vekja forvitni um skoðun á duldum talnagildum, og hvet ykkur til að lesa allt um tölur í tveim bókum H.P.B. „Isis Unveiled“ og „Secrect Doctrine“. Þið munið sjá að mikil áhersla er lögð á töluna sjö, en þið megið ekki taka það svo, að þið sjáið ekkert annað en sjö, þá munið þið ekki sjá hugmyndina hjá H.P.B. Þegar hún nefnir að sjö sé tala endanlegrar birtingar, á hún einnig við að það sé afleiðing frumtölunnar þrír. Þrír og sjö, eða frumþrenningin og sjöskipt birtingin gera tíu, það er heildin, eða tvöföldun fimmþáttanna, sem H.P.B kallar fimmeðli alheims.

5. Ef við snúum okkur aftur að Yagna, er sextán sérstaklega áhugaverð, því rót hennar er fjöldi Vedanna. Hér eru nokkra tilvitnanir úr Purana versum sem ég hef þýtt í þessu sambandi.

„Yoga að nafni Atliarva er þekktur sem höfuð Yagna og Rig- Veda, myndaði hálsinn og handleggi. Hjartað og magasíður voru myndaðar af Sama, mittið, þvagfæri, læri, fótleggi og fætur voru myndaðar af Yajus, og hópar allra Vedanna er Yagna-Purusha, fæddur af eilífur sviði.“


Af þessari tilvitnun getið þið séð að, Rik, Sama og Yajus Vedanna er skipað í röð að ofan og niður, að jörðu, eða efnisbirtingunni. Atharva er sá hæsti veda í þulunum, yogi. Öll sýnileg áhrif fyrirbrigða er hægt að ná fram með vedískum tónaþulum, en aðeins ef hún er á sviði Atharvic. Það Veda er því yoga á vegum hins mikla Yoga Bramha sem birtist og þróaðist sem þrenninguna sem kallast, jörð, vatn og eldur. Þetta þrennt svarar til hinna þriggja Veda, Yajus, Sama og Rik. Við skulum kalla það hina þrjá þætti eters, þau þrjú svið þar sem er heimssöngurinn er sunginn. Heimssöngurinn fjórfaldast á Atharvic sviði Bramha, þar verða því fjórþátta hvers hina þriggja sviða þar sem hann er sunginn. Þarna er ástæðan fyrir 16 fórnarprestum, sem skiptast í fjóra flokka, fjórir í hverjum. Höfuð Atharvic hópsins er kallað Bramha. Höfuð hinna hópanna á Rik, Sama og Yajur eru kallaðir í sömu röð, hota, utgata og Adwaryu. Þessir fjórir höfuðprestar, Bramha, Hota, Uttgata og Adwaryu hafa hver þrjá undir sér til aðstoðar í smærri verkum og skyldum Bramha og hlutverk þeirra er að fylgjast með, aðlaga og leiðrétta. Skylda aðstoðarmanna Hota er að þylja Rig Vedu versin á sérstakan hátt sem einkennast af langri tónun, þegar kemur að þeirra frásögn. Öll yagna er ákveðin og óumbreytanleg, engin prestur má gera eitthvað frá eigin brjósti, heldur verður halda sig við nákvæmlega við anda yagna. Skylda Utgata og aðstoðarpresta er að lofa Devas í Sama vedískri frásögn, sem verður að vera þekkt af öllum hindúum. Skylda Adwaryu presta er að tóna Yajur vedaísk vers og framkalla Homa (eldfórnasiður).

6. Kæru vinir, það var ekki ætlun mín að fara inn í smáatriði á neinum Yagni siðum, né ætla ég að gera það núna. Til þess og útskýra hvert þrep, krefst allrar orku Pouranikas (prestanna) og það er mér algjörlega ofviða. Þar sem það er nauðsynlegt fyrir nema í Sanskrit Puranas (sagnanna), að skilja útmeginlínur hugsanakerfisins og að margir aðilar koma fyrir í Bagavat Gita, vil ég draga ykkur alla í umhugsun um eðli Yagna (náttúrunnar), íhugun sem færir ykkur dýpri andargift og virðingu fyrir hinum fornu Bramhinum en þið hafið í dag. Þar sem ég hef sagt nóg mun ég ekki fara í sundurliðaðar innstu atriði Yagna. Ég mun fara nokkrum orðum um það sem er kallað Homa, og og þaðan í önnur efni. Þið vitið að fórnarsiðirnir eins og þeir eru framkvæmdir í dag, eru ekki einfaldar vedískar tónaþulur, en fylgt eftir með fórnum á eld á heilagri jörð. Fórn í eldi hefur þau áhrif að auka vedísku framsögnina á akasa. Eldurinn er tákn um tengingu við hin innri eld sem fyllir allt. Sumir hlutir sem brenndir eru í eldinum framkalla sérstök töfraáhrif, þannig er eldsfórn er einn meginþátturinn í Yagna, sem að sjálfsögðu er ætlað að hreyfa við vél náttúrunnar. Hreyfing náttúrunnar þýðir hreyfingu í sjálfstæðum heimi Deva, eða í frumefninu sem Devarnir hafa umsjón með. Á sama hátt og þegar matur kemur í maga og virkar eins og örvun sem setur af stað aðskilnað og útskilnað, hefur raforkan sem losnar við fórn sem brennur á eldi, svipuð áhrif á deva líkama og framkallar breytingar. Eldur er því munnur deva, eins og orðatiltækið segir.

7. Ég hef nú aðeins nefnt efni fórnarinnar, en til upplýsinga þá var engin fórn lambs framkvæmd til forna, það er sagt í mjög áreiðanlegum ritum, að Yagna á að vera laust við alla grimmd við lifandi verur. Hinir fornu Yagnikas voru allir meistarar samúðar gagnvart öllum lifandi verum, og það er ljóst hvað þeir segja um Yagna, að engin grimmd var tengd við siði Yagni. Mistökin við sauðaslátrun sýnast hafa komið í þessu Kaliyuga og vél náttúrunnar hefur orðið mjög stífluð af efnislegum úrgangi og ófær um að hreyfast við tónun, eins og áður fyrr. Hin raunverulega fórn hina fornu Yagnikas, gleymdist manninum þar sem hann er um of tengdur gildum þessa (Kali)Yuga, sem tengjast persónulegum tilfinningum sem gerir hann fúsann til að nota heilaga hluti í eigin tilgangi. Fórnarval hinna fornu sem var hlaðið raforku mun, ef það er upplýst nútímamanninum, aðeins þjóna sem besta leiðin til að skaða aðra, jafnvel meira en með sprengiefni. Þess vegna var siðunum haldið leyndum og kynþátturinn sem nærður var af Yagna, féll óhjákvæmilega í að fórna hlutum sem tákn um tjáningu og hugsana Veda ritanna. Mótmæli sem hafa óhjákvæmilega komið frá meisturum samúðar hreyfa hið dökka karma sem maðurinn skapar í sælli von um að hann nái inn í swargam (paradísar) með fórnarsiðum. Að neyta fæðu sem er heilagasta athöfn sem viðheldur öllu í þessum heimi, í núverandi ástandi, verður óheilög ef maður verður eins og rómverjar, sem eins og okkur er sagt af sagnariturum, voru færðir margir stórir diskar af syngjandi fuglum til að éta, aðeins til að kasta matnum upp til að geta byrjað aftur að éta.

Þetta á einnig við um heilagasta verknaðinn í Yagna sem með huga okkar reynum að hreyfa náttúruna og næra allar verur, verður óheillagur þegar fórnin missir merkingu sína þegar hann er gerður af sjálfselsku mannsins og fórnar heilagri samúðinni. Því samúðarandi Yagna er án grimmdar og sjálfselsku, Ó hvaða hryllingur. En samúðin færði okkur drottinn Búdda og hann barðist gegn því illu karma sem byggðist á bókstafstúlkun hinna fornu Veda rita. Þannig spratt upp Búddismi sem helgaði sig einungis Budhi (þekkingu), hluta hins forna Veda og sem var svo illa hermd eftir vegna örvæntingar Mr. Sundara Ramayya í Trivandram. Maður sem var án ljóss Budhi (vitsmuna) er aðeins skepna í mannlegu formi, eins er Yagna sem í dag byggist aðeins á bókstafstúlkun vedískum táknum og siðum, án Veda Budhi, er maðurinn aðeins dýrslegur í í eðli sínu og myrkur verður afleiðing af því karma, sem er skapað þrátt fyrir aðvaranir í ritum eins og Bagavatam að Yagna sé ekki fyrir Kaliyuga. Jafnvel maðurinn er bundin niður á fórnarstólpann af sjálfselsku kyni Dikshitas (sérskóli) eins og við sjáum núna og er látið viðgangast af yfirvöldum. Þegar sá dagur kemur að slíkir hlutir verða, verður Rakshasa (djöflar) ástand í sögu þessa karma-Bhoomi (jarðar). Sem ég fordæmi þessa hluti í núverandi kerfi, er ég ekki í vafa um að hinir góðu strangtrúuðu herramenn sem nú safnast saman í miðju Indversks félagslífs, í algerri andstæðu við miðju samfélags umbótamenn, eru reiðubúnir að höggva á þær rætur sem rekja má til fjarlægðar fortíðar Manu og Yagnavalkya. Umhugsun um heimsspeki hina fornu Yagnikas er eina leiðsögnin í þessu landi sem hluta til er í upplausn, og til allrar hamingju fyrir okkur er, hefur guðspekin komið fram sem leiðsögn fyrir huga manna sem eru opnir fyrir sannfæringu.

8. Eins og ég sagði ykkur, á sú illska sem drottinn Budda barðist gegn, rætur sínar í táknum Veda sem voru tekin bókstaflega og allir svartagaldramenn finna leið sína til Veda. Þið kunnið að spyrja, hvað hefur Veda að gera með tákn? Svarið mitt hjálpar ekki, því í Veda birtist öll náttúran á öllum þróunarstigum. Náttúran er sjöföld, í formi, líf í því formi, kama til að leiðbeina lífinu, huga sem gefa lögmál fyrir kama, og þrjá hærri þætti. Veda sem fjallar um lægri fernd náttúrunnar er stjórnað af Budhi-Manas kosmísku sviðinu sem felur í sér eðli allra vísinda. Guð áætlar sagði Plato og Hann reiknar sagði Pythagoras. Þessi geometría á kosmíska sviðinu skapar það sem við köllum form og líf. Sá sem skilur að dýrin sem nefnd eru í Veda vísindum eru dulin geometría, og sá sem skilur virkni og lögmál Devana sem móta formin, er dulspekilegur reiknismeistari og skilur bæði hið sanna Sidha, eða Bramhin. Tökum ákveðið dæmi, tilvist Pitir devas er í geómetrísku formi sem okkar fornu heimsspekingar kölluðu lömb. Þetta tákn er efnislega það sem við köllum sveitalykt, eða huglægt er hægt að kalla aðlaðandi. Sá sem vill fara til ákveðinna hærri sviða, verður að sjálfsögðu að eiga við lambið sitt á eigin forsendum, það hefur tilvísun til kosmísks karma, lögmál eigin athafna, og þess sviðs sem maðurinn leitar eftir að komast til. Gerum ráð fyrir að þessi maður taki raunverulegt lamb, í stað lambið í sjálfum sér, og kvelji aumingja skepnuna til að koma fótum hennar á eldinn, hvað heldur þú um þann mann? Það sama hugsa ég um djöfla-bramhinana, sem gera þetta og skilja ekki hin fornu vísindi.

9. Í öllu því sem ég hef lýst sem yagnam, er einn mikilvægur þáttur – sá yajamana sem er ábyrgur í þessu ferli, og ef athöfnin tekst ekki, er honum kennt um en ef það tekst þá hlýtur hann lofið. Yajamana er einstaklingur sem fórnar sjálfum sér til góða fyrir heiminn, og tekur á sig að móta hagsmuni heimsins af hlýðni við lögmál hans. Ef mannlegur líkami er tekinn sem fórnarvöllur, er hugurinn hans yajamana. Allar athafnir manns í lífinu, frá fæðingu til dauða, mynda einn mikinn yagniferill sem er stjórnað af þeim sanna einstaklingi sem kallast hugur. Sá sem er fús til að fórna máli sínu og hugsunum til góða fyrir heiminn, er sannur yagnika og allir hærri heimar eru fráteknir fyrir hann. Grunntónn í lífi yagnika er að gera gott, án tillits til stétta eða trúar, eins og sólin skín jafnt á alla. Það má vera að hann haldi sig frá vondum straumum heimsins, en það er ekki vegna þess að hann líti á sig ofar heiminum, heldur líti á sjálfan sig sem salt jarðar fyrir heiminn til að bragða af og haldi sér hreinum þess vegna, á sama hátt og læknir gætir eigin huga og líkama svo hann geti sem best sinnt sínum þjáðu sjúklingum og létt þjáningu þeirra. Starfsvið alheimsbræðralagsins þar sem menn eru kallaðir til starfa til góða fyrir mannkynið er nákvæmlega það sama og hinna fornu Bramhinar sem samsömuðu sig náttúrunni og fórnuðu sér sem saklausa lambið, fyrir efnis,-hug- og sálarlega velferð mannkynsins. Vinir mínir, ég óska þess að þið hugleiðið stöðu hinna fornu Bramhina og ákveðið hvort slík staða sé ekki lífsins virði.

Print Friendly, PDF & Email

Lokað er fyrir athugasemdir.